Lögberg - 14.08.1913, Side 3

Lögberg - 14.08.1913, Side 3
íjÖGBER'G, FIMTUDAGINN 14. Ágúst 1913. 3 ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON. GAMLIR NEISTAR. V. DALURINN HEIMA. ^1901;. Þ^ar, sem heima í helgri ró hamra gnæfir salur, inn í landiö, upp frá sjó, unaös-liggur dalur. . Lækir ofan liöast hlíö likt og silfurþræöir þegar sumars sóley fríö sárin moldar græöir. Fjallabróöir, fossinn minn fornu ljóöin kveöur. Fuglinn óöinn syngur sinn, sumar hljóöum gleður. Þ|á þú glitrar guðs af sól geisla vafinn mundum, vektu rós, er fönnin fól fyr á vetrar stundum. Lífga brjóstaböm þín kær, breið þeim faöm á móti, veit að alt sem andaö fær ástar þinnar njóti.. Sýn þeim aðeins sjálfan þig — svefni þungum varna, til að hefja á hærra stig hugsun frónskra barna. Kenn þeim rétt aö þekkja þig — þina krafta hljóta, og aö vekja sjálfa sig — sælu þinnar njóta. Hvort þú sólar sveipast hjúp — sumars ríkir ylur, eða vetrar dimmblátt djúp demantana hylur, Þ|á er tign þin traust og jöfn tilverunnar prýöi. L)ú ert dýröar drauma höfn — “drottins bezta smiði”. Ef aö sæist svipur þinn sveinum á og fljó'ðum, vaxa myndi menningin — minni þurö í sjóðum. Vaxa myndi þrek og þor, þjóðarandinn breytast — yfir hrönn frá ygldri Skor allir betur fleytast. Heilladis þér hugargóö huldum sæmdi gjöfum. Þú átt falda Fofnisglóö fjöllum í og höfum. Nær sem börnin þekkja þig, þá muií gullið finnast. — Þau um ára og alda stig öflum nýjum kynnast. Þ|egar líður þessi öld })jóð mun fegra dreyma; aukast, blómgast bænda völd — börn þín una heima. Það er von mín, trú og traust, tilverunnar herra, að þú látir endalaust l'slands meinin þverra. Að sú frægð, er fyrrum kvöld fann í tímans skauti, klæöi land vort öld af öld ára nýrra skrauti. Hvar sem liggja leiöin skal lífs um brautir, 'vinir : okkar fagra fósturdal. fegrum dætur, synir. Hann oss kendi lífsins ljóð ljúfra bernsku vona. Hann á allra hjartablóð. hreinna íslands sona. Þar sem vorið ástaróm ymur ljóss i salnum, vona minna beztu blóm blunda í æskudalnum. Ófyrirgefanleg yfirsjón. Önnur rödd úr suðrinu. Aö öllum líkindum heföi þaö sem eg ætla að segja, átt betur heima í Heimskringlu, en af því að það var vani minn, að senda Lögbergi það litið eg skrifaði i blöð hér fyr á árum, þá nenni eg ekki að vera að bregða þeim vana mínum á gamalsaldri. Nú er líka sá blessaður friður ríkjandi milli blaöanna, lof sé honum, aö eg veit nærri fyrir vist aö Lögberg fer ekki að firtast viö mig þó að eg fari nokkrum sanngjörnum orðum um hitt vikublaðið, hana Heims- ö leyfi mér að skora á alk læsa ís- lendinga að yfirfara með málefn- inu maklegri andagt, og helzt að rifja upp alla ritgerðina, ef eitt- hvaö skyldi hafa gleymst, því að hún er ein af þeim fáu bókmenta- leg'u eðalsteinum okkar Vestur- fslendinga, sem hVer maöur er siðferðislega skyldugur til aö muna og kunna. bormálinn er svona: “Lengi hefir mig langað til að ávarpa þig, hjartkæra Heims- kringla, færa þér þakkir fyrir svo óendanlega margt, sem ekki verð-i ur alt upp talið, þótt að eins eg nefni