Lögberg - 15.05.1913, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
15. MAI 1913
— metum vér gildi hvers einstaks
rits Nýja testamentisins, hvort og
aö hve miklu leyti það botSar oss
Krist, eöa meö Lúters orðum
‘heldur Kristi fram”.
Niöurl. /. H.
Smátt
1 nmi.
Sloppinn á land.
Eigi vildi Ægir mig —
Ekkert væri aö græða,
Og hann héldi ennþá sig
Einfæran til kvæða!
Hvöt.
Herö þig sveinn, og hræðst ei
neinn —
Hrjóti fleinn og kastist steinn
Stattu beinn og striddu einn,
Sterkur og hreinn, þó verðir
' seinn.
Haf og 'hnjúkar.
Hvenær sem eg firðist fjöll
Fanst mér þrengjast skórinn.
En þau eru héma ennþá öll,
Og í viðbót sjórinn.
Gestrism.
\ estur-strönd er glöð við gest.
Gegnum skýja-tjöldin
Þar hefir fegurst sólin sezt
Sjálfum mér á kvöldin.
Kveðjnsending til “Kveldúlfa”.
Ykkur sendi'r ávörp kær
“Úlfurinn” strokni og ljóti,
Meðan hann er “fundar-fær”
Og’ fram að hinzta “móti”.
Tilgerðar skáldskapur.
Kafhlaðinn kveðskapar eðum
Kúgast hann skáldið, sem drekk-
fermdur reri,
Eða sem hefði á herðum
Himinn og jörðina, alla úr gleri.
•
Pólitík fyrir prests-skap.
l'r guðs-þjónustu gekk hann
Því gróða-tilboð fékk hann
Alt hærri og rýmri af hinum —
Svo hafði ’ann skifti á vinum.
Vorsnjór.
Þaufaði snjó á þiljur lands
Þegar átti að gróa.
í allan vetur heimskan hans
Hafði gleymt, að snjóa.
Eftirdrögu-dilkar.
Koma nú, að meiða mig
Mínar lúa-stundir.
Eru að búa, stig við stig,
Strand og fúan undir. •
Hugnun. k
Veðrið gerði bragar-bót.
Rnrt er snjórinn mestur —
Gott er að hafa frjálsan fót
Fyrst að vængi brestur.
Kcerlciks-ríma.
Þeir kveða með klöknaða hreima
Um kærleik sem byrjaði heima.
En eiga svo annrikt að geyma
’ann
Að aldregi kemst ’ann heiman.
Svo beysinn en breiðleitur er ’ann
Og botnlaus, að maður ei sér
’ann.
Af góðmensku gapir öll þjóðin
Við gullhamra-sláttinn og ljóðin.
Mannskaðinn.
Gullveig orgar yfir ná
Ást og sorgum betur:
“Af því Morgan er nú frá
Enginn borgað getur!”
Stephan G. Stephansson.
Frá íslandi.
Fyrsta járnbrautarför á Islandi.
Einhverntíma eftir mörg, mörg
ár, þegar alt ísland er orðið járn-
teinótt — járnbrautamet lykur
landið — þá fara bornin að spyrja:
Hvenær var fyrst farið( að nota
eimlestir hjá okkur?
Og þá verður svarið: “Þáð
var, barnið gott, þann 17. Apríl
1913, sama daginn og bæjarstjórn
Reykjavíkur hafði á dagskrá hjá
sér fyrsta sinn að koma á stofn
sporvögnum i Reykjavík!
Svo er það, að sá hinn sögulegi
viðburður gerðist hér í fyrradag,
að fyrsta sinn var fólki ekið í eirrt-
lest á járnteinum í landi voru.
En engin var það svo sem lang-
ferð, sem hin fyrsta eimlest fór
fyrsta sinn, og vagnárnir engir
skrautlegir makindavagnar með
flosbekkjum, og engar dýrðlegar
járnbrautarstöðvar eða prúðbúnir
járnbrautar þjónar!
