Lögberg - 29.05.1913, Síða 3

Lögberg - 29.05.1913, Síða 3
Jósef Jónatansson Lindal. . I. Það hefir dregist nokkuru lengur fyrir mér en' átt hefði aS vera, að minnast dálítið ítarlegar á bróður-son minn L.indal, sem. “druknaöi” síðastl. vor í firði þeim. er Landamerkjafjörður fBoundary BayJ nefnist, og bær- inn Blaine í Washington ríki í Biandarikj'unum stendur við, — heldur en eg gerði í heimullegu bréfi til ritstjóra Heimskringlu, dags. .þ 6. Nóv. f. á. úr hverju hann birti í blaðinu þ. 18. s. m. kaflann, sem innihélt andláts- fregnina, — sem eg er honum auðv., þakklátur fyrir að hafa gert —, því mér var þá, eins og eg líka komst að orði í bréfkaflanum, “al- veg ókunnugt um hvernig þetta hörmulega slys hafði viljað til”, hafði þá engar upplýsingar fengið viðvíkjandi þessu sviplega og sorg- lega slysi, hafði þá ekkert annað fyrir mér en þetta orðfáa en átak- anlega, hraðskeyti frá ekkjunni hans fds. 6. Des. igoyj: —- “Jósef Lindal er druknaður! Jarðarförin fer fram á mánudag- inn eftir hádegið.” — Með þvi að ýmsir kunna að álíta. að al-lur drátturinn, á að rita þess- ar linur, hafi stafað af trassaskap, þá skal eg geta þess, að svo er alls ekki, heldur er áðal-ástæðan fyrir því, hve lengi þetta hefir dregizt, sú, að eg vildi ekki rita neitt í blað um þetta sorgar-efni á meðan stóð á mannbótar-umleitan þeirri, er eg hefi haft með höndum í vetur fyrir hönd ekkju og barna hins látna, — eins og síðar verður lítillega minst á —, til þess, meðal annars, að fyrirbyggja allar ímynd- anir og aðdróttanir um það, að eg hefði að einhverju leyti spilt fyrir framgangi málsins með einhverju, sem eg hefði kunnað að segja í blaðinu. Ehi þar sem nú þessum árangurslitlu skaðabótar-tilraunum er nú með öllu lokið, þá er hin áminsta ástæöa, fyrir drættinum á að rita þessar linur, jafnframt horfin. Og skal eg því hér með reyna, í eins skýru og stuttu máli og mér er hægt, að segja þessa miklu sorgarsögu, sem og geta um helztu æfiatriöi hins látna. Tildrög slysins og hvernig það vildi til, — að svo miklu leyti sem mér er um það kunnugt —, er á þessa leiö: — 1 fyrra vor (igog) réðst JÓsef heit. Lindal til sögunarmytnufélags í Blaine, sem “Morrison Miil Company” nefnist, og hefir sögun- ar-mylnur í þrem stöðum í Wash- ington ríkinu, með aðalstöðvum í bænum Bellingham. Starf Jósefs heit. hafði ávalt verið í því fólgið, að vinna að einu og öðru kringum mylnuna (in the yardj, sérstak- lega þó við að hlaða vagna fload- ing trucks) og f lokka timbur égrading lumberj, þar til þ. 4. Nóv., um morguninn, að verk- stjóri mylnunnar, — scm Charles Bell er nefndur —, sagði honum að hætta við sína vanalegu vinnu þann dag, en vinna í þess stað úti á fljótandi bjálkafleka flog boom) við að stjaka bjálkum með löngum broddstaf (pike-pole) að mylnunni, — hvar þeir svo eru dregnir, eftir skárennu (slip)*, upp úr vatninu og sagaðir —, því þeim manni ("Frank Louis að nafnij, sem þá vinnu var vanur að vinna hafði veriö veitt fjarveru leyfi. Jósef heit. hafði að