Lögberg - 12.09.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.09.1912, Blaðsíða 1
Merkið flutningsseðla yðar: ShiP TO Ft. Wiliiam or Port Arthur ADVISE ALEX. JOHNSON & CO. GRA N COMMISSION MERCHANT8 242 GRAIN EXCHANGE, - WINNIPEG, MAN. fSLENZKIR BÆNDUR Mér þætti vænt um, ef þér vilduð fela mér að sctja kornbn ^Oir yðai á komandi hausti Kg get útvegað yðnr hæsta verð á óllnm korntegundum. Kg skal annast sem bezt dokkun og sending komtegundana til haín- arstaðar. ALEX. JOHNSCN & CO., Winnipe?, Man 25. ARGANGUR . ÍSLENDINGURINN CG NORÐMAÐURINN KOMNIR AFTUR TIL MANNABYGÐA R. M. Anderson. Vilhjálmur Stefánsson. Vilhjálmur Stefánsson er kominn til Seattle ásamt félaga sínum, Dr. R. M. Anderson, eftir fjögra ára útivist. Þeir höfSu með sér stórt og afarmerkilegt safn úr dýra. jurta og steinaríki þeirra miklu óbygöa, sem þeir fóru um, svo og marga smíSisgripi og áhöld til að sýna lifnatSar hætti þeirra “villi” manna er þeir fundu fyrir sér. Vilhjálmur hefir lagt fyrir sig þá fræöigrein, sem fæst viS aö ransaka uppruna og skyld- leik hinna ýmsu kynkvísla mann- kynsins ('AnthropDlogy, Mann- fræöij og hefir margan nýstárleg- an fróöleik fundiö á noröurslóð- um, þar á’ meðal hitti hann fyrir sér kynkvisl, sem er blendingur af Eskimóa kyni og hvítra manna og hefir honum dottiö i hug, að vera mundu afkomendur íslenzkra manna á Grænlandi, eöa þá ein- hverra þeirra noröurfara er hurfu á þessum slóöum fyrir meir en tveim mannsöldrum. Vilhjálmur er nú allfrægur oröinn í þessari álfu og hefir geti’ð sér mikinn frama fyrir visindaleg störf og frábæran hvatleik og forsjá í þess- um svaðilförum. Hvernig reynistHud- son’s Bay. • Þfeir sem fastast hafa sókt eft- ir þvi, að lögð verði braut til Hudson’s Bay, hafa tekið það til, að' þó sjóleiðin væri ófær um Hudson's sund, þá mundi mega flytja vörur frá Fort Nelson yfir flóann til James Bay og þaðan með járnbraut- Gegn þessu, stendfi r nú fyrst og fremst það sem báðir segja, Slr Thomas Shanghnessy og J. Chamberlain, forsetar C. P. R. og Grand Trunk, að teppan á flutningi korns frá Sléttunum stafi ekki af þvi, að vagna vanti til þess að flytja það frá bænum; heldur hinu, að skip vantar til að flytja það frá Montreal. J annan stað er útfiri sagt svo miki'ð' á þessum slóðum, að varla eygir skip frá landi, þarsem þau verða að liggja. í þriðja lagi segja Montreal blöð að- ís hafi legið í Hudson’s Bay þann io. ágúst i sumar og hafi það skip, sem þang- að var sent til ransóikna og bygt var sérstaklega til ísferða kom- ig aftur illa leikið og haft erfiða ferð og háskasamlega. Flutnings teppa. Svo er sagt, að í ár muni flutn- ingar á korni ganga stórum treg- ara heldur en nokkru sinni áður, vegna þess að miklu meira korn er að flytja heldur en nokkru sinni fyr. Skaði bændanna á Sléttun- um verður enn meiri í'ár heldur en á fyrri árum. Flutnings kaup járnbrauta verður ekki lægra en áður, heldur hærra, ef nokkuð er, renta bankanna og tregða til lána engu minni en áður. Bændum er vorkunn þó þeir kvarti, og kenni járnbrautarfélögum og peninga- stofnunum um, að þau hafi þá að féþúfu. Járnbrautarfélögin svara, að þau hafi allar “'sidings” fullar af tómum vögnttm, og bankarnir beri það fyrir, að þeim sé ómögu- legt að lána út á korn þó skorið sé og þreskt, nema því sé komið undan skemdum1 í kornhlöður.