Lögberg - 13.08.1914, Page 5

Lögberg - 13.08.1914, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGOST 1914. § The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN Fljót afgreiðsla. Abyrgst að kaupendur séu ánægðir Viðtökurnar, sem mættu oss tveimur löndum, sem komum inn í þetta her- bergi, eru sem hér segir: Mr. GuC- jón Ólafsson frá Noröur Dakota, og herbergiö, og var einn skipsmaöur með oss; hann afhenti okkur rúmin, er vér áttum aö hafa; svo tók hann í mig, og sagði eitthvað á ensku máli, sem eg skildi ekki hvað var; þetta endurtók hann hvað eftir annað með töluverðri frekju og mörgum orðum; fMeiraJ THE ALBERT B0D6H SDPPLT CO. BYGGINGAEFNI OG ALLAR VIÐARTEGUNDIR OFFICK: 411 TRIBUNB BUILDING - - PHONE: MAIN 1246 WARK HOUSB: WALLi SRBKT. PHONE: SHBRBROOKE 2665 bar í hægri hendinni krús með löguð- um farva og í hinni hendinni hélt hún á litlum brúsa, með terpintínu í, og nokkrum málara penslum. Þéssi persóna var hún Ásta málari; eg segi ykkur satt, eg stóð rétt eins og glóp- ur á miðri götunni og fór að virða fyrir mér þessa mikilsvirtu stúlku. Það var hrífandi sjón, að sjá kven- mann, sem stundaði slíka iðn, og eins að sjá hið látlausa yfirlæti, er hún hafði. Margar “fínar” “frökenar” mættu henni, og litu til hennar Ástu —málarans víðfræga um Evrópu. — En tillitin voru svona heldur misjöfn. Hún var ekki eins vel búin og þær, •en manngildið, skal það hafa svarað til búningsins þeirra, í samanburði við hana Ástu og búning hennar? Þessu geta þeir bezt svarað, sem líta <ekki niður á vinnulýðinn; hina læt eg liggja kyrra. Það er annars leitt, hvað landar heima líta smáum augum á litamanninn, sé hann fátækur, hvort það er karl eða kona. Mér skilst að Reykvíkingar mættu vera “stoltir” af þvi að kvenmaður úr þeirra bygðar- iagi skuli bera ægishjálm yfir öllum stúlkum íslenzkum í þessari grein og vera komin á listamanna mælikvarða ýmsra landa í Evrópu; en heima, ei minst er á hana, sem sjaldan mun þó vera, þá er hljóðið dauft; ]ieir smella tungunni í góminn og segja: "'Það er hún Ásta’, eins og þetta sé l.lutur, sem ekkert er í varið. En hún er þó fyrsta islenzka stúlkan, sem hefir sýnt list sína á heimsmark- «ði erlendis,—hún Ásta málari, —ís- lenzki kvensnillingurinn. Frá Reykjavík fórum við kl. 6 um kveldið 13. Júní; var komið við i Yestmannaeyjum og staðið þar við í freka tvo tima. Síðan var létt akker- um. Við höfðum logn og þoku að ■öðru hverju alla leið íil Orkr.eyja; ■við ætluðum að sigla gegn um sund- ið á milli eyjanna til þess að sty:.a leið vora, en vegna þess að þokuna syrti þá svo mikið, urðum við að hverfa til baka og fara austur fyrir Eyjarnar; þetta tafði oss um 6 tíma. Yér sigldum fram hjá mörgum skip- um i Norðursjónum; það voru eim- skip og seglskip, smá og stór; sum voru að veiða síld og sum þorsk. Og íim morguninn þann 17. sáum við Skotland, og klukkan 12 á hádegi byrjuðum við að sigla inn Leith- fjörðinn, og um miðdag var lagst á höfninni fyrir framan borgina Leith. Um kvöldið kl. 8 var farið inn í kvi, og fórum við nokkrir landar þá um kveldið langt upp eftir borg- inni; þar er hægt að sjá mörg stór mannvirki; sérstaklega er margt að sjá fyrir þann mann, sem eigi hefir