Lögberg - 29.05.1913, Blaðsíða 4
LÖÚBERG, FIMTUÐAGINN 29. Maí 1913.
LÖGBERG
Geíið út hvern fimtudag af Thk
CoLUMBIA pFESS LlMITED
Corner William Ave. &
StierbrooFe Street
WlNNIPBG, — MANITOPA
m
1
m 1
i
STEFÁN BJÖRNSSON,
EDITOR
J. ,-v. BLÖNDAL,
BUSINESS MANAGER
UTANÁSKRIF T TIL BLAÐ^INS:
The Columbia Press.Ltd.
P. O. Box 3172, Winnipeg, Man.
UTANÁSKRIFT RITSTJÓRANS.
EDITOR LÖGBERG,
P. O. Box 3172, Wmnipeg,
Manitoba.
TALSÍMI: GARkY 2156
Verð blaðsins $2.00 um árið.
!
i
!
I!
I
vj 1
Fjáreyðsla og treg lán.
Svo segja þeir, sem kunnugast-
ir eru þeirn hlutum, að aldrei hafi
verið eins tregt um peningalán
eins og í ár, á síðasta mannsaldri.
að árinu 1907—S undanskildu.
Þegar litið er á búskaparleg ýmsra
þjóða að undanförnu, verður þetta
vel skiljanlegt. Auk þess sem
flestar þjóðir brúka meira fé til
stórvirkja og einkum hervarna,
heldur en nokkru sinni áður, j)á
hafa þau tíðindi gjörzt í ár, sem
valda enn meiri hrúkun fjár en á
fyrirfarandi árum. Þartil má
nefna sem dæmi, að Mexicó er nú
að taka lán, sem nemur meir en
75 miljónum dala. Það land lagði
upp peninga af miklu kappi, mest-
allan þann tíma, sem Diaz sat þar
að völdum. Frá þeim tima, sem
uppreisnin hófst þar, hafa herir
rekist aítur og fram tim landið
og sóað auð þjóðarinnar, án þess
að vinna neitt upp í skarðið. Nú
e^u J)ær birgðir, sem þá söfnuðust
fyrir, með öllu uppetnar, og landið
\erður að lána stórfé hjá öðrum
þjóðum, og borga það um ókomin
ár með afrakstri af atvinnuvegum
sínum, varningi sem er nauðsynja
vara og hefir því stöðugt gildi,
svo sem keti, skinnum, mais cg
málmum. En það fé, sem farið
hefir til ónýtis í Mexico á siðustu
arum er lítils virði hjá því sem
sóast hefir á Balkanskaga árið
sem leið. Sá auðiir, sem þar hefir
farið forgörðum, er æfa miki.l.
Þær þjóðir, sem þar hafa háð
hildarleik, eru nú í krcggum og
sárbiðja hinar, sem setið hafa hj.i,
að lána séT fé ineð hvaða kjörum,
sem jrær vilja setja. En svo vill
illa til fyrir þeim, að rétt þegar
þeim liggur mest á, að fylla upp í
skörðin, taka Frakkar og Þjóð-
verjar enn dýpra í árinni en áður
til þess að auka her, sjó cg Ioft-
flota. Þegar sókst er eftir té með
svo kappsamlegu móti, þá er lítil
furða að vextir fari hækkandi, svo
að J>eir jafnvel eru komnir upp í
átta af hundraði, og ekkert útlit
fyrir, að þeir sem skildinga eig),
muni slaka til fyrsta kastið.
Kosningar í haust.
A þingi voru í Ottawa hefir það ■
gjörzt tiðinda, að cldungadeildin
hefir enn á ný breytt vegaaga
frumvarpi stjórnarir.nar, á J>á leið, !
að vegafé skuli úthli tað. ekki eft-
ir geðþótta stjórnarínnaheldur
eftir fólksfjölda í hinutn ýntsu
fylkjum. Það er J>örf cg í raun-
inní sjálfsögð umbót, með því að j
þarmeð er tekið fyrir frei tingar ■
sem stjórnin J<ann að hafa til þess
að útbýta vegaft'nu eftir viná t.t
og pólitísku fylgi. en ekki ein-t
göngu eftir þörfum landsins. Það
er alveg vafalaust, að öldunga-!
deildin hefir J>ar góðan málstaö að
verja og er undarlegt, að stjórnin
skuli ekki sjá það sjílf að 1 ún
vinnur sér ekki annað en óþökk |
og óvirðing sjálf-tæðra marm i
með J)ví að reyna að troða lögun- |
um i gegn, móti vilja þingsins.
