Lögberg - 29.05.1913, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
29. Maí 19-13.
MILJÓNIR BREWSTERS.
e f t i r
GEORGE BARR McCUTCHEON.
Um hríS skemti fólkið sér við að skoða himin
og haf og að tala saman. En eftir fárra daga ferð
á sjónum fór að færast þögn yfir ferðafólkið og
glaðværðin að réna, og þá var það að Monty fékk
viðurnefnið Alladín, sem festist við hann. Þá var
það að hann kvaddi til að sketnta fjóra blökkumenn
sunnan úr heinti sem sungu og léku undir á gitara
• ýms gamankvæði. Höfðu þeir verið fólgnir annað-
hvort í leynihólfum í skipinu eða niðri í kjalsogi, en
ferðafólkinu var hin mesta skemtun að þeirri músik.
“'Heyrðu Magga”, sagði Brewster einn daginn
þegar heiðskírt veður var og einstaklega gott í sjóinn,
“þetta ferðalag á mun betur, við mig heldur en að
fara yfir North River á ferju.”
“Mér finst þetta ferðalag líkast góðum draumi”,
svaraiði hún; gleði skein henni úr augum, en golan
lék um lokkaprútt höfuðið.
“Og veistu hvað eg á niðri í kistu í káetunni
minni? Það er stafli af bókum úr gamla þakher-
berginu. Eg tók þær með mér til að lesa þær þegar
rigningardagar kæmu.”
Margrét svaraði engu, en blóðið tærðist í kinn-
ar henni og hún leit út á sjóinn löngunarfullum aug-
um. Svo brosti hún. ,
“Eg hélt að þú hefðir ekki haft með þér neitt
af neinu,” sagði hún lágt.
“Þetta er ekki nærgætnislega sagt, Magga.”
“Eg ætlaði ekki að særa þig. En þú mátt ekki
gleyma því, Monty, að það koma önnur ár á eftir
þessu. Þú veist við hvaið eg á, er ekki svo?”
“Blessuð Margrét vertu ekki að setja ofari í við
mig,” sagði hann svo blíðlega að hún 'hafði ekki brjóst
í sér til að segja meira.
XIX. KAPITULI.
Tvœr hetjur.
Við Njörfasund var Monty afhent þetta sím-
skeyti, sem hann opnaði með skjálfandi hendi:
Til Montgomery Brewster
á skemtisnekkjunni “Fletter” við
Njörfasund.
Það er heilmikill áhugi á að koma á frí-silfurs
frumvarpi. Kant að þurfa að eyða helmingi
meira fé. Húrra!
Jones.
Þessu svaraði Monty þannig:
Fellið frumvarpið fyrir alla muni. Sparið ekki
fé og skrifið á minn reikning.
Brewster.
P. S. Símið og látið mig borga.
Regntíminn var nær á enda og tækifæri til aö
eyða tímanum að einhverju leyti í Monte Carlo virt-
ist Monty svo girnilegt að hann vildi sem skemst
dvelja við Njörfasund. En DeMilles hafði bréf
meðferðis til eins liðsforingjans þar í kastalanum og
Brewster gat því ekki setið á sér að halda dýrðlegi
miðdegisveizlu. Getur lesarinn bezt getið nærri þvi
veizluhaldi, er hann gætir þess að strax er því var
lokið þurfti a'ð afla alveg nýrra vistfanga handa
fólkinu á Flitter. öllum liðsforingjum hafði verið
boðið og konum þeirra og Monty hefði glaður gætt
allri herdeildinni á öli og smurðu brauði ef vinir hans
hefðu veitt honum nokkurn kost á því.
“En þetta gæti orðið til þess að tryggja bræðra-
bandið milli Bandamanna og Englendinga”, sagði
Gardner, “en það þarf ekki síður að tryggja sér það
að fjáreyðsla þin setji þig ekki á höfuðið.
