Lögberg - 14.08.1913, Qupperneq 6
e
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 14 Agúst 1913.
Drenglyndi,
ÞaS var einn fagran Október morgun a8 Nora
Sullvian stóö út viö gluggann í setustofunni sinni í
höllinni Quincairne. Hún var ung og fögur, aöeins
21 árs, hún var eigandi hallarinnar.
Þaö var aöfall og hátt sjávað, og virti hún fyrir
sér hvernig sjórinn smátt og smátt féll lengra upp á
landið. Höllin stóö á hæö, og umhverfis hana var
fallegur blóma garöur, sem náði fram á brún hæðar-
innar, og þar tók við þverhnýpt berg niður í sjó, hér
um bil 30 feta hátt. Þó þetta berg tæki mikið úr.
þegar sjávargangur var, kom þó fyrir að sjór rauk
upp á glugga og blómin í garðinum í ofveðrum.
Útsýnið var yndislegt; samt var ekki neitt það
í andliti Nóru Sullivan, sem bar þess vott, að hún
hefði ánægju af að horfa á fegurðina kringum sig.
Það leit helzt út fyrir að hana væri að dreyma.
Hún hafði staðið þannig góða stund, þegar dyrn-
ar opnuðust og inn kom öldruð kona, sem Nóra líkt-
ist mjög, þrátt fyrir mikinn aldursmun, og hið föla
og veiklulega andlit Mrs. Sullivan, sem var biluð að
heilsu. Maður hennar hafði verið hershöfðingi »
enska hernum. og hún hafði feðrast með honum i
ýms lönd, þar sem loftið var óheilnæmt, og hafði
þannig mist heilsu sína. Nú langaði hana til að
komast frá Quincairne og í betra loftslag. til að reyna
að fá bót heilsu sinnar. En þarna hafði Nóra alist
upp hjá föðursystur sinni. ’
Nóra tók brosandi móti móður sinni.
“Mamma mín! Eg hef enn ekki sýnt þér gjöf-
ina, sem eg fékk í morgun.”
Og um leið og hún sagði þetta, tók hún fallegt
gullarmband upp úr öskju. Það var alsett smára-
mynduðum blöðum úr smarögðum.
“Þetta sendi Mr. Mordaunt mér”, hélt hún
áfram. “Þtykir þér ekki smárablöðin falleg?”
“Jú, þau eru makalaust falleg. Þessir smaragð-
ar hafa hlotið að vera dýrir, og svo er þetta svo
smekklegt; en hvers vegna kallar þú hann Mr.
Mordaunt ?”
“Ó! Eg er ekki búin að venja mig á að kalla
hann Jón ennþá, en þú hefir ekki gætt vel að arm-
bandinu. Sjáðu, þarna á lásnum er grafið fanga-
markið mitt.”
“Já, elsku Nóra mín, það er mjög fallegt”. Eftir
stutta þögn hélt Mrs. Sullivan áfram:
“Segðu mér nú satt Nóra. elskar þú nú eiginlega
Jön Mordaunt?” Hún horfði i augu dóttur sinnar.
“Já, vist þykir mér vænt um hann. Þú veist
lika að eg ætla að giftast honum.”
“Þ(ú talar öðruvísi um þetta mál en eg vildi
Ertu viss um að þú elskir Jón Mordaunt eins og eg
elskaði föður þinn?”
“Þú ert altaf svo rómantísk í anda, elsku mamma
min. Mér þykir vænt um Jón upp á skynsamlegan
máta, og honum þykir þeim mun vænna um mig.”
Mrs. Sullivan stundi við, og sagði:
“Þú mátt vera viss um það barnið mitt, að ef
þú giftir þig, vegna auðs eða metorða, þá leggur þú
þér þann bagga á herðar, sem þú getur ekki borið og
skyldur sem þú ekki getur uppfylt.”
“En mamma mín. J6n er maður sem hver stúlka
getur verið stolt af.” Um leið og hún sagði þetta
gekk hún skyndilega út úr herberginu.
