Lögberg - 06.11.1913, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.11.1913, Blaðsíða 6
LÖQBERG, FIMTUDAGINN 6. Nóvember 1913. Fátæki ráðsmaðurinn. Saga eftir OCTAVE FEULLET. Þaö var óvenju-hlægileg sýn, sem okkur bar þar fyrir augu, og herra de Bévallan hafSi vist sjálfur eitthvert hugboö um þaö, aö hann væri spaugilegur ásýndum; hann herti sig því enn meir en áöur til aö ná fótfestu, en þaö virtist ekki aö neinu haldi koma. Loks virtist hann þó vera búinn aö festa fót á bakkanum, en þó hrapaði hann rétt á eftir, þvi aö þyrnigreinarnar slitnuöu og hann tók aftur aö busla í vatninu í mikilli örvænting. Þaö var ósköp aö sjá manninn. Aldrei held eg aö ungfrú Margrét hafi skemt sér eins velj Fyrir- mensku-bragur ailur hvarf af henni og loftið kvaö viö af hvellum hlátrum hennar, eins og hún væri glett- in skógargyöja. Tárin runnu niður um kinnar henni, hún klapp- aöi saman hönduum, réöi sér ekki fyrir kátínu og hrópaöi milli hláturkastanna: — Bravó! Bravó! herra de Bévallan! Þetta er stórfengilegt! Óviöjafnanlegt! Aödáunarvert! Aö lyktum tókst de Bévallan aö hafa sig upp á bakkann, Þegar þangaö var komið snéri hann sér móti kvenfólkinu og tók til aö halda ræöu, sem þó heyröist trautt vegna dynjandans í fossinum; en af fjörugum tilburöum hans, miklu handleggja-veifum og raunalegu brosi mátti ráöa aö hann var aö gefa okkur skýringu til málsbóta óhappi sinu. — Já, einmitt þaö, herra de Bévallan; viö skilj- um alt þetta, svo dæmalaust vel, sagöi ungfrú Mar- grét, en hélt þó áfram aö hlægja reglulegan ertnis- væri nauðsynlegt aö losna við sem fyrst, því annars er hætt við aö þér lendið í óyndislega þrenning meö þeim frú Aubry og Samt-Cast hertogafrú. Eg segi þetta að eins til að aðvara yður; eg hefi aldrei gert mér þaö í hugarlund sjálf aö eg væri sér- vitur eða rómantisk, eöa hafi nokkurn tíma verið þaö; en mér er þaö ánægjuefni aö vita, aö hér í heimi eru menn, sem fúsir eru að leggja mikið í sölumar fyrir aðra — og eg hefi líka trú á því aö óeigingimi sé til; aö minsta kosti er eg ekki i vafa um óeigingimi hjá sjálfri mér, og eg trúi því líka til til sé sannarlegt hugrekki, því að eg hefi sjálf þekt miklar hetjur. Og eg fagna lika yfir því aö heyra litla fugla syngja í garöinum hjá mér og hugsa um það hvaö hátt kirkjuturn minn muni gnæfa mót heiðbláum himni. Þetta er kannske hlægilegt alt saman, góða mín, en eg ætla aö eins að vekja athygli yðar á því, að þess kyns hugsanir eru eini auöur fátæklinganna; viö herra Ódiot eigum engan annan auð, og það sem ein- kennilegast er, að við erum ekki aö barma okkur yfir þvi. Nokkru síðar er ungfrú Margrét haföi verið að hnýta eitthvað í mig, eins og hún var vön, kallaði móöir hennar á mig og sagöi* — Dóttir min er óvingjarnleg í yðar garö, herra Ódiot, en látiö það ekki á yður bíta. Þér hafið, ef til -vill tekið eftir því, aö lundarfar hennar hefir breyst töluvert í seinni tið? — Já, ungfrúin virðist vera nokkuð dutlunga- gjamari, en hún hefir veriö. — Og hamingjan veit aö þaö er ekki ástæöulaust. Hún er komin á fremsta hlunn meö að stiga stórt spor á lífsleiðihni, og ungt fólk er oft önuglynt þeg- ar svo stendur á. Eg kinkaði kolli og þagði. — Þér eruð