Lögberg - 15.05.1913, Blaðsíða 1
Þegar nota þarf
LUMBER
Þá REYNIÐ
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
WINNIPEG, MAN.
Furu Hurdir, Furu Finish
Vérhöfum birgðimar
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
WINNIPEG, MAN.
26. ARGANGUR
Róstur jkvenna.
Þær sem sækja eftir atkvæöis-
rétti á Bretlandi meö hryðjuverk-
um og frekju, hafa látiö mikiö á
sér bera upp á síökastið. Einn
daginn fanst sprengivél í einu
gistihúsi borgarinnar, þarsem
fjöldi fólks var gestkomandi; ut-
an um sprengivélina var vafiö
skjali, og stóö þar á: “Atkvæöi
fyrir konur!” íStúlka var hand-
tekin fyrir þaö ódæöi. Einn morg-
un kviknaöi eldur í einni kirkju í
London; prestur var í kirkju
snemnia og sá þrjár persónur ut-
ar í kirkjunni, hugöi þær vera þar
komnar til aö gera bænir sínar,
með því aö kirkjan stendur ævin-
lega opin, þeiin sem viljast biöj-
ast fyrir. Prestur gekk sína leið,
en lítilli stundu síöar stðó kirkjan
i báli. Kvenréttinda konum er
kent um þaö hryöjuverk. Margar
aörar sögur eru sagðar af ótrú-
legum frekju og grimdarverkum
þeirra. Þegar þær eru teknar
fastar eöa færöar fyrir dómara,
þá láta þær einsog götudrengir aö
sögn, tala viö dómarann einsog
þær væru heima hjá sér og hlægja
aö þvi, þegar þær eru kærðar um
sakir, er varöa margra ára fang-
elsi, ef karlmenn ættu í hlut.
Forsprakkar þeirra sumir eru
flúnir úr landi, eftir að lögreglan
tók aðalaðsetur þeirra og lagöi
löghald á; þaö hefir sannast, að
kvenfólkið, sem kveikir í húsum
og sprengir byggingar og mann-
virki í loft upp, gera þaö ekki í
bræöi eða af ofsa, heldur fyrir
kaup, en sjóö sinn hefir kvenfólk-
iö haft inn meö samskotum, er
sum hafa gefin verið af fúsum
vilja, en spm ekki. Mikill óhug-
ur stendur Bretimi af ráölagi
þessara kvenna. .
Þegar Scott fanst.
Kientenant Gran var einn þeirra
er leituðu að Capt. Scott og sagði
hann svo frá, er hann fór um
Canada í vikunni sem leiö, aö
Scott hafi dáiö síðastur þeirra fé-
laga. Hann lá sjálfur upp í loft
og hvílupoki hans viö hliðina á
honiun, en félagar hans voru í
sínum hvílupokum og mjög vel
frá þeim gengiö, og gat enginn
annar en Scott hafa gert það.
Þeir voru bjargarlausir og eldi-
viöar lausir, og munu hafa farizt
af kulda, — beinlinis frosiö i hel.
Vistabirgi var aöeins 9 mílur á
brott, en það er sögö rösk dagleiö
á þeim slóðum, og hafa þeir ekki
haft orku til aö ná þangað. “Vér
tókum þá félaga og lögðum þá
hvern við hliðina á öörum, tókum
ofan tjaldið og breiddum yfir þá,
hlóðum þar á ofan stóra vöröu af
klaka, 15 feta háa, tókum skíöi og
negldum í kross og stungum ofan
í vörðuna, og bjuggum um þá
með reglulegum greftrunar for-
mála.” Og þannig var þeim varöi
reistur á ísmörkinni.
Dauður konungsbani.
Aleko Schinas, sá er myrti
Georg Grikkja konung, fyrir fór
sé!r einn daginn, meö þvi aö kasta
sér út um glugga á fangelsi sínu
í Saloniki. Hann sat um konung-
inn og skaut hann í bakið er hann
var á gangi á götum Saloniki
borgar. Hann sagöi ástæöuna
veriö hafa þá, aö fyrir þrem árum
kom hann til hallar konungs að
biðja um hjálp, en var vísað á bug
af hallarþjónum. Schinas var aö
fram kominn af brjóstveiki.
