Lögberg - 07.05.1914, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.05.1914, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAI 1914 Barnabálkur. Soga jarSarinnar handa börnum. Saga jaröarinnar er enn þá undrunarverðari heldur en leyni- lögreglusögumar, sem talaö var um í síðasta blaði; og hún er líka mörgum sinnum skemtilegri, og um fram alt er hún langtum upp- "byggilegri og fallegri. Þegar menn fóru fyrst að rannsaka sögu jarðarinnar, urðu þeir varir við margt, sem þeir ekki skildu — miklu fleira en þeir ekki skilja nú — og samt er það margt, sem þeir «nn ekki skilja. Þá var líka ýmis- legt, sem þeir misskildu. Þeim fanst sumt vera afarauðskilið, en fundu það út, eftir langan tima, að þeir höfðu skilið það alveg ■öfugt. Þ'að versta var það, að þegar þeir skildu eitthvað öðruvísi. en það var, i raun og veru, þá gátu þeir ekki komist lengra áfram að rannsaka sögu jarðarinnar, fyr en þeir voru lausir við þennan mis- •skilning. Hugsaðu þér að þú ætlir tipp á loft og inn í svefnherbergið þitt, og i staðinn fyrir að stíga í neðstu tröppuna i stigann, sem liggur upp á loftið, stigir þú í efstu tröpp- ttna á stiganum, sem liggur ofan í kjallarann. Þú sérð það glögt, að hvað rösklega sem þú heldttr áfraxn að ganga niður kjallarastig- ann, J)á kemst 'þú aldrei upp á loft með því móti, og aldrei inn í svefnherbergið. Þú nefir byrjað rangt, og þess vegna kemst þú lengra frá því rétta, sem þú held- ur lengra áfram, þangað til þú sér að þú ert að villast og snýr við í rétta átt. Það var eins með mennina, þegar þeir byrjuðu að læra sögu jarðarinnar. Þeir gátu ckki gjört að því; þeim sýndist það og fanst vera rétt, sem þeir voru að gjöra, þeir vissu ekki bet- ur. Þéir voru skynsamir menn, og treystu þvi að þeir væru að gjöra Tétt; þeir héldu því áfram, en því lengra sem þeir komust, því erf- iðara varð fyrir þá að skilja það sem þeir ætluðu að rannsaka. Nú var það náttúrlegt, að þeir menn, sem fyrst reyndu að þekkja eðli og sögu náttúrunnar, byrjttðu að byggja á þremur eða fjórum atriðum, sem þeir þóttust alveg vissir um að skilja og vita hvernig væru. Eitt var það, að þótt jörð- in væri með hólum og dölum, iautum og lægðum; þótt sumstaðar væri ttpp i móti og sumstaðar of- an t móti. þá fanst þeim það nátt- úrlega sjálfsagt, að yfir höfuð væri jörðin flöt. - Mishæðimar, hólarnir og dalirnir sýndust ekki vera annað en óslétta, eins og til dæmis getur verið á bolta eða hnykli. Þeir sáu það, að hversu langt sem gengið var, þá snéri höfuðið altaf upp og fætum- ir altaf niður; maður kom aldrei að neinum takmörkum, þar sem maður dvtti út af, og tnanni. fanst eins og maður gengi altaf í beinni línu, en ekki í sveig eins og til dæmiá fluga, sem gengttr t kring um bolta. Það voru menn því alveg sann- færðir ttm, að jörðin væri flöt; hún var heljarstórt svæðij' sem breidd- íst i allar áttir, og við lifðum ofan á henni. Svo fóru menn að hugsa um ýmislegt fleira í sambandi við jörðina, og svo fundu þeir það út, að þegar niður i jörðina kom, þá var hún l»eit eins og logandi eldur. Hvemig haldið þið að þeir hafi fundið það út ? Til og frá á jörðirtni eru holur, helzt ttppi á fjallatindum. Þau fjöll, sem þessar holur