Lögberg - 19.09.1912, Blaðsíða 1
SENDIÐ
KORN
YÐAR TIL
ALEX. JOHNSON & CO.
242 ORAIN EXCUANOE, WINNIPEQ
EINA ISLENZKA KORNFÉLAGS 1 CANADA
BÆNDUR
Því ekki-senda okkur hveili ykkar
til sölu. Viö getum útvegaö hæsta
verö á öllum korntegundum. Við er-
um íslenzkir og getiö þiö skrifaö okk-
ur á íslenzku.
ALEX. JOHNSCN & CO., Winnipeg, Man.
25. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1912
f, NÚMER 33
Uppskeran í Saskatch-
ewan.
Akuryrkju deild stjórnarinnar i
Saskatchewan hefir gefiö út
skýrslu utn áætlaöa uppskeru i
fylkinu, bygða á skýrslum frá 1800
stööum í fylkinu. t>ar segir aö
uppskeran á hveiti, oats, barley og
flax veröi til samans 228466.000
bushel.
Það er 15.756.000 bushel meira
en í fyrra, og er talið fást úr
582.359. ekrum.
Fleiri ekrur eru undir hveiti í
ár hddur en í fyrra, og öllu meira
fæst af hverri ekru. Oats eru
ræktuö á fleiri ekrutti, en uppsker-
an er dálítið minni í ár en áður, en
barley og flax eru meir ræktuö og
gefa meirii uppskeru til jafnaðar
af ekrunni, heldur en síöastliöiö
ár.
Japanskeisari jarðaður-
Jaröarförin byrjaöi að kveldi til,
á tíma kyrðar og friðar, einsog
siöur er í Japan. Viðhöfn var eins
mikil og verða mátti, kistan svo
þung, að flóra varð sum stræti,
til þess að vagninn sem það bákn
hvíldi á, sykki ekki og sæti fastur.
Líkfylgdin var vitanlega aíarlöng,
en múgur og margmenni var sam-
ankomið í höfuöborginni að vera
nærstaddur, og stóð allur sá fjöldii
kveinandi og andvarpandi í marg-
ar klukkustundir, meðan á athöfn-
inni stóð, en henni var ekkii lokið'
fyr en löngu eftir miðnætti; á her-
æfinga völluim fyrrr utan Tokio
borg. Líkfylgdin gekk við ljós, en
hofgoðar fromdu sina siði, hjúpL
aðir hvitum skikkjum og liöu til
og frá einsog vofur. Mestöll lík-
fylgdin var í hvitum klæðum, með
því að það er sorgarlitur með Jap-
önum. en ekkert hljóð heyrðist
nema stunur i mannf jöl lanum og
hinn kynlegi lúðrablástur Japana,
sem helzt er líkt við ekka. — Lík-
vagninn var 10 þúsund pund og
gengu fyrir ltonum hvítir uxar. á-
litnir heilagir í Japan'. Hann var
fluttur um nóttina til hinnar fornu
höfuðborgar. Kioto, og kistan lögð
í leg, er henni var fyrir búið En
að lokunum gengu margir 'af
þegnum hins látna keisara þar að
og lögðu sig sveðjum til bana, að
fornum sið. Meðal þeirra er tal-
inn hershöföinginn Nogi, sernl gat
sér mikinn orðstir í ófriðnum við
Rússa, og kona lians og margir
aörir. j
lapanar kalla þessi sjálfsmorð
Hara-Kirí á s>nu ttiáli, en hvort
þetta eru leifar af mannblótum _til
forna, er þrælar hins dána hus-
bónda voru drepnir og lagðir :
haug með honum, er ovíst. En í
mörgum löndum trSKaoist pað 1
fyrndinni, þegar enginn óttaðist
datvða sinn, að “marka sig geirs-
oddi’’ þá er höfðingjar dóu eöa
vildar vinir. I fornsögum Islend-
inga er þessa getið í þann tíð er
þá var fomöld, er sögurnar vortt
skráðar. — Annars hafði hinn nýi
keisari þann vestræna sið, að láta
lausa sakamenn viö þetta tækifæri,
en ekki er þess getið að hinir
kristnu. Kóreubúar séu í þeirra
tölu. Þeir eru sakaðir um sam-
særi til að taka af lífi landstjóra
jjapana í Kóreu, og hart haldnir
að sögn. — Minnilegur atburður
og samboðinn tækifærinu var það,
að loft hrundi i einum háskóla,
þarsem verið var að minnast hins
dauða keisara, og slösuðust þar
100 stúdentar en þess er ekki get-
ið, hve margir hafi farizt.