1 friðar erindum.
Meö göfugu föruneyti er til
þessarar álfu kominn jarlinn af
Waerdale, brezkur maður tiginn,
í þeim erindum, aö undirbúa stór-
hátíö aö ári til minningar um þaö,
aö þá veröa hundrað ár liöin frá
því friður var saminn með Eng-
lendingum og Bandamönnum, en
tve&gja ara ófriði þeirra lauk meö
friöarsamningi í Ghent þann 24.
1814. Sendinefnd þessi hin brezka
hefir haft góöar viðtökur, og hef-
ir gamli Carnegie, sem er óþreyt-
andi friðar postuli, einkum stutt
aö þvi. Theodore Roosevelt hef:r
og haft þá i boöi sínu og kveöiö
skörulega á um aö meö smningum
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 15. MAÍ 1913
NÚMER 20
milli Breta og Bandamanna skuli
öllum ágreiningsefnum i framtíð-
inni ráöið til lykta. Australia og
Canada hefir sina fulltrúa i þess-
ari sendinefnd.
Allrar veraldar veg
er genginn víökunnur landi vor
Steingrímur Stefánsson. Hann
andaðist 4. Maí síöastliöinn, eftir
langa legu, í Washington D. C.,
þarsem hann hafði dvalið í ein 14
ár, sem einn af bókavörðum viö
bókhlöðu þingsins. Steingrímur
var fæddur 12. Júní 1860, á Álfta-
nesi, varð stúdent árið 1881 og
stundaði reiknings nám við Hafn-
ar háskóla í nokkur ár, en til
Chicago borgar mun hann hafa
komið fyrir rúmum tuttugu árum;
gerðist þar aðstoðar maöur viö
Newberry bókasafn, og fekk svo
rnikiö orö á sig fyrir fróðleik og
þekkingu á hinumi óskyldustu
fræðigreinum, að hann var færöur
til Washington, þarsem löggjafar
landsins gætu fært sér fróöleik
lians bezt í nyt. Þar giftist hann
fyrir hér um bil átta árum ekkju
frá New York, Mrs. Annie Fooley
ffædd Miss O'ReillyJ, og andað-
ist hún í fyrra vetur, í December
mánuöi. Steingrimur er sagður
veriö hafa meö skörpustu mönnum,
afar víðlesinn, minnugur, hvass
til skilnings, oröfær manna bezt í
kappræðunx og jafnvígur á flestan
lærdóm. Hann lét rninna til sín
taka, utan síns verkahrings, en
vænta mátti, svo vel gefinn maður,
en til þess bar einkum, að hann
hafði engan metnað til að bera og
lét sig engu skifta álit almennings,
heldur lifði einsog honum líkaði
sjálfum bezt, hvaö sem aðrir hugs-
uðu eða sögöu um þaö. Hann átti
fáa kunningja, en þeim var hann
hollur og tryggur og þeir honum.
Hann var i miklu áliti meðal sam-
verka manna sinna fyrir sínar
óvenju miklu gáfur og fróðleik.
Kosningin.
í Gimli kjördæmi er um garö geng-
in og fór á þá leið, sem þeir spáöu,
er kunnugastir voru aöferö Roblin
stjórnarinnar í kosningnm. Herra
Árni Eggertsso náði ekki kosningu
aö vísu, en hann og hans menn
lögðu sig rösklega fram meö öll-
um löglegum ráöum og heföu vafa-
laust unniö glæsilegan sigur, ef
ekki hefði verið beitt fantalegum
hörkubrögöum á móti. Um þaö
ber öllum saman, aö aldrei hafi
kosningabrellum Roblin stjórnar-
innar veriö beitt með meiri ó-
skamfeilni heldur en i þetta sinn.