sögn þeirra manna er á samtal- ið heyfðu, færst eðlilega mjög undan þessu hættulega verki, sök- um þess, að hann væri því alveg óvanur, og kvað hafa lagt sér- staka áherzlu á það, að hann hefði enga járnbrodda (coulksj neðan i skónum sínum, en sem talið er nauðsynlegt fyrir þá menn að hafa, sem vinna við slíka vinnu. Þessari hæglátu en sanngjörnu undanfærslu hafði alls ekkert ver- ið sint af verkstjóranum, svo Jþsef heit, sem — eins og prest- urinn komst réttilega ar> orði — — “var vanur að hlýða fyrirskip- unum yfirboðara sinni”, fór til vinnunnar þótt honum væri það mjög á móti skapi. Kvað hann hafa sagt það við suma verkamenn sína, að hann vildi heldur tefla á tvær hættur en tapa alveg vinn- unni við mylnuna, — eins og einn landi hans, sem nokkurum mínút- um áður hafði neitað að hlýða þessu valdboöi verkstjórans —, en það mátti heita eina vinnan, sem þá var hægt að fá í bænum, en Jósef heit. maður fátækur og mátti því illa við vinnumissinum. Með öðrum orðum: Jósef heit. hlýddi fyrirskipaninni, þó ískyggi- leg og ósvífin væri, vegna skyldu sinnar viö konu og börn! Hann vann mest allan þennan dag (4. Nóv.J úti á bjálkanum, datt einu sinni ofan í sjórnn, en komst þó, með hjálp, upp úr aftur. Næsta morgun ($. .Nóv.J þegar Jósef heit. ætlaði að fara til sinn- ar vanalegu vinnu ('flokka timburj, kom verkstjórinn til hans, studdi hönd á öxl honum og mælti; “Þú veröur að fara aftur út á bjálkana í dag”. — ÞVí Frank Louis var enn fjarverandi —. Jlósef heit. fór enn mjög nauðugur til verksins. Hann vann slysalaust það eg veit, úti á bjálkunum til hádegis um daginn; kvað þá hafa komið í land til að borða miðdegis-verð, talað fáein orð við einn af sam- verkamönnum sínum, spurt t. d. að, hvort teið sitt hefði verið hit- að fsem oft hafði vðriJS gertj, og þegar því hafði verið svaraö — neitandi, þá hafi hann kvartað um að sér væri mjög kalt, og þótt því ilt, að það hafði ekki verið gert. Þetta mun hafa^verið hans síð- asta samræða, því eftir þetta virð- ist enginn vita neitt um hann, þar til, daginn cftir, að hann finst — örendur! Kl. 2 e. h. þennan umrædda dag. sagði verkstjórinn öðrum manni að fara út á bjálkaflekann til að vinna þar, því að þar væri enginn. Hn þegar hann var spurður að hvar Jósef væri, svaraði hann hik- laust: “Hann er farinn heim!” Og ruglaði svo eitthvað um það, í ástæðu skyni, að honum ('JiósefJ hefði orðið ilt. Verkamönnum mylnunnar þótti þetta alt ískyggi- lega einkennilegt, og sá af þeim er skipað var að fara út á flek- ann hafði litið þar eins vel í kring- um sig og hann gat, en ekki orðið neins vísari um hvarf Jósefs af flekanum. Dýpið hafði og maður þessi mælt, og segir það hafa verið (6) fet. Hvenœr, á timabilinu frá kl 12 til 2 e. h. þ. 5. Nóv., og hvernig að þetta sorglega slys vildi til, verður hér ekki, — og líklega hvergi annars staöar heldur — neitt sagt um með nokkurri vissu. Hvað tímann snertir, þá er þó mjög líklegt að slysið hafi skeð á milli kl. 1 og 2; enda minti suma samverkamenn