Lögberg - 26.03.1914, Blaðsíða 6
LÖGBERG, ílMTUDAGINN 26. MARZ 1914.
Waatmlnster Company, Ltd. Toronto, & ðtc&furéttinn.
ÚTLENDINGURINN.
SAGA FRA SASKATCHEWAN
eftir
RALPH CONNOR
Eftir aö hún væri á annaö borö komin á vald
Samúels, mátti ganga aö því sem vísu, aö hún yröi
innan skamms áþekk öörum Galizíukonum. Að vísu
var hún ekki nema á fimtánda ári, en aö ári liðnu
mundi hún vera kom n á giftingaraldur, eftir þeim
siðvenjum sem tíðkuðust hjá Galizíufólki.
Alt þetta flaug Rósenblatt í hug um leið og hann
snéri sér að Samúel Sprink og sagði: “Já, það er
satt, hún er lagleg stúlka. Eg hefi aldrei tekið eftir
því fyrri. l>að er líklega þessum nýja búningi henn
ar að þakka.
“Nei, enganveginn,” svaraði Samúel. “Fallegur
búningur er reyndar vel fallinn, til að gera fríðleik
ann meir áberandi, en stúlkan sjálf er ljómandi falleg.
Eg hefi orðið þess var fyrir löngu. Gefið þér henni
vandlegar gætur. Hún er yndisleg — reglulegur
Paradísar-fugl. Finst yður ekki?”
“Hún mundi verða enn eigulegri í búri eftir dá-
lítinn tíma. Haldið þér það' ekki, Samúel?”
“Jú, það segið þér dagsatt!” svaraði hann.
"Þá vil eg ráðleggja yður að fara að láta smíða
“Það er nóg af fuglavin-
“Hún er rússnesk”, svaraði Samúel, “og af góð-
um ættum.”
“Góðum ættum,” hvæsti Rósenblatt út á milli
tannanna, eins og grimmur hundur, “góðum ættum!
Hún er komin af níhilista, morðingja, tugthúslim!”
“Hún er af göfugum rússneskum ættum”, svar-
aði Samúel illilegur á svip, “og hver sem því neitar
er lygari.”
“Látum það gott heita”, sagðí Rósenblatt og lét
útrætt um það atriði, “en hún er Galizíu-stúlka að
öllu öðru leyti. Móðir hennar var Galizíu-kona,
mentunarlaus Galizíu-kona, en þér umgangist stúlk-
una eins og hún væri hefðarmey. Það er ekki venja
að biðla þannig til Galizíu-stúlku. Það er óhjá-
kvæmilegt að ganga djarflegar að verki. Þér verðið
einhverntíma auðugur maður. Hvað hefir hún til
síns ágætis þessi stúlka, sem engan á að og engan
heimanmund hefir að bjóða, að þér þurfið að standa
skjálfandi og hikandi frammi fyrir henni? Segir
ekki spakmælið gamla: Bein skal hundi bjóða, en
berja á konunni!”
“Jú, það' kann satt að vera,” tautaði Samúel,
“að rétt sé að berja á konum, og ef hún væri orðin
konan min, þá skyldi eg lægja í henni rostann.”
‘Hi, hæ, skríkti í Rósenblatt, /‘það gerir engan
mun, hvort heldur er unnusta eða eiginkona. Þær
eru þvi að eins viðráðanlegar, að þær fái hirtingu
við og við. Þér eruð ekki þess háttar maður, sem
á að þurfa að vera lengi vonbiðill bláfátækrar slaf-
neskrar stelpu, ungur maðurinn og efnilegur, fríður
og fjáður. Það er óþarfi af yður að litillækka yður
svo. Sækið þér i yður veðrið, og verið aðgöngu-
djarfari. Eg skal fúslega rétta yður hjálparhönd.”
Fyrsti árangurinn af hvatningarráði Rósenblatts
varð sá, að Samúel gerðist djarfari en hann hafði
verið; en kjarkur hans hafði lamast, og um leið kom-
ist ólag á skapsmunina. Hann fastréð að vera fram-
vegis öruggari í einkamála-eftirleitaninni, heldur en
og hafði á sér snið og látbragð Canadamanna; hann
var sjálfur með hrokkið gljáandi hár, með gullstáss,
sem leit út fyrir að vera egta, og falleg hálsbindi.