Hún gekk þreytulega og niðurlút upp stigann-
sem lá upp á Ioftið og inn í herbergi sitt; fleygði frá
sér armbandinu og lagðist upp í rúmið sitt.
“Þlað sem móðir mín segir er satt”, sagði hún
við sjálfa sig, ”en Jón er ágætismaður, og þetta get-
ur nú samt alt farið vel.”
Þessi Englendingur, sem Nóra var að tala
um, var ungur, hraustur og fallegur. líann var vel
eygður; augun voru góðleg og greindarleg. Fram-
koma hans var látlaus og bar ljósan vott um stað-
festu hans og drenglyndi. Hann var íþróttamaður
mikill. í kappróðri bar hann jafnan hærri hlut. Hann
synti eins og menn frá Kerny. sem kunna eins
vel við sig í sjónum og á lynggrónu heiðunum sínum-
Hann hafði tekið ágætis-próf í náttúrufræði. en Nóra.
var nú ekki hrifin af því; hann hafði gaman af að
skoða smá dýr og orma, en á því hafði hún mesta
viðbjóð Mordaunt var sonur ríks kaupmans í
Lundúnunr, hann hafði erft skrautlegt hús í New
Forest og 40 þúsnud pund um árið.
En það var þó engin eigingjörn ágirnd, sem
hafði komið Nóru til að lofa Jóni Mordaunt eigin-
orði. Hún vissi að heilsa móður sinnar var undir
því komin, að hún gæti verið þar sem betra lofts-
lag var, og til þess þurfti peninga. Ef hún giftist
ríkum manni mundi móðir hennar geta heimsótt föð-
urland sitt og fengið heilsuna aftur. Sjálf átti hún
ekkert nema þessa höll og dálitla landspildu, sem
setin var af bláfátæku fólki.
Mrs. Sullivan hafði lífeyrir, sem ekkja, sem ekki
var meiri en svo, að hún gat lifað af því, og afgjald-
ið af hjáleigunum var aðeins nægilegt til að viðhalda
eigninni.
“Eg skal gera alt sem í mínu valdi stendur, til
þess að móðir mín elskuleg fái heilsuna aftur, hugs-
aði Nóra. Og eg vona að hún fái hana ef hún getur
ferðast heim til föðurlands síns, og eg skal gera alt
mitt til þess að verða Jóni Mordaunt góð kona., Og
eg er viss um að hann verður umhyggjusamur við
mig og móður mína.
Nóra stundi við, því i stað hins göfugmannlega
andlits Englendingsins, með brúnleita hárið og bláu
augun, dróg Nóra upp í huganum aðra mynd, sem
henni hafði þótt svo vænt um. Mynd sú var af eina
manninum sem hún hafði elskað, og það þegar hún
var svo að segja barn að aldri. Hann hafði gefið
henni hring, sem hann hafði dregið á fingur henni:
á hann var grafið blómið “gleym mér ey”, og aldrei
hafði hún tekið þann hring af sér; en loforðið sem
hann gaf henni þá, hafði hann aldrei endurtekið.
Hann var yngri bróðir, átti engar eignir aðrar en gott
nafn og hermannslaunin sín. og hún átti ekki nema
þessa litlu landspildu kringum Quincairne höllina.
sem gaf mjög litla leigu af sér; varla fyrir viðhaldi
hallarinnar.
Hún hafði fyrir löngu séð það, að undir núver-
andi kringumstæðum, gæti hún ekki gifst Gerald
McCartby hershöfðingja, og það vissi hann líka; og
hafði ekki hreift því máli frá því þau voru unglingar.
En Nóra hafði altaf vonað að eitthvert óvænt h4pp
mundi koma upp í hendurnar á honum, sem mundi
gera stöðu hans góða; en alt hafði setið við það
sama, og ekkert útlit fyrir breytingu á því.