Hún kom sér líka vel við, hafði í
engin önnur horn aö líta og gat þvi
óskift gengiö meö öllu afli að
verki. Peningar og whisky voru
aðalvopnin, svo og loforö um alls-
konar hagræöi bæöi sveitum og
einstökum mönnum til handa og
ennfremur heitingar sérstaklega
um það, aö ekkert yröi gert í
kjördæminu, ef mótstöðumaður
stjórnarinnar yrði kosinn. Hversu
harövítugt var aö verki gengið af
stjórnarinnar mönnum, sýnir sig
bezt á þvi, að eitt kjörsvæði lítið
létu þeir afskifta laust, og þar fekk
Mr. Eggertson 18 atkvæöi fram
yfir mótstööumann sinn, en víðast
hvar annars staðar var vopnunxim
beitt svo ósleitiléga, aö þingmaö-
ur conservativa hefir um 70O at-
kvæöi fram vfir.
Þaö kann að vera afsakanlegt,
aö kjósendur bugast fyrir fögrum
loforöum og hörðum hótunum, en
þeir sem stóöu stööugir og létu
ekki þokast hafa gert sjálfum séV
sóma og landi sinu mest gagn.
Þeir hafa sýnt drenglund og
manndónx, og gefiö gott eftirdæmi
sem nýtir borgarar.
Úr bœnum
Herra Kristján Bessason, fyrr-
unx í Nýja íslandi biöur þess getiö
að heimilisfang sitt sé, Canadian
Fish & Cold Storage Co., Prince
Rupert B. C.
Heim til íslands í skemtiferö
fóru á miðvikudaginn Sofonias
Thorkelsson sögunarmaötir héöan
úr bænum og Sveinn Thompson
aktýgjasmiöur úr Selkirk.
Á mánudags morguninn lögöu
héöan upp þeir bræöur Jónas lækn-
ir Kristjánsson og Guömundur
Christie, svo og Mrs. Christie.
Þau ætluöu beint til Björgvin i
Noregi og ná þar i skip til Norð-
urlands. Mr. og Mrs. Christie
koma aftur seinni part sumars.
Miss Margrét J. Bardal lagöi af
staö heim til íslands í gærmorgnn
og ætlar til foreldra sinna, Karls
Sigurjónssonar Bardals og konu
hans senv-búa að Bjargi i Miöfirði.
Margrét kom vestur fyrir tveim
árum nxeð H. S. Bardal fööurbróö-
ur sinum. Henni var haldið sam-
sæti áður en hún fór á þriðju-
dagskveldiö aö heimili Mrs. A.
Hinrikssonar. Komu þar saman
kunningjar hennar og skyldfólk
aö kveöja hana'og var henni gefið
aö skilnaöi hálsmen og nisti, hvort-
tveggja góöir gripir.
Á föstudagskveldiö var kornu
hingaö til borgar 17 islenzkir inn-
flytjendur. Úr Reykjavík voru :
Ásdís Arason (móöir Sigtryggs
Arasonar stilsetjara LögbergsJ, og
Hólmfríöur dóttir hennar. Mark-
ús og Sigríður, börn Einars Mark-
ússonar (ráösmanns holdsveikra
spitalansj, Daniel G. Thorsteins-
son, Hjálmar Sumarliöason, Sig-
urbjörg Pálsson (móöir Jónasar
Pálssonar söngkennara og þeirra
bræöra), Ögmundur Sigurðsson,
klæöskeri, Jörundur Jóns'son, Jón
Eyjólfsson, Guöbjörg Jónsson,
Bjarni Torfason og kona hans og
Þorsteinn Jónsson. — Úr Hafnar-
firöi: Sigurður Vigfússon. Úr
Borgarfiröi: Friðfinnur Jónsson og
Steinunn Jónsdóttir.
Byggingarleyfi Wpg borgar eru
nú komin yfir y/2 miljón dollara.
— Nokkru minna en urn sarna leyti
í fyrra.
Mr. og Mrs. S. B. Brynjólfsson
fóru nýskeö suður til Bandaríkja
og dvelja þar um tíma.
Ásmundur Jóhannsson con-
tractor lagöi af staö hefm til Is-
lands i skemtiftrð í gærmorgun
ásamt konu sinni og þrem sonum.
Hann bjóst viö aö dvelja aö minsta
kosti sunxarlangt austanhafs.
