Lögberg - 09.10.1913, Blaðsíða 3
IjÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. Október 1913.
3
Sunnudagur í Júní 1913
Herrans helgi dagur
hátign þín er stór5 /
alheims faömur fagur
fold og loft og sjór,
bros á hverju blómi
blika móti sól
drottins dýrtSar ljómi
dauöans krýnir ból.
Mannsins hugar heima
hrífur von og þrá,
allar æöar streyma (
einu hjarta frá.
Helga, háa, djúpa
haf með lífsins óð ^
’eilíf öfl þig hjúpa
alvalds tignar glóð.
Blóm á greinum glitra
glöð við sólar bál,
töfra raddir titra
tilverunnar mál.
Himinn, jörð og hafið
helgan stilla brag f
alt er vegsemd vafið
vorsins sælu dag.
Sjá þú maður merkin,
fnáttinn, speki, ráð,
sannleiks sigurverkin
signa höf og lá'ð.
Alt er letrað lögum, v
ljósi, von og ást
heldur lífsins högum
hönd sem aldrei brást.
Frelsi, ljós og friður
faðmar skreytta jörð,
er sem ómi kliður J
yfir tímans fjörð.
Speki lifsins laga
ljóss frá veldi skín.
Dýrðin sumar daga
djúp er fegurð þín!
M. Markússon.
Ur fjárlög um íslands.
Nokkrir bitlingar.
í morgun samþykti efri deild
þau óbreytt eins og neðri deild
skildi við þau eftir eina umræðu í
fyrradag. Þykir rétt að gefa ítar-
legt yfirlit yfir þau, þótt áður hafi
verið minst á ýms atriði þeirra hér
í blaðinu, Tekjur eru áætlaðar
3,718,470 en útgjöldin 4,035,183
kr. 85 au., svo tekjuhallinní er 316,-
713 kr. 85 aur. Greiðslur af lánum
landssjóðs 450,284 kr. 05 aur. —
Til æðstu stjórnar landsins, 106,000
kr. — Til alþingiskostnaðar 65,000.
— Til landsreikninga yfirskoðunar
2,400 kr. — Til útgjalda við dóm-
gæzluna og lögreglustjórnina o. fl.
257,130 kr. — Til útgjalda við
læknaskipunina 365,329 kr.; til
'holdsveikisspítalans, 95,894 kr. 80
au.; til geðveikrahælisins á Kleppi
42,035 kr.; til heilsuhælisins á Víf-
ilstöðum 53,000 kr. — Til póstmála
291,000 kr., þar af 35,000 f. á. til
pósthúsbyggingar í Rvík. — Til
vegabóta : Stjórm og undirbúningur
vegagerða o. fl. 21,500 kr.: Borg-
arfjarðarbraut 20,000 kr.; Reykja-
dalsbraut 15.000 kr.; Eyjafjarðar-
braut 20,000 kr.; Húnvetningabraút
30,000 kr.; Skagfirðingabraut 20,-
000 kr.; Grimsnesbraut 20,000 kr.
og til viðhalds ílutningabrautar
22,000 kr.; Stykkishólmsvegur 16,-
000 kr.; brú á Eystri-Rangá 18,000
kr.; brú á Ljá í Dalasýslu 3,000
kr.; brú á Fáskrúð í Dalasýslu
10,000 kr.; brú á Hamarsá 11,000
kr.; brú á Síká í Hrútafirði 4,000
kr.; brú á Langadalsá 8,000 kr.; til
þjóðvegar i A-Skaftafellssýslu 5,-
000 kr.; til að setja dragferju á
Blöndu hjá Löngumýri 1300 kr.;
til Hvammstangavega 2,000 kr.; til
að gera akfæran veg frá Kópaskeri
að Jökulsárbrú 2,000 kr.; til ak-
vegar í Svarfaðardal 4,000 kr.; til
Keflavikurvegar (endurgreiðsluj
5.600 kr.; til steinsteypubrúa á
Miðf jarðará og Hölkná 6,000 kr.;
til Grindavíkurvegar 5,000 kr .0. fl.
Alls er veitt til vegabóta 352,800
kr. — Samgöngur á sjó: Til
strandferða 120,000 kr.; til Eim-
skipafélags íslands 40,000 kr.; til
bátaferða á flóum, fjörðum og
vötnum 99,800 kr., alls 267,800 kr.