L*m flotamálið er það að segja, |
að það er nú fyrir öldungadei d- i
inni og þykir líklegt, að deildin |
beiti öllum löglegum ráðunt, til 1
Jæss að fá J>að spursmál lagt urdir '
atkvtæði þjóðarinnar. Ekki aöeins j
er þar um 35 miljóna útgjöld að
ræða — 5 dala nefskatt á hvert
mannsbarn í landinu, — heldur
um nýja stefnu í landsmtlum,
þvert ofan í viðtekna stefnu allra
helztu manna þjóðarinnar. Það I
hefir hafst fram gegnum þing með
ofríki og 'hörkubrögðum, og þv?er
ekki nema rétt og sjálfsagt að
öldungadeildin beiti valdi sínu til
þess að fá stjófnina til að bera
það undir almenning. Það er því
líklegt. að flotamálið verði þar
felt, og ef svo verður. er því
spáð, að stjórnin gangi til kcsn-
inga með haustinu.
Nýja guðfrœði Jóns próf. Helgasonar.
(Framh.)
Þær eru þegar orðnar feikna-langt mál, Trúmála-
hugleiðingar .Tóns jirófessors Helgasonar í „lsafold“, og
ekki séð fyrir endinn enn. Vér höfðurn hugsað oss að
benda góðfúsum lesara á nokkrar af mörgum vanhugsuð-
um 6g vansköpuðum ályktunum lians í hinum fyrri köflum
hugleiðinganna, auk þeirra, er vikið var að í ritgjörð vorri
urn þetta efni 1 „Sameiningunni“ síðast. En þarsem nú
þegar sýnt er orðið, að áfram á að halda endalaust og allt-
af bœtist grátt ofan-á svart, þá nennum vér ekki að halda
þeim eltingaleik áfram. Vér hlaupum því vfir allt nema
aðal-atriði málsins.
Það er. fimmti kaflinn í „lsafoldar“ -hugleiðingum
jtrófessorsins, sem er aðal-atríðið. Fyrir honum liverfr
allt hitt. Enda er hann um „Grundvöll trúar vorrar.“
Þar útlistar liöf. hina nýju kenning sína um Jesúm Krist.
Urn innihald kaflans er það að segja, að það er hrein og
bein Cnítara-kenning, en mun lakar frá henni gengið en
gjört er í ritum beztu kennimanna Únítara, svo sem
Channing.’s og Parker’s og hinna snillinganna í Boston á
naostliðinni öld, enda lengra gengið í afhjúpun guðdóms-
ins í persónu Krists, heldr en höfundar Únítara-kenning-
arinnar hér í landi gengu í fvrstu, að minnsta kosti dr.
Channing.
Próf. J. H. leitar að grundvelli fyrir trú sína. Hann
athugar heilaga ritning, en hún revnist honum ófullnœgj-
andi. TTann segir: „Vér vitum, að margt stendr í biblí-
unni, sem ekki verðr lengr ábyggilegt talið. En með því
er loku fvrir það skotið, að liún geti orðið mér það liið ó-
bifanlega fullgildi, sem eg geti grundvallað á trú mína.“
Þá athugar hann hina „náttúrlegu opinberun“, sannanir
þær fvrir tilveru guðs, sem „lieimspekilega hugsandi guð-
frœðingar og guðrœkilega hugsandi heimspekingar höfðu
klakið út.“ En svo segir liann, að Kant ilafi komið til
sögunnar, og liann liafi ekki þurft annað en að anda á
þessar sannanir, og þær hafi lirunið í grunn einsog spila-
hallir. Loks leitar höf. til Jesú Krists, og þar finnr liann
„grundvöll trúar vorrar.“ Hiklaust gjörir hann þá játn-
ing: „Kristr er hellubjargið, sem trú vor hvílir á.“
Þessarri játning samsinna vitanlega allir menn, sem fcalla
sig kristna, Únítarar sem.aðrir.
En svo kemr spurningin, sem á leikr: Ilver og hvað
er sá Jesús Kristr, sem vér allir nefnum grundvöll trúar
vorrar, en sinn á livern hátt ?