* g - g
Grand Trunk fullgerist
í vetur.
Mr. E. J. Chamberlin er nýlega
kominn úr eftirlitsferð um alla
aðalbraut þess mikla járnbrauta-
kerfis er hann er aðalstjórnandi að
og hefir gefið blöðunum skýrslu
um ferð sina á þessa leið:
Viö lögðum upp frá Montreal
þann 7. ágúst og héldum beina leið
til Chicago til þess að semja þar
um endastöð þeirrar járnbrautar,
sem Grand Trunk hefir eignast
vestan aö og inn í Chicago lx>rg.
Þaðan héldum við til Winnipeg
og svo vestur eftir landi þangaö
sem Grand Trunk teinarnir enda,
en þaö er nú sem stendur nálægt
þeim staö sem heitir Tete Jaune
Cache. Þaöan er Fraser elfan
skipgeng til sjávar.
Viö fórum niður eftir elfunni
hálfa dagleið og skoöuðum brauö-
arverkið á því svæði. Verkinu
miðar vel áfram frá hinum fyr-
nefnda stað til Fort George, og er
þar unnið meö 14 eimknúnum
“skóflum” og 40 togreiðum og
öðrum áhöldum aö sama skapi, en
ekki verður meö vissu sagt, hve-
nær því verki verður lokið, með
því að verkafólk vantar. Það
þyrfti ekki færri 'en 2500 verka-
menn í viðbót við þá sem fyrir
eru, til þess að fulí not yrðu að
þeim áhöldum, sem eru á þessurn
stöðum.
Vér snérum nú aftur til Edmon-
ton og fóruin þaðan meö C. P. R.
til Vancouver og siöan með gufu-
skipi félags vors til Prince Rupert,
en þaöan með járnbraut vorri 176
mílur austur og upp í land, en
lengra nær járnbraultin ekki frá
hafi, ennþá sem komið er. Þó er
hryggurinn albúinn lengra austur,
en teinalagningin hefir tafist vegna
þess, að þar eru fjölda margar
brýr er byggja þarf. Teinarnir
ættu að vera kotnnir til Aldenuere
í desember og eg vonast til, að þeir
nái 60 milur vestur fyrir Bulkly
tind fyrri partinn í vetur. Þetta
er algerlega undir þvi komið, hve
mikið fæst af verkafólkii Áhöld
til verka eru svo mörg og mikil á
þessu svæði, að brautin æfti þess
vegna að vera fullgerð um' nýjár,
en okkur vantar meir en 2000
verkamenn til þess að verkið
gangi eins skjótt fram og vera
ætti, en þá verkamenn er ekki að
fá vestur á strönd.
Við stóöum; við í tvo daga i
Vi.ctoria á leiðinni til baka. héldum
síðan um Edmonton til Winnipeg.
Af Transcontincutal brautinni
þaðan og austur að Superior
Tunction er það að segja, að hún
ætti að vera fulTgerð um nýjár.
í Fort William hefir félagiö aukið
svo miklu viö vagnagarð sinn; að
þar komast nú fyrir 2000 vagnar.
en kornhlöður sinar þar hefir fó-
lagið stækkað svo að þær ta a
hálfa þriðju miljón bushel umfram
þaö sem komst fyrir í þeirn áður.
Friðarsamningar byrj-
aðir.
