Lögberg - 01.05.1913, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MAI 1913
LÖGBERG
Oii GefiO ót hvern fimtudag af Thb
8$ COLUMBIA PrBSS LlMITED
Corner William Ave. &
Sfierbrooke Street
WlNNIPRG, — MaNITOFA.
Hl> STEFÁN BJÖRNSSON,
ðft EDITOR
W J. A. BLÖNDAL,
^ BUSINESS MANAGER
UTANXSKRIFT TIL BLAÐSINS :
f§ TheColumbiaPress.Ltd.
|P P. O. Box 3172, Winnipeg, Man.
fUTANAskrift ritstjórans: 'lf)
EDITOR LÖGBERG, ('J
SP. O. Box 3172, Winnipeg. ^fl
Manitoba. /jj
|| TALSÍMI: GARRY 2156
Í| QVerð blaðsina $2.00 um árið.
1S5
GIMLIKJÖRDÆMIÐ
Eins og menn muna hefir Gimli-
kjördæmiö frá upphafi vega veriö
í höndum íslenzks fulltrúa, svo
sem öll sanngirni mælti meö, því
aö þorri kjósenda var íslenzkur,
og jafnvei enn munu íslenzkir
kjósendur í meiri hluta.
Gimli-kjördæmiö var lengi vel
eina kjördæmiö þar sem íslenzk
áhrif voru svo rík, að íslenzkur
fulltrúi þótti sjálfsagður. Þótti
óhæfu ganga næst, að annarar
þjóöar maöur væri málsvari þess
á þingi. Hvort sem liberalar eða
conservativar uröu hlutskarpari
þar viö kosningar, var þingmaður
þar islenzkur. Skiftust þeir um
embættið frændurnir Sigtryggur
Jónasson og B. L. Baldwinson.
Alt fram að þessum tíma hefir
þaö ekki þótt takandi í mál aö
bjóða löndum vorum í Gimli-kjör-
dæmi annaö þingmannsefni, en ís-
lenzkan mann.
En nú á því herrans ári 19x3,
gerist sú eftirminnilega nýjung í
stjórnmálasögu þessa fylkis og Is-
lendinga i Gimli-kjördæmi, aö
Roblinstjórnin sviftir þá alveg upp
úr þurru og undirbúningslaust ís-
lenzka þingmanninum, sem þeir
höfðu kosið sér með miklum meiri
hluta atkvæða, til þess að reyna að
koma inn á þá enskum manni, og
án þess að gefa íslenzkum con-
servativum þar nyrðra nokkurt
tækifæri að velja sér þingmanns-
efni, sem ekki hefði þótt ósann-
gjarnt, eða venju fjarri; svo mik-
ið hefir stjórn fylkisins ekki
við fylgismenn sína þar, heldur
nærri valdbýður hún þeim gæðing
sinn. Er það auðsjáanlega gert í
þeim eina tiJgangi að láta íslend-
inginn vikja fyrir enskumælanli
manninum, að svifta Islendinga
þeirri mikilsverðu virðing og ómet-
anlegu hlunnindum að eiga mái-
svara sinnar þjóðar í fylkisþing-
inu, ti! að halda þar fram áhuga-
málum íslenzkra kjósenda norður
á milli vatna; það er tvimælalaus
tilraun til — að sölsa Gimli-kjör-
«læmið nndan íslendingum.
Að vísti hefir stjórn fylkis vors
gert sig bera í því fyrri, að hún
hefði æði mikinn hug á þvi að
troða íslendinga og íslenzk áhrif
hér í landi undir fótum.
Allir vita að stjórnarformaður-
Inn hefir heitast við Mr. T. H.
Johnson og fullyrt í þinginu að
hann skyldi ekki verða kosinn
aftur i Vestur-Winnipeg. Það lof-
orð táknar það, að alt verður gert,
sem fylkisstjórnin sér sér fært, til
að svifta landa vora þeim íslenzka
fulltrúa er þeir eiga sér í Winni-
peg, og koma þar að enskumælandi
manni, því að öllum er það nokk-
urnveginn ljóst, að ef Mr. Johnson
vinnur ekki kjördæmíð þá hefði
það orðið ofurefli öðrum löndum
vorum sem til greina gætu komið.