fyrri séð stórborgir. Árla morguns þann 14. urðum við varir við það, að miður frómir Skotar voru farnir að tína upp úr flutningsrúmi skipsins (icstinnij farangur vorn og búnir að •drífa hann að mestu leyti á land og ætluðu að fara að tína ferðaskrínin upp í vagn og keyra af stað. Ekki •er ósvífnin á lágu stigi hjá þessum mönnum, og þetta eru þeir miklu menn, Skotar og Englendingar; ekki gott fyrir ókunnugan mann að þekkja slíka sómadrengi í sundur; en svo mikið er þó víst, að ef íslendingar færu þannig að við þá Englendinga, sem heimsækja Island, þá mundu þeir ■ekki spara að blása að kolunum, sem þeir eru ríkastir af. En þrátt fyrir alla þá góðu mannkosti, sem Bretar hunna að hafa, þá hefði þannig lag- að tiltæki ekki þurft meira en það, að þeir hefðu álitið alla landsins þijóðina þjófa, ef þeim hefði verið :gert slíkt, og mér liggur við að álíta, það einnig, það er a ðsegja í fljótu bragði. Farangur vorn urðum við að vakta eins og fé, sem úlfar sitja um að ráð- ast á, unz ungur piltur kom til okkar og lét fara með flutninginn og oss á eftir til járnbrautarstöðvarinnar og þaðan lögðum vér af stað til Glasgow um kl. 1 eftir hádegi. Margt fagurt bar fyrir augu vor yfir þvert Skotland: skógarnir og akrarnir; þess konar sjón getur ekki annað en orðið hrífandi fyrir hvern þann mann, sem hefir hugmynd um hvað náttúrufegurð er, þegar skrúð- grænir akrar brosa við manni og blómguð tré vagga sér í hressandi hæðagolunni eins og þau séu að heilsa þeim sem fram hjá fara, en þó dálítið reigingsleg, eins og þau vildu segja: “Hér höfum við staðið um aldur og æfi og séð miklu fleiri menn fara eftir þessari braut en þá, sem þú hefir séð.” Þetta virðist vera dá- Htil storkun í fljótu bragði; en mað- ur fyrirgefur gömlu trjánum það, þau eru svo tíguleg. Til Glasgow komum við eftir eins tíma og tuttugu mínútna keyrslu; þar tók aldraður maður á móti oss og vorum við keyrð í vagni eftir borg- inni; en sú upphefð, sem oss var veitt; en húsið sem við vorum keyrð að, það er óhætt að fullyrða, að það er ekki af skárri húsunum í Glasgow, því útliti hússins utan sem innan er ekki hægt að líkja við annað en ill- ræmdustu ópíumholur, sem finnast í þeim borgum, þar sem slíkt er um hönd haft. í þetta sinn stóð svo á, að tæpast var hægt að vera inni í hússkriflinu fyrir reykjarsvælu; or- sökin var eðlileg. En aöferðin, að drífa ferðlúið fólk og það með börn inn í slíkt, var ekki mannúðleg; þarna urðum við að sitja, núandi augim vegna sviða af reyknum—í meir en klukkutíma, og bíða eftir því að við yrðum skoðuð, líkt og kláðafé á sveit- arbæjum. Já, þannig var fyrsti tím- inn, og sátum vér á grjóthörðum trjábekkja skriflum, eða vorum þess á milli að rétta oss upp. Ekkert fengum vér, hvorki vott né þurt, nema það sem við vorum að reyna sjálf til þess að ná í dálítinn vatns-j dropa, svo innifli vor skorþnuðu ekki af reykingunni; nóg var að ytraborð- | ið yrði eins og lax í eldhúsi. Þá kom læknirinn og skoðunin fór fram;! slysalítið stóðust hana allir, og þá fyrst var matur á borð borinn, það erj að segja, ef mat skyldi kalla, og! gamla, íslenzka orðtakið gat átt þar' heima: “Það er ekki alt matur, sem í munninn kemst.” En einhvem veg- inn