Lögberg - 01.05.1913, Page 3
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 1. MAl 1913
9
íshafsveiðar.
I. Vér höfum lœrt af Norö-
mönnum.
Margt höfum vér lært af Nor-
mönnum; nú hvað síSast síldveiöi
á hafi úti, meö reknetum og hring-
nótum. Margt munum vér einnig
eiga eftir aS læra af' þeim, þar á
meöal hvernig vér haganlegast get-
um gert oss fossa-aflið undirgefið
og arövænlegt.
En fossamáliö er bæöi mikiö mál
og merkilegt, og er eigi óliklegt,
aö um þaö muni snúast íslenzk
pólitík, áöur en allmörg ár líða.
Væri óskandi, aö einhver af vor-
um mörgu ungu lögfræðingum
vildi kynna sér og skrifa um fossa-
löggjöf Norömanna — og þá einn-
ig um líka löggjöf annara þjóöa.
En í þessari grein skal rætt um
íshafsveiðar Norömanna; þær
þurfum vér sem fyrst aö læra af
þeim. Eru líkindi til, aö þær yröu
oss arðsamar; vér eigum styttra á
miðin en Norðmenn — þau mið,
er vér mundum sækja á. Svo er
og mátulegt að hætta íshafsveið-
unum undir Júlilok, um sama leyti
og hafsíldarveiðin byrjar við Norð-
ur- og Austurland, svo hafa má
sömu skipin við hvorartveggju
veiðarnar.
Fyrir fáum árum sótti Norðr
maður nokkur um styrk úr lands-
sjóði, til þess að byrja íshafsveið-
ar frá íslandi. Ekki varð þó neitt
af því, að hann gerði það, og var
það ver farið, því landsmenn
mundu fljótt hafa lært þær. Væri
óskandi, að einhver yrði til þess
að riða á vaðið og byrja — annað-
hvort meö tilstyrk alþingis eða af
eigin rammleik. Mundu aðrir út-
geröarmenn fljótt taka upp veiðar
þessar, er þeir sæju, að þær væru
arðsamar.
Óðar en Norðmenn byrjuðu aö
stunda síldveiðar á hafi úti, frá ís-
landi, lærðu landsmenn þær veið-
ar af þeim, og hafa síðar stundað
þær með engu minni árangri en
þeir. Mundi á svipaðan veg fara
með Ishafsveiðarnar.
II. Selveiöar.
Af þeim veiðiskap, sem stundað-
ur er í íshafinu, eru einkum lík-
indi til, aö íslendingar geta stund-
aö selveiðar og andarnefjuveiðar
með góðum árangri. Skal fyrst
s«gt frá selveiðunum.
Norðmenn hafa um langan ald-
ur rekið veiðar þessar, og eru
helztu veiðistöðvarnar norður af
Islandi, við austurströnd Græn-
lands, norðnr af Noregi, við Spitz-
bergen, og við Nova Semlja.
Um aldamótin fækkuðu Norð-
menn veiðiskipum sínum, enda
hafði hvortveggja borið að í senn:
veiðin gengið illa, og skinn og lýsi
lækkað í verði. En síðustu tíu ár-
in hafa þeir á ný fjölgað veiði-
gkipunum; hefir veiðst vel, og
s^cinn og lýsi verið i góðu verði.
Selveiðina ráku árið 1911 —
síðasta árið, sem skýrslur eru il
um — 86 skip frá Norður-Noregi.
Flest voru þau smá segiskip, 30 til
40 smálestir, og voru 8—14 mánns
á hverju. Sum skipin höfðu hjálp-
arvél, ýmist mótor eða gufuvél.
Skipin lögðu af stað í byrjun
Aprílmánaðar og voru til jafnað-
ar 4 mánuði við veiðina. Meðal-
afli á skip var 8 þúsund króna
virði fsami afli var og þrjú árin
þar á undanj.
