Lögberg


Lögberg - 15.05.1913, Qupperneq 6

Lögberg - 15.05.1913, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAI 1913 MIUONIR BREWSTERS. e f t i r GEORGE BARR McCUTCHEON. Dr. Lotless setti Monty mjög strangar reglur um matarhæfi, og gekk fast eftir því að þeim væri fylgt. Varö afturbata-tíminn sjúklingnum mikill reynslutími. Fyrst í staö var honum algerlega haldiö inni og styttar stundir meö þvi að spila á spil. Monty þotti þó ekki mikið til þess koma aö spila “bridge”, en vikli heldur spila “piquet” við Margrétu. Og eitt sinn er þau sátu við að spila það spil, lagði hún fyrir hann spurningu, er hann hafði lengi kviðið fyrir, því að hún sagði: “Eg hefi heyrt sagt, að Miss Drew og móðir hennar, ætli að fá sér herbergi í gistihúsinu hérna. Væri ekki skemtilegra að þær flyttu hingað?” Hún átti bágra með að segja þetta, en hún hafði búist við, en Brewster brá svo við orðin, að hann varð þungur á svipinn og Margrét sá eftir því sem hún hafði sagt og| varð niðurlút. Hana hafði furðað á fáleik Brewsters og Miss Drevv, og langaði til að ráða þar á bót. Stundum hafði henni flogið í hug að Monty mundi ekki taka sér sundurþykki þetta fjarska nærri, en annað veifið duldist henni ekki að hann var óglaður og það olli henni mikillar áhyggju. Henni fanst að hún ekki geta beðið lengur með að vita vissu sína í þessu efni, og þó að hún væri við hinu versta búin, hikaði hún þó ekki við að framkvæma fyrirætlan sína. “Iui ættir að vita, að þær mundu sízt koma hing- að mæðgurnar”, svaraði hann, og svipur Montys var slíkur að Margrét fann lítinn hugarlétti eftir spurn- inguna, en hún lét það ekki á sig fá. “Eg gleyrni engu Monty, sem eg veit með vissu, en í þessu efni hefir þú algerlega rangt fyrir þér. Hvar er nú kapp þitt? Þú hefir aldrei fyrri tapað i baráttu, sem þú hefir gengið út í, og þú ættir ekki að gera það heldur í þetta skifti. Það er einhvern- veginn svo sem þú hafir tapað kjarki þinum, Monty. Sérðu það ekki að nú riður einmitt á því að sýna dugnað?” Það var einhvernyeginn svo, að hún sagði alt annað, en hút^ hafði ætlað sér. Henni féll svo þungt að sjá, hvað illa lá á honum. “Eg veit að þú tekur þetta ekki illa upp af mér, -Monty”, sagði hún blíðlega. “Eg veit að eg ætti ekki að vera að skifta mér af þessu, en við erum nú svo vel kunnug, og mér fellur það svo fjarskalega illa, hvað þú ert nið- urdreginn, vegna þess að mishepnast hefir það sem átti að fara vel. En Monty tók þetta alls ekki vel upp. Hann langaði ekkert til að tala um þetta við Margrétu, og honum fanst þessi ákefð í henni að gifta hann annari, öldungis óþörf. Það var svo sem auðséð að slíkt var vottur um, að henni væri ekki mjög hlýtt til hans sjálfri. Hann leit því hálfönugtega til henn- ar, en hún var að eins að lmgsa um hvað honum liði illa, og hann sá ekki nein merki þess, hvað henni bjó i brjósti sjálfri. “Þú veist varla um hvað þú ert að tala, Margrét”, sagði hann loks, er þau höfðu bæði þagað um stund. “Hér er ekki um neina smádutlunga að ræða af Barböru hendi, heldur um ákvörðun sem gerð hefir verið af ráðnum huga.” “En maður getur altaf breytt ákvörðunum sin- um”, greip hún fram í. “Nei, alls ekki”, hreytti Brewster út úr sér. “Hún ber ekkert traust til min, og heldur mig bjálfa.” “Má vera að hún hafi nokkuð til síns