Lögberg - 18.06.1914, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ 1914.
Ompuj. 144. Ttmt*, 4 ttfUuitttlu&.
ÚTLENDINGURINN.
SAGA FRA SASKATCHEWAN
eftir
RALPH CONNOR
Það var skamt liðið á morguninn, þegar Jack
Frencli og Brow riðu tipp að Nátthaukagili og ráku
tvo hnakkhesta á undan sér. Sameiginlegur sársauki
yfir fjarveru Kalmans, hafði hnýtt aftur þau bönd,
sem misskilningur og fljótfærni hafði slitið fyrir
heilu ári. Mr. Penny bauð þá velkomna með áköfum
vinalátum. Hann byrjaði jafnskjótt á því að segja
þeim frá því með áhrifamiklun* orðum, hversu voða
hörmungar þau hefðu orðið að þola, og hvílíka
hreysti og harðfengi þau hefðu sýnt á ferðinni 1
hríðinni; hversu Iánsöm þau hefðu verið að hitta
hundana, sem fylgdu þeim til Kalmans og náttstaðar
hans. En French lét sér fátt um finnast; hann hratt
honum til hliðar og hélt rakleitt til Marjore, þar sem
hún stóð steinþegjandi og titrandi; hann tók hana í
faðm sér og hvislaði í eyra henni: “Guði sé lof fyrir
það stúlkukind, að þú ert lifandi.’’
Hún Iagði hendurnar um hálsinn á French og
hvíslaði: “Það var Kalman, Jack; trúðu ekki raus
inu í honum þarna; það var Kalman sem bjargaði
okkur. Ó, Kalman er elskulegur, Jack!”
Og Jack klappaði henni á kinnina og sagöi:
“Það þarf nú ekki að segja mér það, eg þekki hann
betur en nokkur annar.”
“Er það virkilega?” sagði hún og brosti þannig,
að auðséð var að hún efaðist ekki um að hann hefði
rétt aö mæla. “Eg held þú þekkir hann ekki betur
en hverjir aðrir; en, hamingjan góða, hann hefir fót-
brotnað, eða meitt sig eitthvað alvarlega. —Og—og
hann hefir fundið námu, Jack!”
Jack skildi ekki hvað hún átti við, hann horfði
fast i andlit hennar með spyrjandi augum.
Brown var að skoða fótinn á Kalman; þegar hann
var búinn að finna hvað að honum gekk, sagði hann
gremjulega: “Þú ert fótbrotinn; þú hefir þó ekki
gengið svona til reika?”
Kalman svaraði engu.
“Hann gerði það mín vegna — okkar vegna Mr.
Brown. Hann fór út í þetta vonda veður okkar
vegna,” sagði Marjore með djúpri geðshræringu. Er
hann virkilega fótbrotinn ' Ó, Kalman, hvemig
fórstu að þessu ?”
Kalman svaraði engu. Hann var að vakna upp
af draumi. Hún var orðin flevg og fær, og hann
þurfti ekki Iengur að gæta hennar.
“'Hérna er náman hans,” kallaði Marjore, og benti
Jack á svörtu rákina.
“Hver þremillinn,” sagði Mr. Penny. “Og eg
tók ekkert eftir þessu; þú sýndir mér hana ekki.”
En á meðan Kalman og Marjore voru sama sem
ein í hellinum, hafði hugur þeirra annað að starfa en
' fást um námur. Jack French skoðaði svörtu rákina
nákvæmlega, og því lengur og betur sem hann skoð-
aði, þvi meiri geðshræringu komst hann í.
“Heilagur Páll og María! Kalman, fanst þú
þetta ?”
Kalman hneigði höfuðið til samþykkis, eins
og honum stæði rétt á sama. Námur voru honum
einskis virði sem stóð.
“Hvernig fórstu að detta ofan á þetta?”
Kalman sagði honum söguna."
“Hann er hálfdauður af kvölum og hungri,” sagöi
Marjore, með djúpri hluttekningu. “Hann vakti i
alla nótt á meðan við sváfum einsog dauðir drumbar,”
Þegar Jack French heyrði hluttekningarblæinn í
rödd hennar, leit hann á hana rannsakandi augum.
