Lögberg - 10.04.1913, Blaðsíða 7
LÖGBERGf, FIMTUDAGINN 10. APRIL 1913
7
De Laval skilvinc’a, eins og hún nú gerist, mun spara verðið sitt á ári
hverju, umfram aller aðrar skilvindur.
Fyrir utan beinan gróða af meiri og betri rjóma, sparast einnig tími við að
skilja og hremsa, við það að vélin rennur betur, endist betur og þarf minni
viðgerðar við.
Vegna þess sparnaðar færðu 40,000 notendur lítilfjörlegra og útgerðra
véla af ýmsri gerð, sér tækifærið í nyt síðasta ár. að
láta þær koma upp í borgun fyrir De Laval skil-
vindu.
ALLIR SEM NOTA GAMLAR DE LAVAL
skilvindur munu hafa gott af því, að skifta á þeim
fyrir nýjar De Laval vélar, vegna þess að þær skiija
betur, renna liðugar, þær má olíubera með hægara
móti o. s. frv., og eru þar að auki fullkomnari en þær
sem búnar voru til fyrir 10 til 25 árum,
FINNID NflLSTA DE LAVAL ÖMBODS-
MANN. Hann mun segja yður hve mikið hann vill
gefa fyrir yðaí gömlu vél. hvort sem hún er De La-
val eða ekki, í skiftum fyrir aðra nýja De Laval skilvindu. Ef þér vitið ekkj
af neinum De Laval umboðsmanni. þá skrifið næstu De Laval skrifstofu, til-
takið gerð númer og stærð hinnar gömlu skílvindu, og munu yður þá gefnar
fullar upplýsingar.
DE LAVAL DAIRY SUPPLY CO., Ltd
M0NTREAL
PETERBORO
WINNIPEC
Alþýðuvísur.
limaður vel, meS ljósgult hár,
líkur jurta blómi.
Eg geri þaS hálf nauSugur, að
lengja athugasemdir viB alþýðu-
urnar, en ætla samt a<5 bæta einni at-
hugasemd við hinar mörgu, sem áður
hafa komiö.
S. B. hefir í ellefta blaði Lögbergs
gert þá athugasemd, að vísan um Arn-
ljót sé ekki eftir séra Björn í Laufási,
heldur eftir Pál Ólafsson. Þetta er
ekki rétt. — Tildrög vísunnar voru
.þessi: Arnljótur hafði um nokkurt
skeið ekki náði kosningu til alþingis,
vegna missættis og skoðanamunar
milli hans og Jóns Sigurðssonar. Séra
Arnl. bauð 'SÍg fram til þingsetu fyrir
Norður-Múlasýslu árið 1877 og náði
þar kosningu fyrir fylgi Páls Ólafs-
sonar og séra Björns Þorlákssonar.
Varð hörð senna um og eftir kosning-
arnar, sem og ýmsa Austfirðinga mun
reka minni til. Séra Björn í Laufási
skrifaði einum vina sinna á Austur-
landi hina umræddu vísu þegar kásn-
ingadeilan var að byrja. í bréfinu
stóð: “Fréistni er mér að óska Ljóti
á þing; með honitm eykst þingvitið’’.--
“E11 ' '
Mér er um og ó um Ljót,
eg ætla hann bæði dreng og þrjót,
það er í honum gull og grjót,
hann getur unnið mein og bót.”
Af gamanyrðum, sem síðar stóðu í
bréfinu mátti ráða, að vísan var ort
um leið og hún var skrifuð. Eg sá
bréfið. og veit því að þetta er rétt
hermt. Herra S. B. hefir eflaust heyrt
rangfærða sögu um tildrög og höf vís-
unnar. — (Aths.—Sá er hinni um-
ræddu athugsemd, eða leiðrétting svo-
kallaðri, fékk að koma að í blaðinu—
herra S. B. Benediktsson—, þóttist
hafa sannanir fyrir máli sínu, er hann
skyldi bera fram ef þurfa þætti. —
Þörfin er brýn.—R.ý.
Eg hefði getað sent Lögbergi vísu
þessa fyrir löngu, en þó hún sé snildar
vel gjörð þá taldi eg hana í flokki
þeirra vísna, sem “ekki er vert að láta
burt”” að vo stöddu. En um það get-
ur hver einn haft sína skoðun, og úr
])ví hún kom er bezt að bæði vísan og
sagan um tildrögin sé rétt hermd.
