Lögberg - 23.10.1913, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.10.1913, Blaðsíða 5
^uGBExcO i. J.MTUÐAG1JN1M 23. Október 1913* 5 liann. upp af áarbotni meö miklum erfiöismunum. Þegar eg hafði innbyrgt fenginn var veiðinni lok- iö þann daginn; en stundum bar svo viö, aö þetta var aö eins upp- haf viðureignar milli mín og krókódíls, sem eg haföi skotið á, og að hann hélt velli að lokum. Einu sinni man eg t. a. m. eftir ]>ví að eg hafði skotið krókódíl snemma morguns og var aö virða hann fyrir mér þar sem hann lá, að öllu sýnilegu steindauður í bátnum mínum, með hringaöan sporð og skrokkinn inn undir þóftu ræðarans. Eg sat í skutnum og liaus krókódílsins snéri að mér. Alt í einu opnaði hann ginið, svo að skein í tvísetta tannaröðina, egghvassa, og um leið tekur dýriö að brölta af stað með miklum liraða. Svertinginn rak upp óp og greip um leið í aöra aftur-löppina, en það var sem ekki gerði, því að dýrið fór jafnhratt fyrir þvi. Eg spratt upp og hopþaði upp á skut- stafninn. Þar stóð eg andartak, þangað til ófreskjan var kornin með hausinn fast að mér; þá stakk eg mér í fljótið. Bæði skotmenn og ferðamerin hafa gert sitt til aö útrýma krókó- dílum, svo gegndarlaust hafa þeir verið drepnir; en þó hefir dráp þeirra fyrst komist í algleyming, er farið var að brúka ljósker við veiðarnar. Birta af ljóskerum, gerðum í þessu skyni, hefir þau áhrif á krókódíla að þeir verða sem dáleiddir og hræra sig hvergi; Ijósglampi þessi í rnyrkri hefir álíka áhrif á þá, eins og augnaráð gleraugnaslöngu hefir á litla fugla. Skepnurnar verða sem höggdoía <>g eru drepnar í stórhrönnum, svo að heita má að skömm sé að. Eg veiddi krókódíla eitt sinn með þessum hætti, við stórvatn eitt í Florída. Eg batt ljóskerið við ennið á mér, og er enn minn- isstætt hvernig bandið meiddi mig og skarst inn í ennið á mér; en eg gleymi aldrei þeirri óskapa-slátur- tið, sem eg lenti í þá nótt. Við lögðum inn í litla vík, fylgd- armaður minn og eg, og urðum að draga okkur á bátnum í gegnum sef og kjarr, er bvrgði minni þess- arar vikur, sem var við annan enda vatnsins. Þegar við vorum loks komnir inn í vikina tókum við að heyra væl úr ýmsum áttnm, og fylgdar- maður minn gaf mér vísbending um að hafa hljótt um mig. “Vatn- ið er krökt af krókódilum”, sagði hann lágt; “við fórum áðan yfir hrygginn á einum þeirra”. Nú gafst mér kostur á að reyna krókódílaveiðar við ljóskers-birtu; mér lærðist ]>ar að þekkja auga krókódílanna við rauðleita ljós- skímu og gizka á fjarðlægð með því að miða við hvað langt var milli augnanna á ]>eim. Eg man að eg lét ljósið falla í auga eins dýrsins, og fanst fyrst, sem það mundi vera langt frá bakkanum þar sem við lágum með bátinn. Eg lyfti riflinum, en ræðarinn talaði til mín, ög bað mig að hika við og skjóta ekki strax; Ioks skaut eg, en þá var naumast nokkur þörf á að miða, því að krókódíllinn var kominn svo nærri að eg réþt aö kalla snerti hann með byssuhlaup- inu, og býst eg við að púðrið hafa sviðið hausinn á honum um leið og kúlan molaði höfuðskelina. Eg drap þama sæg af krókódilúm, en eg skammast