rifum vér þetta í oss, eg hygg meira af svengd en lyst í þennan góða mat, “Immigrants’ Supper”, sem það kallaði þetta “gutl.” Það hefði orðið hálf lélegt fæðið á þessu stjórn- arhúsi, ef við hefðum ekki verið svo h^ppin, að einn landi var með í för- inni, sem hafði dvalið heima tvö síð- astliðin ár, en átti heima í Ameríku. Hann var búinn að eiga þar heima fjöldamörg ár og talaði enska tungu mæta vel. Þessi göfugi landi ætti stóran heiður skilið fyrir þá miklu og góðu hjálp, er hann sýndi oss, þegar beita átti skepnumeðferð á ó- sjálfbjarga fólki, í þvi að geta ekki talað fyrir sér. Eg kalla það eigi til- I hlýðilegt hjá Canadastjórn, ef hún nefir gefið þær fyrirskipanir, að faraj •neð innflytjendur eins og illkynjuð' skógardýr; og verra væri þó, ef ís- lenzkur maður ætti sæti í slíkri stjórn og gæti haft meðvitund um það að hans eigin landar og blóðbræður væru—ja, það þykir kann ske nokkuð stórt að segja, að þeir væru “pyntað- ir sem markaðsfé; en hverju geng- ur það næst? Ef það væri svo, að íslendingur hefði sæti í stjórn Can- ada, sem eg veit ekkert um, þá hefði einhverp tíma verið sagt, að sælli hefðu þau brjóst verið, sem hann hefði aldrei mylkt; en það getur veriö, að öðrum finnist annað. En eg get ekki álitið, að það sé sam- kvæmt sóma neinnar stjórnar, að hafa eigi þann útbúnað sem sé for- svaranlegur fyrir einn og sérhvem og ekki sízt þegar er um ungbörn að' ræða, eins og átti sér stað í þetta sinnt Þegar átta börn eru komin í einn hóp á mismunandi aldri, þá er ekki vanþörf á að nákvæmni sé höfð og alúðlegt viðmót. En þetta tvent hefir að Hkindum gleymst einhvers- staðar annarsstaðar en þar sem þess þurfti við. Loks kom dagurinn, sem lagt var af stað frá Glasgow, að kvöldi þess 20. Júní. Það var keyrt með oss langan veg að kví, sem skipið lá við. Oss var vísað, er að kvínni kom, inn fyrir grindur í sérstakt hólf, og þar urðum vér að bíða nokkrar mínútur; að því búnu tók hver sitt handkoffort og fór um borð í stórskipið. Við pallinn, sem farið var eftir upp á þilfar skipsins, stóðu tveir læknar og lyftu upp húfum karlmanna og litu í augu þeirra; alt var ‘alríkt . Svo komumst vér! slysalaust undir þilfar með knyppi vor; þar var oss fimm löndum vísað á “kompu” skrifli, er átti að vera heimili vort yfir hafið. Sjaldan hef- ir aumara híbýli sézt að öllum frá- gangi; rúmin voru þau ómerkilegustu sem eg hygg að geti átt sér stað á fiskiskipi, sem illa er útbúið, en ekki á fólksflutningaskipi yfir Atlanzhaf; ekki af því, að það væru öll herberg- in þannig; nei, en þetta var gott fyr- ir íslendingana, þeir eru að sjálf- sögðu slíku vanit;. En það verður ó- vart ekki. Þeir hafa fullkomna smekkvísi fyrir því sem betur má fara, engu síður en aðrar þjóðir. í slendingadagurinn - Þá höfum vér haldið vora íslenzku þjóðhátíð hér í Winnipeg í fjórðung aldar, eða 25 ár. Það er máske óþarfi af mér að fara að rita eða minnast á þessa vora síð- ustu þjóðlegu hátið, því eg geng út frá því sem vísu, að þessa merkilega viðburðar í lífi voru hér verði ræki- lega minst af ritstjórum vorum í blöðum og tímaritum. En jafnframt á alþýðlegu hliðina finst mér engin framhleypni eða skuggi falla á þetta gleðiríka