Og það er hvorttveggja hér gert. --
Hérna koma svo fáeinar víur:
Á öndverðri 19. öld bjó i Hlíðarhús-
um i Jökulsárhlið bóndi, Halldór að
nafni. Hann var skáldmæltur og
kvaðst á við Hermann í Firði, svo
fjandskapur varð af. Lét alþýðutrú-
in þá hafa stefnt hvor öðrum fyrir
guðs dótn. Halldór druknaði í Kaldá,
sem fellur ofan í Jökulsá milli Sleð-
brjóts og Hlíðarhúsa. Um það atvik
voru þessar vísur kveðnar. Hverjir
höfundar voru hefi eg ekki heyrt.
, <Þetta hró á hauðri bjó,
hrundin gpills ! það mundu,
í Kaldá dó en kvað hann þó
klúrt að dauðastundu.
Halldór veldis völdum snildar vildi
halda,
höldi gildum Kaldá kældi,
kvöldaði snild en alda hann tældi.
Það var mjög altítt á íslandi þegar
eg var ungur og þar á undan, að hag-
yrðingar kváðu vísur um börn og ung-
linga. Sýnishorn af þeim vísum kem-
ur hér. Eru vísur þessar eftir Sig-
ríði Brynjólfsdóttur læknis um Jón
Runólfsson á Þorvaldsstöðum í Skrið-
dal; var Sigríður amma Jóns:
Eitt sinn gerði að gamni sér
gömul forðum kona,
ungum lýsa örvagrér,
er hann þá til svona:
Hýrt er auga, hnöttótt kinn,
hakan nett með skarði,
þessi fagri fífillinn
finnst í bónda garði.
Auðnu vikin ennið ber,
allvel nefið skartar,
fagurrauðum rósum er
rennt í kinnar bjartar.
Handa nettur, höfuðsmár,
hörund ljóst sem rjómi,
1 Endurminningum Páls Melsteðs
segist hann hafa heyrt að séra Sigfús
Árnason í Kirkjubre hafi kveðið um
son sinn Halldór þessa vísu:
Þú ert svo þægur
og þar með hýr á kinn,
og hvern dag hægur,
Halldór litli minn,
frábær, stór og fríður,
fjörugan með róm,
sagður senn hvað líður
sveina val og blóm.
Óðum svona fram þér fer,
fagra von það eykur mér,
vinnukönan komin er
kynja hvöss í góm.
Eg hefi heyrt þessi vísa væri eftir
Þórdísi Árnadóttur, systur séra Sig-
fúsar; sagði það gömul kona er sam-
tíða var Þórd. og þekti hana vel, um
Björgu hálfsystur Halldórs (sem síðar
varð kona Lúðvíks Schous verzlunar-
stjóra á HúsavíkJ kvað Þórdís þessa
vísu:
Elskan hjá mér úti situr,
er hún bæði góð og vitur.
allur hennar yfirlitur
er sem blómstra Ijómi,
svoddan er sómi.
Aldrei er hún í orðunum bitur,
af henni hýran skín;
alt hverfur yndi, ef eg missi þín.
Sú var trú til forna á íslandi, ef
einhver er sat inni í baðstofu í sæti
sinu sá stjörnur út um gluggann, þá
átti hann að fá feitan bita á diskinn
sinn daginn eftir. — Svo kvað Jóhann-
es Árnason, Jónssonar, Eyjafjarðar-
skálds, er hamr var gestkomandi í
Fögruhlið í Jökulsárhlíð og sá úr sæti
sínu stjörnur út um gluggann:
Feitan bita fæ eg hér á morgun,
fyrir því mun konan bera umsorgun,
Sannar stjarnan
þetta þarna
á þjassa hjarna,
þó mig bresti borgun.
Eftir Jóh. Árnason eru “Jóa vísurnar”
sem Lögberg flutti nokkrar. Eg átti
þær allar, en hefi nú glatað. — Vís-
urnar um brúðkaupið hans Ara
('“Bara iðil ánægður”J var mér sagt
væru eftir Sigfús Jónsson bónda á
Laugalandi í Eyjafirði. — Vísan:
“Margt er það sem gremur geð” o.s.
frv., er eftir Björn Ólafsson bónda á
Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá,
og er 1. vísa í fyrsta mansöng við
Tillmannsrímur er Björn orti.