Einhver frétta slæöingur hefir
borist hingaö vestur um þaö að
Hekla sé aö gjósa og jarðskjálfta
hafi oröiö vart á Suöurlandi. Lik-
lega ekki mikil brögö aö því úr því
blöðin hafa ekki fengiö símskeyti
um það vestur.
Maður sem er alvanur verzlun
og hefir veitt verzlun forstööu í
fjögur ár, óskar aö fá atvinnu ef
um semur kaup. — Lögberg vísar
á.
Herra J. J. Vopni féhirðir
kirkjufélagsins biður þess getiö, að
í fjarveru sinni í sumar annist
varaféhiröirinn, herra Friöjón
Friðriksson fjármál kirkjufélags-
ins, og biöur menn í þeim efnum
aö snúa sér til hans. Heiuiili Mr.
Friðrikssonar er aö 602 Alver-
stone stræti hér í bænum.
Þjóðhátíð halda Norðmenn á
föstudaginn þann 16. Maí í ár, er
fer fram á Manitoba Hall. Þar
verður margt til skemtunar; meöal
annars syngur þar sóló herra H.
S. Helgason éSigurð Jorsalafar
eftir GriegJ. Borgarstjórinn
Deacon situr veizlu þessa og flyt-
ur þar ræöu og fleiri góöir ræðu-
menn veröa þar. Aðal ræöuna á
að halda E. Smith—Petersen, lög-
maður frá Park River N. D. —
Aögöngumiöar fást viö innganginn
og kosta 1 dollar fyrir karlmenn
og 50 cent fyrir kvenfólk.
Hvaðanœfa.
— Bandarikja stjórn hefir viö-
urkent Kína sem lýðveldi. Jafn-
framt hefir Dr. San Yat Sen sent
út áskoranir til ýmsra landa, að
lána ekki JCínastjórn peninga, meö'
þvi aö þeir muni veröa brúkaðir
til aö kúga þjóðina. Þing þeirra
Kinverjanna hefir meö miklum
atkvæöamun samþykt árnæli á
hendur Yuan forseta fyrir tilraun
lians til að fá lán lijá stórveldun-
um, nxeö skilyröum er Kínverjum
sé óvirðing aö.
— Þrjú herskip gríðarstór er
nýbyrjaö að snxíöa í Japan, hina
ógurlegustu bryndreka, er þar
lxafa sést. Svo er aö sjá, sem aör-
ar þjóöir vita ekki meö vissu,
hvernig vígvélum er háttaö í þess-
um nýju skipum.
+
♦
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
♦
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
*
+
+
+
♦
+
+
+
+
+
+
+
+
+
Guðrún Indriðadóttir.
Kveðja frá Helga magra.
Hver sannsögull leikur er líf okkar sjálft,
sem lætur oss skilja þaö betur.
sem. yndis- og sorgdjúpið heilt jafnt sem hálft
viö hug vorn í nátengsli setur.
Sem sýnir oss drauminn, er dagurinn sá,
og drauminn, sem koldimma framtiöin á.
Hver leikari sannur, er lærisveinn trúr,
sem listina meistarans krýnir.
Sem leysir hvert hugtakiö lesrúnum úr
og lifandi bókstaf hvern sýnir.
Sem blossandi löngun og þungdjúpa þrá
í þjóöanna fylgsnum oss kennir aö sjá.
Og Guörún þar áttu þér öndvegi glæst
á íslenzkum vorgróöurs lönduni.
Nú er ekki svefnhöllin lengur sxi læst,
sem listina geymi í böndum.
Og snildin fær sigur en heimskan flýr hljóö
frá hækkandi gróð'ri og vakandi þjóö.
Og kornan þín var okkur Vestmönnum kær,
sem velkjumst meö álfum og tröllum.
Hvert svipbrigði þitt var sem sveröglampi skær
og sólskin um vordag á f jöllum.---
Hver leikur hér þyrfti aö laga oss með písl
og láta oss brenna og frjósa á víxl.
Nú flyturðu á vori meö fuglunum þeim,
sém fjallanna í blámóðu leita.
Og þökk vor þér fylgir hin hlýjasta heim
um haíið til ættjaröarsveita.
Þar á hún bezt heirna vor íslenzka list.
Þar öölast hún gildi sitt sí'ðast og fyrst. .
