Lögberg - 01.05.1913, Side 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MAÍ 1913
P
MIUONIR BREWSTERS.
e f t i r
GEORGE BARR McCUTCHEON.
“Viö getum staöist þetta, nema svo fari, aö
sumir þeirra sem mest fé eiga inni hjá okkur veröi
hræddir líka og ráöist á okkur meö fjárheimtur eins
og hinir. Eg get hæglega skiliö þaö, aö yöur hafi
oröiö órótt yfir aö heyra þessar fréttir, svona rétt
á eftir aö hinn bankinn varð gjaldþrota. En eg get
persónulega fullvissaö yður um, aö fé þaö sem þér
• eigið hér inni er fyllilega á öruggum staö. Eg kallaöi
á yöur hingaö til aö gera yður ljóst hve góöa trygg-
ingu bankinn getur boöiö. Eg vil samt segja yður
sem réttast frá, og vil þá geta þess viö yður í trún-
aði, aö ef viö þyrftum aö greiða aftur aöra upphæð
jafnháa og ávisun Austins, sem borguö var nýskeð,
þá mundum viö í bili, að minsta kosti, lenda í tölu-
veröum vandræöum.”
“Eg kom hingað til aö fullvissa yöur um þaö
ofursti, aö mér kemur ekki til hugar að taka pen-
inga mína út úr bankanum. Þér þurfið ekki aö
kvíöa nema því —”
í sama bili var huröinni lokiö upp og einn
bankaþjónninn kom inn náfölur í framan. Hann
tók til máls, þvi að hann sá ekki Brewster strax, en
er hann varö hans var, þagnaði hann alt í einu.
“Hvaö er aö, Moor?” spuröi Drew rólega. “Þ]að
gerir ekkert þó aö Brewster heyri þaö.”
“Oglethorp -heimtar útborgaöa tvö hundruö og
fimtíu þúsund dollara”, svaraöi Moore og var erfitt
uin mál.
Hann getur fengiö þaö, er ekki svo?” spuröi
ofurstinn rólega. Moore horföi ráöaleysislega á
ofurstann og bar þögnin eins ljóst með sér, hvaö
honum bar í brjósti, eins og þó aö hann heföi sagt
eitthvað.
“Þetta eru slæmar horfur, Brewster”, sagöi of-
urstinn og sneri sér hvatlega að hinum unga manni.
“Hinir bankarnir eru hræddir um aö fá samskonar
heimsóknir þá og þegar og við getum ekki búist viö
miklum' styrk frá þeim. Sumir hafa þó hjálpaö
okkur ofurlítið, en aðrir blátt áfram neitaö. Nú biö
eg yður ekki aö eins aö láta kyrra innstæöu yðar hér,
heldur og að hjálpa okkur á þessari hættulegu stundu.
Ofurstinn sýndist tuttugu árum eldri og var merkj-
anlega skjálfraddaöur. Brewster gat ekki annað en
kent í brjósti um hann.
“Hvaöa greiða get eg gert yður Drew ofursti?”
spuröi hann. “Eg ætla ekki að hefja peninga mína,
héöan úr bankanum, en eg veit ekki hvernig eg ætti
að hjálpa yður öðru vísi. Lofiö mér aö heyra þaö.”
“Þér gætuö kæri vin, gert traust manna örugt á
ný, meö því aö leggja fé inn í okkar1 banka”, sagöi
ofurstinn meö hægð, eins og hann væri hræddur viö
undirtektir þær, sem ósk hans mundi fá.