Þetta loforð stjórnarinnar ber
það fyllilega með sér, að henni er
meir en lítið í mun að bola Is-
lendinga frá, og nú kemur ný stað-
festing á sama ódrengskapar-kapp-
ínu, er islenzki fulltrúinn í Gimli-
kjördæminu er látinn víkja, til að
koma að enskumælandi manni.
f>að leynir sér ekki harðstjórnar-
andinn gamli og lítilsvirðingin á
útlendingunum. Margsinnis hefir
Roblinstjórnin sýnt hann, en nú
bítur hún höfuðið af allri skömm.
Raunalegar væru þessar horfúr,
öllum þeim af vorri þjóð, er nokk-
urs meta sjálfa sig og sinn eigin
þjóðflokk. jafnlubbalegum brögð-
um og hann er nú beittur, ef ekki
væri annars kostur en að ganga að
kúgunarboðum stjórnarinnar.
Raunalegt væri það, ef harðstjórn-
arklíkan gæti svift landa vora hér
norður á milli vatna, þeim sjálf-
kjörniL þjóðernislegu hlunnindum,
sem þeir hafa haft síðan Gimli-
kjördæmið varð sérstakt kjördæmi,
þ. e. íslenzkum fylkisþingmanni.
En sem betur fer er kúgara
samsteypan ekki orðin svo voldug
enn, þó að hún sé á góðum vegi
með að ná því valdi. Kjósendur
gcta sem betur fer enn haft Könd í
bagga með um þingmanninn: sinn.
Hvað islenzka kjósenCfur í Gimli-
kjördæmi snertir, þætti oss líklegt,
að þeir hylli ekki ,Taylor hinn
enska orðalaust og með bljúgustu
undirgefni, ekki hvað sízt vegna
þess, að jafnálitlegur og mikilhæf-
ur maður býður sig fram úr þeirra
þjóðflokk, sem Arni Eggertsson
fasteignarsali er.
Þá væri lítið orðið úr íslenzk-
um þjóðarmetnaði, ef Iandar vorir
færu að hjálpa Roblinstjórninni til
að hnupla kjördæmfnu lrá þeim
sjálfum.
Þann óvina fagnað vildum vér
engum sönnum íslendingi ætla, en
til hins viljum vér trúa og treysta,
öllum þoranum, að styðja af alefli
íslenzka frambjóðandann og láta
ekki Gimli-kjördæmið gangá úr
höndum Islendinga.
Með þvi mælir margra ára hefð.
Með því mælir sanngirni, því að
islenzkir kjósendur eru í meiri
hluta í kjördæminu. Með því
mælir heiður, þjóðrækni okkar og
sóma-tilfinning hvers einasta !s-
lendings norður á milli vatna.
Enginn veit hvað átt hefir fyr
en mist hefir. Sleppið því ekki
fulltrúa-valdi ykkar á Gimli-kjör-
dæmi, íslendingar, því að þá
náið þið því aidrei aftur.
Stvðjið íslenzka frambjóðand-
ann landar góðir!
Styðjið Arna Eggertsson, sem
mun reynast yður nýtur, öruggur
og samvizkusamur fulltrúi!
Verið samtaka: ‘Allir eitt!’ Þá
er sigurinn vís!
Islenzki frambjóðandinn
Eins og löndum vorum er kunn-
ugt, býður herra fasteignarsali
Arni Eggertsson sig fram til þing-
mensku í Gimli-kjördæminu við
aukakosningu þá, er þar fer fram
12. þ. m.
Arni Eggertsson er i alla staði
hiðl sæmilegasta þingmannsefni
sem völ er á. Hann er maður
mjög vel gefinn, vel talaður á
mannfundum, fróður um fylkijs-
mál og stjórnmál jæssa lands, því
að hann kom hingað á ungum
aldri, og hefir gert sér rnikið far
um að kynnast sögu fylkis vors,
og alla sína daga eftir að hann
komst ,til vits og ára, haft vakandi
auga á þeim landsmálum sem ver-
ið hafa á dagskrá.
Arni er og frábærlega ötull og
kappsamur í öllum þeim málum,
er hann gefur sig við á annað
borð, og hann er reyndur að því,
að þoka ekki um hársbreidd frá
sannfæring sinni, hvort sem háir
eða lágir rísa á móti, en það er ein-
kenni þeirra manna, sem mikið
þrek hafa til að bera og eru sjálf-
stæðir í skoðunum.
