Lögberg - 10.09.1914, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. SEPTEMBER 1914
5
The Empire Sash & Door Co.
Limited
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN
Fljót afgreiðsla.
Abyrgst að kaupendur séu ánægðir
KOL og VIDUR
ALBERT GOUGH SUPPLY CO.
Skjót afgreiðsla. Lægsta verð.
41 1 Triburte
Buildine
TALSIMI:
M. 1246
fyrir því aö vér settum skilyrðiö
áöurnefnda, aö næstum allir þeir
sem á hælinu yröu teldust lútersk-
ir menn. Þess vegna bæri oss með
réttu andleg umsjón meö þvi fólki.
Buöum vér jió um leiö, að væri á
hælinu einstaklingar, er yfirgefið
heföu kirkju vora og aðhylst aöra
lifskoðun, t. d. Unítaratrú, þá
skyldi klerkum og fólki þess flokks,
er sá maður lieyröi til, heimilt
hvenær sem væri, að koma og upp-
byggja þann mann í trúarefnum,
eftir því sem þeim þætti við eiga,
en þó einslega og án þess aö boða
öðrum trú sína um leið. Getur
mér ekki annað sýnst, en að vér
gengjum þarna eins langt i tilslök-
unaráttina og framast mátti verða.
Ef vér hefðum viljað vera strang-
ir upp á réttinn, þá befðum vér átt
að heimta, að fá gamla Unítarann
þarna í hælinu til baka og þá
banna að Unítarar fengi að heim-
sækja hann og halda honum við í
þeirra trú. Það er æði mikill
munur á að stela hesti eða að ná
stolnum hesti til baka. Menn
biðja vanalega ekki um leyfi til að j
mega taka hestinn sem frá þeim
hefir verið stolið. Menn bara
taka hann ef þeir geta. Sá sem
stal rná þakka fyrir ef hann
sleppur við hegningu. Gamli
Unítarinn i hælinu hafði áður ver-
ið lúterskur maður, en svo náðu
Unitarar í liann og telja hann sína
eign. Með öðrum orðum:
Unitarar höfðu stolið hestinum
frá oss, og það er svo langt frá að
vér göngum hart að þeim að skila
hestinum til baka, heldur segjum .
vér blátt áfram, að þeir megi hafa
og eiga hestinn sem þeir stálu, að-
eins setjum vér þeim þann kost, að
stela ekki fleiri hestum frá oss! —
Svo þegar vinum vorum, Unítör-
urn, var boðið að hafa andlega um-
sjón yfir sínu eigin fólki í Gamal-
mennahælinu, en öðru ekki, þá er
móti ekki einasta fá að boða sína
trú sínu fólki þar á stofnaninni,
heldur öllum öðrum þar líka. Get
eg ekki betur séð en trúboðsákafi
þeirra væri miklu meiri en vor,
ef rétt er álitið.
EFramh.
Jóhann Bjarnason.
Dr. Jón sál. Bjarnason
og skóli kirkjufélagsins.
Með djúpri virðingu kannast ís-
lendingar við það, að hinn látni for-
ingi vors lúterska kirkjufélags, hafi
verið faðir skólaniálsins hjá oss. Það
sýndi kirkjufélagið á síðasta þingi
þess með því að láta skólann bera
nafn Dr. Jóns Bjarnasonar. Skóla-
málið var eitt fyrsta mál hans í
kirkjufélaginu, það var honum hjart-
fólgið mál meðan hann lifði og á
síðasta þingi, sem haldið var meðan
hann lifði, hjálpaði hann til að leggja
grundvöll ]>eirrar stofnunar, sem nú
er kornin á fót.
Árið 1890 var samþykt að byrja
þennan skóla með kensiu í Winnipeg
undir umsjón séra Jóns, og hefði það
oröið að framkvæmd ef hann hefði
ekki veikst. En þegar vér athugum
þetta og margt annað, sem tengdi
hann við skólamálið, ætti oss að vera
sérstaklega hugnæmt að lesa það sem
hann ritaði fyrst um málið. Það var
i Ágúst-blaði Sameiningarinnar 1890.
