Lögberg - 07.05.1914, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAl 1914
WoUiiuUr Onapur, U4. Toronto, á 4t*áfiirtttton.
Otlendingurinn.
SAGA FRA SASKATCHEWAN
eftir
RALPH CONNOR
Brown varð alvarlegur á svip. “Það er satt,
þeir eru voSalega tortryggnir. Eg hefi veriö aö tala*
viö þá um skóla, en þeir vilja ekki skóla, þótt þeim
væri útvegaöur' hann að kostnaðarlausu. Kirkjufé-
lagið, sem eg vinn fyrir, Presbytera kirkjan, býöst
til að leigja þeim skóla, af því stjómin vill ekkert
gjöra, en þeir eru svo tortrygnir að þeir halda að
þetta sé eitthvert Lokaráð, til þess að ná út úr þeim
peningum. En við hverju er aö búast? Eina kirkj-
an, sem þeir hafa þekt, hefir rúiö þá inn aö skyrtunnf,
og nafnið kirkja setur i þá hroll og hræöslu."
“Já, náttúrlega, þaö er svo sem engin furöa”,
sagöi French.
“Nei, það er engin furða.”
“En heyrðu, Brown!” sagöi French. “Þú ætlar
þó ekki að telja mér trú um — án þess að eg vilji
vera ókurteis, — þú ætlar þó víst ekki að telja mér
trú um að þú, hámentaður maður, með þúsund tæki-
færum, hafir komið hingað —”
“Þakka þér fyrir”, sagði Brown.
“— Að þú liafir komið hingað til að kenna heilli
hjörð af Galisíukrökkum?”
“Til þess að segja sannleikann”, svaraði Brown,
“þá skal það viðurkent, að eg kom hingað meðfram
mér til heilsubótar. Eins og þú ef til vill sérð, þá
er eg að eðlisfari------”
“O. hættu nú þessu hjali! eða til þess að við-
hafa orðatiltæki Kalmans, vinar mins, haltu þér nú
saman.”
“Meðfram mér til heilsubótar, en einnig til þess
að verða að liði í þessu landi. Þetta fólk í þessu
landi er eins og ómelt fæða, sem getur verið líkaman-
um til uppbyggingar, en verður það ekki fyr en hún
meltist og brestur meltingarskilyrðin. Þetta fólk
verður að meltast, stjórnarfarslega talað. Það verð-
ur að kenna þeirn lifnaðarhætti ^ora, hugsunarhátt
vorn; sé það vanrækt, þá er þjóðinni hætta búin; þá
má Canada vara sig.
Veiztu það, að yfir 25,000 eru þegar flutt inn í
Canada af þessu fólki?”
“Já. gott og vel”, sagði French; “það lærir okkar
siði nógu fljótt; og að því er það snertir, þá finst
mér þú vera alt of góður maður, til að eyða tímanum
í þann hégóma; þú fyrirgefur þótt eg tali svona.
Hlustaðu bara a, það er hægt að fá stúlku fyrir $50
á mánuði, sem getur kent þeim nógu vel og nógu
fljótt. En þú — þú gætir unnið stórvirki í þessu
landi, og stórvirki verða vmnin hér innan eins eða
tveggja ára.”
“Hvaða stórvirki?” spurði Brown, og var auð-
sjáanlega forvitinn.
“O, hitt og annað; griparækt, búnaður i stórum
stíl, jámbrautarbyggingar, sögunarvélar, og svo and-
legt lif á eftir. Þetta hérað verður gjört að fylki
bráðlega, og þeir sem berjast fyrir mynduninni og
undirstöðunni, verða stjómendur siðar.”
"Þú segir alveg satt”, mælti Brown hátt, og skein
áhugi út úr augum hans. “Stórvirki verða fram-
kvæmd í þessu landi. og trúðu mér til, að þetta verð-
ur eitt þeirra."
“Hvað ? Að kenna fáeinum skítugum galiziu-
krökkum? Það er alveg eins líklegt að þú skemmir
þá. Þeir eru duglegir að vinna eins og nú stendur á.
Duglegri en nokkrir aðrir. Það er hægt að ráða við
þá núna. Ef þú kennir þeim sumar af lífsreglum og
háttum Canada manna, með öllu sem því til heyrir,
þá má búast við þegar minst varir, að þeir fari að
heimta hærra kaup og gjöri endalausar kröfur, sem
ómögulegt er að fylla.”