Af fundi þeim er fulltrúar
Tyrkja og ítala sitja á i Sviss-
landi, fara fáar sögur, nema, hvað
litalir sitja fast viið sinn keip, að
lialda Tripolis og bjóöa drjúgan
skilding fyrir í skaöabætur. Það
þykir benda á, hvað Ital r ætli sér,
að þar í landi er landslýður æstur
á rnóti þvi, aö Tyrkjum veröi
fengin aftur þau eylönd er af
þeim hafa unnin verið af Itölum
i Miðjarðarhafi. Segja þeir, sem
standa fyrir þeim æsingum, að það
væri ævarandi vanvirða fyrir
stjórn og þjóð á Italíu, ef þær eyj-
ar væru fengnar aftur i hendur
Tyrkjum “til harðstjórnar og
hegningar”. Eyjarskeggjar eru
flestir griskir og hatast við Tyrkj-
ann, vilja annaðhvort vera óháöir
og sjálfum sér ráðandi, ella kom-
ast undiir Grikklands stjórn. En
hætt er viö, að Italir ráði því elcki
eínir, hvernig skorið veröur úrþvl
máli: helzt vildu þeir eignast eyj-
arnar sjálfir, en nærri þvi er ekki
komandi tfýrii- stórveldum Breta
og’ Frakka, og þykir líklegast að
þær hverfi aftur undir Tyrki, með
riflegra sjálfræði en þær hafa haft
fram að þessu. Boðið hefir verið
Garibalda. syni hinnar gömlu,
nafntoguðu kernpu, að gerast for|-
ingi sjálfboðaliða meðal eyjabúa,
og stjórna frelsisbarálttu þeirra.
en hann hefir hafnað1 þvi boöi.
Til vopna viðskifta hefir ekki
komtð með Tyrkjum og óvinum
þeirra, í seinni tið, hvorki á sjó
né landi. Svo er sagt, að þeir
hafi harðan hcr til vigs búinn i
'friku. með því að Múhameös-
trúarmenn hafa komið í stórtim
hópum sunnan úr landi OT fylkt
sér undir merki þeirra; er það lið
hart og óþýtt. liirðir hvorki' um
sár né bana. alvant loftslagii og
landi og vel vopnað. |Þykjast
Tyrkir standa þar betur að vígi
nú en nokkru sinni áöur, eftir mik-
inn liðsauka sunnan úr eyðimörk-
um. Nágrannar þeirra á Balkan-
skaga hafa nú hægara urn sig en
fyr, og viröist sem' einhver vold-
ugur hafi gefið þeim aövörun í
kyrþey. Yfirleitt er hagur Tyrkj-
ans ekki alveg eins isk\'ggilegu.r
einsog á horfðist um stund.
I heljargreipum.
MaSur sprettur alheill upp af lík-
börum. Hefði annars verið
kviksettur.
Maður á heitna að 1009 Red-
ívood Ave. hér í bænum, með k n 1
og mörgtim börnum, er heitir því
hljómfagra nafni Salómon Musik.
og gengið hefir í gegnumj þá fá-
gætu reynslu að vera íagður til,
vera talinn dauður af heimafólki
og lækni og vakna til þessa lífs
af.tur eftir meira en hálfs dægurs
legu á likbörum.
Musik þessi fannst í rúmi sínu
dauður að sjá einhverntúna seinni
part kvölds í vikunni sem leið og
var læknis þegar vitjað, er skoð-
aði manninn og lýsti hann dauð-
an og gerði lögreglunni viðvart að
hann hefði dáið snögglega. Yfir-
maður einn lögreglunnar í norður-
bænum fór þangað við annan mann
til þess að grennslast eftir tildrög-
um, var hann á ferli, en liðsmaður
hans stóð yfir líkinu, er sveipað
var hvitu nálíni. Hann sá þá allt
í einu, að nálínið hreyfðist lítið
eitt yfir brjóstinu á líkinu og sagöi
yfirmanninum, en hann vildi ekki
trúa Þeir stóðu nú yfir því i
nokkrar mínútur, og sáu þá báöir,
að náklæðið hreyfðist, einsog viö
djúpan andardrátt. biöu þá ekki
boðanna, heldur sóktu lækni. sem
heitir Bercovitch, rússneskan mann
er býr á Selkirk Avenue.
Hann kom skömmu eftir miö-
nætti og tók þegar aö skoða líkið,
hvort nokkurt lífsmark fyndist með
þvi. Það var hans fyrsta verk að
opna augnalokin á öðru auganu
ogláta ljósgeisla falla í augað; er
það álitiö áreiðanlegt dauðamark,
ef “augasteinninn” dregst ekki
saman við það. En það brást í
þetta sinn. ljósgeislinn hafði eng-
in áhrif á augasteininn. Þar að
auki var froða sezt á augað, \ er
enn þykir vissara merki. Allir
vöðvar sýndu dauðamörk og and-
ardráttur með öllu horfinn. öll
daitðamerki vóru eins skýr og
verða mátti. Læknirinn var samt
sannfærður um að lögreglumönn-
um hafði ekki missýnst, enda þótt
maðurinn virtist örendur og haföi
verðiö lýstur dauður af góðum og
velþektum lækni.
