Lögberg - 10.04.1913, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.04.1913, Blaðsíða 1
Þegar nota þarf LUMBER Þá RE.YNIÐ THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPBG, MAN. Furu Hurdir, Furu Finish Vér höfum birgðirnar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINMPEO, MAN. 26. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 10. APRÍL 1913 NÚMER M Fyrirhugað stórvirki. Svo er sagt, aö C. P. R. félag- iS ætli aö láta gera göng gegnum þann rana Klettafjalla, ;sem aö- skilur Alberta fvlki og British Columbia, þarsem heitir Kicking Horse skarö. Þau jarögöng veröa lengst allra í heimi, rúmar 16 míl- ur. Þar er 5300 fet ynr sjávar- mál, sem þau eiga aö Hggja i gegnum fjallið; sjö ár verður ver- iö að grafa þau, og er kostnaður- inn áætlaður um 14 miljónir dala. Til samanburöar er þess getið, aö Simplon göngin, er liggja gegnum Alpafjöllin, milli Svisslanda og ítaliu eru 12,3 mílur á lengd og kostuðu hálfa 16 miljón dala. St. Gotthards göngin, sem og liggja gegnum Alpafjöllin milli Svisslands og ítalíu, kostuðu hálfa tólftu miljón og eru 9,3 mílur á lengd. C. P. R. félagið hefir hingað til verið eitt um hituna um flutning héðan úr landi vestur að Strönd. Nú er Grand Trunk brautin nærri komin alla leið og C. N. R. félag- ið er að berjast við að komast þangaö lika. Þá verður mikilli samkepni að mæta, og C. P. R. fé- lagið er að búa sig undir að halda sínu. Viðskifti aukast árlega vestanlands, og minka ekki við þaö, að Panamaskurðurinn verður opnaður, viðskifti við Asíu fara í vöxt, og af öllu þessu lætur C. P. R. hendur standa fram úr ermum vestanlands, öllu meir en áður. -------------- Réð sér bana. Lacombe hét sá illræðismaöur, er eitt kveld kom til ritstjóra nokkurs í Paris, og hélt honum og konu hans i dauðans angist heila nótt og skaut ritstjórann að því búnu, en konan hélt lífi. Mörg önnur morð hafði hann framið, og kallaði lögreglan hann háska- lesasta glæpamann, er til væri i Evrópú. Hann slapp jafnan úr greipum hennar með einhverju móti, þartil fyrir nokkrum dögum að hann þektist af merki nokkru, er hann hafði látið gera með lit- um á hönd sina. Var hann þá tekinn, þó vopnaður væri með byssum og sprengikúlum, og sett- ur í fangelsi. Daginn eftir var hann horfinn 'með einhverju ó- skiljanlegu móti. Hann fanst eftir langa leit bak við reykháf á þaki fangelsisins, en er að því var kom- ið, að hann væri gripinn, þá gekk hann fram á þakbrún og kastaði sér fram af, einsog þegar sundmað- ur stingur sér. Fallíð var marg- ar mannhæðir og grjót undir,'"og muldist hvert bein í honum. þegar niður kom og lauk svo æfi hans. Dæmd í betrunarhús. Mrs. Pankhurst, sú er lengi hefir verið helzti forsprakki þeirra kvenna á Englandi, sem sækja eftir kosningarétti kvenna með of- beldi og hverjum ráðum, sem þeim kemur í hug, hefir verið dæmd til þriggja ára betrunarhúss vinnu fyrir að eggja til upphlaupa og hryðjuverka með dynamite og púður sprengingum. Kona þessi hélt ræðu fyrir réttinum og lýsti því, að hún mundi ekki