máls”, svaraði Margrét í nokkrum hita. “Kannske þú hafir aldrei rekið þig á það að stúlkur segja ekki svo sjald- an alt annað, en þeim er í hug, til þess að dylja sínar eigin tilfinningar. Kannske þú hafir aldrei gert þér grein fyrir því hvað ákafar, óstýrilátar og heimskar stúlkur eru. Þær hafa ekki vit á að vera ærlegar við þá menn, sem þær elska, og mundu ekki gera það þó að vitið væri nóg til. En þú ert lika einn heim- skinginn Monty Brewster, ef þú hefir lagt trúnað á það fremur, sem hún sagði, en það hvað augnaráð hennar opinberaði.” Og nú gat Margrét ekki sagt meira, en þaut burtu, gröm i huga og ákaflega óhamingjusöm; hún flýtti sér að eins burtu til að dylja sitt sanna grát- gjarna kveneðli, en Brewster sat eftir í þungum .þönkum og skyldi hvorki upp né niður í háttalagi hennar. Hann fór að velta því í huga sinum hvort Barbara Drew kvnni nú að hafa aðrar skoðanir á honum, en hún hafði látift í Ijós við hann munnlega, og alt í einu hvarflaði hugur hans aftur til Margrét- ar. Að eins tvisvar sinnum hafði hann séð hana í slíku skapi, og hann,gat ekki annað en dáðst að henni. Hann mundi það nú að hún hafði orðið fokvond einu sinni, þegar hún var eitthvað fímtán ára, vfð stúlku, sem honum hafði geðjast vel að. Alt í einu rak hann upp hlátur, þegar hann setti sér Margrétu fyrir sjón- ir, þegar hún talaði í sem mestum hita, og nú tóku þunglyndisskýin hvert á eftir öðru að smá hverfa af apdliti hans, svo að það varð loks bjart og glaðlegt eins og það var vant að vera þegar hann var með skapa sinum. Sá er færði honum inn bréfin hans, kom á óvart að heyra hann hlæja svona. Eitt bréfið var frá Nopper Harrison og í því voru allar tíðinda- vænlegustu fréttirnar. Dansleikurinn átti að standa um miðföstu er bar upp á miðjan Marz, og vel var á veg komið með að leigja skemtisnekkju, sem “Flitt- er” hét, og Reginald Brown átti, en áður hafði hann átt Brown & Brown. Þegar Brewster fékk bréfið, kom í hann ný ó- þreyjuhviða. Hann fann að fjármálin voru að lenda í rn^ta ólestri. Veikindi hans hlutu að verða honum sjálfsagt $50,000 fjártjón. Eina huggun hans var fréttin sem Harrison skrifaði honum af viöureign Gardners og söngflokksins frá Vín. Þar var hver höndin upp á móti annari og fóru deilurnar dag- versnandi, og fyrirtækið reyndist" hin mesta heimska frá fjármálanna sjónanniði. Samningsrofin Ieiddu af sér sífeld málaferli með fjárútlátum og aumingja Gardner var alveg að ganga af göflunum yfir öllu saman. Frá upphafi höfðu samningarnir mishepn- ast og var ekki annað sýnna eftir öll málaferlin og óánægjuna, en að félagið sundraðist alt. Gardner átti stöðugt von á því að þessir deilugjörnu Ungverjar sem voru í fylgd með honum mundu þá og þegar ráða hver á annan og lyktirnar yrðu þær að þeir tækju að berjast með daggörðum og dræpust niður. Brewster gat ekki að sér gert nema að brosa er hann gerði sér í hugarlund, hversu Gardner væ:i ásýndum, sá hygni maður, er hann væri að reyna að þagga niðri i þessum söngmanna skara. Fáum dögum síðar komu þær- Drew-mæðgur og settust að á gistihúsinu Ponce de Leon, og var nú mikið rætt um það að sættir mundu takast með Monty og Miss Drew. En Monty var tregur til að tala nokkuð um slíkt við vini sina. Með Mrs. Drew hafði komið hópur af fólki, þar á meðal tvær Kentucky stúlkur og