“Eigið þér viö aö eg geti bjargað bankanum meö
því, að taka fé mitt úr öðrum bönkum og leggja þaö
í hann?” spuröi Monty með hægö. Hann hugsaði
nú hraðar og kappsamlegar en hann haföi nokkurn-
tima áður gert. Gat hann átt þaö á hættu að tapa
öllu fé sinu með þeim banka? Hvað mundi Swear-
engen Jones segja, ef hann færi að taka upp á þvj.
aö leggja stórmikiö fé í stofnun eins og Manhattan
Island banka? Það mundi veröa talin hin mesta
heimska af honum, ef bankinn yröi gjaldþrota. Þaö
mundi ómögulegt verða aö færa fram varnir fyrir því,
hvorki fyrir, Jlones eöa öörum mönnum, ef hann
sólundaði fé sínu öllu þannig.
“Eg biö yður, Monty, aö hjálpa okkur”. Nú,
var drambofurstans alveg horfiö. “Þaö yröi mesta
hneysa ef við yröum aö loka bankanum, þó ekki væri
nema svo sem eina klukkustund; þann blett tækist
ekki að þvo af fyr en eftir mörg ár. Þér getið end-
urvakið traust á okkur með fáeinum pennadráttum,
og bjargaö okkur.”
Hann var faöir Barböru. Þessi drambsami
maður kom nú til hans bljúgur og biðjandi; hann
hafði lagt af sér kæruleysis og kulda-grímuna, sem
hann var vanalega meö frammi fyrir öörum mönnum.
Nú flaug Brewster aftur í hug orðasennan, sem hann
hafði átt viö Barböru, og hvað hún haföi verið ónær-
gætin við hann. Fáeinir pennadrættir með eða móti,
gátu gerbreytt æfi Barböru Drew. Bankamennirnir
stóðu báðir á öndinni. ÍJti fyrir heyrðist þrusk *af
fótataki margra manna og dimmar raddir. Aftur
var opnuð hurðin að skrifstofu ofurstans og inn kom
bankaþjónn er bað Moore aö hraöa sér fram í bank-
ann. Moore stóð óráðinn í hvað gera ætti, en starði
á Brewster. Ungi maðurinn vissi aö nú var aö þvi
komið að hann annaðhvort neitaði eöa játaöi beiðni
bankastjórans.
Alt í einu flaug honum í hug hvað skylda hans
væri aö gera. Hann mundi nú eftir að Mrs. Gray
og dóttir hennar áttu alla sína peninga í Manhattan
Island hankanum, þeirra litli auöur haföi veriö falinn
Prentiss Drew og félögum hans, og nú var hann í
hættu.
“Eg skal gera alt sem eg get ofursti”, sagöi
Moiity, “en meö einu skilyrði þó.”
“Og hvaö er þaö?”
“Barbara má ekkert um þetta vita.” Ofurstinn
rak upp á hann stór augu, en Monty gaf honum ekki
langan umhugsunartíma, en sagði: “Þér veröiö aö
lofa mér aö hún fái aldrei neitt um þetta aö vita.”
“Eg get ekki skilið hvernig á þessu stendur, en
ef þér viljið hafa það svo, þá verður við þaö að
sitja; eg lofa því.”
Eftir svo sem hálfa klukkustund streymdu nokk-
ur hundruö þúsund dollara inn i bankann og maöur-
inn sem komið hafði til að lita á hvemig horfurnar
væru, gekk nú brott eftir að hafa bjargaö bankanum.
Það voru peningar hans sem á þeim degi höföu
endurreist traust manna á Manhattan Island bank-
anum. En er bankastjórinn og meöráöamennirnir
komu til hans og buðu h'onum aö borga honum
óvenjulega háa vexti fyrir peningalánið, þá neitaöi
hann því.
Daginn eftir sendi Miss Drew út boösbréf aö
dansleik. Montgomery Brewster var ekki boðiö.
f XIV. KAPITULI.
Mrs. De Mille skemtir.
Montgomery Brewster var ekki viðstaddur á
dansleik Miss Drew. Satt var það að vísu aö hann
fékk seint og síðar meir boðsbréf meö kuldalegri af-
sökun, en hann lét ekki á sig ganga og fór hvergi.