Nóra hafði ekki gert sér grein fyrir hvað þessi
von, svo veik sem hún var, var orðin rík hjá henni-
Það var eins og æska hennar væri horfin. Þjessi
glaðlynda og fjöruga Nóra Sullivan var ekki lengi til-
vún har nú raunar ung stúlka, en reynd og ráðin í
þvi að hlýða rödd skynseminnar. Hún var hermanns-
dóttir og “heiður” og “skyldan” áttu hér eftir að
verða einkunnar orð hennar.
Hún tók litla hringinn af hönd sér, kysti hann:
en um leið runnu tár niður eftir kinnum hennar.
Hún lét hann ofan í litinn kassa, sem hún lokaði
vandlega, þar ætlaði hún að geyma og fela ungdóms
endurminningar sínar.
Rétt í sania bili var barið að dyrum, og inn kom
Lizzy þjónustustúlka Nóru.
“Miss Nóra. Biddy Shehan er niðri, og biður
um mjólk handa bömunum sínum, þau eru öll veik
af kíghósta og svo er Kitty Q’Donavan hér líka og
biður um tóbak.”
“Gefðu Biddy mjólk, en segðu Kitty að eg skuli
gefa henni tóbak seinna í dag.”
“Jjá”, sagði Lizzy, “en það er svo lítil mjólk til.
því tvær af kúnum vanta.”
“En börnin mega til að fá mjólk. Taktu það sem
til er af mjólk og gefðu Biddy og tóbakið skal eg
sjá um að Kitty fái seinna í dag.”
Nóra Iokaði dyrunum eftir stúlkunni; hún gladd-
ist i huganum yfir því, að nú yrði hún bráðum rík,
og gæti þá gefið og bætt þarfir þessara vesalinga,
sem í kringum hana voru, og allir voru henni svo
kærir.
Seinna um daginn sá hún tóbakspoka, sem Jón
Mordaunt átti, sem lá þar á borðinu. Hún tók það
sem i honun: var og fór með það til Biddy Shehans,
sem átti heima í litlum kofa skamt frá.
Henni þótti vænt um landseta sína, og var ein-
mitt að hugsa um, hvernig þeirn mundi geðjast að
Englendingnum, sem nú átti að verða landsdrottinn
þeirra.
Biddy Shehan var ekki landseti Nóru, en kofinn
sem hún bjó í var reistur upp við girðinguna á garði
nágranna þeirra. og var sú girðing annar veggur kof-
ans, sem var svo lélegur, að fæstir mundu hafa þor-
að að hýsa þar inni. En þarna hafði hún fengið að
vera án þess að gjalda leigu. Enginn gluggi var á
kofanum, og sú litla birta sen: þar var inni, kom inn
um dyrnar.
“Ó, nú hefir verið gert við kofann þinn”, sagði
Xóra. “Það hafa verið settar stoðir undir þakið, svo
það síður dettur niður.”
“O, ungfrú; ungi Englendingurinn gerði þetta
og fékk tvo menn til að hjálpa sér. Eg á þetta hon-
um að þakka”, og Biddy hló hátt.
Þþð var seint um kveld, að Jón Mordaunt stóð
fyrir utan húsið sitt, og kvaddi gamlan vin sinn, sem
var að leggja af stað. Það var prófessor, sem átti
heima við Trynity College í Cambridge og hafði heim-
sótt hann í Killarny og dvalið þar í nokkra daga.
Þetta var í fyrsta skifti sem Jón Mordaunt
hafði skilið við vin sinn, án þess að það hrygði hann.
Og strax hljóp hann niður að bátnum, losaði festina
og réri yfir víkina til Quincairne.
Fyrir rúmu ári síðan hafði hann leigt þennan
satna bát og róið á honum yfir víkina, og þá hafði
hann í fyrsta skifti séð Nóru Sullivan við tennisleik
og strax orðið hugfanginn af henni.
Síðan þau trúlofuðust hafði hann aldrei komið
svona seint á degi til að heimsækja hana; hann réri
knálega upp í lendinguna.