Þetta alt felur framtí^in í sér.
En eftir 17. Apríl, er það eigi
framtið lengur, að eimlest aki um
ísland, heldur fortíð og nútíð ! Og
þegar rituð verður járnbrautarsaga
Islands síðar meir, mun þar geta að
líta i þeim annál klausu eitthvað á
þessa leið:
“Á þvi herrans ári 1913, 17. d.
Aprílmán. lagði hin fyrsta eimlest
á íslandi á stað í fyrstu ferð sína,
4 rasta leið, frá vesturhluta
Reykjavikurborgar austur í Öskju-
hlíð. Fyrir lestinni gekk 25 hesta
gufuvél og hafði 2 vagna, með nál.
20 farþegum, í dragi”.
Kl. ný2 á fitntudaginn hringdi
borgarstjóri til ísafoldar: “Viljið
þér vera með í fyrstu jarnbrautar-
ferðina á íslandi? Eimlestin legg-
ur á stað kl. 12!
“Ojá, eg held nú það”.
Og á slaginu 12 var eg kominn
vestur á Bræðraborgarstíg, nærri
suður að Sauðagerði.
Þar' stóð svart ferlíki nokkurt
stynjandi og másandi og spúði eim-
yrju af miklum móð, og kringum
það stór hópur af ungviði Vestur-
bæjarins!
-Þetta var fyrsta eimreiðin á ís-
landi, er knýja skal áfram fyrstu
eimlestina á landi voru! Það var
von þó hún vekti eftirtekt.
Nú skvldi halda á stað. Tveir
“farþegavagnar” aftan i eimreið-
inni. Og upp í þá fóru farþegarn-
ir, en það voru auk yfirverkfræð-
ings Kirks og frúar hans: borgar-
stjóri, hafnarnefndarmennimir
Klemenz Jónsson og Sveinn Björs-
son, ritstjóri fsafoldar og Lögréttu.
og bæjarverkfræðingurinn, Árni
myndasmiður Thorsteinsson, er
tók margar^ tnyndir af þessani
sögulegu fór. Ennfremur ýmsir
starfsmenn hafnargerðarinnar.
Járnbrautarvagnarnir voru að
visu engir “luxus”vagnar, heldur
venjulegir flutningsvagnar og að
sætum voru liafðir sykurkassar
eða eitthvað þessháttar — en hvað
gerði það!.
Nú hvín í eimreiðar-flautunni og
— á stað í fyrstu járnbrautarför-
ina á fslandi!
Ef til vill hlærð þú lesari góður,
en sarnt er það satt, að öllu ánægju-
legri járnbrautarferð hefi eg eigt
farið um mína daga!
Fyrsta “stöðin” var við iþrótta-
völlinn, þ. e. a. s. þar var vagn á
teinunum í veginum og fyrir því
ók eimlestin aftur á bak á upp-
hafsstöðina, — líka gott að reyna
þá leiðina.
Á Bræðraborgarstígs-stöðinni
koniu enn nokkrir Reykvíkingar,
er þar voru á gangi og fengu sér
“túr” með til “stöðvarinnar” á
Melunum, nr. 2 í röðinni. Þar
var nokkur viðdvöl og “kneifað
klára kampavin” og sódavatn,
fyrsta íslenzka járnbrautin látin
lengi lifa með ferföldu húrrahrópi
og óskir bornar fram um gott
gengi hafnarvinnunnar.
Jón prófessor Helgason var þar
á gangi, venjulega hressingargöngu,
og verður heldur en ekki hissa, er
hann sá eimlest þjóta rétt Jyrir
vitunum á sér — og setti upp stór
augu — og prófessorinn gat auð-
vitað eigi staðist hoð borgarstjóra,
að reyna fyrstu eimlestina íslenzku !
Svo var enn haldið á stað, nokk-
urn veginn í striklotu, til “enda-
stöðvarinnar” í öskjuhlið.
