Lögberg - 02.07.1914, Side 2

Lögberg - 02.07.1914, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JOLÍ 1914 GREIDID ATKVÆDI YDAR 10. JÚLI MED FRAMSÓKN- • • ARMONNUM OG BETRI STJÚRN Stefnuskrá Framsóknarflokksins 1— Skólaskj'lda. Nauðsynleg kensla í enskri tungu. Auknar fjár- veitingar til skólamála. Næg mentunartækifæri handa liverju barni. Afnám Coldwell’s laganna. 2— Alþýðu atkvæði um lokun drykkjuskálanna (bars). Fækkun vínsluleyfa. Afnám klúbbanna. Að búsettir kjósendur hafi vald til þess að ákveða tölu vínsölulevfa. 4— Bein löggjöf. 3— Jafnrétti kvenna. 5— Ströng lög til þess að útiloka kosningasvik og þesskyns spill- ingu. — óhlutdræg framkvæmd réttvísinnar. 6— Örugg vernd liagsmuna verkamanna. 7— Bætt akuryrkjumál. Aukin praktisk mentun. Endurbætt verzl- unar- og samvinnumál. Tilraun til þess að fá ódýrari pen- inga. Almennings eign sláturhúsa. 8— Góðir vegir í sambandi við sveitarstjórnirnar. 9— Aukning rafmagns, sem framleitt er með vatni. 10— Verndun á afurðum fylkisins fólkinu til handa. 11— Vald sveitanna til þess að ráða sjálfar sköttum sínum. Kjósið þingmannseíni Framsóknar- flokksins. Skólaskylda. Það er hin stærsta velferðarspurning allra sannra borgara Manitoba á þessum tímum. Sérhvert barn á lieimtingu á J>ví að fá góða skólamentun. Og það á að verða lagaskylda foreldranna a sjá um að svo verði. fyrstu skyldu sína—, Ef framsóknarflokkurinn kemst tit valda, telur stjórn lians það (1) —Að koma á hentugu fræðslumála fyrirkomulagi, sem nær jafnt til allra barna í fylkinu. (2) —Að setja skólaskyldulög. (3) —Að fullnægjandi enskukenslu verði komið á í hverjum skóla. Enskan er verzlunarmál fylkisins. Sérhvert barn, sem ekki kann enska tungu, er fatlað í baráttunni fvrir tilverunni í hinum enskumælandi heimi. (4) —Að auka vöxt og viðgang sveitaskólanna með betra eft- irliti og meiri fjárframlögum í þinginu, þannig, að ekki komi minna en 200 dollarar á hvern kennara við sveitaskólana, sem samkvæant fjárveitingu núverandi stjórnar er ekki nema $130.00. Finst þér ekki uppfræðslumál barna þinna snerta þig æði mikið? Þú getur ekki léð þeim flokki atkvæði þitt, sem fer með fræðslu- málaspurninguna eins og einlivern liégóma. Bein löggiöf. Grundvallaratriðið í beinni löggjöf er alþýðuatkvæði — það, að fólki sjálft getur valið eða hafnað’ ákvgðnum lögum. Borgurunum gefst eðlileg og réttmæt hluttaka í tilbúningi laganna sem þeir eiga að lifa undir. í beinni löggjöf kemur þjóðarviljinn í ljós og getur notið sín. 1 staðinn fyrir að ósanngjörn stjórn getur annars dembt yfir fólkið livaða lögum er henni sýnist/ Bein löggjöf er þjóðstjórn. — Roblin segir liún sé skrílstjórn. Bein löggjöf verður vandari, hefir betri festu. Betri og vandaðri stjórn er afleiðing hennar. , Standandi í vegi fvrir öllum framfara hreyfingum, Roblin og flokkur hans hamast á móti beinni löggjöf. Samt greip stjórnarformaðurinn til beinnar löggjafar 1902 til þess að drepa með vínsölubannslög Macdonalds,—þá var gott að bjarga sér með henni. — En nú er annað hljóð í strokknum. Stjórnarformaðurinn, Roblin, segir, að bein löggjöf stríði á móti brezkum reglum og venjum. En alkunnir stjórnmálamenn eins og Hon. A. J. Balfour, Lord Lansdown, Lord Salisbury, telja alþýðuat- kvæði í beinu samræmi við brezkt fyrirkomulag. Hvernig lízt yður á ? Haldið þið að það sé farsælt a eiga alt sitt