Þó að Árni Eggertsson sé svo
ötull og kappsfullur sem þegar
hefir verið bent á,‘ hefir hann mik-
ið til að bera af þeim hyggindum,
sem í hag koma. Um það ber
ljósastan vott starfsmálaferill hans
hér í landi. Fyrir tiltölulega fá-
um árum var hann efnalítill mað-
ur, en sakir sinnar eigin ráðdeild-
ar og framtaksemi er hann nú
orðinn stórefnamaður, vel virtur
af öllum, sem til hans þekkja. Og
hann er öllum þorra landa sinna
hér um slóðir kunnur og miklum
fjölda enskumælandi manna.
Til marks um traust og álit
Winnipegbúa á honum er það, að
hann var kosinn í bæjarstjórn hér
í borg, og er annar íslendingur,
sem hlotnast hefir sá heiður.
Hve vel og röggsamlega Ami
Eggertsson gegndi því embætti, er
óbeinlínis mikil trygging fyrir því,
að þingmenskan mundi fara hon-
um ágætlega úr hendi.
Enga dul viljum vér draga á
það, að vér teljum kjósendum í
Gimli kjördæmi það hið mesta
happ, ef þeir kjósa Árna Eggerts-
son á þing. Vér erum vissir um
það, að hann verður manna áhuga-
samastur um að hlynna að öllum
þeirra helztu áhugamálum, og það
munar um hann, þar sem hann
beitir sér.
í annan stað er það þjóðernis-
leg skylda landa vorra að kjósa
íslenzka frambjóðandann og sleppa
ekki því kjördæmi, sem verið hef-
ir þeirra kjördæmi frá þvi fyrsta.
í þriðja lagi er ómögulegt að
ætlast til, að maður, hvað góður
sem hann væri, og hvað vel sem
hann vildi, gæti tekið jafn einlæg-
an þátt í áhugamálum íslendinga,
og skilið til fullnustu þarfir þeirra,
eins og einmitt maður af þeirra
þjóðflokki — íslendingur í húð
og hár og hverjum manni velvilj-
aðri löndum sínum, og fús til að
berjast fyrir réttirKÍum þeirra
hve nær sem væri.
Slikur maður er íslenzki fram-
bjóðandjnn, herra Árni Eggerts-
son.
íslendingar í Gimli-kjördæmi
munu því telja sér skylt að ljá
honum óskorað fylgi.
íslendingar í Gimli-kjördæmi
munu telja sér skylt að nota öll
heiðarleg meðöl og góðum drengj-
um samboðin, til að halda ísl.
fulltrúavaldinu í sínu kjördæmi.
Það munu þeir sýna í verki
þegar að kosningaborðinu kemur
12. þ. m.
Misskilningur
Á því kvað hafa brytt hjá ein-
staka landa í Gimli-kjöfdæminu,
að ekki sé hyggilegt að kjósa ís-
lenzka frambjóðandann, af því að
hann sé ahdstæðingur stjórnar-
innar. Segjast þeir vera hræddir
um, að hann mundi ekki fá komið
svo miklu til vegar um umbætur
og önnur áhugatnál, sem æskilegt
væri, og stjórnarfylgismaður
mundi verða framkvæmdasamari.
Þetta væri ekki svo óviturlega
athugað. ef Roblinstjórnin og
hennar fvlgismenn væru reyndir
að því að bera hag kjósenda mjög
fyrir brjósti, og það væri einkenni
á hverjym stjórnarþingmanni að
vera vakinn og sofinn að berjast
fyrir málum kjósenda.
En hefir sú orðið raunin á?
Svari þeir sem kunnugastir eru.
Hefir ekki ósjaldan orðið að
minna á stjórnarlqforð. sem efndir
hafa dregist á, svo vikum, mánuð-
um og árum skifti? Hefir ekki orð-
ið að mittna á loforðaefndir sem
gleymst hafa, með sendinefndum
og þvilíkum vakningum utan úr
kjördæmunum?