Jón próf. Helgason virðir Krist fyrir sér frá sjónar-
miði nýja testamentisins og segist að þessu sinni leiða hjá
sér spurninguna um trúverðugleik þess. Hann segist
beina athygli sinni óskiftri að „sjálfum manninum, sem
skýrt er frá í ritum þessnm.“ Mörgum fögrum orðum
fer hann um manninn og lætr hann gnæfa hátt upp-yfir
aðra trúarbragða-höfunda, Móses, Buddha, Konfúeíus og
Múhameð. En þótt fagrt sé mál það, liafa þó margir
Jieir, sem hafna guðdómi frelsarans, ritað um hann og dá-
samlega yfirburði hans yfir aðra menn rniklu hugnæmara
mál, og enginn þó með ineiri innileik en Renan, vantrúar-
maðrinn frakkneski. Um það efni eru ekki deildar mein-
ingar, hversu mikill og góðr maðr Jesús hafi verið, þótt
nýfrœðinga-liöfðinginn Campbell vilji ekki viðrkenna
syndlevsi hans. En hvað er hann svo, þessi mikli og góði
maðr? Er hann maðr aðeins, eða er hann guð blessaðr
am aldir, einsog postulinn segir ? Niðrstaða próf. J. H.
er sú, að hann liafi verið guði fyllt sál. Skilgreining pró-
fessorsins liljóðar svo: „Vér sjáum þannig, þarsem Jes-
ús guðspjallanna er, guðfyllta sálu, mann, sem á hverju
augnabliki lífs síns, einsog vér þekkjum það af guðspjöll-
unum, er svo altekinn af guði, að öll framkoma hans í
stóru og smáu, til orða og vérka, mótast af því.“
Rökleiðsla J. H. heldr svo áfram: Hann er sann-
fœrðr um, að „þessi dásamlegi rnaðr4 ‘ hafi verið til og því
hljóti sá guð að vera til, sem sál hans var gagntekin af.
„Getum vér hugsað oss , að þessi guðfyllta sál hefði getað
verið til, ef enginn guð væri tilf — —- Jesús Kristr er mér
virkileiki. Sá virkileiki er því aðeins mögulegr, að guð
sé til. Þess vegna er einnig guð virkileiki, guð Jesú
Krists 0g vor.“ Á þennan hátt segir höf. að Jesús Kristr
verði grundvöllr trúar sinnar: það sýnir sig á Jesú
Kristi, að guð hefir haft áhrif á hann, — fyllt sálu hans.
Þess vegna er guð til; og guðlegu áhrifin á Jesú eru svo
góð, að maðr verðr hugfanginn af ásýnd hans, og hjarta
vort hneigist fyrir hann í lotningarfullu trausti og til-
beiðslu að „sjálfum guði.“
Með þessu er þá ljóslega kennt, að Jesús sé ekki
„sjálfr guð“, en hann sé sönnun fyrir því, að til sé guð, af
því guð hafi haft svo mikil áhrif á hann. Jesús er ekki
annað en maðr, en maðr, sem hefir þegið meira en aðrir
af guðs anda, er „guði fyllt sál“. Þetta er í rauninni al-
veg sama sem Campbell kennir og sama sem Únítarar
trúa.
Hvergi hefir mér fundizt kenning guðfrœðinganna
nýju um eðli Krists betr útskýrð en í prédikan einni eftir
Campbell, sem prentuð er í því prédikana-safni hans, er
nefnist Temple Sermons. Rœðan hefir fyrirsögnina:
„Setjum svo, að Kristr væri maðr aðeins.“ Hann segir
þar aftr og aftr, að Jesús sé aðeins maðr, en manneðlið í
œðsta veldi sé guðdómlegt. Menn nái misjafnlega hátt
upp til móts við guðdóminn. Þegar sem hæst sé komið,
verði ervitt að aðgreina, livað guðlegt sé og hvað mann-
legt, eða hvenær manneðlið verði guðlegt. Jesús hafi náð
allra lengst, svo manneðli hans sé guðlegt umfram alla.