- |Þannig svarar hver fyrir sig, en ekki léttir það böl og baga bænd- anna. Það eina sem firri þá tjóni, eru hindrunarlaus viðskifti við þann stærsta markað í víðri ver- öld, sem bíður eftir þeim á næstu grösum, — bíður þangað til bænd- ur þvinga stjórnina til að hleypa frá þeim slagbröndum, sem nú bægja þeim þaðan. Hollusta og viðskifti. Um Staðarhóls-Pál er sú saga sögð, sem alkunnugt er, að hann var eitt sinn fyrir Danakonungi, í málabraski sínu, og afhenti honum bænarskrá þannig, að hann kraup aðeins á annað knéð og mælti á þá leið, að hann lyti hátigninni, en stæði á rétti sinum. Þessi saga um hinn gamla ís- lenzka höfðingja kom oss i hug er vér lásum um það er hertoginn af Connaugh, kom til Edmonton. Stjórn og borgarmenn tóku hon- um báðum höndum, með allri við- höfn og kurteisi er þeir máttu við koma, vottuðu honum hollustu sina við konung og hið brezka ríki, en tjáðu honum jafnframt þörf sina og áhugamál, hófsamlega og einarðlega. Segir svo í ávarpi þvi er honum var flutt og orðað var ágætlega vel: “Vér höfum’ sýnt það um langan tima, að vér erum hollir og trúir fósturjörðinni fornu, höfum veitt henni hlunnindi og í- vilnun í viðskiftum frarn*yfir öll önnur lönd, og vér í VesturlancB inu erum viljugir . og fúsir til að sýna hollustu vora i framkvæmd- inni með ennþá nýtari ivilnunum; vér trúum þvi, að bæði Canada og Bretland hafi liagnað af því. En með því að þetta unga land, sem stundar jarðrækt mest af öllu, á afarmikinn vöxt og viðgang fyr- ir höndum, og að afrakstur þess vex óðfluga með ári hverju, þá er það nauðsyn vor og skylda, ef vér eigum að sjá hag vorum borg- ið, að beita öllum löglegum ráðum til þess að færa út viðskifta svið vort, svo að vér náum' sem hag- kvæmlegastri sólu á hinum ótt vaxandi afurðum jarðarinnar og landsmenn finni að þeir búi undir sanngjörnum og hagkvæm-um við- skiftalögum. eh þeim komi sem hezt í hald. Svo bezt þróast þegn- hollusta og ánægja til lengdar með- al landsfólksinsi.” |Þessi væga og varlega ádrepa um áhugamál og bráða nauðsyn Sléttumanna, flutt á hátíðisdegi fylkisins frammi fyrir höfuðs- manni brezka valdsins i landinu, hefir farið víða og þótt myruiar- lega gert. — Eandstjórinn var nær- staddur þá athöfn, er opnað var hið nýja þinghús Alberta fylkis, er nýreist er, mjög veglegt, á hin- um fegursta stað. Æðsti ráðgjafi fylkisins, Mr. A. Sifton flutti landstjóranum ræðu einnig við það tækifæri, prýðilega fagra, hann svaraði kurteislega, en minntist engu orði á þá ádrepu sem honum var gefin um þörf fylkisbúa. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12 SEPTEMBER 1912 [ NUMER 37 Verkamenn og stríð. Meðál þeirra manna nafn- kendra, af Bretlándi, sem hér eru nú á ferð, er foringi verkamanna á þingi Rreta, er heitir Keir Hardie. Hann er sendur af verka- mannafélögum á Bretlandi sem fulltrúi þeirra á því þingi. sem verkamenn í Canada ætla að halda í Guelph, Ont. þessa viku. Blaða- menn í Toronto náðu fundi hans og kvöddu hann umsagnar um ýms mál. Hann kvað upp strangan dóm yfir þeim stjórnmálamönn- um, sem fullir væru af þjóðernis- hroka og svifust einskis til að svala honum. “Svo fast er oss i huga, fulltrúum verkamanna”, mælti hann. “að leggjast á móti vopna- viðskiftum, að vér höfum nú helzt fyrir stafni að koma á samtökum meðal allra verkamlanna í öllum löndum, að hefja verkaföll og ó- róa heima fyrir til þess að allra hermanna þurfi heima við og ekki verði unt að senda