Lögberg - 14.05.1914, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.05.1914, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN ÍA. MAl 1914 3 Heilbrigði. Reglur fyrir berklaveikt fólk. Framh. 16. ForSastu alla óþarfa á- reynslu, bæöi andlega og líkam- lega. Foröastu að tala um mál- efni, sem koma þér i geöshrærnigu. Hlauptu a’.drei og lyftu aldrei neinti þungu. Reyndu aldrei neitt á þig þegar þú ert þreyttur og aldrei svo mikiö að þú verðir þi*eyttur (ef þú geturj. Foröastu að svitna mikið. 17. F>egar þú gengur á móti vindi eöa ekur i kerru eöa bifreið, þá ættirðu aö hafa munninn aftur og þegja, og vera viss um að þú andir í gegn um nefiö en ekki með munninum. 18. Þaö er gott að ganga á hverjum degi. Bezt er aö ganga fyrst upp í móti, ef því verður viö komið, því þá verður gangurinn auöveldari ofan i móti aftur, þeg- ar þú ferð áð þreytast. 19. vendu þig á það að anda djúpt, og láttu læknirinn þinn segja þér og sýna hvernig þú átt að anda. Andaðu altaf með nefinu, aldrei með munnimtm. 20. Vertu aldrei þar sem sterk gola er fdraught), forðastu alt ryk og raka; gættu þess að hafa hreint loft. Loft er nálega altaf slæmt í leikhúsum eða öðrum stöðum, þar sem fjöldi fólks er saman kominn; forðastu það. 21. Þegar kalt er, skaltu gæta þess að hafa hlýtt í herberginu þar sem þú klæðir þig. Ef þú sefur í tjaldi þegar kalt er, þá láttu kveikja upp eld áður en þú ferð á fætur. Ef þú sefur á svölum, þá láttu renna rúminu þínu inn i hlýtt herbergi áður en þú klæðir þig þegar kalt er, eða farðu sjálf- ur inn og gjörðu það eins fljótt og hægt er, og gæt þess að vefja vel utanum þig á meðan, einhverju þykku og hlýju. Ef þú sefttr í gluggatjaldi þá lokaðu glugganum og bíddu þangað til lterbergið er orðið vel hlýtt, áður en þú klæðir þig. Venjulega er bezt að fara ekkert út á vetrtim, fyr en klukku- tima eftir sólaruppkomu, því veðr- ið er þá oftast kalt fyrir þann tima. Ef þú gætir alls þessa, þá slær ekki að þér. 22. Reyndu að hafa vald á hóstanum. Reyndu að hósta al- drei nema þegar þú finnur að þú þarft að hrækja. 23. Það eru gerlar í hrákanum, og þeir ent hættulegir. Vertu þvi varfærinn með liráKann; bezt er að hrækja altaf i eitthvað sem hægt er að brenna, helzt bréf. Hirðu- leysi í þessum atriðum verður alt- af einhverjum að tjóni og getur orðið mörgum að glötun. Það er líka nauðsynlegt fyrir þann sem veikttr er að brenna hrákann sjálfs sin vegna, því annars geta sömu gerlarnir komist að honurh aftur, og aukið veikina. Vertu sérstak- lega gætinn ef þú hefir sár eða skurð einhversstaðar, því komist gerlar að því, þá getur þar byrjað tæring. Það er ekki varlegt að hafa vasaklút til þess aö hrækja í, þvi það getur orðið tit þess að tæringin kornist i nefið. 24. Þegar þú ert inni, þá ltræktu altaf i hrákadall með vatni i með einum tuttugasta parti af karból- sýru (t. d. 19 matskeiðar af vatni og eina af karbólsýru). Þegar þú ferð eitthvað, þá hræktu í tuskur, og hafðu þær í leðurtösku, þangr að til þú kemur heim og getur brent þær. Kvenfólk ætti að hafa sérstakt hólf í töskum sinum fyr- ir þessar tuskur og gæta þess að þær kæmu aldrei við neitt annað. 