Campbell gjörir lítinn eðlis-mun á guði og manni. Ann-
arsstaðar hefir Campbell aftr haft sama orðtœkið um
Krist einsog það, er séra Jón Helgason nú við hefir og
margir aðrir á undan honum af nýguðfrœðingum: “guði
fyllt sál.“-
Það er fróðlegt að bera þessar nýju tilraunir saman
við kenningar Únítaranna, sem verið hafa brautrvðjendr
hinnar „frjálslyndu stefnu“ og búnir eru að sigla um þau
sundin, sem nýguðfrœðingar eru nú að velkjast í. Hér er
talað um Únítara-stefnuna einsog vér þekkjum hana af
sögu hennar hér í Vestrheinu, þarsem vegr hennar hefir
mestr verið. Það eru nú liðin um hundrað ár frá því hin
nýja guðfrœði Únítara hófst í Boston 0g breiddi sig út
um Ný-Englands-fylkin. Fremstr í flokki frumherja
þeirrar stefnu var valmennið þjóðkunna dr. William
Ellery Channing. Eg hefi fyrir mér ritverk eftir hann
frá 1815. Þar lýsir hann trúarlegri afstöðu Únítara-
prestanna og kemst meðal annars þannig að orði: „Meiri
hluti presta vorra trúir'bví, að Jesús Kristr sé meira en
maðr, að hann hafi verið til áðr en heimr var skapaðr, að
hann hafi í bókstaflegum skilningi komið af himnum til
að frelsa kyn vort.“ Nokkrir, segir hann, hafni þríein-
THE DOMINION BANK
8ir EDMUND B. OSI.ER, M. P., Pre» W. D. MATTHEWS .Vlce-Pre*.
C. A. BOGEIÍT, Gcncral Manager.
llöfuðstóll borgaðu* . . . . $5,000,000
Viirusjóður
Allur cignir . $70,000,000
pJEK GETTr) BYRJAD liI’.IKXIXG MEt) $1.00
Sumir stærstu reikningar í sparisjóðsdeild voru birjaðir í
mjög sniáum stíl. Reikning má byrja með $1.00 eða meira.
XOTKE DAXIE BRAXCH: Mr. C. M. DENISOX, Manager.
SELKIKK HRAXCH: .1. ORISDALE, Xíanager.
NORTHERN CROWN BANK
AÐALSKKIFSTOrA í VVINNIPEG
Höfuðstóll (löggiitur)
Höfuðstóli (greiddur)
&
ing persóna guðdómsins, án þess að hafa gjört sér á-
kveðna skoðun um eðli Krists; og enn sé þeir nokkrir í
þeirra hóp, en mjög fáir, sem „trúi því, að Kristr hafi
verið einungis mannlegr að eðli.“ Þannig var ástatt
fyrir Únítörum, er trúmála-óeirðirnar miklu liófust hér í
landi. Smámsaman lenti þeim meir og meir saman, nýju
guðfrœðingum þeirrar tíðar — Únítörunum — og guð-
frœðingum liins gamla skóla kalvínska rétttrúnaðarins,
sem frá dögum Jónatans Edward’s liafði ráðið lögum og
lofum í Nýja Englandi. Únítarar fœrðu sig upp-á skaft-
ið og höfnuðu æ fleirum kenningum kirkjunnar. Komu
þá fram í þeirra liópi margir lærðir og ágætir menn, svo
sem próf. Andrews Norton, George Ripley, skáldið Emer-
son, og einkum Theodore Parker. Hinn síðastnefndi
gekk lengra miklu en sjálfr Channing, einkum í því að
hafna kraftaverka-kenningum nýja testamentisins og því,
sem þar er kennt um yfirnáttúrlega fœðing Krists og lík-
amlega upprisu hans. Samt gekk hann þar ekki spori
framar en nýju guðfrœðingarnir vorir. Nýtt tímabil í
framþróun Únítara-kenningarinnar liefst um og eftir
1840, þá Theodore Parker gaf út merkustu rit sín. Dr.
Channing gat ekki samþykkt kenningar Parker’s. Hann
vildi ekki samsinnna kenningum þeim um kraftaverkin,
sem Parker hélt fram. Sagði, að ef þeim væri hafnað, þá
yrði að hafna Kristi; en liann liélt fast við þá skoðun, að
Kristr væri yfirmannleg vera, enda þótt hann hefði hafn-
að þrenningar-lærdómi kirkjunnar og endrlausnar-kenn-
ingunni á mjög svipaðan hátt og séra Jón Helgason hefir
liafnað endrlausnar-kenningunni í fyrirlestri sínum um
það éfni. Eftir þetta voru um hríð tvær stefnur hjá
Únítörum, alveg^insog nú er með nýguðfrœðingum vor-
um. Önnur stefnan fylgdi kenningum Parker’s, og varð
hún ofan-á hjá Únítörum; hin var íhaldsamari og í anda
Channings; leituðu sumir fylgjendr hennar aftr í skjól
evangeliskrar kirkju; sumir urðn máttarstólpar í liinum
óbundnu söfnuðum Kongregazíónalista, en sumir að-
hylltust síðar að öllu leyti kenninga-kerfi Únítara einsog
það var frá Tlieodore Parker komið og haldizt hefir í
megin-atriðum síðan óbreytt til þessa dags.