Hann minntist þess, að getið er
um i lækninga bókum, að andar-
dráttur felst stundum með þeinii
sem liggja milli heims og helju.
þannig, að hann liggur niðri um
stund, en kemur aftur öðru hvoru
nteð andvörpum á stangli. Eftir
það tók læknirinn til þeirra ráða,
að spýta vökva inn í þann dauða,
til að örva liffærin og jafnframt
er sagt, að hann hafi með tilfær-
um sogað vaitnsvökva úr mænunni
til að létta þrýstingi af heilanum.
Eftir fimm stundir settist sá
dauði upp og færði sig af líkbör-
unum í bólið sitt. Læknirinn skildi
eftir meðala ávísun handa honum.
en hún var tekki notuðjj Musik
var svo hress eftir dauðadáið. að
hann sat uppi til morguns og talaði
fagnandi við sitt heimafólk og sagöi
vinum sínum af dauðamokinu
og uppvöknun sinni til þessa lífs.
Daginn eftir var hann á ferli og
kendi sér einskis meins.
Það virðist svo, sem maöur
þessi liafi verið kominn nálægt
þvi að verða kviksettur, er ástvin-
ir hans hugðu bann dauðan og
læknir líka; það er jafnvel sagt,
að búið hafi verið að gera útfar-
arstjóra viðvart, að sækja likið.
Ef ekki hefði verið tekið eftir
því af hendingu, að likklæðin bærð-
ust stöku sinnum, þá er talið lík-
legt, að maðurinn befði verið
verið lagður i jörðina án frekari
ransóknar.
Það gengu fyrmeir margar sög-
ur um kviksetningar hjá flestum
þjóðurn áður á tiðum og ganga
enn, þó mjög hafi traust manna á
lærdómi lækna dregið úr þeim
sögum. Eigi að síður er óttinn fyrir
þvi að verða kviksettur, algengur
eún einsog vita má af því , að i
mörgum erfðaskrám er það tiltekið
af þeim látnu, að kista þeirra verði
ekki fest aftur, heldur sé lokið
látiö vera laust um. vissan tírna
eftir jarðarförina. Mjög margir
mæla svo fvrir að lík þeirra skuli
srnyrja áður en lögö eru í jörð. og
er þaö vitanlega hiö öruggasta ráö
við kviksetning.
Eldsneyti í Winnipeg.
Tveir nafnkendn- menn hafa
komið fram með nýstárlegt tilboð'
til bæjarstjómar í Winnipeg,
hvorki meira né minna heldur en
að leggja pípu frá gaslind afar-
mikilli hjá Calgary og leiða gas
eftir henni 800 milna veg til
Winnipeg. Þar ætla þeir að selja
gasið á 25 cent þúsundið, en það
er finirn centum minna heldur en
verðið á því er nú. Pað er sagt.
að 14.000 cubic fet ai gasi jafn-
gildi til hita einu tonni af harðkol-
um, og sé því þrisvar sinnum ó-
dýrara að brúka gas til eldsneytis,
heldur en kolin. Margir bæir í
vesturlandi eru sagðir brúka það
i stað kolanna; því er brent i stóm
og "furnaces”, og þarf ekki annað
en setja gasbrennara ; kolaofnana
til þess að þá megi nota til hitunar
méð gasi; reykur fylgir því eng-
inn. né aska né sót, hægra að
tempra hitann, heldur en ef kol-\
um er brent, og er meir en helm-
ingi ódýrara. Það er ekki laust
við. að þessari uppustungu hafi
verið tekið hér með lítilli trú á,
að það komist i framkvæmd, ekki
sízt vegna þess, að það mundi
kosta um 12—14 miljónir dala að
leggja pípuna, en vel þektir menn
standa á bak við tilboðið og því
hefir þessari nýstárlegu uppá-
stungu v.erið gaumur gefintt.
Silfurbrúðkaup.