Vorum við þá búnir að aka fjór-
ar rastir áfram á járnbraut á Is-
landi — og þótti okkur eigi lítil
tíðindi.
Járnbrautin er nú komin all-
langt norður i Öskjuhlíðina og
verður haldið áfram norður og
vestur að Skólavörðu og þaðan
niður hð sjó og síðan ettir strand-
lengjunni vestur að upptökum
liennar.
Vitaskuld er þessi braut eigi
ætluð til mannflutninga, heldur
til þess að flytja grjót og aðrar
nauðsynjar hafnargerðarinnar.
En trúað gæti eg því, að margur
Reykvíkingurinn hefði gaman af
að fara í járnbrautarför kringum
bæinn — og mundi vafalaust verða
mikiði eftir því sózt að “taka sér
túr” með járnbrautinni á helgum
— þótt ekki væri, nema upp í
Öskjuhlíð — upp í “Beneventum”.
Þar er útsýni eitthvert hið feg-
ursta, er getur héir nærlendis, yfir
Reykjavík, Faxaflóa, suðurnes,
upp til austurfjallanna, suður að
Lönguhlíð og út með Reykjanes-
fjallgarði.
Ef komið væri fyrir reglubundn-
um járnbrautarferðum þessa leið á
sunnudögum, þegar vorar meira,
mundi aðsókn mikil. Kirk yfir-
verkfræðingur hafði góð orð um
að gera það — og verður þá lík-
lega úr því.
—Isafold.
Kláðalæknir hefir nýverið ritað
grein um fjárkláða á fslandi í
Björgvinartíðindi. Hvetur hann
landa sína mjög til að vinna meir
að auknum viðskiftum við oss ís-
lendinga en raun hafi á verið.
Bendir á hvað aðrar þjóðir geri
mikið að því: Frakkar, Bretar,
Svíar, Þjóðverjar o. s. frv. Mykle-
stad leggur eindregið með því, að
tollurinn á hestum og íslenzku
kjöti verði lækkaður.
Stúdentafélag stórt í Vínarborg
ætlar í vor að efna til samsöngs
þar í bofginni með eintómum ís-
lenzkum lögum. — Skrifari fé-
lagsins hefir ritað Sigfús Einars-
syni og beðið hann að vera félag-
inu hjálplegur um að senda þvi
íslenzk lög fyrir karlaraddir. Fé-
lagið ætlar að syngja á íslenzku,
hefir trygt sér aðstoð norrænu
prófessors eins í Vín til að læra
réttan framburð. Akademischer
Gesang\ærein heitir félag þetta,
er svo mikinn sóma sýnir íslenzkri
tónlist og eru í því 69 söngmenn.
Svo mun standa á því, að fé-
lagið ræðst í þetta, að skrifari
þess var hér á ferð'i hitt eð fyrra
á “Grosser Kurfúrst” og fanst
mjög til um sönginn, er hann
heyrði hér.
Aflabrögð mega fremur góð
heita. Botnvörpungarnir að koma
inn öðru hvoru með tiltölulega
góðan afla. Fiskiverðið ætlar að
verða gott á erlendum markaði,
svo að sjálfsagt má ráð fyrir gera
góðri uppskeru af fiskiveiðaútvegi
vorum þetta ár.
Heilsuhælisfélagsdeild Rvíkur
hélt aðalfund. í fyrrakveld.
Magnús Sigurðsson yfirdómslögm.
skyldi ganga úr stjórn, en var
endurkosinn.
Félaga-árgjöld voru siðastliðiö
ár 2634 kr. og er það heldur
vöxtur frá því, sém áður hefir
verið, — en betur má, ef duga
skal.
Hafnar-járnb'rautinni miðar
drjúgum áfram. Teinar eru nú j
lagöir alla leiö upp á Öskjuhlíð. j
Verður síðan haldið áfram að j
Skólavörðunni og siðan niður að j
sjó og vestur aö upptökum hennar.