undir stjórn sem ekki er í meira samræmi vi sjálfa sig, ekki vandaðri að virðingu sinni en Roblinstjórnin? Vernd verkamanna. Hér um bil í hverju einasta áríðandi siiursmáli taka Liberal og verkamannafélögin saman höndum, berjast að sama takmarki —- hafa sömu stefnuskrá. Það liefir enginn stjórnmálaflokkur tekið upp eins alþýðlega stefnuskrá eins og Liberalar berjast nú fyrir. Grundvöllur stefnuskrárinnar er vilji almennings, í þægð fyrir fólkið. Þar er öllum gert jafnt undir höfði. Það gefur fólkinu tæki- færi á beinni löggjöf, þar sem það getur vernflað sig sjálft fyrir yfir- gangi einstakra ribbalda. Hver einstaka grein í stefnuskrá Liberala ætti að fá atkvæði verkaknanna. — Sérhvert undirstöðuatriði í “vernd” vei’kamanna ætti a mæla með sér sjálft, til ykkar iðnaðannenn! Frjálslyndi flokkurinn hefir ætlað sér með áframhaldandi löggjöf að hjálpa og vernda verkamenn og endurbæta nauðsvnleg skilyrði til lífsins. Og semja lög um veitingu á mikilvægum fyrirtækjum héraða og sveita. Og láta þunga refsingu varða við, ef lögunum er ekki framfylgt. Og sjá um að sá, sem hefir stjórnarverk á höndum, borgi verka- mönnum sínum bæði vel og skilvíslega. Að endurbæta, laga og uppbyggja efnahag verkamanna og greiða götu hmálefna þeirra í einu sem öðru. örugg venxd og réttindi skuli gefin hverjum einstaka manni, í hvaða iðnaðargrein sem er. Allar hugsanlegar varúðarreglur skuli notaðar, sem verndað geti heilsu og vellíðan verkamanna. Verkamenn! gefið þeim flokknum atkvæði ykkar, sem berst fvrir hagsmunum alþýðunnar. Stefna núverandi stjómar er í öllu gagnstæð kröfum ykkar, verka- menn. Munið það lO.Júli. f* /x*>• • booir vegir. / llir rnenn kunna að meta góða vegi, og allir sækjast eftir að fá þá. Undir vegunum er heill bændanna komin. Þeir geta komið fram störfum sínum á styttri tíma, flutt afurðir sínar á markaðinn á fljótari og ódýrari hátt. Góðir vegir eru lyftistöng menningarinnar. Illir vegir standa öllum framförum fyrir þrifum. Frjálslyndi flokkurinn hefir alt af staðið á verði um þetta mál sem önnur. Og ef hann kemst til valda, mun hann beita sér af alefli fyrir umbótum á vegamálum, í sambandi vúð beztu menn héraðanna. Roblin stjórnin hefir ausið út fé fyrir brjóstmylkinga sína — gjörsamlega án tillits til þess hvar þörfin var mest. Sláandi dæma þessa var við Gimli-kosningarnar, þegar $93,000 var fleygt í dálítinn vegarspöl. Munið, að þetta var yðar fé, sem þarna var leikið með. Gleymið ekki ákærunum, sem fram koinu undir eið., að þar hafi whisky verið veitt ábáða bóga, og önnur margskonar siðspilling verið liöfð þar í frammi. Bindindi. Núverandí stjórn stendur í nánu sambandi við brennivínsverzl- unina. Hún hefir verið Þrándur í götu allra umbóta í vínsölulöggjöf- inni. Stjórnarformaðurinn verndar beinlínis' Ibrennivínið. Það er augljóst, að náin samvinna er á milli hans og brennivínssalanna. Hinir alræmdu klúbb^y, sem hafa eyðilagt heilsu og lieiður fjölda æskumanna, eru verndaðir með öllum ráðum af stjórninni. Undir eið var ómögulegt að koma fram breytingum í þinginu á þeésu. Hvernig haldið þér að ástandið verði ef svona stjórn situr lengur að völdum? Þér hljótið að greiða atkvæði vðar á móti þessari alræmdu brenni- víns stjórn — sem nú ræður lögum og lofum. KjósicV Þingmannsefni Frjálslyndaflokksins

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.