hafa, eru kölluð sérstöku nairti. Þ‘au ertt kölluð eldfjöll og holurnar eldgíg- ir. Stundum fer eldfjall að gjósa og spýtir upp heilmikilli leðju hátt í loft, í gegn um eldgígina. Alt það sem kemur þannig ttpp er sjóðandi heitt, og með því kemur heljarmikið af svörtum reyk. Það sýndist því líklegt að, það sem kallað var “undirheimar”, það er að segja neðan við jarð^rflötinn, væri ákaflega heitt; helzt að þar væri alt vellandi og sjóðandi altaf. Nú þóttust menn hafa komist svo langt að geta skoðað jörðina sjálfa; horft upp i himininn, og haft dálitla hugmynd um “Undir- heimana”. En mest af þessu var tóm vit- leysa, og því meira pem menn þótt- ust finna út og bygðu á þessu, því lengra komust þeir frá sannleik- anum, og þvi fleiri hégiljur bjuggu þeir sér til. Þeim gat ekki sýnst annað, en að jörðin væri fl'öt, okkur sýnist það líka ; og þeir voru líka eðlilega alveg vissir um að hún væri kyr og hreyfingarlaus. Við finnum ekki að jörðin hreyfist undir fót- unum á oklcur. Við getum varla hugsað okkur að hún færist til. Ef við lítum “upp” í himininn og Meiri ágóði — Minna verk. FULLKOMID HREINLÆTI 1 þessum atriðum skarar Magnet skil- vindan fram úr þegar rún er borin sam- an við allar aðrar skilvindur. Þrettán ár stöðugt að búa til Magnet skilvindur og alt af náið samband við fólkið í Canada. Árangur: Mjólkin er skilin nákvæmlega og fult traust bænda- fólksins. Fólkið og verkfræðingarnir mæla með Magnet skilvindu einum munni og staðfesta alt það er vtjr segj- um henni viðvíkjandi. Þessi þrettán ára reynsla hefir fram- leitt vél, sem öllum öðrum véium tekur fram eftir dómi griparæktarmanna, og þeir mæla með því sem bezt- reynist fvr- ir minsta peninga og minst verk. LESI?) pETTA: “fetta er því til sönnunar, aS eg hefi reynt MAGNET skilvinduna, til þess a8 finna út, hversu vel hún skilur mjólkina og einnig til þess aS komast aS raun um hversu mikið verk hún getur gert. Eg reyndi MAG- NET vélina fullkomlega, og get vitnaB þa8, a8 hún er hin bezta rjóma- skilvinda, sem eg hefi nokkru sinni þekt. Eg mæli sterklega meS henni viS hvern þann er skilvindu ætlar aS kaupa, og get fullvissaS hann um aS hann fær þar beztu tegund skilvindu. (UndirritaS) H. A. SHAW. Rjómabúskennari Saskatchewan- stjórnarinnar, 29. Júll 1907. f þessum atriðum skarar MAGXET skilvindan fram úr öðrum: Hún hefir tvístudda skál, sterk ferhjrningsstig, skiljara í einu lagi, skilur en skilur ekki eftir, er hæg og llðug, liægt að iireinsa hanu. hefir sterk og, stinn uppihöld. Alveg örugg. Skrifið eftir síðasta verðlista. The Petrie Manufacturing Co., Limited Vaneoúver. Calgary. Kegina. Winnipeg. Hamilton. Montreal. St. Jolm horfum nákvæmlega á stjörnurn- ar öðru hvoru í nokkra daga og nætur, þá sýnist okkur þær koma upp frá jaðrinum á jörðinni í þeirri átt sem við köllum austur. Svo sýnist okkur eins og þær fær- ist eftir himninum vestur á við og loksins hverfa niður fyrir utan jaðarinn á jörðinni hinum megin, þar sent við köllum vestur. Við sjáum að sólin gerir þetta á hverjum degi. Á morgnana sjá- tim við hana í austri, hún færist vestur eftír himninum og hverfur svo í vestri á kveldin. Fyrst héldu menn að sólin væri eldur, og hann væri slöktur