Lögberg - 29.05.1913, Side 1
Þegar nota þarf
LUMBER
Þá REYNIÐ
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
WINNIPEG, MAN.
Furu Hurdir, Furu Finish
Vér höfum birgÖirnar
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
WINMPEG, MAN.
26. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 29. MAl 1913
NÚMER 22
KIRKJUÞINGIÐ Á
mountain, n. d.
19. til 24. Júní
Aætluð dagskrá
Fimtudag 19. Júní:
1. Þingsetning, með guösþjónustu og altarisgöngu,
Kl. 10.30 f.h.
2. Fundur, lagÖar fram skýrslur embættismanna og
nefnda, kl. 3 e.h.
3. Fundur, kl. 8 e.h.
Föstudag 20. Júni:
1. Fundur, kl. 9. f.h.
2. Fyrirlestur, séra Friörik Hallgrimsson, kl. 2 e.h.
3. Fundur, kl. 8 e.h.
Laugardag 21. Júní:
1. Fundur, kl. 9 f.h.
2. Fyrirlestur, sra Guttormur Guttormsson, kl. 2 e.h.
3. Fundur, kl. 8 e.h.
Sunnudag 22. Júní:
1. Guðsþjónusta, kl. 11 f.h.
2. Almennar umræður. Efni: “Tímabær prédikun’’.
Málshefjandi séra N. S. Thorláksson, kl. 3 e.h.
Mánudag 23. Júní:
1. Fundur, kl. 9 f.h.
2. Bandalagsþing, kl. 2 e.h.
3. Fundur, kl. 8 e.h.
Uriðjudag 24. J«ní:
1. Fundur, kl. 9 f.h.
2. Óákveðið, kl. 2 e.h.
3. Fundur, Uingslit, kl. 8 e.h.
B. li. J.
Ný rannsókn.
Essad Pascha dauður.
Nýr veiðiniaður til að reyna að
leita upp hneyxlanlegt atferli í tíð
Lattrier stjórnarinnar er nú gerður
út af örkinni; það er lögmaður
nokkur úr Winnipeg, gamall fylgi-
fiskur Bob Rogers, sem nú er sett-
ur til að rannsaka atgerðir hinnar
fyrri stjórnar viðvíkjandi sðlu
skógarlanda, námaleyfa, vatnsafls
og annara þjóðnytja, er sambands-
stjórnin hefir umráð yfir. Aður
en hin núverandi afturhalds stjórn
kom að völdum, voru höfðingjar
afturhaldsins digurmæltir að vanda
um óráðvendni hinnar liberölu
stjórnar. Þeirra bardaga aðferð
hefir ætíð verið að slá á hina
lægstu strengi mannlegrar náttúru,
ágirnd og hatur, með mútum,
brigzlum, rógi og níði. -Nú er
stjórn þeirra komst að völdum, þá
hugsaði hún sér gott til glóðarinn-
ar, að fletta ofan af afglöpum
hinnar liberölu stjórnar. Nefnd
var sett á nefnd ofan, að rannsaka
hennar aðgerðir og sumar þeirra
kostuðu landið yfir 50,000 dali!
En enginn fanst ósóminn. Nú
skal til skarar skríða. Sjálfur Bob
Rogers, dilabrendur af hinu hróp-
lega Prince Albert hneyxli, set-
ur nú sinn dyggasta hollvin til að
sópa rekjurnar. Það á að vinna
tvent með því í einu; reyna að
finna eitthvað sem dregur athygli
almennings frá því, að Hon. Bob
var staðinn að verki i Prince Al-
bert, og að gefa dyggum þjón
langt starf og drjúgt til inntekta.
Kosningar í Danmörku
eru nýlega afstaðnar til ríkisþings.
Svo er sagt, að stjórnarskrár
breytingar tillaga sú, sem þingið
hefir ihaft til melðferðar undan-
farið ár, liafi meiri hluta fylgi
hinna nýkosnu þingmanna, en þó
náði s'tjórn Klaus Berntsens ekki
nærri helmingi þingsæta. Af 114
náði hún aðeins 44 sætum, en hafði
réttan helming 6579 fyrir kosning-
arnar. Hinir svæsnustu vinstri-
menn fRadikalJ hlutu 31 þing-æti
en verkamanna flokkurinn ('sósia-
listarj 32, og ráða þeir lögum og
lofum á þingi, ef þeir eru sam-
taka. Hægrimanna flokkurinn
varð fyrir þungu skakkafalli; sá
flokkur réði fyrir 14 þingsætum á
síðasta þingi, en náði aðeins ‘helm-
ingnum i þetta sinn, og eru nú 7
hægrimenn .í fólksþinginu. Ekki
hefir enn frézt, hver verða muni
til þess, að taka að sér stjórn, en
lausafregn segir konung ófúsan til
að trúa sósialistum og þeirra fylgi-
fiskum fyrir stjórn landsins.