En Monty var ekki á því að draga úr fjáreyðsl-
unni að heldur, og Gardner varð að láta huggast við
magra og hávaxna enska stúlku, sem hann hafði að
sessunaut undir borðum um kveldið. öllum hinum
samferðamönnunum á skipinu varð veizlan ánægju-
efni, eftir útivistina á hafinu, sem fremur hafði ver-
ið tilbreytingarlítil.
Þegar gestirnir voru komnir í land, rakst Monty
á þau Mr. og Mrs. Dan sitjandi á tali aftur í skut.
“Mér þykir leitt að þurfa að skerast í þetta míl",
sagði hann og greip framm í fyrir henni, “en vegna
þess að eg er eini samvizkusami tilsjónarmaðurinn í
þessum hópi, þá neyðist eg til að benda þér á, að
mikið er rætt fólks á milli um það, hvernig þú hegð-
ir þéfr. Annars er það annað en gaman fyrir ró-
lyndar giftar persónur að þurfa að láta sjá sig hér
sitjandi á tali”, Ijætti hann við.
“Eg heyri og hlýði”, svaraði hún gletnislega.”
Monty furðaði nærri því á augnaráiði Mrs. Dan
er hún horfði á eftir manni sinum, • sem gekk nú
burtu, og loks sagði hún, “eg er alveg hissa livað
þetta ferðalag virðist taka mikið á hann.”
“Hann hefir þó komist að raun um það nú, að
viðar er hægt að vera í veröldinni heldur en í klúbbn-
um hans,” svaraði Monty.
“Það er annars undarlegt að menn skuli hafa
gert sér svona rammskakka hugmynd um Dan, eins
og raun hefir á orðið. Hann leynir sínum beztu
kostum. Vitið þér það? Þegar á reynfr verður
honum auðveldara en nokkrum öðrum að láta sér
farast drengilega.”
“Nú furðar mig að heyra til yðar Mrs. Dan.
Það er engu líkara, en að þpr séuð sjáliar orðnar
ástfnagnar af Dan.”
“Alonty, þér eruð blindur eins og hitt fólkið,”
svaraði hún nokkuð hvatskeytlega. “Hafið þér aldrei
tekið eftir því fyrri? Eg hefi margt leikið um dag-
ana, en alt af hefi eg þó horfið til Dan að lyktum.
Eg liefi á minni viðburðaríku æfi altaf verið að sann-
færast betur og betur um það, að hann er sá maður
sem mér hæfði bezt, og sá maður, sem eg hefði átt
að láta mér þykja vænna um en nokkurn annan. Það
ér nærri því furða að fólk skuli vera að leika með
eldinn — það fólk sérstaklega sem getur átt sífelda
farsældaræfi. Eg hefi brenst einu sinni eða tvisvar,
en Dan er góður drengur og hann hefir ávalt hjálpað
mér þegar eg hefi verið komin í ógöngur. Hann
veit hvað liður. Enginn getur farið nær um hlutina
heldur en hann, og það er ekki ólíklegt, að honum
þætti minna vænt um mig, ef eg væri ekki jafn vond
manneskja eins og eg er.”
Montv hlustaði á þessa ræðu sem steini lostinn,
þvi að hann hafði hugsað sér samband De Mille og
manns hennar alt annað. En tárin stóðu henni í
augum og svipur hennar lýsti því ljóslega að hún tal-
aði ekki um hug sér. Honum hvarflaði nú í hug
hvaða flón hann hefði oft verið, og hvað rangar
skoiðanir hann hefði gert sér um hana; og er hann
fór í huganum yfir alt það sem þau höfðu átt saman
að sælda, sá ‘hann, að samband þeirra hjónanna hafði
altaf staðið óhaggað.
“En hvað við þekkjum annars kunningja okkar
lítið”, sagði hann gremjulega. Litlu síðar sagði hann:
“Mér hefir þótt mjög vænt um yður Mrs. Dan, cg
það um langan tíma, en nú verð eg að játa það,
að eg öfunda manninn yðar.”