á hverju kveldi með því að láta hann fara ofan í sjóinn, alveg eins' og við getum slökt ljós með því að láta það ofan í vatn. Svo héldu menn að hún færi á einhvern yfir- náttúrlegan hátt undir jörðina i gegn um “undirheima”, þar héldu þeir að kviknaði altaf á henni aft- itr og svo kæmi hún næsta morg- un. Hvemig sem það var skýrt að sólin sloknaði á kveldin og lifn- aði aftur á inorgnana, þá voru menn alveg vissir um það, eins og okkur sýnist vera enn, að hún kom upp á hverjum morgni, fór vestur eftir himninum á daginn, og hvarf niður fyrir jaðarinn á jörðinni á kveldin. Þegar maður kom fram, sem sagði að jörðin hrevfðist, en sólin ekki, þá þótti það svo mikil vit- leysa að það var hlegið að því og haldið að maðurinn væri ekki með öllum mjalla. “Ef jörðin er stór hnöttur eða bolti” sagði hann, “þá getum við lagt af stað frá einum bletti og haldið áfram í sömu átt og komið svo á sama stað aftur.” En nú var sá partur af heimin- um, sem menn þektu þá, ekki nema örlítill blettur; um alt hitt vissu þeir ekkert. Þess vegna sýndist það svo heimskulegt, að hægt væri að leggja af stað frá einum punkti og fara altaf í sömu átt og koma með því á sama punktinn aftur. éEramh.j Dagarnir. Hefurðu nokkurn tíma séð Mr. og Mr. Dag? Þau eru þörfustu verur, sem þú getur mætt, þó þú leitir með logandi ljósi alt árið um kring, frá nýjársdegi til gamla- ársdags. Þau eru lang þörfustu þjónar mannanna, og koma meiri vinnu til leiðar, en nokkrar aðrar verur á jörðinni. Það er bezt að lýsa fyrir þér heimili þeirra. Þaú eiga heima í húsi með sjö herbergjum, það hús heitir “VTika”. Það er i götu, sem heitir “Mánaðarstræti”. Þessi gata er ein af tólf, sem liggja í gegn um bæinn “Árborg”, en sú borg er í hinu merkilega landi, sem heitir “Tími”. Við skulum skygn- ast inn í húsið og skoða þessi sjö herbergi. Mr. Dagur á heima í einu herberginu, Mrs. Dagur í öðru og börn hennar fimm sitt í hverju. Það er að eins þunt þil á milli her- bergjanna, það þil er búið til úr “Svefni” og þau tala hvert við annað í gegn um talsíma, sem er kallaður “Draumur”. Eins og fyr var sagt, er Mr. Dagur í einu herberginu, það er herhergið. sem fyrst er komið inn í. Hatín vinnur minna en aðrir á heimilinu, en er Jxí alls.ekki iðju- laus. Hann fer í messuskrúða og heldur guðsþjónustu, og hann verður að sjá um hvíld og skemtun handa öllu fólki jarðarinnar. Hann er ' heimilisfaðirinn og heitir “Sunnudagur”. “Komdu sæll, Mr. Sunnudagur! hvemig líður þér? Mér þykir gaman að finna þig! Og það þykir öllutn öðrum líka. Fólki þykir ejíki eins vænt um neinn á þínu heimili, eins og þig sjálfan. Eg vona að J>ér þyki vænt um að sjá mig líka. Eg kom með svolítinn hnokka með mér, sem langar til að vita hvernig þú hlaust nafnið Sunnudagur, og heyra eitthvað af æfisögu þinni. V'iídir þú gjöra svo vel og tala við okkur svolitla stund?” “Heyra hvernig eg fékk nafnið. Já, Jiað væri nú löng saga að segja frá því. En ef þessi litli vinur þinn er áfram um það, þá skal eg fara stuttlega yfir söguna. Fyrir löngu, löngu, sáu menn ekkert eins dásamlegt og vissu ekki af neinu eins hátíðlegu og gagn- legu og sólinni. Þeir höfðu það í eðli sínu, sem kallað er trúar þörf; það er að