En það var áður en Irma kom á missíonarsamkom-
urnar, að hún hafði þetta mikla álit á Samúel Sprink,
og áður en hún hafði fengið nokkra verulega við-
kynningu af lifnaðarháttum Canadamanna, áður en
hún haíði þekt Canadamffnn sjálfa, framkomu þeirra
lögðu allir af stað úr útlendinga hverfinu, sem töldu
sig til grísk-katólskrar kirkju. og gengu i fylking til
einkennilegu litlu kirkjunnar sinnar, er komið hafði
verið upp, og vígð hafði verið', af erkibiskupi nokkr-
um, sem komið hafði við í Winnipeg á ferðum'sin-
um. Þar hlýddu þeir tíðum sem framdar voru með
margbrotnu formi, og gerðu það með miklum guðs-
ótta. Að lokinni guðsþjunustu var haldið áfram að
og klæðaburð; en alt þetta varð hún áskynja um halda daginn hátíslegan me8 nokkru hávaðasamri
vegna kunningsskapar síns við Margrétu Ketzel og ^
foreldra hennar. Því meir sem þekking hennar ó* í; Eftir þvi sem hverfið stækkaði, höfðu ný hús
þvi efni, þeim mun meir minkaði álit hennar á yerið reist> gem mik]u sjálegri voru, en hús Pálínu,
Samúel Sprink.
Þessi þekking varð til þess að fullkomna skoð-
anaskifti Irmu, og þó að hún gengi að verkum sínum
en þó hélt heimili hennar áfram að vera miðstöð sam-
kvæmislífsins, einkanlega sakir áhrifa Rósenblatts,
því að enginn maður stóð honum á sporði i því, að
innan húss með fúsleik og gleðibragði, þá ól hún í sfofna tjl samkvæma ; hagnaðarskyni. Enn var fult
brjósti ótta, andstygð og fyrirlitningu á biðli sínum
og sjálfkjörnum verndara. Um það var Samúel þó
ókunnugt. Hann varð þess að eins var, að hún hafði
tekið upp nýja siði, um leið' og hún ^kifti um búning,
framherbergi hússins og kjallarinn af vistatökumönn-
um, og að þeim drógst mestur hluti þess fólks í
hverfinu, sem hneigðist að samkvæmis-gleðskap.
Svo var það eitt kveld í Febrúarmánuði, að mik-
en það þótti honum ekki nema eðlilegt, þar sem húnj., frostgrimd gerðist. Kvikasilfrið í hitamælinum
var orð n miklu eldri, því nær fúlltíða stúlka á mæli-jhafs. sigis syo ag þaS hvarf alveg niSur í kúlu> og
kvarða Galizíumanna. En hvað svo sem breyting-j winnjpegbúar fengu aS kenna á 4Q stiga kulda neS.
unni hafði valdið, þá hafði hún að eins gert stúlkuna an vjg cgró j þessari helju var Kalman að hraða
enn álitlegri í augum Samúels, og hann hafði nú tekið> K hejm Qg h]jóp eins harf og hann gat Hann var
að íhuga rækilega, hvort ekki mundi hyggilegt fyrir krókloppinn af þvi, aS fara með skildingana, sem
hann. að verja riokþru af tómstundum sínum og lK)num innhentust fyrir dagblöðin, sem hann hafði
starfsþreki, til að ná ástum þessarar fögru meyjar,|selt> en þy. skeyttj hann engu Honum hafsi gengis
jafnvel þó að hún væri heimanfylgjulaus. vd siSgri hluta dagsins og um kveldiS; því að Winni-
Það kom Samúel aldrei til hugar. að sú tilraun pegmönnum er svo farið, að því kaldari sem kveldin
gæti mistekist. Hann hafði tröllatrú á áhrifum sín-
eru, því hlýrra er þeim um hjartarætur, og hinir
um og glæsimensku. Hann var að eins um það að heljarköldu Febrúardagar reyndust harðgerðum blaða-
hugsa, hvort hann ætti að draga sig eltir stúlkunni
fyrir alvörú eða ekki. Samúel afréð samt ekkert í
þessu efni, né gerði neitt í því heldur, en lét sér nægja
að hugsa þetta svona öðru hvoru. En það fór ger-
samlega með sálarþrek hans og sjálfsmetnað! Dag-
leg návist hinnar ungu stúlku, er tekið hafði upp
canadiska siðu, sem virtust hafa orðið samferða bún-
inga-skiftunum, hrakti hann»úr rólegri höfn, út í
ólgusjó, þar sem hann barst fram og aftur fyrir vind-
hviðúm tilfinninganna og varð honum það ástand
bæði undrunar og auðmýkingar-efni. Samúel, sem
bæði var sérgóður og fullur sjálfsálits, fanst þetta ó-
þolandi særingarlegt; eftir að hann hafði borið þetta
auðmýkingar-mótlæti um nokkra mánuði, var hann
reiðubúinn að þiggja hjálp, svo að segja, hvaðan sem
hún kæmi.