una dóm- inum, heldur neita að eta mat og drekka drykk og komast þannig úr fangelsi, dauð eða lifandi. — Þegar dómarinn kvað upp dóm sinn, gerðu vinir hennar, er við- staddir voru réttarhöldin, óp mik- ið að dómaranum og varð lögregl- an að sefa uppistand þeirra. Þessi dómur er hinn strangasti, sem þessar óróakonur hafa verið dæmd- ar í til þessa og sýnir, að álit al- mennings á Englandi hefir snúizt gegn þeim í seinni tíð, enda hefir ráðaneytið sætt ákúrutfi fyrir það, lye mikil línkind þessu kvenfólki hefir verið sýnd. Allmörg hús hafa verið sprengd í loft upp ný- lega, einkum járnbrautar stöðvar, og er kvenfrelsis konum kent um þau ódæði. — Nýlega er dáin kona, sem fæddist fyrir 82 árum á þeim stað, þarsem Chicago stendur nú, og var hið fyrsta barn er fæddist af hvítum foreldrum á þeim slóðum. Braut til strandar. Þann 14. September 1914 segir varaforseti Grand Trunk Pacific brautarinnar, að hin fyrsta lest muni leggja af stað frá Winnipeg áleiðis til Prince Rupert. Hann er nýkominn úr fimm vikna leiðangri eftir brautum félagsins vestan- lands og segir svo, að austurendi aðalbrautarinnar verði lengdur1 um 162 mílur í sumar, vestur að Prince George, og verði á þeim .spotta bygðar tvær brautir yfir Fraser elfu. Sá brautarstúfur sem liggur austur á við frá Prince Rupert, verður lengdur í sumar um 140 mílur austur á við. Þeg- ar lokið er við stórar brýr á þeim spöl, sem verður i þessum mánuði, segir hann aö hálfönnur míla verði fullgerð á dag af þeim 115 mílum, sem eftir eru. Bilið á milli braut- arendanna er nú sem stendur 524 mílur og var það trú manna í fyrra, að þeir mundu verða sam- tengdir í haust. Af því .verður þó ekki, lieldur á að geyma 222 mílur til næsta sumars, og verður þá þessu stórvirki lokið. — Hvergi verða nýjar aukabrautir bygðar af G. T. P. í sumar, en stálteinar verða settir á nokkrar, svo sem á þá sem liggur í útnorður frá Moose Jaw og á Battleford braut- ina. Róstugt í Rifi. í illindanna heimkynni, Mexico, er ennþá barizt af kappi, með uokkrum manndrápum á báöar hliðar. Uppreisnar höfðinginn Orozco gekk í lið með hinni' nýju stjórn, og var settur til höfuðs, þeim uppreisnar flokk, sem kend- ur er við höfðingja sinn Zapata, en misti lífið í þeirri viðureign. Carranza heitir einn fylkisstjóri i Mexico, er sér hefir látið gefa forseta nafn, en sá, er hinir fyrri uppreisnarmenn höfðu veitt þá virðing, og Gomez hét, er flúinn úr landi, en hans liðar hafa slegist i lið með Huerta. Fregnir eru miður áreiðanlegar sunnan að, með því að fáar fréttir komast úr landi, nema þær sem Huerta stjórnin gefur leyfi til. Harka hinnar nýju stjórnar vekur litið umtal í útlöndum, en Mexico menn eru grimd og kúgun vaííir, og kippa sér ckki upp við þá hluti. Svo er að sjá, sem flestum komi saman um, að Madero hafi viljað vel, en skort þrek til þess aö leika svo við óvini sína, að þeir yrðu meinlausir. í Mexico merk- ir það, að hann hafi skort g.imd, og er það víst sannmæli. að hinn myrti forseti var mildur óvinum sínum. Hvaðanæfa. — í bænum