Af þessum 86 skipum stunduðu
ekki nema 10 veiðina norður af
Islandi og við austurströnd Græn-
lands, og er þó þar sagður mestur
selurinn. En það er helzt til langt
þangað úr Noregi, til þess að smá-
skip geti stundað veiðina þar með
vel góðum hagnaða. Aftur á móti
er áhættan meiri með stór skip, en
•ágóðinn einnig stærri þegar vel
gengur.
Auk þeirra 10 skrpa, er nefnd
voru, stunduðu veiðina á sömu
slóðum 4 stór skip (gerð út af
Suður-NoregiJ, og höfðu þau, auk
áhaldanna til selveiða, áhöld til
andarnefjudráps, og stunduðu
hvoratveggju veiðina, og voru 45
manns á hverju þeirra. Þau lögðu
af stað að heiman fyr en minni
skipin — í Marzmánuði. Eins og
fyr var getið, er áhættan við út-
gerð stóru skipanna meiri. Má
til nefna veiði gufubarkskipsins
“Bjöm”:
Arið 1905 veiddi það 8000 seli og
75 andarnefjur; 1906}: 7800 seli og
80 andarnefjur; 1907: 6800 seliog
47 andarnefjur.
Veiðin árið 190*7 var talin 111
þús. kr. virði, en hreinn ágóði af
útgerðinni 60—70 þús. krónur. En
árið 1911 veiddist svo lítið á
“Bjöm”, að útgerðin bar sig ekki.
Þegar illa gengur veiðin, er á-
stæðan sjaldnast sú, að selinn
vanti, heldur annaðhvort ilt tiðar-
f?ir — stormar og illviðri — eða
þá að hafísinn er svo þéttur, að
ekki er hægt að koma bátum við;
en blöðruselurinn er svo styggur,
að ekki verður komist að honum
nema á bátum. Að vöðuselnum
má aftur á móti oft komast gang-
andi, og drepa með barefli, eink-
um kópana. Fullorðnu selina
verður oftast að skjóta á 75 til
100 metra færi. En það eru ein-
mitt þessar tvær tegundir sela,
sem mest veiðist af.
Auk sela eru veiddir ísbirnir,
refir og pólnaut (moskusnautj,
þegar til þeirra næst, og þau helzt
handsömuð og flutt heim lifandi
og seld dýragörðum. . Eggjum og
æðardún er einnig safnað.
III Blöðruselur.
Blöðruselurinn er 2x/2—3 metra
á lengd og grár eð» grábrúnn á
litinn, með-dökkum dílum á bak-
inu. Nafnið dregur hann af
blöðru sem hann hefir ofan á
höfðinu, og vanalega hangir eins
og stuttur rani’ fram yfir trýnið.
Eigi er kunnugt, til hvers blaðran
er; sé dýrið áreitt, blæs það upp
blöðruna. Kvendýrið hefir enga
blöðru, en skinnið milli nasa og
ennis er miklu þykkara en annar-
staðar, og má vera, að kvenselur-
inn hafi á fyrri jarðöldum haft
blöðruna.
Blöðruselurinn er ekki óalgeng-
ur viða við íslandsstrendur, en að-
alheimkynni hans er þó Norðurís-
hafið, og heldur hann sig enn meir
á hafi úti en vöðuselurinn. Eftir
þvi sem Friðþjófur Nansen segir
— sem grandgæfilega hefir athug-
að háttalag hans, — sækir hann
aðalfæðu sína niður á 90 til 160
metra dýpi. Hann er mjög sterk-
ur og getur stokkið úr vatninu upp
á 2—3 metra háa ísbrún, og er
mælt að ísbjörn eigi fult í fangi
með að ráða við fullorðinn blöðru-
sel.
Blöðruselurinn kæpir í byrjun
Marzmánaðar og liggur hann þá í
hópum svo þúsundum skiftir, á
hafísnum, einkum fyrir vestan Ján
Mayen. í Júnímánuift safnast
hann í ennþá stærri hópa við Græn-
land, hérumbil beint í vestur frá
ísafirði. Hann er þá i hárlosi, og
heldur sig mest uppi á ísnum,
meðan á því stendur.