hans, að þeir hefðu séð 'hann úti á flekanum litlu eftir kl. eitt. — Þá eru og afarsterkar líkur fyrir því, að slysið hafi orð- ið á þann hátt, að hann hafi runn- ið til á bjálka, — sem hann hefir staöiö á, og spyrnt í, þegar hann hefir verið að stjaka bjálkanum á undan sér, áleiðis til mylnunnar, sem bvgð er á stólpum langt úti í Landamerkjafirði —, fallið niöur og lent með höfuðið á bjálka, því all-mikill áverki var á því vinstra gagnauga, við það hafi hann hálf- eða al-rotast, og því, náttúrlega, enga björg sér getaö veitt þegar hann svo féll ofan í sjóinn. Það er því víst engum fyllilega ljóst hvort hann hefir dauð-rotast eða druknað, þó hið síðar nefnda sé alment talið liklegra. Nú víkur sögunni að heimili Tþsefs heit. Konan og börnin mjög döpur í bragði, biðu nú á- rangurslaust eiginmanns og föður fram yfir miðnætti. Snemma morg- uninn eftir, þegar konan sá áð maöurinn sinn hafði enn ekki kom- ið, sendi hún eitt af börnum sínum ofan á mylnu til að spyrja eftir honum. Þá fyrst, en ekki fyr, var farið að leita að manninum! Hann fanst eftir litla stund skamt frá mylnunni, liggjandi á grúfu undir svo feykilega stórum furubjálka, að ekki var hægt, þá strax, aö ná likinu undan honum, sökum þess að sævar-dýptin Jum 2—3 fetj, þar sem, trjábolurinn lá, var þá ekki nægilega mikil til að fleyta honum ofan af likinu, og varð því aö bíða eftir aöfalli, eða hart nær til hádegis um daginn, með að ná því . Það leið því næstum heill sólarhringur frá því að maðurinn hvarf ('“druknaði”J, og þar til honum var náð úr sjónum! Að konan sendi ekki til að spyrja að manni sínum fyr en hún gerði, stafaði af þessum ástæðum: 1.) Jósef heit. og samverkamenn hans unnu iðulega til kl. 10 á kveldin, og 2.) stundum alla nótt- ina. 3.J Hún vissi ekki að mað- urinn sinn hafði unnið á bjalka- flekanum. 4.) Og svo bjóst hún eðlilega við því, að verkstjóri mylnunnar eða þá einhver af mönnum hans, — sem flestir eru íslendingar — mundu strax láta sig vita ef eitthvert óhapp hafði hent manninn sinn. Þegar þetta alt er athugað, að því viðbættu að göturnar í Blaine eru víðast hvar í þvi ástandi, að ekki er árennilegt fyrir kvenfólk og börn að fara um þær í myrkri, einkanlega þegar haustrigningar eru byrjaðar þar fyrir alvöru, þá veröur dráttur konunnar á því að grenslast eftir manni sínum, bæði vel skiljanlegur og afsakanlegur. Dr. Wear nokkur, líkskoðari ('coronerj frá nágranna-bænum Bellingham, hafði, að tilhlutun mylnufél., komið til Blaine eftir hádegið, daginn sem líkið fanst (6. NóvJ, og, eftir að hafa athug- að það eitthvað, látið Jtað álit sitt í Ijósi, að maðurinn hefði druknað, og það af slysi, og því engin þörf á formlegri og fullkominni lík- skoðun ('Coroner’s InquestJ. Jarðarför Jtósefs heit., sem bræðrafélagið, “The Independent Order of Foresters” ("“Court Blaine No. 4187”^, hverju hinn látni tilhevrði og hafði $1,000 lífs- ábyrgð i ésem féí!. hefir nú borgaö ekkjunnij, — annaðist um, fór LOG BERu, FIMTULAGIXN 29. u IQI fram eftir hádegið á