Hánn 23. ágúst síðastliö'nn, stóð
veizla mikil aö heimili þeirra
hjóna. Mr. og Mrs. Andrésar J.
Skagfeld. að Hove P. O- Man..
er^börn þeirra höföu stofnað t:l, í
minningu um 25 ára sambúö for-
eldranna.
Börn Mr. og Mrs. Skagfeld eru
þessi: i.J Ev’ólfina ýógiftj, 2-
Kristín ('gift óla S. Thorsteins-
syni, fiðluleikara. að Húsavík
Man.J, 3.J S. Sigurbjörn fógift-
urj, 4.J B. Stanley fgifturj, 5.J
Stefanía fgift Fr. y riðfinnssyni,
syni Jóns Friðfinnssonar, tón-
skálds, í WinnipegJ, 6.J ValgerSur
éógiftj, 7.J Jóhanna éógiftj, 8J
Emilia (ógiftJ, 9.J Clara ('ógiftj,
10.J Dóra (úágiftj.
Öll þessi börn sátu silfurbrúð-
kaup foreldra s/inna nema Mrs.
Thorsteinsson, sem kringumstæða
sinna vegna ekki gat komið, og
mun óhætt að fullyrða að óvíða
getur að lita mannvænfegra hóp
af ungu fólki en þessi systkini eru.
130 manns sátu veizlu þessa.
(yfir 200 munu hafa verið boðn-
irj. Var fólk þetta flest úr nær-
liggjandi bygðum en sumt frá
Winnipeg og Nýja-Islandi. Með-
al gestanna voru um 30' enskir, og
sýnir það hve einkar vinsæl þau
Skagfeldshjón eru meðal nágranna
sinna. hverrar þjóðar sem eru.
Þetta kom ennfremur i ljós í vina-
gjöfunum mörgu og fögru er þeim
hjónum voru færðar með mörgum
hlýjum vina- og viðurkenningar-
orðum, og einlægum árnaðarósk-
um. Llm $90.00 í silfurpeningum
auk margra skrautlegra silfur-
muna muh þeim hjónum hafa bor-
ist við þetta tækifæri. frá vinum
og ættingjum fjær og nær.
Það yrði of langt mál að telja
upp allar þessar gjafir og gefend-
ur, enda er mér það ekki allt
kunnugt. En tveggja af gjöfun-
um verð eg að geta sérstaklega.
önnur var mjög vandaður silfur-
diskur með $25 á, i silfri. A disk-
inn voru letruð þessi orð: “Vin-
argjöf frá Hálandsbúum til Mr.
og Mrs. A. J. Skagfeld, i þeirra
silfurbrúðkaupi, 23. ágúst, 1912.”
Gjöf þessa afhenti Mr. Jón Jóns-
son, póstafgreiðslumaður að Hove
P. O. ("áður að Gmnd i MikleyJ,
með mjög vel völdum vinarorðum
frá sér og öðrum gefendum. Hin
gjöfin var silfur karfa með $25 á
í silfri, frá börnum silfurbrúðhjón-
anna. Þessa gjöf afhenti Mr.
Þorsteinn Þorkelsson, meö lipru
ávarpi fyrir hönd barnanna, og
haföi hann og nokkrir aörir vinir
(sumir enskirj kringum Ideal P.
O., bætt talsveröu af skildingum i
körfuna. Haföi Mr. Skagfeld
æriö nóg aö gjöra um tima aö
þakka vinum sinum gjafirj þær
hinar mörgu og fögru er þeir
færöu honum.
Þrátt fyrir það þó húsrúm sé
mikið bjá þeim Skagfelds hjónum,
rúmaöi þaö ekki svo marga gesti
sem hér voru saman komnir.
Höföu þau því reist tjald mikiö
úti, og voru veitingar framreiddar
þar. Þarf naumast að geta þess
að þar var veitt af íslenzkri rausn,
og skorti þar ekkert af gómsætum
mat og drykk,
Mr. Jón Friðfinnsson ftónskáld,
frá WinnipegJ stýrði veizluhald-
inu, og fór alt fram hið ágætleg-
asta. Ræður voru fluttar af ýims-
um, bæði í tjaldinu yfir borðum
og seinna inni i húsinu. Meðal
þeirra sem töluðu voru:
Séra Albert S. Kristjánsson er
talaði bæði á íslenzku og ensku,
Jón Jónsson ffrá Grund í MikleyJ,
Jón H. Jónsson, Arni Freeman.