mín fyrir þær veiðar. Það var morð en ekki veiði. Eft- ir þetta heitstrengdi eg að fara aldrei ■ á krókódílaveiðar með byssu; eg hefi aftur á móti oft leitað krókódíla til að taka myndir af þeim. fNiðurl. næst). Hvað borga IslendingaT fyrir vörur sínar? Eftirtektavcrð skýrsto. Hr. ritstjóri! Af tilviljun komst eg að því ný- lega, aö stór nýlenduvöruverzlun i K.höfn, sem bæöi eg og allflestir islenzkra kaupmanna verzla við, væri vön að semja farmreikning ("FakturaerJ, þar sem verð vör- unnar væri reiknað mun hærra en það í raun og veru væri, og að þessa hefði verið krafist af um- boðssölum islenzkra kaupmanna. Þar eð eg í rúm 20 ár hefi verzl- að við eigendur þessarar verzhm- ar. Ad. Trier & Goldschmidt, og m. a. á síðastliðnu ári keypt vörur fyrir nær 80.000 kr., fann eg mig knúðan til að kvarta yfir þessu við þá. Síðan liafa orðið bréfaskifti milli okkar um þetta og leyfi eg mér að senda yður eftirrit allra bréfanna, svo þér þess betur getið áttað yður á málinu. Meðal ann- ars reyndu þessir kaupmenn að telja mér trú um, að þetta eina til- felli, sem eg fyrst frétti um og kvartaði yfir við þá, væri alveg einstakt og aö slík aðferð hefði aldrei fyr verið notuð. En eg hefi siðan fengið sönnunargögn fyrir þvi, að þetta getur ekki verið satt og að aðferðin miklu fremur befir verið notuð að jafnaði. Þrátt fyrir skriflega ákæru mina gegn Ad. Trier & Goldschmidt um að þeir hafi farið með ósatt mál. og eins áskorun mína um að hreinsa sig frá áburði þessum, þá hafa þeir þó enn ekki þorað að höfða mál á hendur mér. Eg veit þvi ekki annan veg til afhjúpunar þessari ljósfælnu verzl- unaraðferð en þann, að koma op- inberlega frarn með Ssakanir mín- ar, einkum vegna hinna mörgu 'heiðarlegu umboðsmanna, sem nú verða að gjalda einstakra svartra sauða innan stéttarinnar. Eins og hér stendur á hefir um- boðsmaðurinn krafist þess af stór- kaupmanninum, að 4% væri lagt á vöruna, þegar farmreikningar voru útbúnir — verðhækkun, sem geng- ið he.fir i vasa umboðsmannsins. Enn fremur var verð vörunnar ‘hækkað enn meir áður farmreikn- ingar voru útbúnir, og hefir eig- andi verzlunarhússins Ad. Trier & Goldscbmidt játað fyrir mér, að af þeirri verðhækkun hafi verzlun- in sjálf notið góðs. En þó ekki væri að ræða um nema þessi 4% sem íslenzkir kaupmenn á þennan hátt liafa orðið að borga meira fyrir nýlenduvörur sinar, þá verð- ur ]>að ekkert smáræði á einu ári, jafnvel ]>ó eg hafi vissu fyrir, að það séu ekki nema einstakir miður áreiðanlegir umlx>ðsmenn, sem slikt bafa aö venju. En þar sem verzl- unarhús, sem hingað til hefir verið í miklu áliti og notiö fulls trausts sinna viðskiftavina, ekki blygðast sín fyrir að aðhafast því- Iíkt, þá þykir mér ekki ólíklegt, að slíkt einnig komi fyrir hjá öðrum stórkaupmönnum sem verzla við fslendinga. Því þegar góður við- skiftavinur krefst ]>ess af birgðan salanum. að varan sé “sett upp”’ um svo og svo mikið af hundraði hverju, er hætt við að birgðasalinn hugsi sig tvisvar um, áður en hann neitar að gera það — af tómri hræðslu við, að viðskiftavinurinn þá fari, eitthvað