‘Vildir þú þá vinna á móti skólamentun í Vestur
Canada?” sagði Brown.
“Nei, ekki beinlínis það; en ef þessir náungar
eru látnir mentast, þá taka þeir stjóm landsins í sín-
ar hendur; trúðu orðum mínum. Sem eg er lifandi
maður, yrðu þeir famir að taka þátt í stjórn eftir 6
ár, og það væri þó ógeðsleg tilhugsun.”
“Það er einmitt það”, sagði Brown; “þeir taka
þátt i stjóm landsins hvemig sem að er farið, hvort
sem þeir mentast á skóla eða ekki, og þess vegna er
um að |;jöra að búa þá undir starfið. Það verður að
gjöra þá að canadiskum borgurum.”
“Það er nú meira verkið”, sagði French...........
“Já”, sváraði Brown. “Það eru tvö öfl, sem geta
gjört það.”
* “Hver eru þau ?”
“Skólinn og kirkjan.” "
“Ójá, eg býst við að það geti verið satt”, sagði
French, og sýndist tapa áhuga fyrir samtalinu.
“Það er leikurinn, sem eg ætla að leika”, sagði
Brown með ákefð.
“Skólinn og kirkjan; það er mín skoðun. Þú
sfgir að stórvirki séu griparækt, jámbrautir og verk-
smiðjur. Það er satt. En það, sem enn þá meira
er virði, er það, sem skapar oss hugsjónir og fyrir-
myndir, og það er skólinn og kirkjan.
Fyrirgefðu mér annars, eg sé áð þú ert orðinn
þreyttur og vilt fara að hvíla þig, biddu rétt eitt
augnablik og svo skal eg búa um rúmið ykkar.”
“Rúmið! hvaða vitleysa!” kallaði French. “Það
er svei mér nógu gott að sofa | tjaldgölfínu þínu. Eg
hefi verið 20 ár í þessu landi, og Kalman er enginn
nýgræðingur hér heldur; vertu ekki að neinni fyrir-
/
áöfn okkar vegna.”
“Það er alveg eins gott að láta fara almennilega
um sig”, sagði Brown glaðlega. “Eg er mjög gefinn
fyrir það að láta fara vel um mig; ef satt á að segja,
þá er mér lífsómögulegt að þola það, að illa fari um
mig. Eg er reglulegur óhófsmaður. Eg kem aftur
eftir fáein augnablik.”
Hann hvarf á bak við skógarrunn og kom bráð-
lega aftur með fult fangið af stargresi, dreifði því í
sundur laglega, og bjó til úr hvílu.
“Hana nú!” sagði hann, “þarna getið þið lagt
ykkur út af. Hafið þið nokkuð á móti því að eg lesi
kveldbænir? Það er regla héma að lesa bænir kvelds
og morguns, og sérstaklega þegar gesti ber að garði.
Mér þykir þægilegt að æfa mig á þeim, eins og þið
skiljið.”
French hneigði höfuðið með alvöru til samþykk-
is og sagði: “Það er góður siður; þótt ekki verði
með sanni sagt, að hann sé algengur í þessu landi.”
Brown náði tveim sálmabókum, fékk French aðra
þeirra, skaraði í eldinn til þess að láta loga og birta,
og fór að fletta bókinni, til þess að velja sálminn.
Hann snéri sér skyndilega til Kalmans og sagði:
“Heyrðu drengur, kant þú að lesa?”
“Já, víst kann eg það; það svei mér kann eg,”
svaraði Kalman gremjulega, var auðséð að honum
þótti sé rmisboðið.
“Hann er mentaður”, sagði French, með afsök-
unarblæ í röddinni.
“Hann var á strætaskólanum í Winnipeg.”
“Jæja, það er gott, drengur minn; eg á bók handa
þér; eg hefi nógar bækur. Hana nú, French; það er
bezt að þú veljir sálminn.”
“Hvaða vitleysa, halt þú áfram sjálfur; eg þekki
ekki bókina þina ; hver er sínum hnútum kunnugastur.”
“Nei,” sagði Brown með áherzlu.
“Þú verður að velja sálminn, og þú verður líka
að lesa. Það er regla, sem hér er æfinlega fylgt, að
láta gesti lesa. Það er satt, eg gaf þér ekkert að
borða, en — eg hálf veigra mér við að tala um það —
þú manst kannske eftir tóbakinu.”