Víst ætti kjósendum í Gimli-
kjördæmi að vera það minnistætt,
að nokkrir mánuðir og jafnvel ár
liðu, áður en loforðið um fram-
lenging Oak Point brautarinnar
fullkomnaðist, þrátt fyrir ítrekað
heitorð af stjórnarinnar hálfu, og
hefir ekki á sama hátt seigt geng-
ið um önnur umbóta-heit fylkis-
stjórnar vorrar, sem nokkru hafa
numið?
Nú er að öllum líkindum vart
meir en eitt ár til fylkiskosninga,
og ímynda kjósendur sér að Robl-
instjórnin geri stórvægilegar um-
bótaframkvæmdir í Gimli-kjör-
dæmi á þeim tima? Eitt ár er
helzt til stuttnr tími handa henni
i þeim efnum. Við það munu
flestir kannast.
Þá kynnu og sumir kjósendur
nyrðra að segja, að varhugavert
sé að kjósa íslenzka frambjóð-
andann Árna Eggertsson vegna
þess, að B. L. Baldwinson muni,
ef það yrði gert, og hans flokks-
maður kæmist ekki að, lítið hirða
um að láta kjördæmið njóta þeirra
áhrifa, því í hag, er hann, sam-
kvæmt stöðu sinni, sé nú fær um
að veita því.
Þetta er misskilningur eigi síð-
ur en hitt atriðið, sem fyr var
minst, og alveg ástæðulausar get-
THE DOMINION BANK
Sir EDMCND B. OSI.KK, M. P., Pre» W. D. MATTHMVVS ,Vlce-Prea.
C. A. BOGEKT, General Manager.
Ilöfuðstóll borgaður-. . . . $5,000,000
Varusjóður . $6,000,000
Allar cÍKnir . $76,000,000
FJAKHAGSLKGAB FRAMFAKm
stöðugar og varanlegar nást sjaldaif neina meö aðstoð spari-
sjóSs. S4 sem hefir reikning viS sparisjóS, hefir alt af hvöt til
aS spara, 4 sina peninga 4 óhultum staS, eykur viS það meS
vöxtum og safnar rei'ðufé til siSari gróðabragða.
XOTKE DAME BKANCH: Mr. C. M. DENISON, Maiiager.
SEI.KIKK IIBAXCH: J. OKISDALE, Xlanager.
1
NORTHERN CROWN BANK
AÐALSKRIFSTOFA í WINNIPEG
Höfuostóll (löggiltur)
Höfuðstóll (greiddur)
$6,000,000
$2,746,000
FormaBur
Vara-formaöur
Jas, H. Ashdown
Hon.Ð.C. Cameron
STJÓRNENDUR:
Sir D. H. McMillan, K. C. M. G.
Capt. Wm. Robinson
H. T. Champion Frederick Nation
W, C. Leistikow Sir R. P, Roblin, K.C.M.G,
Allskonar bankastörf afgreidd.—Vérbyrjum reikninga viO einstaklinga
eOa félög og sanngjamir skilmálar veittir.—Avísanir seldar til hvaöa staöaar
sem er á slandi, — Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðs innlögum, sem hægt
er aö byrja meö einum dollar. Reutur lagöar viö á hverjum 6 mánuöum,
T. E. THORSTEINSON, Ráðsmaður.
Cor. Willim Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man.
sakir við B. L. Baldwinson.
Að svo sé má sanna með hans
eigin orðum, glænýjum úr Heims-
kringlu.
Þar stendur þetta í fyrsta rit-
stjómar-dálki 24. Apríl;
“Eg hefi reynt á liðnum árum
að gera skyldu mína bæði gagn-
vart blaðinu og Gimli-kjördæminu,
og þó eg nú yfirgefi hvorttveggju
stöðurnar, þá verð eg svo settur,
að mér verður hægt að starfa að
hagsmunum kjördæmisins fram-
vegis, svo að kjósendur mínir
þurfa einskis að missa við stöðu-
breyting mína.”
Undir þetta er ritað fult nafn
aðstoðar-fylkisritarans nýja B. L.
Baldwinsons.
Hvað þurfa menn framar vitn-
anna við í því efni?
B. L. Baldwinson hefir þarna
skuldbundið sig til að starfa að
hagsmunum kjördæmisins fram-
vegis, svo að kjósendur þurfi
einskis í að missa við stöðubreyt-
ing hans. Og hann hefir gert
þetta öldungis skilyrðislaust, hvort
sem conservativ eða liberal þing-
maður væri kosinn.