— Til hraðskeyta- og talsímasam-
bands 249,000 kr. — Til vitamála
95.600 kr., þar af til byggingar vita
á Svörtuloftum 18,000 kr. og Irjg-
ólfshöfða 16,000 kr. Alls veitt til
samgöngumála 1,256,200 kr. — Til
kirkju- og kenslumála : Andlega
stéttin 136,900 kr.; háskólinn 130,-
320 kr., mentaskólinn 82,640 kr.;
gagnfræðaskólinn á Akureyri 42,-
400 kr.; kennaraskólinn 28,800 kr.;
stýrimannaskólinn 16,200 kr. Til
bændakenslu 59,900 kr. Til iðn-
fræðslu 15,200 kr. Til verzlunar-
skóla 10,000 kr. Til húsmæðra-
fræðslu 2,400 kr. Yfirsetukvenna-
skóli 8,000 kr. Til kvennaskóla
28.600 kr. Til almennrar barna-
fræðslu 159,800 kr. Til unglinga-
skóla 42,000 kr. Til sundkenslu og
leikfimi 5,400 kr. o. fl. — Til vis-
inda bókmenta og íista: Lands-
bókasafnið 39,920 kr.; landsskjala-
safnið' 11,700; þjóðmenjasafnið
11.600 kr.; náttúrufræðisfélagið
2,000 kr.; landsbókasafnhúsið 13.-
750 kr.; til kaupstaða og sýslubóka-
safna 7,000 kr.; til Bókmentafé-
lagsins 4,000 kr.; til Þjóðvinafé-
lagsins 1,500 kr.; til Fornleifafé-
lagsins 800 kr.; til Sögufélagsins
1,500 kr.; til útgáfu fornbréfasafns
1,600 kr.; til útgáfu aiþingisbóka
2,000 kr.; til Leikfélags Reykjav.
4,000’ kr. Skáldin Ein. Hjörl.,
Þorst. Erl. og Guðm. Magn, 2,400
hver; Guðm. Guðm, 2,000 kr.;
Vald. Br. 1,600 og Guðm. Frið-
jónsson 1,200'kr. fallir f. á.ý. Einar
Jónsson myndasmiður 1.800 kr. (í.
á.j. Til a'ð kaupa listaverk og mál
verk eftir islenzka menn 4,000 kr.;
til Jóh. S. Kjarval 1,000 kr. (í. á.) ;
Guðjóns Samúelss. 600 kr. á ári;
Rikharðs Jónssonar 1.000 kr .á ári;
Kristinar Jónsdóttir 400 kr. á ári;
Sigfúsar Einarssonar 1,100 kr. á
ári; Magnúsar Einarssonar 300 kr.
á ári; Jóns Ólafssonar 3,000 kr.
hv. á.; ferðastyrkur til Jóns Jóns-
sonar dócents 1.200 kr. f. á.; til
að gefa út á þýzku "Réttarstöðu
íslands’’ eftir Einar Arnórsson
4.000 kr. f. á.; til Bjarna Jónss. frá
ýogi til ritstarfa 1.200 kr. hv. á.:
til Hannesar Þorsteinssonar 2,000
kr. hv. á.; Boga Melsteðs 800 kr.
hv. á.; Guðm. Finnb.s 600 kr. hv.
á.; Brynjólfs Jónssonar 400 kr. hv.
á.; Bjarna Sæmundssonar 600 kr.
hv. á.; Helga Jónss. 1.500 kr. hv.
á.; Helga Péturss 1,800 kr. hv. á.;
Sigurðar Guðmundssonar 600 kr.
hv. á.; til Laufeyjar Valdimars-
dóttur 600 kr. hv. á.; til Þórarins
Guðmundssonar 800 kr. f. á.; til
Guðm. Hjaltasonar 600 kr. hv. á.;
til Sighv. Gr. Borgfirðings 300 kr.