vinur okkar, hélt frú Laroque áfram', og þætti mér vænt um aö þér vilduð nú segja okkur, hlátur á kvenmansvísu; það voru snildarlegir tilburö- ir, sem þér sýnduð, og getiö verið upp með yöur af! hvernig yöur geðjast að de Bévallan. Þegar hún loks hætti að hlægja spuröi hún mig — Herra de Bévallan er eftir því, sem mér er hvernig við ættum að fara aö þvi aö koma bátnum | bezt kunnugt, stórríkur — kannske ekki alveg eins aftur á réttan kjöl, og bjarga honum, þvi að hann ríkur og þér, — en hann hefir þó býsna ríflegar tekj- væri beztur allra bátanna. 1 ur, um hundraö þúsundir franka á ári. Eg lofaði henni að fara þangað þarna daginn | — Um efnahag hans er ekkert að segja, en hvað eftir, með nokknun vinnumannanna, og koma bátn- segið þér um mannkosti hans? um heim. j — Herra de Bévallan er mesti snyrtimaður, hann Siðan lögöum við glöð og kát af stað aftur jer andríkur og álitinn hinn kurteisasti maður. heimleiðis til hallarinnar; en de Bévallan, sem ekki Þetta getur alt verið gott og blessað, en haldið X. 20. Ágúst. var í sundfötum, varð aö fara aðra leið, og sáum við þér að dóttir min verði lánsnianneskja, ef hún giftist hann hverfa inn á milli klettanna á hinum bakka I honum .J fljótsins. — Eg get ekki ímyndað mér að hann geri hana að ólánsmanneskju. Hann er alls ekki vondur maður. — Eg veit alls ekki, hvað gera skal! Mér geöj- ast ekki rétt vel að honúm . . . . en hann er sá eini maður, sem dóttir min viröist ekki hafa óbeit k ... . og svo eru þeir ekki tiltakanlega margir, sem hafa Loks hefir þessi einkennilega kona gert mér upp- |,hvmdraS þúsundir franka í árslaun. skátt um hið mikla leyndarmál sitt. Eg vildi aö hún, Þér getis vist geti8 þvi nærri> að dóttir mina heföi látið þaö ogert! hefir ekki skort biöla. ... Síöastliðin þrjú ár, hefir Næstu daga eftir atburðinn, sem um er getiö hér hei]I herskari safnast aS henni Qg einhvern á undan, haföi ungfrú Margrét brugðiö á ný yfir sig ^ verSur aS binda á þaS £g er veikbygS og get þótta, grunsemdar- og fyrirlitningar-hjúpi, er hún var fallis fráj hvenær sem er> og þá stendur dóttir min vön aö bera um sitt fagra höfuö. Það var engu lík- |ein uppi ^ forsjálaus . . . Og af þvi aö þetta er að |ýmsu leyti álitlegur ráðahagur, og mörgum virðist hann góður, væri það mjög óskynsamlegt af mér, að fara að sitja mig upp á móti honum. Eg er ásökuð um að vekja draumóra hjá dóttur minni .... en það er alveg tilhæfulaust. Hún veit víst gerla hvað hún vill. En hvað viljið þér nú ráðleggja mér? Vill frúin leyfa mér að spyrja hvernig ung- þetta? Hún hefir góða dóm- greind og er yður einkar vinveitt. i — Ef eg hlýddi á ungfrú de Porhoét, þá vísaði eg herra de Bévallan óðar á bug .... En hún má trútt um tala .... Ekki þarf aö gera ráð fyrír því aö hún fari að giftast dóttur minni, þó að de Bévallan sé frá ara, en að hún sæi eftir þeirri ertnis-kæti, sem hún hafði leyft sér að hafa í frammi fyrir skemstu. Hún sveif fram ein,s og jökulkaldur skuggi kæruleysis og ólundar, innan um veizlufólk, er hvað eftir annað kom til hallarinnar næstu daga á eftir, í samkvæmi, stór-veizlur og á dansleiki, sem þar voru haldnir. Háðslegum ummælum fór hún um göfugustu antllegar