B. L. Baldwinson getur ekki
sóma síns vegna og sinnar háu
stöðu, rofið þetta loforð, og hon-
um dettur það heldur alls ekki í
hug.
Fyrir hagsn;unum Gimli-kjör-
dæmisins er því svo vel séð, sem
verða má, að vorri hyggju með
því að fela fulltrúavaldið þar
Árna Eggertssyni í hendur, sem
með sínum frábæra ötulleik
dugnáði og samvizkusemi, mun
koma öllu því til vegar, kjördæm-
inu til gagns og nytsemdar, sem
við má búast og frekast eftir
vænta, að því ógleymdu, að að-
stoðarráðgjafinn nýi, B. L. B.,
hefir hátíðlega skuldbundið sig til,
að gera alt fyrir Gimli-kjördæmið,
sem hann geti, alveg skilyrðislaust,
og þá hver sem kosinn verður.
Kosningin í Gimli
Útnefnd verða þingmanna efnin
á Gimli á mánudaginn kemur,
þeir Árni Eggertson og E. L-
Taylor, en kosningin sjálf fer
fram á miðvikudag þann 12.
Maí. Kjörstaðir eru þeir sem
nú skal greina:
Nr. 1. Township 18 og 19 range
1 west í Rondeau skólahúsi.
Nr. 2. Sá partur Ts 18, r. 2 w.
sem liggur fyrir austan Shoal Lake
og Ts 19 r. 2 west, i húsi G. Sig-
urðssonar.
Nr. 3. Sá partur Ts 18, r. 2.
west, sem liggur fyrir véstan
Shoal Lake, svo og Ts 18, r. 3, 4
og 5 west, á heimili Wm. Betts.
Nr. 4. Sá partur af Ts 19, r.
3 w. sem liggur fyrir vestan
Schoal Lake, að undanteknum 2
nyrstu röðunum af því township
og Ts 19 r. 4 og 5 w., í Franklin
skóla.
Nr. 5. Ts 21 og 2 í r. 7 w. og
Ts 21, r. 8 w., á heimili Angus
Campbell á section 21—21—7 w.
Nr. 6. Ts 19, 20, 21 og 22 i r.
6 w., að Park View skólahúsi.
Nr. 7. Ts 20 í r. 4 og 5 w. að
Cold Springs skóla.
Nr. 8. Ts 20 r. 3 w. og sá part-
ur ts 19 sem liggur fyrir austan
Shoal Lake, tvær nyrstu sectioner
af ts 19, r. 3 w. og tvær vestustu
sectioner af ts 20, r. 2 w., — í
húsi Péturs Bjamasonar.
Nr. 9. Ts 21 og 22, r. 4 og
w., í Deer Horn skóla.
Nr 10. Ts 20, r. 1 w., fjórar
austustu sectioner af ts 20, r. 2
w., ts 21, r 1, 2 og 3 w., einnig
ts. 20 og 21 r. 1 austur, — í húsi
N. Tliorne, Chatfield.
Nr. 11. Ts 22 og 23 r. 1, 2
°g 3 w., i Broad Valley skóla.
Nr. 12. Ts 24 25, r. 1, 2 og 3
w., í húsi Michael Bouchamp á
sec. 14—24—2 w.
Nr. 13. Ts 23, 24 og 25, r. 4,
5, 6. 7 og 8 w. og ts 22, r. 8 w.,
í húsi John Gowlers á sec.
2d—23—7 w.
Nr. 14. Ts 22 og 23, r. 9 og 10
w., á heimili St. Stefánssonar,
Dog Creek.
Nr. 15. Ts 24 og 25, r. 9 og
10 w., á heimili P. Kjemesteðs.
Nr. 16. Alt svæðið fyrir norðan
ts. 25 og milli fyrsta hádegisbaugs
og Manitoba vatns og austur tak-
marka r. 11 w., — í húsi D. Mc-
Donald, Fairford.
Nr. 17. Austurhelmingur ts 18,
r. 3 e., á heimili Paul Kolody á
sec. 22—18—3 e.
Nr. 18. Sá partur ts. 18, sem
ekki er áður talinn, að, heimili B.
Arasonar á sec. 21—18—4 e.