f. á.; til íþróttasambands íslands
1,000 kr. f. á.. 500 s. á.; til tafl-
félags Rvíkur til að senda mann á
skákþing Norðurlanda 1914, 400
kr. f. á. Alls eru veittar til visinda,
bókmenta og lista 187,770 kr. —
Til verklegra fyrirtækja eru veittar
372.920 kr.; þar af til Búnaðarfé-
lags íslands 108,000 kr.; til nýrra
rannsókna til undirbúnings áveitu
á Skeið og Flóa 5,000 kr. f. á.; til
búnaðarfélaga 44,000; til fyrir-
hleðslu fyrir Holtsá 3,700 kr.; til
skógræktar 30,000 kr.; til húsabóta
á Vöglum 2,500 kr. f. á.; til sand-
græðslu 10,000 kr.; til dýralækn-
inga 10,400 kr.; til efnafræðisrann-
sóknarstofu í Reykjavík 8.200 kr.;
til Gísla Guðmundssonar til gerla-
rannsóknar 1,500 f. á.; til bygg-
ingafróðs manns éRögnv. Ól.J 2.500
kr. hv. á.; til leiðbeininga í húsa-
gerð til sveita 1,000 kr. hv. á.; til
iðnaðamáms 6,000 kr.; til fisk-
veiðasjóðs íslands 12,000 kr.; til
fiskifélagsins 26,500 kr.; til sam-
ábyrgðarinnar 5,000 kr. f. á.; til
fiskimatsmanna 16,800 kr.; til síld-
armatsmanna 4,800 kr.; til sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga og
Sláturfélags Suðurlands, til þess
að Iauna erindreka erlendis, er hef-
ir með höndum sölu og útbreiðslu
landafurða 4,000 kr. hv. á.; til er-
indreka erlendis, er hefir með hönd-
u-m sölu og útbreiðslu sjávaraf-
urða 4,000 kr. hv. á.; til leiðbein-
ingar i ullarverkun 1,600 kr. hv. á.;
til heimilisiðnaðarfélags íslands
500 kr. hv. á.; til ungmennafélaga
1,500 kr. hv. á.; til Sveins Odds-
sonar til bifreiðaferða 5.000 kr. f.
á.; til Hjálpræðishersins 1,000 kr.
f. á.; til Steingrims Jónssonar til að
halda áfram námi í fjöllistaskóla
800 kr. s. á.; til Eggerts Briem til
að nema rafmagns og vélafræði
600 kr. hv. á.; til Guðm. sýslu-
manns Björnssonar og Snæbjarn-
arhreppst. Kristjánssonar 500 kr.
hvers; til bryggjugerðar á Sauðár-
króki 6.000; til framhalds brim-
brjótinum i Bolungarvik 20.000 kr.
— Til eftirlauna. styrktarfjár og
tillags í ellistyrktarsjóð 163.800 kr.
— Lánveitingar úr viðlagasjóði eru
heimilaðar Reykjavíkurdómkirkju
20,000 kr.; lán til bænda til girð-
ingaefniskaupa 10,000 kr. hv. á.;
5,000 hv. á. handa þurrabúðar-
mönnurn til jarðræktar og húsa-
bóta; 25,000 kr. til sýslufélaga, sem
leggja fram áskilið framlag til
landsimalagningar; 5,000 kr. til
stofnunar smjörbúa; 14,000 kr. til
Rangárvallasýslu til að kaupa Stór-
ólfshvol fyrir læknissetur; 5.000
kr. hv. á. til að koma upp korn-
forð-abúrum til skepnufóðurs ; Hóls-
hreppi i N-ísafjarðarsýslu 20,000
kr. til framhalds brimbrjótnum í
Bolungarvík; Hvammshreppi 5,000'
kr. til að raflýsa Vik í Mýrdal;
Hvannevrarhreppi 18,000 kr. til að
raflýsa Sigluf jörð ; Jóni Björnssyni
& Co. i Borgarnesi 7,000 kr, til
byggingar ullarþvottahúss, og Ár-
nessýslu 25,000 kr. til aveitu úr
Þjórsá á Skeiðum. /
Aths. Sé eigi annars getið, er
fjárveiting talin eins og hún er
bæði árin samtals.
Milliþingaforsetar.
f e. d. i fyrra dag var Júlíus
Havsteen kosinn milliþingaforseti
með H atkv.; en i n. d. gegnir Jón
Ólafsson forsetastörfum milli
þinga.
Þinglok.
Fundur i samein. þingi hófst kl.
1 í dag. Tvö mál lágu þar fyrir
til úrslita; frumv. um að sendi-
ræðismönnum erlendra rikja veit-
ist leyfi til að flytja inn vín til
heimilisþarfa, og frumv. um nýja
seríu bankavaxtabréfa í Lands-
bankanum. Voru bæði samþykt.
Var svo þingi slitið- kl. MÁ-
Þingrof.