Þ. Þ. Þ.
t
t
t
X
+
t
t
t
f
+
♦
I
t
+
+
+
I
+
+
t
t
t
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
t
t
+
I
+
+
+
+
+
1
+
i
+
t
t
t
— Sir Wilfrid Laurier hélt fund
i Toronto 5. Maí, mjög fjölsóttan,
um stefnu liberala í herflota mál-
inu, og sýndi fram á, aö stjórnin
hefði framið ósvinnu, aö skjóta
ekki því máli til úrskurðar þjóð-
arinnar. Hann fordæmdi einnig
kröftuglega þaö örþrifaráð con-
servativa, aö breyta þingsköpum
sér í hag, meöan á deilunni stóö.
— Brezka stjórnin hefir viöur-
kent stjórn Huerta í Mexico, og
hefir Georg Bretakonungur sent
forseta þessum bréf, ritaö meö
sinni eigin hendi. Huerta er sagð-
ur illa staddur, félaus með öllu, en
uppreisn magnast í landinu á hend-
ur honum.
-— Ennþá horfir til sundurþykk-
is meö Bandamönnum og Japön-
uni xxt af löggjöf Californiu hin-
um síöari viðvíkjandi. Fyrir at-
beina utanrikis ráðherrans Brvans,
var ákvæöi laganna um þá Japana,
er eignast vildu lönd i California
breytt á þann veg, er Japansstjórn
lét sér lynda, en jafnframt var
lagður 10O dala skattur á fiski-
veiðalevfi japanskra manna fyrir
Californiu ströndum; fyrir það
leyfi borga aörir útlendingar 10
dali en Bandamenn sjálfir aðeins
$2.50. Japanar eru uppvægir yfir
þessu. Lausafréttir segja japönsk
skip vera á sveimi við mælingar
meðfram ströndum Alaska.
—- Þar sem heitir Auburn í
New York ríki, lögöu verkamenn
i vei'ksmiöjum International Har-
vester félagsins niöur vinnu sina.
Þangaö varö aö senda herliö til
aö skakka leikinn. Kvenfólk var
fult svo harövítugt í þeim óróa,
er þar gerðist, einsog karlmenn.
Grjót var þar haft að vopnum og
hvað annað sem hönd festi á.
— Fjörutíu og fimm mílur aust^-
ur af Prince Rupert hafa fundizt
allmiklar saltnámur, skamt þaöan
sem Grand Trunk brautin liggur.
Kuwitiza heitir staðurinn þarsem
þetta steinsalt hefir fundizt og er
þaö hin fyrsta saltnáma er menn
hafa orðið varir viö i hinu málm-
auðga British Columbia.
— Fullgera skal í sumar biaut
C. N. R. félagsins milli Toronto
og Edmonton. Sá partur sem eftir
er, liggur milli Port Arthur og
Subbury og þar eru nú mörg þús-
und manns aö verki. Til hafsins
þykjast þeir ætla aö komast meö
brautina i árslokin. Meö vorinu á
aö kaupa stór eimskip, og ætlar
þetta járnbrautarfélag aö láta þau
ganga milli Varicouver og Asiu og
Astraliu, en sum um Panama skurö
til Evrópu.
— Um næstu mánaða mót verð-
ur fullgert hús þaö er ætlað er fyr-
ir sölutorg þeirra matvæla, sem
bændur selja borgarbúum, svo sem
ket, kálmeti o. s. fr, Þessi nýi
“stóri markaöur” er á Main St.,
sunnan viö Iðnaöar sýninguna.
—a Sex ára gamalt stiilkubarn
var drepið í Calgary, skorið á
háls af verkamanni, er nefnist
Josep Dionne. Faðir bamsins
leitaði þess í kofa mannsins, sem
var í nágrenni viö hann, og meöan
hann var aö brjótast inn um
gluggann, stökk Dionne út um
dymar. Faðir barnsins náði hon-
um og misþyrmdi honum og hefði
gengið af honum dauöum, ef lög-
reglan hefði ekki tekið hann af
honum. Illvirkinn er sagður frá
Montreal.
Frá íslandi.
Fréttabréf frá Vestmanneyjum.