Þeir fengu hálfslæmt veður á Flitter á Lyons-
flóanum. Skipið var á leið til Nizza þegar atburður
gerðist sem olli töluverðu uppnámi á skipinu. Það
var í fyrsta skiftið sem nokkuð sérlegt hafði fyrir
komið á leiðinni. Æði stór hópur farþega var í aðal-
salnum, og voru að skeggræða sín á milli um hina
óskaplegu eyðslu Montys, þegar Reggy Vanderpooi
kom inn letilegur eins og hann var vanur, en þó voru
augljós svipbrigði á andlitinu, en það var þó ekki vant.
“Þetta er eitthvað það undarlegasta, sem eg hefi
nokkurn tíma vitað”, sagði hann og dróg seiminn:
“eg hefði gaman að vita hvað menn hefðu annars
gert eins og á stóð.”
“Eg hefði ekkert viljað hafa með stelpuna að
gera,” sagði Rip Van Wingle spekingslega. ’
“Hér er ekki um neina stelpu að ræða, kunningi,”
svaraði Reggy og hlassaðist niður í stól. “Maður féll
fyrir borð rétt áðan”, bætti hann við rólega. Menn
hrópuðu hver í kapp við annan og allir gleymdu
Brewster. “Hann var eitthvað að stauta skamt það-
an sem eg stóð, Púff og hann steyptist í sjóinn og
r.æst sá eg hann svamlandi skamt frá skipshliðinni.”
“Aunringja maður”, sagði Miss Vaientine.
“Eg hafði aldrei séð manninn fyr — hann var
mér alókunnugur. Eg hefði ekki ‘hikað mínútu, en
á þilfarinu stóð heill skari af kunningjum hans. Einn
náunginn var legunautur hans. Eg 'held að ykkur
ætti því að geta skilist það, að það var ekki mitt að
fara að fleygja mér í sjóinn á eftir honum. Hann
var afarlítið syndur og eg sagði honum að reyna að
halda sér uppi. Bölvaður skipstjórinn sást hvergi.
Einhver sagði, að hann væri sofandi. Loksins sagði
eg stýrimanninum til. Þegar hér var komið vorum
við komnir fulla mílu burtu þaðan sem maðurinn
hafði fallið út, og eg sagði stýrimanninum, að mér
þætti ótrúlegt að við fyndum manninn þó að við
færum að leita hans. En hann lé*t skjóta út bátum.
Þá fór eg nú að hugsa málið. Vitaskuld — ef eg
hefði verið manninum kunnugur — ef hann hefði
verið einn ykkar — þá hefði öðru máli verið
hans. Heyrðu, Magga, vertu ekki að þessu. Þ.ú
verður holdvot ef þú gerir þetta.”
XX. KAPITULI.
Le roi s’ aniuse.
að gegna.”
“Og ])ú varst þó bezt syndur af okkur öllum í
skóla, þorparinn þinn,” hreytti Dr. Lotless úr sér.
Nú hlupu farþegar upp á þiljur, og hetjuskapur
Vanderpool fór að verða vafasamur í hugum margra.
Skipið hafði snúið við og stefndi beint í gagnstæða
átt frá því sem það hafði haldið áður. Tveim litlum
bátum var róið lífróður þangað sem. ókunni maðurinn.
er Reggy hafði mest talað u-m, hafði fallið fyrir b?rð.
“Hvar er Brewster?” hrópaði Joe Bragdon.
“Eg finn hann hvergi,” svarað; stýrimaðurinn.
“Hann ætti að vita um þetta,” æpti Mr.
Valentine.
“Sjáið þið til, þeir eru að taka eitthvað upp úr
sjónuni þarna,” kallaði stýrimaður. Sjáið þið til þeir
eru á andófi á fyrri bátnum og eru að innbyrða eitt-
hvað — þeir eru búnir að bjarga honum!”
Nú lustu skipverjar upp fagnaðarópi, og þeir sem
úti í ’bátnum voru svöruðu með því að veifa húfum
sínum. Fólkið þyrptist út að öldustokknum þegar
skipið nálgaðist bátana og ysinn og þysinn var meir
en lítill. En er þeir gátu greint mennina í bátunum,
brá farþegunum 'heldur en ekki í hrún.