Þjað var búið að kveikja ljós í dagstofunni og
hann sá að Nóra hafði heyrt áraskröltið og leit út
um gluggann. “Skyldi hún koma á móti mér ”
hugsaði Jón Mordaunt. Já, Jjarna sá hann hana koma
í tunglsljósinu, og rétti honum höndina um leið og
hún sagði:
“Eg hélt að ]:ú mundir ekki koma í kveld.”
“Var þér farið að leiðast eftir mér, elskan mín?”
spurði Mordaunt, um leið og hann kysti hana á
kinnina.
“Já, víst var mér farið að leiðast, og eg furðaði
mig á að þú skyldir ekki koma,” svarað i Nóra
glaðlega.
“Það kom gamall kunningi minn til að heim-
sækja mig”, sagði Jón Mordaunt.
“Þú hefðir átt að koma með hann 'hingað yfir”,
sagði hún.
“Eg hélt að það mundi kannske þreyta þig og
vildi þessvegna ekki gera það.”
Hann tók bréf upp úr vasa sínum frá móður
sinni. Hún bauð Mrs. Sullivan að koma og heim-
sækja sig í New Forest.
“Móðir min hefir lofað”, sagði Jón Mordaunt,
“að hún skuli láta fara svo vel um móðir þínu, sem
unt er; en hún ætti að fara strax. Hún þarf þess
heilsu sinnar vegna, og nú ætla eg að biðja þig að
hjálpa mér til að fá Mrs. Sullivan til að samþykkja
þetta.”
“Ó! hvað þú ert góður, að koma þessu til leiðar;
og það var sannarlega fallega gert af móður þinni,
að bjóða okkur til sín,” sagði Nóra, og gleði var auðsæ
á andliti hennar.
Mrs. Sullivan hélt að hún mundi tæpast geta
ferðast svona langt, en eftir nokkrar fortölur lét hún
þó tilleiðast og símskeyti var sent til Mrs. Mordaunt
um það, að eftir þrjá daga mundu þau þrjú leggja
af stað frá Quincairne, og áleiðis til New Fores.t
“Mér þykir vænt um, að við getum verið á dans-
leiknum hjá Mrs. Wilmott, áður en við förum”. sagði
Nóra.
Kveldið sem dansleikurinn átti að verða, keyrði
Nóra þangað í litlum vagni og Jlón Mordaunt var ný-
kominn, þegar Nóra kom. Hún var klædd í snotran
og viðhafnarlausan hvítan kjól; hún hafði armband-
ið. sem Mr. Mordaunt hafði gefið henni. og hálsfesti
sem var gjöf frá móður hennar. Þjó búningur Nóru
væri ekki viðhafnar meiri en þetta, hlutu þó allir að
játa, að' hún var fallegasta stúlkan á dansleiknum.
Hún hafði aldrei fyr dansað við Mordaunt.
Hann dansaði ágætlega vel. Allir i danssalnum
horfðu á þau þegar þau dönsuðu, og margir horfðu
með undrun og aðdáun á unga, hraustlega Englend-
inginn.
Sonur Mrs. Wilmott hafði beðið Nóru að
dansa við sig þjóðdansinn, áður en gcngið væri til
borðs.
“Nú skal eg þó sýna þér hvernig reglulegur
dans er”, sagði Nóra við Jón Mordaunt, þegar Mr.
Wilmott kom að sækja hana, um leið og dansinn
byrjaði.
Mordaunt horfði hrifinn á dansinn. Hann hafði
aldrei séð slíkan dans fyr, svo fjörugan og fallegan.
Hann dáðist í huganum að yndisleik Nóru, þar sem
hún sveif un: danssalinn án þess að fæturnir virtust
snerta gólfið.
“Ertu ekki þreytt?” surði Jón Moraunt, þegar
Nóra kom aftur frá dansinum.
“Ekki það allra minsta”, sagði Nóra. “Mér
þætti gaman að vera á dansleik i Lundúnum og sjá
þar alla dýrðina.”
Við skulum fara á eins marga dansleiki og þú
vilt og mér er sama hvað þeir eru margir ef þú, ef
þú bara dansar nokkra dansa við mig.”