Þorst. Þorkelsson og Vigfús Gutt-
ormsson. póstafgreiöslumaður á
Oak Point. Mr. Guttormsson
flutti silfurbrúðhjónunum einnig
mjög lipurt og vel ort kvæði. I
öllu þvi er sagt var lýsti sér alúð-
legt vinarþel til hjónanna og barna
þeirra. Lofuðu menn þau að
verðugu fyrir dáð þeirra i land-
nema baráttunni; fyrir skörungs-
skap þeirra og gestrisni; fyrir al-
úð og hjálpsemi í nágrenni sinu,
og íyrir ftamtakssemi og dugnað
í almennum félagsmálutti.
Að öllu leyti var vinamót þetta
bið ánægjulegasta er eg hefi setið,
og enginn skortur var þar á gleði
af ýmsu tagi. Skemtu menn sér
þar hið bezta alla nóttina við söng
og ræðuhöld og hjjóðfæraslátt og
danz.
Veit eg að eg tala tnáli allra
veizlugestanna og fjölda margra
annara er þekkt hafa þetta fólk. i
þvi að biðja þvi öllu guðs blessun-
ar á ófarinni ævileiö; og að þeim
megi veitast enn langur aldur til
að halda áfram að vera sjálfum
sér og bygð sinni til sóma og upp-
byggingar.
..Eitin af veiHugcstunum.
Órói á Irlandi.
Cltaf fyrirhugaðri heimastjórn
írlands, sem nú er nýlega komin á
laggirnar, hafa orðið róstur á ír-
landi. Eitt 'hérað heitir þar Ulster;
þar búa mestmegnis mótmælend-
ur en alt írland er katólkst að öðru
leyti. Þessir mótmælendur bera
þungan hug til hinna katólsku og
l.yggja hið versta til að landið fái
þing og stjórn útaf fyrir sig, með
þvi að þar mundu mótmælendur
verða í miklum minni hiuta. Sýn-
ir það sig nú sem fyr, að írar eru
ákafamenn í skapi, með því að
j'eir í Ulster hafa vopnað sig og
búast til hinnar hörðustu mótstööu
gegn heinrastjórninni. Hóta þeir
að segja sig úr lögum viö- aöra |
landsmenn, og láta ófriðlega, svo
að þangað er sent herlið til að hafa
hemil á æsingi lýðsins Belfast
er höfuðborg í Ulster og er þar
skipagerð mikil; verkamenn þar,
mótmælenda trúar hótuðu að gera
upphlaup ef katólskir hættu ekki
verkum, óg höfðu sitt fram, en
um sama leyti laust flokkum sam-
an á leikvöllum utan borgar og
særðust þar margir, en herlið skildi
þá. Það stælir Ulstermenn mesttil
uppreisnar, conservativar á Bret-
landi æsa þá til mótstöðunnar,
bæði í orði og varki.
Neyzluvatnift.
Þeirri tillögu bæjarstjómar, að
gera Poplar Springs að vatnsbóli,
var hafnað með atkvæðagreiðslu.
borgarbúa í síðustu viku. Verður
það úrræði þvi tekið, að grafa
fleiri brunna til bráðabyrgöa, til
þess aö bæta úr hinni brýnustu
þörf, en hitt jafnframt haft í huga,
aö ná vatni til borgarinnar frá
Shoal Lake eins fljótt og þvi
veröur við komið. Kostnaður er
allmikill viö brunntökurnar, en
hvergi nærri er það úrræði eins
kostnaðarsamt einsog hitt að gera
Lindimar að vatnsbóli.
Oddfellows halda þing
í Winnipeg.
Hingað eru komnir fulltrúar frá
Odd fellow stúkum viðsvegar í
Ameriku, svo margir, að öll gisti-
ihús eru full og enginn salur er til
svo stór í borginni, að þeir geti
rúmast þar allir. Þetta ársþing
er hið 88. er félagið heldur hérna
megin hafsinsl ÞingmönnUm! er
tekið virkta vel af borgarbúum
og fagnað meö ræðum og veizlu-
höldum af stjórnarformanni og
borgarstjóra. Margir velkenndir
menn vor á meðal eru meðlimir í
þessum félagsskap, en markmið
lians mun vera að félagsmenn lið-
sinni hver öörum. Grein af íé-
laginu er á íslandi, stofnuö fyrir
rúnium 10 árum, allfjölmenn.