I öðrum bátnum sat Monty Brewster brosandi
og rennvotur og upp að honum hallaðist máttvana
skipverjinn, sem fallið hafði útbyrðis og hvíldi höfuð
hans á brjósti Montys. Brewster hafði séð manninn
falla útbyrðis, en í stað þess að fara að rifja upp, af
hvaða ættum skipverjinn væri, hafði 'hann steypt sér
í sjóinn til að reyna að bjarga honum. Þegar bátur-
inn náði til þeirra var skipverjinn í ómegni, en
Brewster hélt honum uppi og var því alveg að þrot-
um kominn. Hefði það skift einni eða tveimur mín-
útum að báturinn næði tjl þeirra, mundu báðir hafa
druknað.
Þegar Monty var kipt upp í skipið var dálít-
ill hrollur í honum, og hann greip í fyrstu litlu ‘hend-
ina sem svo ákaft reyndi að ná í hans og litaðist svo
umeftir skipverianum sem Var enn meðvitundarlítill.
“Komist þér að hvað pilturinn heitir, Mr. Alberty
og sjáið þér um að hlynt verði að honum eins vel
og hægt er. Rétt áður en hann misti meðvitundina
var hann eitthvað a'ð tala um móður sína. Sjáið þið
til, hann var ekki að hugsa um sjálfan sig, þarna,
heldur hana. Og heyrðu Bragdon,” bætti hann við
í lágum hljóðum — “líttu eftir að hækkuð séu launin
Þegar farþegar Montys lentu í Riviera, var hon-
um glatt í skapi, og þóttist sjá þar margskonar hyggi-
legt færi á að eyða fé. Hann lét það heita svo að
þarna þyrfti að gera við skemtisnekkjuna og á með-
an lét hann alla gesti sína sitja i landi og útvegaði
þeim húsnæði á bezta gistihúsinu í borginni; það
gistihús lá utarlega í bænum og allnærri sjónum þó.
Þegar gestir Montys komu þangað var þar mjög fátt
gesta fyrir, og hóteleigandinn grét gleðitárum þegar I
Monty leigði handa gestum sínum alla sali og her-
bergi á neðsta lofti með svölum, sem vissu út að
Miðjarðarhafinu. Nú varð að bæta við nýjum þjón-
ustumönnum, og þjónar Brewster í einkennisbúningi
sásut nú viða á strætum bæjarins. Þegar Margrét og
kunningjar hans ætluðu að fara að hafa á móti þess-
um mikla kostnaði, þaggaði Monty niðri í þeim með
því, að ef þeim hugnaiði ekki þetta, þá leigði hann sér
lághýsi og annaðist sjálfur um öll tilföng.
Bærinn fékk innan skamms það snið á sig, sem
konungur væri þangað kominn til dvalar með hirð
sína. Ýrasum búöum var haldið miklu lengur opn-
um, en vanalega, í þeirri von að ná í eitthvað af pen-
ingum Bandaríkjamannanna. Einn morgun tók hótel-
eigandinn að skýra Brewster frá dýrð “Bataille de
Fleurs”, með ntiklum fettum og brettum og íburð-
armiklu máli. Verður varla með orðum lýst því, hve
illa hann bar sig útaf því að Monty og fylgdarlið
hans, hef'ði ekki konrið í tækan tíma til að sjá það.
“Þessi bær ber alt annan svip um þær mundir.”
sagði hóteleigandinn. “C’est magnifique! c'est sup-
erbe! Eg vildi bara að monsjör hefði séð það.”
“En 'gætum við ekki komið .á öðru eins hátíða-
haldi sjálfir?” spurði Monty. Honum datt ekki í
hug að taka slíkt öðru vísi en eins og spaug.
Samt sem áður sátu þeir á tali ungi Bandaríkja-
maðurinn og húsráðandi allan fyrri hluta dagsins, og
þegar auglýstur var árangurinn af viðræðu þeirra,
þá urðu menn heldur en ekki hissa. Svo var mál
með vexti, að níu dögum síðar var merkisdagur nokk-
ur, kendur við einhvern minni háttar dýrðling.