segja, þeir höfðu þá til- finningu, að það væri eitthvað til meira, sterkara ogheilagara en þeir sjálfir Eitthvað sem þeir ættu að óttast, bera lotningu fyrir og tilbiðja. Þeim sýndist sólin vera merki um þetta, og þeir tilbáðu hana eins og guð. Sólin varð þannig sýnileg ímynd guðs. Svo þegar tímar liðu, og fólkið varð vitrara og menn og konur Iærðu meira um guð, þá héldu þeir áfram gömlu hugmyndinni og kölluðu hvíldardaginn Sunnudag. Þ’eir tilbáðu ekki sólina lengur, en þeir skýrðu fyrsta daginn í vik- unni og létu hann heita í höfuðið á sólinni. Svona var það að eg fékk nafnið “Sunnudagur” — Sunna þýðir sól og Sunnudagur er sama sem sólardagur. — Þá þótti fólkinu vænt um mig, því eg gaf því hvíld og ánægju og skemtanir, og þannig gekk það um marga tugi alda. Svo þegar tímar liðu, fór fólkið að hafa mig til ýmislegs annars. Það gjörði mig að sorg- ardegi, í staðinn fyrir gleðidag. Rörnunum var bannað að leika sér; bækur og leikföng voru lokuð inni í skápum og niðri í kistum, eins og eitthvað sem skaðlegt væri, og öllum minum dýrmætu stundum var eytt í ánægjuleysi og alvöru. Fólkinu fór að verða illa við mig, Jiað sagði að eg væri leiðinlegasti dagurinn í allri vikunni. Það var alt'af að eta, til þess að stytta sér stundir og át sér til óbóta, það geispaði hvað í kapp við annað af leiðindum. Nú nýlega hefi eg sagt því að höfundur trúarbragð- anna sagði að fólkið væri ekki skapað fyrir hvíldardaginn, heldur væri hvíldardagurinn skapaður fyrir fólkið. Það skilur það ekki alveg enn þá hvað Jietta þýðir. Sumt af því lætur eins og óhemjur og sleppir sér á sunnudögum; það lætur eins og það sé ekki með öll- um mjalla; það hefir farið of langt ,í hina áttina og ekki kunnað sér hóf. En það lagast bráðum; lagast smátt og smátt. Fólkið lær- ir áður en langt líður að nota mig til hvíldar og upplyftingar fyrir sál og líkama á skynsamlegan hátt og siðlegan. Þá fer því að þykja reglulega vænt um mig aftur.” Næst skulum við koma inn í herbergið hennar Mrs. Dagur. Ferming. Síðastliðinn páskadag 12. Apríl, voru þessi ungmenni konfermeruð og tekin til altaris í Lundar-kirkju af séra Jóni Jónssyni. Svcinar • Daniel J. Lindal, Otto Arthur O. Johnson, Valter Friðrik G. K. Breckman, Guðmundur Kristján G. K. Breckman. Stúlkur; Lilian Chr. Breckman, Sigriður J. Johnson, Hanna Kristmundsdóttir Goodman, Guðrún Ágústa H. Mattews, Jónína Ingibjörg Júl. Eiríkson, Vilhelmin S. Oddson. í Vestfold skólahúsi 26, Apríl. Sz’dnar: I Bjami J. Goodman, Jón Hannes F. Þorgilsson, Albert F. Þorgils- son, Þórður V. Thordarson, Jó- hannes B. Sigurðson, Emest Glad- stone Þ. Eiríkson. Stúlkur: Guðrún Soffía Björnina A, M. Freemann, Margrét J. Goodman, Emilia Elisa Á. M. Freemann, Adda Súsanna Á. M. Freemann. Öll vom börn þessi spurð í tvo mánuði l/2 mán. i senn á hvorum stað. Virðingarfylst Lundar 29. Apríl 1914. Rev. Jón Jónsson. Sonarminni eftir Guðmund Erlendsson. Fæddur 28. Eebr. 1883. Dáinn 19. Des. 1914. Eldþrungnu á ísaláði Alinn eg var í fyrndum. Snævum undi höklum háum, Hranna við gjálfurs drunur. Und hlíð með blómum björtum Og bragandi norðurljósum. ..itó’. Hlaut eg arf fornra feðra, Ferðast og sigla víða. Með erlendum þjóðum þreyta