Vertiðin hefir veriö heldur stirö
hér, það sem af er. Reyndar heíir
oftast nær fiskast, þegar gefið
liefir á sjó, en veðuráttan hefir
veriö svo afleit þessa þrjá mánuði,
J sem liðnir em af árinu, aö það
þykir einsdæmi. Nú um síðustu
mánaöamót fór tíöin loksins að
skána, og hefir fiskast all-vel síö-
an.
Á þessari vertíð hafa gengiö
héöan úr Eyjunum um 60 vélarbát-
ar. Mun óhætt aö telja verömæti
þaö sem liggur í bátum þessum
nálægt 3—400 þúsund krónur.
1 Kringum 400 mann mun sækja
sjóinn héöan. Alls eru taldir hér
um 1600 íbúar, þeir sem eiga heima
hér árlangt; en á vertíðinni munu
vera hér rúmlega 2000 manns. Eru
því mestu vandræöi um húspláss
hér á vertiðinni, og þó hafa verið
reist 30 til 40 hús hvort af þessum
síöustu tveim árum.
Yfirleitt má sjá ýms og marg-
visleg framfaramerki hér á Eyj-
unum. Nýlega hafa t. d. verið
settar á stofn tvær smiðjur, sem
leyst geta af liendi allar viðgerðir
á vélum o. s. frv., og eru það hin
mestu þarfafyrirtæki; áöur var það
svo, aö engar stærri skemdir á vél-
uyi var hægt að laga hér, og urðu
því vélarbátar þeir, sem fyrir slík-
um skejndum urðu, aö hætta, og
mistu stundum þannig af heilum
og hálfum vertíöum, og má geta
nærri hvert tjón bátaeigendunum
það var.
Af öörum framförum liér má
helzt telja fiskimjöls-verksmiðju
þá, sem félagið J. P. Brillouin &
Co. er aö setja hér á stofn. Mun
bráðlega verða byrjað á aö reisa
húsiö, en sagt er að ekki sé von á
vélunum fyr en um næstu mánaö-
armót, eöa ef til vill seinna. Mun
verksmiðjan því tæplega geta tekið '
til starfa nokkuö fyr en á næstu
vertíö. Er ætlast til aö hún vinni
fiskimjöl og áburö úr öllum þeim
fiskiúrgangi, sem hingaö til hefir
ekki veriö notaöur, svo sem haus-
um, hn-ggjum og slógi. Er félagiö
þegar byrjað aö hiröa þetta, og er
þaö mönnum hér "mikill hægðar-
auki og sparar þeim talsverð út-
gjöld, þar sem öllum bátaeigendum
var áöur gert þaö aö skyldu, ,aö
flytja úrganginn á sjó út, til þess
aö koma i veg fyrir þá óhollustu er
stafaöi af því, aö slógiö lægi á göt-
unni og rotnaöi.
Annars ber lítið hér til tíöinda,
sem í frásögur sé færandi. Þó varð
ein nýlunda hér fyrir nokkrum
dögum, sem mikiö hefir veriö
talaö um, og sem ekki er algeng
hér, sem betur fer: Læknirinn á
frakkneska spítalaskipinu “France”
var kæröur fyrir mjög svo ógeðs-
legt tiltæki viö 13—14 ára gamalt
stúlkubarn, og var þaö mjög al-
menn ósk, aö hann væri látinn sæta
réttmætri hegningu fyrir. Fram-
koma sýslumanns í þessu máli var
hin röggsamlegasta. En þar eö aö-
standendur stúlkunnar tóku kær-
una aftur, var máliö látið falla
niður, meö þvi aö brotið var taliö
heyra undir 175 gr. hegningarlag
anna, enda þrætti sakborningur
fyrir brotiö. Líklegt þykir þó, aö
læknir þessi veröi látinn fara af
skipinu, hvað sem öðru liður.
Reykjavík 8. Apríl.
Ungmannafélag Reykjavíkur
sýndi glímu i Iönaðarmannahúsinu
föstudagskveldiö i fyrri viku.