Vöðuselur eða kjóra.
Heimkynni sels þessa er Norður-
íshafið, eins og blöðruselsins, og
heldur hann sig einkum úti á reg-
inhafi, en er þói t. d. við vestur-
strönd Grænlands nálægt landi
vissan hluta ársins (í Maí-Júlí og
Sept.-FebrúarJ.
Fullorðinn vöðuselur er um 1 yí 1
metra á lengd, og vegur 115 kíló.
Hann er hvitleitur á litinn, með
tvOj stóra svarta flekki, sinn á
hvorri Hlið; trýnið er einnig svart.
Kóparnir — sem fæðast í miðjum
Marz — eru snjóhvítir í fyrstu,
en síðan gráir. Þeir eru ekki sjó-
færir fyr en þeir hafa stálpast
nokkuð. Hreki illviðri þá í sjóinn,
drukna þeir.
Vöðuselurinn er nú fremur
sjaldgæfur við Island, en fyrir
40—50 árum kom hann í svo þétt-
um yöðum til landsins, að það þótti
— að minsta kosti við Eyjafjörð
— skömm að skjóta hann*J. Að
ströndum Noregs hefir hann kom-
iö við og við í stórhópum, og voru
einkum brögð að því veturinn
1901—1902. Komu þá ógrynni af
honum austan úr Hvítahafi og
fóru suður með Noregi, og eyði-
lögðu fiskiveiðar Norðmanna.
V. Andarn efjuveið ar.
Þær ráku Norðmenn af 42 skip-
um árið 1908 og voru veiðistöðv-
arnar einkum þessar;
Við Spitzbergen,
fyrir austan Jþn Mayen,
austan undir Grænlandi,
sunnan við Reykjanes,
fyrir austan Færeyjat og
við Langanes.
Af þessum 42 skipum voru 13
frá Álasundi, og skal hér skýrt frá
veiðiskap þeirra. Skipin voru
seglskip, 50—90 smálesta, og
höfðu sum þeirra hjálparvél.
Skipshöfnin 14 manns. Veiðin
byrjaði í Aprílmánuði og hætti um
Júlílok. Samtals veiddust 421
andarnefja, og fékst af þeim 346
smálestir af lýsi, og var öll veiðin
talin 166,700* Kr. virði. Sum skip-
in höfðu bræðsluáhöld innanborðs.
Árið eftir (1909) ráku veiðina 15
skip frá Álasundi. Veiddust 388
andarnefjur, og fékst af þeim 358
smálestir af lýsi og fékst fyrir það
182 þús. kr. Seldist hver lýsis-
smálest á 470 til 530 kr. Árið
1910 ráku veiöiná 13 skip, og
veiddust 349 andarnefjur, 186
þús. kr. virði. Aðalveiðistöð
þessara skipa var við Langanes, og
þaðan í áttina til Færeyja.
Andarnefjan heldur sig oftast í
flokkum, 3—12 i hverjum. Hún
hefir þann sið, sem öfugur er við
sið annara hvala, að hún syndir
æfinlega að skipum, sem hún sér
flíklega af forvitnij, og léttir það
veiðina að mun. Oft hefir þó
hjálparvélin komið þeim skipum
vel, er hana höfðu, því oft sjá
skipverjar andarnefjuflokk svo
*) Selaskyttur við Eyjafjörö
hafa enn í dag skutul með sér i
bátnum, og skutla selina skotna.