Jón Jónsson frá Slcðbrjót.
Nokkrar alþýðuvísur cftir niinni
Guðr. Þorsteinsd.
('Framh.J
Þessi vísa er eftir séra Björn Hall-
dórsson i Laufási:
Ráðskonan mín ris nú upp
rétt sem tungl í fyllingu,
klórár hún sér á hægri hupp
með hátíðlegri stillingu.
Lokkur leikur hinn dökki
laus og hangir á vanga,
gott á hinn göngulétti
glaður í rósum baða, .
happi hrósa ef leppur
haddar væri þín, kæra,
för þá eg marga færi
frjáls um kinnar og hálsinn.
Þessi vísa er sögð eftir séra Björn um
Guðlaugu Gottskálksdóttur frá Fjöll-
um.
Björn á Öndólfsstöðum var vínhat-
ari mikill, en synir hans voru vín-
drykkjumenn miklir: Hannkvað:
Kaffi morgna skenkt á skál
skjónia fornum rafti,
hamnum ornar, hressir sál
himinbornum krafti.
Þessa vísu orti hann um sonu sína:
Þeir eru breima í brennivin,
' böls í sveima villu,
fjandinn teymir synda svín
í svörtu heima kynni sín.
Hólmfríöur á Hafrafelli (amrna
Guðm. á SandiJ svaraði:
x Þótt við keim af kera lá
kætit beimar frómir,
orðið breima að þeim hjá
eigi heima það er frá.
Öll muh hljóta öldin frjáls
einnar njóta líknar,
fleiri brjóta böðvar stáls
boðum móti Sankti Páls.
Þessar vísur orti Tóhannes Oddason
í Aðaldal um Gísla i Skörðum:
Af þektum njörðum málma mér
mærð er gjörðu lýsa,
Gísli í Skörðum skarpast er
skáld á jörðú ísa. .
Þegar flana lætur ljóð
lagar grani krúsa,
er sem sþani á grundu glóð
geystur bani húsa.
Þessar vísur orti Jóhannes um-framtal
sitt:
Tvispen, þrifætt, kálflaus kýr,
kníf má eftir þreyja;
kynja magrir klárar þrír
og kvíga vetrungs beygja.
Tuttugu ærnar telja má,
tvær eru milkjur orðnar,
hinum lömbin hanga á,
í haust þó verði skornar.
Sauðatölu söfn óring
—um síðir kann að linna—
ekki nema einn gemling
ítar hjá mér finna. '
Hjóna nefnur kots i krá,
krakkar þrír í tali,
kerling lasin kallast má
og kortlega rólfær smali.
Um hest eftir sama :
Gleði ól það undir sól,
eins og njóli keikur
með mig rólar refa stól
rétt á hjólum Bleikur.
Kristín Kristjánsdóttir, ættuð úr
Reykjadal, orti til manns:
Hirðir stála, heyrðu mig,
beld eg tál þín gerði fanga,
er að rjála eins við þig
og á hálu svelli ganga.
Þessi vísa er eftir Hólmfríði, er
hún heyrði son sinn leggja nágranna-
konu sinni last:
Sjáðu í kyrðum ljúfa lin
lygru gyrðis roða;
hver einn byrði synda sín
sjálfur hirði skoða.
Vísa eftir Hólmfríði um stúlku er
ráðið þóttist geta örlögum sínum:
Ræðu galda reflahlín
róms af tjaldi setur,
minna á valdi þenki jeg þín
þú en haldið getur.
Guðrún Þorsteinsdóttir frá Geiteyj-
arströnd við Mývatn orti þessar vísur :
Þankalagið þungt eg- ber,
þ’að er bági ef á mér sér,
þó eg hlæji þráfalt hér
þá er ægið niðrundir.
Kveðið við dótturson sinn, er vinnu-
kona tók frá honum völu:
Muntu þenna missa auð
mestallan i vetur.
Tóa kom og tók einn sauð,
telja máttu betur.