ungur miljónaeigandi frá Chicago. Mrs. Drew bjó vel um sig, en ekki var nándarnærri eins kostnaðarsamt hennar vistarfar þar syðra eins og Montys og hans fólks. Eigi að síður: gat varla hjá þvi farið að fundtun þeirra tveggja gestahópa bæri saman, þegar þeir færu út á skemtireiðar þar í ná- grenninu. Montv kvaðst vera of lasinn til að stíga á hestbak, en sannleikurinn var sá að hvorugt þeirra Barböru langaði til að sjást. Margrét Gray var alveg utan við sig af þessu háttalagi Montys. Hún þóttist vera viss um það, að bak við stærilæti hans fælist einlæg löngun til að ná I aftpr hylli Barböru. En henni var það hulinn leynd- ardómur hvernig ætti að fara að sætta þau, ef hann héldi áfram þeirri stífni sem hann hafði tðkið í sig. Hún þóttist vera viss um að það eina sem dygði til að fá Barböru til að slaka til, væri að sýna henni enga óþarfa eftirgjöf; en Monty var ófáanlegur til að taka nokkrum ráðleggingum. Henni kom aldrei til hugar að efast um það, að, Barböru þætti vænt um hann, en vegna þess að engu varð um þokað með Monty, | varð ekki neitt úr neinu. Henni flugu ýmisleg ráð í I hug, en þegar hún fór að íhuga þau nákvæmlega, fann hún þau annaðhvort gagnslaus eða óframkvæmanleg. Stundum hafði henni f)ó flogið í hug að tala við Miss Drew og reyna að laga þetta þannig. En það var eitthvað það í fari bankastjóra dótturinnar, sem aftraði henni frá því; jafnvel eftir að þær voru orðn- ar nágrannar, fanst henni enn að veggur liggja á milli þeirra. Loks vildi svo til er Margrét hafði þegið boð Barböru að aka með henni, á einum sólbjörtum degi, að tækifærið virtist bera að alt í einti. Þá i fyrsta sinni fanst Margrétu að hún finna að Barbara væri elskuleg stúlka, enda var hún einstaklega vin- gjarnleg. Þær óku hægt í gegnum skóga og fram með höfninni, og þar úti undir berum himni virtust þeim allir hlutir verða svo elskulegir og auðveldir. Þarna virtist nú svo einstaklega auðvelt að minnast á það, er áður hafði verið lítt takandi í mál að hafa orð á, og þarna virtist jafnvel hægt að fara að tala um Monty. Þarna fanst Margrétu rétta tækifærið bjóð- ast til að hreyfa því málefni setn henni hafði legið svo lengi á hjarta. Sjálfsagt varð hún að hefja máls á því; um annað var ekki aö ræða, og hvort sem það var nú vel viðeigandi eða ekki, þá setti Margrét það ekki fyrir sig. Nú segir læknirinn að Monty megi fara út og keyra á morgun”, tók hún til máls. “Er það ekki gaman?” Barbara svaraði engu, en sló ofurlítið í hestinn; en snögt og ónotalega. Margrét lét sem hún tæki ekki eftir því, en hélt áfram: “Hann hefir alveg verið utan við sig af leiðind- um aumingja drengurinn, að verða að sitja innilokað- ur allan þennan tíma, eg —” “Miss Gray, eg ætla að biðja yður að gera svo vel og minnast ekki á Mr. Brewster aftur við mig”, greip Barbara fram í og hleypti brúnum, en Margrét var ekki á því að láta þagga niður í sér svo auðveld- lega, en mælti ennfremur: “En hvaða ástæða er fyrir yður að láta svo; eg veit býsna vel hvemig í öllu liggur, og mér er ómögu- legt að imynda sér að hvorki þér eða Monty hafið getað slitið á einni viku úr hugum ykkar tilfinningar, sem höfðu fest þar svo djúpar rætur. Að minsta kosti þekki eg Monty svo vel, að honum er ekki svo farið.” Margrét þóttist svo viss í sinni sök að hún hélt