Drew ofursta var þaö að nokkru leyti að þakka eöa
kenna, og hann hafði gert sitt til að stilla til friöar
milli Brewsters og Barböru, því aö ofurstanum var
oröiö mjög hlýtt til Monty’s eftir þá hjálp sem hann
haföi veitt honum þegar bankinn var hættast staddur.
Þegar Barbara sagði honum nokkru fyrir dansleik-
inn að Herbert Alling yrði dans-stjóri, spurði hann
undrandi og gramur: “Hví veröur Monty Brewster
þaö ekki?”
“Mr Brewster kemur ekki”, svaraði hún rólega.
“Hefir hann farið burt úr borginni?”
“Þaö veit eg ekkert um”, svaraöi hún kuldalega.
“Hvað á þetta að þýða?”
“Eg hefi ekki boðið honum, pabbi.” Miss
Drew var ekki í góðu skapi.
“Hefir honum ekki verið boðið?” spuröi ofurst-
inn undrandi. “ Þetta er hlægilegt að heyra, Barbara,
sendu honum strax boðsbréf.”
“Þetta er dansleikur, sem eg hefi efnt til, og eg
kæri mig ekki um aö hafa Brewster þar.”
Ofurstinn lét sig falla niður í stól til að^efa
reiði sína. Hann vissi aö Barbara haföi erft vilja-
þrek hans, og hafði kómist að því fyrir löngu, að
heppilegast var aö fara vel aö henni.
“Eg hélt að þú og hann væruö —”
“Já viö vorum”, greip Barbara fram i, “en þaö
er alt búiö nú.”
“Hvað er aö heyra þetta barn; eg get sagt þér,
að enginn dansleikur hefði verið haldinn í mínu húsi
ef —”, en nú mundi ofurstinn eftir hv^rju hann
haföi lofað Monty og gætti að sér í tíma. “Eg — eg
á við að það verður ekkert úr dansleiknum, ef Brew-
ster verður ekki boöiö. Meira hef eg ekki um þetta
að segja,” bætti hann viö og rauk út.
Barbara táraðist meir en lítiö eftir aö faöir
hennar var farinn; en hún vissi aö vilji hans var lög,
og nú mátti til að bjóða Monty. “Eg skal senda
honum boðsbréf”, sagöi hún við sjálfa sig, “en ef
Monty kemur eftir að hafa farið yfir það, þaö þætti
mér skrítið.”
Montgomery komst samt ekki i það skap er hann
fékk boösbréfiö, sem Barbara hafði ætlað honum.
Hann þóttist að vísu sjá á því merki þess, aö hún
væri farin að mýkjast í skapi við sig, og var farinn
að hlakka til aö þau mundu bráðum sættast heilum
sáttum. Næsta sunnudag geröi hanr* ráöstafanir til
að hitta hana, en hún tók honum mjog kuldalega.
Það var auöséð, aö henni fanst sökin eigi síður hjá
honum en sér. Bæði voru í vondu skapi, og hvorugt
vildi slaka til fyrir hinu. Brewster fanst hún hafa
sært sig og móðgað, en henni fanst hann gera sér of
dælt við sig. Hann var í þann veginn aö kveðja
hana fyrir fult og alt, en furðaði sig á því að hún
skyldi ekkert láta undan. Hann hafði ímyndað sér,
aö hann gæti ráöið friðarskilmálunum og því kom
honum það kynlega, þegar hún tók öllum tilraunum
hans til aö koma á sættum kuldalega og með hálf-
gerðri fyrirlitningu.
“Þú veist Barbara, aö mér þykir mjög vænt um
þig”, sagði hann blíðlega, “og eg þykist vita, að þér
er heldur ekki alveg sama um mig. Þessvegna finst
mér aö þú munir taka þér nærri þessa heimskulegu
misklíð ekki síöur en eg.”
“Einmitt þaö”, sagði hún og hóf augabrýmar
hæöilega. “Þú hefir býsna fjörugt ímyndunarafl,
Mr. Brewster.”