nautnir, sem til eru, þær nautnir einmitt sem j fnf de porhoet lizt a íhugun og hugsunarþrött þarf við, ellegar hún dró 1 dár að þeim tilfinningum, sem flestir telja helgar, og finst sjálfsagt að misbjóða ekki. Ef minst var lof- lega á eitthvert göfugt verk er hugrekki haföi þurft til að vinna, eöa mannúðar-starfsemi, reyndi hún ávalt að snúa því þannig, aö eigingirni lægi á bak viö, hjá þeim sem hlut eiga að máli’. Og ef nokkur var svo ó- heppinn aö minnast nieð lotningu á listaverk, þá gerði hún að því hinn mesta gys. Uppgerðarhlátur hennar, óþýður og kaldrana- legur, mundi likastur hæðni fallins engiis, er samúö- arlaust geröi gys^jtð öllum fegurstu og göfugustu eiginleikum mannsandans. Þessi undarlega löngun til að traöka á liugsjón- um meöbræðranna, var sérstaklega stæld gegn mér á fjandsamlegan hátt. Mér gat ekki skilist og skilst það ekki enn, hvem- ig á þvi stóö, að hún beindi þessmn ofsóknum svo sérstaklega gegn mér; sannast aö segja hef eg bjarg- fasta trú á því sem guðdómlegt og göfgandi er, og þeirri skoðun ætla eg að halda til hinstu stundar; en þaö er ekki ætlun mín, að halda þessum tilfinningum mínum fram opinberlega, eða gera mikið veður úr þeim; í því er eg jafn-fastráðinn eins og hinu, að láta ekki ást mína veröa neinum til leiöinda. Ef ekki væri þannig ástatt fyrir mér, væri eg illa kominn. En hvemig sem eg vóg orð mín, varð ekki hjá því komist aö hún teldi mig mesta draumsjónamann. Ungfrú Margrét sakaði mig um að vera róm- antiskan og fullan af alls kyns draum-órum; þetta geröi hún til þess að fá tilefni til þess aö hæöast að mér; þaö var því líkast sem hún fengi mér ósýnilega hörpu i hönd, til þess að skemta sér við að slíta strengi hennar á eftir. Þó að þessi hildarleikur ungfrú Margrétar gegn göfugustu skoöunum annara og öllun unaðsemdum mannlegs lífs væri engin nýjung, bar þó svo ónotalega mikið á honum, að hlaut að særa alla þá, er þótti vænt um hina ungu stúlku. Einu sinni eftir að við höfðum hlýtt á ásakanir ungfrú Margrétar gegn mér sagði ungfrú de Porroét við hana: — Heyrið þér góða mín, það er einhver óskap- legur títonsandi kominn í yður í seinni tíð, sem yður hnekt. — Ef hér er eingöngu um peninga að i*æða, er de Bévallan alveg óviðjafnanlegur biðill; það verður ekki hrakið .... og ef yður er mjög mikið áhugamál að ná í þessar hundrað þúsundir franka í árstekjur þá .... — Eg sjálf met hundrað þúsundir franka engu meir en hundrað sous, herra Ódiot. En hér er ekki um mig að ræða, heldur dóttur mína .... Ekki get eg farið að gifta dóttur mína múrsmið; tinst yður það? Sjálf hefði eg mjög fúslega viljað giftast múrara, en það sem eg hefi talið hamingjusamlegast mér til handa, rrmndi dóttur minni ef til vill ekki hugna. Eg verö því aö fara eftir áliti annara en mínu er eg vel henni mannsefni. — En ef yður geðjast að ráöahagnum frú .... og dóttur yðar líka ... — Nei, nú hefi eg sagt yður að mér geðjast alls ekki aö ráðahagnum.......og dóttur minni ekki held- um .... Þetta er hygginda-kvonfang . . , . eingöngu hygginda-kvonfang. — Er ráöahagurinn þá fastákveðimn ? — Nei, vitaskuld er hann það ekki, úr því að eg að spyrja yöur ráða. Og ef alt væri nú orðið fast- ráðið, þá