Helgi þess dags var að vísu fallin niður fyrir nokkru,
en Monty lagði það til að hún yrði tekin upp aftur,
og skyldi nú efna til reglulegrar kjötkveðju hátíðar.
“Það er lítils um vert að koma til Riviera,” sagði
hann, “ef maður fær enga kjötkveðjuhátíð að sjá.
Það er svo sem ekki miklum erfiðleikum bundi'ð að
koma slíku hátíðahaldi á. En lofa einum verðlaun-
um fyrir þann vagninn sem bezt verður prýddur og
öðrum fegurstu stúlkunni. Svo er ekki nema sjálf-
sagt að hver klæði sig dommó-búningi og grimubúi
sig, og kasti konfetti óspart.
“F.g býst við að þú ætlist til að konfettið sé búið
til úr þúsund franka seðlum og gefir hús með lóð
að verðlaunum.” Bragdon skaut þessu að vini sínum.
“Þetta er hlægileg heimska og ekki annað, og
lögreglan leyfir þaið ekki, Monty,” sagði De Mille.
“Haldið þér að þeir leyfi það ekki lögreglulið-
arnir?” spurði Monty ögrandi. “Nú skal eg segja
yður nokkuð. Lögreglustjórinn er mágur Philippe's
hóteleiganda og við höfum talsimað honum. Hann
vildi ekki hlusta á málaleitan okkar, fyr en við buð-
um honum að verða stórmarskálkur i skrúðgöngunni.
Þá lét hann undan og lofaði að ljá okkur alla þá
hjálp, sem hann gæti látið í té, til að koma þessu fyr-
irtæki okkar fram, og kvaðst vonast til að hann gæti
fengið alla heldri menn borgarinnar til að hjálpa til.
“í skrúðgöngunni verða tveir hermenn og gestir
Brewsters í vögnum,” sagði Mrs. Dan hlæjandi.
“Ætlið þér ekki að vera á undan eöa eftir bakara-
vögnunum ?” ...
“Við horfum á skrúðgönguna frá hótelinu”,
sagði Monty. Þér þurfið ekki að vera kvíðandi um
hátíðina. Hún verður stórfengileg. Eg skal segja
ykkur að Iri er ekki sólgnari i skrúðgöngu, en þetta
fólk í kjötkveðju-hátíð.
Síðan fór Monty á fund yfirvaldanna til aið út-
vega fullnaðar samþykki hátíðarhaldsins, en vinir
hahs og samferðamenn urðu fjö'ðrum fegnir yfir
þessari nýjung.
“Við getum að vísu ekki liðið honum þetta,”
sagði Subway Smith. Þetta hlýtur að fara í handa-
skolum, en þó væri nógu gaman að því.”
“Eg hálfkvíði fyrir að setja á mig grímúna”
sagði Vanderpool, "eg hefi aldrei fundið til þess
fyrri.”
Monty kom aftur með þau tíðindi að hann hefði
fengið borgarstjórann til að auglýsa, að hinn tilræddi
hátíðisdagur skyldi vera frídagur, ef Bandaríkja-
maður vildi skuldbinda sig til að greiða allan kostn-
að af skemdum sein verða kynnu af hátíðahaldinu í
bænum. Iþróttasýninga flokkur sem var í nágrenn-
inu, var kvaddur til að koma og sýna listir sínar á
auðu sviði framan við Hótel de Ville, og var flokkin-
um ábyrgðst mjög rífleg fjárupphæð fyrir ómak sitt.
Brewster var svo áhugasamur um að koma á 'hátiða-
haldinu að ómögulegt var að stöðva það; vinir hans
hættu því alveg við það, en tóku að aðstoða hann við
undirbúning skemtunardagsins, að reisa sigurboga og
hvetja kaupmenn til að skreyta búðir sínar sem allra
bezt.