Weyburn í Saskat- chewan hefir stórfélagiö Inter- national Harvester Co. sett aðal- stöð sína fyrir allan suðurhluta Saskatchewan fylkis, og eykur stööugt tölu starfsmanna sinna i þessum bæ, og má af því ráða, að þessi staður á góða framtíð í vænd- um. — Alfons Spánarkonungur féll af hestbaki einn daginn, er hann var að leikjum, og lá rænulaus lengi á eftir. Konungur er sagð- ur veill fyrir brjósti, en er leikinn mjög og fjörmikill. — Fyrirliði í her Rússa. sá er stjórnaði liði nokkru i Varsjövu á Póllandi, féll tjl jarðar með flugvél sinni úr háa lofti og misti lífið. Bréf fanst eftir hann, þarsem hann sagðist ætla að taka sig af lífi með því að stöðva vélina og láta sig detta. Brennuvargurinn James Dodds, sem játaði á sig að hafa kveikt meir en 200 brennur í Winnipeg, þar á meðal suma þá stærstu bruna, sem hér hafa orðið, svo sem Radfórd-Wright brunann, þarsem 7 manns mistu lxfið, var dæmdur í 15 ára hegningarhúss vist. Sagt er, að læknar áliti hann ekki með öllum mjalla og þvi sé ekki höfðað mál á hendur hpnum fyrir manndráþ, útaf því liftjóni er orsakast hefir af þeim brennum er hann hefir kveikt. — Allsherjar fundur jarðfræö- ínga af öllum löndum, veröur haldinn í Canada í ár. Montreal búar eru þegar farnir aö undirbúa viötökurnar. — Stjórnin í Ontario hefir 'lýst því, aö lög skuli setja í fylkinu um það, að banna sinnisveiku fólki að giftast, svo og þeim sem drykk- feldir eru. — Ottawa stjórn hefir tilkynt, aö hún muni bera upp lagafrum- varp á þingi um að flytja böggla með jjóstum í Canada. Það er kominn tími til þess, að lands- menn komizt undan einokun hinna auöugu Express félaga. — Flotastjórn Þjóðverja hefir gert ráð fyrir loftskipa flota, er kosta skal i2þí miljón dala, en sú upphæð kemur til útgjalda á sjö næstu árum. Þetta er aukabiti í ofanálag á þær 25 miljónir sem varið er til loftherskipa í ár. — Franskur flugmaöur flaug nýlega frá Rheims til Tournay með þeim mesta hraða er menn vita, 114 mílur á klukkustund. Um sama leyti flaug annar frá Paris til Lvons, 318 mílur, en hraðinn var yfir 93 mílur á klukkustund. Tollaniðurfærsla Bandaríkjum. Frumvarp BandartKja stjórnar var gert ujjpskátt eftir nelgina, og þykir mikils um það vert. Sam- kvæmt því skulu flestar nauðsynja vörur látnar álögulausar, svo sem matvæti og fatnaður, tollar hækk- aðir á munaðarvörum, þeim helzt er ríka fólkið notar, og tekjuskatt- ur lagður á alla landsmenn, er hafa meir í kaup en 4000 dali á ári. Þetta er aðalstefna frum- varpsins. En ýmsum undantekn- ingum og skilyrðum eru þó þessi fyrirmæli bundin, er nu skal greina nokkuð gjör. Innflutningstollur á sykri lækk- ar strax um fjórða part, en skal afnumin meö öllu eftir þrjú ár. Óunnin ull skal vera álögulaus með öllu, etr á ullarvarningi lækk- ar tollurinn mikið. Þetta kann að hafa nokkra þýðingu fyrir Island, með því að mikið af ull þaðan flyzt til Bandaríkja. Fyrir utan ullina eru þessar vörur látnar tolla- lausar: Ket, mjölmatur, skófatn- aður, trjáviður, kol, aktýgi og söölaleður, járnmálmur, mjólk