Hún blóðroðnaði alt i einu, og leit á liann þannig að
augun sögðu honum i einlægni hvoð henni bjó innan
brjósts, þott hún tæki það nærri sér vegna feimni.
"Til hvers er að tala um það," sagði hún Ioks-
ins. "Við vorum alveg uppgefin.”
Jack hneigði höfuðið með spekingssvip og hvisl-
aði að Marjore:
“Hann er ekki alveg lánlaus, drengurinn ; sá hef-
ir svei mér dottið ofan í lukkupottinn — tvær námur|
á einni nóttu!”
Roðinn hvarf aftur úr andliti hennar, og hún
fór að skoða gaumgæfilega svörtu rákina í hellis-
hliðinni.
voru heilir tveir dagar af himnaríkissælu, meðan Kal-
man gleymdi öllu öðru en þvi að hún var við hlið
hans; tveir dagar af helvítiskvölum. þegar hann
mundi eftir því, að hann var aðeins umkomulaus út-
lendingur og hún ensk hefðarmær. Eftir tvo daga
kvöddust þau. Marjore kvaddi siöast; hún snéri sér
fyrst að French; hann kysti hana og sagði: “Komdu
aftur stúlka litla.” Þá snéri hún sér að Kalman,
þar sem hann sat á villihestinum sinum, því hann
vildi ekki ganga og láta taka eftir að hann væri
haltur.
* “Vertu sæll, Kalman,” sagði hún og brosti hug-
rekkislega, þótt sjá mætti varir hennar titra. “Eg
skal aldrei gleyma þér né nóttinni, sem við vorum
saman.” Hann tók í hönd hennar og hún hallaði sér
upp að honum og sagði enn fremur:
“Vertu sæll núna, eg ekal ekki gleyma þér.”
Kalman leit beint inn í augu hennar, hélt í hönd-
ina á henni og steinþagði; svo dró hún að sér höndina,
skildi eftir hjá honum brosið, en flutti burtu með sér
saknaðarsvipinn og titringinn á vörunum.
“Eg ætla að fylgja þér svohtið á leið, stúlka mín,”
sagði French og leit á hana, Hún reyndi að brosa
framan í hann, en hún gat það ekki; tárin fyltu
augu hennar. En Jack varð alveg samhliða henni og
gaspraði hitt og annað með galsa og gleðilátum, þang-
að til hún gat brosað aftur.
“Ó, Jack,” sagði hún, “þú ert ágætur, “eg skal
muna þér þetta.” Mr. Penny heyrði ekki til þeirra,
hann var á eftir.
En áður en þau fóru ofan brekkuna, niður að
Nátthaukagili, hevrðu þau hófadyn, og sáu hvar
Kalman kom á eftir þeim.
“Hamingjan góða!” sagði Janet. “Hvað gengur
að drengnum?”
“Eg kom til þess að kveðja,” kallaði hann, og
staönæmdist við hliðina á Marjore. Hesturinn var
ólmur og krafsaði upp jörðina með fótunum.
Hann rétti út höndina, dró hana aö sér og kysti
hana frammi fyrir þeim öllum, kysti hana aftur og í
þriðja skiftið og fjórða sinn. Janett hljóðaði upp
yfir sig og sagði: “Guð i himninum hjálpi okkur,
strákurinn er brjálaður — hann er vitlaus! hann ætl-
ar að klára hana.”
“Þegiðu kerling! gáttu ekki af göflunum,” sagði
faðir Marjore. “Hann bjargaði henni fyrir okkur.”
Þegar Kalman hafði kvatt, reið hann á brott
aftur; hann veifaði hendinni og söng hástöfum ung-
verska ástarsönginn sinn.
"Á meðan fiskur syndir sæ
og sólin kyssir blómgan dal,
þú lif mitt, sál mín — heilan hug
og hjarta mitt þér gevma skal.“
i
♦
Enginn skildi þetta ljóð nema Marjore, en þau
voru öll grafkyr, og eins og steini lostin, meðan hann
var að hverfa þeim, og hlustuðu á söng hans.
Með þrótt í kögglum, þrek í hug
til þrauta bý eg mig.
Þú, ást min, sál mín, lífs míns ljós,
eg lifi’ og dey fyrir þig."
Og þegar hún heyrði ekki sönginn lengur, reið hún
af stað og brosti unaðslega.