Þeir, sem kunnugir eru upphafi og framþróun Úní-
tara-stefnunnar hér í landi, geta ekki annað en séð, hversu
líkt er á komið með þeirri stefnu og stefnunni, sem ræðr
fyrir hinni svo nefndu „nýju guðfrœði“ í samtíð vorri.
Theodore Parker segir um Únítarismusinn: „Hreyfing-
in hófst meðal menntuðustu manna í þeim hluta Vestr-
heims, þarsem menningin er mest, og meðal þeirra manna,
sem ekki höfðu til brunns að bera trúarþroska hlutfalls-
lega við vitsmuni sína og siðfágun.“ (Weiss’s Life of
Parker, Vol. 1, p. 270.) Byr undir vængi fékk og Únítara-
stefnan í liyrjun með bókmennta-Öldinni nýju, feerti uþp
rann um sama leyti og á sama stað. Þá áttu enn fremr
umbrot þau í stjórnmálum, sem um þær mundir höfðu svo
mikið vald yfir hugum manna, sinn þátt í því að hrinda
af stokkum nýrri stefnu í trúmálum. En það, sem öllu
fremr bjó í haginn fyrir Únítara-stefnuna, var sá svefn
til dauða, sem fallinn var á kirkjuna sjálfa í Nýja Eng-
landi, eftir að liinn heiti eldr hreintrúarmanna—púrítana
—hafði kulnað þar á glóðum, — trúin orðin að andlausum
formum og dauðum siðum.
Svipað þessu er ástandið nú hjá vorri þjóð, og líkt
fer nýju guðfrœðinni hjá oss. Hún sprettr upp við höf-
uðból menntunarinnar á Islandi, samhliða nýjum bók-
mennta-straumum og þjóðmála-hreyfingum. En það,
sem jarðveginn gjörir frjósaman fyrir nýja stefnu, er
rœktarleysið, sem komið er þar í kirkjutúnið, þarsem hin
gamla kirkja liggr í rústum, og svefn, þungr sem dauð-
inn, hefir lagzt á sálir manna í faðmi fjötraðar ríkis-
kirkju.
En Únítara-stefnan hefir ekki náð mikilli útbreiðslu.
Hún hefir ekki reynzt alþýðleg. Hún hefir ef til vill um-
fram aðrar tegundir skynsemistrúar fullnœgt skynsemi
ýmsra frœðimanna. En til hjartans hefir húu ekki náð,
og með engu móti getr hún fullnœgt trúarþörf mannanna
almennt. Henni reyndist óhœgt að haldá hjarta-trú
Channing’s; hún hlaut að aðhyllast hin köldu skynsemd-
ar-rök Parker’s. Þar er styrkleiki hennar, og þar er líka
veikleiki hennar.
Eins mun fara „nýju guðfrœðinni“. Hún er nú þeg-
ar klofin í tvennt: annarsvegar eru þeir, sem fylgja rök-
um hennar út-í æsar, og geta þá ekki annað, framknúðir
af sínum eigin röksemdum, en siglt í kjölfari Únítara og
annarra skynsemistrúarmanna; hinsvegar eru þeir, sem
enn vilja bera kápuna á báðum öxlum, fylgja bæði skyn-
semi-stefnunni og hinni gömlu kristnu trú,‘ og leitast við
að samríma það tvennt. En það mun reynast, og hefir
þegar reynzt, jafn-ókleift verk nú einsog ávallt áðr.
Og það, sem áreiðanlega klýfr fylkingarnar nú einsog
fyrr, er Jesús Kristr sjálfr. Það verðr kenningin um
hann, sem verðr nýju guðfrœðinni til falls. Jesús Kristr
er sá klettr, sem flóðið skellr á; þar skiftist það í tvö
strauma-föll; fer annar straumrinn þeim megin, sem sú
skoðun ríkir, að Jesús sé maðr og efcki meira, mikill og
góðr maðr og siðameistari mannkynsins; en hinn straumr-
inn fer þeim megin, þarsem sú trú ríkir, að Jesús sé guð, -
heilagr og blessaðr um aldir, sem borið hafi syndir mann-
anna og friðþægt þá við föðurinn.