mánudaginn þ. 8. Nóvember 1909. Prestur M. E. kirkjunnar í Blaine, séra Clar- ence B, Seely, hélt all-langa lík- ræðu í kirkjunni, sem var alveg troðfull af fólki, bæði íslenzku og amerísku, enda er þetta talin að vera sú lang fjölmennasta íslenzka jarðarför, sem sézt hefir í Blaine, og hafa þó nokkrir Islendingar dá- ið þar, síðan þeir fyrst tóku sér þar bólfestu. Presturinn tal- aði og nokkur orð yfir gröfinni. Embættismenn “Foresters”-stúk- unnar viðhöfSu einnig sína vana- legu útfarasiði ('funeral ritesj, bæði í kirkjunni og við gröfina. . II. Jóscf Jónatansson Lindal var fæddur i Miöhópi í Víðidal í Húnavatnssýslu á íslandi 18. dag September mánaðar 1868, og var því 41 árs og 48 daga gamall þeg- ar hann dó. — Foreldrar hans eru þau Jónatan J. Lindal, bóndi að Brown P. O., Manitoba, cg Ingibjörg Tómasdóttir, ættuð úr Yíðidal. Foreldrar Jlónatans voru hin atorkusömu, nafnkunnu mynd- ar hjón, Jónatan Jósafatsson og Kritsín Kristmundsdóttir, sem bjuggu, ásamt sumum af sonum sinum, sannnefndu fyrirmyndar búi í Miðhópi um hálfrar aldar skeið. — Af fjórtán börnum þeirra Jpnatans og Kristínar, eru nú að eins tvö á lífi, nfl. Jónatan, faðir Jósefs heit., og sá, er þetta ritar. Jósef heit. Lindal ólst upp fram yfir fermingar aldur hjá föður- foreldrum sínum i Miðhópi, en þrjú síðustu árin, sem hann dvaldi á íslandi, var hann hjá fölður sín- um, og fluttist svo'ineð honum, f.á Hólabaki í Þingi, til Vesturheims, sumarið 1887. Þeir komu vestur um haf í hin- um svo nefnda “Borðeyrarhóp”, sem bíða þurfti hér um bil i 7 vikur ^frá 8. Júlí til 22. AgústJ eftir eimskipi því ('CamoensJ er sækja átti vesturfarana til Borð- eyrar. Jónatan hélt með fjölskyldu sína beina leið til Gardar, Nort’n Dakota, og settist þar að. Þar dvaldi Jlósef heit. í hálft annaö ár, en flutti þá norðvestur til Calgarv, Alberta. Eftir nærri tveggja ára dvöl þar, flutti hann (2. Marz 1891) vestur til Victoria, B. C. Hér dvaldi hann lengst, eða næst- um í hálft tólfta ár. Hér giftist hann, 15. dag Október mánaðar 1892, yngismey Tónínu Margrétu Jtóhannesdóttur. Foreldrar hennar. Jóh. Guð- mundsson og Sólveig kona hans, sem bæði eru ættuð af Suðurlandi ('VognumJ —, bjuggu þá hér í grend við bæinn Victoria, en hafa nú búið í nokkur ár skamt frá Blaine. Sólveig, sem var, eins og maður hennar, komin liátt á átt- ræSis aldur, andaðist í Blaine þ. 24. Maí síöastl. Gömlu hjónin fluttu vestur um haf 1894, cg liafa þau búið viða hér í Vestur- heimi, og því mörgum, nær og fjær, að góðu kunn. Jtóhannes gamli var t. d. einhver sá dugleg- asti maður til vinnu, sem eg hefi þekt. Fimm börn þeirra, af 9, sem þau áttu, búa hér á Kyrrahafs- ströndinni. Mikið fyrir áeggjan vissra manna, þá reif Jósef heit. sig upp héðan, — þar sem honum hafði, að ýmsu leyti, betur en nokkurs staðar annarstaðar í Vesturheimi, og þrátt fyirir það, að eg latti hann mjög fararinnar —, þann 7. Ágúst 1902, og flutti sig með konu og börn yfir til Blaine. Hann 'hafði því búið þar i rúm 7 ár þegar