áfram, “og þér emð of elskuverð stúlka til þess að yður líði illa um langan tíma út af smávægilegum misskilningi; mér finst eins og ekki þurfi að segja nema ekt smá orð til að jafna alt saman.” Barbara rétti sig upp í sætinu og starði fast á veginn, sem lá hvítur og sólgljár fram undan. “En eg hefi enga löngun til að láta þetta jafna sig aftur.” Hún sagði þetta með mjög miklum alvörusvip. “En þó eru ekki nema fáar vikur siðan þið voruð trúlofuð.” “Mér þykir fyrir því”, svaraði Barbara, “að um þetta skuli hafa verið talað jafnmikið og gert hefir verið. Mr. Brewster bað mín, en eg tók honum aldrei. Sannast að segja var það eingöngu vegna þrábeiðni hans, að eg gerði bónorðið að álitamálum. Eg hugsaði mig um. Eg skal játa það að mér féll hann vel í geð, en svo leið ekki á löngu áður en eg komst að því hverskyns maður hann er.” “Við hvað eigið þér?” spurði Margrét og hvesti á hana augun. “Hvað hefir hann gert?” “Það.vill svo til að mér er kunnugt um, að síðan | í September mánuði síðastliðnum hefir hann eytt meir en fjögur hundruð þúsund dollurum. Finst yður það j ekki býsna svæsiö?” Miss Drew sagði þetta mjög j rólega og kuldalega, og þó að Margrétu dyldist ekki að slík eyðslusemi var ómælisverð, hikaði hún ekki við | að reyna að verja æskuvin sinn. “Hefir örlæti þá hætt að vera dygð ?” spurði hún kuldalega. "örlæti!” endurtók Barbara hvatskeytislega. “Ann- að eins og þetta er stjórnlaus heimska. Hafið þér ekki heyrt hvað fólkið segir? Fólk kallar hann flón sín á milli, og menn eru að veðja um það i klúbbunum, að i hann verði orðinn öreigi eftir eitt ár.” “En þó hjálpa menn honum hiklaust til að eyða, og eg hefi þó orðið þess vör, að jafnvel hagsýnar mæður telja hann æskilegan tengdason.” "Það var fyrir nokkrum mánuðum síðan”, sagði Bacbara rólega. "Þegar hann átti tal við mig, sagði hann mér, að sér mundi verða ómögulegt að giftast mér j fyr en að ári liðnu, og getið þér ekki séð það sjálfar, | að þá verður hann orðinn öreigi?” "Alt er nú betra en eiga beiningamann”, svaraði Margrét hátt og snjalt. Barbara hikaði við ofurlítið. “Eg vona samt að þér viðurkennið það Miss Gray, að þetta er vottur um ósæmilegt kæruleysi og veiklyndi. Hvernig ætti nokkur stúlka að hafa þrek til að trúa öðrum eins manni fyrir sér? Og þegar öllu er á botninn hvolft er þó hver sjálfum sér næstur.” “Vafalaust”, sagði Margrét og flaug margt í hug þá stundina. “Eigum við ekki að snúa aftur heim?” spurði hún eftir langa og þreytandi þögn. “Eg vona að þér séuð þö ekki samþykkar framburði Brewsters?” Barboru fa'nst að hún ekki hafa sannfært Margrétu um að hún hefði rétt fyrir sér, en langaði til að gera það. “Hann er sá óskap- Iegasti fjársóunarmaður sem eg þekki, og hann hefir tekið þátt í ýmsum fjárglæfrabrögðum, sumum mið- lungi sæmilegum.” Margrét var ekki há vexti, en nú rétti hún úr sér svo að hún sýndist mildu hærri en vanalega og sagði rólega: "Haldið þér nú ekki að þér hafið tekið full djúpt í árinni Miss Drew?” "Það er ekki að eins New York-fólk, sem lilær að hinum óskaplegu kaupum sem hann gerir”, svar- aði Barbara, “heldur segir Mr. Hampton gestur okkar frá Chicago, að enn verri sögur fari af hon- um þar.” “Það er raunalegt að veikindi Montys skuli hafa hamlað honum frá að vera á fótum jafnlangan tíma,” sagði Margrét rólega