' Höfundur er ókunnur að þessum
vísum. Maður skenzaði stúlku og
sagði:
Það ígrundi bragnar bragð,
-—bið eg hrundin finni:
hefir stundum falist flagð
fögru undir skinni.
Hún svarar:
Getur fundist fögur trygð
friðleik bundin klárum,
eins og stundum dvelur dygð
dökkum undir hárum.
Þessar vísur orti Sigurbjörn Jó-
hannsson um Magnús Spóa:
Hingað Spói frískur fló,
fylgdi mjóa trínið,
burt sig dró úr búð frá Schou,
betlaði þó um vínið.
Og um Andrés í Fagranesi er þessi
vísa eftir sama:
Þá með blöskrun loftið lak,
lúður öskri Kára
“hissaði” tösku hátt á bak
hirðir flösku tára.
Vísur þessar erti eftir ókunna höf-
unda:
Ýmirs tárin auka flóð,
augna tárin rennna,
flösku tárin fríska blóð,
freyju tárín gleðja þjóð. *
Hygginn viktar, hrekkvís siktar
hvert fis orða,
skensinn fiktar skrafs með korða,
skáldið digtar eyrum forða.
Eftib Jóhann Ásgrímsson:
Margt er fast, það meinum vér,
i mammons þræla klónum,
enginn dregur, þó ætli sér,
annars fisk úr sjónum.
—Eftir að Jóhannes á Laxamýri girti
Laxá, gekk þó veiði til þurðar fyrir
dalsbændum.
Eftir Arngrím málara Gíslason er
þetta:
GröSin niða engjuin á,
/eykur kliði smalinn,
fossar riða runnum hjá,
rósir iða um dalinn.
Haustvisur ; höfundar ókunnir :
Hríðin versta úti er,
ekki brestur dimmu,
yfir i Hestinn ekki sér;
óláns gestur situr hér.
Hér við endir heyskapar
hríðum blendast tíðirnar,
kólgan sendir kulda far,
hvílast hendur verklúnar.
Sýnist fyrir saumadokk
sæmilegt að vinna,
góða ull í góðan sokk
gaman er að spinna.
Kólnar lófa kvisturinn,
kennir lífið nauða;
bera þófann má jeg minn,
marinn hófa hvergi finn.
Höfundur þessarar vísu og ókunnur:
Söðul fríðan fæ eg mér,
flestum kvíða sóa,
því að prýði engin er
á að ríða þófa.
TVTARKET JJOTEL
'fið sölutorgið og City Hall
Sl.00 til $1.50 á dag
ALLAN LINE
Vísa eftir séra Sigfús i Höfða, höf-
und Barnaljóða. Hann var faðir frú
Þórvarar í Múla:
Þó að hnjóður þrykki um stund
þægu mannsorðs blómi,
sefar móð í særðri lund
sú hin góða meðvitund.
Herra J. J. D. kom vestur í bæ á
þriðjudaginn i. Apr. og leit á fornar
stöðvar á Lydia Street- og kvað:
Iljar sárna, orka dvín,
eins og von til gefur,
April hlaup því æfin mín
altaf verið hefur.
Hér vil eg setja eina víu, sem eign-
uð er Bólu-Hjálmari, sem mér hefir
lengi þótt vænt um og þykir vera lær-
dómsrík:
Er þá göfug útförin,
ef á dygða vegi
fram að gröfum kátri kinn
klofið höfutji lífsstrauminn.
Þá vil eg lítið eitt minnast á Siglu-
vikur Svein, á þeim tima sem við rer-
um út frá Sveinárnesi á Látraströnd
við Eyjafjörð en héldum til á Látrum
við fiskiveiðar. Hann var íhfeöalmað-
ur á hæð, hafði svárt hár og skegg,
dökk-blágrá augu nokkuð kvikleg,
var glaður og hugléttur jafnan þótt á
gæfi bátinn og fljótur með vísur stn-
ar; kerling ein var á vist á Látrum er
þjónaði Sveini, sem af góðmensku
sinni gaf honum íleppa í skó sítia mjög
breiða um miðju en stutta um of, og
brostum við að og nefndum þetta
meyjar doppurnar hennar. Þegar
Sveinn leit á, sagði hann:
Ekki stóppast aldarfar,
enn á kroppi mínum
^ niæt hér hoppar miskunnar
meyjardoppa kerlingar.