Þrekið og hvers kvns starfa. Vestur í álfu atti Örskreiðum flausturhesti. Bygðir þar nam sem bóndi, Bjó fleirtigi vetra. Svanna eg svásan átti, Syni fleiri og dætur Einn var minn ættar laukur, Örendan fold sem geymir. “Kallið” ef kjósa mætti Kosið eg hefði bana, En arfinn íturfríði Alheill nú stæði á gmndu. II. Römm eru örlög, rammir dómar Röðuls und hveli og hnatta f jöld Mér dísir kveða dauðans hljóma, Dáins sonar við hinsta Icvöld. Eg askur skelf í eyðimörku Aldinn, feyskinn, við grafar barm. Rénaður kjarkur, rúinn hörku Með rauðan, þrútinn og grátinn hvarm. Hvers skal eg gjalda, guð eilífur, Glófögrum sneiðast ættar meið? Mín æfi burt í sorgum svífur Sé eg ei lengur blysin heið. Hann ættar var dýrsta von og vilji, Valinn drengur og augnaljós Standa hann kunni storm og bylji, Styðja alt gott, sem átti hrós. Fræklega völlinn fram á sótti, Fuilhugi, og dirfska bjó í lund. Bifaðist lítt þá blés mót ótti, Bölsins nomir þó reistu mund Kaldrana él þó kylja ylgdi Og köppum mörgum þætti um nóg. Hann stýrði beint og stefnu fylgdi Um storskeflurok, á lífsins sjó. Frjálslyndur var og vinafastur Vinsemda naut þar kyntur var. var. Orðprýði sýndi, aldrei hastur; Einlægur, traust því fjöldans bar. Vandastörf hann af hendi inti Heiðurs naut þar sem starfað var. Skyndilega skeið hans linti Skjótlega dauða hans að bar. Undir nafni föður þess látna, Erlendar Erlendssonar á Hálandi. K. A. Benediktsson. íslenzk kona myrt. Seattle, Wash. 25. Apr. 1914. Skömmu fyrir miðnætti föstu- dagskveldið 24. Apríl, vildi sá hörmulegi atburður til hér i Seattle, að ung íslenzk kona, Axelina, dóttir hinna vel þektu hjóna, Thor- grims Arnbjamarsoivu og konu hans Solveigar, var særð kúlu í hjartastað, svo hún beið bráðan bana af. — Illivrkið framdi mað- ur hennar Boyd T. Read, sem svo eftir að hörfa frá unt nokkur skref, framdi sjálfsmorð, með því að skjóta sjálfan sig nálægt hjarta- stað; dó liann um þrem klukku- stundum síðar. — Hin látna kona hafði verið gift manni þessum einungis um tveggja mánaða tíma; þetta kveld var hún stödd að heimili foreldra sinna (6753 2Öth Ave, N. W.J hér í borginni. Var hún nýkomin heim með föður sínum, þegar banaskot- ið reið af í gegnum gluggann á herbergi því, þar sem hún var stödd; féll hún niður í arma íoreldra sinna og var þegar örend. Morðinginn var maður um 32 ára að aldri, amerískur að ætt og uppruna, vann hann í þjónustu sporvagnafélags þessa bæjar; ann- ars er mér lítið kunnugt um æfi- feril hans. — Hin dána kona var einungis 26 ára að aldri, mjög mynlarleg, eins og hún á ætt til og einkar vinsæl í hóp eldri, sem yngri. — Hún fluttist vestur hingað fyrir 11 árum síðan með foreldrum sífi- um frá ríkinu Michigan, en þar hafði fjölskyldan búið um allmörg ár. —• Heimili þeirra hér er viður- kent myndar- og gestrisnisheimili. — Engin sýnist vera ástæða fyrir því, að ódæðisverk*þetta var fram- ið. Maðurinn sýnist hafa þjáðst af ástæðulausri afbrýðissemi, sem leitt hefir til brjálsemi, bar jafnvel á slíku þegar skömmu eftir brúð- kaupið og kvað svo ramt að, að hann hafði í heitingum við konu sína nýgifta; höfðu foreldrar henn- ar jafnvel grun um þaS, að hún væri í hættu stödd, gættu því allr- ar varúðar