Rósenblatt hafði veitt Samúel nákvæma athygli,
og þegar hér var komið, skarst hann í leikinn.
“Heyrið þér, Samúel minn, þér hegðið yður
eins og flón,” sagði hann eitt kveld um veturinn,
eftir að búið var að loka búðinni “Þér látið slafnesku
stelpuna fara með yður i gönur.”
“Eg geri þó verk min
Samúel.
drengjunum, einkar arðvænlegir, er þeir hrópuðu upp
verð á varningi sínum á götum úti. Bitur kuldinn
varð því að eins til að herða á Kalman. Uppi yfir
honum tindmðu stjörnumar, undir fótum hans marr-
aði í snjónum, og hreint frostkalt loftið fylti lungun
súrefni og þrýsti blóðinu út í líkamánn með auknum
hraða. Nýtt fagnaðarefni ýtti undir hann, því hann
mintist þess á hlaupunum heim, að hátíðisdagur var,
og heima hjá honum mundi vera yeizla, og söngur og
dans til skemtana. Á hlaupunum ráðgerði hann í hug-
anum, hversu hann skyldi komast fram hjá Rósen-
blatt og inn í herbergi Pálínu, en þar var hann óhult-
ur, og þar vissi hann. að sín biði góður biti, geymdur
af veizlumatnum; um það vissi hann að systir hans
mundi sjá, er þar biði líka sjálf. Henni ætlaði hann
að fá öll centin, sem honum höfðu áskotnast fram
yfir það, sem Rósenblatt bæri, og hún mundi sjá um
að geyma þau vel. Rósenblatt mundi hvorki takast,
að hafa út úr henni með fagurmælum eða hótunum,
það sem henni var trúað fyrir, eins og honum var í
lófa lagið með Pálínu, sem var svo grunn-hyggin.
Kalmar hljóp sem fætur toguðu, en hafði þó
jnæma tilfinning fyrir dýrðarljóma hinnar stjömu-
búrið,” sagði Rósenblatt.
um hér í borginni.”
Samúel virtist ekki geðjast að þessari ágizkun;
hann hreytti út úr sér einhverjum enskum blótsyrð-
um og þagði svo.
Irma hlustaði á, en skeytti samtalinu lítið. Húnjhann hafsi veris. Hann ætlaði ekki framar’að litil
var hrædd við Rósenblatt en fyrirleit Samúel Sprink. lækka Hann þóttist viss um, að sér mundi takast,
Það var sú tíðin, að bæði hún og Pálína höfðu dáðstlaS ná þyi haldi. á stúlkunni, að hún sýndi sér enga j
að honum einlæglega. Samúel Sprink var ýmsu mótspyrnu
leyti ekki óálitlegur. Hann hafði altaf nóga peninga! Samúel veittist þægilegt færi til að framfylgja
á reiðum höndum, og það orð fór af honum, að úann lþessari fyrirætlun sinni, því að litlu siðar var helg
væri samhaldssamur og gróðamaður. Hann var ör- haldin hátis dýrðlings nokkurs. Fólkið í útlendinga-
látur á gjafir við ungu stúlkurnar, en satt bezt aðjhverfinu rækti vel trú sina \ þeim efnum. Engin
segja, kostuðu þær gjafir hann ekki mikið, af þvi að tölug tunga hefsi getaS komið' Galizíumanni, til að
hann var skrifari í búð' Rósenblatts. En auk þess ganga aS reglulegum störfum á degi, sem kirkja hans
var hann laginn á að beita sér; hann kunni vel ensku hafs; ákveSis helgan. Að morgni hvers slíks dags,
ait a8 einu,” tautaðii1,jörtu nætur-' hann notalegt hugboð um veizlu-
gæðin, sem biðu hans, og í hverri taug nans titraði-
. „ _ , , , _ , , fullvissa æskufjörs og þróttar; öðru hvoru söng hann
, att er það, Samuel, dagsatt. En þo sarnar mer hátt stef úr æsingsþrungnum sléttusöngvum ung-
yðar vegna og eg líð önn fyrir yður.”