The Columbia Press,
Limitecl
Ðook. and Commeccial
Printers
Phone Garry 2156 P.O.BoxH72
WINNIPEG
Nýjustu tækij
GERA OSS MÖGU-
LEGT AÐ FKAM-
LEIÐA PRENTUN
SEM GERIR VIÐ-
SKIFTAVINl VORA
ANÆGÐA
FURNITURE
m
on pjymtltti
OVERLAND
MA*f« I AltiANOIS
m
langt burtu, að dýrin sjá ekki skip-
ið, og er þá siglt í veg fyrir þau,,
Þegar skipið er komið nógu nærri
andarnefjunum, er skutli skotið
úr fallbyssu í stærsta dýrið; fylgir
skutlinum færi, en sprengikúla
engin, eins og vant er þó við hval-
veiðar. Skotið er því ekki ban-
vænt. Andarnefjan stingur sér
óðar og hún kennir skutulsins, og
er vanalega y2 klukkustund í kafi.
en stundum lengur, jafnvel 2—3
stundir. Þrír skotbátar eru vana-
lega með hverju skipi, og er fall-
byssa í hverjum þeirra. Þegar
andarnefjan kemur upp aftur,
sendir sá bátur, sem næstur er
henni, skutul, og helzt í höfuðið.
Síðan er báturinn dreginn að henni
og hún lögð spjótum, ef hægt er,
og hjálpast þá allir bátarnir að. —
Ekki er veiði þessi með öllu hættu-
laus, því oft ber við að andarnefj-
an brýzt fast um i andarslitrunum,
eða að hún dregur bátana langar
leiðir.
Arið 1911, síðasta árið, sem
skýrslur eru til um, var meðalafli
30 andarnefjur á hvert seglskip,
en undir það 40 á þau skip, er
hjálparvél höfðu.
Þrjú norsk gufufskip (um 100
smálestaj hafa stundað andar-
nefjuveiðar síðustu árin, og veitt
frá 50—80 hvert á vertíð.
VI. Andarnefjan.
Fullorðin andarnefja er 10 til 13
metra löng og 5 til 6 metra um-
máls, þar sem hún er gildust, enda
er hún stærri en allir aðrir tann-
hvalir, að búrhvelinu einu undan-
skildu. Ungar andarnefjur eru
dökkar á bakinu, en lýsast með
aldrinum og verða ljósbrúnar eða
gular á litinn, ef þær ná háum
aldri. Spikið er oft alt að því 8
þuml. þykt a hliðunum, og munu
vanalega fást 10—14 tunnur af
því af hverju dýri; en stundurn
fæst alt að 50 tunnum, eítir þvi
sem Amund Helland segir i
“Norges Land og Folk”. Auk lýs-
isins fæst venjulega um 100 kíló af
hvalrafi ('spermacetj af hverri
andarnefju, og kölluðu fornmenn
það hvalsauka. Andarnefjulýsi var
fyr meir í minna verði en annað
hvallýsi, og var það af því, að
ekki var hægt að geyma það í
vanalegum lýsistunnum. Nú er
það í alt að helmingi meira verði,
síðustu árin 40—60 kr. hver tunna.
Andarnefjulýsi þótti eitt sinn ó-
missandi á hverjum bæ, og eru al-
þektar verkanir þess sem lyfs.
Andarnefjan heldur sig í hóp-
um, vanalega 3—10 i hverjum.
Aðalfæða hennar eru kolkrabbar.
Khöfn, í Febrúar 1913.
ólafur Friðriksson.
t —Eimreiðin.
Hvaðanœfa.
— Hesthús brann á Elgin Xve.
einn daginn með 30 tonnum af
heyi, svo og höfrum og baunum.
44 hestar voru þar og var þeim
öllum bjargað. Einn eldliðanna er
brunann slöktu, rak sig á ljósvir
og var borinn út, og liggur á
spítala, hætt kominn, að sögn.
Hann bjó að 49 Olivia St.