þá til þess að berjast hvorn á móti öðrum um það, sem þeim kemur alls ekkert við. “Eg ætla að brýna það sem mest eg get fyrir verkamönnum í Canada, að þeir gjaldi varhuga við þvi að láta sogast inn í hringiðu herbúnaðarins. “Allmargir brezkir þingmenn hafa reynt til þess alveg nýlega, að vekja upp liér í Canada úlfúð til Þýzkalands. Eg lýsi þvi hér- með hátíðlega, að í hvorugu land- inu% hvorki Þýzkalandi né Bret- landi, óska nokkrir eftirl stríði, nema auðmannastéttimar og stjórn- málaflokkar, sem fylgja því ó- heillaráði i því skyni að koma sér að völdum. “Eg óttast það mest af öllu að Canada og önnur brezk lönd fyrir handan hafið láti leiðast í þessu efnl af brellum stórgróðafélaga og glæfralegum stjómmálamönn- um. sem eru ekkert nema túlinn og gaflaðið.” Þannig talar hinn víðfrægi for- sprakfci verkamanna á B'retlandi og cr það við annan tón kveðið heldur en það sem söng í tálkn- unum á þeim höfðingjum. sem voru hér á ferð á dögunum.. Stjórnendur og höfðingjar þessa lands skutu á fundum til þess að gefa þeim færi á að tala til lýðs- ips, og veittu máli þeirra alt það fylgi sem í þeirra valdi stóð. !í>lól hafa þeir ekki meira fylgi á Bret- landi heldur en þann meiri hluta, smáan eða stóran sem auður og áhrif ættar þeirra hefir veittþeim í kjördæmunum. Keir Hardie eru engar veizlur haldnar og eng- ar viðhafnar viðtökur sýndar, en þó stendur á bak við hann allur styrkur fjölmennis verkamanna á Bretlandi i breiðri fylkingu, og í þeirra nafni talar hann til al- mennings í þessu landi. Oss virð- ist lítill vafi á því, hvors orðum almenningur í Canada muni gefþ. meiri gaum. Slys. Suður í Cleveland, Ohio, var strætisvagn á harða ferð með ann- an aftan í sér og rakst á þungan flutningsvagn er fór yfir braut- ina. Meiddust þar 35 manns í vögnunum, en fimm dóu sam- stundis. Fólk þetta var á skemti- för. — Daginn áður rákust á járn- brautarlestir í V errnont, fórust þrir menti en um 20 meiddust. Enn.' var það sömu daga , New York ríki, að lest var á harðri ferð, er hjól brotnaði af einum vagnin- um, hrökk sá út af teinunumi og aðrir 20 sern á eftir honum runnu, og mölbrotnuðu. Fimm menn slösuðust þar til dauðs. í New Jersey fóru fram kapp- reiðar á mótorhjólum á mánudag- inn, og hreppti þar einn bráð- an bana. sá sem geystasí hef- ir farið1 á hjólum, hvar sem reynt hefir verið. Hann er sagður hafa farið með 92 mílna hraða á kluWcustund, en múgur manns hörfði á og klappaði lof í Jófa. Þá varð það allt í einu, að hjól hans. tók víðari bug en skyldi á hringbrautinni og rakst á girð- ingu. maðurinn tókst ein 50 fet í loft upp og kom niður meðal á- horfenda rétt þarsem kona hans ! sat. Líkið var limlest og varla í heilt bein í því. Brot af hjólum lians kastaðist í annan hjólreiða- kappa 'og varð honum að bana. I Girðingabrotin fuku meðal áhorf- enda og urðu sex manns að fjör- tjóni en þrjátíu slösuust, voru það flest unglingar og upphomnir menn er stóðu upp við skíðgarð- inn, þarsem hann brotnaði. Söm- ir af þeim tókust hátt á loft og koHiu datiðir niður. Mjög marg- ur annar mannskaði er talnn viðs- vegar að af járnbrauta, bifreiða og strætisvagna slysum). Port Nelson fyrirválinu Lengi hefir verið deilt um það hvar hafnarstaður og endastöð Hudson’s flóa b'rautarinnar ætti aö vera, og hafa einkum tveir ver- ið til nefndir, Fort Churchill og Port Nelson. Nú er sagt, að úr því sé skorið