Um kvöld þá er Hjálmars og Ingi-
bjargar kviða hafði verið kveðin,,
kvað Sveinn :
Að oss þrengir mæðan rnörg,
\ mér er gengið. svona,
hér er engin Ingibjörg,
ei þarf lengur vona.
Og svona heyrði eg hann kveða vísu
þessa:
Svona fæ eg svörum beitt,
^ sízt eru harntar duldir,
eg á ekki af neinu neitt
nema börn og skuldir.
Og gaman hefi eg af fógru vísunni,
sem skáldmærin í Dakota, er kallar
sig götnlu konuna, hefir sent ritstjóra
Lögbergs pg svo hljóðar:
Þú, sem gerðir greiða mér,
v grérinn linna stalla,
lukku sólin lýsi þér
lífs um daga alla.
Mér sýnist hún eiga það skilið að fá
vísu í líkum anda og svo kemur hún
hér:
Að þú skínir, auðarlíti,
ei þótt sinnir göllum,
\ er mín fína ósk til þín,
up'pi á linna stöllum. ,
Pctur Pálsson.
Ráðningu á málrúna vísum
tveim í næst síðasta blaði, er S. J'.
A. sendi, hefir sent oss Mrs. H.
Guðmundsson frá Árnesi. Hún
segir fyrra nafnið vera Jón, hið
síðara Eirikka. Herra S. J. A.
segist jafnan hafa heyrt, að síðara |
nafnið væri Ingibjörg.
Œfiminning.
Eini og áður hefir verið getiö
um í vestur íslenzku blöðunum,
andaðist 1. Febr. þ. á. að heimili
sonar síns við Narrows'P. O.
Man., einn af eldri mönnum þess-
arar bygðar, Sigfús Hannesson, 75
ára gamall. Banamein hans var
brjóstveiki sem hann hafði þjáðst
af til margra ára.
Sigfús sál. var fæddur í Húsey
í Hólmi í Skagafirði 20. Des-
1837. Foreldrar hans voru Hann-
es Jónatansson, sem lengi bjó á
Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði, og síðar í Bergsstaða-
seli; og síðari kona hans Sigríður
Sigurðardóttir frá Holtsmúla í
Staðarhreppi i Skagafirði. Með
foreldrum sínum fluttist hann 5
ára vestur í Húnavatnssýslu og
var hjá þeim, þar til hann var 7
ára; fór hann þá til vandalausra og
dvaldi á ýmsum stöðum til þess
hann var fullorðinn. Síðustu 3
árin sem hann var í vinnumensku
áður en hann giftist, var hann hjá
Guðmundi bónda Gíslasyni á Bolla-
stöðum í Blöndudal. Þaðan fór
hann árið 1863 að Stóra-Búrfelli
í Svínavatnshreppi, til ekkjunnarl
Hólmfríðar Halldórsdóttur frá
Eldsstöðum i Blöndudal, sem þá
var ekkja eftir Björn sál. Erlends-
son, og giftist henni sama ár. Frá
Búrfelli flutti hann að Eiríksstöð-
um í Svartárdal, og bjó þar í 3 ár,
og næstu 2 ár á Barkarstöðum í
sömu sveit. Þaðan flutti hann að
Mjóadal, og var þar 1 ár. Arið
1871 flutti hann norður í Fljót í
Skagafjarðarsýslu, til Sigurðar
Ingimundarsonar frænda síns, og
var þar eitt ár; svo flutti hann að
Nefstaðakoti í sömu sveit og bjó
bar í iq ár. Árið 1887 flutti hann
fram í Tungusveit í Skagafirði,
hætti hann þá búskap og dvldi
þar á ýnisum stöðum, þar af t“ö
síðustu árin sem hann var á ís-
landi, var hann hjá Jóhanni syni
sinum, og flutti með honum vest-
Eigandi: P. O’CONNELL.
633] Notre Dame Phone G, 5180
REX
Custom Tailors
og FATAHREINSARAR
Vér höfum nýlega fengiö
ljómandi úrval af vor og
sumar fata efnum á
$18 tíl $40
Ef þú vilt vera vel búinn, þá
komdu til okkar.