— Af stokkunum er nýlega
hlaupið i Skotlandi skipið “Aquit-
ania”, hið stærsta, sem smiðað
hefir verið á Bretlandi. Það er
901 fet á lengd, tekur 4,250 far-
þega og er 47.000 tons á stærð. —
Skip hefir nýlega verið smíðað í
Hamburg, er á floti hefir verið
nokkurn tima; það heitir “Inper-
ator” og er 900 fet á lengd. Það
rak upp á grynningar nálægt
Altona, en náðist út aftur bráð-
lega. LTm 2000 manns voru að
verki á því, aðallega að innviðum,
þegar gasolin brúsi sprakk í því,
og særðust 8 menn, en tveir dóu.
—Sherbrooke Vefnaðar Búð—
------F. H. PIELOU, eigrandi--
Vorvarningurinn er nú kominn, og birgð-
ir vorar eru stórmiklar. Vér bjóðum yður
að koma snemma. Vörurnar eru ágætar
og prísar sanngjarnir. Munið eftir staðnum
872 SHERBROOKE STREET
Vírgirðing
"GREAT WEST” brugðna vírgirðing er sérstaklega uppfundin
og gerð fyrir bændur vestanlands í þeim tilgangi að gefa þeim kost á
afbragðs traustu og sterku girðingarefni. Reynið sjálfir og sannfær-
ist. Kastið ekki á glæ peningum yðar, er þér hafið eignast með súr-
um sveita, út fyrir girðingar frá Mail Order verzlunum austanlands,
því að þeirra vír er stórum rýrari; og þó að verðið líti út fyrir að
vera lægra í byrjuninni, þá tapið þér á því að lokum.
Vér ábyrgjumst hvern þumlung af girðingavír vorum. Sendið
eftir verðskrá með myndum og sjáið sjálfir.
The Great West Wire Fence Co.Ltd.
76-82 Lombard Str. - WINNIPEG.
Vjelar, Dœlur,
HZatlai*
151 ontmctar Ja-áhöld
Þessi mynd sýnir
Milwðukee
steínsteypu
Vjel
Spyrjið eftir verði
THE STUART MACHINERY
COMPANY LIMITED.
764 Main St, - - Winmpcg, Man
♦
♦
-f
•f
-f
-f
-f
-f
-f
•f
THOKSTEINSON BROS. :
& co. :
Við höfum opnað fasteignasölu skrifstofu að 815-817 Somerset +
Building. Við verzlum með fasteignir allskonar og seljum ábyrgðir +
og bjóðum hér með öllum Islendingum, er selja vilja eða kaupa fast-
eign, að koma í skrifstofu vora og eiga tal við okkur. +
+ Komið eignum yðar á söluskrá hjá okkur. Við getum selt fljót- "f
-f lega, ef verð er sanngjarnt. ^
I 815-817 Somerset Building, *
* WINNIPEG,....................Manitoba *
^ TALSÍMAR—Skriftsofa: Main 2992. Heimili: Garry 738 4.
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-f***********'f
THOS, JACKSON <St SON
BYOGINGAEFNI
AÐALSKRIFSTOFA og birgðaból 370 COLONY ST
TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, NIAN.
GEYMSLUPLÁSS:
I Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63
í Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498
í Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland,
Vér seljum þessi efni í byggingar:
Múrstein, cement, malað grjót,
(allar stærð.), eldtraustan múrstein,
og eldleir, Flue Lining, möl, Hard-
wall Plaster, hár, Keene’s Cement,
hvítt og grátt kalk, hydrated kalk,
viðar og málm lath, gyps, Rubble
stone, Sand, ræsapípur, weeping
drain Tile, Wood Fibre Plastur,
Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt,
standard og double strength black.
— Þarsem heitir Salvador,
Sask., skeði hraparlegt slys á
sunnudaginn. Stúlka 11 ára hélt
á ársgömlum dreng, er piltbarn 7
ára kóm inn og tók hlaðna byssu
er stóð í horni stofunnar, og fór
Karlmenn og kvenfólk
læri hjá oss rakara-iðn á átta
vikum. Sérstök aðlaðandi
kjör nú sem stendur. Visst
hundraðsgjald borgað meðan
á lærdómi stendur. Verk-
KARLMANNA BUXUR
Hentugar á vorin. Hver sem kaupir buxur hér,
Hentugar til daglegs brúks verður ánægður með kaupin.