frjálslyndi, jijóörækni, fag- urt mál, mentandi og fræðandi greinir, réttsýni og framúrskarandi ‘ dómgreind, staðfestu i stjórnmál- kringlu, og einkanlega úr því eg samfara s*nnleiksást og hrein lofa þvi að sleppa allri bansettn pólitik, en ætla mér aö ræöa mik- ilsvarðandi mannfélagsmál, frá minu eigin sjónarmiði. Þa'ö' sem kernur mér, gömlum og skökkutn hærukarli og nú til einr- skis færum, aö gripa blek og penna, er sú háleita og hjartnæma, en skarpviturlega ritgerð, sem stóö á 3. bls. 44. tölubl. Kkr. þ. á., sem út kom fyrra fimtudag, með yfirskriftinni: A víS og dreif. fNokkrar hugleiðingar frá Norð- ur-Dakotaj. Höfundurinn ávarpar lesend- urna með þessum fagra, áhrifa- mikla, en innilega formála, sem eg skilni. Hinn ungi ritstjóri þinn hefir 'hafið þig upp í ennþá hærra veldi, en þú varst áöur í. Hann þekkir og kann islenzka tungu með af- brigðum, og fylliléga getur þú sezt á bekk með Isafold og Lög- réttu, hvað það snertir. Þjað fer titringur i gegnum hverja taug, þegar eg les vel rit- aðar og fjörugar greinar í dálkum þínum, þótt roskinn sé; lesturinn hressir mann, og það er ætíö hressandi og um leið lífgandi, aö geta hlegið,--------” Þarna vil eg taka undir með þér herra íslendingur. 'Þ’etta var orð í tima talað; því vildi eg svo mega bæta viö, að sá maður hlýtur að vera í meira Iagi andlega vol- aður, sem nokkra aðra skoðun hefir á þessu efni, heldur en þú auglýsir hér, svo einstaklega ljóst og einarðlega, og skiljanlega aö jafnvel hver óbrotinn alþýðumað- ur getur fylgst meö þínum hispurs- lausa hugsanagangi. Hér flettir þú svo fortakslaust ofan af þínum innra manni, gagnvart nefndu málgagni, að unun er aö sjá og heyra, og get eg ekki betur séð, en aö slíkur ritstarfaframgangs- máti megi óhætt heita fegursta fyrirmynd, svo eg ekki taki dýpra í árinni. Á hinn bóginn er eg ekki aö öllu leyti ánægöur með meðferð þína á Geinnundi. Mér þykir honum naumast gefið “fult tækifæri”, meö því að fara aö skipa honum á bekk með Gröndal. Reyndar gef eg það eftir að Gröndal var tölu- vert sprækur rithöfundur á sinum tíma, aö því er snerti víötækt hug- myndaflug og stórgert háö, en aö mínu áliti tekur Geirmundur hon- um langt fram, dæmandi út frá þeim kröfum, sem nú eru gerðar i rithöfundaheiminum til hinnar hár-. fínu skáldlistar. Ekki vil eg sleppa því, úr því eg tók pennann á annað borð, að þakka höfundi fyrnefndrar rit- geröar fyrir þann hjartanlega hlý- hug og ákjésanlegu alúölegheit, til okkar ólærðu mannanna, sem lypp- ar sig eins og bláþráöalaus lopi gegnum alla hans góðu og vel- meintu grein, frá upphafi til enda. Þjar kemur glöggur skilningur á eöli okkar ólæröu mannanna og sannarlegt litillæti fram i svo fag- urri mynd, aö eg tel tvisýnt, aö nokkurn tima hafi jafnvel tekist, að sýna þá ágætu einkunn manns- andans, svarta á hvítu með for- gengilegri prentsvertu á venjuleg- um vikublaða grápappír. Samsinna vil eg með })ér„ höf- undur góður, “þaö lyft”, sem þú gefur þeim Stepháni G. og Guð- mundi á Sandi. Þ|ó að kannske mætti segja aö þar sé aö bera í bakkafullan lækinn, nú