25. Allir hrákadallar ættu að vera byrgðir, því annars geta flug- ur auðveldlega sezt á þá, sezt srð- an á mat eða matarílát og borið þannig á milli gerlana eða sótt- kveikjuna. 26. Hvert sem þú ert yeikur eða ekki, þá hræktu aldrei á séttarnar. 27. Rendu aldrei niður hráka. Hafðu aldrei sama vasaklútinn til þess að þurka þér um nefið, setn þú hefir til þess að þurka þér um munninn eða hrækja í. Hafðu alt- af klút eða tusku fyrir munninunt þegar þú hóstar eða hperrar. Kystu aldrei neinn á munninn og leyfðu engtim að kyssa þig. 28. Hreyfðu rúmföt þin og öll önnur föt þin, sérstaklega vasa- klúta, eins lítið og þú getur þegar það er þurt og óhreint. Láttu það undir eins ofan i vatn, þegar það er orðið óhreint og hafðu það þar þangað til það er þvegfð. 29. Rezt er að hafa ekkert skegg, en ef það er, þá láta það vera eins stutt og hægt er. 30. Þvoðu þér altaf vel um hendurnar áður en þú snertir á nokkrum mat. 31. Borðaðu breytilega fæðu, svo sem kjöt, fisk, ávexti og jarð- arávöxt, mikið af nýmjólk og nýj- tim eggjum, smjöri og súpu, saxað kjöt er ágætt. Borðaðu ekki illa bakað brauð, brauðskorpur og steikt brauð meltist vel og gefur góða næringu. 32. Borðaðu seint, tygðu vel, drektu i litlum sopum; drek'tu ekki mikið af neinu meðan á máltíð stendur eða rétt á eftir; haltu tönnunum hreinum og í góðu lagi. 33. Drektu aldrei neitt áfengi, án þess að þér sé sérstaklega ráð- lagt það af lœkni þínum. Borðaðu ekki mikið af sætindum né steikt- um mat. 34. Drektu sem mest af góðu vatni á milli máltiða, en ekki með- an þú ert að borða. 35. Brúkaðu ekkert tóbak í neinni mynd; tóbaksreykur er sér- staklega skaðlegur. Minningarljóð eftir Freystein Jónsson F. 2. Júní 1848. D. 17. Mars 1914 Hinstu tökin Helja spennir, Heimtar feigð á sérhvem mann. Hver er þá sem þjóðráð kann? Ævisunna syás und fennir, Sælan gistir kaldan rann. Enginn kongur feigð kann fjötra, Fögur snót né rauðagull, Dauðans allir drekka full. Undir fótum grundir gnötra, Ganga lifs þá mæld er full. Eldibranda roðinn rýkur Reynslunnar um stunda bil, Þar til lilýtur hinztu skil. Strá i vindi flögrar, fýkur, Fjarri hvíld og sólaryl. Einn er fallinn íslands niðji Yfir borð i dauðans haf; Um það vitnar skrift og skraf. Þegnar sofna, þjóð þó iðji Þokar tíminn öllu í kaf. Fremst í röð var Freysteinn metinn Fólki af, sem þekti bezt. - Liður tíð og sólin sezt. Síðstu hefir fetað fetin. Foldin hýsir nýjan gest. Alinn var i Ámesþingi, Ættarstofn var góður þar. Hjarta trútt og hreysti bar:— íslenzkum úr ættarhringi, Út urn lönd og breiðan mar. Vatnsleysu- við -strönd og stöðvar Stýrði gnoð á úfinn mar, Öldur hófust hnarr-reistar. Karlmenska og kappa vöðvar Komu oft í mannraun þar. Ei skal lof um garpinn glymja. Gröf því hylur kaldan ná. Ofar leiftra ljósin há. Enn við strendur íslands rymja Áratogin þung í sjá. Vildi sigla, Vinland skoða, Valda storð, er Leifur fann. Þangað fýsir margan mann. Atlanzhafs um bratta boða Bramlar knör með mannfjöldann. Á Iand er stigið, lýðir dreifast. Leita að nýjum sælustað. Lögin öllum leyfa það. Kynjalestir hvása, hreyfast, Komið er lengra en út á hlað. Reginsléttu rekkar námu, Rík var fold, en lækja fá.