Svo segja fréttir, að Essad
Pascha, sem stjórnaði liði Tyrkja
í Scutari, þegar kastalinn gafst
upp, hafi verið myrtur i Tirana,
sem er borg í Albaniu. Hann fékk
borgina Scutari í hendur Nikulás-
ar konungs meö þeim skilyrðum,
að fá að halda þaðan öllu liði sínu
með vopnum. Eftir það hefir
hann haldizt við í Albaniu og hald-
ið lögum yfir landinu, í þeirri von,
að stórveldin mundu viðurkenna
hann sem stjórnanda þess lands.
Sagt er að hann hafði verið veginn
i hefndar skyni fyrir víg Nizam
Pascha, sem stjórnaði vörn x
Scutari, áður Essad Pascha tók
við, og var hinum síðarnefnda
kent vígið. Talað er um, að róst-
ugt muni verða í AJbaniu, er eng-
inn er til að halda hernum í skefj-
um, og er strax farið að tala uni
að stórveldin skerist í leikinn og
sendi vopnað lið inn í landið.
Mundi bæði Austurríki og ítalia
verða fús til þess, með því að þau
lönd þykjast eiga að ráða þar lög-
um og lofum. Má vel ætla, að
þar gerist tíðindi nokkur áður en
lýkur.
Um> önnur mál á Bálkanskaga
er það fréttnæmast, að komið hef-
ir til vopna viðskifta með Grikkj-
um og Búlgörum, ekki langt frá
Saloniki. Særðust og féllu af
Grikkjum i þeirri hrið um 140
manns. Um líkt leyti var skotið
á herskip Grikkja, er þau skriðu
með landi fram, þarsem Búlgarar
höfðu stórbyssur og skotvirki.
Svo er að sjá sem Búlgarar eigi
upptþkin að þéssari orrahríð og
um flest gerast þeir umsvifamikl-
ir. Þeir heimtuðu 200 miljónir
dala í skaðabætur af Tyrkjum, og
mikil lönd að auki, svo sem kunn-
ugt er. Þeir samningar eru nú
knjáðir í Parísarborg.
— Luther Macarthy hét maður
stór og sterkur, hinn stæltasti tal-
inn allra hnefabokka í þessari álfu.
Hann átti leik á laugardaginn við
annan, óþektan, er Pelky heitir.
Canada mann, er og var stór og
knálegur. Þeir áttust við lrtla
stund áður Pelky sló hinn á hök-
una og siðan i bringuna, og við
það datt Luther þessi dauður nið-
ur, og verður flestum blöðum ýkja
skrafdrjúgt um þau leikslok.
Hnefaleikir eru í miklu uppáhaldi
hjá allri alþýðu, þó að víða séu
þeir Jiannaðir með lögum og þar á
meðal í Cánada. Tommy Burns,
er áður var allra hnefagikka
hraustastur, hafði efnt til leiksins
i leikskála þeim hinum mikla, .er
hann hafði bvgt fyrir utan Cal-
gary; sá skáli brann hið sama
kveld og ætla tnenn, að kveikt hafi
verið í lionum, og að eftirleiðis
muni erigir hnefaleikir haldnir í
Canada fyrst um sinn að minsta
kosti.
Slys á drotningar-
daginn.