orðið, þá var þetta vel hugsað hjá þér, og ætti ‘ aö taka vel” hjá almenningi. Eg fyrir mitt leyti þori aö “gar- antía” dönskukunnáttu Stepháns á viö hvern mentaskóla-strák. Hins- veginn þótti mér aftur hitt aö vera að ryfja upp það sem sagt hafði verið um Guðmund i Aldamótum. Það er orðið svo langt um liðið ntí. Þetta gæti bara spilt fvrir honum, og P.reiðablikum gerir þa'ð ekkert gott. I m róluna og rithöfundatal Heimskringlu skal eg vera fáorð- ur. En ekki verður því neitað aö þar koma fram skáldleg hugsjóna- tilþrif höfundarins samtvinnuð glöggri dómgreind og sjaldgæfu rninni á mannanöfn. Heppilegt var einnig af þér að minnast á stefnu Hkr. i Japanitamálinu og þá miklu og ómetanlegu blessun, sent umheimurinn hlýtur aö hafa af hinni skörulegu tramkomu blaðsins í því stórmáli. Þ/i hef eg nú yfirfariö megin- atriöiö af hugleiöingum þínum, vinur ntinn frá Noröur Dakota. \ ona eg að allir sjái aö eg er þér samdóma í flestum greinum. En þó er eitt eftir ótalið, sem mér Hkar ekki við þig, og það er aö þú, jafnmikill maöur, hágáfaður og ritfær með afbrigðum, skulir leyna nafni þínu og kalla þig bara ís- lending. Þetta var ófyrirgefanleg yfirsjón af þcr, og það verðurðu að viðurkenna að grein þín, er ræöir um jafn stórkostlegt mann- félagsmál eins og verðlagning Heimskringlu og helztu rithöfunda liennar, heföi haft miklu “melri vigt", ef almenningur hefði fengiö aö sjá neðan við hana þitt mikla og góða nafn. Eftir mínu litla viti, get eg heldur ekki séð, að nokkuð það sé i greininni, sem þú þyrftir að kynoka þér viö aö meðganga, eða undirskrifa frammi fyrir almenningi, því aö greinin er meistaraverk að mínum dómi. En þó aldrei nema að þetta væri ó- fyrirgefanleg vfirsjón af þér höf- undur góður, þá var hitt annað þó enn þá ófyrirgefanlegra, og að mínu áliti villandi og óþolandi hæverska, að þú skildir ekki nefna nafn þitt þar sem þú telur upp helztu rithöfunda Heimskringlu. Eg skal játa það, að eg hef ekki allra minstu vitund á móti nöfn- unum, sem þú telur þar upp. IÞáu eru dregin fram af listæföu auga, og skörpu hyggjuviti. En þitt vantar þar stórbagalega, eins og þú hlýt- ur að sjá sjálfur. Þjví að þó að þú hafir reyndar enn skrifað minna í Heimskringlu að vöxtunum, en annarsstaðar — það er óþarfi að tiltaka það nákvæmara í þetta skifti — þá hefir þú samt sem áö- ur markað þér bás í Kringlunni og þessvegna var þaö siðferðisleg skylda þin, að láta hana njóta allra hlunninda, sem af slíku húsaskjóli Ieiðir. Það var þér innan handar. Þ}þ gast látið nafn þitt fljóta með hin- um rithöfundunum, og alveg hættu- laust, en með fullum rétti, einkum Komizt áfram með því aís ganga á Success Business College á Portage Ave. og Ed- monton St. eða aukaskólana í Regina, Moose Jaw, Weyburn, Calgary, Letbridge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouver. Nálega allir Islend- ingar í Vestur Canada, sem stúdéra upp á verz'unarveginn, ganga á Success Business Coilege. Oss þykir mikið til þeirra koma. Þeir eru góðir námsmenn. Sendið strax eftir ókeypis skóiaskýrslu til