— Fjöll þar ekki brosa blá. Aurafáir ýtar kvámu, Afl var nóg, en reynsla smá. Stælt var mund og stórir hugir, Stefnan sú: að berjast vel, Hræðast aldrei hagl né él. Iðja ströng og efldir dugir Æfðu gamalt víkings þel. Risu skjótt upp blóma bygðir, Bæir, akrar, gripafjöld. Þá var komin uppgangs öld. Fljóð og menn ei fundu hrygðir Fjórðungs- þar um -aldar kvöld. Einn af frægstu firðum þarna Freysteinn metinn Jónsson var, Félagsskapinn fýsti þar Ótrauður til vegs og varna Valinkunna orku bar. Syrgir hann ekkja, synir dætur, Sveitin fríð og vandalið. Harmur er um sjónarsvið. Þó dimtni oft um dag og nætur. Drottinn öllum gefi frið. Kr. Á. Benediktsson. Vélskipið Hera. í 83. tbl. ísafoldar í fyrra er ná- kværn lýsing á vélskipi því, er Garðar Gíslason kaupm. lét smíöa í háust í skipasmiðju völundar hér í bSepum. Skipið hljóp af stokkunum í Október, en hefir síðan legið hér á höfninni. Nú stendur til, að Breiðfirðing- ar leigi það til vöru og mannflutn- inga á Breiðafirði í sumar og er Sæm. kauprn. Halldórsson frá Stykkishólmi -hér staddur nú til' að gera leigusamning. í gær fór Hera reynsluferð til Hafnafjarðar og hafði Garðar kauprn. boðið all morgum Reyk- víkingunt með, meðal annara rit- stjóntm öllum, kauptnönnum nokkrum. smiðum skipsins o. fl. Voru farþegar eitthvað 20—30. Var haldið til Hafnarfjarðar í bezta veðri. Skipið þótti öllum hið. snotrasta og vandaðasta. Það óhapp vildi til rétt við Gróttu, að smáhlutur í vélinni bil- aði og varð að stöðva skipið til að gera við. En að þvt loknu var far- ið með fullum hraða til Hafnar- fjarðar, — og í gærkveldi kom Hera aftur til Reykjavikur. Vonandi verður Hcra frjósöm á þá lund, að mörg önnur vélskip, smiðuð af islenzkum höndttm fari á eftir. Það væri iðnaði vorum sómi og allri þjóðinni stór-nytsamt. —Isafold. Skíðaferðin. Skiðafélagið stóð fyrir skíðaferð i páskafriinu, eins og áður er getið, undir leiðsögn Múllers verzlunar- stjóra. Með Heru var lagt af stað héðan kl. if/2 á skíðadagsmorgun og lent undan Fossá við Hvalf jarð- arbotn kl. 7. Hafði orðið nokkur töf á leiðinni sökum ólags á gang- vélinni og hefði þeim félögum þótt hún ill, ef ekki hefði verið þar urmull af selum að skoða, sem lék sér umhverfis skipið. Syfjaðir og sjóveikir gengu þeir á land, voru þeir 12 í flokknum. Þó var ekki hvíld tekin, heldur farið á skíðin og haldið upp með Þrándarfjalli og upp á Kjöl. Fóru þeir upp á hæsta hnúkinn, sem er 787 stikur eða um 2,400 fet að hæð. Útsýni er þar stórfagurt og vítt og naut þess þó ekki til fulls að þessu sinni. Sér þaðan til Vestmannaeyja, Vatnajökuls, Heklu, Eiríksjökuls og Snæfellsjökuls, en Þingvalla- sveitin liggur þar útbreidd, sem fyrir fótum manns. Erit þaðan 10 rastir til Þingvalla og var það ein samfeld skíða- brekka. Hér var ekki annað að gera en að standa á skíðunum og láta þau bera sig áfram á fleyings- ferð, hverja röstina af annari. Er þetta svo stórkostleg skíðabrekka, að önnur eins er ekki til um endi- langan Noreg, og má nærri geta að gaman hefir verið að líða þar um eins og hugur manns. í