Það v.erður með öðrum orðum ;
hringbraut utan um bæinn.
Strandgæzluskipið Valurinn hef- ■
ir reynst drjúgur til botnvörpunga- j
fanga undir stjórn Rothe skip-
stjóra. Þenna stutta tíma, sem |
hann hefir verið hér við land,
hefir hann náð í eigi rninna en 5
botnvörpunga. Þrjá útlenda og j
2 íslenzka. Þrír þeirra voru
teknir fyrir . Vestmanneyjum, {
einn í Hafnarfirði og einn í Rvík. j
Reykjavík 2. Apríl.
Um endurfæðing íslands, þ. e.
aðallega um hinn nýja íslenzka
bókmentagróður, hefir einn af
nafnkunnum rithöfundum Svía
ritað í stórblaðið sænska: Göteborg
Sjöfarts Tidning. Það er bók-
mentavinurinn Ouidam Quidams-
son fgerfinafnj. Það eru einkum
þessi fimm skáld vor sem hann
ritar um: Einar Hjörleifsscn,
Jónas Jónasson, Jón Trausti,
Jónas Guðlaugsson og Jóhann Sig-
urjónsson. Mest lætur hann af |
jjóhanni, en finst yfirleitt mikið til |
1 bókmenta vorra hinna nýju koma.
Það virðist ekki hafa verið van-
þörf á því, að brýna fyrir þeim, er
Bió sækja, að gæta vel að pyngj-
um sínum, svo sem gert er á
myndaskrá gamla Bió. Upp á
siðkastið hefir Þorvaldur Björns-
son lögreglumaður fundið eigi
færri en milli 40 og 50 buddur í
fórum sömu stúlkunnar, og mun
þeim eflaust hafa verið stolið öll- j
um á Bió.
Samkv. játningu stúlkunnar j
hefir flestum buddunum verið |
stolið af kvenfólki.
Reykjavík 9. Apríl.
Um ræktun fslands hefir Þjóð- J
verji einn, dr.' phil. Max Grúner,
ritað allítarlega bók, er hann nefn-
ir: Die Bodenkultur Island. Dr.
Grúner hefir sjálfur ferðast hér 1
urn land og kynt sér landslagið j
bæði að fornu og nýju. Bókin er
bæði með myndum og landbréfum.
Revkjavík 16. Apríl.
Bátur fórst í Vestmanneyjum 8.
þ. m. og á honum 4 menn. Þeir j
voru við veiðar hjá Bjamarey og J
fórust á siglingu heim þaðan.
f fyrra dag kom “Jón forseti” |
inn og hafði orðið það slys á hon-j
um að maður hafði oröið fyrfr j
dráttarstreng og mist báða fætur.
Tveim timum eftir að slysið vildi
til var maðurinn andaður. Hann
hét Jakob Sigurbjarnarson, frá Vík j
í Fáskrúðsfirði, og átti nú heima á S
Bessastöðum á Alftanesi, kvæntur
maður.
Fríkirkjusöfnuður er að mynd-
ast í Hafnarfirði; sagt, að 400
mann hafi þegar heitið að ganga i
hann. Þeir vilja fá séra 01.
Ólaíssoi) fríkirkjuprest hér til þess
að gegtm hjá sér prestsverkum.
Tvær frakkneskar fiskiskútur
fórust nýlega skamt frá Papey;
höföu rekist á og skemst svo mik-
ið að þær sukku báðar, en menn-
irnir björguðust allir á bátum til
lands. Héldu þenr svo til Fá-
skrúðsf jarðar.
Nýlega brann i Bolungarvík
verzlunarhús Jónasar Jónassonar
kaupmanns. Husið var vátrygt og
eins vörur, sem í því voru.
Stórstúkuþing Tempiara verður í
ár á fsafirði og hefst II. júní.
—Lógrctta.
Reykjavík 20. Marz.