skólastjóra, F. G. GARBUTT. úr því þú settir bara undir hug- leiðingarnar þínar nafnið íslend-. ingur. Það er svo víðtækt að fáir munu hafa séð í gegnum það nema Hœrukarl. Um ljósstofnun á íslanói. éFramh. frá 2. síðu.j eða í Reykjavík horfir þetta dálít- ið öðruvísi við en viðast hvar ann- ars staðar, þar sem um er að ræða að setja upp þessi áhöld, meö því að þar er engin rafmagnsstöð, svo stofnunin verður sjálf að fram- leiða það rafmagn, sem hún þarf að brúka. Þ'etta eykur kostnaðinn eigi að litlum mun. ■Til þess að fá nokkurn veginn ábyggilegar upplýsingar um þetta atriði, þá hef eg snúið mér til þess félags, sem hefir sett upp öll stærri Röntgen- og ljós-áhöld i 'Danmörku, þar á meðal líka áhöld- in á ljósstofnun Finsens í Khöfn. Sá 'minsti kostnaður, sem að fé- lagsins áliti er hægt að setja þessi áhöld upp fyrir, er nálægt þvi að vera þessi: Röntgenáhöld til lækninga og rannsókna ásamt vél til að framleiða raf- magnið..................7000 oö 1 Finsen-lampi ('með öll- um útbúnaðij.............984 00 1 Kromayer’s kvikasilfur- kvarslampi...............250 00 Kostnaður við flutning og við að setja áhöldin upp 1000 00 Þúsundir manna, sem oröið hafa heilsulitlir, hafa haft stór- mikiö gagn af hófsamlegri brúkun á DREWRYS Redwood Lager Hreinasta malt-tonic Æfinlega eins á bragð ið og jafn góður. REYNIÐ ÞAÐ Alls ca. 9234 00 Þetta er sá minsti kostnaður, sem hægt er að áætla, og má því gera ráð fyrir. að hann fari varla niður úr 9500 kr. Rúmið, sem þessi áhöld taka upp, er ekki meir en svo, að tvö herbergi, hvort 3x5 stikur, eru langsamlega nægileg, auk rúrns fyrir reksturvélina. Hvað viðhalds- og reksturskostnað snertir, þá er ekki auðvelt að á- ætla neitt um hann. Viðhalds- kostnaðurinn fer mikið eftir þvi, hvað mikið áhöldin eru notuð. En félagið álítur, að reksturskostnað- tirinn við útbúnað eins og þennan, sem hér er áætlaður, muni nenta hér um bil 0,75—1 kr. á klukku^ stund, auk gæzlu á vélunum, húsa- leigu o. s. frv. Að mínu áliti er þvi kostnað- urinn við þessa stofnun evigan veginn svo mikill, að þing eða þjóð geti horft í hann, ef á annað borð er nokkur þörf fyrir hana. En að svo sé, vona eg að mér hafi tekist aö sýna fram á. —Lögrétta, ROBINSON &Co. Limited KVENKÁPUR Hér eiu nýkomnar fallegar kápur handa kvenfólki, skósíðar, víðar, með smekklega kraga og uppslög- um á ermum, með ýmislegum lit og áferð. Allar stœrðir. Þetta er cér- stök kjörkaup á.. Skoðið þœr í nýju deildinni á 2. lofti. $6.75 JAPANSKT POSTULlN Nú stendur yfir stórkostleg kjör- kaupa útsala á japönsku postulíni, Það er handmálað og hver og einn mun Iundra8t, að vér skulum geta selt það með svO vœgu verði. Eng- inn hefir ráð á að láta þessa sölu fara fram hjá sér, svo lágt sem verðið er og postulínið prýðilegt. 75c virði fyrir...... 