og rjórni. kartöflur, salt. svin maís, pokastrigi, jarðyrkju verkfæri, garfað leður, viður í pappír, biblí- ur, prentpappír sem kostar ekki meir en hálft þriðja cent hvert pund, ritsauma- og stílsetningar vélar, peningaskúffur, stálteinar, girðingavír, naglar;, gjarðajárn, fiskur, brennisteinn, sódi og sútun- efni, ediks og brennisteins sýra, smiði itr tré, svo sem sköpt, borö, hjólnafir, stólpar, lath, tunnustafir og þaksjtónn. Á þessar óhófs vörur eru tollar lagðir; demantar, slipaðir og ó- slipaðir, og aðrir gimsteinar, loð- skinn, koltjöru efni, sem ilmvötn eru búin til úr og margt annað af sarna tagi og ýmislegt sem brúkað er í mat, til að gera hann munn- tamari. Á fjöldamörgurp varningi, sem mikið er brúkaður, eru tollar færðir niður, þar á meðal eru nautgripir og egg, og nemur sú línun meir en helming, ennfremur hnifar og skæri, húsbúnaður, fatn- aður ýmiskonar úr bómull, bæði á börn og fullorðna, svo og eld- spítur, umbúða pappír og bækur. Niðttrfærslan á flestum þessum varningi nemur tæpum helming og á sumum minna. Unt það. hvern hag Canada mun hafa af þessu, eru mjög skift- ar skoðanir, einkum að því er Vesturlandið snertir. Tollar eru mikið linaðir á ýmsum vörum, sem hér er mikið selt af, og skulu nokkrar taldar: Af barley’mált var tollurinn 45 cent, en verður samkvæmt frum- varpi stjórnarinnar, aðeins 25 cent ,á hvert bushel. Á buckwheat er hann færður úr 15C,, niður t 10 cent af busheli. Á höfrum úr 15 centum niður i 10 cent á bushelið. A hveiti úr 25 centum niður í 10 cent. Á smjöri úr 6 cents, niður í 3 cent. A osti úr 6 centum niður í 20 per cent af and- virði. A eggjum frá 5 centum niður í 2 cent, tylftin. Á baun- um úr 45 centum niður í 25 cent bushelið. A kálmeti úr 25 centum niður í 15 jter cent. A ávöxtum úr 25 centum niður í 10 cent bush. A nautgripum úr 27 per cent, nið- ur i 10 per cent. Á kindum úr 16, 47 per cent niður í 10 per cent. En svínaket og nauta er látið álögulaust. Á óunnu flaxi er toll- urinn færður niður í 20 cent á 56 punda busheli. Stefnan í þéssu frumvarpi er miðuð við nauðsyn og þarfir þeirra sem vörurnar þurfa að brúka, en það er vitanlega allur almenning- ur i Bandaríkjum. Því er sögð mótstaða vís frá bændum í norð- urhluta landsins, og einkum frá kornmylnu eigendum. Verksmiðju- menn og auðfélög víðsvegar um land eru og sögð standa fast í móti þessum breytingum. Því er það margra spá, að Jrumvarpið muni taka stórmiklum breyting- um áður en lýkur, með því að auðfélögin, þó að minni hlutinn fylgi þeim á þingi, eigi mörg ítök og ráð undir rifi hverju,, er þau vilja léttan á leggja. Sá böggull fylgir skammrifi, að niðurfærsla tollanna nær í sumum tilfellum aðeins til þess varnings, sem kemur frá þeim löndum, er ivilnun hafa veitt, eða veita kunna Bandaríkjum. Fyrir því notast voru landi hvergi nærri eins vel að þessari linun á tollabandinu, eins og verið hefði, ef reciprocíty hefði komizt á. En nú er þó talin bót i máli, að líklegt sé, að stjórnin í Ottawa, þó mjög sé hún elsk að tollunum, muni færa niður eða af- nema þá tolla hér i landi er hnekkja mest væntanlegum hagn- aði hérlandsmanna af þessari nið- urfærslu. — Hveitikaupmenn hér í borg láta svo sem tlítill hagnaður sé liveitibændum .