Þó að til þess hefði verið efnt fremur í gamni
en alvöru, þá tóku bæjarmenn þessu ekki svo. Þeim
var bláasta alvara og voru innilega ánægðir yfir
lrinni nýju óvæntu kjötkveðjuhátið. Járnbrauta
þjónar sendu auglýsingar út um alt, og höfuðprestur
kirkjunnar í bænum færði Brewster hlýjar þakkir fyrir
að hafa hafið lítt kunnan helgimann í dýrðlinga-tölu.
Guðmaðurinn bar fram þakklæti sitt' með svo mik-
illi ákefð og fleðulátum og mælgi, að Monty þóttist
sjá að hann hefði ekki á móti því, þó að hann gæfi
nýja altaristöflu, sem lengi hafði vantað.
'Loks rann upp hinn mikli dagur, og aldrei hafði
jafn mikilvægleg kjötkveðjuhátíð farið þar fram
fyrri. Að morgni fóru fram aflraunir og þess kyns
íþróttir og ennfremur sýningar á smátjöldum. Fólk-
ið var 'himinglatt og alveg hissa yfir Montys töfrandi
verðlaunum sterkasta mannsins í íþróttasýningar
“Empire” tegundir
Það hefir alla tíð verið á-
stundan vor að láta „Em-
pire“ tegundirnar af
WALL PLASTER, WOOD FI8RE,
CEMENT WALL og FINISH
vera b é z t a r allra og
a f b r a g ð allra annarra.
Og ágæti þeirra er sann-
að og sýnt án alls vafa.
Skrifið eftir áætlana bœklingi
Manitoba Gypsum Co., Ltd.
Winnipeg, Man.
flokknum. De Mille var kvaddur til að taka til máls;
en af því að hann kunni ekki nema tíu orð í frönsku
afsakaði hann sig og borgarstjórinn tók af honum
ómakið; hann var lítill vexti en gæddur framúrskar-
andi reglulegri frakkneskri mælsku, og nefndi óspart
í ræðu sinni þá Franklin og Lafayette.
Skrúðgangan fór fram um kveldið og hepnaðist
vel. Þar urðu í öll helztu mikilmenni bæjarins að
ógleymdum skipverjum skemtisnekkjunnar. Lú'ðra-
flokkur “Flitters” lék fagurlega undir og var að því
hin bezta skemtun. Konfetti rigndi og bæjarbúar
voru glaðir og fagnandi.
Steingrímur Stefánsson
Bókvörður við bókhlöðu þingsins
í IVashington, D. C.
Hjá Miklagarðs keisara mænum vér enn
á málann, sem dugandi hermönnum greiðist.
En áður hann borgast, vér íslenzkir menn
i útlöndum hnígum,- og moldin breiðist
um beinin frónsku, sem fúna senn,
því fallinn maður ei ráð á tvenn,
þótt landvístin honum leiðist.----
Vor Grænlandsför seinni er; brenn, brenn, brenn!
i burtu vort þjóðlif, unz deyðist og eyðist. —
Það setur aið fæstum oss sáran grát,
og söknuður verður ei illa til reika,
þótt góð-landinn fjarlagi brjóti sinn bát
á boða dauða, hins kalda og bleika,
sem ástvin vorn gjörir svo margan mát
í miðju tafli. Og fyrirsát
oss sjálfum, á einstigi örðugleika.
Því verður oss sárra vors ljúfvinar lát —
það leggur oss spjóti í hjartað veika.
En þungt er samt flokk vorum fámenna hér,
er flytja þeir burtu sem auðveldast skildu.
Því hvar sem að íslenzki orðstírinn fer,
af ágætismönnum, sem frama sinn vildu,
'hann Islands er sómi, og sigur þess ber
á sjónarhól þjóða, og frægð þess ver. —
Ó, aðeins að dagsverk það allir gyldu!
En það var með afbrigðum unnið af þér
með ötulum fróðleik, í stríðu og mildu.