annað. Ef verð nýlenduvörunnar þann- ig er hækkað um 4 at hundraði, liver getur ]>á ábyrgðst að t. d. vefnaðarvara hafi ekki um leið verið alt að 10% dýrari, en hún í raun og veru er i K.höfn. Það eru hér til verzlunarhús, sem árlega senda vörur til íslands fyrir 1—2 miljónir króna, t. d. umboðsmenn kaupfélaganna. Ef aö eins nokkrar prósentur á óheið- arlegan hátt, eru lagðar á þessa viðskiftaveltu, verður sú fúlga alt að 100,000 kr. á ári hverju, sem alveg að ástæðulausu hafa komizt í annara vasa og réttur eigandi aldrei fær vitneskju um. Því báöir hlutaðeigendur, birgðasalinn og umboðssalinn, eru hér ásáttir um aö gera farmreikningana þann- ig úr garði, að verð vörunnar er hækkað, eins og sannað er, að Ad. Trier & Gildschmidt hafa gert í því tilfelli, sem eg benti á. Þessu máli er þannig farið, að eg sé mér ekki fært að stinga því tindir stól, og þess vegna bið eg yður að birta þetta í ísafold. Helzt vildi eg, aö Ad. Trier & Goldschmidt höföuðu mál á hend- ur mér, svo eg hefði tækifæri til að koma fram með þau sönnunar- gögn, sem eg hefi fyrir máli mínu. En geri þeir það ekki, þá dæma þeir sig sjálfa. Þ órarinn Tulinius. Þetta bréf stórkaupmanns Þór- arins Tuliniusar og afhjúpun sú, er í ]>vi felst, hlýtur að vekjá eft- irtekt mikla um land alt. Það hefir lengi verið haft orð á því — þótt ekki hafi það farið hátt — að ekki væru reikningar þeir, sem fylgja vörusendingum hingað til lands, jafnan sem ábyggilegastir. í þcssu sambandi hafa verið nefnd ýms verzlunarhús í K.höfn og nokkrir manna þeirra, sem þar reka umboðsverzlun fyrir Íslend- inga. En að Ad. Trier & Gold- schmidt og umboðsmenn, sem við þá verzla, hafi um lengri tíma — eins og hr. Tulinius kemst að orði, “dregið af íslendingum fleiri þús- 1 undir króna á ári”, eru svo stór- miklar nýjungar, að vekja hljóta | undrun kaupmannasétttar vorrar. I Oss er kunnugt, að mestöll ný- I lenduvara sem hingað flvzt er frá ! hinum feiknamiklu birgðum Ad. Trier & Goldschmidts í K.höfn og I þaö væri því eigi óhugsandi, ef , svona er alt i pottinn búið, sem hr. ! Tulinius lýsir hér að framan. að ! fúlgan, sem af oss er höfð, væri ! mun stærri, en hann telur hana. Vér munum siðar athuga mál j ]>etta ítarlegar. ( —fsafold. Aflraunir. \rorið 1860 fór eg ásamt fáein- i um sveitungum til Vestmanna- eyja í svonefnda kaupstaðarferð; þegar til eyjanna kom var komið brim við sandinn svo þar úr eyj- unum sýndist • ólendandi; þess- vegna urðum við Vestur-Eyfell- ingar að gera okkur rólega í eyj- unum nokkra daga þar til sjór væri lendandi við sandinn. Skipshafnirnar voru tvær. 24 menn. Þarna úti í eyjunum urð- um við að dvelja átta daga. Okk- ur til dægrastyttinga komum við saman á hverjum degi að tala um, hvort fært mundi þann og þanrt daginn að leggja af stað til lands- ins, hvort að sjór rnundi í eyð- ingu, sem kallað var í þá daga, en oft var það, að sitt sýnist hverjum, því að einkenni um færan sjó eða ófæran, reyndust öll óáreiöanleg. Samkomustaður okkar sveitung- anna var vanalega hjá bryggjunni niður við sjóinn. — Einn dag sem oftur gekk eg á þennan okkar