Nálægt hundrað manns hafa nú
verið ráðnir til hafnargerðarinnar,
og byrjað að leggja jámbraut úr
öskjuhlíð til Grandans. önnur
99
‘‘GREAT WEST” WOVEN
WIRE FENCING
GREAT WEST“
Vírgirðing
“GREAT WEST” brugðna vírgirðing er sérstaklega uppfundin
og gerð fyrir ^tændur vestanlands í þeim tilgangi að gefa þeim kost á
afbragðs traustu og sterku girðingarefni. Reynið sjálfir og sannfær-
ist. Kastið ekki á glæ peningum yðar, er þér hafið eignast með súr-
um sveita, út fyrir girðingar frá Mail Order verzlunum austanlands,
því að þeirra vír er stórum rýrari; og þó að verðið líti út fyrir að
vera lægra í byrjuninni, þá tapið þér á því áð lokum.
Vér ábyrgjumst hvern þumlung af girðingavír vorum. Sendið
eftir verðskrá með myndum og sjáið sjálfir.
The Great West Wire Fence Co. Ltd.
76-82 Lombard Str.
WINNIPEG.
-áhöld
Þessi mynd sýnir
Milwdukee
steínsteypu
Vjel
Spyrjið eftir verði
THE STUART MACHINERY
COMPANY LIMITED.
764 Main St.,
Winnipcg, Man
Eddy’s nýjustu eldspítur
Hættulausar—Hljóðar
Eitur-Iausar
- - hinar nýju ,,Ses-qui“
aSatijXoal
COMPANV
'llrtlTW
Einu eldspíturnar af þeirri tegund
í Canada.
Endahnúðarnir algerlega hættu-
lausir. Þér eða börn yðar geta bitið
eða gleypt þá án nokkurrar hættu
Seldar í tveim stærðum —vanalegr
og vasastærð, Verndið sjálfa yður
með því að brúka engar eldspítur
nema Eddy’s nýju „Ses-qui.4*
Spyrji’ð
kaup-
manninn.
THOS, JACKSON & SON
BYGGING4EFNI
ÁÐALSKRIFSTOFA og birgðaból 370 COLONY ST
TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN.
GEYMSLUPLÁSS:
Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63
I Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498
í Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland,
Vér seljum þessi efni í byggingar:
Múrstein, cement, malað grjót,
(allar stærð.), eldtraustan múrstein,
og eldleir, Flue Lining, mðl, Hard-
wall Plaster, hár, Keene’s Cement,
hvítt og grátt kalk, hydrated kalk,
viðar og málm lath, gyps, Rubble
stone, Sand, ræsapípur, weeping
drain Tile, Wood Fibre Plastur,
Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt,
standard og double strengtb black.
KARLMANNA BUXUR
Hentugar á vorin.
Hentugar til daglegs brúks
HentugaFtil vinnu
Heníugar til spari.
Hver sem kaupir buxur hér,
verður ánægður með kaupin.
Þær eru þokkalegar og end-
ast vel, seldar sanngjarnlega.
Venjið yður á að koma til
WHITE & MANAHAN
500 Main Street,
Ctlbiisverzlun I Kenora
WINNIPEG
+ ♦
t - ~ - ?
í
♦
+ . _
+ Aoai SK.ru sioia rt\n mcAnnur Diag.
t Phone Main 1676 - - P. 0. Box 537 X
* ♦
Dominion Gypsum Co. Ltd. I
Aðal skrifstofa 407 McArthur Bldg.
+
+
t
t
4«
Hafa til sölu; £
Peerless'4 Wood-fibre Plastur, „Peerless" Hard-wall, plastur +
Peerless" Stucco [Gips] „Peerless" Ivory Finish +
Peerless“ Prepared Finish, „Peerless" Plaster of Paris f
NAUÐSYN Á ÍS
OG ÞÆGINDI
að honum um sum-
ar mánuðina,
IS
veit enginn til fulls fyr en reynt hefir. Afleiðingin mun
verða: „Ef eitt sinn reynt, altaf notað.“
PRÍSAR:
ALT SUMARIÐ
til 30. Sept.