æntanlegur, þó að hveititollurinn hafi verið færð- ur niður, en aðrir halda því fram, að bændum sé af því vís hagnaður, og muni bújarðir í sveitum þegar hækka í verði, ef frumvarp þetta verður að lögum. þangað. llúsið var vátrygt. En skaði samt í bráð talsverður. Félagslíf fremur dauft hér. Helzt að' unga fólkið lyftir sér upp til að dansa. Um lækkun á Manitobavatni höfum við það eitt heyrt, að stjórnin hafi sett á fjárhagsáætlun sína upphæð, til að borga verk- fræðing fyrir að skoða og mæla skipaskurðarleið suður úr vatninu frá Delta til Portage la Prairie, og í Assineboine ána. Er það því liklegt að það eitt verði gjört í málinu næsta fjárhagsár. Fléira man eg ei í fréttum að segja. J. J. — íbúar í þorpinu Flenrier á Svisslandi eru mjög skelkaðir. Fjall afarhátt er fyrir ofan bæinn, en tindur þess er farinn að síga, liægt og liægt, að vísu, um átta þumlunga á klukkustund, en eigi að síður geta þeir búist við að hraðinn vaxi, og fjallið hrapi yfir liá. Reykjavík 7. Farz. I fyrradag kl. um 3 siðd. var íagnús bóndi á Lykkju á Kjalar- nesi riðandi á heimleið úr Reykja- vík, og féll aLhesti sínum. Var jað skamt fyrir utan túnið á Ála- fossi. Hesturinn hljóp heim að Álafossi og var þá brugðið við á honum aftur til baka, og fanst, Magnús þá örendur við veginn. Hafði hann áverka á höfði, og ætla menn að hann iiafi rotast. Hann var nýskilinn við tvo sveit- unga sína, sem vóru gangandi og fóru heim að Mógilsá, og var tal- að um milli þeirra að þeir biðu hans þar. Þeir höfðu ekki orðið neins varir um að hann væri veikur. Magnús var nokkuð við aldur. Hann skilur eftir ekkju og nokk ur börn, sum uppkomin. Reykjavík 6. Marz. Frá Siglunesi. Siglunes P. O. 21. Marz 1913. Tíðin er altaf köld og um- hleypingasöm, og snjóþyngsli mikil orðin. Vont kvef gengur hér. og ýmsir orðið mjög veikir af því. Fiskiveiði er nú alstaöar lokið, og var með rýrasta móti nær alstaðar, en verð nokkuð hátt siðari hluta fiskiveiða tímans. — Býst eg við að það hafi óþægilegar afleiðing ar fyrir ýmsa, hvað fiskiveiði brást nú. — Almennur kvíði hjá okkur, sem við vatnið búum, yfir því, að flóð úr vatninu muni verða til stórbaga næstkomandi sumar, því flóðið var svo mikið i haust er leið, að þar mátti engu við bæta. Gripir hafa verið seldir allmik- ið í vetur. Hafa þeir keypt. Geir- finnur Pétursson frá Narrows (fyrir Mat Hall hjá Westbournej og Skúli Sigfússon. Verð á grip- um hér með bezta móti; góðar kýr 50 doll., tveggja ára gripir frá 30—35 doll., og Skúli hefir borg að fyrir þá alt að 40 doll.; vetr- ungar frá 17 til 21 doll. — Það slys vildi til í Birch eyju, að kviknaði i hinu forna íbúðarhúsi F rá Islandi. Leikfélagið lék á laugardags- kveldið nýtt leikrit eftir Pál skáld og kennara Jónsson er heitir “A glapstigum". Varð á eftir allmik- ill úlfaþytur í