væri dóttur mín rólegri; það er þessi vafi sem gerir hana þreyjttlausa og . . . Frú Laroque hallaöi sér aftur á bak upp að yfir- tjaldinu, er sett hafði verið yfir hægindastól hennar og spurði því næst: — Hafið þér nokkurn grun um, yfir hverju hún býr? . • 4 — Nei, það hef eg ekki, frú mtn góð. Hún starði á mig um stund blikandi augum; þvt næst stundi hún þungan og sagði bliðlega en rauna- lega: — Jæja, eg ætla þá ekki að tefja yöur lengur, herra Ódíot. Mér hafði ekki komið á óvart þessi tíðindi, því að það hafði verið auðséð, að frú Margrét hafði í siðustu tíð sýnt de Bévallan alla þá alúð, sem við var hægt að búast af henni. Þó virtist íramferði hennar fremur bera vott um vinsemd heldur en hún væri ástfangin af hinum unga aðalsmanni, og var það ekki nema eölilegt. Mér fyrir mitt leyti hefir aldrei geðjast aö de Bévallan, og má vera aö þaö hafi komið um of fram i dagbók minni, að lýsing mín af honum yröi-frem- ur skripamynd heklur en sönn mynd. En hann hefir J>ó til að bera þá hæfileika og þá galla, sem konum geöjast að. Hann er gersneyddur öllu Htillæti, en það kem- ur ekki að sök; kvenfólki fellur þaö vel. Hann hefir til aö bera þá andríku, hæðilegu ró- legu ósvifni, sem aldrei verður ofboðið, en margir láta blekkjast af, og ávalt tryggir þeim, sem hana á, einskonar vald og yfirburði yfir öðrum. Hann er hár vexti, stórfeldur i andliti, er mjúkur í öllum líkamshreyfingum, viðurkendur reiðmaður og veiöimaöur; en alt þetta styður að því aö gera hann álitlegan í augum kvenfólks. Þar aö auki felst eitt- hvaö dirfskuþrungið í augnaráði hans, eitthvað töfr- andi og ofbeldisfult, sem þó er í góðu samræmi við æfiferil hans og framkomu, en vegna órósemi í huga kvenna, og leggur bál í brjóst þeirra. Nú er þess að geta, aö helzt hafa slíkir menn náð haldi á ástum lcvenna, sem minni háttar má telja. Frá fyrstu viðkynningu hefi eg alt af ímyndað mér, að ungfrú Marfrét ætti jafn-göfugt hjarta, sem hún er fríð sýnum; en nú í síðari tíö hefir hún látiö i ljós þess kyns tilfinningar, sem auðvirðilegar mætti kalla, og mér finst það þess vegna mjög Mklegt, að hún láti mótstööulaust, og án þess að nokkur djúp tilfinning raski venjulegu kæruleysi hennar, bindast þessum al- kunna ástagarpi og hafni sig í hygginda-hjónabandi. Eg hlaut náttúrlega aö gera mér þetta aö góðu, og féll þaö léttara heldur en svo sem mánuði fyr, því aö eg hafði neytt allrar orku, til að stríöa móti fyrstu einkennum ástar, er bæöi beilbrigð skynsemi og sóma- j tilfinning sjálfs mín hlaut að fyrirdæma. Konan sem olli þessu mikla sálarstríði, sem eg átti i, hún varö mér lika, án þess að vita af, stoð í því stríði. Hún hafði ekki getað leýnt fegurð sinni fyrir mér, en hinsvegar afhjúpaði hún innræti sitt, og hafði [það nægt til aö Ioka hjarta mínu fyrir henni um.all- an ókominn tima. Þaö var ef til vill engin ógæfa fyrir auðuga dótt- ur miljónaeigandans, en það var hamingja fýrir mig! Meðan þessu fór fram, tókst eg á hendur ferð jtil Parísar, bæöi í erindagerðum fyrir frú Laroque og | sjálfan mig. Þegar eg kom þaðan aftur, eftir eitthvað tveggja daga liurtuveru, var mér sagt, að gamli Laroque ■ hefði ekki lint á þvi allan daginn að kalla á