“Eg er aö eins að endurtaka þaö, sem þú sagðir
mér sjálf, hér einu sinni; aö þér þætti vænt um mig.
Þú vildir ekki lofa mér neinu þá, en það var ekki
einskisvert, fanst mér, sú velvild sem þú kvaöst bera
til mín. Mér finst að ofurlitill meiningarmunur hafi
ekki átí aö gerbreyta svo tilfinningum þinum.”
“Þegar þú ert við því búinn aö fara aö sýna mér
sæmilega kurteisi, þá kann eg að geta hlustaö á
beiðni þína,” sagöi hún og stóð upp drembilát á svip.
“Beiðni mína?” honum hugnaði þetta orð illa,
og hann misti snöggvast stjórn á tilfinningum sinum.
“Þetta er ekki síður í þína þágu en mrna. Þjú getur
ekki varpað allri ábyrgðinni af þér yfir á mig.”
“Hefi eg mælst til þess aö hið sama samband
kæmist á milli okkar sem var hér áöur? Þú tekur
mér það vænti eg ekki illa upp þó aö eg minni þig á,
aö þú komst hingað í dag algerlega af eigin hvötum
og án þess að spyrja mig um leyfi til þess.” t
“En gættu nú aö Barbara” — tók hann til máls,
er hann hafði gert sér það Ijóst að erfitt — mjög
erfitt mundi veröa að fá hana til að taka sönsum.
“Mér* þykir fyrir því, Mr. Brewster, aö veröa að
biöja þig afsökunar. Eg þarf að fara út.”
“Mér þykir fyrir því aö hafa veriö aö ónáöa
þig í dag, Miss Drew”, svaraöi hann og duldi drembni
sína. “Eg fæ kennske færi á aö finna þig seinna.”
Ilann fór burtu hryggur i huga, og á leiðinni
út rakst hann á ofurstann. Fas Monty’s bar það
aö einhverju leyti með sér, er hann heilsaöi ofurst-
anum, að Drew rendi grun í að dóttur hans og
Monty hefði sinnast eitthvaö.
“Viljið þér ekki borða með okkur miðdegisverð,
Monty?” spuröi ofurstinn til að fullvissa sig um
hvort grunur hans væri á rökum bygður.
“Nei þakka yöur fyrir, ofursti, ekki í kveld”,
og hann var rokinn burtu áöur en ofurstinn gat talað
meir viö hann.
Barbara flaut í tárum og var mjög gramt i geði,
þegar faöir hennar kom inn í herbergið, en þegar
hann fór að ámæla henni, hætti hún að gráta, en varð
því gramari.
“Eg segi þér satt, ■pabbi, að þú skilur ekki mála-
vexti”, sagði hún með áherzlu; “eg ætla aö láta þig
vita það nú, að ef Montgomery Brewster kemur aftur
hingað, þá ætla eg ekki að tala við hann.”
“Ef þú lítur þannig á, þá langar mfg ttl að segja
þér, hvaö eg hefi til míns máls. Ofurstinn stóö á
fætur og staðnæmdist- frammi fyrir henni, og nú
gleymdi hann öllu í reiði sinni, sem var svo mikil,
að hún gerði hann kaldan og rólegan i stað þess aö
hleypa honum í æsing sem snöggvast. Hann hirti
nú ekkert um hverju hann haföi lofað Brewster, en
sagði Barböru meö mestu hægö hvernig Monty hefði
bjargaö bankanum. “Nú vona eg aö þú sjáir, aö ef
hann hefði ekki verið, þessi drenglyndi piltur, þá
hefðum við nú verið öreigar. í stað þess aö bjóöa
fólki til dansleikjar, mundir þú nú líklega vera farin
að kenna músik. Montgomery Brewster skal ætíð
velkominn í mitt hús og þú skalt sjá um að þessari
ósk minni sé fullnægt. Skiluröu mig?”