samfund niður að sjónum. Kom eg þar að sem 11 af félögum minum voru að reyna sig á aflraunum, þvl að þar hjá kaupstaðarhúsunum lá mikið af vigtarlóðum stærri og minni og lyftu þeir þeinr upp í óslítandi kaðalbandi; fyrst reyndu þeir að lyfta frá jörðu 320 pundum og framkvæmdu það átta af okkur 12; þarnæst bætti eg við lóðin 80 pundum og urðum við aðeins þrír er lyftum þeim þunga. Með þetta var eg ekki ánægður og þynigdi kippuna um 32 pund, svo að voru aöeins eg og tveir aðrir, er réyndu að lyfta henni, en mér einum lagðist það til að geta það. — Af þessum 12 mönnum er eg og ann- ar maður lifandi. — Þetta má nú sýnast stærilæti, en eg tek mér í munn orð gamla Þbrleifs á Tjörn- um, er sagði oftlega; guðs er lán- ið góður ]>egn. — Maður sá eini auk mín sem enn er á lífi af öll- um þessum er Símon Ólafsson á Butru i Fljótshlíð. Eyfellingur. Eyfellingur sá er hér segir frá, er Jón Sigurðsson úr Syðstumörk, bróðurson séra Tómasar Sæmunds- sonar. Hann á nú heima í Revkja- vík og er hátt á áttræðisaldri. — Ingólfur. Sigurjón Jónsson M. A. kom hingað á Sterling, og ætlar að dvelja hér um tíma. Hann hefir stundað nám við háskóla í Chicago og lokið ]>ar prófi. — Sigurjón er ættaður úr Jökuldal, frá Hárekstöðum, bróðir Einars Páls skálds. Krístmundur Benjamínsson. Alveldinu alt er háð, örlög vor sem hefir skráð : þau, að fæðast, lifa, líða, loks við . grimma helju stríða. Hver fær skiliö skaparáð? Allir sömu eigum leiö endað hér við mannlífsskeið, fram að grafar dimmu djúpi. dular sem er vafið hjúpi; óttast ]>ó ei þurfum deyð. Sætt er að enda æfiför áður en lagður verða i kör, þars vor ótal þrautir bíða, j>orrinn kjarkur til aö striða ömurleg við ellikjör. Frétt ]>á bar mér fregnlærinn, fluttur sért þú alfarinn burt úr þessum þrautaheimi, jtína minning samt eg geymi, fornvinur og frændi minn. Þá á enda þitt er stríð, þin og liðin rcynslutíð. ])ú með sæmd til sigurs barðist, svikabrögðum heimsins varðist. virðing þér svo vanst hjá lýð. Skyldur ])ínar, börn og bú —bjartri studdur von og trú — ræktir þú meö sönnum sóma. sem þér kunnir allir róma, þín er sáran sakna nú. Henni, sem þitt hjarta þú helgaðir með ást og trú, hrvnja tregatár af hvamii, titrar negg í særðum barmi; ei mun græðast undin sú. Unz að mætist aftur þið eilífum i drottins frið, þar sem allar undir græðast, ei svo framar þurfið mæðast sorgir lífs og söknuð við. S. J. Jóhannesson. Frá íslandi. Sigurjón á Laxamýri kom hing- að til bæjarins á “Flóru” síðast. Hann ætlar landveg norður. Sig- urjón er nú 82 ára og þekkist bezt á þvi, að enginn maður sést á Reykjavikurgötum svo hvatlegur eða jafnfrár á fæti sem hann. Mesti póstflutningur, sem kom- ið’ hefir til íslands í einu frá út- löndum, barst hingað fyrra sunnu- dag á “Botniu”. Böglar voru í 170 pokum og bréf í 30 pokum. Auk þess vora nokkur hundruð stórir bögglar lausir. Alls um 4000 bókaðar sendingar. Nýtt pósthús verðnr reist hér í Reykjavik innan skamms. Alþingi veitti til þess 75 þúsundir króna, Þar af 30 þúsundir í fjáraukalög- unum. Mun því byrjað á verkinu í haust. Húsið mun verða