25c ROBINSON & Co. Llmited Nokkrar skýringar. í síðasta tbl. Heimskringlu birt- ist grein — áskorun réttara sagt — eftir konu eina er Mrs. S. P. Johnson heitir. Greinina nefnir hún “Hjálp í neyð”. Eins og þeir vita er grein hennar lásu, þá skor- ar hún á landa sína hér vestra, að þeir hjálpi með peningagjöfum nauðstöddu gamalmenni, er Svein- björg Sveinsdóttir heitir, og seni hún segir að eigi við bág kjör að búa, helzt vegna þess að hún hafi veriö rekin út feins og hún kemst að orðfj af því fólki sem hafi haft eftirlit með henni, vegna þess að hún hafi ekki getað borgað húsa- leigu. Það er langt frá því geðfelí fyrir mig, að þurfa að stæla opin- berlega við kvenpersónu þessa um þetta efni, þvi fyrirtækið í sjálfu sér er bæði þarfleg, enda nauð- synlegt. En saint get eg ekki set- ið á mér að benda fáeinum orðum mínum til Mrs. S. P. Johnson. Það er þá fyrst og fremst, að Mrs. S. P. Johnson tekur })að skýrt og skorinort fram, að fólk það er hafi haft eftirlit með henni, hafi rekið hana út úr húsum sin- um, vegna þess að hún hafi ekki getað greitt húsaleigu. Eg ber á móti þessum óhróðri, að hafa nokkurn tima rekið gamalmenni þetta út, og sömuleiðis lýsi eg því yfir, að Mrs. S. P. Jlohnson fer hér með örgustu ósannindi; ósann- indi sem alls ekki hæfa kvenmanni, og sizt þeim, sem setur sig til þess að gegna liknarstörfum. Að hún skuli setja svona rógburð og ó- hróður í opinbert blað, lýsir ekki öðru en lágri staðfestu. Mrs. S. P. Johnson þekkir ekki hið minsta inn í sakir þessarar gömlu konu. Sveinbjörg hefir dvalið hjá mér i síðastliðin niu ár, án þess að greiða nokkra húsaleigu, enda hef- ir hún aldrei verið krafin hennar. -áhöld Þessi mynd sýnir Milwaukee steínsteypu Vjel Spyrjið eftir verði THE STUART MACHINERY COMPANY LIMITED. 764 Main St., Winnipeg, Man Eddy’s <<Safeguard,, hœttulausu eldspítur —í sérstökum stokk, sem snúa má við —góðar eldspítur altaf til á botninn —útbrunnum eldspítum stungið inn í toppinn —•hljóðlausar; hausarnir halda ekki glóðin —og alveg eiturlausar. Eddy’s eldspítur eru þaer einu ÖEITR- UÐU eldspítur bún- ar til í Canada. Til ad fordast hættu- Eddy’s „Safeguard(t hættulausu eldspitur Adeins ættu ad vera á hverju heimili. KARLMANNA BUXUR Hentugar á vorin. Hentugar til daglegs brúks Hentugar til vinnu Hentugar til spari. Hver sem kaupir buxur hér, verður ánægður með kaupin. Þær eru þokkalegar og end- ast vel, seldar sanngjarnlega. Venjið yöur á aö koma til WHITE & MANAHAN 500 Main Street, Ctlbúsverzlun 1 Kenora WiNNIPEQ Því hefði eg átt að reka hana út á árinu þessu, þegar húiý átti við bágust kjör að búa? Eg segi bág- ust kjör, því nú er hún orðin svo ellihrum að hún getur ekki þjón- að sér, og getur þá Iieldur ekki verið þess megnug að sjá fyrir sér sjálf, eins og Mrs. S. P. Johnson staðhæfir. Konan mín er komin hátt á sjötngs aldur, og er ein- hend og farin að heilsu. A hún því nóg meö að gegna sínum eigin störfum. Höfum við bæði óskað eftir betra heimili handa Sigur- björgu. Það hefir verið skrifað til dótt- ursonar hennar sem býr vestur við haf, ásamt móður sinni og systur, og honum sagðar ástæður Sigur- bjargar. En hann svaraði og sagði að ástæður þeirra væru svo- leiðis, að þau treystu sér ekki til að taka hana til sín vestur. En hann bað okkur að stuðla að því, að hún færi á gamalmennahælið. Sveinbjörg