XVII KAPÍTULI.
Baráttan um ttámuna.
Veturinn kom snemma, og varð því ekki af jám-
brautarbyggingu þetta árið, en þegar snjór féll, urðu
vegir góðir yfirferðar, og brautarmennirnir notuðu
sér það til greiðari flutninga; þeir settu upp vöru-
stöðvar meðfram veginum til og frá, og fóru að láta
höggva járnbrautarbönd í skóginum. Það var kvikt
og fjörugt á gömlu Edmonton brautinni; þar hafði
aldrei verið eins mikið um dýrðir fyr.
Að því er Kalrnan snerti, þá sinti hann engu
nema námunni, um hana hugsaði hann vakinn og sof-
inn. Hann bollalagði það í vökunni og dreymdi um
það á nóttunni, hvernig hann gæti látið hana hepnast
sem bezt. French og Brown voru nálega eins heilir
og heitir fyrir þessu og Kalman sjálfur. French
tókst á hendur að stofna hlutafélag, til þess að geta
farið að vinna námuna. Hann átti að sjá um að lög-
rita kolasvæðið í bækur stjórnarinnar; hann átti að
útvega fé til starfrækslu námunnar; hann átti að ann-
ast um stofnskrá félagsins, og yfir höfuð að hafa á
hendi allar byrjunarframkvæmdir. Eftir nokkra vikna
bréfaskriftir komust þeir samt að þeirri niðurstöðu,
!að afar erfitt væri að útvega peninga til nokkurra
Eftir fáein augnablik voru þau öll komin á hest- fyrirtækja j Vesturlandinu. French vildi endilega ná
bak, og af stað. Brown re,ð eins hart og hann gat,|; fé með þvi aB veösetja búgart sinn og ajiar eignir
td þess að flytja þessar miklu fréttir til vélastjóra- sinar en Kalman afsagði það með öl]u. Brown
tjaldsins, og láta kalla leitarmennina til baka. hitt fólk-|,eizt heldur ekki á þag. French sá samt að eitthvað
ið reið heim til. þeirra Kalmans, og var Marjore i varð að gera hann gerði þvi samning við járnbraut.
fararbrodd, ogjack við hliðhennar;þautöluðu sam-|arfé]agið um þag að þtvega þyí járnbrautarbönd
an um alla heima og geima og réðu sér tæplega fyrir
gleði, en á eftir þeim var Kalman í þungu skapi og
súr á svip. Það var eins og nýr maður væri að fæð-
ast ', sálu hans, og fæðingarhriðirnar voru auðsjáan-
lega harðar. Hún hafði verið hans aðeins eina stutta
0
nótt. Nú var hún komin út i heiminn aftur og nú
hafði hún horfið honum 'fyrir fult og alt. Hún var
ekki hatns lengur.
Það von, fullir tveir sólarhringar þangað tll sól-
arylur og sunnargola höfðu hjálpast að því að sópa
burt snjónum sem fallið hafði og það voru tveir dag-
ar þangað til Marjore var þess fullviss að hún gæti
Hann fór með hóp m<yina og marga hesta út í skóg
log hafði Mackenzie með sér; þeir voru þar í þrjá
mánuði og unnu eins og þrælar. En alls konar
prangarar og vinsalar höfðu orðið á vegi þeirra, og
þegar til kom, höfðu þeir sama sem ekkert afgangs
kostnaði. Þessi ferð varð þeim til litils liðs fyrir
námufyrirtækiö þeirra.
Það var Kalman og Brown, sem aðallega urðu
að sjá um að koma einhverju i verklega framkvæmd.
Það var ágæt sala fyrir kol meðal Galizíufólksins;
þeir vildu kol miklu heldur en við í leirofnana sína,
sem þeir höfðu til að hita upp með húsin. En þeir
þolað aftur erfiðleika eyðimerkurlifsins, og tveir dag- höfðu mjög lítið af peningum. Kalman fann þess
ar þangað til Janet frænka Marjore hugkvæmdist það|vegna upp á því til að byrja með, að hafa skifti á ;
að þessi ungi útlendingur væri langt of fríður sýnum kolum pg vinnu; láta Galizíufólkið vinna>fyrir sig og í
og of aðlaðandi, til þess að óhætt væri að lata þau borga þvi með kolum. Hver sem vildi vinna tvo daga j
vera í útreiðum saman frá morgni til kvelds. Það i námunni, mátti fá hlass af kolum. Brown þurfti
lika kol fyrir mylnuna sína.