“Eg veit nú ekki raunar hvað eg er að biðja um”.
sagði Nóra. “Því ekki er nú víst að mér geðjist vel
að þeim, eða Jiyki þar skemtilegt.” Hún þaggnaði
snögglega og leit fram eftir danssalnutn. Mordaunt
leit J:angað lika, en gat ekki séð þar neitt annað en
nokkra menn sen: hópuðust saman framan við dyrnar.
Hann leit aftur á Nóru, henni hafði mjög brugðið:
fyrst varð hún blóðrjóð í andliti en náfölnaði á næSta
augnabliki og virtist helzt sem mundi ætla að líða
yfir liana.
“Er þér ílt Nóra? Segðu mér J>að, þú ert náföl?”
| sagði J|ón Mordaunt.
Hún virtist vera hrædd. “Já. mér Iiður illa.
Gefðu mér vatn að drekka. Fólkið er nú að fara inn
! í borðsalinn, við skulum koma þangað.”
J lann tók í hönd hennar og leiddi hana inn 5
salinn, ]>ar sem ]>au settust niður. Hún var mjög föl
“Hér er vatn, en betra væri fyrir þig að súpa á
kampavini, það hressir þig betur. Þú ert þreytt eftir
J dagsinn, borðaðu hérna vínber.”
Hún borðaði nokkur ber; þau hrestu hana og
rödd hennar varð aftur róleg.
Eg ætla að sitja kyr og hvila mig meðan þú ert
aö borða; eg er líklega svona þreytt eftir dansinn.”
Hún leit á hann um leið og hún sagði þetta, og
gat hann hæglega lesið kvíða og örvæntingu í augna-
ráði hennar. Honum brá mjög við að sjá þá breyt-
ingu, sem á henni hafði orðið. Hvað gat hrygt hana
þannig ? 'Hvað hafði komið fyrir hana?.
Þjegar þau fóru aftur inn í danssalinn, kon: á
móti þeim ungur maður laglegur; Mordaunt þekti að
hann var einn af þeim sem hafði komið inn þegar
þyrpingin var við dyrnar.
Hann heilsaði og snéri sér að Nóru og sagði:
“Viltu dansa við mig einn dans? Liklega ertu búin
að lofa öllum dönsunum, en þetta er aukadans og
hann getur þú dansað við mig.”
Þessi ungi maður er herforingi, hugsaði Mord-
aunt; hann er brúneygður, svarthærður og með dökt
yfirskegg. Það er liturinn, sem sagt er að ungar
laglegar stúlkur gangist svo mjög fyrir.
“Eg vissi ekkert um þennan dansleik”, sagði
ungi hershöfðinginn með ákefð við Nóru, og eg ætl-
aði með engu móti að geta fengið íeyfi til að komast
frá herdeildinni í kveld, en eg þóttist vita fyrir vist-
að þú mundir vera hér, og eg vildi um fram alt sjá
þig, hvað sem það kostaði. Og Nóra, segðu mér
hvort það er satt að þú sért trúlofuð?”
Hún gat engu svarað; hún gat varla staðið á fót-
unum, og nötraði eins og hrísla. Hann horfði i augu
hennar og gat þar vel lesið svarið. Þjau' dönsuðu
eins og í leiðslu.
Hann hætti dansinum skyndilega og sagði: “Mér
er ómögulegt að dansa. Mér finst eins og eg geti
ekki dregið andann hér inni. Komdu út með' mér.”
Þau fóru út úr danssalnum og út i garðinn og
gengu eftir grasgangi, sem lá milli trjánna niður að
sjónum. Þau gengu þar inn í þéttan skógarrunna.
“Nóra, hvernig á eg að geta borið þetta?” sagði
Gerald. Hann sagði þetta i örvæntingarróm. Henni
fanst hvert orö eins og hnífstunga. Hún vildi svo
fegin hughreysta hann, án þess að hugsa nokkuð um
sjálfa sig.
“En, góði Gerald”, sagði hún, “hugsaðu um, að
þá vorum við börn, og þá var móðir mín rík; en nú
eru eigur okkar farnar, og móðir mín heilsulaus-
Við megum nú heita fátækar.”