Sá dagur leið hjá án stórslysa
hér i borg, en vestur á landsenda,
við Long Beach í Californiu varð
hryllilegt slvs. Þar höfðu brezk-
ir þegnar að fornu og nýju, og
þar á meðal margt fólk úr Canada
mikinn viðbúnáð til hátíðahalds,
fóru í skrúðgöngu með lúðraslætti
1 og margskonar viðhöfn og söfn-
uðust að lokum saman frammi
fyrir stórum skála þarsem ræðu-
•höld og annar fagnaður átti að
fara fram. Sá skáli stóð við sjó-
inn og lágu að honum tvennar
brýr. hver upp af annari og fellur
sjór upp undir þær. Nú gekk
fólkið á brýr þessar og gerðist þar
þröng, er beðið var eftir því,. að
skálinn væri opnaður. Veður var
dátt og lék fólkið á alls oddi, er
þáð skemti sér í blíðviðrinu. Alt
i einu tók að braka í efri brúnni
og þarnæst brotnaði hún á 20 til
þrjátíu feta bili, hrundi fólkið of-
an i þá rifu, á það fólk er undir
Móð á hinni neðri brúnni, en hún
gekk þegar sundur og hrapaði alt
cfan á fjörusandinn, fólk cg
plankabrot i einni bendu. Og var
sú sjón mjög átakanieg. Sumir
voru lítt meiddir og stikl-
uðu á kösinni, sem iðaði undir
þeim og komust við það á brott.
Sumir köfnuðu, er fólkið lá þykt
ofan á þeim. Sumum varð það
að bana, að brúabrotin slógu þí,
aðrir fengu bana af því, að fó k
féll á þá úr háa lofti, eða meidd-
ust þann veg til örkumla. AIIs
mistu 37 lífið, mest konur og börn.
Um 100 meiddust meira og minna,
þar á méðal ein kona úr Winni-
peg. — Mikið ámæli liafa þeir
hlotið, er ráðið hafa þessu brúa-
smiði, að gera þær svo ótraustar.
Nýjustu fregnir af
gosinu.
Eins og Vísir gat um í gær,
komu þeir heim úr austurferðinni,
Eggert Briem, Guðjón Sigurðsson
og Andrés Fjeldsted, og flytja þeir
síðustu og nánustu fréttir af gos-
inu. Hefir fréttaritari Vísir haft
tal af þeim félögum og spurt þá
um ferðalagið.
Þeir lögðu af stað réðan á
þriðjudaginn og gistu á Tryggva-
skála. Næsta dag fóru þeir að
Galtalæk, efsta biæ á Landi, og
sváfu þar í þrjá tíma. Lögðu svo
á fjöllin aðfaranótt fimtudags
með tveim fylgdarmönnum frá
Austvaðsholti. Þeir héldu Fjalla-
læksveginn nyrðri, og ,var hann
all-góður, en þó sandvaðall á kafla.
Þegar þeir komu undir Valahnjúk
gerðist ferðin ógreið og gengu
þeir þá brátt af hestunum, og létu
annan fylgdarmanninn gæta þeirra
og gefa þeim.
Gengu þeir svo fjórir austur
að hinu nýrunna hrauni, og er
þeir höfðu skoðað sig um á þeim
sömu stöðvum og þeir Ólafarnir
höfðu verið, réðu þeir til upp-
göngu í hraunið og komust þvert
yfir það neðanvert við vestustu
Krókagilsölduna. Þá héldu þeir i
landnorður meðfram hrauninu
austanvert, þar til þeir komust í
námunda vi!ð gosgíginn, sem stend-
ur yfir eystri Kringreiðar-öldu og
rigndi þá á þá vikri, en öskufall
var ekkert. Vikurinn var kaldur
þegar hann kom niður, og svo
voru vikurstykkin laus í sér, að
þau nioluðust, er þau féllu á þá.
Þá gengu þeir upp á Kringreiðar-
ölduna og sáu þaðan glögt ofan í
gíginn, i um 200 faðma fjarlægð.
Gigurinn var sigjósandi og stóð
eldsúlan hátt í loft upp og mökkur
upp af, og rann þeim megin úr
gígnum eldfljót í bröttum fossi
niður á láglendið og síðan í sveig
um ölduræturnar. En i gígnum
sjálfum var sem stórsjóir féllu og
brimrót, þar sem öldurnar skullu
á barmana.
Sáu þeir þetta í góðum sjón-
j auka svo gerla, sem það væri við
I fætur þeirra. Má óefað fullyrða
I að fágætt er að menn eigi þess
kost, að sjá i slíkri nálægð ofan i
gjósandi gíg, þar sem hann stend-
ur að jafnaði hærra en landið um-
hverfis.