A Vegamótum var ágæt sala fyrir kol, og bréfa-
skifti við járnbrautarfélagið sannfærðt Kalman um
það, að takmarkalaus markaður væri fyrir góð kol.
Kalman komst brátt yfir dálitið af peningum fyrir
kolin. Þessa pæninga notaði hann til þess að borga
nokkrum Galizíumönnum, til þess að búa til náma-
göng eftir fyrirsögn Browns. Þeir trygðu göngin
með stoðum og styttum, bjuggu til spor, og komu öllu
í svo gott lag, að Kalman undraði stórum. Allra
atigu í nýlendunni voru á námunni; Það var tæplega
um annað talað, og fólk fékk smámsaman fyllra og
meira traust á ráðvendni Kalmans.
Brown hafði ofmikið að gera við sitt eigið starf,
til þess að geta gefið sig við námunni svo nokkru
næmi. Þegar margir fóru að vinna, komu öðru hvoru
fyrir slys og veikindi og þess vegna varð hann að
stækka hospítalið sitt einu sinni enn, og það jók störf
og áhyggjur konu hans og hans. Hann var læknirinn
og hún hjúkrunarkonan.
Það var góð uppástunga þegar French kom með
það að biðja Mrs. French að útvega hjúkrunarkonu,
og hún fékk Irmu'til þess að taka við störfum Mrs.
Brown. Irma hafði tveggja ára reynslu við hjúkr-
unarstörf. Irma tók að sér yfirhjúkrunarstarfið og
Mrs. French var henni til aðstoðar i eldhúsinu. Það
var glatt á hjalla þegar þær Irma og Pálína með
bamið sitt, fluttu báðar til Wakota hospítalsins.
Það var ekki eftir ráðum Browns, og jafnvel
ekki samkvæmt vilja hans, að Pálína ákvað að flytja
sig til Wakota nýlendunnar. Hún kom þangað af því
að ekki var hægt að sporna við því. Hún varði öllu
lífi sínu i timönnun fyrir bömin; þeirra vegna vann
hún baki brotnu í eldhúsinu frá morgni til kvelds með
óþreytandi elju og staðfestu, án þess að hugsa um
laun eða endurgjöld.
Brown varð aftur að taka að sér skólann, og nú
var hann ennþá fjölsóttari en áður. Klazowski hafði
fallið dýpra og dýpra í áliti sóknarmanna, fyrir
drykkjuskap og fégirni. Það var þó Kalman, sem
eyddi hinum siðustu áhrifum þessa siðspilta og eigin-
gjarna manns, það var hann sem lagði hrokobyggingu
l ans í rústir. Það var siður prestsins að kalía sam-
an safnaðarmenn til almennrar guðsþjónustu síðdegis
á sunnudögtim i skólahúsinu, sem Brown hafði látið
honum eftir. Klazowski hafði skoðað það eins og
sína eigin eign, vegna þess að það hafði verið bygt af
hans eigin fólki. Að áliðnum vetri var það síðdegis
einn stinnudag að Klazowski eyddi heilli klukkustund
til þess að fordæma þá er andstæðir væru honum
í trúarefnum; var hann þá svo mjög undir áhrifum
áfengis, að fæturnir gátu tæplega borið líkamann og
tungan átti erfitt með að skýra hugsanirnar. Hann
hafði fengið sér drjúgan sopa úr tunnu, sem stóð i
eldhúsinu. Sérstaklega tók hann djúpt í árinni um
vantrúarmanninn og guðleysingjann Brown, og for-
dæmdi öll hans verk og athafnir. Hótaði hann
að setja þá út af sakramentinu, sem hér eftir dirfð-
ust að virða hann viðtals eða hafa nokkuð saman við
hann að sælda. Kvað hann liferni hans vera glæp-
samlegt og alt hans athæfi viðbjóð.
Þetta þoldi söfnuðurinn ekki. Hátt mótmælaóp
dundi við í skólasalnum, en presturinn lét sem hann
heyrði það 'ekki og hélt áfram bölbænum sínum og
formælingum yfir Brown — þessunt óguðlega trú-
leysingja.