Af samþykt frv. um brfeyting á
stjórnarskránni leiðir það, að þing
verður nú rofið, nýjar kosningar
látnar fram fara og aukaþing næsta
sumar.
—Lögrétta.
Til Dr. Sig. Júl. Jóhannesson.
Vinafagnaðarvísur í samsœti J
á “Hótel Rcykjavik'’
7. Sept. 1913.
Velkominn vorrænn,
vestan um hafið,
síkæri söngfugl
sveinum og bæ!
Hásumars heiðbros,
hafblik cg árljós,
vagga þér vonar
vinhlýjum blæ.
Liknstafi Ijóðh'eims,
lífgeisla kærkiks,
harmbót og hlýju
hugur þinn ber
sjúkum og særðum,
sorganna börnum, —
vinfæstan vesling
vefurðu’ að þér.
Bamshjartans blíðmál,
blómhvísl í runm
leikur á langspil.
ljóðdís þín hlý. —
Harðstjórn og hræsni 7
heiptir þú geldur,
þrumar í þungum
Þórdunu-gný.
Myndi ekki mögur
móður skap hafa (
ungur að erfðum
eignast og geymt? —
Hýreyg og hvassbrýn
háfjalladrotning,
sizt hefir sannur
sonur þér gleymt!
Svíf þú nú, söngfugl,
syngjandi vestur!
Heilsaðu’ í hreiðrið, —
heiður sé þér!
Ver þú að vori
velkominn aftur, —
kvakaðu' i kvistunum
kvöldljóð þitt hér!
Guðni. Guðmundsson.
—Lögrctta.
Frá islandi
Reykjavik 10. Sept.
Jón Jakobsson lándsbókavörður
er á ferð til Englands; fór þangað
með Helgu dóttur sinni, er ætlar að
dvelja þar næstu missiri í Nevv-
castle.
Orgel handa Kleppi, sem minst
var á hér í blaðinu ekki alls fyrir
löngu að þörf væri á, er nk fengið.
Jóh. Jóhannesson kaupmaður hefir
gefið það. Áður hafði hann gefið
heilsuhælinu á Vífilstöðum orgel.
Er þetta meirí rausnarmenska en
hér er tíð- Samskotin voru orðin
kr. 105,56, en þau eru nú ætluð til
nótnakaupa og i viðhaldssjóð, og
kveðst Þórður læknir Sveinsson
vænta að gefendur samþykki það.
Sturla Jónsson kaupm. hefir
keypt húsið nr. 11 við Laugarveg
hér i bænum. af ekkju Andrésar
heitins söðlasmiðs. Hefir hann lát-
ið lengja húsið og breytt allrineðri
hæð þess i stóra og veglega búð-.
Verzlun sína flytur hánn þangað í
þessum mánuði.
Fyrsti botnvörpungur ísafjarð-
ar kom þangað í Ágúst í sumar,
keyvtur i Englandi af félaginu
"Græði”, 6 ára gamall, 119 smál.
að stærð, og kostaði 120' þús. kr.
Skipstjóri Þórgrimur Sigurðsson.
Skipið heitir “Earl Monaut-h”.
Settur prófastur í Skagafjarðar-
prófastsdæmi frá 6. þ. m. er séra
Björn Jónsson á Miklabæ.
Séra Björn Stefánsson, áður að-
stoðarprestur i Görðum, er settur
til að- þjóna því til fardaga næsta
ár.
Þýzkur botnvörpungur strandaði
6. þ. m. á Garðskagaflös. Hann
hét “Komet”, Björgunarskipið
“Geir” náði mönnunum, 12, úr
skipinu, en það er talið frá. Skip-
stjóri, stýrimaður og vélamesitari
bíða hér, en hinir 9 eru farnir
heimleiðis.
Vélabátur fórst frá Norðfirði
snemma í Ágúst, eign Lúðvíks Sig-
urðssonar, og fórust þar 4 menn:
Sigfús Davíðsson éform.j, Sigfús
Árnason, Hermann Sigurðsson og
Ásgeir Sveinsson. allir úr Norð-
firði nema Ásg. Sv. Hann var úr
Mýrdal.