Samúel nöldraði eitthvað á móti. Hann var fús
á að viðurkenna fyrir manni, sem hann hafði snúið
á oftar en einu sinni, að hann hefði beðiö lægra hlut,
jafnvel að« nokkru leyti.
“Yð*ur langar til að ná ástum þessa stúlku
krakka, Samúel, en þó eruð þér hræddir við hana.’
Samúel fussaði og bölvaði.
“Þér gleymið því, að hún er Galizíustúlka.”
. /
verskum. Einusinni er hann beygði fyrir húshorn,
skamt frá heimiíi sínu, rakst hann á unga stúlku, sem
við lá. að hann feldi á hlaupunum.
“Kalman!” kallaði hún glaðlega.
“Sæl vertu! Elizabet Ketzel, hvað ert þú að
fara?” spurði pilturinn standandi á öndinni.
“Heldurðu að þú syngir í kveld?” spurði litla
stúlkan feimnislega.
“Já, vitaskuld geri eg það/’ svaraði Kalman, er
numið hafði svo vel enska tungu í skólanum á göt-
unni, að liann kunni öll algeng orðtæki.
“Eg vildi að eg gæti komið og hlýtt á.”
“Þangað eiga litlar stúlkur ekkert erindi,” svar-
aði Kalman hranalega; en þegar hann sá raunasvip-
inn, sem á hana kom, bætti hann við: “Þú getur
kanske komið að glugganum að baka til, og Irma
hleypt þér þar inn.”
“Ekki skal standa á mér”, sagði Elízabet, en
Kalman heyrði það ekki, því að hann var þotinn af
stað.
I húsi Pálinu var glymjandi veizlufögnuður.
Kalman sneiddi fram hjá fremri dyrunum og fór inn
um gluggann að baka til, og þar beið hann eftir
systur sinni.
“Komdu sæll, Kalman!” sagði hún, vafði hann
að sér og kysti hann, “en hvað eg hefi geymt mikið
af góðum mat handa þér! Þér er fjarska kalt.
Aumingja fingurnir eru helkaldir.”
“Eíei, ekki vitund, Irma,” sagði sveinninn — þau
töluðu alt af rússnesku sín á milli, eftir að faðir
þeirra fór burtu — “en eg er svangur — dauð-
svangur.”
Irma þaut inn i hvern afkyma í herberginu eftir
annan og dró þaðan fram allskyns góðgæti, sem hún
hafði komið undan og geymt handa bróður sínum.
Hún lagði alt á rúmið fyrir framan hann.
“En fyrst ætla eg að sækja þér heita kjötkássu.
Pálína hefir haldið henni volgri handa þér.” Þau
nefndu stjúpmóður sína ávalt Pálínu. Að svo mæltu
hljóp Irma fram.
Loks kom hún aftur að glugganum, eftir óra
tíma, að því er Kalman fanst, og rétti honum fullan
disk af rjúkandi kjöti.
“Því varstu svona lengi?” spurði bróðir hennar
óþolinmóðlega. “Eg er nærri dottinn sundur af
hungri.”
“Óhræsis-lubbinn hann Sprink Jitli,” skauzt út
úr henni. “Svona hjálpaöu mér inn.” Hún var kaf-
rjóð og augun tinnudökk tindruðu.
MVið hvað áttu?” spurði Kalman, eftir að hafa
virt hafa fyrir sér stundarkorn.
“Hann er óbilgjam og ruddalegur,” svaraði hún;
“hann er ljóti durturinn.”
Kalman kinkaði kolli og beið nánari skýringar.