hann lézt. Þau hjónin, Jósef heit. og Jónína, hafa eignast fjögur mjög efnileg börn, tvær stúlkur og tvo drengi, sem nú, ásamt ekkjunni, móður þeirra, syrgja mjög missir ástríks föður og eiginmanns. Því Jósef heit. var ágætur heimilisfað- ir, einstaklega reglusamur og orð- var, hægur og stiltur í allri fram- konui, og gjörði alt, sein nann gat til þess, að konu sinni og börnum liði sem bezt. Hann var fremur lítill maður vexti, en þó all-vel hraustur, vilj- ugur, læginn og duglegur til vinnu, og kom hann sér því ávalt vel, bæði við verkveitendur sína og samverkamenn. — Stjórnmál og trúmál, sem vanalega er mest þráttað og þrætt um, í þessum málgefna mannheimi, lét hann að mestu leyti afskiftalaus, en leit þó frjálslega á hvorttveggja. Hið óvænta og ömunega dauðs- fall Tósefs heit. féll mér all-þungt, þvi. auk þess sem við vorum svo náskyldir, þá höfðum við haft svo mikið saman að sælda, verið sam- an ög mjög nálægt hvor öðrum, næstum alla okkar æfi: Alist upp saman í Miðhópi, orðið samferða til Vesturheims, verið saman í N. Dakota, ferðast saman þaðan til Calgary, verið þar samtíða, og svo, síðast en ekki sízt, verið saman hér i Victoria í næstum hálft tólfta ár . En eftir að 'hann fluttist til Baline, sá eg hann að eins eintt sinni lifandi, en það var i Seattle, þ. 16. Ókt. 1904, við jaröarför hins mæta rnanns, Jakobs bróður míns Lindals, — sem sannarlega þyrfti síðar að minnast ítarlegar á. Frá íslandi. Reykjavík 30 Apríl. Þann 4. þessa mánaðar hefir konungur veitt Pétri Thoroddsen cand. med. & chir. Norðfjarðar- hérað, frá 1. júlí að telja. Séra Þorsteinn Briem á Hlrafna- gili hefir afsala'ö sér Garðabrauði. Séra Þorsteinn kvað bera fyrir, að söfnuður sinn fyrir norðan vilji eigi sleppa sér. Vjelar, Dœlur, Katlar K oxxt>mc?'fca,JC»a,-áhöld Þessi mynd sýnir Milwaukee steínsteypu Vjel SpyrjiÖ eftir verÖi THE STUART MACHINERY COMPANY LIMITED. 764 Main St., - - Winnipeg, Man A vorín Hver og einn, sem þykir gott að smakka glas af öli, vill B o c k s. DREWRYS Bock Beer bruggaður fyrir 6 mánuð- um er nú til sölu. Pétur Jónsson söngvan kemur hingað heim i Júnímánuði og mun ætla að efna til söngskemtana víða um land. Reykjavík 26. Apríl. Fjárskaði varð á Svínafelli i A.-Skaftafellssýslu í miðjum Marz. Nál. 40 fullorðnir sauðir urðu úti i blindbyl. Fjórir menn frá Svínafelli voru á fjöru, er ó- veörið skall á. Lágu þeir úti með 9 hesta — en komust lífs af — mjög hraktir. Hafskipabryggju hefir JL V. Havsteen eta*zráð í smíðum á Odd- eyri. —lsafold. Austan úr Skaftafellssýslu hafa komið fregnir um, að þar upp á sandana hafi rekið skrokka af 2 frönskum fiskiskipum, og voru báðir allmikið brunnir. Hinn fyrri rak upp á Sléttaleitisfjöru 21. f. m., en hinn síðari í Lóni skömmu síðar. Bæði voru skipin mann- laus, að því er fregnir segja. Dáinn er 20. þ. m. Guðmundur Guðmundsson bóndi á Auðnum á Vatnsleysuströnd, merkur maður, [ er nánar veröur getið síðar. —Lögrétta. Pantið snemma því að birgðirnar eru takmarkaðar FURNITURE •n Liii