“Fátækar! Hvað gerir það til?” sagði Gerald.
“Gæti eg ekki rutt mér heiðarlega og arðsama braut.
Sem hermaður mundi eg hafa unnið og þrælkað,
jafnvel svelt mig, til að veita ykkur lífsþægindi.”
Hann talaði hratt og í mikilli geðshræringu.
Þþí næst bætti hann við:
“En það hefir verið móðir. þín, sem þessu hefir
komið til leiðar; það var hún, sem bannaði okkur að
skrifast á.”
Hann tók utan um hana.
“Nóra, elsku Nóra, eina stúlkan, sem mér hefir
nokkurn tíma þótt vænt um”, sagði hann og vafði
hana að sér.
Mordaunt hafði ekki flutt bónorð sitt með svona
brennandi ákafa. Þegar Gerald þrýsti henni að sér-
kysti hana á ennið og lagði höfuð hennar undir vanga
sinn, fann hún nýjan og óþektan ástaryl leggja um
sig.
“Nóra ]>ú elskar ekki þennan mann — þú ert
mín! Þú veist sjálf að þú elskar liann ekki!”
Hún hljóðaði upp yfir sig og sleit sig af honum.
“Eg verð aldrei þín, Gerald! Eg get það ekki.
Vertu sæll!”
Hann greip um báðar hendur hennar.
“Og þú ætlar þá að giftast manni, sem þú elsk-
ar ekki ? Hlustaðu nú á mig Nóra. Þ]að væri rétt-
ara ykkar beggja vegna, jafnvel þó að komið væri
fast að hjónavígslu athöfninni, að hann slefti tilkalli
til þin og ekkert yrði úr þessu hjónabandi.’’
“Eg ætla mér ekki að verða til þess að bandið
milli Mordaunt og mín slitni; eg get ekki rofið orð
min,” bætti hún við með hægð.
“Nei, þú vildir heldur ræna mig allri lífsgleði og
ánægju.”
“Eg heyri fótatak á bak við okkur. Hér getum
við ekki verið lengur. Fylgdu mér ’heirn aftur.”
“Ójá. Eg býst við að það sé aðeins eitthvert
annað fólk, sem hefir orðið erfitt um andardráttinn
inni, eins og okkur. Eða kenske það sé Mordaunt
sjálfur’,’ bætti hann við háðslega, “sem komið hefir
út til að sjá hvort hann finni ekki einhverja vissa
kálormategund, eða orsakir kartöflusýki. Eg þori að
segja að hann er í meira lagi skemtilegur lífsleiðtogi.
ungri stúlku eins og þú ert.”
“Fylgdu mér aftur heim að húsinu, Gerald! Ef
þú leiðir mig ekki þangað strax, þá fer eg ein!”
Eftir þetta töluðu þau ekkert saman. en gengu
rakleitt inn og Nóra settist í sama sæti og hún hafði
setið í áður. Um bleikar varir hennar lék nú bros.
Gerald stóð þráðbeinn frammi fyrir henni.
“Leyfi mitt úr herbúðunum verður útrunnið »
fyrra málið. Eftir þrjá daga leggjum við af stað til
i Egyptalands. Vertu sæl!”
Nóra rétti honum hönd sina og um leið og hún
leit upp og framan i hann með bænarsvip um fyrir-
gefning, sagði i>ún: “Vertu sæll!”
Hann leit að eins til hennar ásökunar-augum.
Því næst kvaddi hann húsmóðurina og innan
stundar var hann kominn á hestbak.
“Litlu siðar kom Mordaunt til Nóru. “Nú á aö
fara að dansa slaufudansinn, en þú er líklega of
þreytt til að dansa”, sagði hann.
“Eg ætla ekki að dansa meira í kveld, eg er svo
þreytt,” sagði hún.