bænum, þar sem mörgum likaði ekki efni leiksins — en það var andstætt kvenrétt- indum — en aðrir voru því sinn- andi og hefir ekki um annað verið meira talað í borginni síðan. Telpa á 13. ári, er heima átti á Möðruvöllum í Hörgárdal, gekk á farskóla að Skriðulandi. Hún lagði af stað í björtu veðri, en á leiðinni skall á hríð og viltist hún. hanst hún, er uppstytti, á túninu á Reistará. Var blóðpollur all- mikill hjá henni og var hún örend. Ætla menn að hana hafi gripið ofsahræðsla og hún hlaupið þar til að æð hefir sprungið í lungunum og hún dottið niöur yfirkomin af mæði. A Mööruvöllum í Hörgárdal féll fyrir fáum dögum maður ofan af húsþaki og fótbrotnaði. Hann hét Davíð Eggertsson, heimamaður þar. Lm líkt leyti féll Stefán kenn- ari af hestbaki og fótbrotnaði einnig. Asgeir kaupmaður * Pétursson hefir nýlega keypt gufuskip er- lendis, er hann ætlar að láta stunda hér þorskveiði með línu. Skip- stjóri er Stefán Jónasson, útskrif- aður af stýrimannaskólanum í Rvík í fyrra. Skipið er lagt af stað hingað, og búist við því eftir 2—3 daga. » —Vísir. 17 í hóp frá íslandi. Sigurður Slembir kom á Ing- ólfi til bæjarins í gær. Hánn fer til útlanda til þess að undirbúa stofnan lyfjabúðar í Vestmanna- eyjum, er hann hefir i hyggju að reka þar. í síðustu ferð Ingólfs, 'Faxa- flóabátsins, suöur (1. þ. m.J bar al svo til, er hann lá á höfninni í Gerðum, að þar fylti allan sjó af þorski umhverfis skipið og náði torfa sú nær þvi upp í landsteina. Skipverjar höfðu lítinn tima til að sinna þorskveiði, enda höfðu ekki veiðarfæri, en einn eða tveir menn reyndu veiði á færi. sem þeir út- bjuggu með öngulræflum, er fund- ust á skipinu, og náðu þeir á skammri stundu 34 þorskum. Var það mestalt * rig-fullorðinn fiskur. Á föstudagskveldið komu af Is- landi 17 vesturfarar hingað til borgarinnar. Fóru frá Reykja- vík þann 11. Marz. Þetta var í hópnum; Guðm. Filippusson, írá Gufu- nesi, fór heim í vetur. Helgi Jéns- son, af Álftanesi ættaður, hefir Munið eftir samkomu kvenfé- lags Fyrsta lúterska safnaðar á sumardaginn fyrsta. Gott pró- gramm. Góðar veitingar. "Grasafjallið" og Apinn verður leikið í Goodtemplarahúsinu á laugardags og mánudagskveldið kemur. Hvorttveggja skemtunar- leikir og búist við góðri aðsókn. Séra H. J. Leó messar í North Star skólahúsi á sunnudaginn kem- 111 13. þ. m. kl. 11 f. h. Klukkan 3 s. d. flytur hann prédikun á Lundar. April hefti hins vinsæla veiði- manna tímarits, Rod and Gun. er nýlega út komið og flytur margan fróðleik um villibráð og veiði- brögð víðsvegar í Canada. Herra Sigurður Sigurðsson frá Mary Hill P. O. var á ferðinni fyrir helgina og lét vel yfir öllu í því bygðaragi. Þann 29. Marz lézt að Lime- stone í Lincoln bygð i Minnesota, öldungurinn Vigfús Jósefsson, 83 ára gamall. Hann hafði lengi verið blindur, maður ráðvandur, skyldurækinn og allmikill fyrir sér, segir baðið Minn. Mascot. Fjórir synir og ein dóttir lifa hann. Hinn 25. Marz þ. á. gaf séra Bjarni Thorarinsson saman í hjónaband þau Aðalstein Jönsson og ungfrú