reist á horni Pósthússtrætis og Austur- strætis, þar sem nú er geymslu- hús póstböggla. enda er það hvergi betur sett. Eriörik Heykdal kaupmaður tók sér far norður í Þingeyjarsýslu á “Flóru" i vikunni sem leið. Hann kemur aftur á “Hólum”, cr þeir koma norðan siðustu ferðina. Látin er hér í bænum á mánu- daginn var ekkjufrú Margrét Eg- ilsdóttir, ekkja Halldórs Bjarna- sonar. sýslumanns, dóttir Egils bókbindara Jónssonar, komin hátt á sextugs aldri. Banamein hennar var krabbamein. Frú Margrét var “myndarkona hin meta, góð í sér og göfug”, segir kona ein, sem þekti frú Mar- grétu vel. Pistill úr Mjóafirði; ritað 6. Sept.; Héðan að frétta sufnarblíðuná og er ekki annað liægt að segja en að hér hafi verið mesta árgæzka. Fyrir og um jólin í fyrra nokk- ur frost, en svo úr nýjári að telja bezta árferði að undanteknu vor- hretinu frá því um 10. Maí til hins minnisstæða 12. Júní, veifuráns- dagsins alræmda, sem varð Dön- um til litillar sæmdra, en töluverðr- ar skammar, og ekki útséð enn, að eg bygg hvað djúpar rætur það hefir grafið sér i hjörtum þjóðar- innar. Siðan hafa verið stöðug blíð- viðri, heiðríkja og hitar; varla að kalla má fallið deigur dropi úr lofti, en ]>ó hefir sprottið vel hér eystra svo að í annan tíma mun [ekki hafa betur sprottið. Há eða I seinni slægja á túnum óvenjulega I mikil og hirðing ágæt; alt hey- hirt hér svo að kalla af ljánum alveg hrakningslaust. Svro hey munu nú hér eystra með mesta og bezta móti. Fiskiveiðar allgóðar víðast hvar bæöi á mótor- og róðrarbáta, eink- um hina síðartöldu að réttu hlut- falli. Fiskur stendur hér í mjög liáu verði t. d. Labradorfiskur, fyrir hann er nú borgað hér 37 aura tvípundið. Eina sem fundið hefir verið hér að tiðinni, eru blessaðir sólarhit- arnir. Þeir hafa oftast verið dag eftir dag frá 22 til 25 stig og upp í 30 stig á Celsius. Skapbráðum útvegsmönnum hef- ir legið við að renna stundum í skap, þegar þeir hafa að morgni dags breitt fisk til þerris stundum með flóðgolu, en stundum vonast eftir henni, að hún myndi renna á þá og þegar, en þá hefir alt í einu lygnt eða aldrei komið hin eftirþráða hafræna, og þá orðið svo heitt að breiddi fiskurinn hef- ir stiknað, því þegar búið er að breiða fisk og þá a1t í einu hitnar ofmikið skyldi varast að rifa þá saman í skvndingu með hitanum í sér, það er að bæta gráu ofan á svart, því aö það er þráreynt, að þá stiknar hvað af öðru í stakkn- um, og stiknar oftast miklu ver en ef fiskurinn er látinn liggja allan daginn til kvelds að hann kælist. Labrador-fiskur þolir minstan hita og helzt stiknar nýþveginn fiskur breiddur í fyrsta sinn. Já, það er töluvert, sem sumir hér hafa steikt í sumar af fiski, en auðvitað fyrir bráðræði og ó- forsjálni, verið of veiðibráðir. Enn (6. Sept.J er hér sama inn- dælis sumartiðin, svolitil hafræna og hvergi ský á lofti. Reykjavik 1. Okt. Þessa dagana hefir bæjarvinnan öll hætt mjög snögglega. Er nú búin götulagning og holræsagerð, er áætluð hafði verið og alt fé uppetið, er ætlað var til götu- hreinsunar. Líklega verður þó með nýrri fjárveitingu þrefinn mesti