“Á eg að biðja um að láta koma með vagninn
þinn ?” spurði hann. Hann gekk burtu, en kom að
vörniu spori aftur til að fylgja Nóru út í vagn hennar.
og Hta eftir því að ábreiður væru nægar til að vefja
utan um hana og að sem bezt færi um hana. Örðugt
hefði verið að greina, að nokkur breyting væri orðin
á honum; en breyting hafði orðið eigi að síður; al-
vörusvipur mikill var kominn á andlitið. Nóra vissi
vel, að eg Gerald hefði staðið í sporum Mordaunts,
hefði hann orðið geysi-afbrýðissamur, en þó óttaðist
hún meir þá miklu ró og bleika fölva, er hvíldi yfir
andliti Englendingsins, heklur en þó að hann 'hefði
sýnt af sér reiði eða geðofsa.
Dr.R. L. HUR5T,
Member of Royal Coll. of Surgeons,
Eng., útskrifaður af Royal Cðllege of
Physicians, London. Sérfræöingur í
brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. —
Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (k móti Eaton’sJ. Tals. M. 814.
Tími til viðtals, 10-12, 3-3, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íalenzkir lógfræOÍBgar,
Skrifstofa:— Room 8n McArthur
Building, Portage Avenue
ÁRITUN. P. o. Box 1050.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
ÓLAFUR LÁRUSSON
BJÖRN PÁLSSON t
YFIRDÖMSLÖGMENN }
Annast IögÍTæðisstörf á Islandi fyrir Í
Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og 4
hús. Spyrjið Lögberg um okkur. 4
Reykjavik, - lceland -♦
P. O. Box A 41
Dr. B. J. BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
Telephone garrv 380
Offick-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 620 McDkrmot Avk.
Telephone garry 381
Winnipeg, Man.
Dr. O. BJ0RN80N
Office: Cor, Sherbrooke & William
rELKPHONK GARRY 33»
Office-tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Hbimili: 81 O Alverstonc St
TELEPHONEl GARRY TC3
Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á aí
selja meðöl eftir forskriptum lækna
Hin beztu me'ðöl, sem hægt er að fá
eru notuð eingöngu. pegar þér komit
með forskriptina til vor, megið þéi
vera viss um að fá rétt þaS sem lækn-
irinn tekur til.
COLCLEUGH & CO.
Notre Daine Ave. og Sherbrooke St.
Phone. Garry 2690 og 2691.
Giftingaleyfisbréf seld.
Dr. W. J. MacTAVISH
Office 724J íargent Ave.
Telephone óherbr. 940.
l 10-12 f. m.
Ofnce tfmar -j 3-5 e. m.
( 7-9 e. m.
— Hbimili 467 Teronto Street —
WINNIPEG
tklephonk Sherbr. 432.
Dr. R. M. Best
Kvenna og barna læknir
Skrifstofa: Union Bank,
horni Sherbrooke og Sargent
Tímar: 3—5 og 7—8.
Heimili: 605 Sherbrooke Street
Tals. Garry 4861
Lögbergs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDl AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNtR.
ENDERTON BUILDNG,
Portage Ave., Cor. Hargrave St.
Suite 313. Tals. main 5302.
Jj Dr. Raymond Brown,
Sérfræöingur í augna-eyra-nef-
háls-sjúkdómum.
326 Somerset Blde
Talsími 7262
Cor. Donald & Portage Ave.
• Heima kl. io— 12 og 3—5
w* w m m m wwirwt
A. S. Bardal
843 SHERBROOKE ST.
selur líkkistur og annast
om iltfarir. Allur útbún-
aður sá bezti. Ennfrem-
ur selur bann allskonar
minnisvaröa og legsteina
Tals Oai-x-jr 2152
8. A. 8IOUBOSOW Tais. Sherbr, 2786
S. A. SIGURÐSS0N & C0.
BYCCIþCAfijEþN og F/\STEICN/\SALAR
Skrifstofa:
208 Carlton Blk.
Talsími M 4463
Winnipeg
J. J. BILDFELL
FASTEIGm A8ALI
fíoom 520 Union Bank - TEL. 2685 \
Selur hús og lóðir og annast
alt þar aOlútandi. Peningalán