Hann hafði ekki tóm til neinnar mælgi.
“Hann var að reyna að kyssa mig áðan,” hélt
hún áfram gremjulega.
“Og jæja, það er nú varla til að gera skraf út
ur," svaraði Kalman; eftir því sækjast allir strák-
arnir.”
“Nei, þeir hafa ekki gert það svo mánuðum
skiftir, Kalman,” sagði Irma andmælandi, “og eg líð
engum það, allra sízt strákhvolpinum honum Sprink.
Það geri eg aldrei, aldrei nokkurn tíma!”
Meðan Kalman virti hana fyrir sér, smáa vexti,
þar sem hún stóð hnarreist og rjóð í framan, og þá
varð hann þess vísari, að breyting hafði orðið á systur
sinni. Hann hætti að borða.
“Irma, hvað ertu búin að gera úr þér?” spurði
hann. “Það er líklega uppsetningin á hárinu, sem
þessa breytingu hefir gert á þér. Nei, ekki er það.
Þú ert samt ekki sú sama, eins og þú hefir verið.
Þú ert —” hann þagnaði og hugsaði sig um, “já, nú
veit eg. Þú ert orðin fulltiða stúlka.”
Gremjan hvarf úr dökkum augum Irmu og
rjóðu andlitinu. Blíður, bljúgur c
bjarmi breiddist yfir ásjónu hennar.
“Nei, ennþá er eg það ekki”, svaraði hún, “en
mundu, hvað pabbi sagði. Móðir okkar. var göfug
kona, og það ætla eg að verða líka.”
Börnin höfðu rétt að kalla aldrei minst á móður
sína. Það umtalsefni var þeim of heilagt og of ógur-
legt í senn, til þess að ræða hversdagslega. Kalman
lagði niður skeiðina sína.
“Já, eg man það,” sagði hann eftir stundarþögn,
en sorgarsvipur færðist yfjr andlitið. “Hún var
göfug kona, og húq dó í fönninni. Er ekki óskaplegt
pð hugsa til þess, Irma?” bætti liann við í lægra rómi.
“Jú, elsku Kalman,” svaraði hún, settist niður
hjá honum og lagði báða handleggina um háls hon-
um, “en hún þjáðist ekkert, og hún var óhrædd.”
“Já, hún var óhrædd,” sagði hann með hljóm-
ríkri röddu; “og pabbi var ekki hræddur heldur.”
Nú stóð hann upp frá snæðingnum.
“En þú ert ekki hálfbúinn að borða, Kalman,”
sagði systir hans. “Það er mikið eftir af góðgæti
handa þér enn.”
“Eg missi alveg matarlystina, Irma, þegar eg
hugsa um þetta — um þenná mann. Mér finst þá
þrengja að mér héma,” sagði hann og benti á háls-
inn á sér.
“Jæja, jæja, við skulum ekki vera að hugsa um
hann í nótt. EinLverntima sleppum við frá honum,
áður langt um liður. Sestu nú niður aftur og borð-
aðu.”
Sveinninn stóð kyr og var mjög hörkulegur á
svipinn.
“Einhverntima”, sagði hann lágt, og fremur við
sjálfan sig, en systur sína, “ætla eg að drepa hann.”
“Þú gerir það að minsta kosti ekki í kveld,”
svaraði systir hans léttilega. “Við skulum láta þetta
vera gleymt i bili. Littu á pœiö það arna. Það er
frá Mrs. Fitzpatrick, og þessi búðingur líka.
Sveinninn horfði um stund á hinar gómsætu
krásir. Hann var mjög heilsugóður unglingur og í
meira lagi matlystugur. Því lengur sem hann horfði,
því meir óx matarlystin. Hann hristi sig eins og
hann væri að ýta af sér þungri byrði.
“Nei, i kveld geri eg það ekki,”- sagði hann. “Eg
ætla ekki að láta hann taka frá mér matarlystina.”
“Það er óþarfi. svaraði Irma. “Svona, flýttu
þér nú að borða. En hvað við höfum fengið gott
að borða í kveld, eða þá dansinn. Og allir hafa vilj-
að dansa við mig,” hélt hún áfram. “Jakob og
Hinrik og Nikulás; allir hafa þeir sýnt mér kurteisi,
nema óhræsis peðið hann Sprink.”