Þarna af öldinni gaf að líta
einhverja hina fegurstu sjón, næst
gíginn og eldfljótið, þá hraunið á
bak við, en tipp úr því stóöu ótal
hvítleitir mekkir hátt í loft upp og
loks gaf í fjarska að líta Heklu
I háa og tignarlega og fannhvít ör-
æfin.
Eftir að þeir félagar höfðu reik-
að fram _um ölduna, freistuðu
þeir að komast skemmri leið til
baka, en urðu þar frá að hverfa,
með þvi að hraunið var þar miklu
breiðara, en eldfljóti'ö féll þar á
aðra liönd ofaná hrauninu, sem
nýstorknað var.
Héldu þeir félagar þá sömu leið
til baka, er þeir höfðu komið, enda
gerði skruggur og eldingar og úr-
komu með éljagangi, en sá er gætti
hestanna var óharðnaður ungling-
ur og óttuðust þeir að hann gæti
ekki komið. Eftir 6p2 klukkutíma
göngu um eldstöðvarnar og til og
frá komu þeir loks aftur til hest-
anna og héldu þá tafarlaust til
bygða og gekk þá ferðin greiðieg-
ar en áður, með þvi að hallaði und-
an fæti, og meðfram einnig af
þvi, að þá beigðu þeir þegar nfð-
ur að Rangá eftir að þeir höfðu
farið í gegnum afréttargirðinguna,
sem liggur milli Rangár og Þjórs-
ár. Losnuðu þeir þann veg við
allan sandvaðal og höfðu greiðan
veg. Að Galtalæk komu þeir aft-
ur á föstudagskveldið og höfðu þá
verið 17 tíma í óbygðum.
Syðri eldana höfðu þeir félagar
ekki orðíð neitt varir við, en eftir
því, sem þeir höfðu haft spurnir
af um afstöðu þeirra frá Galta-
læk og víðar úr Rangárvallasýslu
geta þeir til, að þeir eldar muni
vera í nánd við Torfajökul eða í
honum vestanverðum.
Druknun.
A þriðjudaginn þann 20. þ. m.,
vildi það slys til í Nýja íslandi
að maður druknaði framundan Ar-
nesi, Stef.án G. Jóhannesson, frá
Búastöðum. ITann bjó þar með
móður sinni, fátækri ekkju, en
faðir hans hafði dáið vofeiflega
fvrir nálega fimtán árum, með
því móti að tré féll á hann í
skógi. Um nánari atvik áð slys-
inu hefir ekki frézt. Umboðs-
manni New York Life, herra Chr.
Ólafssyni var símá< dauðsfallið i
gær; hinn látni hafði lífsábyrgð í
þvi félagi.
Bókafregn.
7. Skírnir
tímarit hins íslenzka Bókmenta-
félags er nýlega út komið, hið
fyrsta hefti liins 87 árgangs. Þar
er fyrst kvæði er nefnist Egill
Skallagrímsson, eftir Einar Bene-
diktsson, kröftuglega og fim’ega
orðað, svo sem þetta erindi sýnir:
Þar hel og lif barðist harðast í
landi
hæstur, mestur reis norrænn andi.
Námstyrk og framskygn brann
hvötin í hug
yfir hafdjúpsins veg, yfir arnarins
flug.
En ástirnar hjörtu fornkynsins
fólu
fátöluð, auðug og bjargtrygg til
dauða —
því speki og kapp, með hinn drotn-
andi dug,
var dýrst undir frostlandsins sólu.
Þarnæst er vel og skemtilega
sögð æfisaga Jóns Borgfirðings,
eftir Jón Jónsson. Guðmundur
Hannesson ritar fjöruga cg fróð-
lega grein, er nefnist Lyf og lœkn-
ingar; gengur þar sköru’.egi á
mpti hjátrú og hleypidómum bæði
lærðra og leika, einkum trú al-
þýðu á mátt lyfja til að lækna
sjúkdóma. í því sambandi mætti
minna á ummæli Próf. Osler’s,
sem allra lækna þótti snjallastur
hér í álfu, og nú er í Oxford á
Englandi. I ritgerð nokkur.i um
framfarir læknisfræðinnar segir
hann svo, að af> allri þeirri lyfja-
mergð, sem á boðstólum sé og
brúkuð sé, liafi aðeins fáein með-
öl. sem hann telur upp, örugga
verkun, en allra lyfja bezt og
megnugust sé þó trúin, trú sjúk-
linga á það, að meðöl eða áðgerðir
læknisins orki til bata. Ef svo
skyldi vera, þá virðist sá læknir-
inn liafa bezt, sem notar sér mest
þann kröftuga ' meinabætir. En
herra G. H. hefir alla tíð verið
“iconcclast”, haft sínar skoðanir á
flestum hlutum og viljað kenna
þær almenningi, í stað þess sem
auðveldara er, að fara þjóðgötu
útúrdúralaust. Þessi stutta rit-
gerð hans er mjög svo læsileg og
greinagóð.