OVERLAND t ðtl • ANDIR Karlmenn og kvenfólk læri hjá oss rakara-iðn á átta vikum. Sérstök aölaöandi kjör nú sem stendur. Visst hundraðsgjald borgað meðan á lærdómi stendur. Verk- færi ókeypis, ágætis tilsögn, 17 ár í starfinu, 45 skólar. Hver námsveinn verður ævi- meðlimur............. Moler Barber College 2q2 Pacific Ave. - Winnipeg Reykjavík 15. Apríl. Manntapi varð á botnvörpu- skipinu Jóni Forseta í gær. Þeg- ar veriö var að draga inn botn- vörpuna, brast sundur þollur í þil- farinu er heldur strengnum frá spilinu. Strengurinn hljóp á einn liásetann, Jakob Sigurbjörnsson að nafni, og kom á hann um nárann og skarst langt inn. Maðurinn féll meðvitunarlaus niður á þil- farið og dó eftir þrjá klukkutíma, var rænulaus nær allan þann tíma. Hann var frá Bessastöðum á Álftanesi, kvongaöur. Skipið kom þegar inn með likiö, T. S. HARRIS, ráösm. Nýjustu tæki j Reykjavík 7. Maí... “Alt i grænum sjó” heitir gam- anleikur Stúdentafélagsins, sem getiö var um í síðasta blaði. Á laugardagskveldið var hann leikinn fyrir fullu húsi, og á sunnudaginn var aftur útselt. En þá bannaði bæjarfógeti að sýna leikinn áfram, eftir kröfu frá Einari skáldi Hjörleifssyni, sem sagt er að hafi veriö leikinn þar, eins og reyndar fleiri menn í bænum. Ritstj. Lögr. sá ekki leikinn og getur ekki um það dæmt, hvort ástæða hefir verið að taka sér svo nærri það, sem þar var fariö með. En yfir- leitt er frjálslvndi og kæringar- leysi í þeim sökum heppilegra og affarasælla en ofmikill strangleiki. Á sunnudaginn síðari hluta dags, var bæjarfólki boðið að fara sér til skemtunar upp að öskjuhlíð með járnbraut hafnar- gerðarfélagsins, og flutti hún fólk margar ferðir fram og aftur. Stúlka ein hafði stokkið út af vagni og niður á brautarsporið, varð undi.r lestinni, fótbrotnaði og meiddist eitthvað meira. Botnvörpungarnir íslenzku eru nú flestir farnir austur að Hval- bak. Þeir hafa aflað flestir mjög vel. Sagt er, að skúturnar muni hafa fengið meðalvertíð, eða vel það. Á ísafiröi er sagt, að afli sá nú þar útundan á djúpmiðum, en enginn nær landi. Frönsk fiskiskip kvað hafa afl- að vel núna um tíma 1 jökuldjúp- inu, út frá Snæfellsnesi. Þjar segja sjómenn, að Frakkar afli oft, en íslenzku skipin fái þar aldrei neitt. Það er nú sagt, að hjá sumum nefndannannanna, sem kosnir voru af bæjarstjórhinni til þess að semja um sporbrautarlagning við herra Indriða Reinholt, fái málið verri undirtektir en við var búist. En illa væri farið, ef ekkert yrði GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, Limitec1 Book, and Commercial Printers Phone Garry 2156 P.O.BoxH72 WINNIPKG LAND til sölu eða leigu nálægt Yar- bo, Sask., 160 ekrur, umgirt á þrjá vegu, 40 ekrur brotnar, lóöir í eða ná- lægt Wionipeg teknar í skiftum. N'án- ari upplýsingar hjá eiganda undirrit- uðum. Adressa 689 Agnes St., Win- nipeg. S. Sigurjónsson. úr þvi, og mundi verða óvinsælt. Flestum mun skiljast svo sem hr. Indr. Reinholt mundi geta unnið hér mikið gagn með þekkingu sinni og verknaðarkunnáttu. Reykjavik 19. Apríl. Reikningar Samábyrgðarinnar liggja fram á skrifstofu félagsins | i Landsbankanum. Innborguð ið- ! gjöld af skipum nam 45,818 kr. síöastl. ár, en af afla og veiðar- færum kr. 3, 353. — Skaöabætur greiddar á árinu kr. 21,972 en eft- ir óborgað kr. 8,800. 