mig, svo jaö eg hraðaði mér á fund hans, strax þegar eg kom. Jafnskjótt og hann sá mig hýrnaöi yfir honum og dauft bros færðist yfir blóðlausar varimar. Hann staröi á mig, aö mér fanst meö illmann- legum fögnuði og duldum feginleik, og sagði með sinni dimmu röddu: | — Herra de Saint-Cast er dáinn. Þessi frétt, sem öldunginn hafði augsýnilega langað til að flytja mér, var dagsönn. Nöttina áður hafði Saint-Cast herforingi fengið heilablóð og eftir klukkustundar sjúkleik hafði dauðinn kipt honum burtu af auðlegðar heimilinu, semi hann hafði átt konu sinni að þakka. Þegar Jæssi harmafrétt barst til hallarinnar, hafði frú Aubry þegar í stað farið á fund vinkonu sinnar, og sagði Desmaret læknir okkur síðar, aö þessar kon- ur hefðu allan daginn setið á skrafstólum og verið að hugsa um dauðann í öllum mögnlegum myndum; þær hefðu verið að tala um það, hvað óvænt hann gæti að borið, hve gersamlega ókleift væri að sjá hann fyrir, eða verja sig gegn honum, hve gagnslaust væri aö gráta hina látnu. er ekki væri auðið að vekja til Hfs á ný, og svo töluðu þær um timann, er græddi öll sár o. s. frv. Síðan hefðu þær sezt að matborði og etið og drukkið af beztu lyst. — Borðið þér nú vel, herforingja frú; maður verður aö reyna að halda við kröftunum, því tit þess ætlast guð almáttugur, sagði frú Aubry. Þegar kom að cftirmatnum, lét herforingja frú- in sækja spanskt vín í kjallara. Það var vintegund sú, sem hintim látna herforingja haföi þótt Ijúffeng- ust til drykkjar, og þessvegna vildi herforingja- frúin um fram alt gæða vinkonu sinni á henni. en frú Aubry var ófáanleg til að drekka ein; lét því herfor- ingjafrúin tilleiðast að drekka ofurlítið gas af víni meö sætabrauði, því að hún sagði sem svo að það kynni að vera guðs vilji. Svo mátti skoða þetta sem erfidrykkju eftir herforingjann. í gærmorgun stigu þær frú Laroque og dóttur hennar upp í vagn íklæddar sorgarbúningi og settist eg þar hjá þeim. Klukkan tiu komum við til kaup- túnsins. Meðan eg var við jarðarför herforingjans, voru þær mæðgur ásamt frá Aubry hjá ekkjunnr að hugga hana. Þegar sorgarathöfninni var k>kið, snéri eg aftur heim í hús ekkjunnar, og var mér þar ásamt öðrum fleiri syrgjendum fylgt inn í þann fræga sal, þar sem húsgögnin inni höfðu kostað fimtán þúsund franka. I hálfrökkrinu sem inni var kom eg auga á ekkju herforingjans sitjandi á legubekk, sem hafði kostað tglf þúsund franka. Herforingja frú var með mikl- um hrygðarsvip, hjúpuð í grisslæðu, sem við fengumi innan skamms að vita verðið á. Við hlið hennar sat frú Aubry og var hún sönni ímynd hrygðar og örvæntingar. Eitthvað milli tíu og tuttugui vinir og ættingjar voru enn fremur þarna inni. Við stóðum t hóp yfir í öðrumi enda salsins og heyrðum þá fótatak og mikið marr í stígvélum; allir þögöu og biðu með óþreyju eftir komumanni. öðru hvoru heyrðist stuna frá legubekknum, og hermdi frú Aubry hana eftir í sífellu svo að engu var líkara en náttúrlegu bergmáli. Við sáum að sá er inn kom var ungur maður, sem hafði orðið á eftir hinum, því aö hann staldraði viö að reykja vindling þann, er hann hafði kveikt í þegar við fórum út úr kirkjugarðinum. Um leið og hann gekk í hóp hinna karlmannanna