Líkneski Krigtjáns konungs IX,
gert af Einari Jónssyni mynda-
smið og stevpt í ir, r nú komið
hingað og mun nú bráðlega eiga að
reisast á stjórnarráðsblettinum,
norðan við götuna, á hlið við likn-
Komizt áfram
með því að ganga á Success Business College á Portage Ave. og Ed-
monton St. eða aukaskólana i Regina, Moose Jaw, Weyburn, Calgary,
Letbridge, Wetaskiwin, Lacon be og Vancouver. Nálega allir Islend-
ingar I Vestur Canada, sem stúdéra upp á verzlunarveginn, ganga á
Success Business College. Oss þykir mikiS til þeirra koma. Þeir eru
góSir námsmenn. SendiS strax eftir ókeypis skólaskýrslu til skólastjóra,
F. G. GARBUTT.
eski Jóns Sigurðssonar. }
“Nýguðfræðin og Jón Helgason
prófesson” heitir rit, sem blaðið
“Bjarmi” hefir nýlega esnt úr, sér-
prentun úr blaðinu af greinum, sem
ritaðar hafa verið þar móti kenn-
ingum J. H. prófessors.
■ Fyrv. alþm. Jóh. Ólafsson á
Þingeyri í Dýrafirði símar Lögr.
6. þ. m., að á fundum, sem haldnir
hafa verið þar og í Haukadal 4. og
5. þ. m. hafi verið samþykt svo
hljóðandi tillaga: “Fundurinn
skorar eindregið á kauvmenn og
kaupfélög landsins að styðja ein-
huga Eimskipafélag Islands með
þátttöku í hlutafjársöfnuninni nú
þegar og flutningum, þegar þar að
kemur”.
Á Patreksfirði var einnig fundur
haldinn um málið nýlega og| þar
samþykt áskorun til þingsins um,
að “veita sem riflegastan styrk til
Eimskipafél. íslands og að minsta
kosti riflegri en samgöngumála-
nefndin hefir stungið upp á, svo
að stofnun fyrirtækisins sé borgið”.
Þórlákshöfn kvað herra Þórl.
Guðmundsson nú hafa selt félagi
manna. Eru þeir sagðir í því, auk
Þ!. G. sjálfs, kaupmennirnir P. J.
Thorsteinsson og Ólafur Árnason.
.—Lögrétta.
Stjórnarskrárbreytingin
Þúsundir
manna, sem orðiö hafa
heilsulitlir, hafa haft stór-
mikið gagn af hófsamlegri
brúkun á
DREWRYS
Redwood Lager
Hreinasta malt-tonic
Æfinlega eins á bragð
ið og jafn góður.
REYNIÐ I>AÐ
*
ROBINSON
Kvenbúningur
Haustkápur ungra stúlkna
$4.50
Yfirhafnir úr klœði handa
kvenfólki, verð . . . $10.00
Þessi mynd sýnir
Milwaukee
steinsteypu
Vjel
Spyrjið eftir verði
THE STUART MACHINERY
COMPANY LIMITED.
764 Main St., - - Winnipeg, Man
Lifið er fallvalt
...líf trébala eða
t r é f ö t u
Sparið tima — skap----skildinga----með^
rþví að nota áhöld sem aldrei virðast slitna
Búin til úr
Spyrjid kaupmenn
Eddy's trefjavöru
Alveg ein» gott og
Eddy’* eldspltur
Frumv., sem alþingi hefir nú
samþykt, er svohljóðandi;
Frumvarp til stjórnarskipunar-
laga um breyting á stjórnarskrá um
hin sérstaklegu málefni Islands 5.
Jan. 1874 og stjómarskipunarlög-
um 3. Okt. 1903. 1
1. gr. Síðari hluti 1. gr. stjórn-
arskipunarlaga 3. Okt. 1903.
Ráðherra íslands má ekki hafa
annað ráðherraembætti á hendi, og
verður að tala og rita íslenzka
tungu. Hann skal hafa aðsetur í
Reykjavík, en fara svo oft sem
nauðsynlegt er til Kaupmannahafn-
ar, til þess að bera upp fyrir kon-
ungi lög og mikilvægar stjómar-
ráðstafanir, þar sem konungur á-
kveður.
Landssjóður greiðir laun ráð-
herra, svo og kostnað við ferðir
hans á konungsfund.
Nú deyr ráðherra eða lætur af
embætti, og gegnir þá landritari
ráðherrastörfum á eigin ábyrgð,
þangað til skipaður hefir verið nýr
ráðherra.
Ráðherra veitir þau embætti, sem
liann hingað til hefir veitt.
Tölu ráðherra má breyta með
lögum.