Næst er ritgerð eftir Dr. Guðm.
Finnbogason. þarsem segir frá
hinni undarlegu reynslu mann-
kynsins að “það að lifa er: áð
deyja”, að siíta kröftunum, að
beita allri orku á hvað sem hver
tekur sér fyrir hendur, sé þeim
hinum sama fyrir mestu. Því
trúlegar sem hver leggur sig fram
til verka af öllu afli, því minna
sem hann stelur undan af kröft-
unum, því meira sé manngildi
hans, og fer doktorinn um þetta
mörgum skynsamlegum orðum,
með ýmsum dæmum úr Islands
sögu. Grein sína nefnir hann
“Akta-skrift”, að atviki, sem hann
til greinir. — Næst segir B. Th.
Melsted frá Danmerkur sögu
próf. E. Holm og eftir það koma
fréttir útlendar og innlendar ásamt
nokkrum dómum um bækur, þar
á meðal um orðabók Jóns Ólafs-
sonar, eftir Einar Arnórsson, og
virðist dómur sá ritaður af svo
miklu kappi, að hann nýtur sin
enganveginn þess vegna.
II. N EimreiSin.
Annað hefti þessa árgangs hef-
ir fjölbreytilegt innihald að vanda,
sögur margar og kvæði og fróð-
legar ritgebðir. Nefna má tvö
kvæði eftir Guðmund á Sandi,
annað erfiljóð eftir Björn Jónsson,
’hitt heitir “Björg ljósmóðir”, og
birtist það i síðasta blaði voru, en
af ógáti var þess látið ógetið,
hvaðan það væri tekið. Ýmisleg-
ur fróðleikur er þar, einsog vant
er, bókmentum Islandi viðkcm-
andi utanlands, svo og röksamleg-
ir ritdómar um íslenzkar bækur.
Meðal annara bóka minnist rit-
stjórinn, háskólakennari Valtýr
Guðmundsson á eina bók, er út
kom hér í Winnipeg, árið sem leið,
með nafninu “íslenzkir höfuðlær-
dómar”. I þeim ritdómi fer rit-
stjórinn svofeldum orðum um
Nýju guðfræðina: “Hún er hálf-
gert viðrini, hvorki fiskur nó fugl;
er nánast orðin “únitaratrú”, en
þorir ekki eða vill ekki kannast
við það, og þykist standa á göml-
um rétttrúar-grundvelli, þrátt fyr-
ir alt”. Niðurlagsorð ritdómsins
eru á þessa undarlegu leið:
“Kristur spurði þá sjálfur: Ilvað
er sannleikur?” í gamla kverinu
var Pílatus borinn fyrir þessari
spurningu, en vera má, að hitt
standi í Nýju biblíuþýðingunni, og
sé þaðan komið í Eimreiðina.
Þetta hefti er þrýtt mörgum
myndum og er skemtilegt að lesa.
K. S.
Frá íslandi-
Reykjavík 26. Apríl.
Fy.rsta botnvörpuskip Norðlend-
inga kom nýlega til Akureyrar,
keypt í Hamborg af Asgeiri Pét-
urssyni kaupm. og Stefáni Jónas-
syni skipstj., er keypti skipið og
kom með það upp til Akureyrar.
Dáinn er nýlega Jón Þorkelsson
bóndi á Jarlstöðum í Bárðardal,
merkur bóndi, bróðir sr. JVhanns
dómkirkj uprests.
A sumardaginn fyrsta, 24. þ. m.,
var ákaft hvassveður vestanlands.
Þá rak upp tvo vélabáta, sem lágu
á höfninni í Bolungarvík, og sömu-
leiðis vélarkútter frá Eyjafirði.
í Hnifsdal sleit upp fjóra vélar-
báta. Skemdir urðu meiri og
minni á öllum þessum skipum.
Hvaðanæfa.