“Já, út í æsar”, svaraði Barbara róleg. “Úr
því að hann er vinur þinn, þá skal eg reyna að sýna
honum kurteisi.”
Ofurstinn var ekki ánægður yfir þessari kulda-
legu rósemi, en honum sýndist þó réttast að fara ekki
lengra út í þessa sálma. Hann skildi við dóttur sína
þegjandi og auðmjúka, en glampi einkennilegui4 skein
úr augum hennar, sem ekki spáði góðu. Þessi saga
hafði meiri áhrif á hana en hún var fús á að viður-
kenna. Þaö var ekki lítilsvirði aö Brewster gat gert
annað eins og þetta, og þaö fyrir hana. Fagnaðar-
bros færðist yfir andlit hennar, og dó ekki út fyr en
hún tók að rifja upp fyrir sér hvað hann hafði ný-
skeð verið óþjáll og ófáanlegur til aö láta undan
henni. Hún fann að hún varö að leggja rækt við
skap sitt til að halda því í skefjum.
Hún var nokkru skapmjúkari fáum dögum síö-
ar er hún lagði af staö i miðdegisveizlu til De-Milles.
Þegar hún kom inn í sinum skrautlega búningi, fékk
hún ákafan hjartslátt er hún kom auga á Monty
Brewster í hinum enda salsins. En hún gætti vand'-
lega að láta ekki á því bera aö tilfinningar hennar
höfðu komist úr jafnvægi. Brewster liafði alls ekki
heldur orðið þess var. Hann fann að hann var gestur
og það geröi honum að skyldu að fela tilfinningar
sínar bak við grímu, og sitja boðið þannig ábyrgðar
og afskiftalaust. En fyrir því kom honum það nokk-
uð á óvart er honum var tilkynt það, aö hann ætti
að sitja til borös meö Miss Drew. Hann flýtti sér
d fund forstöðukonu samsætisins og tjáði henni að
þetta gæti ekki orðið.
“Eg vona að þér misskiljið mig ekki”, sagðihann
“en það er of seint fyrir mig aö hafa sæta-skifti við
borðið.”
“Eg veit, að það er ekki þægilegt, Monty. En
það er nú svona aö samkvæmistízkan er, aö skilja
trúlofað fólk að í svona samsætum”, sagði Miss Dan
hlæjandi. ÞaÖ gengi hneyksli næst ef hjón væru
íátin sitja saman.” (
Nú var kallað á fólk til aö setjast aö boröum
át ur en Monty fékk svarað nokkru, og um leiö og
Mrs. Dan leiddi hann yfir .til Barböru sagði hún:
“Finst yður það ekki vera göfuglynd húsfreyja, sem
gefur eftir álitlegasta karlmanninn í veizlunni, til
þess að hann og stúlkan sem hann fær aö sessunaut
geti skemt sér sem bezt. Eg ætla yður aö skera úr
því, hvort að slík eftirgjöf er ekki vináttumerki ?”
Þau urðu bæöi niðurlút, Monty og Barbara, og
varð orðfall í bili, en hann náöi sér fyr og svaraði
brosandi:
“Svona tilbreyting kom mér óvænt, en mín er
æran,” bætti hann viö um leið og hann rétti Bar-
böru hönd sína.
“Eg á bágt meö að skilja þetta,” sagöi Barbara
í/ augsýnilegum vandræðum.
“Munið þér ekki eftir manninum sem kvaddur
var til aö taka gömlu kærustuna sina viö hlið sér í
miðdegisveizlunni ?”
Djúp þögn fylgdi þessum orðum og Monty og
Barbara uröu enn vandræðalegri en fyr.