Verði ráðherrum fjölgað, legst
landritaraembættið niður.i)
2. gr. Á eftir 1. gr. stjórnarskip-
unarlaga 3. Okt. 1903 (2. gr.
stjórnarskrárinnarj komi tvær nýj-
ar greinar (2. og 3. gr.J:
Konungur vinnur eið að stjóm
arskrá íslands. Af eiðstaf kon-
ungs skal gera tvö samhljóða frum-
rit. og geymir alþingi annað þeirra,
en hitt skal geymt í Landsskjala-
safninu.
og friðhelgur. Ráðherra ber ábyt'gð
3. gr. Konungur er ábyrgðarlaus
á Stjórninni. Alþingi getur kært
hann fyrir embættisrekstur hans.
Landsdómur dæmir þau mál.
4. gr. 2. gr. stjórnarskipunar-
laga 3. Okt. 1903 ("3. gr. stjórnar-
skrárinnarj falli burt, en í hennar
stað komi:
Undirskrift konungs undir álykt-
anir um löggjöf og stjórn veitir
þeim gildi, þegar ráðherra ritar
undir þær með honum.
5. gr. 4. gr. stjórnarskrárinnar
falli burt, en í hennar stað komi:
Kbnungur veitir öll þau embætti,
sem hann hefir vett hingað til.
Breyta má þessu með lögum. Hver
embættismaður skal vinna eið að
stjórnarskránni. Konungur getur
vikið þeim frá embætti, sem hann
hefir veitt það.2j 1
1) Hér eru breytingarnar þær. aS
felt er burtu fi.kvæt5iS um uppburS tsl.
mála “í rikisráCi” en konungi falið aö
ftkveða, hvar þaö sé gert. og heimilaC
aS fjölga rá'Sherrum með einföldum
lögum. Nýtt er einnig ákvæSiS um
þaS, , aS landritari gegni ráSherra-
störfum á eigin ábyrgS, ef ráSherra
“lætur af embætti”.
2) Hér er felt úr núgildandi stjórn-
arskrá þaS ákvæSi, aS “engan má
skipa embætismann á fslandi nema
hann hafi hin almennu réttindi inn-
borinna manna og þar á ofan hafi fært
sönnur á, aS hann hafi fullnægt þvl,
sem fyrir er mælt I hinum gildandi
ákvörSunum um kunnáttu I máli
landsins”. pykir nú orSiS ðþarfl, aS
taka þetta fram, þar sem þaS sé sjálf-
sagt. Einnig er hér felt burtu ákvæSi
um eftirlaun embættismanna, svo aS
stjðrnarskráin standi ekki 1 vegi fyrir
afnámi þeirrra. Enn fremur er felt
burtu þaS ákvæSi aS stjðrnin geti flutt
embættismenn úr einu embætti I ann-
aS.
Svört nærpils úr moire,
heatHerbloom og satin, 36
til 42 þml. á lengd . . $1.25
Hvítar treyjur, fyrirtaks
vel sniðnar og saumaðar,
úr bezta efni i....$2.50
Náttklæði úr bezta efni,
vel sniðin og saumuð 85c.
Drengja-buxur af ýmsum
lit og gerð á
29c, 55c og 95c
ROBINSON *£?•
Dominion Hotel
523 Main 8t. WinnipeK
Björn B. Halldórsson, eigandi
Ðifreið fyrir gesti
Sitni Main 1131. Dagafæði $1.25
6. gr. ii. gr. stjórnarskrár-
innar falli burt, en i hennar stað
komi;
Þegar brýna nauðsyn) ber til,
getur konungur gefið út bráða-
birgðalög milli alþinga; eigi mega
þó slík lög ríða í bága við stjórnar-
skrána, og ætíð skulu þau lögð
fyrir næsta alþingi á eftir. Sam-
þykki Alþingi þau ekki áður en
þingi slítur, falla þau úr gildi.