Glímumenn voru 24, og glímdu
undir leiösögu Guömundar Sigur-
jónssonar, íþróttakennara. Kaus
hann menn til aö eigast viö og
fórst þaö vel. Ein bændaglíma var
glímd og voru þeir bændum Guöm.
Kr. Guömundsson og Bjarni
Pjarnason frá Auösholti. Lauk
þeirri glimu svo, aö Bjarni fékk
sigur og var þá einn hans manna
ófallinn. Glímumenn glímdu vel
og lipurlega og sáust hvorki bolast
né níða. — Því miöur meiddust
tveir menn í glímum þessum, er
bót er það. aö félagið á nokkurn
slysastyrk. — Meöan glímt var,
skemti hljóöfæraflokkur Bern-
burgs.
Reykjavik 15. Apríl.
Klofnað “firxna” ('RefhvörfJ. í
vikunni sem leið auglýstu þeir
Reinh. Anderson og Jón Laxdal
nýja fatasöluverzlun i búö Ander-
sons á “Hótel ísland”. 1 vikulok-
in brast “firmað”, og fluttist Jón
Laxdal með alt sitt um þvera götu
og setti upp í búð Nec. Bjarnasens.
Þykist nú hvortveggja hafá betra
en áöur.
—Tngólfur.
Reykjavík 2O. Apríl.
Húsfrú Elisabet Siguröardóttir
Árnasonar í Höfnum og Sigurlaug-
ar Jónsdóttur, dó fyrir viku á
Skagaströnd 76 ára aö aldri, fædd
x júní 1836.
Þliin var tvígift. Fyrri maöur
hennar var Knudsen verzlunar-
stjóri á Hólanesi og síöar umboös-
maður. Lifa 3 svnir þeirra, Jens
og Tómas i Ameríku, og séra
Lúövik Knudsen á Bergstöðum hér
á landi. Seinni maður hennar var
Gunnlaugur Gunnlaugsson og lifir
sonur þeirra Ragnar i Ameríku.
Húsfrú Elisabet var mjög vel
gáfuö kona, og dugleg meö af-
brigöum.
Aöfaranótt þess 17. Apríl brann,
á Blönduósi Möllers íbúöarhús til
kaldra kola. Mjög litlu varö
bjargaö.
Eldsins varð vart kl. 2 um nótt-
ina. Hann haföi komifi upp , í
kjallaranum, en þar er aldrei fariö
með eld.
Snemma í víkunni var bátur úr
Ólafsfirði á selveiði í Eyjafjaröar-
mynni og voru þrír menn á. Þeir
hittu fyrir höfrung og gátu veitt
hann, en er þeir vildu innbyrða
hann hvolfdi bátnum, komust tveir
mennirnir á kjöl, en einn druknaöi.
Nokkru eftir slysið kom bátur
og bjargaöi þeim tveim, er á kili
voru.
—Vísir.
Óánœgður með Graham
eyju.
Eftir.fylgjandi bréf hefir oss
veriö leyft aö birta, og meö því aö
mörgum mun vera íörvitni á aö
heyra frásögn sjónarvotts af
Gosenlandinu á Graham Island,
þá þykir vel við eiga að láta bréf
þetta koma fyrir almennings
sjónir. R.
“Mr. Chr. Ólafsson.
Kæri vin!
Eg lofaði aö senda þér línu, en
ætlaði ekki aö gera það fyr en
seinna, en af því að eg frétti í
gær aö Mr. Breiðfjörð ætlaði að
koma í næsta mánuði meö 50 Is-
lendinga, þá datt mér i hug að
senda þér þessar línur. Af þeim
19 íslendingum sem fóru frá
Winnipeg 29. f. m., hefir enginn
skoöað landið á þessari nýju eyju
eins mikiö og eg. Þaö sem eg
hef aö segja er þetta: Meðfram
viröi aö hreinsa ekruna; þaö álxtur
stjórnin sjálf faö sagt erj og. aö
mínu áliti er þaö mjög sanngjörn
áætlun. Jarðvegur er mjög frjó-
samur. Skógarbeltið mun vera 2
til 4 mílur á breidd, þá tekur viö
opiö land, sem er alt, á því svæöi
sem eg hefi séö, kviksyndi
fmuskegj. Blettir finnast þar upp
þurkanlegir, en meiri parturinn af
því sem eg hefi séö er óræktan-
legt; eg hefi ekki komist niður úr
mosanum á 6 fetum, en náttúrlega
er hann víöa mikið þynnri; eg hef
enn ekki séö hér þaö land, sem eg
vil eyða rétti mínum á. Þaö geta
náttiirlega víöa veriö góö lönd á
Graham Island, þó eg hafi enn
ekki séö þau; þaö kostar mjög
mikla peninga aö skoða vel landið,
því vegir eru engir, en flest dýrt
sem feröamaöxtrinn þarf aö kaupa.