til fullnustu og sé ráðið að Port Nelson verði fram- tíðar höfuðból viðskifta og verzl- unar við Iíudson's B|ay. Sam- göngu mála ráðgjafinn Cochrane fór þangað norður í sitmar og skar þá úr því, að þar skyldi brautin enda. iÞó hefir hann ekki lýst því opinberlega ennþá, heldur sagt það kunningijum sínum. Blöðin austanlands gera lítið* úr notúmi sjóleiðarinnar um Hud- son’s P>ay, sem annars staðar er drepið á i blaðinu, en vestanblöð- in svara því örugglega. að1 Port Nelson verði einn aðal útflutn- ingsstaður korns af Sléttunum, með því að þar sé íslaus sjóleið í 4 mánuði, en Vatnaleiðin aðeins 2 mánuðum lengur fær. Hudson’s flóa brautin er það langt komin, að ekki verður aftur snúið, og fær nú reynslan að skera úr því, áður langt um líður, hvemig sú leið reynist. ! Brandon hreppir hnossið. Ti lag úr landss'óði til sýningar- halds hefir hlotið Brand-on borg, 125 þúsund dollara. Margir bæ- ir litu hýru hornauga til þess bita, en kunnugir segja, að enginn þyrfti að ætla sér hann nema sá sem happið hlaut. Brandon menn taka þegar að undirbúa stóra sýn- ingu að ári, og er þegar byrjað á að reisa byggingar í því augna- miði. Neysluvatn í Winnipeg. Það knýja forráðamenn borg- arinnar nú harðast, og borgarar yfirleitt ,hvaðan borgin eigi að fá vatn framvegis. öllum kemur saman um, að brunnavatnií, sem bærinn hefir búið við í allmörg ár, sé ónógt og einkttm óhentugt til brúkunar. Hitthefir stundum ver- ið deilt um, hvaðan bærinn ætti að taka vatnið eftirleiðis. Sumir hafa til nefnt Winnipeg fljót, Sttfnir1 Poplar Springts, sumir Sboal Lake og enn fleiri staði. Sérfróðir menn hafa verið fengnir hvað eftir annað, til þess að skoða þessi vatnsból, og euin í sumar, og er skýrsla hans nýlega út kom- iri. Er það hans ttllaga, að1 bærinn sæki vatn í Shoal Lake,, vatnið þar sé eins gott og verða má, tært, hreint, “mjúkt” og i alla staði hagkvæmt; og að leggja vatnspípur þangað sé auðvelt, með því aðl ekki þarf að grafa í grjót, vatn- ið liggur 300 fetum hærra en bær- inn; og því þurfi engar pumpur til að veita þangað vatninu. Utn vatnið’ í Winnipeg elfu seg- ir þessi lærði maður, að það sé hver^i nærri eins hreint og æski- legt væri, gruggað í stórrigningum og innihaldi allmikið af jurtum, rnosa, öígum og vatnabobbum ýmislegum; þó sé engin frágangs- sök að taka þar vatn fyrir þær sakir, enda sé hægurinn hjá að dæla vatninu inn í borgina með rafkrafti, sem 'bærinn á við vatns- bólið. Þar mundi þessi vatns- veitinga maður vilja hafa vatns- ból bæjarins, ef ekki væri annað ennþá betra í Grunnavatni. Um Poplar Springs — en það eru lindir allmargar fyrir norðan Stonewall, um' 16 mílur frá Winni- peg — segir hann, að það sé hreint vatn og tært, en ef þar er tekið mikið vatn að staðaldri, þá muni vatnið vera blandað þeim efnum, sem það rennur gegnum neðan jarðar, sem eru einkum matar- salt og gypsum. Muni vatnið þá reynast hart og óhentugt til notk- unar og alveg óhæfilegt til brúk- unar í ýmsuni verksmiðjum, sem hann nefnir á nafn. |Það er því hans ráð. að taka ekki vatn úr lindunum. he'.dur snúa sér þegar að hinu ágæta vatnsbóli i Grunna- vatni. er duga muni bænum um aldur og ævi og veita honum eins gott neyzluvatn cg vera megi. Borgarinnar forráðamenn láta sér alt þetta vel skiljast, en eigi að síður hrista þeir sína spöku kolla og sitja fastir við þann keip, að gera Lindirnar aö vatnsbóli