sameignarmál vort Islend- inga, þó eg eða aðrir alþýðumenn standi ofur lítið við um fjórðunga- skifti aldar vorrar og reyni að dæma réttilega um það, hvort vér höfum tapað eða grætt í alíslenzkum þjóðernislegum skilningi á þessum minningardegi, þessari vorri þjóðhá- tíð. Það er þá fyrst, að, eins og eg rit- aði um fyrir meir en ári síðan, þegar þessi heiðraða nefnd, sem hefir stýrt og stjórnað þessari þjóðhátíð í' tvö skifti, tók að sér málið, þá var eg í fylsta máta sannfærður um, og lét þá skoðun í ljósi, að þjóðminningar- degi vorum væri borgið. Sú spá mín hefir heiðarlega ræzt. Það sýndi há- tíðarhald vort í fyrra, og því betur nú í þetta skifti. Það var engin dul- speki eða spámannleg vizka, sem réði hjá mér, því hvorugt á eg til. En eg sá strax í hendi minni, það sem hver einasti maður hefir Hka séð og hlýt- ur að sjá, að því að eins er hverju framtíðarmáli voru borgið, að ungu, efnilegu áhugamennirnir með eldfjör og áræði, þrek og hreysti, taki þau á ajma sína og gerist forvígismenn. Eg álasa hvorki einum eða neinum af vorum fyrirliðum, sem höfðu mál- ið með höndum áður og voru á síð- ustu árum að missa alt líf og yndi og þjóðmenningarþroska úr Islendinga- degi voum. Hjörtu þeira slóu og slá enn með engu minni áhuga fyrir þjóðarrækt og þjóðarmetnaði vorum, fyrir öllu því sem er heiður og virð- ing að halda í sem þjóðareinkenni. En það er þetta, sem allir skilja. Vér, sem orðnir erum gamlir og þreyttir, getum ekki farið í kapp- hlaup við ungu mennina. Og annað, vér getum nú eigi fyllilega skilið eða náð hjartanlegum tökum á Hfi og til- finningum unga fólksins. Það eru einmitt þeir ungu og efnilegu ágæt- ismenn, sem geta náð saman og bundið bróðurböndum yngri kynslóð- ina, bæði í voru þjóðernislega hátíða- haldi og öðrum velferðar og áhuga- málum. Eg held, að allir samþykki það með mér, að þetta vort síðasta há- tíðarhald hafi verið það ánægjuleg- asta og tilkomumesta, sem nokkru sinni hefir átt sér stað meðal vor. Og líklega ekki slíkur dagur til í sögu islenzku þjóðarinnar, að undantek- inni þjóðhátíð íslendinga á Þingvelli við Oxará árið 1874. Það var í einu| orði oss öllum til stórsóma og niigj langar til að segja stórgróða. Því Jjótt að eins sé litið til höfuðþjóðar- J innar, sem vér erum hluti af og eruml að renna saman við, þá er það gróði j vor að geta sér frægan orðstýr meðal j hennar fyrir þjóðernislega listfengi og myndarlega framkomu í hvívetna, eins og nú átti sér stað. Og á bak við þetta stendur, eða sjáanlega upp af þessu getur sprottið stór gróð.i fyrir vora þjóðernislegu frægð, þar sem glímur og aðrar íþróttir snertir. Því ekkert er líklegra, en þessi í- þróttalöngun og íþrótta kapp, sem vakið hefir verið upp meðal ungu mannanna, verði til þess að fram- leiða heimsfræga menn úr þjóðflokki vorum. Þessi vor heiðraða nefnd, sem sá um alt og réði öllu hátíðarhaldinu, á einróma alúðarfylstu þakkir skilið fyrir alla sína stjórn og allan sinn mikla myndarskap við þetta tækifæri. Þetta er mannval, sem saman stend- ur af tólf mönnum, sem rná gull- hamralaust segja um að eru ágætlega vel gefnir til sálar og líkama, og hafa tekið með eldfjöri og brennandi á- huga að sér að vinna þjóð vorri