“Ætli eg muni það þó ekki! Já, eg hefði nú
haldið það”, sagði French. “Látum okkur nú sjá, hér
eru allir þeir gömlu. Hvernig væri að hafa það eitt-
hvað gott og gamalt; hvemig er þessi ?’ Hann rétti
Brown bókina.
“Ágætt”, sagði Brown. “Hærra minn guð til
þín”, getur þú fundið það, Kalman?”
“Því ekki það ?’ svaraði' Kalman.
French leit afsakandi á Brown. “Hann er ný-
græðingur” sagði French, “en hann hefir ekkert ílt
í huga.”
Brown hneygði höfuðið til samþykkis. “Haltu
áfram að lesa”, sagði hann.
French Iagði frá sér pipuna, tók ofan hattinn, og
fór að lesa. Kalman tók einnig ofan. Ósjálfrátt var
eins og rödd hans vrði þýðari og viðkvæmari, þegar
hann las, en hún átti að sér í venjulegu tali. Tilburð-
ir hans og látbragð tóku einnig á sig einhvern hátíð-
arblæ. Andlit hans virtist fríkka og mildast. Brown
kat og hlustaði með athygli. Hann var frá sér num-
inn af ánægju og undrun.
“Ljómandi er það fallegur sálmur þetta! stór-
kostlegur! og ágætlega lesinn. Nú skulum við syngja.”
Röddin var sterk og einlæg, og lýsti dálitlum söng-
hæfileikum; það sem hann brast í reglulegri sönglist,
það bætti hann upp með styrkleika og skerpu. Gest-
imir tóku undir og sungu; Kalman söng látt og þýtt
en French söng “bassa”.
“Geturðu ekki sungið hærra ?” sagði Brown við
Kalman. “Það er enginn sem heyrir til þín, sem þú
þarft að vera einurðarlaus við, nema ef það væri
fiskurinn og Galizíumennimir þama upp frá. Brýndu
röddina, drengur minn, ef þú getur. Mér væri
ómögulegt að syngja þýðlega, þó eg feginn vildi. Er
hann söngmaður?” sagði Brown við French.
“Eg veit ekki; syngdu hátt, Kalman, ef þú get-
ur,” sagði French.
Þá settist Kalman upp og söng. Röddin var
sterk, hrein og skær, og var eins og hún fylti alt
skógarrjóðrið og svifi svo djúp og áhrifamikil upp í
himinhvolfið. Drengurinn söng, en French lagði frá
sér bókina steinþegjandi og einblindi á Brown og
Kalman, meðan þeir sungu hvert versið á fætur öðm,
þangað til sálmurinn var á enda.
“Þú ert ágætur, drengur minn”, sagði Brown.
“Það væri gaman að heyra þig syngja siðasta versið
einan. Seztu upp og reyndu það. Hvað segirðu um
það ?”
Drengurinn reis upp án mótmæla og án þess a'ð
hika hið minsta. Hann hafði orðið hrifinn af sálm-
inum og byrjaði að syngja:
Lyfti mér lengst í hæð lukkunnar hjól
Upp yfir stund og stað, stjömur og sól,
Hljóma skal harpan mín
:,: Hærra, minn guð, til þin :,:
Hærra til þin!
Hiýlegir, mildir geislar, frá deyjandi dagsljósinu
í vestrinu kystu andlit hans, og veittu gulbjörtu lokk-
unum á höfði hans dýrð og fegurð. Það varð þögn
nokkur augnablik; svo djúp og fullkomin þögn að
hún sýndist fylla og fljótá út yfir alt það svið, sem
sönghljómurinn hafði fylt, en þó var ains og eymur
hinnar sætu raddar héldist.
Brown lagði höndina á öxl Kalmans. “fjíigi
maður”, sagði hann. “Geymdu þessa rödd handa
drotni, hún sannarlega heyrir honum ti?.”
French sagði ekki eitt einasta orð; það hvorki
datt af honum né draup. Hann gat ekki hreyft stg.
Það var eins og þung og áhrifamikil flóðalda Jxerðist
í sálu hans. Eitt augnablik sá hann í huga sér litla
kirkju, nálega alþakta vafningsjurtum, úti' í kyrlátri
og friðsælli sveit heima á Englandi. Og í henni sá
íann sæti, þar sem fólk hans var vant að sitja. Þar
sá hann sitja stóran og sterkbygðan mann, konu við
hlið hans og tvo litla drengi; annar þeirra — sá yngri
<— sat við hlið hennar og hélt í hönd hennar. Sýning-
in breyttist skyndilega, og hann sá látlausa, óvandaða
timburkirkju í landnema bæ, í hinum nýja heimi, og
þar sat hann sjálfur og bróðir hans, og milli þeirra
bjarthærð, grannvaxin mær, og þegar hann hlustaði á
söng hennar og horfði á andlit hennar, þá gleymdi
hann bæði himni og jörð, öllu nema henni.