Karlmannaföt hreinsuð og
saumuð upp og gert vtð
þau. Kvenfatnað sér-
stakur gaumur gefinn,
REX CUSTOM TAIL0RS
Cor. Notre Danie and Slierbrooke St.
lMione: Garry 5180
Næst Steen’s Dry Gooda Store
ur um haf til Canada, árið 1910;
og fór hann þá til Sigurðar sonar
síns við Narrows P. O. Alan.,
eins og áður er getið. Þau Sigíús
og Hólmfríður eignuðust 8 börn,
þar af eru 4 á lífi; Björn sem bú-
ið hefir á írafelli í Skagafirði,
Ágúst á*Höllustöðum í Blöndudal,
Jóhann í West Selkirk, Man. og
Siðurður sem býr vi'ð Narrows,
Man. Einnig eru 2 stjúpdætur
hans á lífi, Ingigerður í West
Selkirk, Man. og Ingigerður kona
Guðmundar Jónssonar, sem búið
hefir á Stóru-Giljá í Húnavatns-
sýslu. Tvö systkini Sigfúsar sál.
eru enn á lífi, Jón Hannesson,
bóndi i Grunnavaths bygð, og Ingi-
björg kona Sveins Sígvaldasonar,
sem lengi bjó á Steini á Reykja-
strönd í Skagafirði, og sem eg ætla ■
að sé hjá börnum sínum vestur á
Kyrrahafsströnd.
Þegar Sigfús sál. fluttist til
Canada, varð kona hans eftir á
íslandi, og tók þá Björn: sonur
þeirra hana að sér, og andaðist
htin fyrir 6 árum.
Sigfús sál. nam land við Narr-
ows P. O. Man., og eignaðist það,
og býr Sigurður sonur hans á því.
Á íslandi átti hann, sem margir
aðrir, við fátækt og erfiðleika að
stríða, en þa'ð hjálpaði honurn að
hann átti góða konu, sem studdi
hann með ráði og dáð, og ætíð
bezt þegar mest lá á. Hann var
vel greindur maður, og hneigður til
bóka, enda las hann mikið, sérstak-
lega síðustu árin, er starfsþrek .
hans fór að minka, og hann gat
ekki gengið til vinnu; því sjón og
sálarkröftum liélt hann lítið skert-
um alt fram í dauðann. Samkvæmt
hans eigin ósk, var hann jarð-
settur á heimilislandi sínu, að við-
stöddum tveim börnum hans, og
öðrum nánustu kunnijigjum þar úr
bygðinni. .Vi'ð það tækifæri fluttu
tveir af góðkunningjum hins látna
ræður, flutti annar þeirra hús-
kveðju, en hinn talaði yfir gröf-
inni; og sagðist báðum vel.
Að síðustu votta eg, 1 nafni ætt-
ingja og vina hins látna, öllum
innilegt þakklæti sem heiðruðu
jarðarförina með nærveru sinni,
vinum og vandamönnum til gleði
og ánægju.
Blessuð sé minning hans.
Vinur hins látna.
> Frá íslandi.
Reykjavík 10. Marz...
Aðfaranótt fimtudags var brim
mikið fyrir Loftstaðasandi ('Gaul-
verjabæarrekaj eystra. Fór mað-
ur frá Gamverjabæ þá að leita
reka á sandinum. Hann sá fult af j
sílum í briminu og þorsk mikinn í j
sílatorfunni. Þorskurinn var svo
ákafur í sílaáti, að hann gætti sín
ekki og báru bylgjur hann á land.
Maður þessi, sem á rekann gekk,
ltljóp nú heim að Gaulverjabæ, að
ná í mannhjálp og urðu þeir
nokkrir saman, tóku þeir á móti
þorskinum, er hann skall i f jöruna
og hentu honum upp undan næstu
bylgju. Þettá gekk alla nóttina og
voru þeir þá búnir að ná í 532
þorska, flestalla mjög stóra.
Líkt þessu hefir komið fyrir
alloft áður þarna á fjörunum, en
aldrei þvílík veiði, sem að þessu
sinni.
Á fjörunum í grend hafði rekið
nokkuð af dauðum þorski.
Spákona ein hér í bæ, sem o"*t
kvað hafa sagt fyrir um veðurlag,
hefir spáð, að þegar snjóriun, sem
nú er hér, er þiðnaður, komi engin
hríð hér fram til hausts.