heið- ur og metnað; þeim verður aldrei fullþakkað það. Slíkt er þeim öllutn til stórsóma. Og þessu sínu um- fangsmikla starfi hafa þeir skift niður i deildir sín á meðal, og allir leystu sín hlutverk og umsjón af hendi með snild og skörungskap. öllu var nú svo vel til hagað, að hver og einn af þessum mikla mannfjölda gat séð úr sæti sínu allar íþróttir, sem fram fóru, og var slikt mun þægilegra en áður hefir átt sér stað. Það var nú tvent í skemtiskránni, sem áður hefir aldrei verið, en allir dáðust að: Glímuflokkurinn og söngflokkurinn. Stúkurnar Hekla og Skuld eiga þar heiður og þökk skilið fyrir að hafa stuðlað að myndun glímuflokksins og lagt fé og liúsrúm til að geta haldið uppi stöðugum æf- ingum síðastliðið ár, eftir að Guð- mundur Sigurjónsson glímukappi kom að heiman hingað til vor, sem hefir með mestu lipurð og ástundun verið kennari flokksins, og kom nú, sér og oss öllum til mestu sæmdar og ánægju, fram á leiksviðið með tólf vel æfða, fallega og hrausta unga menn, sem glímdu sleitulaust bæði vel og lengi. Hver einasti áhorfandi hafði mesta yndi af að horfa á fimu I HAFÍSNUM. Hvort hefir þú vin okkar hafísinn séð, er ’ann hraðar að landi för og tungunni hvítri og tönnunum með hann treður á foldar vör? Er hann fyllir fjörð, ryðst um flúð og börð og fellir sig strönd af strönd, svo hver aldan deyr og hver þagnar þeyr, er þaut yfir grænkandi lönd. Eða hefir þú lent í hafísnum þá við Horn eða Langanes, og skoðað og heyrt hann skipsþiljum frá, er hann skraf sitt við rastirnar les? Ei er háreysti neitt, en það hljóð þó leitt er hann hrönglast við byrðings skurn, meðan breiðan köld. leggur skjöld við skjöld, en skrúfar þó turn við turn. Sem óvígur floti með öfug segl er ömurlegt hafjaka-þing, og ísnála-þoka með haglskýja-hregl er hervörður alt í kring. Glórir glæta köld niðr’í glufufjöld, eins og Glámsaugu stari þar kyr. En um nökkva súð er æ napurt gnúð eins og nárakkinn klóri á dyr. Þeir höfðu dvalið í dægur fimm við dauðann í risaleik, en nóttin ekki gat orðið dimm heldur að eins vofubleik. Hvar sem grisjaði’ í skarð eða glufa varð var gufuknerrinum beitt. En hvert Hfvænt bil gerði skammvinn skil og skipið komst ekki neitt. í þokunni grúfir sig þögul Hel um þrúðugar ísjaka-gjár, og þéttar og þéttar að skips-súðar skel treðst skarjaka-múgurinn flár, neraur byrðings borð eins og bryggja’ að storð liggi beint upp á endalaust torg. En úr ísjaka þröng yfir alhvíta spöng rís einstöku háturnuð borg. Það hafði þrívegis hepnast drótt að hefta lekann á knör. Eftir drengilegt strit bæði dag og nótt loks dvínað var táp og fjör. — Nú var skipshöfnin þreytt z gat ei skeytt um neitt — nema skipstjórinn. Hann stóð enn eins og fyrstu stund — hafði’ ei blundað blund en brosandi hrest sína menn. Við stjórnvölinn einn stóð hann bjartur og beinn og beið hverrar glufu á hrönn. Þá verðirnir dottuðu vakti hann einn og varðist nárakkans tönn. Bæði dag og nótt taldi’ í deiga þrótt: “Ef við dugum, næst opið haf.” Og hans örmagna lið hélt von-gneista við er hann vonglaður skipanir gaf. i Þá eitt sinn, er skipið var skrúfað þétt í skrúðhvítum, grænbryddum ís, hann stýrimanni lét stjórnvölinn rétt og stökk út á ísinn. Þar rís