um leið og þær snéru upp að jámhliðinu og Barbara skildi fljótlega sneiðina” XVII. KAPITULI. Nýr gullnemi. Brewster var orðinn býsna hress er hann kom aftur til New York í Marzmánuði. Veikindi hans höfðu komið allmiklum ruglingi á fjármálaráðstaf- anir hans, svo að eyðslan hafði orðið miklu minni, en hann ætlaði. Sá hann þá að hann yrði að leggja þeim mun meir að sér nú og finna upp á nýjum ráðum til fjáreyðslu þrátt fyrir það þó að vinir hans reyndu að halda aftur af honum eftir megm. Honum varð það fyrst fyrir að fara á fund þeirra Grant & Ripley til að forvitnast um hversu Jones gæfist að aðferð hans. Lögmennirnir höfðu engar kvartanir fengið í því efni frá Montana, og réðu honum til að halda áfram eins og hann hefði byrjað, og fullvissuðu hann’ um að þeir vissu ekki betur, en að Jones væri ánægður, og að hann mundi enga ósanngirni sýna. En áður en Monty var skorinn upp. höfðu þeir Jones og hann senzt á símskeytum sem Brewster hugnaði illa hversu fjármálamaðurinn hafði svarað. Skeytin voru þannig; New York 6. Jan. 19— Swearengen Jones. Butte, Montana. Hvernig lízt yður á að eg trygði líf mitt? Mundi það koma í bága við skilmálana? Montgomery Brewster. Til Montgomery Brewster New York. Mér sýnist sem líf yðar mundi tákna tekjur ef svo væri gert. Getið þér losað yður við það fyrir 23. September? Jones. Til Swearengen Jones Butte, Montana. Þvert á móti, eg held að líf mitt yrði að telja útgjaldamegin á þeim tíma. Montgomery Brewster. Til Montgomery Brewster New York. Ef þér lítið svo á, þá vil eg ráða yður til að kaúpa $500 lífsábyrgð. Jones. Til Swearengen Jones , Butte, Montana. Haldið þér að sú upphæð mundi nægja fyrir útfararkostnaði? Montgomery Brewster. Til Montgomery Brewster New York. Þér þurfið ekki að bera kvíðboga fyrir þeim kostnaði ef til kæmi. Jones. “Empire” tegundir * Það hefir alla tíð verið á- stundan vor að láta „Em- pire“ tegundirnar af WALL PLASTER, WOOD FIBRE, CEMENT WALL og FINISH vera b é z t a r allra og a f b r a g ð allra annarra. Og ágæti þeirra er sann- að og sýnt án alls vafa. Skrifið eftir áætlana bœklingi Manitoba Gypsum Go., Ltd. Winnipeg, Man.. Bóðsbréfin höfðu nú verið gefin út og send að hinum síðari dansleiknum, og allur útbúnaður vel á veg kominn er Monty kom aftur heim. Honum kom það ekki á óvart að nokkrir vinir hans komu, gagngert til hans og hvöttu hann til að draga úr fjáreyðslunni. Honum kom það heldur ekki á óvart að ýmsir tóku honum ekki jafnvinsamlega og fyrri. Það var eins og koma hans væri mönnum ekki jafn- mikið fagnaðarefni eins og áður hafði verið látið í ljós við hann, og Monty gat ekki annað en farið að hugsa um hvernig þeir hinir sömu mundu líta á sig við árslokin. Varð þetta til þess að hann gaf sig minna að alménningi en fyr, og hélt sig meir að Gray-mæðgum en áður, en þær voru altaf jafnvin- samlegar við liann; sat hann nú löngum stundum í lestrarstofunni hjá Mrs. Gray. Framtíðin. Nú birtir! Nú birtir um land og lá og lognþokan hverfur af tindum. Og framtíðin blasir við hrein og há í hrífandi fögrum myndum. Mín fósturjörð kær! Þitt sonanna safn nú sækir fram til að hefja þitt nafn. Að sigra á sjó og landi ei samtaka lýð er vandi. Sem lútandi gestur á leigðri gnoð ei lengur vill Frónbúinn standa. Hann sjálfur vill ráða’ yfir súð og voð