óþverrinn, svo alt söggvi ekki þar til næsta fjárhagsáætlun kemur til hjálpar. — Ingólfur. — í Peking er elzti háskóli í heimi. Þar eru 320 súiur úr granite er á eru höggvin nöfn þeirra, sem bezt próf hafa tekið við háskólann í allar þær mörgu aldir sem hann hefir starfað. — Kafari nokkur er unnið hefir að starfi sínu alla æfi, segir svo, að tréskip endist miklu lengur á mararbotni, heldur cn járnskip. Hin síðari sökkva mjög hratt og lenda með miklum krafti á marar- i’botn, og bortna þá oft. Hvar sem rispa er á málningu, sezt ryð á járnið og étur sig í gegn á skömm- um tíma. T>ar sem járnskip hafa sokkið, sést stundum ekki nema ryðhrúga eftir að fám árum liðn- um. Tréskip liafa legið sandorpin á mararbotni og verið grafin upp eftir eina eða tvær aldir, og hafa haldið sér vel. L-eikhúsin . "What happened to Mary” eftir Ovven Davis er ólíkt öðrum leikrit- um, serii á leikhúsuni eru sýnd. Það er gamanleikur með miklu efni og rneinar annað og meira en þriggja tíma stundarstytting. Það værður leikið á Walker alla þessa viku. j Mr. Davis hefir valið ,sér efni, sem lítið er talað um, þó oft komi fyrir og þó ]>að liggi nærri hjarta hverju foreldri í þessu landi. Iíöfundurinn hefir farið fimlega með það, en með þrótti og kjarki Thorsteinsson Bros. & Co. Byggja hús. Selja lóðir. Útvega lán og eldsábyrgð. Fónn: M. 2992. 815 Sonierset Bldg Heimaí.: G .736. Winnipeg, Man. E. J. Skjöld Lyfsali Horni Wellington og Simcoe Plione Garry 4368 EftirmaSur Cairn’s lyfsala. Fáið ánægju af skóakaup- um með því að kaupa þá í Quebec Shoe Store 639 Main Street, Winnipeg Rétt fyrir norðan Logan Ave. CANADffS FINEST THEATRf VIKUX.V FRA MÁNUD. 28. OKT. Matinees pakkardaginn, MiSvikudag og Laugardag SÓLSKINSLEIKURINN What happened to Mary Bezti gamanleikur og sorgar 12346 12 Besti sorgar- og gamanleikur sýndur siðan ‘‘Shore Acres” var leikinn Kemur beint frá Fulton lelkhúsi í N,- York, og reyndist þar fyrirtak. Kveld og pnkkardags Matinee verð:— $1,50 til 25c; Miðvikud. og Lntigard.- verð: $1.00 til 25c. SÆTI SELD Föstudag 17. Okt. Alla næstu viku Mat. Miðvikud. og laugardag Hinn nafnfrægi enski leikari Lawrence Brough og hans féiag, í leiknum ,The Lady of Ostend* Fimtu- föstu- og laugard. mat. og kveld „The little Damozelle“ þess manns, sem hefir lært, að líf- inu er samfara hlátur ekki siður en tár, gleði engu siður en harmur, stórmikil gæði ekki síður en sví- virðileg rangindi og böl. Þeir sem Walker leikhúsið sækja eiga í vændum mikla og góða skemtun þessa viku. Mr. Brough, frægur enskur gamanleikari, verður á Walker alla næstu viku ásamt Miss Olga Rose, sem er frá Suður-Afríku og all- fræg af mörgum æfintýrum sem hún hefir lent í um dagana. Þau leika næstu viku með matinees á miðku og laugardög- um. Walker Whiteside, alþektur ame- rískur leikari kemur bráðum tfl Winnipeg og leikur í þeim vinsæla leik “The Typhoon”, og byrjar vikuna 3. Nóvember. Jack Mundy og fagrar dansmeyjar í leiknum “Pink Lady”, sem sýndur verður á Walker leikhúsi,' vi kuna; sem byrjar 10. Nóvember. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.