og tóku hana heim til sín. Við þvi bjuggust þau ekki, að levnst yrði að henni á slíkan hátt. íslenzki hópurinn hérna saknar og syrgir hina látnu konu, og sam- hryggist af einlægu hjarta með hinum syrgjandi ættmönntim henn- ar og góðti foreldrum, yfir þessu hty'ggilega tilfelli. J. B. Hvaðanœfa, Kýlapest hefir gengið i Havana; ekki þó skæð eða hættuleg. Mútumál mikið og víðtækt hefir staðið yfir í Japan; höfðu hátt- standandi menn þegið mútur af rafmagnsfélagi í Þýzkalandi, en glæpurinn varö uppvís. Yama- moto stjórnin varö að fara frá völdum vegna þessa máls, og er ný stjórn sezt á laggimar 1 staðinn. Shigenobu Okuma heitir sá, sem nú er stjórnarformaður. Kosningar stóðu yfir í Svíþjóð frá 27. Marz til 7. Apríl. Fram- sóknarflokkurinn hafði áður 101 þingmann, en nú 74; Ihaldsflokk- urinn hafði áður 65, en hafa nú 81. Jafnaðarmenn höfðu 64, en hafa nú 76. Aðalmálið við kosningarn- ar voru auknar hervamir gegn Rússum. Selveiðaskip frá New Found- land er talið víst að hafi farist með allri áhöfn. Voru á þvi 173 manns. Skip var sent til þess að leita að því, en kom jafnnær eltir tveggja vikna leit. 17. Apríl reyndi brjólaður mað- ur í New York að skjóta á bæjar- stjóranti Mitchell, þegar hann var að fara upp í bifrieð sína fyrir framan bæjarráðshúsið. Maður- inn hét Malouey. Skotið kom ekki í bæjarstjórann, heldur í Frank Polk lögmann, sem einnig var í bifreiðinni; fór }>að í gegnum hökuna á honum og braut úr hon- um nokkrar tennur, en bati er honum talinn vís. Heimsókn. Þriðjudagskveldið 21. Apríl s. 1. söfnuðust nokkrir vinir Karolinu Dalmans saman á heimili hennar á Ingersoll stræti, og afhentu henni að gjöf vandaðan legubekk. Gunnlaugur Johannsson var leiðtogi flokksins og var glatt á hjalla um kveldið — rikulegar veitingar frambomar, og allmarg- ar ræður fluttar. O. S. Thorgeirsson afhenti gjöf- ina, og auk hans tóku til máls: Ásmundur Johannsson, Magnús Magnússon, Friðrik Sveinsson, Bjami Magnússon, Mrs. Sigríður Sveinsson og Ámi Eggertsson o. fl. Ræðurnar leiddu Jtað í ljós, að Karolína á miklum vinsældum að fagna. Var minst ljóðagerðar og rithæfileika hennar — og fé- lagsyndis — bjartsýnis og glað- lyndis, er ætið hefði einkent hana og sem héldi lienni síungri í anda, þó likaminn hrörnaði. Allmargir í hópnum voru fé- lagssystkini hennar í Goodtempl- ara reglunni, og mintnst ljúfrar samvinnu i þeim málum — og ósk- uðu henni langra lifdaga og allr- ar blessunar á komandi ámm. Karolína þakkaði gjöfina og vinahótin — afbað lofið — í stuttri en laggóðri ræðu, eins og henni er lagið. — Menn skemtu sér svo langt fram á nótt og þótti betur farið en heima setið. ÍT ALLAN LINE 1 Konungleg Póstgufuskip Frá Montreal Frá Halifax til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD Á FYRSTA FARRÝMI.......$80.00 og upp Á Öí)RU FARRÝMI... ....$47.50 og upp Á pRIr)JA FARRÝMI......$81.25 og upp Fargjald frá fslandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri................... $56.10 “ 5 til 12 ára....................... 28.05 “ 2 til 5 ára ....................... 18,95 “ 1 til 2 ára........................ 13-55 “ börn á 1. ári....................... 