og siglingu milli landa. Og íslenzkur fáni’ á efstu skal stöng af íslending dreginn, við frónskan söng, þá sýna erlendum svæðum vort sækonungsblóð í æðum. I Og senn yfir landið vort svífá fer á samfeldum brautum úr stáli sá menningar kostur, sem knúinn er af krafti’ frá eimi og báli. Þó grænlenzkur ár vor heiðbláu höf þá hylji, ei verður oss opin gröf; því samband slíkt milli sveita þá sulti í gnægð mun breyta. ■*.w> » * -'ly.lii f Svo bjart verður yfir landi og lá að ljóminn frá sagnanna dögum hann bliknar, og verður að víkja frá fyr’ vorsól og bættum högum. “I nafni vors guðs, og allir sem eitt”! Það er orðtak sem getur sigur veitt. Það veri’ í orði og verki oss vörn og ffamtíðarmerki. H. S. B. —Lögrétta. Búðin sem alla gerir ánægða Komið hingað og kaupið skó sem yðurlíkar Quebec Shoe Store 639 Main St. 3. dyr fyrir norðan Logan Ave. Lögbergs-sögur fást gefins með því að gerast kaupandi blaðsins Dr.R. L. HURGT, Member of Royal Coll. of Surgeons Eng., útskrifaður af Royal CoIIege of Physicians, London. Sérfræðingur í brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (k móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfraeCingar, Skrifstofa:— Room 811 McArtbur Building, Portage Avenue áritun: P. o. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg X ÓLAFUR LÁRUSSON ♦ ..°g X BJORN PALSSON t ♦ yfirdömslögmenn ♦ X Annast Iögfræðissttírf á Islandi fyrir 't t Yestur-Islendinga. Otvega jarðir og X + “^8* Spyrjið Lögberg um okkur. + > Reykjavik, - . lccland + > P. O. Box A 41 X Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TeLBP&ONB garrv 830 Offick-Tímar: 2—3 og 7-8 e. h. Heimili: 620 McDbrmot Ave. Telbphonb garry 331 Wiiinipeg, Man. Dr. O. BJORNSON Office: Cor, Sherbrooke & William l’m.BPHONK, GARRÝ 3a» Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Hkimili: 81 O Alvcrstonc St Tklephonei garry T«8 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meSöl eftir forskriptum lækna. Hin beztu meðöl, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. pegar þér komiS meS forskriptina til vor, megið þér vera viss um að fá rétt þaS sem lækn- irinn tekur til. COLCIjEUGH & CO. Aotre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J ó'argent Ave. Telephone .S'herbr, 840. í 1<M2 f- m. Office tfmar -! 3-5 e. m. ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto Street _ WINNIPEG telephone Sherbr. 432. J. G. SNŒDAL tannlœknir. ENDERTON BUILDNG, Portage flve., Cor. Hargrave 8t Suite 313. Tals. main 5302. Dr. Raymond Brown, Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. 326 Somerset Bldg. Talsími 7262 Cor. Donald & PortageAve. Heima kl. 10—1 2 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr líkkistur og annast om ötfarir. Allur ótbún- aSur sá bezti. Knnfrem- nr selur hann aliskonar minnisvarBa og legsteina 2152 »■ A. aiOUBÐaow Tals. Sherbr, 2786 S. A. SIGURDSSON & CO. BYCCIfiCANjEþN og F/\STEICN/\$ALAR Skrifstofa: Talsími M 4463 208 Carlton Blk. Winnipeg J. J. BILDFELL FASTEIONA8ALI fíoom 520 Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og lóðir og annast alt þar að lútandi. Peningalán Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Korni Toronto og Notre Dame Phone : Helmilis Qarry 2088 Qarry 809

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.