Það er einungis tvennt, sem legið getr fyrir mönnum
hinnar nýju stefnu, annaðhvort að sameinast í skoðunum
að öllu leyti Únítörum, ellegar þá hverfa aftr til uppruna-
legrar evangeliskrar trúar. Og má vel vera, að gott leiði
af hreyfing þessarri á þann hátt, að fyrir það að aftr
rennr straumrinn inn-í farveg kirkjunnar fœri hann
henni ný efni til nœringar og hressingar. Þess vil eg í
íengstu lög vera fullvís, að fáir sé svo langt á veg komnir,
að þeir ekki snúi aftr, þegar gteinilega kemr í Ijós, hvert
leiðin liggr, einsog nú er augljóst orðið af „hugleiðing-
um“ Jóns. próf. Helgasonar, einkum af áminnztum
fimmta kafla þess ritmáls. Komnir eru tveir kaflar enn
af „hugleiðingunum* ‘; en þar er ekkert nýtt og ekkert,
sem nokkurt gildi hefir. Þeir kaflar eru til þess eins
fallnir að sanna ummæli dr. Valtýs Guðmundssonar um
. $6,000,000
t . $2,746,000
S rjÓRNENDUR:
Sir D. H. McMillaD, K. C. M. G.
Capt. Wm. Robinson
H. T. Chanjpion Frederick Nation
W, C. Leistikow Sir R P. Koblin, K.C.M.G,
Allskonar bankastirf afgreidd.—Vér byrjum reikninga við einstaklinga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. — Avisanir seldar til hvaða staðaar
sem er á slatvdi. — Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðs innlösum, sem hægt
er að byrja með einum dollar Reutur lagðar við á hverjum 6 mánuðum,
T. E. ThORSTEINSON, Ráðsmaður.
Cor. Willim Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man.
Formaöur
Vara-formaöur
Jas, H. Ashdown
Hoo.Ð.C- Cameroo
nýju guðfrœðina í nýútkominni „Eimreið“. Þar segir
svo (að slepptu klúrvrðj einu) : „Ilún er-------hvorki
fiskr né fugl; er nánast orðin Únítaratrú, en þorir ekki,
eða vill ekki, kannaét við það, og þykist standa á gömlurn
rétttrúnaðargrundvelli þrátt fyrir allt.“ Hver eftir ann-
an hafa þeir nú kveðið upp-úr með það, liinum megin við
hafið, bæði þeir, sem eru með og móti kirkju, að nýja guð-
frœðin sé alsystir Únítaratrúarinnar. Þyki það óréttlátr
dómr, er þá að kæra á undan oss.
B. B. J.
Fáeinar spurningar tii
Heimskringlu.
i-
Ef það er lýgi að mútum hafi
' verið beitt við Gimli kosningarn-
! ar af hálfu stjórnarinnar, þá er
1 það glæpur af andstæðingum
| þeirra að bera á þá slíka sök, og
! hvernig stendur á því að þeir eru
i ekki dregnir fyrir lög og dómi fyr-
1 ir 'þann glæp? Roblin sagði sjálf-
ur rétt fyrir kosningarnar að ef
eitthvað glæpsamlegt kæmi fram
af hálfu framsóknarmanna í sam-
bandi við Gimli kosninguna, þá
skyldi þeim engin vægð sýnd.
Álítur Roblin þennan áburð sann-
an? eða hvers vegna er það að
hann lætur ekki hefja sakamál á
hendur “lygurunum” og hreinsa
hendur sínar?
• •; rj»i -i ■
II.
Ef það er lýgi aS brennivíni
liafi verið útbýtt nieðal kjósenda í
Gimli kjördæmi af hálfu stjórnar
starfsmanna um síðastliðnar kosn-
ingar og ef stjórninni þykir það
ljótur áburður, 'hvers vegna hegnir
þá ekki Roblin “lygurunum” með
fangelsisvist samkvæmt dómi að
afstaðinni löglegri rannsókn ?
III.
Er það ekki léleg frammistaða
af lands- eða fylkisstjórn að láta
það viðgangast óhegnt að glæpir
séu bornir á saklausa menn eins
og framsóknarmenn hafa nú gjört
við íhaldsmenn? Er það ekki brot
á stjórnarfarslegri skyldu sam-
kvæmt emhættiseiði að láta það
viðgangast órannsakáð ?