Öldur minninganna ólguðu i sál hans og brutust
þær áfram hver eftir aðra, og innan um þær blönd-
uðust á undarlegan og óskýranlegan hátt, myndir vors
og d’rðar, með heiðum himni, silfurtærum ám og
laufgrænum skógum. Það var engin furða þótt hann
væri orðlaus og bærðist ekki
Brown vissi ekkert um alt þetta, en hann hafði i
eðli sínu þá andans sjón, þá óskeikulu getspeki, sem
er allri þekking æðri, og sprettur af hluttekningu.
Hann sat hljóður og beið átekta. French leit í registr-
ið á sálmabókinni, fletti upp vissum sálmi og fékk
Brown bókina.
“Þekkirðu þennan sálm?” sagði hann, meö kökkí
hálsinum.
“ ,Til allra heilagra’; já, eg þekki hann”, sagði
Brown. “Heyrðu Kalman, geturðu sungið þennan
sálm?” sagði hann, og fékk honum bókina.
“Eg hefi heyrt hann”, sagði Kalman.
“Er þetta uppáhalds sálmurinn þinn, French?”
spurði hann.
“Já; — en — en. það var uppáhaldssálmurinn
hans bróður mins. Eg heyrði hann syngja hann fyrir
fimtán árum.”
Brown þagði, lángaði auðsjáanlega til að heyra
meira, en vildi ógjarna spyrja.
“Hann dó fyrir fimtán árum”, sagði French,
b/júgur í máli.
“Reyndu það Kalman!” sagði hann ennfremur.
“Lofaðu mér að heyra lagið”, sagði drengurinn.
“Ö, við skulum sleppa því”, sagði French, “eg
kæri mig ekki um að vera að hafa það yfir núna.”
“Syngdu það fyrir mig” sagði Kalman.
Brown söng fyrsta versið; drengurinn hlustaði
gaumgæfilega. “Já, eg get sungið það”, sagði hann,
ákafur. Svo tók hann undir við annað versið, og enn
þá öruggari i því þriðja.
“Haltu nú áfram einn” sagði Brown, “eg geri
ekkert annað en skemma það. Syngdu það sem eftir
er; geturðú það?”
“Eg skal reyna.”
Kalman söng næstu tvö versin, án þess að nokk-
ur snurða yrði á. En það var ekki sami þíði, sæti,
unaðslegi blærinn í röddinni, og hún flutti ekki eins
djúp áhrif inn i sál þeirra sem á hlýddu, eins og þcgar
hann söng hinn sálminn. Hann var ekki eins vanur
laginu og þurfti því að hafa hugann á því. Það var
auðséð að Frtnch varð fyrir vonbrigðum.
“Þakka þér fyrir, Kalman”, sagði hann; “við
skulum láta þetta nægja.”
“Nei”, svaraði Brown. “Lofaðu mér að lesa
sálminn fyrir þig, Kalman, þú syngur ekki orðin;
þú syngur aðeins nótumar. Hlustaðu nú.”
“Hið Ijúfa kveld í vestri blasir við;
senn veitir drottinn trúum þjónum frið
í paradís á sól og sumar grið
Halelúja.”
“Þarn^t komstu upp á lagið; sérðu nu til?”
Drengurinn hneygði höfuðið til samþykkis.
“Jæja, haltu nú áfram að syngja” sagði Brown.
Drengurinn horfði á kvelddýrðina á vesturloftinu
með gleðibros á andlitinu og söng. Það var eins og
honum yxi sjálfstraust við hvert orð, þangað til hann
gat með söngnum og orðunum komið þeirri dýrðar-
mynd inn í huga þeirra, sem á hlýddu, sem hann
sjálfur hafði i huga sér; myndina af Vestrinu gulllega.
Þegar hann kom að síðasta versinu, tók Brown fram
í fyrir honum og sagði:
“Bíddu Kalman, lofaðu mér að lesa þetta fyrir
þig. Eða ef þú vilt lesa það, þá er það enn þá betra”,
sagði hann viö French, og rétti honum bókina.