tók herforingja frúin eftir honum. ■— Ert það þú. Arthur? spuröi hún með veikri röddu. — Já, frænka, svaraöi ungi maðurinn og gekk fram á gólfið. — Jæja, það er þá vist alt búið, sagði ekkjan með hrygðarrödd og dró seiminn. — Já, frænka, svaraði ungi maðurinn hratt cg með mikilli áherzlu. Þessi Arthur var annars maður, sem var frábær- lega ánægður með sjálfan sig. Nú varð löng þögn. og því næst bar herforingja- frúin upp langa runu af spurningum, er streymdu út úr hennar sár-þjökuðu sál. — Fór alt eins og vera átti? — Já, frænka, það hefði ómögulega getað verið fariö nær tízku, en gert var. — Var margt fólk viðstatt? — Já, alt bæjarfólkiö, frænka, hver manneskja'. — Og herliðið? — Já, frænka, öll setuliðsdeildin, og lúðrar-þeyt- araflokkur á undan. — Var eldliðiö þar líka? — Já, frænka, alt eldliðið. Það var mér hreinasta ráðgáta, hvernig á því stóð, að herforingjafrúnni' varð svo mikið um aö hevra að eldliðið hefði verið viðstatt, en sú frétt fór þó alveg meö hana; þá veinaði hún yfir sig og stein- leið yfir hana. Alt kvenfólkið rauk upp til handa og fóta til að hjálpa henni, og við karlmennirnir not- uðum tækifærið til að hafa okkur í burtu. Eg fyrir mitt leyti varð fyrstur til að fara út, því að mér fanst það ógerningur að hlusta lengur á hræsnis-harmatölur þessarar nornar út af hinum góða, heiðarlega en þreklitla manni, er hún hafði gert æfina lítt bærilega, og að likindum valdið dauða. Innan stundar kom frú Laroque út, spurði hvort eg vildi fylgja henni til leigubólsins Langoat, er lá fimm eða sex mílur utan við bæinn, niður við strönd. Kona bóndans þar hafði fóstrað ungfrú Margrétu, og frú Laroque og dóttir hennar höfðu fyrir löngu ráð- gert að fara þangað. Nú var kona þessi sjúk, svo að sérstakt tilefni var til að heimsækja hana. Viö lögðum af staö á að gizka kl. 3, og var ákaf- | lega heitt í veðri. Inn um opna vagngluggana fund- um við þurt og brennheitt loftið streyma á okkur er | við ókum yfir sendnar lyngheiðarnar. Okkur var svo ómótt að samtal féll niður. Frú Laroque hafði nú látið tilleiðast að fara úr loðkápu sinni og viðurkendi það fúslega, að þetta væri mikill blessaður hiti; hún hallaði sér út af og hvíldi í óumræðilegri unaössælu. Ungfrú Margrét sat uppi og svalaði sér eins og ríkborin Spánarkona. Við ókum gætilega upp eftir hinum miklu hæð- um, sem svo víða má sjá i þessu héraði; sáum við þá mikla hópa ferfætla silfurgljárra á ferli milli klett- anna, sem voru brennandi heitir, og sömuleiðis heyrð- um viö þyt ilmjurtanna, sem ávaxtahylkin opnast á í sólargeislunum. : í því aö við vorum komin miöja vega upp í eina hæðina var kallaö til okkar skamt frá veginum; — Viljið þið gera svo vel aö stanza augnablik? Stofnfundur hlutafélagsins EIMSKIPAFÉLAGS ISLANDS veröur haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík LAUGAR- DAGINN 17. Janúar 1914 kl. 12 á hádegi. Verður þar lagt fram til samþyktar frumvarp til laga fyrir félagið, kosin stjórn og endurskoðendur og tekin til meðferðar önnur mál, sem félagið snerta, eftir því, sem tilefni verður til. Aðgöngumiðar aö fundinum veröa afhentir á skrif- stofu félagsins í Reykjavík dagana 12.