20% af árs- aröi hefir skifst milli eiganda hinna vátrvgðu skipa, og nam það kr. i,447- Séreigna auki skips- eiganda nam kr. 4,587. Arið má teljast fremur gott fyrir félagið. Eftirtektavert er það, hve lítið út- geröamenn skeyta um, að tryggja afla og vei'Sarfæri. Bragi kom inn í vikunni með 30 þús. fiskjar, og Skallagrímur með um 60 tonn. Eitthvað af þilskipum hefir og komið inn, en flest með rýran afla. Mest hafa fengið: Ragnheiöur og Ester. Fiskiskip Akureyrar hafa, að því er “Norðri” frá 11. þ. m. skýrir frá, aflað með betra móti í vor. Þau hafa haldið sig vestan við Horn. Eddyfs nýjustu eldspítur Hættulausar -- Hljóðar Eitur-lausar - - hinar nýju ,,Ses-qui“ Einu eldspíturnar af þeirri tegund í Canada. Endahnúðarnir algerlega hættu- lausir. Þér eða börn yðar geta bitið eða gleypt þá án nokkurrar bættu Seldar í tveim atærðum —vanalegr og vasastærð, Verndið sjálfa yður með þvi að brúka engar eldspítur nema Eddy's nýju ,,Ses-qui.“ Spyrji'ð kaup- manninn. KARLMANNA BUXUR Hentugar á vorin. Hentugar til daglegs brúks Hentugar til vinnu Henlugar til spari. Hver sem kaupir buxur hér, verður ánægður með kaupin. Þær eru þokkalegar og end- ast vel, seldar sanngjarnlega. Venjiö yður á að koma til WHITE & MANAHAN 500 Maín Street, - - WINNIPEQ UtiÞúsverzlun i Kenora NAUÐSYN Á IS OG ÞÆGINDI að honum um sum . ar mánuðina, veit enginn til fulls fyr en reynt hefir. Afleiðingin mun verða: „Ef eitt sinn reynt, altaf notað.“ PRÍSAR: ALT SUMARIÐ UM MÁNUÐINN til 30. Sept. 10 pd daglega. $ 8.00 $2.25 20 pd daglega. $12.00 $3.25 30 pd daglega. $15 00 $4.00 40 pd daglega. $18.00 $4.75 The flrtic lce Company, Ltd. Bell Ave., horni Bricker St. - Tals. Ft. R. 981-2-3-4. THOS, JAGKSON & SON BVöölNöACf Nl AÐALSKRIFSTOFA og birgðaból 370 COLONY ST TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN. GEYMSLUPLÁSS: Vesturbœnum: borni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63 i Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498 í Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland, Vér seljum þessi efni íbyggingar: n Múrstein, cement, malað grjót, (allar stærð.), eldtraustan múrstein, og eldleir, Flue Lining, möl, Hard- wall Plaster, hár, Keene’s Cement, hvítt og grátt kalk, hydrated kalk, viðar og málm lath, gyps, Ruhble stone, Sand, ræsapípur, weeping drain Tile, Wood Fibre Plastur, Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt, standard og double, strength black. FORT ROUCE TUCATDC Pembina and I rltlA I nCL Corydon Hreyfimynda leikhús Beztu mýndir sýndar J. JÓNASSON, eigandi. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 ALBERT/t BIOCI^. Portage & Carry Phone Main 2597

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.