Kosið
var nýlegu um þingmenn á Skot-
landi i því kjördæmi sem gamli
Gladstone var lengi þingmaður
fyrir, og lauk svo að þar hlaut
kosningu conservative. Þykir
þeim það mikill sigur og segja það |
Ijósastan vott um vantraust á |
stjórninni meðal almenningsi. Sú
var raunar orsökin, að flokkur J
verkamanna skarst úr liði liberala
og voru því þrir þingmenn í kjöri.
Þingmannaefni liberala og verka-
manna fengu til samans stórum
fleiri atkvæði heldur én sá sem
kósningu hlaut, en hann hafði
nokkru fleiri en þeir hvor nin sig.
Er svo sagt, að afleiðingin af þessu
verði sú brevting á kosningalög-
um, aö hver kjósandi segi til
hverja tvo hann vill helzt kjósa,
ef fleiri eru í boði. Með því er
loku skotið fyrir að minnihluti
kjósenda i einhverju kjördæmi,
geti komið sinu þingmannsefni að.
Vildi ekki vœta sig.
Sú saga er sögð frá London, aö
vofa gerði vart við sig i kirkju-
garði, sem Gyðingar eiga i þeirri
borg, en það er siður Gyðinga, aö
láta ljós loga á leiöum framliöinna.
Vofan var i kvenbúningi, ljósblá-
um og sveif á milli leiðanna til og
frá um kirkjugaröinn. Fregnin
um vofuna barst fljótt út, og þar
kom að múgur manns safnaðist ;
után um kirkjugarðinn, að sjá
drauginn. Hún var vön aöi koma
klukkan hálf tíu um kveldið, en
svo leiö mánudagskveldið, en
þá var um að vera, að ekki kom
vofan. Loksins skarst lögreglan i
leikinn óg tvístraði mannfjöldan-
um. Haft er það eftir andatrúar
mönnum einhverjum, að engin von
hafi verið til að þessi áfturganga '
sýndi sig þetta kvöld. með því aö
sttddi var og kalsaveður.
Samtök í hernaði.
Það er n komið fram, sem spáð
var og getið var fyrir skömmu í
blaði voru, að Bretar hafa gert
samning við Rússa og Frakka um
vörn og sókn í hernaði. Frakkar
hafa héreftir allan sinn flotai í j
Miðjarðarliafi, en Bretar og Rúss-
ar ætla aö taka að sér Énglands-
haf, Ermarsund og vesturströnd
Frakklands, ef verlja þailf. Svo
er ráö fyrir gert aö Ermarsund
verði lokað fyrir umterð skipa
annara en þeirra sem bandamenn
eiga. ef til ófriðar kemur. Floti
Rússa stækkar mikið með ári
hverju, svo kappsamlega sem
stundaö er aö auka hann, Þaö er
aö öðru leyti nýjung talin. aö
Holland er að láta snúða vígdreka
þrjá, til þess að geta lagt orð i
belg, ef á þarf að halda. (
Ur bænum.
Miss Anna Johnson McDermot
stræti fór nýskeð vestur til Fanny-
stelle hér í fylki, og verður þar
skólakennari um tima.
Einar S. Björgólfsson.
Hinn ungi efnismaöur, Einar
Signröur, sonur Björgólfs tré-
smíðameistara Brynjólfssonar var
tæplega tvitugur þegar hann lézt,
28. ágúst í suinar. Hann var
fæddur 17. febrúar 1893 i Vopna-
fjarðar kaupstað, ólst þar upp
þangað til hann var 9 ára og flutt-
íst þá vestur um haf með föður
sínum, gekk hér* á skóla, og síð-
ast á “Greenway school” til þess
að nema “Universal engineering”.