Nr. 19. Ts 19, r. 3 og 4 e., í
húsi Bergþórs Þórðarsonar, Gimli.
Nr. 20. Ts 19, r. 1 og 2 e., í
húsi Hryn Skretka, á sec.
12—19—1 e.
Nr. 21. Ts 20 og 21, r. 2 e. og
vesturhelmingur af ts 20 og 2iJ r.
3 e., í húsi Petro Baryez á sec.
14—21—2 e.
Nr. 22. Austurhelmingur af ts
20 og 21, r. 3 e. og ts 20 og 21, r.
4 e. ,í húsi Jakobs Haas á sec.
25—20—3 e.
Nr. 23. Ts 22, r. 4 e., að heim-
ili S. J. Vidal á sec. 28—22—4 e.
Nr. 24. Ts 22, r. 3 e., í húsi
J. S. Norclal í sec. 23—22—3 e.
Nr. 25. Ts 22, r. 1 og 2 e., í
húsi P. Guðmundssonar, Árborg.
Nr. 26. Ts 23 og 24, r. 1 og
2 e., að Vidir P. O.
Nr. 27. Ts 23 og 24, r. 3 og 4
e., að Farmers Institute húsi, Ice-
Iandic River.
Nr. 28. Ts 23, 24, 25, 26 og 27,
r- 5 °g 6 e. og ts 28 til 32 að öll-
um meðtöldum, r. 5 e., ts 25 til
31, að öllum meðtöldum, r. 4 e..
svo og allar eyjar í Winnipeg
vatni, fyrir austan r. 3 e., — að
heimili B. Stefánssonar á sec.
3—25—6 e.
Nr. 29. Ts 25 til 35, að öllum
meðtöldum, r. 1, 2 og 3 e., í
Hudsons Bay búð, Fisher River.
Nr. 30. Ts 17, r. 1 e., í húsi
Espe Elgberg á sec. 21—17-M e.,.
Inwood P. O.
Nr. 31. Ts 18. r. 1 e., í húsi
Anuk Jan á sec. 21—18—1 e,,
Komarno P. O.
Nr. 32. Ts. 17 og 18, r. 2 e. að
Pleasant Home P. O.
33. Vesturhelmingur af ts
17 og 18, r. 3 e., í húsi John
McDonald á sec. 19—17—3 e.
Vorvísur.
Geislar klæða lönd og lá,
lífsins æðar renna,
vorsins hæða veldi frá
vonar-glæður brenna.
Hylla myndir háleitar;
himinn, strindi, lögur,
heill og yndi alstaðar
armlög binda fögur.
Lyftur sunnu ljósi hátt
lífs er brunna auður,
tilverunnar tign og mátt,
talar unn og hauður.
Vinda flog sig hefja há
hýma vogar bláir,
vafurloga vorsins frá
vonin bogum stráir.
M. Markússon.
Fréttabréf,
Frá Siglunesi skrifar J. J. 24.
f. m.;
“Tíðin hefir verið yndislega góð
þennan mánuð, það sem af er.
Allur snjór , að kalla horfinn.
Vatnið undir ís enn, en ófært
víðast við lönd, og líklega ekki
trayst þegar út á það kemur. öll
urt/íerð um það hætt. — Engin
tíðindi héðan, nema það að í
þessum mánuði var í fyrsta sinn
þreskt korn í Siglunes bygð;
gjörðu þeir það synir Bjarna
Helgasonar. Broslega Iítil mundi
kornyrkju mönnum þykja þresk-
ingin hér; það var þreskt hjá 7
mönnum, og mun í alt bafa verið
þreskt 500 til 600 bushel, mest
flax. Eldivél söguðu þeir Bjarna-
synir um leið hjá bændum; það
er gasolin vér sem þeir hafa. —
Aðra gasolin vél hafa þeir keypt
synir Páls Kjemesteðs, og saga
með henni eldivið. beggja megin
Narrows. Þriðju gasolin vélina
hafa þeir keypt, Kjartan Methú-
salemson fGoodman) og Jón
Gunnarsson Hólm, er hún ætluð
til að vinna að plægingum, og er
sagt að þeir ætli að vinna með
henni suður í Álftavatnsbygð í
sumar. — Af þessu má sjá, að
ungu mennimir hér vilja áfram,
ef landslag og vatnsagi stæðu ekki
í vegi.