French tók við bókinni, þagði stundarkom, ætl-
aði að fá Brown hana aftur, en hikaði, eins og hann
fyriryrði sig, og byrjaði að lesa með lágri en áhrifa-
mikilli rödd, orðin um hið eilífa og ódauðlega.
“Frá heimsins bústað insta’ að yztu strönd
til unaðs leiðir sálir föðurhönd.”
En áður en hann komst versið á enda, kom
kökkur í hálsinn á honum; það var eins og röddin
brotnaði og yrði aðeins dimt hvísl.
innra manni, honum sjálfum, meira en nafnið tómt.
Og í huga French var þetta kveld, með söngnum
og bænagjörðinni, bergmál frá hinum fjarlægu, rökk-
urhuldu, Iielgu minningarstöðvum, þar sem allar hans
dýpstu, viðkvæmustu og heilögustu hugsjónir áttu
heima — og höfðu alt af átt, þrátt fyrir alt.
Næsta dag kom “Svarti Jói” heim af sjálfsdáð-
Hann var orðinn þreyttur á frelsinu. Var hon-
um.
um tekið tveim höndum af heimamönnum.
Ávarp á sumardaginn fyrsta
1914.
Kom blessað, þú skínandi skapandi vor
i skaparans heilaga nafni;
að nema burt sinu og svalviðra spor,
svo sælan og gleðin hér dafni.
Á íslenzkri hátíð eg ávarpa þig
og alla er feta þinn blessaða stig.
Þú, bóndi, sem annast þitt óðalið bezt,
og eykur þess gildi og blóma,
sem bætir þess áhöfn og afkomu mest,
og ávinnur stétt þinni sóma;
í bandaJag skapandi guðdómsins gekst
og gæfu og heiður að verðlaunum fékst.
Þú göfuga húsfreyja, hollráð og stilt,
sem hlynnir að barninu smáu,
sem fegurð og nytsemi vinna aJt vilt
og verja, í öndvegi háu ;
þú kemst nærri skapandi kærleikans hönd,
sem krýna með ylgeislum þjóðir og lönd.
Þú, kennari prúður, sem menningar mál
og manndóm og framsýni styðpr,
þú lagar og þroskar jafnt líkam og sál,
og lífsbraut með forustu ryður;
sem styrkir hvert upplag, sem stuðnings er vert;
þú starfsmaður skaparans göfugur ert.
Þú, göfugi prestur, sem Jeiða vilt ljós
og líf, inn í Systkina kjörtu,
að sannleiks og kærleikans rós eftir rós
þau rækti í hugskoti björtu.
Frá skapandi guðdómnum geisli þinn skin.
og gefur þeim nærstöddu bjartari sýn.
Þú, góðfrægi læknir, með ljóseJska sál,
sem létta vilt náungans þrautir;
og herja á alt þetta úrelta tál,
sem atgervi þvergirðir brautir,
og lifsþrótti gæðirðu lýðheilla mál;
ert lífgandi geisli frá skaparans sál.
Þú, þjóðmála hetja, sem þjóðfélags heill,
með þekking og drenglyndi styður;
sem aldrei ert haltrandi, hálfur né veill,
en hagsæld til öndvegis ryður;
sem göfga vilt þjóðir, og græða upp lönd
ert guðdómnum skapandi, starfandi hönd.
Þú‘ vinur, sem þreytir við þjóðnytja störf,
er þykir ei fagurt að vinna;
og bætir, á þann hátt, úr brýnustu þörf,
sem blindir af hroka ei sinna.
Þú, starfsbróðir vermandi vorsólar, þér
oft virðing og þökk framar keisara ber.
Hið komandi sumar við brjóstið sitt blitt
með blessun og sæmd ykkur krýni,
sem styðjið og vemdið svo veglegt og nýtt
að vorgróður himneskan sýni. —
En menning og skynsemi skræli þ€ss rót,
sem skapandi guðdómi vinnur á mót.
Jón Jónsson frá Mýri.
Dr.R. L. HUR5T,
Member of Royal Coll. of Swrgaoa*
Eng., útskrifaður af Royal College mt
Physicians, London. Sérfræðingur 1
brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. —
Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portagpe
Ave. (á móti Eaton’sJ. Tals. M. 814.