Margréti Sigurbjörgu ; Helgason, bæöi til heimilis á Wild Oak. Hjónavígslan fór fram í samkomuhúsinu Herðibreið og var þar fjölmenni mikið,, veitingar ágætar, ræðuhöld og dans að lok- um. Allmargir Islendingar hafa í hyggju að ferðast til Islands i sumar, og eru ýrrtsir nafnkendir borgarar vor á meðal tilnefndir. Herra H. S. Bardal selur nú far- bréf bæði hina syðri og nyrðri leið, um New York eða Montreal. og sá eini af umboðsmönnum Hrv anna, sem annast peninga býtti fyrir þá sem kaupa farbréf af honum. verið utanlands í 5 ár og lært skraddara iðn. Tómas Jónsson og Jónas Guðmundsson, Hallgrimur Hermannsson, Guðbjörn Guð- mundsson, Bjarni Guðmundsson, allir ungir menn úr Reykjavík. Herra G. J. Gooömanson fast- Teitur Tónsson af Isafirði. Ragn- j eignasali er nýlega kominn heim Reykjavík. 5. Marz 1913. Aftakaveður á austan með blind- hríð geysaði í fyrri nóA hér i bæ og sjálfsagt um meiri hluta landsins- Simaslit hafa orðið nokkur. — Hér í bæ varð eigi annað teljandi tjón af of- viðrinu en það, að vélarbáturinn Val- ur sökk á höfninni. Báturinn var eign Valentínusar Eyjólfssonar o. fl., óvá- trygður. Reynt verður að ná honum upp ef hann finst, en ófundinn var hann í gærkveldi. Siglfirðingar eru nú að reyna að koma raflýsing á hjá sér. En verkið er þeim að ýmsu crviðara, en búist var við í fyrstu- Frá Akureyri. I’. J. Mathews. Bjuggu í þ\í Hér á Akureyri hafa menn mik fiskimenn hans í vetur, og voru jnn áhuga á að koma á góðri vatns- að eins tveir eftir er þessi atburö- ur varð. Það var um næturtíma að kviknaði í, og urðu þeir ekki eldsins varir fyr en síðustu forvöð voru fyrir þá að bjarga lífi sínu þeir náðu ekki skófatnaði sínum og urðu að ganga á sokkunum land, um 10 mílur. 1 húsinu voru um 200 net, er öll brunnu. Eld^ ábyrgð var á húsinu og netum að einhverju leyti, en samt mun skað- inn hafa orðið rnikill. Þetta er annar eldsvoðinn sem hér hefir borið að höndum, síðan í fyrra- vor. I sumar er var, brann til kaldra kola íbúðarhús Framars J. Eyfjord póstafgreiðslumanns á Siglunesi, með öllu sem í húsinu var, nema fötum þeim er hjónin og börnin stóðu uppi í. Póstáhöld brunnu öll, en sú hepni var með, að nýbúið var að sækja allan póst Guðmundsson . af Akranesi. Sigurður Árnason úr Reykjavík. Loftur Jónsson, bróðir ofannefnds Helga og skáldsins Guðmundar Kambans. Þessar stúlkur voru með: \ra1gerður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Sigríður Einars- dóttir með dóttur ársgamla. Alt ungt kvenfólk úr Reykjavik. * Ur bœnum aftur úr tveggja mánaða skemti- ferð vestan frá Kvrrahafi. Kom * /• hann við á ýmsum stöðum á Ströndinni, Vancouvér, Blaine, Point Roberts, Seattle og San Francisco. I síðasttaldri borg eiga' systkini lians tvö heima. Herra Goodmanson skernti sér ágætlega á ferðinni og þótti eink- j um mikið til koma hinnar stóru og fögni Francisco borgar, sakir mannvirkja og hrífandi náttúru- fegurðar þar í grend. veitu í bænum. Jjón verkfræðing ur Isleifsson var hér í fyrra að rannsaka hvernig ' tiltækilegast væri að koma