—16, Jan. næstk., þeim, sem greitt hafa hlutafé sitt. Heimilt er mönnum að fá öörum umboð til að mæta fyrir sig á fundinum. Eyðublöð undir slík umboö fást hjá öllum umboösmönn- um félagsins, og hjá þeim geta menn einnig fengið frum- varp til félagslaganna. Reykjavík, 26. September 1913. Báöabirgöarstjórn Eimskipafélags íslands, Eggert Claessen Jón Björnsson Jón Gunnarsson yfirr.málafl.m, kaupm. samáb.st. Sveinn Björnsson Thor. Jensen yfirdómslögm. kaupmaöur. I .ögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞV( AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU . PANTIÐ STRAXl Dr.R. L. HUR3T. Member of Royal Coll. of Surgeooa Eng., útskrifaður af Royal College Physicians, London. Sérfræðingur í brjóst- tauga og kven-sjúkdómum — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (k móti Eaton’sJ. Tals. M. 814 Tími til viðtals, 10-12, 3-5. 7-9 THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, i fslenzkir lógfraeBingar, Skrifstofa:—Koom 811 McArthur ■ fiuilding, Portage Avenue ÁRitun: p. o. Box 1ö50. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg ULArUK LAKU5S0N og BJÖRN PÁLSSON YFIRDÓMSLÖGMENN Annast lögf'aeÖisstörf á Islandi fyrir Veatur-Islendinga. Otvega jarðir og nús. Spyrjið Lögberg um okkur. Rcykjavik, - lceland P. O. Box A 41 Dr. B. J BRANDSÖN Office: Cor. Sherbrooke & William ' TKLEPHONR GAREvaiiO Officb-Tímar: 2- 3 og 7 8 e. h. Hbimili: 620 McDkrmot Avb. Telkphone garry 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORN8DN Office: Cor, Sherbrooke & V\ iliiam tELEPHONEi GARRY 32«> Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h Heimi i: Ste 1 KENWOOD AP'T’8. Maryland Street Telephonei garry T03 W/nnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu ft aP selja meSöl oftir forskriptuin lækna Hin beztu meSöl, sem hægt er aS fft, eru notuS eingöngu. Pegar þér komié með forskriptina til vor, megiP (>é» vera viss um að fá rétt það sem iækn- irinn tekur til. COtiCLiEUGII & CO. ðotre Danie Ave. og Sherbrooke St. Phone. Garry 2690 og 2691, Giftingaleyfisbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J ð'argent Ave. Telephone .Vherbr. 940. ( 10-12 f. m. Office tfmar •< 3-5 e m ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto. Street _ WINNIPEG telephone Sherbr. 432, Dr. R. M. Best Kveqna og barna læknir Skrifstofa: Union Bank, horni Sherbrooke og Sargent Tímar: 3 — 5 og 7—8. Heimili: 605 Sherbrooke Street Tóls. Garry 4861 J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St Suite 313. Tals. main 5302. Dr. Raymond Brown, SárfræOingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. 326 Somerset Bldg. Talsími 7262 Cor. Donald & Portage Ave- Heima kl. xo— 12 og 3—5 A. S. Bardal 843 8HERBROOKE ST. aelur Ukkistur og annast 00 útfarir. Allur útbún- aöur sft beiti. Eoafrem- nr selur bann allskonar minnisvarOa og legsteina Tmlm Onppjt 2162 m. A. WOUAPQOM Tals. Sherbr. 2786 S. A. S1GURÐSS0N & C0. BYCCIfiCAKfftH og ffSTIICH^SALAR Skrifstofa: Talsími M 4463 206 Carlton Blk. Winnipeg J. J. BILDFELL FABTUIQn abali Room S20 Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og lóflir og annast alt þar aO lútaudi. Peningalán

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.