IV.
Er það ekki hálf óviðkunnanlegt
þegar hjú vinnur á móti því sem
húsbónda þess er hjartfólgnast.
eins og t. cl. Gunnl. Tr. Jónsson
amast við því að telja blessað
brennivínið eitt af vopnum Rob-
lins? Er nokkuð liklegra en það
að Roblin telji brennivinið helg-
asta vopnið sem hægt sé að beita
við kosningar og láti því lið sitt
nota það þegar í harðbakka slær?
Enginn sem lesið hefir þingræðu
Roblins getur efast um trú hans
á mátt og helgi brennivínsins?
V.
■ Hví var framsóknarmönnum
neitað um rannsókn í máli þeirra
manna er fastir voru teknir i Mac-
donald kosningunni? Ef þeir voru
sekir um glæp, var þá ekki stjórn-
in skyldug að láta sanna það og
hegna þeim fyrir? Ef þeir voru
saklausir af þeim glæp sem á þá
var borinn, var það þá ekki skylda
stjóniarinnar að rannsaka má{lið
og fríkenna þá? Attu þeir ekki
borgaralega heimtingu á því?
Hlutu þeir ekki að vera annað
hvort sýknir eða sekir? Var það
afsakanlegt ef þeir voru sekir að
sleppa þeim án hegningar? Var
það afsakanlegt ef þeir voru sak-
lausir að sýkna þá ekki? Hvað
mundi Tryggvi hafa sagt um slíkt
hefði H. Hafstein átt hlut að máli?
VI.
Hver er munurinn " á því að
múta kjósendum með peningum
eða brennivíni og því að ógna þeim
með þeím hótunum, að ef þeir
kjósi ekki þann, sem stjórnin vilji,
])á skuli hún (stjórnin) beita þá
þeim þrælatökum að neita þeim
um réttmætar itmbætur? Eru
nokkrar mútur til þrælmannlegri
en þessar? Er stjórnin kosin fyr-
ir fylkið eða flokkinn? Hvað
mundi Tryggvi segja um stjórn-
ina á íslandi í likum kringum-
stæðum? Tryggvi sagöi að ef
Gimlimenn kvsii Árna Eggertsson,
þá fengju þeir ekki það sem þeir
óskuðu eftir í umbótum; en yrði
Taylor kosinn þá fengju þeir það.
Er þetta satt ? Er það satt -að
Roblinstjórnin sé svonai svívirði-
leg? Mundi bún neita um sann-
gjairná kröfu fyrir þá sök eina að‘
framberandi hennar hefði aðra
skoðun en stjórnin sjálf í ein-
hverju öðru máli? Mundi hún
veita ósanngjarna kröfu fyrir þá
sök eina að hún væri flutt af póli-
tiskum jábróður? Eg spyr aftur,
er Roblinstjórin svona skítug?
Getur það verið satt?
VIII.
Er það virkilega alvara Heims-
kringlu að við megum ekki horfa
á neitt hér með Islendingsaugum,
og að það sé óþegnhollusta að
horfa á ættlenzka þjóðernið? Er
þetta öll alvaran qieð þjóðernis-
gumið okkar Vestur-Islendinga ?
IX.
Hversu mikið hefði það kostað
Canada að láta fólkið greiða at-
kvæði um flotamálið undir eins í
byrjun? Hversu mikið hefir það
kostað Canada að þæfa flotamálið
í þinginu frá því það fyrst hófst
og þangað til það var afgreitt frá
neðri deild til hinnar efri?
X.
“Fari svo að öldungadeildin felli
frumvarpið, mun stjórin kalla
Islendingadagurinn.
Nefnd sú *er stóð fyrir Islendinga-
deg inum íWinnipeg síðastl. ár boðar
hér með til almenns fundar Mánudaginn
2. Júní n, k. í neðri sal Goodtemplara
hússins, kl. 8 e- m.
Nefndin gerir þar reikningsskap
ráðsmensku sinnar. Þar verður einn-
ig kosin Islendingadags-nefnd fyrir
Detta ár. Fjölmennið því einusinni,
pað er það minsta sem þið getið gert
fyrir þann dag.
J. B. Skaftason,
formaður nefndarinnar.
R. T. Newland,
ritari.