Loksins gat Kalrnan ekki setið á sér lengur; hann
stóð upp í sæti sínu, lýsti prestinn opinberlega lygara
í heyranda hljóði og kallaði allan söfnuðinn til vitnis.
“Þið þekkið öll Mr. Brown,” sagði hann; “þið
vitið öll hvers konar maður hann er; og hvernig mað-
ur er hann, þessi svokallaði prestur, sem talar yfir
okkur hér i dag? Þú, Símon Simbolik, hvaða svar
fékst þú af vörum hans, þegar barn þitt lá á líkbörun-
um og þú baðst hann hjálpar?”
“Hann heimtaði af mér $10,” svaraði Símon taf-
arlaust, “og þegar eg sagði honum að eg hefði þá
ekki til, þá bölvaði hann mér og rak mig i burtu.
Meira að segja, Mr. Brown smiðaði fyrir mig líkkist-
una og borgaði fyrir hana, og þáði enga borgun fyrir.
Dóttir mín er í skóla hans og er að læra ensku og
sauma — fagra sauma — og hún verður þar áfram,
hvað sem þessi Klazowski segir eða nokkur annar.”
"Þú Bagarz,” sagði Kalman, “hverju svaraði
presturinn þér þegar börnin þin voru þungt haldin af
skarlatsveiki og þú baðst hann aðstoðar?”
“Hann rak mig út; hann var logandi hræddur.”
“Já" sagði Kalman, “en Mr. Brown kom og tók
börnin og fór með þau á hospítalið sitt og nú eru
þau alfrísk.”
“Já” sagði Bagarz, “og hann vildi enga borgun fyrir
það, en eg borgaði honum með ánægju alt sem eg gat,
og þegar eg get, skal eg borga honum. betur.”
Svona hélt Kalman áfram að spyrja mann eftir
mann, og allir höfðu svipaða sögu að segja. Klaz-
owski átti <fáa kunningja, sem héldu taum hans, en
þeirra gættf ekki, böndin bárust svo greinilega að
honum, að engri vörn varð við komtð.. Þungur
margraddaður óánægju ómur heyrðist í skólasalnum.
"Eg vildi ekki vera þektur fyrir að hafa
Klawoski á mínu heimili,” sagði einn, “ekki einn ein-
asta dag. Það væri of mikil hætta fyrir heimilið.
Eg þarf ekki að segja meira.” Aðrir tóku undir og
létti í ljósi samskonar siðferðis vantraust á Klaz-
owski. Presturinn varð afarreiður; hann barði sam-
an hnefum og formælti og reyndi að bæla niður ó-
viðrisöldur þær sem á móti honum höfðu risið með
illyrðum og skömmum. Þá lét Kalman til sín taka.
Hann mælti hátt með svo hvellri röddu að al-lir
heyrðu, enda varð steinhljóð á augabragði. “Þessi I
maður lofar að byggja okkur kirkju. Hann hefir
verið að safna peningum. Hversu mikla peninga
haldið þtð að hann hafi fengið; eg gaf honum $10,
Mr. French gaf honum $25. o. s. frv.”
“Eg gaf honum $25, og eg gaf honum $10, eg
gaf honum $25, hrópaði hver af ööruirt, og Kalman
lagjöi saman.
“Það eru komnir $200,” sagði Kalntan. “Hefir
nokkur séð hjá honum bækurnar? Veit nokkur hvar
peningarnir eru?”
“Nei, nei,” hrópaði hver í kapp við annan. “Við
skulum grenslast eftir þvi,” sagði hann. “Við erum
engir sauðir, þetta er frjálst land, og við erum
frjálst fólk. Gömlu harðstjórnar- og einveldistím-
amir eru liðnir.” Það glumdi í skólasalnum af sam-
hygðarópum með Kalman. “Við skulum grenslast
eftir þessu,” sögðu menn. “Við skulum útvelja nefnd
til þess að komast eftir hversu mikið fé hefir verið
lagt fram og hvar það er.” Kalman gerði þetta að
tillögu sinni og hún var studd og samþykt. Nefndin
var kosin og henni var falið að ná í allar upplýsingar,
eins fljótt og mögulegt væri.