Þeim hafði víst hvoru um sig aldrei liöið ver,
btklur en á meðan boröhaldinu stóö. Barbara haföi
komiö í veizluna miklu skapbljúgari, en hún haföi
verið og viö þvi búin aö friðmælast, ef þess væri
kostur. Ef Monty hefði sýnt þá viðleitni sem henni
hugnaöi til að endurnýja vináttu þeirra á milli, mundi
hún hafa orðið því fegin. En hún var sxoöanaföst
og stirölynd, og gazt alls ekki aö því, hve kæruleysis-
lega hann kom fram í þetta skifti. Þaö var auðséö
á hvoru þeirra um sig, aö þau ætluðust til aö hitt
hæfi máls á sættargerðinni, en hinsvegar fanst þeim
sjálfsagt aö gæta skyldu sinnar gagnvart húsfreyju
og boösgestum. Það var svo aö sjá sem allra augu
hvíldu á þeim og að allir væru um þau aö hugsa.
Loks leit Barbara til hans og brosti. 1 langan t'ma
haföi hann ekki séö bros á vörum hennar, en honum
duldist ekki aö brosið var uppgerö.
“Mér finst aö jafngott væri fyrir okkur aö láta
“Empire” tegundir
Það hefir alla tíð verið á-
stundan vor að láta „Em-
pire“ tegundirnar af
WALL PLASTER, WOOD FIBRE,
CEMENT WALLog FINISH
vera b é z t a r allra og
a f b r a g ð allra annarra.
Og ágæti þeirra er sann-
að og sýnt án alls vafa.
Skrifið eftir áætlana bœklingi
Manitoba Gypsum Go., Ltd.
Winnipeg, Man.
fólk ekki sjá annað, en að við séum góðir vinir”,
sagði hún rólega.
“Það er nú hægra sagt en gert”, svaraði hann
þungbúinn.
“Fólkið starir á okkur og eg er alveg hissa.”
“Eg lái því það ekki.”
“Við megum vera Mrs. Dan þakklát.”
“Veit eg það.”
Barbara tautaði eitthvaö í hvert skifti, sem hún
Dr.R.L. HURST,
Member of Royal Coll. of Sargeons,
Eng., útskrifaöur af Royal College of
Physicians, London. Sérfratöingur í
brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. —
Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (í móti Eaton’sJ. Tals. M. 814.
Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenzkir lógfrægipgar.
Skrifstofa:— Room 811 McArtkur
Buildinp, Portage Avenue
Áritun: p. O. Box 1650.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
£♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦
| ÓLAFUR LÁRUSSON
♦ Og
BJÖRN PÁLSSON
YFIRDÖMSLÖGMENN
: Annaat IögfræSústörf á Islandi fyrir
Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og
nÚ8. Spyrjið Lögberg um okkur.
Reykjavik, - lceland
P. O. Box A 41
Dr. B. J. BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & WilKam
Telemione garey 380
Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 620 McDermot Ave.
Telephone garry 381
sá einhvern horfa i áttina til þeirra, en Brewster
virtist ekki gefa því neinn gaum. Loks greip hann
fram í fyrir henni þegar hún fór aö tala um veðrið.
“Þetta er óþolandi, Barbara,” sagbi hann. “Ef
einhver önnur ætti í hlut en þú, þá mundi eg láta sem
ekkert væri, en slikt kæruleysi get eg ekki sýnt þér.
Eg veit ekki hvað eg hefi brotið, en þaö hryggir mig,
ef það er eitthvað. Eg vona að þú fyrirgefir mér.”
“Þaö er ánægjulegt að heyra þig kveöa viö þenn-
an tón, þó aö eg segi ekki meira.”
“En heyrðu, eg er viss um aö þetta sundurlyndi
okkar veröur okkur hlátursefni einhverntíma. Þú
Winnipeg, Man.
Dr. O. BJORN&ON
Office: Cor, Sherbrooke & William
Telephonei garry 32»
Office-tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Hbimili: 810 Alvcrstone St
telephone, garry rea
Winnipeg, Man.
gleymir þvi alveg aö við 'eigum eftir að verða gefin
saman í hjónaband einhverntíma.”