Hann var frábærlega hagur að
upplagi og mikill smiður, eins og
hann átti kyn fil. Þegar hann var
um fenningu. sendi hann srníðis-
gripi eftir sig á sýninguna hér í
borginni og hlaut tvenn verðlaun
fyrir, en eftir það hlaut hann
bæstu værðlaun sem veitt voru á
hverri sýningu um næstu þrjú ár
og þar að auki verMaunapening
eitt árið; þá var hann aöeins 16
ára gamall. Sumt af þeim gripum
sem hann smíðaði og sýndi var
keypt handa gripasafni landsins í
’Ottawa. svo mikið þótti til þeirra
koma. Kennurum hans fannst svo
mikið um hann, að það var ráðið
að hann tæki kenn^rastööu viö
skólann, þarsem hann hafði stund-
að nám, en áður en til þess kærrii
tók hann þá sótt sem leiddi hann
til bana. Hann sýktist af lungna-
tæring næstliðið vor og lézt úr
henni, sem fyr gefur hér í blað-
ittu. Blöðin “Free Press” og
“Telegram” minnast sömuleiðis
fráfalls þessa e'nimanns. — Einar
var grannur á vöxt og óhraust-
legur. en i lundinni var táp og ó-
þrotleg elja. Hann var d gfars-
prúöur og yfirlætislaus, vel greind-
ur og ágætlega vel aö sér eftir
aldri. Það er mikill mannskaöi
að honum. Ef homim heff i enzt
aldur til og heilsa. þá var enginn
líklegri til en hann aö veröa hýt-
ur maöur, sjálfum sér og þjóö
vorri til sóma.
var; hafði farið vestur til aö heim-
sækja bræöur sína og móöur Mrs.
I. Sigurðsson. Hún hélt viöstöðu-
laust suður til Fairdale Dak. þar
sem hún verðttr skólakennari i
vqtur. Góðar horfur vestra með
uppskeru og minni rigningar en
hér. |Þresking stóð sem hæst þeg-
ar Miss Thorarinson fór aö vest-
an. Hafra uppskera leit út fyrir
að verða ágæt við Gull Lake, sunv
staðar jafnvel 75—100 bushel af
ekru.
Fleiri Islandsfarar komu í fyrri
viku en getið var hér í blaðinu, en
það voru B. S. Stephansson frá
Leslie og kona hans. Ennfremur
herra sÞorst. Þorsteinsson bóndi í
Saskatchevvan. — Sigfús Ander-
son og J, Thorsteinsson komu
nokkrum dögnm síðar.
Séra Runólfur Féldsted lagði af
stað fyrir helgina suður á Har-
hvard háskóla. Hann býst við að
verða syðra tvö til þrjú ár.
Herra Flóvent Jónsson sem
dvalið hefir í Winnipeg i sumar
fór norður til Icelandic River í
vikunni og býst við að dvelja þar
vetrarlangt.
Herra Th. Thorarinsson frá
Icelandic River kom hingað til
bæjar i fyrri viku með syni sínum
Sigtryggi, sem var að taka sér
land. Heyskapur alment búinn
þar nyrðra,; komuppekera allgóð
—. alstaðar í meðallagi og sum-
staðar betri. Komsláttur um garð
genginn, og farið að þreskja þegar
tið leyfir, en í meira lagi rigninga-
samt eins og víðar. Bærinn Riv-
ertön hefir lítið vaxið enn, en
menn gera sér von um að svo
verði, Kristján Ólafsson hefir bygt
sér þar laglegt hús i sumar og
Sveinn Thorvaldslson kaufpanaður
er að láta reisa sér stórt og vamh
að íveruhús á landi sinu vestan við
Fljótið. •
Trjáviðarkaupmennirnir I. Ólafs-
son og L. Laxdal, Candahar, komu
að vestan í fyrri vrku til að vera
viðstaddir á fundahöldum Odd
fellow reglunnar, sem nú standa
yfir hér i bænum.
Miss Thora Thorarinsson frá
Mountain N. D., kom vestan frá
Gull Lake Sask. á fimtudaginn
Bruni í Arborg
Símskeyti til heri*a J. J. Voptia
segir íhúðarhús Sigurjóns kaupo-
manns Sigurðssonar hafa brunniö
til kaldra kola aðfaranótt miö-
vikudags. Húsið var nýbygt,
stórt og vandað. Sex manns
biuggu í því og rnunu allir hafa
hjargast. LTm eignatjón er ófrétt.