Timi til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenzkir lógfræBÍBgar,
Skrifstofa:— Room 811 McArthur
Boilding, Portage Avenue
Ábitun: P. O. Box 1650.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
ÓLAFUR LÁRUSSON
BJÖRN PÁLSSON
YFIRDÖMSLÖGMENN
Annaet Iögfr«eSi»»törf & Ulandi fyrir
Vestur-Islendinga. Utvega jarðir og
hú*. Spyrjið Lögberg um okkur.
Reykjavik, - lceland
P. O. Box A 41
GARLAND & ANDERSON
Ami Anderson E. P. Garland
LÖGFRÆÐINGAR
801 Electric Railway Chambers
Phone: Main 1561
Joseph T. Thorson
íslenzkur lögfræðingur
Aritun:
MESSRS. McFADDEN & THORSON
706 McArthur Building
Winnipcg, Man.
Phone: M. 2671.
Dr. B. J. BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
T'EI.KI'HONF GARRYtiao
Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 776 V ctor St.
Tklefhork GARRY 3SÍ1
winnipeg, Man.
Dr. O. BJ0DN80N
Office: Cor. Sherbrooke A William
rRLRIHONKi GARRY i)2*
Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
MMml í: St. 1 KENWOOO AP T'S.
Maryland Street
TKLKrHOKKi GARRY T33
Winnipeg, Man.
Vér leggjum aérstaka éherxlu 4 a
selja meBöl ottlr forskrlptum lækni
Hln beztu meftöl, eem heegt er sB (I
eru notuC eingöngu. pegar þér konl
meB forskriptlna tll vor, meglB þ|
vera vlss um aC fft rétt þat) aem laks
Irlnn tekur til.
COIiCLiBPOH * CO.
Ketre Damé Ave. og Sherbrooke Sft.
Phone. Oarry 2690 og IS91.
Glftlngaleyfiabréf eelft.
Dr. W. J. MacTAVISH
Officb 7Í4J ð'argent Ave.
Telephone Vherbr. 840.
( 10-11 t. m.
Office tfmar -J 3-S e. m.
( 7-0 e. m.
— Hbimili 487 Toronto Street _
WINNIPEG ’ •
tblbphonb Sberbr. 431.
■ ........ —lpj-li-
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNIR.
ENDERTON BUILDNG,
Portage A»e., Cor. Hargrave SL
Suite 313. Tals. main 5302.
Dr, Raymond Brown,
Drengurinn viknaði í huga sér af áhrifum hinna ’
auðsæju geðshræringa French og byrjaði á versinu
með skjálfandi rödd. En eftir því sem hann komst
lengra, náði hann sér betur, og með djúpum, fullum
tónum söng hann þessi áhrifamiklu orð.
SérfræOingur í augna-eyra-nef- og
háls-sjúkdómum.
326 Somerset Bldg.
Talsími 7262
Cor. Donald & Portage Ave.
Heima kl. io— 12 og 3—5
“Þar Föður, Syni og Anda syngur önd
Halelújá.”
A meðan þeir voru enn undir hinum djúpu áhrif-
um söngsins, flutti Brown stutta bæn á einföldu máli,
en fulla af eldmóði, guðstrausti og brennandi ein-
lægni, rétt eins og hann væri að tala við þann, sem
hann þekti vel.
Umhverfis skógarrjóðrið, þar sem hinir þrír
biðjandi menn sátu, ríkti nóttin þögul og hátíðleg.
Himininn hvelfdist yfir höfðum þeirra, með þúsundir
af brosandi stjörnum; þessum eilífðar augum, sem
var þeim leyndardómur að mestu leyti. En það var
eins og annað væri enn þá ipr þeim, en nóttin og
stjörnurnar; það var sjálfur guð almáttugur; hann
virtist vera þar á meðal þeirra, hlusta á bænir þeirra,
og lesa hugsanir þeirra.
Alla æfi' sina skoðaði Kalman þetta kveld, sem
þá stund er guð himnanna kom til hans, og varð hans
A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, sel'ir líkkistur og znnast am úiiarir. Allur útbún- aður sá bezti. Eunfrem- ur selur hann allskonar minnisvarOa og tegsteina Ta'a. He mlli Garry 2151 n o-pfice „ 300 oe 370
1
Lögbergs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAX!
*•' *• •lOUWPftON Tals. Sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & CO. BYCCIfiCAtyEjiN og F^STEICN/\SALAR Skrifstofa: Talsími M 4463 208 Carlton Blk. Winnipeg