Nú hvesti Barbara á hann augun. “Þú gleymir
því aö til þess þarf þó aö minsta kosti samþykki
mitt,” svaraöi hún.
“Eg þori aö segja að á því stendur ekki þegar
stundin kemur. * Eg stend enn upp i baráttu, en eg
er viss um aö þegar þú hefir hugsað þig vel um, þá
verður þú viö óskum mínum.”
“Já, nú skil eg þig,” svaraði Barbara og rann í
skap. “Þú ert aö hugsa um að neyða mig til að
taka þér. Þetta sem þú gerðir fyrir pabba á aö —”
Brewster horfði á hana stórum augum og hélt
aö sér hefði misheyrst. “Við hvaö áttu?” spuröi
hann.
' “Hann hefir sagt mér alla söguna af bankafarg-
aninu. En aumingja pabbi, hann hélt aö þú heföir
gert alt þetta af tómum drengskap. Honum kom
ekki til hugar hvar fiskur lá undir steini. Hann hefði
rifiö sundur ávísunina frá þér, ef hann heföi haft
nokkurn minsta grun um, að þú værir að reyna að
kaupa dóttur hans.”
“Heldur faöir þinn þaö?” spuröi Brewster.
“Nei, en eg sé nú hvernig i öllu liggur. Hann
var i vandræöum — og þú — þú varst ekki lengi að
grípa tækifærið, sem bauðst.”
“Segiö þér nú ekki meira, Miss Drew”, sagöi
Monty í skipunarrómi. Málrómurinn var breyttur,
og hún1 haföi aldrei séð fyrri slíkan svip á honum.
“Þér getiö veriö óhræddar um, að eg skal ekki ónáða
yður framar.”
Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS
selja meðöl ettir forskriptum lækna.
Hin beztu métSöl, sem hægt er a8 fá,
eru notuS eingöngu. pegar þér komiS
meS forskriptina U1 vor, megiS þér
vera viss um aS fá rétt það sem lækn-
irinn tekur til.
COI1CI1EUGH & CO.
Notre Damc Ave. og Sherbrooke St.
Phone. Garry 2690 og 2691.
Giftingaleyfisbréf seld.
Dr. W. J. MacTAVISH
Office 724J ^argent Ave.
Telephon'e ó'herbr. 940.
1 10-12 f, m.
Office tfmar < 3-6 e. m.
( 7*9 e. m.
— Heimili 467 Toronto Street _
WINNIPEG
telephone Sherbr. 432.
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNIR.
ENDERTON BUILDNG,
Portage Ave., Cor. Hargrave St
Suite 313. Tals. main 5302.
Dr« Raymond Brown,
Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og
háls-sjúkdómum.
326 Somerset Bldg.
Talsími 7282
Cor. Donald & PortageAve.
Heima kl. 10—i og 3—6,
Búðin sem alla gerir ánægða
Komið hingað
og kaupið skó
sem yðurlíkar
Quebec Shoe Store
639 Main St.
3. dyr fyrir norðan Logan Ave.
A. S. Bardal
843 SHERBROOKE ST,
uuaiii,
rtllUI uiuuu-
aöur sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina
T»ls G 2152
S. A. 8IOURP8ON Tais. Sherbr, 2786
S. A. SIGURÐSSON & CO.
BYCCIJICAtyEfiN og FI\STEICNÍ\$ALAR
Skrifstofa: Talsími M 4463
208 Carlton Blk. Winnipeg
J. J. BILDFELL
FA8TCIQ~A8ALI
fíoom 520 (Jnion Ban/r - TEL. 2685
Selur hús og lóöir og annast
alt þar aðlútandi. Peningalán
Lögbergs-sögur
fást gefins með því að
gerast kaupandi blaðsins
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Korni Toronto og Notre Dame
Phone : Heimilis
Oarry 2988 Qarry 899