bæj- arins. Það kostar sem sé í minsta lagi 6 miljónir dala að sækja vatnið í Shoal Lake, og líklega ekki minna en tíu, en aðsinsí 1 miljón og 8oo þúsundir að gera Lindirnar að vatnsbóli. Sá biti þykir bæjarstjórum of stór, með öllum þeitn miklu útgjöldum, sem á bænum hvíla til annara stór- virkja. Það er því þeirra ráð, að fresta um stund að sækja vatnið I Shoal Lake, og taka það heldur í Lindunum. Um' þetta eiga bæj- arbúar að greiða atkvæði á föstu- daginn kemttr. Þess má geta. að það Shoal Lake, sem átt er við í þessu sambandi. er um 90 mílur austur af borginni og er angi eða vík úr hinni miklu “Lake of the Woods”. Mikiil her í Morocco. Frökkum veitir þungt að fást %ið fjallabúa í Morocco og er sagt að tveir þriðjungar landsins séu J cim ótryggir og aðeins að hálfu ieyti á þeirra valdi. Erakkar hafa Jtar um 50 þúsund manna undir vopnum, en sá sem hervöld hefir þar, heimtar meira lið. Skift hafa þeit um yfirstjórn hersins, kallað heim heshöfðingjann Moinier og sent ungan mann í staðinn, er ne.mst d’Esperey. Þafsem heit- ir Marakesh í Morocco eru átta 'ranskir yfirliðar og kosúll fransk,- ur á valdi þess höfðingja, sem heitíir IE1 Jliba/. Þ'angað hafa Frakkar gert lið að leysa þá, en ekki hefir það tekizt til þessa. Frá Tyrkjum. Á ráðstefnu ent sagðir i Sviss- landi fulltrúar Tyrkja og Itala að ræða um friðarskilmála, en enga. fregnir hafa farið af Jæirra stefnu. ítalir þykjast hafa ráð Tyrkjans t hendi sér, enda á sá heiðnl Hund- Tyrki ærið erfitt heima fyrir, er nágrannamtr sitja allir um han, en landið logar í deilum og floltka- dráttum. Stjórn Austurríkis hef- ir boðið stórveldunum ’il ráða- gerða um friðun Balkanskagans. en dauflegar undirtektir hefir sú ráðagerð fengið. Bercthold greifi nefnist sá er stjómar utanríkis- málum í Austurríki; segir hann stna stjórn eiga að ráða mestu á skaganum, en Italir vilja ekki þvi samþykkja og hafa lofað stórveld- unum að skila aftur öllumi eylönd- ttm í Miðjarðarhafi, er þeir hafa náð af Tyrkjum, og friðað með því fyrir sér hjá Bretum og Frökk- um. VígaferJi í Suður- Ameríku. Castro sá, er fyrmm var for- seti í Venezuela hefir keypt bú- garð á Spáni. tjáist vera þreyttur orðinn á landstjórn og óeirðum og ætli að lifa í friði og ró það sem eftir sé æfinnar. — Nógir eru eft- ir ófriðarseggir í Suður-Ameríku, Jx> að lfann gangi frá. Uppreisn- ir og vigaferli eru þar tið enn sem fyrri. I Nicaragua er barizt á hverjum degi og hefir Bandaríkja stjórn sent þangað herskip og skot- ið herliði á land, til þess að vernda líf og eignir útlendinga. Mikil grimd er þar sýnd af livoram tveggja Kvenfólk gengur þar í óróann. sem sést á því að á einum blóðvellí lágu 24 kvenmenn, höggn- ar og stungnar til bana; þær kon- ur höfðu flutt skotfæri fyrir ann- an flokkinn og urðu fyrir njósn- arflokki úr liði óvinanna. Sendi- mann hafa uppreisnarmenn í Was- hington er segir auðmenn úr Bandarikjum hafa fengið stjórn- ina til þess að senda herlið til Nic- aragua, og auðkýfingttm sé um ó- friðinn að kenna. Mannskaði í Kína. S.