10 pd áaglega..........$ 8.00....
20 pd daglega..........$12.00....
30 pd daglega..........$1500......
40 pd daglega..........$18.00....
UM MÁNUÐINN
$2.25
$3.25
$4.00
.$4.75
The Artic lce Company, Ltd.
Bell Ave., horni Bricker St.
braut á að koma austur við bæinn.
Samningar við Mornberg eru enn
óundirskrifaðir. Það bíður þess,
að Petersen verkfræðingur komi.
Ágúst Flygenring 3. konungkj.
hefir lagt niður þingmensku.
Reykjavík 5. Apríl.
Eimskipafélagsstofnuninni hefir
veriö tekið með miklum fögnuði
víðsvegar um land, og eins hér í
bænum. Menn eru nú farnir að
skrifa sig fyrir hlutum, og hefir
safnast talsvert mikið, að því er til
hefir sp.urst. Einkum er orð gert
á því að undirtektirnar séu mjög
almennar, að efnalitlu mennimir
skrifi sig ekki síður fyrir hlutum
en þeir eðnaðri.
—Reykjavík.
Tiðarfar var umhleypingasamt í
Húnavatnssýslu alla Góu. Sífeldir
landnorðan stormar, en fannkoma
með minna móti og nægar jarðir.
Bændur em sæmilega heybirgir
Tals. Ft. R. 981-2-3-4.
West Winnipeg Realty
Company
653 Sargent Ave.
Talsími Garry 4968
Selja lönd og lóðir í bænum og
grendinni, lönd í Manitoba og Norð-
vesturlandinu, útvxga lán og elds-
ábyrgðir. >
Th. J. Clemens,
G. Arnason,
B. Sigurðsson,
P. J. Thomson.
♦♦+♦+♦+♦+♦+♦■1' ♦!■♦ + ♦+4 +♦+♦+♦
Karlmenn og kvenfólk
læri hjá oss rakara-iðn á átta
vikum. Sérstök aðlaðandi
kjör nú sem stendur. Visst
hundraðsgjald borgað meðan
á lærdómi stendur. Verk-
færi ókeypis, ágætis tilsögn,
17 ár í starfinu, 45 skólar.
Hver námsvxinn verður ævi-
A vorin
Hver og einn, sem þykir
gott að smakka glas af öli,
vill B o c k s.
DREWRYS
Bock Beer
bruggaður fyrir 6 mánuð-
um er nú til sölu.
Pantið snemma
því að birgðirnar
eru takmarkaðar
meðlimur.
þar í sýslu.
Einar Jochumsson spámaður aug-
lýsir, að hann gefi Vífilstaðahæli
80—100 kr. í haust, ef hann stenzt
kostnaðinn af “Ljósinu” sínu í
sumar, og skuli svo verða hvert
Moler Barber College
2o2 Pacific Ave. - Winnipeg
J. S. HARRIS, ráösm.
FURNITURE
on Laty PjjmtHs
0VERLAND
MA'N \ M l * AN0CR
FORT ROUGE
THEATRE nnn“d
Hreyfimynda leikhús
Beztu myndir sýndar
J. JÓNASSON, eigandi.
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annast lán og
elrisábyrgðir o. fl.
1 ALBERT/\ BL0CK. Portage & Carry
Phone Main 2597
haust, sem hann stenzt kostnað
“Ljóssins”.
LAND til sölu eða leigu nálægt Yar-
bo, Sask., 160 ekrur, umgirt á þrjá
vegu, 40 ekrur brotnar, lóðir í eða ná-
lægt Winnipeg teknar í skiftum. Nán-
ari upplýsingar hjá eiganda undirrit-
uðum. Adressa 689 Agnes St., Win-
nipeg. S. Sigurjónsson.