rétt við byrðingsborð eins og bjarg á storð eirrn borgarjaki. Hann kleif upp með sjóngler i hönd, hvarf við sjónarrönd þar er súldin um jakatind dreif. En rétt eftir kuldaleg sægola sveif um svellkaldan ísjakaheim, og þokuna burtu hún bráðlega reif svo bláheiðan rofaði’ í geim. — Hátt á hafjakatind bar við himinlind þann er hafskipsins ábyrgð bar. Hann stóð uppi þar einn meðan andvarinn hreinn gaf útsýn um helkreptan ma ,r Hann kallar, hann bendir—hann bandar með hönd. Hann býður: Stýrið : NorS-vest! Því er hlýtt og menn sjá: Þar er svolítil rönd af sæbláma. Önnur ei sést. Og þar opnast bil. Eins og ógna gil stendur isinn á hliðar tvær. Kringum stappar ís. — Bakvið stormur ris. — Fyrir stafni er opinn sær I Á skipinu fyrst heyrist fagnaðaróp, því að fjörgjöfin blasir nú við. En brátt slær i þögn.. Svo hljóma við hróp frá hásetum: “Nei, höfum bið! enn oss vantar hann, er oss hjálpa vann þegar helstrið vor allra beið, sem um dag og nótt gaf oss deigum þrótt _ og í dag loks fann þessa leið.” En hátt á jakanum stjórnarinn stóð, og hann stýrði með hönd sinni enn. “Fram, hlýðið mér” sagði’ hún. Með hugklökkum móð þeir hlýddu, hans sjóvönu menn. Eftir augnablik lukti aldan kvik ........... fyrir aftan með nýrri spöng. Jakinn hái hvarf. — v Nóg var hvers eins starf, og sú heimför var döpur og ströng. Og isinn rak suður í heitari höf með hann, er þar sigrandi dó; og hafið, sem einnig bjó hafísnum gröf, að hjarta sér þrekmennið dró. En þeir hásetar hans báru heim til lands um hetjunnar sjálfstjórn vott. — — Yfir sólroðinn sæ bar sumarsins blæ 9 og það sumar varð hlýtt og gott. Öllum hafís verri er hjartans ís, í er heltekur skyldunnar þor. Ef grípur hann þjóð, þá er glötunin vis, þá gagnar ei sól né vor. En sá heiti blær sem til hjartans nær frá hetjanna fórnarstól bræðir andans ís. Þaðan aftur rís fyrir ókomna tíma sól. H. H. —Skírnir. fangbrögðin þessara efnilegu manna. Og enginn mun vera sá til, sem ekki vildi einlæglega óska þesss, að þessi fræga, gamla, íslenzka íþrótt, sem upp hefir verið vakin meðal vor, gæti lifað sem lengst og náð sem mestum frægðarþroska. — Hugsið til þess, ungu, efnilegu menn, að á meðan þér eigið kost á jafn ágætum kennara sem Guðmundur Sigurjónsson er, þá leggið ekki árar í bát. Hitt fagra og tilkomumikla stykkið á prógraminu var islenzki söngflokk- urinn undir stjórn herra Brynjólfs Þorlákssonar. Ekki veit eg, hvað margir voru í flokknum, sjálfsagt 100 eða fleiri. Það var sönn ánægja að hlusta á vora góðu ættjarðarsöngva og fögru lög sungin undir stjórn og kenslu þessa fræga mannns. Og aldrei held eg að hér hjá oss hafi verið sungið jafn rétt og vel lofsöng- urinn þjóðfrægi eftir Mattías: “Ó guð vors lands!” Herra B. Þorláks- son á beztu þökk frá öllum fyrir alúð sína og fyrirhöfn alla til að geta komið þessari miklu skemtun í fram- kvæmd á hátíðisdegi vorum. Á ræðurnar, sem fluttar voru, minnist eg sama sem ekkert, því eg veit að þær verða allar bi’rtar í blöð- um vorum. Þess eins skal getið, að eg heyrði hvert einasta orð þeirra. Þar var óvanalega mikil kyrð á fólk- inu, þvi líkast, að mér virtist, að eng- inn vildi fara á mis við eða missa eitt einasta orð af því, sem þessir