órar borgir týnast 1 flóSi. Þetta ár hefir verið sögulegt í Kínaveldi, ekki sízt af miklu manntjóni í hernaði og af hungri. Nú kemur frétt ttm það, að þar hafi orðið meiri mannskaði á ein- um degi, en sögur fara af í stð- uðum löndum. Eitt fylki þar i landi heitir Chekieng, af^r fjöl- bygt og frjósamt land, marflatt, en um það kvíslast margir lygntr kílar, er falla i Hafið gúla. Það var einn morgun fyrir rúmri viku siðan, að mikið úrfelli gerði, en áður voru allar ár bakkafullar af rigningum, þarmeð gerði fellibyl af hafi, gekk sjórinn upp í vötnin og belgdi |>au upp svo að bæir fóru x kaf, og þorpl og jafnvel heilar borgir. Vindinn lægði snögg- lega með útfalli, og , beljaði þá .vatnið af landinu með svo miklu fossfalli, að alt sópaðist burt sem fvrir varð og út á sjó. Er svo sagt, að ekki sjái örmul eftir af sumum borgum með mörgþúsund íbúum. Um 80.000 manns mistu þar lífið, en allur jarðargróði er horfinn og bygðin eydd á margra milna svæði, þarsem íbúarnir björguðu þó líf-i sínu, og vofir hungursneyð yfir þeim. Stjórnin kinvarska á við mikinn féskort aðl stríða og getur víst litið hjálpað og verða útlendingar að hlaupa undir bagga, til að forða þeim bágstöddu við hungurdauða. — Fylkið sem fyrir þessu áfalli varð, er hið minnsta í Kinaveldi en svo þéttbýlt að íbúar eru taldir 12 miljónir. Stórborgin Shanghai er J>ar ekki allfjairi, og varð þar eignatjón nokkurt en lítill eða enginn mannskaði. og fleiri stór- borgir eru nefndar er fyrir skakka- falli urðii af þessu mikli flóði. Hryðjuverk í Mexico. Aðal forsprakki uppreisnar manna, Orozco, fer á hteli undan liði stjórnarinn'ar, og virðist nú þafa lítið lið hjá því sem fyr, en margt af því sem fylgdi bonum áður, fer nú í riðlum um landið með brennum og ránum. Mikið er sagt af grimd þeirra. Wilson heitir læknir úr Bandaríkjum, sem fylgdi liði Orozcos um tíma, hann er nú farinn frá honum og kom- inn til Bandaríkja, og segtr þá sögu, að uppreisnarmenn hafi drepið fanga með þvi að binda þá á fótunum aftan í hesta, og siga þeim svo yfir stokka og steina. í ýmsum þorpum hafa þeir kastað sprengikúlum í húsin, til þess að drepa þá sem þar földust, en af- lifað konur og börn og rænt meyj- um. Bandaríkja borgarar eru fjöl- mennir í Mexico, einkum mormón- ar; margir þeirra hafa fengið þungar búsifjar af uppreisnar- mönnum. háfa þeir flúið land, alls- lausir. setn því komu við en sum- ir látið líf og eignir. Enginn vafi ervtalinn á því, að stjöm Ma'derós muni sigrast á þessum óaldar her að lokunum, en enginn triiir því. að friðurinn verði lengi tryggur í því styrjaldar landi, heldttr muni annar flokkur rísa upp, þegar einn er niður bældur. ' Frá Islandi. Reykjavík 3 ágúst. Is og snjór. Óvenjumikill kuldi hefir verið hér alla þessa viku, í fyrri nótt og í ’nótt snjóaði ofan í miðja Esjuna og ofan í bygð sum- staðar, |x>tt ekki festi A norður- landi, sérstaklega i Þingeyjarsýsl- um sumstaðar, varð fólk að hætta heyskap sökum snjófalls. , Síld- veiðaskip segja ishroða að sjá beggja megin við Grimsey, oginni á Húnafióa hefir hann líka sézt. 2-ágúst. Ekki varð af þjóð- hátíðarhaldinu x ár, enda mesta kttldaveður í gær. Bankarnir lokaðir. |>að voru næstum að segja einu hátíðabrigðin. ! j Reykjavík 10. ágúst. Drengur brendi sig í þvottalaug- unum í vikunni, Halldór, yngsti sonur Halldórs bankagjaldkera Jónssonar. Hann hrasaði ofan í með báða fætur og brann á báð- um, en þó meira á öðrum. Síldveiði fyrir norðan land er tnn mikil. Fyrir þrem dögum bafði Skallagrímur komið inn jneð yfir 500 tunnur. flér syðra virð- ist og vera mikið um sildargöngur Nora, eign miljónafélagsins, hefT komið fjórum sinnum inn i vik- unni og hefir fengið um 430 tunu- ur af reknetasíld. Tr. Gunnarsson