“Dansaðirðu ekki við hann?”
“Jú”, sagði systir hans og gretti sig ofurlítið,
“eg dansaði við hann líka, en hann vill við enga aðra
dansa heldur en mig, og það fellur mér illa. Elg er
lika hálf-hrædd við hann og Rósenblatt lika.”
“Ertu hrædd?’’ sagði drengurinn fyrirlitlega.
“Ónei, eg er ekki beinlinis hrædd,” sagði Irriia.
“En vjð skulum nú ekki vera að hugsa meira um það,
hérna er búðingurinn þinn. Það er verst að hann er
orðinn kaldur.”
“Nei, hann er góður,” sagði bróðir hennar með
fullan munninn. “Það er óþarfi fyrir þig að vera
hrædd við Sprink; eg skal jafna um hann, ef hann
gerir þér nokkuð.”
“Það er óþarfi enn, Kalman,” s'agði Irma bros-
andi. “Þér er óhætt að bæta við þig einu eða’tveim-
ur árum til, áður en þú talar svo mannalega.”
“Einu eða tveimur árum til! Eftir þann tíma
verð eg orðinn fullorðinn karlmaður.”
“Láttu engan heyra þetta,” sagði systir hans
ertnislega. “Skárri væri það nú karlmaðurinn fimt-
án ára gamall.”
“Þú ert ekki nema fimtán ára sjálf.”
* “Hálfs sextánda,” greip hún fram í.
“Þú ert búin að taka upp nýjan búning og setja
upp á þér hárið en — en kallar mig svo dreng. En
hvað sem þvi liður er eg ekki hræddur við Sprink.
í gær þá —”
"Já,1 eg veit að þú hefir aftur lent i handalög-
máli. Það eru ósköp að vita til þín Kalman. Allir
drengir eru að tala um þig, og stúlkumar lika. Hafð-
irðu betur? Eg þarf víst varla að spyrja að því.”
“Eg veit ekki,” svaraði hann hikandi, “en eg
hugsa að liann sjái mig í friði héðan af.”
“En af hverju erttí altaf í þessum erjum, Kal-
man?” spurði systir hans með kvíðasvip.
“Þeir koma mér út í þær,” svaraði hann. “Þeir
reyna að reka mig af minu götuhorni, hinir strák-
amir, og hann kallaði mig óþverra-Dúkka. En eg
sýndi honum, að eg er alls ekki Douka-hobor. Þeir
berjast aldrei við neinn.”
“'Segðu mér alla söguna,” pagði systir hans kaf-
rjóð af ákefð — “en eg vil annars ekki heyra hana.
Hvemig fórstu að því — að hafa betur? Þú ættir
annars ekki að vera að berjast, Kalman.” Hún gat
ekki leynt þvi, þó hún vildi, að hana langaði til að
heyra um bardagann, og var upp með sér af bróður
sínum, þó að honum væri gjarnt til að lenda í áflog-
um.
“Og því skyldi eg ekki gera það ? Það er altaf
rétt að berjast fyrir sínum réttindum, og hve nær sem
strákarnir reyna aö gera mig horn reka, þá verst eg
þangað til eg dett dauður niður.”
Irma hristi höfuðið yfir honum.
“Jæja, við skulum ekki vera að fást um þetta
núna,” sagði hún. “Hlustaðu á! Það er Jakob, sem
er að syngja; finst þér ekki óskpalegt að heyra vælið
í honuum? /Etlarðu ekki að koma inn?”
“Jú, eg ætla að gera það. Hérna eru mniir
skildingar Irma — og þetta á að fara til þorparans.
Láttu Pálínu afhenda honum þá. Eg get varla stilt
mig um að reka hnííinn í hann. Einhvemtíma —”
Sveinninn þagnaði alt í einu.
‘1Nei, nei, Kalman,” sagði svstir hans í bænar-
rómi, “það máttu ekki gera, hvorki nú eða nokkurn
tíma. Við erum ekki í Rússlandi, eða Ungverjalandi,
við erum í Canada.”
Sveinninn svaraði engu.
“Flýttu þér að þvo þér og komdu svo. Alla
langar til að fá þig til að áyngja. Eg skal bíða eftir
þér.”