Hentugar til vinnu Þær eru þokkalegar og end- '
Hentugar til spari. ast vel, seldar sanngjarnlega.
VenjiB yður á að koma til
WHITE & MANAHAN
500 Main Street, - - WINNIPEG
dtibúsverzluo f Kenora
♦ ♦**♦♦♦♦* ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦■f-F ♦*♦♦>♦♦♦♦♦♦♦■♦ 1 ff*+*+J
*
t
Dominion Gypsum Co. Ltd. I
Aðal skrifstofa 407 McArthur Bldg.
Phone Main 1676 - - P. 0. Box 537
+
♦
+
♦
+
♦
|
+
f Hafa til sölu; +
♦ ,,Peerless“ Wood-fibre Plastur, „Peerless“ Hard-wall, plastur +
♦ ,,Peerless“ Stucco [Gips] „Peerless" Ivory Finish +
^ „Peerless“ Prepared Fmish, ,,Peerless“ Plaster of Paris +
West Winnipeg Realty
Company
653 Sargent Ave.
Talsimi Garry 4968
Selja lönd og lóðir í bænum og
grendinni, lönd í Manitoba og Norð-
vesturlandinu, útvega lán og elds-
ábyrgðir.
Th. J. Clemens,
G. Arnason,
B. Sigurðsson,
P. J. Thomson.
Islenzkir
sölumenn
óskast
til að selja fasteignir í
Winnipeg og öllu Vestur
Canada
hinar gróðavænlegustu, sem
á markaðinum finnast. Vér
höfum einka eignir á öllum
hinum æskilegustu stöðiun í
vestur Caflada og í Winni-
peg borg. — Rífleg um-
boðslaun borguð.
Snúið yður til
VICTOR B. ANDERSON
lslenzkur söluráðsmaður
Intemational SecuritiesCo.Ltd.
8. lofti Somerset Bldg.
WINNIPEG, - CANADA
A vorin
Hver og einn, sem þykir
gott að smakka glas af öli,
vill B o c k s.
DREWRYS
Bock Beer
bruggaður fyrir 6 mánuð-
um er nú til sölu.
Pantið snemma
því að birgðirnar
eru takmarkaðar
FORT RQUCE
THEATRE
Hreyfimynda leikhús
Beztu myndir sýndar
J. JÓNASSON, eigandi.
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjé um
leigu á húsum. Annast lán og
eldsábyrgðir o. fl.
1 ALBERTt\ BLOCK.. Portage & Carry
Phone Main 2597
að figta við hana. Skotið reið af
alt i einu og kom í höfuðið á
barninu og sumt framan* í stúlk-
una. Bæði féllu á gólfið, barnið
örent, en stúlkan rænulaus, og er
ekki ætlað líf. Pilturinn vissi ekki
að bvssan var hlaðin.
færi ókeypis, ágætis tilsögn,
17 ár í starfinu, 45 skólar.
Hver námsveinn verður ævi-
meðlimur...............
Moler Barber College
2q2 Pacific Ave. - Winnipeg
J. S. HARRIS, ráösm.
Hvar er hann?
Hver sem vita kann hvar Páll
Hinriksson er niður kominn, sem
fyrir fám árum dvaldi á Mountain
N. D., geri svo vil að láta J. A.
Blöndal vita það, að Lögbergi.
LAND til sölu eða leigu nálægt Yar-
bo, Sask., 160 ekrur, umgirt á þrjá
vegu, 40 ekrur brotnar, lóðir í eða ná-
lægt Winnipeg teknar í skiftum. Nán-
ari upplýsingar hjá eiganda undirrit-
uðum. Adressa 689 Agnes St., Win-
nipeg. S. Sigurjónsson.