horfinn. Tr. G. bankast. hafði ekki komið heim til sín í fyrri nótt og ekkert til hans spurst frá því síðdegis á fimtudag. Var farið að leita hans í gær og fanst hann ekki. En í gærkvöld ^purðist til hans vestur á Isafirði. ffann og Þorvaldur læknir Jóns- son höfðtt verið að tefla kotru á fimtudaginn. en áttu eftir að 'tefla meistarann l>-gar Botnía fór. sem Þorvaldur ætlaði með. Brá Tryggvi sér þá um borð með kotruna undir hendinni til að tefla meistarann. Varð för hans með svo mikilli skyndingu, að hann gat ekki sagt til um hana. Reykjavík. Jarðgöng í Klettafjöll- um. Á næstu fjórunt árum ætlar C. P. R. félagið að ljúka við að setja tvísetta teina milli Calgary og Vancouver. Á Jieirri leið er skarð sem nefnist “Rogers Pass”, sem er hættulegt af snjóflóðum. Þar fórust 80 japanskir verkamenn fyrir tveim árum er vora að snjö- mokstri í skarðinu, og áður höfðu þar orðið slys. Því hefir félag- ið ráðgert. að eiga ekki lengur undir þeirri hættu sem fylgir um- ferð um skarðið, og grafa heldur göng gegnum fjöllin, átta mílna löng, og fá með þvi hallaminni leiö og hættulausa. Kostnaður er talinn hálfönnur miljón á mílu hverja, eða alls 12 miljónir dala. Togreiðar eiga að gíanga fyrir rafmagni gegnum göngin. en ekki fyrir kolum og eimi. Viðar ætlar félagið aði setja jarðgöng í fjöll- tinum, þar á meðal ein nálægt “Big Hill”, er eiga að ganga i bug gegn- um hæsta hrygg f jiallanna. Or bænum Úr íslandsferð komu á þriðjudag- inn Mr. og Mrs. Sigfús Pálsson; á miðvikittlagsmorgnn kom herra A. S. Bardal, kona hans og dóttir, eftir rúmra þriggja mánaða dvöl á Islandi. Herra P. Árnason, Lttndar, koni á þriðjudagskveld til bæjarins mtð kontt sína til lækninga. Hún hefir verið lengi veik í sumar. •----------------------- McssuboS. — Séra Carl J. Olson messar á North Star skólahúsi kl. 11 og á Lundar Hall kl. 3 síðdegis næst- komandi sunnudag. Það sorglega slys vildi til nálægt Wynyard á miðvikudaginn í siðustu viku, að Jónas VatnsdaF, 15 vetra sveinn, var lostinn af eldingu og dó samstundis. Hann var að vegagerð- arvinnu með öðrum mönnurn, Jtegar slysið vildi til og sakaði engan í hópn- um nema hann. Sveinninn var væn- legt ungntenDÍ og er pví foreldrunttm, Mr. og Mrs. E. E. Vatnsdal, sár rniss- irinn. Síðastliðinn sunnudag, að morgni ,og kveldi, prédikaði séra Hjörtur J. Leó i Fyrstu lút. kirkju; auglýsti hann eftir messu að hann mundi pré- dika á sarna stað næstkomandi sunnu- daga, meðan Dr. Jón Bjarnason væri aö heiman. — Einnig las hann uþp fundarboð frá fulltrúum safnaðarins: sá fundur skal haldinn annað kveld fföstud.J í fundarsal kirkjunnar. T>au Kári Friðriksson og Herdís T'inarseon voru gefin saman í hjóna- band á þriðjudaginn var. Rev. P. E. Baisler gaf þau sarnan að heimili sínw S73 Maryland str. Að eins nánustu ættingjar viðstaddir. Nýgiftu hjónin lögðu af stað samdægurs í brúðkaups- ferð viestur í land, til Foam Lake, þar sem faðir brúðarinnar, Jón Einarsson, býr. Þeim varð samferöa vestur syst- ir brúðarinnar, Miss Kristín Einars- son. Heimili Mr. og Mrs. Friðriks- son verður 606 Alv'erstone stræti hér í bænum. Mrs. J. J. Vopni kom til bæjarins fyrir helgina ásamt börnunt sínum, frá Gimli, þar sem hún hefir dvalið í sumarbústað sínum um hitatim- ann. TVB1R KBYRSLUMEm J geta fengið atvinnu nú þegar. Ráðsmaður Lögbergs vísar á. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.