frægu ræðumenn höfðu að segja. Það var hver ræðan annari betri. Hjartans- mál, alvörumál, laust við alt tildur og glamranda. Einn stór gróði þessa dags var að geta haft Prófessor séra Jón Helgason á ræðupallinum. Hann sagði að fyrir þenna stutta tíma sem hann hefði hér getað kynst löndum sínum i bæjum og bygðum og ástæð- um þeirra, þá liti hann nú með alt öðrum augum á Vesturheim en áður hefði verið, og sér þætti nú hálfu- vænna uin þá og landið, sem hefði blessað starf og orku þeirra, en áður hefði verið. Og eg tek undir með forseta dagsins, Tómasi lögmanni Jónssyni, og segi eins og hann sagði Komizt átram. metS þvt að ganga á Success Business College á Portage Ave. og Edmonton St., eða aukaskólana t Regina, Weyburn, Moose Jaw, Calgary, Lethbrdge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouv- er. Nálega allir íslendlngar í Vestur Canada, sem stúdéra upp á verzlunarveginn, ganga á Success Buslness College. Oss þykir mikið til þeirra koma, þeir eru góCir námsmenn. SendiS strax eftir skólaskýrslu til skólastjóra, F. G. GARBUTT. President D. F. FERGUSON, Prlncípal. að endaðri þeirri ræðu: Oss þykir öllum hálfu vænna um Prófessor Helgason fyrir að hafa átt kost á að kynnast honum ofur lítið, en oss þótti áður. Gróðinn er þessi: Þegar merkir menn koma og sjá með eigin augum, það fyrirbyggir allan mis- skilning, það er einn hjartaþráður- inn í “brúnni yfir hafið.” Kvœðin.— Stórskáldið Stephan G. Stephansson er með tvö erindi, sem kölluð eru Minni íslands. Fegurðin, blíðan og hjartans tilfinningar hafa aldrei átt háan sess í öndvegi skáld- listarinnar og hugsjónanna hjá þeim fræga manni. Samt hefi eg einlægt haldið því fram, og nokkrum sinnum áþreifanlega fundið, að þegar skáld- ið stendur í andl. skilningi augliti til I auglitis við gömlu ættjörðina og merkustu og helgustu endurminning-1 ar þaðan, að þá væri þó hjarta til í j Stepháni, og það á réttum stað i vanalegri merkingu. Og skáldið þá j miklu Iíkara menskum manni en tröll- j karli með kartöflunef, í grjóthörðum! skinnstakki. En hvað skal nú segja?: Alt er svo kalt og steinrunnið, að ef i ekki hefði skotið upp geislabrotum í niðurlagi síðara versins, þessu: Oss fins. tnærri gæfa að verða að gista Gadds og vetrarlönd og sífelt því Eiga sælu sumardagsins fyrsta Sólskins næmum tilfinningpim í, þá hefði eg haldið því fram, að nú væri skáldið komið svo langt út úr mannheiminum inn í Surtshelli Klettafjallanna, að aldrei framar hesyrðist ómur skáldraddarinnar í ljúfri líkingpt en þessari: “Dumbar kongur deyddi tröll, drjúgpim jötna lamdi.” Skáldið Guðmundur Guðmundsson seadi oss kvæði: Minni Vestur-ís- lendinga. Það er óþarft af mér að fara að skýra bróður- og systur-mál, sem hann flytur oss með sinni einlægu ást og blíðu og fegurð, áem honum er lagin; kvæðið skýrir sig sjálft, því engir spekingar eða sprenglærðir prófessorar þurfa að brjóta hýðið ut- an af kjarnanum, sem Guðm. skáld gefur og sendir þjóð sinni. Og svona kveður hann okkur: Úr íslands blómum knýti ég yður krans, og koss frá mömmu í ljóðblæ sendi’ ég yður.” Kæra þökk fyrir kveðjuna og kvæð- ið altð Guðmundur skáld. Eg þekki Vestur-íslendinga svo vel, að hver einasti maður og kona hér mundi taka hlýtt í hönd þína, og gera þér stund- lrnar ánægjulegar ef gæfa og kring- umstæður gætu leyft þér að heim- sækja oss. En ekki einasta fyrir þessi bróðurmál, heldur fyrir öll þín fögru kvæði og frábæru rímsnild. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson á hér líka kvæði við þetta tækifæri—Vest- ur-íslendingar. Það byrjar svona: “Hér er komið hér er áð, hér er numið land sem forðum.” Þetta er ágætis kvæði. Það er reglu- legt þjóðkvæði fyrir oss hér vestra, Vinna fyrir 60 menn Sextlu manns geta fengiC aCgang aC læra rakaraiCn undir eins. Tll þess aC verCa fullnuma þarf aC eins 8 vikur. Ahöld ókeypis og kaup borgaC meCan veriC er aC læra. Nem- endur fá staCi aC enduCu náml fyrir |15 til $20 A viku. Vér höfum hundr- uC af stöCum þar sem þér getiC byrj- aC á eigin reikning. Eftlrspum eftir rökumni er æfinlega niikil. SkrlfiC eftir ókeypis lista eCa komiC ef þér eigiC hægt meS. Til þess aC verCa góCir rakarar verCiC þér aC skrifast út frá Alþjóða rakarafélaglnu. International Barber College Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St„ Winnipeg. 1000 manna, sem oröið hafa heilsulitlir, hafa haft stór- mikið gagn af hófsamlegri brúkun á DREWRYS Reúwood Lapr Hreinasta malt-tonic Æfinlega eins á bragð ið og jafn góður. REYNIÐ ÞAÐ J. J. BILDFELL FA»TEIQNA8ALI Room 520 Union Bark - TEL. 2985 Selur hús og lóöir og aanast alt þar aOlútandi. Peningalán Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Korni Toronto Phone Oarry 2088 og Notre Dame HeimlUs Qarry 800 Thorsteinsson Bros. & Co. Byggj a hús. Selja lóðir. Útvefa lán og eldsábyrgð. Fónn: M. 2602. 815 Somerset Bidg Uelmnf : G .736. Winnipeg, Maa. Þetiía erum vér The Coast Lumber Yards, Ltd. 185 Lombard St. Phone Main 765 prjú “yards” J. J. Swanson & Co. Verzla með (aeteignir. Sjá um leigu á húaum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 ALBEBTA BL0CK. Portage & Carry Phone Maln 2597 og ætti að vera lifandi mál á allra vörum, eins og gömlu kæru fóstur- jarðarkvæðin vor. Það hefir það til síns ágætis, að vera hrein og heil- brigð hvöt til alls sem bezt má fara i andlegum og verklegpim skilningi fyrir oss. Og má syngja sem minni fyrir hverju einasta þörfu og þjóð- legu fyrirtæki sem Vestur-íslending- ar þurfa að taka höndum saman um til að koma í framkvæmd. Svo að endingu. Heiður og þökk tiF nefndarinnar og allra, sem að því studdu að gera þessa 25. þjóðhátíð vora svona framúrskarandi myndar- lega og góða. Það var einn minn á- nægjulegasti dagur. Lárus Guðmundsson. Níu menn úr Alþjóðafélagi verkamanna, reyndu að halda fund í Tarrytown, N. Y., í maímán- uði, í því skyni að koma fram sök á hendur J. D. Rockefdler hinum yngra, fyrir blóðsúthetlingar þær. sem áttu sér stað í námunum í Colorado. Fundurinn var ónýttur og mennimir kærðir fyrir sam- særi; hefir dómur fallið í málinu og eru sex þeirra dæmdir í tveggja mánaða fangelsi. Afarmikil flóð og vatnavextir hafa verið 1 héraðinu Kwanting í Kína. Þar er einnig bjargarskort- ur og hungurdauði. 112,000 hest- ar hafa druknaö í flóðunum og 2.000,000 manna er sagt að líði fyrir þetta. 3,300 manns hafa druknað.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.