— Þann 23. Mai er sagt, að
Vesuvius hafi gosið. Um morg-
uninn þann dag kom fram gigur
í fjallinu, eða réttara sagt gjá um
þveran þann gíg, sem oftast hefir
gosið og vall þar út aska og eim-
yrja. Jarðskjálfta kippur hafði
fylgt gosinu. Hvorki aska né
hraun breiddist út fyrir rætur
fjallsins.
SILFUR-BRÚÐHJÓN í SELKIRK
Séra N. S. Thorlákssón og frú.
Silfurbrúðkaup.
Sunnudagskv^Idið 18. þ. m. var
eg staddur við kirkju í Selkirk, og
jafnvel þótt kirkjan sé vél sótt,
bæði af safnaðar og utansafnaðar
fólki, þá tók eg eftir þvi að ó-
vanalega margir voru viðstaddir.
Einnig var kirkjan prýdd blómum.
Þegar séra N. S- Thorláksson
J<om i kirkjuna hafði hann hvitt
blóm á brjóstinu og konan hans
líka. Kirkju athöfnin framfór sem
vanalega. Prestur mintist þess í
upphafi ræðu sinnar, a'ð guðspjall
dagsins hefði fléttast inn í æfi-
sögu sína, meira en aðrir textar
guðs orðs. tJtaf guðspjallinu hefði
hann flutt fyrstu ræðu sína, svo
og vígxluræðu, og fyrir ári síðan
á minningarhátíð fy.rsta presta-
kallsins sem hann þjónaði. Og
nú á 25. hjúskaparafmæli þeirra
hjóna, sent bæri upp á þennan
sunnudag, væri textinn lagður upp
í höndurnar á sér. Þessi texti er
um Krist og Nikodemus CJóh. 3.J.
Að afstaðinni messu, stóð upp
forseti sat'naðarins, lögm. B. Ben-
son, og bað fólkið að biða litla
stund. Hann skýrði frá, með
nokkrunt vel völdum orðum, að í
dag væru liðin 25 ár f.rá giftingar-
degi séra N. S. Th. og konu hans,
og vinir þeirra hefðu löngun til
að sýna þeim hlýjan vinarhug, um
leið og þau flyttu inn á annan
aldarfjórðung hjónabands sambúð-
ar sinnar, og að síðustu kvaddi
hann Mr. Cl. Jónasson til að
ávarpa hjónin fyrir hönd vina
þeirra.
Mr. Jónasson varð við þeim til-
mælum og afhenti hjónunum silf-
ursett á bakki, sem á var grafið:
“Til séra N. Stgr. Thorláksson og
frúar hans á silfurbrúðkaupsdegi
þeirra, 18. maí 1913. Frá vinum
þeirra t Selkirk". Hann gat þess
að í könnunni væri lítið eitt af því
sem kallað væri “ltinn þétti leir”.
Að því búnu flutti hann tölu, og
að henni endaðri gekk hann fyrir
áltarið og hélt bæn og faðir vorið,
og að síðustu var sunginn sálmur-
inn 589.
Mr. Thorl. tók þá til máls og
þakkaði innilega fvrir þau vinahót
sem þeim hjónurn væru sýnd, bteði
af söfnuðinum og utan safnaðar
fólki; þau hjónin het'ðu ekki haft
hugmynd um að þessi samtök sem
hér komu fratn, heföu verið í
hreifingu undanfarna daga, til
þess, á þessari stundu, að sýna
þeim slíka velvild og virðingu.
Meðal margs annars gat hann þess,
að svo framarlega sem Selkirk
söfnutður vildi halda sig fyrir
prest, þá frá sinni hlið mundi það
verða dauðinn sem skildi sig frá
þeim.
Að siðustu tóku þau á tnóti inni-
legustu lukkuóskum frá öllum sem
þar vortt. Margir töluðu til þeirra
að deginum gegnurn telefón og
hraðskeyti sendu frændur og vinir
frá Noregi til þeirra. Margir
fylgdu þeim heim um kveldið og
höfðu þar sem vant var, góða
ánægjustund, kaffi og sælgæti.