Til dæmis er það aö máltíöin er
50 cent. Eg er búinn aö vera á
eyjunni 18 daga; af þeim hafa
2 verið þurrir, þó rigndi báðar
næturnar; meiri og minni rigning
hina sextán, oft hvítt i lofti og því
kalsi, sífeldur störmur meö úr-
fellinu, fjórar nætur frost, en lítiö.
Enga sort af nýjum fiski hef eg
getað fengiö keypta, ekki svo mik-
ið sem í eina máltíö, síöan eg kom,
því aö algerlega fiskilaust hefir
verið um lengri tíma inn á fjörö-
um. Fiskiveiði byrjar hér ekki
fyr en einhverntíma í Maí. . Reyn-
ist fiskiveiðin ekki betur en þaö
sem eg liefi séð af landinu, þá gef
eg lítið fyrir ropiö úr G. S. Breiö-
fjörð og félaginu sem hann vinn-
ur fyrir. Ef eg lifi næsta Nóv.,
þá skal eg gefa Lögbergi og
Heimskringlu nákvæmar upplýs-
ingar, því þá verö eg aö líkindum
búinn að revna fiskiveiöina og
skoða meira landið. Þegar eg fór
úr Winnipeg festi eg kaup í 10
ekrum af þessu gæöa landi, sem
átti að vera óviöjafnanlegt, en
þegar eg sá landið, þá vildi eg þaö
ekki gefins livað þá keypt. En til
allrar lukku áttu þeir góöu herrar
ekkert í landinu og höföu vist
ekki heldur nein ráö á því. Nátt-
úrlega býst eg við aö fá þetta lít-
| ilræöi ti! baka, sem eg borgaði, því
eg efast ekki um aö félagið sam-
1 anstandi af heiðarlegtim drengj-
| um, ]ió þeir veröi utan viö sann-
j leikann meö köflum. Allir Is-
lendingar sem frá Winnipeg fórtt
29. f. m. keyptu 6 1-4. ekru hver,
og sumir keyptu fyrir menn a’ust-
ur frá; verðið $450 fyrir þá spildu
sean borgist á 3 árum méð 6 per
cent vöxtum og hreinsa ekru á
ári. Félag frá Vancouver er aö
selja og kann vel að tala fyrir því.
Landið sem þeir keyptu er 21 míla
inn frá Masset P. O., norövestan
við fjörðinn. Eg og annar til
sleftum hjá okkur þeirri gullnámu
enda verðum viö liklega aldrei rík-
ir!
Sannarlega vildi eg ráðleggja
fslendingum aö flytja.ekki hingað,
fvr en viö sem komnir erum
liingað, heföum eitthvaö betra aö
segja; náttúrlega er liver sjálf-
ráöur, en ekki veldur sá er varir
þó ver fari. Ekki veit eg til aö
nokkur úr hópnum liafi enn getað
fengiö vinnu einn dag, hvaö þá
meir. Mikiö- kostar aö leggja
mílu góöan veg í Nýja íslandi, en
þrisvar til fjórum sinnum meira
kostar hver míla hér. Viö fiski-
veiöina veröum viö í North Island;
þaö er lítil eyja noröur af Graham
Island; fiskurinn sóttur daglega
frá Prince Rupert.
Utanáskrift min því fyrst um
sinn:
Ben. Guðmundsson
Graham Island B. C.
c-o. Canadian Fish and Cold-
storage Co. Prince Rupert.
sjó ám og lækjutn er karga skóg-
ur, og mun vera 5:—800 dollara