“Nei, nei, far þú. Eg kem bráðum.”
Þegar Irma kom fram, var henni heilsað með
;fagnaðarópum. Engin stúlkan jafnaðist á við hana
i að dansa þjóðdansa Galizíumanna.
“Þetta er minn dans,” hrópaði einn.
“Nei, hún lofaði mér dansinum."
“Þennan mazukka dansar hún við mig.”
Allir piltarnir þyrptust utan um hana, með góð-
látlegu kappi.
“Eg get ekki dansað við ykkur alla, svo að eg
ætla að dansa ein. Þessu var svarað með lófaklappi
og innan stundar sveif hún i mjúklega hringa í marg-
breytilegum þjóðdansi, og fylgdu augu áhorfenda
dularfullur hverju fótmáli með aðdáum, en lófaklapp kvað við
öðru hvoru. Hún stóð á öndinni, þegar dansinum
var lokið og kom þá auga á Kalman, sem kominn
var inn.
“Eg er nú orðin svo móð, að eg get ekki dansað
meir,” sagði hún. “Nú er bezt að Kalman syngi
fyrir ykkur.”
Þessi uppástunga fékk eindreginn byr.
“Látum hann syngja! Látum hann syngja!”
hrópuðu allir. “Kalman syngdu fyrir okktir, syngdu!
syngdu "Ástmey hirðisins!” “Nei, heldur “Brúður
hermannsins”. “Nei, nei, “Sverð og bikar.”
“Eg þarf fyrst að fá mér einn bikar,” sagði
sveinninn, þokaði sér að ölkagganum og tók upp bolla.
“Gefið honum annan i viðbót,” kallaði einhver.
“Nei, ekki meira öl, Kalman,” sagði systir hans.
En hann brosti að eins og fylti bollann sinn
á ný.
“Eg er of saddur til að syngja strax,” sagði hann
hátt, “nú skulum við dansa,” og um leið þreif hann
Irmu og þeyttist með hana fram á gólfið, rétt fram-
an við nefið á Sprink, sem mislikaði það heldur en
ekki; og systkinin tóku að dansa hinn áhrifamiklu
þjóðdans Ungverja.
En þetta var að eins stundarfrestur á söngnum.
Það var orðið svo sem sjálfsagt að Kalman syngi á
öllum skemtisamkomum i útlendingahverfinu. Hon-
um þótti gaman að söng og var altaf fús á að skemta
með söng sinum, þegar hann var beðinn. Það stóð
heldur ekki á því nú að hann yrði við óskum manna
um að syngja, þegar á hann var skorað. Hann stökk
upp á ölkagga og kallaði hátt:
“Hvað á eg að syngja?”
“Syngdu, lagið mitt,” sagði Irma, sem stóð rétt
hjá honum.
Sveininn hristi höfuðið, “Nei, ekki strax.”
“Brúður hermannsins,” hrópaði einhver og Kal-
man tók til að syngja. Hann var friður sýnum, and-
litið reglulegt og svipfagurt; hárið var ljóst og augun
blágrá, eins og í mörgum íbúum á Rússlandi sunnan
og austan til. Um leið og hann söng, endurspegluð-
ust í andlitinu þær margbreytilegu tilfinningar, er
hreyfðu sér i brjósti hans, eins og ládautt stöðuvatn
endurspeglar ský og sólskin himins að sumarlagi.
Kvæðið var ungverskt æfintýri. Þar var sagt frá
ungum hermanni fríðum sýnum, sem farið hafðij í
hernað; á meðan hann var í ófriðinum, var unnustu
hans, ungri og fagurri mey, þröngvað til að jatast
auðugum gózeiganda, gömlum, ljótum og leiðinleg-
um. Þau eru komin á brúðarbekk frammi fyrir
presti'. En þey! Áður en úrslita-orð hjónabands-
sáttmálans eru-borin fram. heyrist geysimikill jódyn-
ur, vörpulegur maður ryðst inn í brúðkaups-salirin,
keyrir brúðgumann niður mikið fall, svo að hann ligg-
ur í ómegni, en þrífur brúðurina i fang sér, og er
þeystur á burt með hana fyrir framan sig á brúnum
gæðingi, áður nokkur fær ráðrúm til að koma í veg
fyrir.það. Elti þeir hann sem treysta sér! segir í
kvæðinu.