Þing- vallasveit skiftu þeir félagar sér niður á bæina og voru 4 á hverj- um, en höfðu þó áður sameigin- legan gleðskap á prestssetrinu og var þar dans stiginn fram á nótt. Daginn eftir var haldið upp á Mosfellsheiði að sæluhúsinu, en þar skiftist liðið. Sjö þurftu til Reykjavikur beina leið til að gegna föstum störfum sínum á laugar- daginn, en fimm voru ekki svo við bundnir og héldu þeir til Kolviðar- hóls og gistu þar, en komu degi síðar til Reykjavíkur. Veður höfðu þeir félagar hið hagstæðasta alla ferðina. Á Mos- fellsheiði fengu þeir byrvindi svo mikið, að þeir gátu siglt með skiðaseghtm sínum nteð þriggja mílna 'hraða. Mest frost fengu þeir um hádegisbilið á skírdag, var það 7 stig á Celsius. Þeim ber öllttm saman um, er þessa ferð fóru, að hana vildu þeir ekki ófarna fyrir nokkum mun, hún var í alla staði svo skemtileg og hressandi. 30—50 pund höfðu þeir að bera hver, var það matur og aðrar nauðsynjar, en engum þótti þung byrðin, þó sumir værtt þeir óvanir skíðaferðum. Sólbrendir komu þeir lteim, eins og þeir hefðu dvralið í hitabeltinu. .Éfintýri gerðust tnörg á ferð- inni, sem gera förina enn skemti- legri i endurminningunum. Síðast var þeim til nýbreytni að sjá hrein- dýr á Mosfellsheiði, voru þau tvö og ekki nema um 300 stikur frá leið þeirra. Þess má geta að Norðlendingur einn var í förinni, og hafði hann norsktt skiðin sem hinir. Hugði hann ekki gott til í fyrstu, en fljótt sá hann að þetta var miklu betra farartæki, eh hann hafði áðttr vatt- ist. Stafirnir tveir langtum þægi- legri og frjálslegra að ganga við þá, en að sveigja sig til hliðar eft- ir einum staf, og sagðist hann ekki taka upp aftur sína fyrri aðferð. í fyrra fóru 3 slíka- páskaför, nú eru fjórum sinnum fleiri, og von- andi fjórfaldast hópurinn enn að ári, sem fylkir sér undir leiðsögn v'ors ágæta og ötula skíðaferða- frömuðar, Múller verzlunarstjóra. (Vísir). • Hagstofa íslands er nú tekin til óspiltra málanna við sín störf. Þrír menn starfa þar daglega, hagstofustjórinn Þor- steinn Þorsteinsson cand. polit., Georg Ólafsson cand. polit. og Pétur Hjaltested cand phil. Tvær vélar hefir hagstofan keypt setn aldrei hafa verið til hér á landi fyr. Önnur er samlagning- arvcl, er lagt getur saman alt að 10-ciffruðum tölum. Hin er marg- földunar- og deilingarvcl. Eru þetta hugvitssmíðar svo' merkileg- ar, að aðdáun hljóta að vekja hvers þess sem sér. Ekkert er eins þreytandi eins og samlagnitig langra dálka með há- um tölum og skekkjur jafnan við- búnar, ef mannsheilinn er einn um það, en vélarnar eru með þvi dvergasmiði, að þær hringja ef farið er að gera vitleysur. — Vér trúum eigi öðru en að slíkar vélar sem þessar mundu hin mesta ger- semis-búbót bæði bönkum og ýms- +♦»♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+ ♦ Væringjarnir. Vort land er í dögun af annari öld. Nú rís elding þess tíma sem fáliðann virðir. — Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en nteð víkingunt andans, um staði og hirðir. Vort heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest, þar sem gæfan er ráðin, ef leikurinn sést — og þá haukskygnu sjón ala fjöll