Og forn-íslenzk trygð, sem að vinmálin ver,
hún var þér. i hjarta, úr ljósgulli slegin. —
Og Steingrímur, lof frá oss, látnum sé þéir;
hve laglega braustu þér óruddan veginn. —
Þótt margt verði ei, kannske, sem minningin ber,
af mætleik jiínum, á strönd upp hér,
þá viti það heilög himin-regin :
Hvort svefn eða vaka, þín eilífðin er —
hér öll voru störfin þin sólskinsins megin.
Stefán prentari Pétursson, var vinur Steingríms og
þekti hann vel. Áttu þeir þá báðir heima í Chicago, er
þeir kyntust. Stefán mæltist til að eg segði eitthvað eftir
vin sinn og er ljóð þetta vegna þess að nokkru leyti til
orðið.
Þ. Þ\ Þ.
Búðin sem alla gerír ánægða
Komið hingað
og kaupið skó
sem yðurlíkar
Quebec Shoe Store
639 Main St.
3. dyr fyrir norðan Logan Ave.
Lögbergs-sögur
fást gefins með því að
gerast kaupandi blaðsins
Dr.R. L. HUR5T,
Member of Royal Coll. of Surgeons
Eng., útskrifaður af Royal CoIIege ot'
Physicians, London. Sérfrxðingur í
brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. —
Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (á móti Eaton’sJ. Tals. M. 814.
Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenzkir lógfræCipgar,
Skrifstofa:— Room 811 McArthur
Building, Portage Avenue
Áritun: p. O. Box 1650.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
ÓLAFUR LÁRUSSON
og
BJÖRN PÁLSSON
yfirdömslögmenn
Annast Iögfræðisstörf á Islandi fyrir
Vestur-íslendinga. Utvega jarðir og
hu8. Spyrjið Lögberg um okkur.
Reykjavik, . |ceiand
P. O. Box A 41
Dr. B. J.BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
TELEPHOSE GARRVSaO
Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Hbimili: 620 McDkrmot Avb.
Telephone garrv 381
Winnipeg, Man.
Dr. O. BJORNSON
Office: Cor, Sherbrooke & William
Telephonei garry 32»
Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 810Alverstonc St
Telephonei garry 703
Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka áherzlu & a
selja meðöl eftir forskriptum lækm
Hin beztu meðöl, sem hregt er að ff
eru notuð eingöngu. pegar þér konii
með forskriptina til vor, megið þé
vera viss um aS fá rétt það sem iækn
irinn tekur til.
COLCIiECGH & CO.
Notre Dame Ave. og Sherbrooke St.
Phone. Garry 2690 og 2691.
Giftingaleyfisbréf seld.
Dr. W. J. MacTAVISH
Officb 724J ó'argent Ave.
Telephone óherbr. 940.
( 10-12 f, m.
Office tfmar - 3-6 e. m.
( 7-9 e. m.
Heimili 487 Toronto Street _
winnípeg
tblephonk Sherbr. 432.
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNIR.
ENDERTON BUILDNG,
Portage Ave., Cor. Hargrave St.
Suite 313. Tals. main 5302.
Dr, Raymond Brown,
Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og
háls-sjúkdómum.
326 Somerset Bldg.
Talsími 7262
Cor. Donald & PortageAve.
Heima kl. 10— 12 og 3—5
A. S. Bardal
843 SHERBROOKE ST.
selnr lfkkistur og annast
am úuarir. Allur útbún-
aOur sá bezti. Ennfrem-
ur selur haon allskonar
minnisvarOa og legsteina
O arrjr 2152
a. aiQuwpaoN Xais Sherbr. 2786
S. A. SIGURÐSSON & CO.
BYCCIfiCAþjEfiN og F/\STEICNRSALAR
Skrifstofa:
208 Carlton Blk.
Talsími M 4463
Winnipeg
J. J. BILDFELL
FASTEIOmASALI
Hoom 520 Union Bank - TEL. 2685 !
Selur hús og lóöir og annast
alt þar aOlútandi. Peningalán
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐJ:
Horni Toronto og Notre Dame
Phone ; Heimllfs
Qarry 2988 Qarry 899