Næsta dag fanst Klazowski hvergi. Hann hafði
hrist Wakota snjóinn af fótum sér og farið í burtu
með peningana, sem fólkið hafði dregið saman með
súrum sveita; en hann hafði einnig annað meðferðis,
þegar hann fór, það voru bölbænir safnaðarins fyrir
þá ógæfu, sem hann hafði leitt yfir fólkið, og tjónið
sem hann hafði ollað þvt. Aldrei höfðtt veslings íbú-
arnir i Wakota, orðið fyrir öðrum eins vonbrigðum.
Sjálfur bölvaði hann Kalman, sent hann kendi alla ó-
hepni sina með Brown.
Fáum dögum síðar flutti Klazowski langa og
mikla ræðu í kirkju í Winnipeg. Hann lýsti því með
mikilli mælsku, hvilik afreksverk hann hefði gert sem
trúboði í Wakota. Hundruð manna hlustuðu á mál
hans með athygli og aðdáun. Hann lýsti því með
sterkttm orðum hvílikum rangindum og ofsóknum
hann hefði orðið að sæta af völdum hins guðlausa
manns Browns. Mesta áherzluna lagði ltjinn þó á
það, hvilikur voðamaður Kalman væri; hann væri
guðníðingttr, erkisvikari og varmenni. Kvað hann
nafnið Kalmar Kalman, ávalt verða munað á meðal
þjóðar hans með fyrirlitningu og viðbjóði.
Margir urðu eftir þegar messunni var lokið, til
þess að heilsa Klazowski og dáðst að dugnaði hans
og starfsemi, sem trúboða meðal þessa vanþakkláta
fólks.
Enginn var þó eins vingjamlegur við hann og
auðmjúkur eins og Mr. Rosenblatt; með honum fór
presturinn heim til miðdegisverðar; þar fékk hann
duglega í staupinu, og sagði hann alls konar aukasög-
ur frá Wakota; sagði hann frá framtiðarhorfum og
möguleikum, sem mikils verzlunarstaðar; járnbrautar-
byggingar; sagði hann frá hækkun á landverði, bygg-
ingavið; ltann sagði honum alt mögulegt i sambandi
við Kalman, og frá hinni miklu námu, sem hann hefði
fundið.
Allar þessar upplýsingar sagði Rósenblatt verzl-
unarfélaga sínum, Samuel Sprink.
Eftir að þeir félagar höfðtt tekið saman ráð
sín, leitað frekari upplýsinga frá Klazowski og komist
að góðum samningum við járnbrautarfélagið, setti
Sprink sig niður við vegastæðið og verzlaði með karl-
mannaföt, verkamannaáhöld, tóbak og vindlinga, og
aðra nytsama muni til heimilis þarfa. Það var samt
ekki getið um það í hinni gleiðprentuðu auglýsingu,
að meðal þess sem Sprink seldi, væri alls konar áfengi,
sem aðrir en hann sjálfttr gætu bezt borið um að
væri ósvikið. Auglýsingarnar voru sendar inn á livert
heimili og prentaðar á galizíu máli, svo attðveldu að
hvert mannsbarn skildi og svo gyllandi og ginnandi,
sem frekast mátti vera. Það sem Sprink lagði sig
aðallega eftir, var að ná í heimilisréttar lönd, sem
menn, einhverra orsaka vegna, höfðu ekki fullkomnað
á skyldur sínar og orðið að hætta við. Þcgar hann
var að fást við það, komst hann að atriði, sem ltann
skrifaði Rósenblatt félaga sínum, er var í Winnipeg,
að líta eftir verzlun þeirra þar.
Bréfið var á þessa leið:
“rÞú verður að koma tafarlaust; eg hefi afarmik-
ið að gera. Eg hefi komist að því að engin eignar-
beiðni hefir verið send stjórninni fyrir kolanámunni,
sem Kalman hefir fundið, og því er nárnan enn þá
opin hverjum, sem fyrstur verður að biðja um hana.
Ef eg hefði fullkomna lýsingu á eigninni, þá
hefði eg beðið um hana tafarlaust, því máttu trúa.