Konungleg Póstgufuskip
VETRAR-FERDIR
Frá St. John og Halifax Frá Portland
til til
Liverpool og Glasgow Glasgow
FARGJOLD
A FYltSTA FARUÝMI . . ..$80.00 og upp
A ÖDRU FARRÝMI...........S47.5C
Á ÞKIÐ.TA FARRÝMI...... $31.25
Fargjald frá Tslandi
(Emigration rate)
Fyrir 12 ára og eldri .. .. .............. $56.1-0
“ 5 til 12 ára....................... 28.05
“ 2 til 5 ára...................... . 18,95
“ 1 til 2 ára......................... 13.55
“ börn á 1. ári........................ 2.70
Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, far-
bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL
Korni SKerbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far-
gjalda sendingar til íslands fyrir þá sem til hans leita.
W. R. ALLAN
;i64 Main St., W innipeg. Aðaluinboðsniaður vestanlands.
LU IVIBER
SA8H, DOOR8, MOLLDING,
CEMtNT og H4RDWALL PLASTER
Alt sem til bygginga útheimtist.
National Supply Co.
Horni McPhilips og
Talsímar: Garry 3556
“ 3558
Notre Dame Ave.
WINNIPEG
The Birds HillSi
Búa til múrstein til prýði utan á Kús.
Litaður eftir því sem hver vill hafa.
Skrifstofa og verksmiðja á
homi Arlington og Elgin
WINNIPEG, - - . MAN1T0BA
D. D. Woodj Manager
Fón Garry 424 og 3842 Hver múrsteinn pressaður
Hann byrjaði
smáft
eins og margir aðrir, en
eftir tvö ár hafði hann
svo mikið að gera, að
hann varð að fá sér hest
og vagn til að komast
milli verkstöðva til eft-
irlits. Eftir 4 ár varð
hann að fá sér bifreið til
þess. Enginn hefir gert
betur og liitt sig sjálfan
fyrir en
G.L.STEPHENS0N
“ The Phmber ”
Talsími Garry 2154
842 Sherbrook St., W'peg.
ROBINSON
KVENKÁPUR
Hér eru nýkomnar fallegar kápur
handa kvenfólki, skósíðar, víðar,
með smekklega kraga og uppslög-
um á ermum, með ýmislegum lit og
áferð. Allar stærðir. Þetta er sér-
stök kjörkaup á.
Skoðið þær í nýju
deildinni á 2. lofti.
$6.75
JAPANSKT P0STULÍN
Dominion Notel
523 IVIain St. Winnipeg
Björn B. Halldórsson, eigandi
P. S. Anderson, veitingam.
Bifreið fyrir gesti
; Simi Main 1131. - Dagsfæði $1.25
♦•f-t‘f+'f+'f+-f++-t.f..f++.f++.f.fr+.j.4..|,
| Th. Björnsson, !
J Rakari *
Ý Nýtízku rakarastofa ásamt
k n a t t I e i ka b or ðu m T
X TH. BJÖRNSSON. Eigandi t
+ DOMISION HOTEL. - WINNIPEG £
Ef þér viljið fá hár og skegg
vel klipt og rakað
þá komið til
WELLINGTON BARBER SHDP
Þessi rakstrarstofa hefir skift
um eigendur og hefir verið
endurbætt að miklum mun.
Vér vonum að þér lítið inn
til okkar,
H. A. P00LE, eigandi
691 Wellington Ave.
Coast Lumber
Vards Ltd,
185 Lombard St. Tals. M. 765
Sérstakir Talsimar
fyrir hvert yard.
Nú stendvlr yfir stórkostleg kjör-
kaupa útsala á japönsku postulíni,
Það er handmálað og hver og einn
mun undrast, að vér skulum geta
selt það með svo vægu verði. Eng-
inn hefir ráS á að láta þessa sölu
fara f ram hjá sér, svo lágt sem verðið
er og postulínið prýð legt. OT _
75c virði fyrir .... ítvC
ROBINSON *£•■
LUMBER
YARDS:
1. St. Boniface . . M. 765
eftir sex og á helgidögum
2. McPhilip St. . . M.766
3. St. James . . . M. 767
Aðalskrifstofa . . . M 768