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferÖirnar, far- bréf 0g fargjöld gefur umboÖsmaður vor, H. S. BARDAL, horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far- gjalda sendingar til Islands fyrir þá sem til hans leita. W. R. ALLAN 384 Maln st„ Wlnnipeg. Aöalamboöanmðar Þegar þér þarfnist byggingaefnis eSa eldiviðar þá Ieitið til D. D. WOOD & SONS, -------------LIMITED------------------ Verzla meÖ sand, mulin stein, kalkstein, límstein, plastur, tægjuplastur, brenda tígulsteina, brendar pípur, sandsteypu- steina, rennustokka úr gipsi, jarðrennu- steina, allskonar kol, eldiviÖ og fleira. Talsímar: Garry 2620 eða 3842 skrifstofa: (]orí [(oss 0g Arlington Str. LeikKúsin. ‘Evelyn Nesbit Thaw, sú kona sem mest hefir verið talað um allra kvenna, verður á Walker leik- húsinu þrjá fyrstu dagana af næstu viku (eftirmiðdagsleikur á þriðjudag og miðvikudagj. Mrs. Thaw kemur hingað beint frá Lundúnaborg, þar sem hún hefir komið fram í allra trægustu leik- húsum. Mrs. Thaw hefir í för með sér stóran flokk ágætra leikenda. Sætasala byrjar kl. io á föstudag- inn. Mrs. Thaw kom fram á ensku leikhúsi fvrir 4 mánuðum undir öðru nafni en sínu, og vann sér samstundis mikla frægð. Þaðan fór hún til New York, og mætti þar sömu viðtökum. Hlaut hún þar meira lof og aðsókn, en dæmi höfðu verið til. Þetta verður eina tækifærið að sjá Mrs. Thaw hér. Hún fer undir eins aftnr til Evrópu. Þegar Laurence Irving kemur aftur til Winnipeg 18. Maí. verð- ur hann hér vilcutíma. Hann sýn- aldri. Ætt hans er eg ekki fær um að rekja, en það eitt veit eg. að hann átti sett sína að telja til bezta fólks í báðar ættir, föðurætt hans af Vtst- urlandi en móðurætt úr Húnavatns- sýslu. Hann var tvigiftur; áriS 1863 gekk hann að eiga fyrri konu sína, önnu Elísabet Bergsteiusdótt- ur frá Bergvaði í Fljótshlíð. Þeim varð 11 barna auðið, hvar af 2 Jóu í æsku, 9 náðu fullorðinsaldri; 2 af J)eim varð hann á bak að sjá fyrir fáum árum: Ólafur trésmiður dó í Winnipeg 1907 og Guðrún dó á ís- landi I9°9- bæði gift; af sjö börnum, sem eftir lifa, eru 3 í Ameríku: Bergsteinn trésmiður t Winnipeg ó- giftur, Guðrún Kristíana gift H. O. Hallson við Silver Bay, og María Guðbjörg gift S. Baldvinsson við Narrows, Man. Hin fjögur á ís- landi: ólafur, Kristían og Jóhanna María öll gift, og Jóhann Páll ógift- ur. Fyrri konu sína misti Bjöm ár- ið 1881, hverrar hann sárt saknaði; ir nýju leikina “Typhoon” og “The Importance of being emest”. Fyrri leikurinn hefir auðvitað ver- ið sýndur hér, en má. þó heita nýr fyrir Winnipegbúa. Mr. Irving er einn allra fremstur meðal leik- enda. DANARFRF.GN. Nýdáinn er í Skápadal við Pat- reksfjörð á íslandi öldungurinn Björn Þorleifsson, nær áttræður að hún var myndarkona í hvívetna, ein- læg trúkona, vel greind og hvers ma"ns hugljúfi sem henni ‘kyntist. Nokkrum árum siðar gekk hann að eiga seinni konu sína Guðbjörgu Jónsdóttur, sem nú lifir hann; }>eini varð ekki baraa auðið. Björn sál. var mjög vandaður maður, greindur vel og listasmiður, J>rekmaður mik- ill, mælti aldrei æðru orð, hvað sem á bjátaði; trúmaður var hann, trygg- ur í lund. staðfastur og gætinn. Blessuð sé hans minning! Vinur hins látna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.