Flýttu þér þvi og kontdu undir eins; fáðtt löglega lýs-
ingu af landinu í laumi og starfaðu svo meðal Galizíu-
fólksins til þess að ttndirbúa eignaskiftin. Það verð-
ur að undirbúa þetta vel, því það verður heilmikil
mótstaða. Vertu nú ekki lengi að hugsa þig unt að
koma. Þáð er fleira mikilsvert að starfa en þetta,
komdtt því strax — undir eins.”
Það þurfti ekki að herða frekar á Rósenblatt.
Að viku liðinni var hann kominn þang^ð.
Kalman hélt áfram að koma í gang námunni
sinni; hann dreymdi laúga dagdrauma og heillandi tini
það, hvað gera skyldi þegar hann væri orðinn ríkur
námueigandi. Það hafði verið siður hans altaf síðan
Irnta kom út, að vera allan sunnttdaginn hjá henni á
sjúkrahúsinu. Þegar hann fór út í námuna, varð
ltann að fara yfir keklttr og gegn um skógarbelti.
Þáð var erfiður vegur, og fagnaði hann þvi sumrinu,
þegar isinn þiðnaði af Valsá, því hann gat róið á
litlu kænunni hans Browns ofan Saskatchewan ána
og þaðan niður t mynnið á Nátthaukagili, og frá því
var aðeins steinsnar upp í námuna.
Lögberqs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI
Dr.R.L. HURST,
Member of Royal Coll. of S«rgeoaf
Eng., útskrifaður af Royal College oí:
Physicians. London. Sérfræðingut S
brjóst- tauga og kven-sjúkdómum —
Skrifst. 305 Kennedy Bklg, Portajw?
Ave. (á. móti Eaton’s). Tals. M. 8*4.
Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
fslenzkir lógfræOingar,
Skrifstofa:— Room 811 McArthur
Buildiox, Portage Avenue
Áritun: P. O. Box 1050.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
Og
BJÖRN PÁLSSON
YFIRDÓMSLÖGMENN
Annaet Iögf-aeðisstörf á Islandi fyrir
Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og
hús. Spyrjið Lögberg um okkur.
Reykjavik, - lceland
P. O. Box A 41
♦ ♦♦♦♦ ♦
GARLAND & ANDERSON
Arni Anderson E. P. Garlaad
LÖGFRÆÐINGAR
801 Electric Railway Chambera
Phone: Main 1561
Joseph T. Thorson íslenzkur lögfræðingur Aritun: MESSRS. McFADDEN & THORSON 706 McArthur BulUllng Winnlpeg, Man. Phone: M. 2671.
Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Tglbphone garry 320 Office-Tímar: 2 — 3 og 7—8 e. h. Heimili: 776 Victor St. Tklkphone garry 381 Winnipeg, Man.
Dr. O. BJORN&ON ' Office: Cor, Sherbrooke & William 5 Tblephonkigarry 32» Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h Hcimi i: Ste 2 KENWOOD AP'T’a. Maryland Street Tklkphonei garry res Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka áherzlu k a« selja meSöl eftir forskrlptum lækna. Hln beztu meðei, sem hægt er aB fi, eru notuB eingöngu. pegar þér komMf meS forskrtptina til vor, meglB þéw vera vlss um að fá rétt þaB sem Inka- trinn tekur tll. COLCLECGH & CO. Notre Dame Ave. og: Sherbrooke 6t, Phone. Garry 2690 og 2891. Glftlngaleyfisbréf seld.
Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J -Sargent Ave. Telephone ðherbr. 940. ( 10-12 f, m. Office tfmar -j 3-6 e m ( T-9 e! m! — Hkimíli 467 Toronto Street — WINNIPEG telephone Sherbr. 432.
J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave 8t. Suite 313. Tals. main 5302.
Jkdkdkdkdkdkdkdkdkdkdkdk | j Or. Raymond Brown, fe ^ SérfræSingur í augna-eyra-nef- og ? háls-sjúkdómum. |r < 326 Somerset Bldg. £ 4 Talsími 7262 j| Cor. Donald & Portage Ave. p Heima kl. io—12 og 3—5
A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, % sel’ir líkkistur og annast am út,:arir. Allur útbún- aður sá berti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina Ta s. He mili Garry 2161 „ OfTice „ 300 ogr 375
H. J. Pálmason t ^
Chartered
Accountant
807-9 Somerset Bldg. Tals. 273g