Sveinninn hafði mikla rödd og einkar skæra, og
lagði í hana viðkvæmni og harmsleiksþrótt, eftir þvi
sem við! átti efni kvæðisins, svo að furðu sætti um
ungling á hans aldri. Honum var þakkað fyrir söng-
inn með óköfum fagnaðarópum, og háróma óskum
um' að syngja meira. Svetnninn var i þann veg að
neita að syngja meir, er hann kom auga á hið
skuggalega andlit Rósenblatts, í miðjum hóp hinna
fagnandi og ánægðu áheyrenda. Honum rann í skap.
Hann hikaði ekki’ úr því.
fFramh. 4 7. síðuj.
Dr.R. L. HUR5T,
Member of Royal Coll. of Sttrgeoœ
Eng., útskrifaður af Royal CoIIege of*
Physicians, London. Sérfræðingur i
brjóst- tauga og kven-sjúkdóimtm. —
Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (a móti Eaton’sJ. Tals. M. 814.
Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
Islenzkir lógfræBÍBgar,
Skrifstofa:— Koom 8n McArthur
Building. Portage Avenue
Áritun: P. O. Box 1650.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
ÓLAFUR LÁRUSSON
..°g
BJORN PALSSON
YFIRDÓMSLÖGMENN
Annast lögFæðiaatörf á Islandi fyrir
Vestur-Islendinga. Dtvega jarðir og
nús. Spyrjið Lögberg um okkur.
Reykjavik, - lceland
P. O. Box A 41
GARLAND & ANDERSON
Arni Anderson E. P. Garland
lögfræðingar
801 Electric Railway Chambers
Phone: Main 1361
I>r. B. J.BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
Tbifphone GARRYSSO
Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 776 VictorSt.
Tei.kphonk GARRY 021
Winnipeg, Man,
Dr. O. BJ0RN80N
Office: Cor. Sherbrooke & William
l’KLEPHONEt GARRY 820
Office-tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimílii Ste 1 KENWOOD AP T’S.
Maryland Street
TUI.KPHOMK, garry TOS
Winnipeg, Man.
Dr. A. Blöndal,
806 Victor St.,
^ korni Notrft Ramc Avenue
Talsími Garry 1156
Heima kl. 2 til 4 og 7 til 8 e. h.
, Vér leggjuni sérstaka áherzlu & aA
| selja mehijl oftir forskriptum lækna
j Hin beztu meðöl, fiem. hægt er at5 fA,
eru notuS eingöngu. pegar þér komt*
me8 forskrtptina til vor, megl8 þftr
vera viss um aS fá rétt þa8 sem lækn-
irinn tekur til.
COIiCIÆUGlI & CO.
Xutre Dame Ave. og Sherbrooke 8<
Phone. Garry 2690 og 2691.
Glftingaleyfisbréf seld.
Dr. W. J. MacTAVISH
Offick 724J ð'argent Ave.
Telephone íherbr. 940.
l 10-12 f. m.
Office tfmar -j 3-6 e. m.
( 7-9 e. m.
— Hkimili 467 Toronto Sfreet -
WINNIPEG
tklkphonh Sherbr. 432.
J. G. SNŒDAL
tannlœknir.
ENDERTON BUILDNG,
Portage Ave., Cor. Hargrave St.
Suite 313. Tals. main 5302.
^******* AkAkAkAkafcAk |
j Dr. Raymond Brown, i
*
*
<
I
J »*• *u_ “■ og j—->
Sérfræðingur í augna-eyra-nef- og
háls-sjúkdómum.
326 Somerset Bldg.
Talsfmi 7292
Cor. Donald & PortageAve.
Heima kl. 10— 12 og 3—5
A. S. Bardal
843 SHERBROOKE ST.
selnr líkkistur og annast
um úuarir. Allur útbún-
aður sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minnisvarOa og legsteina
T» ». He'mili Qarry 21B1
« Offlco „ 300 OK 378
A. 8IQUWP8QW Tals Sherbr, 2788
S. A. SIGURÐSSON & CO.
BYCCIHCAHEflN og F^STEICNASALAR
Skrifstofa:
206 Carlton Ðlk.
Talsími M 4463
Winnipeg