vor og firðir. Svo fangvíð sig beygja hér fjói og vík inót fjarlægu ströndunum, handan við sæinn; en verin fábygð og vetrarrík, byggja Væringjans krafta við háfjalla blæinn. Hann stendur hér enn, sem hann stóð hér fyr rfteð stórgerðan vilja, þögull og kyr og langferðahugann við lágreista bæinn. — Til auðs og til vegs rís hið ættstóra blóð um æskunnar gullvægu morgunstundir. Frá haugunum eldir af gamalli glóð, eins og giitri þar baugur við feðranna mundir. Og börnin þau rétta sig limalöng, því litla stofan er orðin svo þröng, og ntálmraddir eggja þau moldunitm undir. En dalinn þau muna, með hamra og hlíð og hljóntandi fossa og ilmviðsins runna. Og handan þess alls skín svo fræg og svo frtÖ vor fortíð í sjónhring blóðleitra unna. Það sólarlag er þeirra árdegis ljós, þar á ttpptök vor framtíð og hnígandi ós, þar skal yngjast vor saga við eldforna brunna. Þá var hæverskan manndáð, ei hógværð né fals þá var hirð hér urn bændur; það saga vor geymir. A gullöld hins prúða og hoska hals spurðust héðan þær fregnir sem álfan ei gleymir. Þá nefndist hér margur til metnaðs og hróss frá Miklagarði til Niðáróss. Þá stóð hámenning íslands sem æskuna dreymir. Hún er stjarna vors fólks gegn unt skugga og ský. Hér skín hún á miðdjúpi Atlashranna. Já, volduga norrænan vaknar á ný af vörum og hjörtum íslenzkra manna. Þá orðið, sem geymt var í bók og í brag verður borið hér frant upp í lífsins dag, skal heimurinn þjóð vora sjá og sanna. Vor heiðni er liðin. Alt hefir sinn dag. En t Hávanna svip skin þó eilífa myndin. Hvert vé rís til guðs — sent bjó loftsins lag frá Libanons hlíðum á Öræfa tindinn. Og dökni Væringi’ i suðrænni sól ber hann sinni’ undir skinni sem norðrið ól, og minnist að hpirna er lífstrúar lindin. t auðnanna hljóði og dulardóm eru drættir i Væringjans anda ristir; en heimurinn kallar hann háum róm til þess hróps, þar er ^einastir oft verða fyrstir. Hans dagvtr er seigur og djúp er hans úð; þegar drengurinn gengur i höfðingjatw búð muntt r;etast hans dnutntar tim dáöir og listir. En heirn snýr hans far. Á þeint hug eru’ ei brigð. Þvi hélt hann út snemma að fyr mætti lenda. Hans þroski er skuldaður bernskunnar bygð, þvi ber hann um seglin. þá rétt er að venda. I glauminunt öllunt hann geymdi sín sjálfs. Hann var góðvinum hollur, en laus þó og frjáls. Svo skal Væringjans lag alla veröld á enda. Sé eyjunni borin sú fjöður sent flaug skal hún fljúga endur til móðurstranda. Því aldrei skal bresta sú trausta taug, sent ber tregandi heimþrá hins forna anda. Vor landi vill mannast á heimsins hátt, en hólminn á starf hans, líf hans og mátt — og í vöggunnar landi skal varðinn standa. Lundúnum, Október 1913. + ♦ + + X X. ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + i X ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + + X + + t + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + X X ♦ Kinar Benediktsson. —Skírnir. ♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+ ttni stórverzlunum. Og verðið eigi svo geypilegt að ókleift sé að afla sér þeirra. Samlagningarvélin kostar um 800 kr., htn um 400 kr. —(tsafoldj. Jarðrœktarfélag Reykjavíkur. Sjðastliðinn laugardag (11. Apr./ var haldinn aðalfundur í jarðrækt- arfélagi Reykjavíkur. Félagsmenn eru 61. Margir þeirra hafa ekk- e’rt land til að vinna á og sumir eru búnir að koma öllu sínu landi í góða rækt. 27 félagsmenn höfðu árið 1912 unnið hálft þriðja þús- und dagsverk. Auk venjulegra félagsmála komu fratn tvö nýmæli á fundinum. Var annað þeirra þess efnis, að nauðsynlegt væri að friða lönd bæjarmanna fyrir hinum sívaxandi ágangi sauðfjár hér í bænum, og varð niðurstaðan sú, að félags- stjórninni var falið að snúa sér með málið til nefndar þeirrar inn- an bæjarstjórnarinnar, sem fjallar um væntanlegar breytingar á lög- reglusamþykt bæjarins. Er tilætl- unin sú að sauðf járeigendum í bæn- unt t’crði framvegis gert að skyldu að gæta sauð.fjár síns á sama hátt og mönnuni er nú skylt að sjá um hesta sína, og ábyrgjast að þeir geri ekki usla á annara löndum. að viðlögðum sektum. Taldi fund- uxnin nauðsvnlegt að lönd bæjar- manna væru friðuð alt árið fyrir sauðfénu til þess að gera þeiu, sem vilja, kleyft að stunda hér trjárækt og blómrækt kringum hús sin, sem ekki er aðeins til unaðs og skemt- unar fyrir þá, sem við það fást, heldur og til stór prýði fyrir bæinn i heild sinni, auk þess sem það er mjög þýðingarmikið fyrir skóg- ræktarmálið að æskulýður bæjarins geti alist upp við trjárækt i heima- húsum. Hitt nýmælið, sem á góma bar á fundinum, var um mótorherfi og aðrar líkar jarðvinnuvélar. Eftir tiokkrar umræður urðu þær lyktir á því máli, að tími þótti vera kominn til að leita sem ýtar- legastra upplýsinga um þessi ný- tiskuverkfæri í jarðræktinni. Færi svo að ráðlegt þætti að fá einhver slík verkfæri hingaö til lands, létu ýmsir fundarfnenn í ljósi, að þeir væru því meðmæltir að félagið verði alt að 1000 kr. til slíkra fram- kvæmda, með þvt að einstökum mönmtm væri 'það ofvaxið, en nauðsyn mikil á þvt að málinu væri sint. Stjórn félagsins endurkosin; Einar Helgasön, Eggert Briem, Pétur Hjaltested. Endurskoðend- ur sömuleiðis endurkosnir, þeir Jón Jensson og Sighvatur Bjarna- son. , Mælingamaður jarðabóta út- nefndur af bæjarstjóm samkvæmt tillögu Búnaðarsambands Kjalar- nesþings, Gtsli Þorbjamarson. ÓI-ögrétta). Róstur miklar hafa átt sér stað i kojanámu héraði i Norður Colorado. Hefir herlið verið kall- að út og liafa sprengivélar verið notaðar til matinskemda; yfir 100 manns hafa þegar mist lífið; þar á meðal margar konur og böm. F.r þctta alt út úr verkfalli, sem hepar hefir staðið vfir í R mánuði. Trygging fyrst er liin gullna regla nú*á dögum, og þess vegna ættir þú að skifta við matvörusala.nn, sem læt- ur vörur þínar í EDDY’S ANTICEPTIC brjefpoka Eddy’s pokarnir eru bæði sterkir og heilnæmir. Þeir rifna ekki þegar verst gegnir, svo vörurn- ar hrynji út úr þeim í allar áttir. Áður en þú girðir grasflötinn þinn ætt'irðu aS fðna til okk- ar og láta umboSsmann koma heim til þln og sýna þér allar þær teg- undir sem við röfum. G6S girðing borgar sig betur en flest annaS er þú getur lagt peninga 1: ekki einungis aS það fegri heldur eykur og verSmæti eignarinnar. VerSskrá vor og sýnis bók kostar ekkert. The