á vatnsveitu og áleit hann heppilegast að fá vatn- ið af Vaðlaheiði og lægi leiðslan 1 yfir “Iveiruna” niðurgrafin. Nú eru menn þó að hverfa frá því ráði og hyggja að fá vatnið úr Glerá og þá um leið raflýsing frá sömu á. A sunnudaginn stofnaði hjúkr- unarfélagið “Hlíf’ til skemtisam- komu hér í leikhúsinu. Hafði það meðal annars að bjóða mönnum söng Geirs vígslubiskups, en hann hefir ekki sungið hér í háa tíð. Árangurinn var sá, að húsið varð troðfullt — komust að um 500 manns — og á anrrað hundrað varð frá að hverfa. Á sunnudagsmorguninn var and- aðist á Alountain N. Dak., Sigrún Ólafsson, kona séra K. K. Ólafs- sonar. Hún dó úr lungnabólgu eftir stutta legu, rúmlega þrítug að aldri. Hún var dóttir Ólafs Anderson, sem kaupmaður var í Minneota, og fyrri konu hans. Eru af þeim börnum tveir bræður á lífi, en einn andaðist í fyrra. Hálfsystkini Sigrúnar heitinnar eru á lifi syðra, og stjúpa, en faðir hennar dáinn fyrir nokkrum ár- um. Fólk hennar alt mesta mann- kosta fólk og frábærlega vinsælt; sjálf var hún mesta ágætiskona, og er hörmuð af öllum, er hana þektu, en þyngst verður hið sviplega frá- fall hennar eiginmanninum og þremur kornungum börnum, sem hafa svo mikils mist. Skemdir af vatnsflóðum liafa orðið töluverðar í Veston hverfi hér í borginni. Samkoma prófessors Sveinbj. Sveinbjörnssonar hér í Goodtempl- I arahúsinu 4. 1>. m., var vel sótt og gerður að skemtiskránni hinn bezti rómur. Prófessorinn spil- aði þar og söng fyrir fólkið ís- lenzka þjóðsöngva er hann hafði sett lög við flesta og þótti áheyr- endum ánægja á að hlýða. Eink- anlega hreif “Valagilsá” áheyr- endurna með sínum tröllaukna ís- lenzka þunga og fegurð. Söng- flokkurinn “Geysir” söng nokkur lög og þótti takast vel að vanda. Prófessor Sveinbjörnsson hélt samsöng á Gimli 8. þ. m. og í ráði er að hann haldi annan í Minneota á mánudaginn kemur þann 12. Seint í þessum mánuði býst Svein- björnsson við að leggja af stað frá New York til Skotlands og dvelja þar að heimili sínu í Edinburgh um hrið, en hefir hug að koma aftur siðar. Hinn 28. f. m. voru gefin sam- an að heimili Runólfs Marteins- sonar 446 Toronto stræti hér í bænum, þau Þorvarður Ólafsson og Guðrún Jónsdóttir. Séra Run- Verkfall hafa málarar gert hér í borg, og gengið alt friðsamlega þangað til á mánudaginn var, að erjur nokkrar urðu milli verkfalls- manna og utanfélagsmanna er að ólfur Marteinsson gaf þau saman., málningu störfuðu á Notre Dame Brúðguminn er ættaður frá Fossi á Síðu, en brúðurin frá Eyjar- hólmi í Mýrdal í Vestur-Skafta- fellssýslu. Daginn eftir gifting- una lagði brúðguminn af stað vestur á Kyrrahafsströncí, einn í hópi þeirra, sem ætluðu að skoða Graham eyju. Kona hans varð eftir hér í bænum fyrst um sinn. Ave. Ivögreglan varð að skerast í leikinn og sefaði deiluna fang- elsunarlaust þó. Sir Rodmond Roblin stjórnar- formaður er nýkominn heim úr skemtiferð sunnan úr rikjum. Hefir verið tvo mánuði burtu, og er sagður hinn hraustasti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.