er farin frá okkur, en eg skora á Mrs. S. P. Johnson að sanna það að eg eða kona m1n hafi rekið hana út úr húsum okk- ar. , Páll Sigfússon, 398 Simcoe St., Winnipeg. P. S. — Eg fór með ritgerð þessa til Hkr., en þó að hún hefði þar átt að birtast, er þar var á mig ráðist, er mér neitað um rúm; verð eg því að snúa mér til Lög- bergs með hana. P. S. Reykjavík 12. Júlí. Austfirðingafundur var haldinn í gærkveldi hér í bænum. Tilefni, hans var bifreiðarflutningur á Fagradalsbraut. Setti Alex Tulin- ius fundinn, en ýmsir tóku til máls, þar á nieðal þingmenn Sunnmýl- inga og 2. þingmaður Norðlend- inga. Voru allir á einu máli um það, að nauösyn bæri til að ýta undir framkvæmdir á bifreiðar- flutningum þar austur frá og var svolátandi yfirlýsing samþykt: “Þar sem reynsla er fengin fyr- ir því, að bifreiðarakstur hefir hepnast á vegum hér sunnanlands og þar sem vér vitum að Fagra dalsbrautin er ekki ótraustara bygð, heldur að sumu leyti betur lögð en þeir eru að jafnaði, þá er fund- urinn þess mjög hvetjandi, að ýtt verði undir sem bráðastar fram- kvæmdir á bifreiöarflutningi þar eystra”. —Isdfold. THOS, JACKSON & SON BYOGINGAEFNI AÐALSKRIFSTOFA og birgiSaból 370 COLONY ST TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN. GEYMSLUPLÁSS: Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St, Fón Sherb. 63 I Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498 í Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland, Vér seljum þessi efni í byggingar: Múrstein, cement, malað grjót, ’ (allar stærð.), eldtraustan múrstein, og eldleir, Flue Lining, möl, Hard- wall Plaster, hár, Keene’s Cement, hvítt og grátt kalk, hydrated kalk, viðar og málm lath, gyps, Eubble stone, Sand, ræsapípur, weeping drain Tile, Wood Fibre Plastur, Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt, standard og double strengtb black. Tuttugu menn óskast strax. Vér skulum borga kaup meðan þeir eru þeim gott í Moler’s Rakara skóla, Vér kennum rakara iðn til fullnustu á tveim mánuöum og útvegum lærisveinum beztu stöður að afstöðnu námi með $15 til $35 kaupi um viku. Grtðarleg eftirspurn eftir Moler rökunun sem hafa Moler vottorð. Varið ykkur á eftirhermum. Komið og skoðið stærsta Rakara Skóla í heimi og fáið fagurt kver ókeypis. Gætið að nafninu Moler á homi King og Pacific stræta, Winnipeg^ eða 1709 Broad St. Regina. J. J. Swanson & Co. Verzla meS fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 ALBERTA BLOCIt. Portage & Carry Phone Main 2597 FUBNITURE i» L »>, •’.o’tunls OVERLAND v,‘.I *.11 < .*.>DIR FORT ROUGE TUTATDr Pembina a InLnlnll Corydon Hreyfimynda leikhúí Beztu myndir syndar J. JÓNASSON, eigandi. Eg hefi 320 ekrur af landi nálægt Yarbo, Sask. sect.J, sem seljast á með góðum skilmálum; eign í eða um- hverfis Winnipeg tekin í skiftum. A landinu eru um 90 ekrur plægðar og af þeim 50 undir akri nú. Alt landið inn- girt og á því um þúsund doll. virði af húsum ásamt góðu vatnsbóli. 5. SIGURJÓNSSON, 689 Agnes Stræti, Winnipeg.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.