Manitoba Ancor Fence Co., Ltd. Henry og Beaeon Streets Phone: GaiTy 1362 WINNIPEG Sveitarfélagið á Gimli- Sala fyrir ógreidda skatta, Santkvæint skipun sveitarstjórans í Gimli hreppi, undirritaðri af hon- unt og með innsigli téðrar sveitar 30. Apríl 1914, þar sem mér er falið að innheimta ógreidda skatta af ýmsum landeignum og kostnað, sem það hefir í för með sér, þá leyfi eg mér hér með að kunngjöra, að nema því aö eins að sagðir skattar séu greiddir mun eg selja landeignir þær, sem skattamir eru óborgaöir af, til greiðslu sköttum og kostnaði við innheimtu þeirra, á opinberu uppboði, sem fram fer 17. Júní 1914, klukkan 2 e. h. í sveitarráðs- húsinu á Gimli. LÝSING Sc: Tp. Rg. Ekr. Skuld Kostn. Alls SE qr . . . 32 18 4e 148 $ 60.63 $0.50 $ 61.13 NE qr 22 18 3e 160 46.05 .50 46.55 SW qr ... 23 18 3e 160 45.08 .50 45.58 SE qr . . . 23 18 3e 160 36.61 .50 37.11 SW qr . . . 27 18 3e 160 43.92 .50 44.42 SW qr . .. 10 19 3e 160 40.47 .50 40.97 SW qr . . . 15 19 3e 160 51.91 .50 52.41 SE qr . . . 31 19 3e 160 74.21 .50 74.71 N hf of. NW ar.. . 18 20 4e 80 34.78 .50 35.28 NE qr . .. 31 20 4e 160 61.57 .50 62.07 SE qr . . . 8 21 4e 160 119.87 .50 120.37 NW q . .. 35 20 3e 160 58.12 .50 58.62 SE qr 2 21 3e 160 106.02 .50 106.52 S hf. of S hf. .. . 9 21 4e 124 40.66 .50 41.16 S hf. of S hf. ... 1 21 3e 160 98.95 .50 99.45 LONI BEACH LÝSING Skuld Kostn. Alls Lot 18, block 1, plan 891 . . $17.06 $0.50 $17.56 Lots 2 and 3, block 4, plan 891 . 37.83 .50 38.33 Lots 12, 13, 14 and 15, block 2, plan 1227. .. . . 19.28 .50 19.78 Lot 16, block 2, plan 1227 . 41.48 .50 41.98 Lot 23, block 2, plan 1227 4.49 .50 4.99 Lot 34, block 2, plan 1227 . 5.77 .50 6.27 Lot 20, block 3, plan 1227 6.10 .50 660 Lot 21, block 3, plan 1227 . 8.88 .50 9.38 Lot 23, block 3, plan 1221 8.88 .50 9.38 Lot 4, block 2, plan 1872 . 25.34 •50 25.84 • BOUNDARY PARK LÝSING A Skuld Kostn. AUs Lot 2, block 4, plan 729 .. . $19.77 $0.50 $20.27 Lot 7, block 4, plan 729 .. . 19.66 .50 20.16 Lot 8. block 5, plan 729 .. . 117.14 .50 117.64 Dagsett á Gintli, 9. Maí 1914. E. S. JÓNASSON, Fjármálaritari. I Olöf Sveinsdóttir, Mary Hill, Man. DÁIN 27. OKT. 1913 Alt’ er hljótt; nú hvílir þú í gröf, hjartans móðir! lífs míns bezta gjöf; ;tð eins lifa orðin þín og-verk, endnrminning sigurblíð og sterk. Sé eg enn í anda liðinn dag, æsku minnar sól og gleðihag; þegar fyrst eg bjó við 'barminn þinn, brosið þitt var eini geislinn minn. Hrein sem dögg á dýrri vorsins rós, djúp sem hafið, skær sem morgnns ljós, föst sem bjargið, eilíf, helg og há hjarta þínu lýsti ástin frá. Þú varst trygg, með traust á lífsins sól, trúin gaf þér huggun, frið og skjól; liver, sem þekti þig á tímans braut, þinna hlýju kærleiksverka naut. Börn og vinir blessa æviskeið; björt er minning eftir gengna leið; yfir leiði ljóma verkin þín, íjós er gegnum stríð og söknuð skín. Minning þín er minnar æfi ljós, móðurtrygðin ódauðleikans rós. Þó að gröfin kylji þögult hold, hljómar sálin yfir duft og mold. Fyrir hönd Mrs. S. Sigurðsson, Mary Hill, dóttur hinnar látnu. M. M.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.