! baráttu við lögregluna
í kofa einum á sléttum Alberta
fylkis áttu heima tveir sænskir
bræður, að nafni Fonberg; þeir
eru taldir ekki með öllum mjalla,
þykjast hafa fundið silfurnámu á
landi sínu og halda vopnaöan vörð
kringum kofann. Nágrannar
kvörtuðu og voru nýlega sendir 4
lögreglumenn úr N. W. M. P., að
taka þá fasta. íbúðin reyndist þá
grafin inn í hól eða brekku, og
gangar grafnir þaðan neðan jarð-
ar til útihúsa, og til hinnar svoköll-
uðu námu. Þegar, lögreglumenn
komu í námunda, kom maður út í
kofadyrnar, mikill vexti, með byssu
í hendi, kallaði til þeirra, og kvaðst
mundu skjóta ef þeir kæmu nær.
Hopuðu þeir þá úr skotfæri; seg-
ir síðan óglögt af því sem fram
fór, nema einn hinna aðkomnu
reyndi að brenna kofann með því
að troða logandi heyi gegnum *
strompinn, en ekki tókst það.
Eftir það virðast þeir hafa skot-
izt á við Svíann og lauk með því,
að einn lögregUimanna fékk kúlu
gegnum höfuðið og féll dauður
niður, annar fékk kúlu gegnum
lærið, en hinn þriðji særðist á
hendi. Var nú sent eftir meira
Iiði, en á meðan slapp hinn sænski,
í skógarkjarr, sem er skamt frá
kofanum. Fjöldi manns er að
Ieita hans, en sú leit er sögð tor-
sótt, með því að útlaginn er vanur
veiðiferðum og útilegum i skógi,
er vel vopnaður og hin bezta
SALTER Street
JARDGÖNGIN
eru engin uppástunga um vindauga í vegg, heldur kemur
hún allri borginni að haldi. Þau jarðgöng munu samtengja
og verða eina sambandið milli nyrzta hluta og syðsta hluta
borgarinar og liggja einmitt þar sem bygðin er mest. Allar
aðrar leiðir eru byrgðar af járnbrautum, nema sú um Pem-
bina jaögöngin, allra syðst. Hann mun einnig stytta leiðina
til nýja sýningarstaðarins allra nyrzt.
GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ,
FIMTUDAGINN 1. MAÍ
FRIÐRIK SVEINSSON,
SKRAUTMÁLARI
°K Sigríður frú hans, kvöcFd af ,,Helga magra“
13. Apríl 1913.
Heiman, og heim, og heim er aftur horfið.
Hvort er þá landið? — 1 a n d i ð!—vélin—orfið?—
Svari þ ví hver af sinni eigin reynd.
Sjö börn í sjó og sjö á landi að geyma
sál hvers manns skiftir, því vill hugann dreyma
beggja til stöðva blítt í höfgri leynd.
Sjálfir vér eflaust vitum ei hvar vaðið
velgengnast er, og bvar í framtíð hlaðið
byrgið það er, sem börn vor skýlir mest.
Það samt vér vitum: þótt í krapi og renning
þreyttir vér gengum: heilsu líf og menning
ísland oss gaf og alt, sem varð oss bezt.
Því er oss Ijúft til föðurhúsa að fara:
finna þar allan minninganna skara
safnast að manni — fljúga í vort fang.
Líta þar sveit með æskuvorsins augum —
alt, sem er geymt í hennar tæru laugum —
Jafnvel að ganga gamlan „Sveitalang“. — —
Velfarnar heim til landsins eilíf-unga —
ykkur, sem kær er saga þess og tunga.
Berið þið öllu ástarheillaboð.
Kveðjið samt bezt, vorn Eyjafjörðinn fagra.
Flytjið þið honum árnan Helga magra:—
vestra sem eystra eftirlætisgoð.
Þegar þið Islands sjáið sólarnætur,
sönn verður gleðin — varmt um hjartarætur—
ykkur, sem saman takið höndum tveim: —
listina þá, sem landið fagurt málar —
ljóðelsku þá, *em skilur hljómdýpt sálar.
— Njótið þið yndis heim, og heima, og heim !
Þ.Þ.Þ.
5