Bráðabirgðafjárlög má ekki geft út,
ef fjárlög fyrir fjárhagstimabilið
eru samþykt af Alþingi.3j
7. gr. 4. gr. stjórnarskipunar-
laga 3. Okt. 1903 og 14. gr. stjórn-
arskrárinnar falli burt, en j þeirra
stað komi;
Á alþingi eiga sæti 40 þjóðkjörn-
ir alþingismenn. Tölu þeirra má
breyta með lögum.4,)
8. gr- 5- gr • stjórnarskipunar-
laga 3. Okt. 1903 C15. stjórnar-
skrárinnar) falli burt, en í stað
hennar komi:
Alþingi skiftist í tvær deildir, efri
þingdeild og neðri þingdeild. í
neðri deild eiga sæti 26 þingmenn
og 14 í efri deild, sem kostnir eru
hlutbundnum kosningum, og auk
þeirra átta þingmenn, senn samein-
að alþingi kýs úr flokk i þing-
manna. sem kosnir eru óhlutbundn-
um kosningum. Hinir eiga sæti í
neðri deild.5j
9. gr. 16. gr. stjórnarskrárinnar
falli ourt, en í stað hennar komij
KARLMANNA BUXUR
Hentugar á vorín. Hver sem kaupir buxur hér,
Hentugar til daglegs brúks verður ánægður með kaupin.
Hentugar til vinnu Þær eru þokkalegar og end-
Hentugar til spari. ast vel, seldar sanngjarnlega.
Venjiö yöur á aö koma til
WHITE & MANAHAN
500 Main Street, - - WINNiPEG
Utlbúsverzlun f Kenora
THOS, JACKSON & SON
BYGOINGAEFNI
AÐALSK RIFSTOFA og birgSaból 370 COLONY ST
TAL8. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN.
GEYMSLUPLlSS:
Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63
I Elmwood: homi Gordon og Levis, Fón, St. John 498
I Ft. Rouge: Pembina Higbway og Scotland,
Vér seljum þessi efni íbyggingar:
“ “ Múrstein, cement, malað grjót,'
(allar stærð.), eldtraustan múrstein,
og eldleir, Flue Lining, möl, Hard-
wall Plaster, hár, Keene’s Cement,
hvítt og grátt kalk, hydrated kalk,
viðar og málm lath, gyps, Kubble
stone, Sand, ræsapípur, weeping
drain Tile, Wood Fibre Plastur,
Einnig Mortar) rautt, gult, brúnt,
standard og double strength black.
Tuttugu menn
óskast strax.
Vér skulum borga þeim gott
kaup meðan þeir eru í Moler’s
Rakara skóla. Vér kennum rakara
iðn til fullnustu á tveim mánuöum
og útvegum lærisveinum beztu
stöður að afstöðnu námi með $15
til $35 kaupi um viku. Gríðarleg
eftirspurn eftir Moler rökurum
sem hafa Moler vottorð. Varið
ykkur á eftirhermum. Komið og
skoðið stærsta Rakara Skóla í
heimi og fáið fagurt kver ókeypis.
Gætið að nafninu' Moler á homi
King og Pacific stræta, Winniþeg
eða 1709 Broad St. Regina.
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sj6 um
leigu á húsum. Annast lán og
elcUábyrgðir o. fl.
1 ALBERTi\ B10CI\. Portage & Carry
Phone Main 2597
FORT ROUGE
THEATRE SSS: “d
Hreyfimynda leikhús
Beztu myndir s^ndar
J. JÓNASSON, eigandi.
('Framh. á 5. bls.J
3) Hér eru tvær síðustu setnlng-
arnar, ftkvæðin um, að hráðabirgðalög
falli úr gildi og um bráðabirgða fjár-
lög ný viðbót.
4) Hér er numið hurt ft-kvæði nú-
gildandi stj.skrár um konungskosn-
ingar.
5) Um (æssa grein I breytingunum
var mestur skoðanamunur ft. þinginu,
þvl margír vildu láta kjósa alla þing-
menn efri deildar hlutbundnum kosn-
ingum um land alt, en aðalmótbárurn-
ar móti þvl voru. að það hefði I för
meS sér gagngeröa breyting á kjör-
dæmaskiftingunni, þar sem þingmönn-
um þeim, er þft. yrðu kosnir I sérstök-
um kjördæmum .fækkaði úr 34 I 26.
FURNITURE
o*' Lj«, h.i|f-uotj
OVERLAND
MA.'H i *U J.'.SDkll
Eg hefi 320 ekntr af landi nálægt
Yarbo, Sask. (Vi sectj, sem seljast á
með góðum skilmálum; eign í eða um-
hverfis Winnipeg tekin f skiftum. A
landinu eru um 90 ekrur plægðar og af
þeim 50 undir akri nú. Alt landið inn-
girt og á því um þúsund doll. virði af
húsum ásamt góðu vatnsbóli.
Y. SIGURJÖNSSON,
689 Agnes Stræti, Winnipeg.