Það er nú ekki oft að silfur-
b. úðkaup eru haldin, og því sjaldn-
ar að leikmaður færi fram þá at-
höfn. Eg hefi nokkrum sinnum
hey.rt Mr. Jónasson halda tölur við
mismunándi tækifæri, og hefir
hann sagt hugsun sína vel. En eg
hef ekki fyr heyrt hann flytja bæn,
hún var vel lntgsuð og vel flutt,
og átti vel við tækifærið. Og eitt
er víst, að allmargir sem þar voru,
létu þá skoðun i ljósi, að vinir
þeirra hjóna mættu vel við una,
j)ótt j)eir hefðu ekki fengið prest
til að framkvæma athöfnina. Þrátt
fyrir það, þótt hann hefði lítinn
tíma, leysti hann starf sitt vel af
hendi.
Þegar heimili manns er blessað
: af drotni, með ánægjulegri sambúð
i við konu og börn, þá er sagt að
i enginn staöur sé ánægjulegri en
j heimilið. En samt getur maður
j fundið staði heirna hjá vinum sin-
I um, sem veita ánægju í rikum
ntælir. Eitt af þessum heimilum
er hjá Mr. Thorlákssan og konu
hans. Ef þú ert gestur þeirra þá
ertu heima hjá þér, gestrisni, alúð
og ánægja sykrar sámverustundina
sem j)ú eyðir þar, svo þér finst þú
sannarlega vera heinta; þetta er
ekki eingöngu mitt álit, heldur er
það rtkjandi skoöun fjöldans, sem
heintsækja þetta fyrirmyndar heim-
ili og sama ntá segja um börnin
jxeirra. þau eru ánægjulegu blekk-
irnir i jæssari heimilis keðju, sem
alt til samans, veitir öðrum marga
ánægju stund.
Það eru hér ntenn, sem hafa
ákveðna trúarskoðun í aðra átt. en
N. S. Th. En samt hafa þeir
mikla ánægju af þvt að hafa sam-
vinttu við hann í öllum velferðar
málum borgaralegs félagsskapar,
og bera virðingu fyrir honum
sem einum af okkar nýtustu borg-
urum.
Viðstaddur.
— Þrír háskólakennarar eru ný-
lega látnir í Khöfn, Steenstrup
steinafræðingur, Hagerup og
Grundtvig. Hinn síðastnefndi
kendi lög við háskólann, hafði
tekið eitt hið bezta próf í sinni
grein, er þar hafði nokkru sinni
leyst verið af hendi og reyndist
síðar efnilegur maður. Dauða
hans bar að með því móti, að hann
kastaði sér fyrir járnbrautarlest^
og skáru hjólin af honum höfuð
og fætur.
— Tveir ungir Svíar voru á
fuglaveiðum nálægt Watson, Sask.
og komu að kviksyndis mýri, mjög
breiðri. Annar þeirra lagðist til
sunds yfir fenið og komst hálfa
lei'ð, fékk krampa og druknaði.
— Keisarinn í Japan, setn setið
hefir að völdum í tæpt ár, liggur
mjög veikur af lungnabólgu; hann
er 34 ára gamall og á þrjá sonu,
og er hinn elzti þeirra 12 ára að
aldri. Keisarinn hefir oft þjáðst
af lungnaveiki og því eru menn
kviðnir af afdrifunum i þetta sinn.
Atta læknar stunda sjúklinginn.
— Frétt frá Dattphin segir, að x
skógttnum, því héraði tilheyrandi, j
hafi verið feld tré sem samsvarar i
um 90 miljónum cubic fetum af
timbri. Það skógarhögg er meira
en menn hafa áður vitað dæmi til
og ntikill gróði vís þeim félögum,
sem þessa atvinnu hafa rekið, með
jtví að timbur fer hækkandi í
verði.
— Þýzkir ntenn lögðu í leiðang-
ttr í fyrra vor, austur með norð-
urströnd Asiu, sömu leið og Nord-
enskjold fór fyrstur manna árið
1878. Þessi þýzki leiðangur
kornst ekki lengra en austur fyrir
Spitzbergen; þar gengu menn af
skipi og vildu sumir láta fyrir ber-
ast í Spitzbergin, en sumir halda
til skipsins aftur. Fórust nokkrir
menn þar, og þar á meðal foringi
fararinnar. Norðmenn voru fengn-
ir til að leita skipsins og mann-
anna og björguðu þeir þeim sem
eftir voru lifandi. Svo virðist,
sem fáum sé fært í slíkar trölla-
leiðir, sem heimskauta ferðirnar,
eru, nema norrænum mönntim.