Mönnum til fróðleiks og ánægju setj-
um vér hér byrjunar-kafla og niður-
lagsorð þeirrar ritgerðar, svo hljóð-
“Kirkjuþingið þetta síðasta, steig
eitt stór-spor í áttina til framfara
þjóðflokks vors hér í landi, er það
tók ályktunina um að koma hið bráð-
asta upp hér í Winnipeg ofurlítilli
mentastofnun fyrir íslenzk ungmenni.
Nauðsyn þessa fyrirtækis Hggur
svo langt frá að verið væri að bera 1 vafalaust öllum hiuum skynsamara
þeirra rétt fyrir borð, heldur var j hluta fólks vors svo 1 au?um uPPb að
þeim fengið alt þaö í hendur er hun l)arf víst alls enSrar sönnunar
þeim bar. Að hafa umsjón með
sínu eigin fólki var alt og sumt
því móti gat maður náð samvinnu
með þeim í þesstt nauðsynjamáli,
að öðrurn kosti ekki. Get eg ekki
með nokkru móti séð, að samvinn-
an strandaði á trúboðsákafa af
vorri hálfu, heldur alveg hið gagn-
stæða. Vér ætluðum að gera oss
ánægða með að boða þvi fólki í
stofnaninni evangeliskan kristin-
dóm. sem enn héldi viö trú sína,
en gefa öðrum eftir þó er frá hefðu
horfið og aðhylst annarlegan boð-
skap. Unitaramir vildu aftur
við. Vér þurfum á sérstakri íslenzkri
mentastofnan hér í landi að halda,
sem þeir gátu réttilega krafist. sv0 framarle^ sem vér sem þjóð-
Það átti að veita þeim, en með þaö ,flokkur ut af fyrir oss ei?um 1 ó'
voru þeir ekki ánægöir. Ekkert j kominni tlð að &eta að nokkru Sert
rninna en trúboð meðal allra íbúa osf /ll<lanð' ' hérlendu þjóðlíf..
hælisins gat gert þá ánægða. Með , . ,?vo . framarleSa «em islen"ku
þjoðerm fylgir nokkuð það, er þessa
lands þjóðlíf getur eitthvað haft gott
af og þarafleiðanda sé vert að varð
veita af iandnemunum íslenzku hér
og niðjum þeirra, svo framarlega sem
.nokkuð er í íslenzkum bókmentum,
sem hér í landi er nokkuð gefanda
fyrir, svo framarlega sem vér í and
legu tilliti stöndum ofar en hver önn-
ur villiþjóð sem er, þá hlýtur öllum
að koma saman um það, að eitthvað
verður að gera til þess, að þessi beztu
andlegu einkenni vor geti fylgt þeirri
kynslóð íslendinga. sem hér er að
vaxa upp í hinu nýja landi, út í lífið.
Og til þess að það geti orðið, þurf-
um vér endilega á sérstakri íslenzkri
skólastofnan að halda, skólastofnan,
er safnað geti að sér nokkrum hópi
vorra efnilegustu og námfúsustu ung-
menna.
"Og skólinn á bæði óbeinlínis og
beinlinis að geta orðið máttarstólpi
undir kirkjufélagsskap vorum. Kirkj-
an vor sem lútersk kirkja getur ekki
annað en lagt ákaflega mikla á-
herzlu á mentan fólks vors. Hún
verðskuldar ekki að bera hið lúterska
nafn, ef hún ekki gerði alvöru af
því að eignast sína eigin menta-
stofnan ; — fyrst vísirinn náttúrlega,
svo berið. Þeir sem vakanda auga
hafa fyrir andlegum þörfum þjóð-
flokks vors, gleyma því, vonum vér,
ekki, að leggja þetta skólamál á hjarta
almennings víðsvegar út um bygðir
íslendinga i þessu landi.
Menn verða nú endilega að gera
þetta að brennnandi spursmáli i öll-
um söfnuðum voruni.”
Þannig talaði hann, sem nú með
nafni sínu, þótt hann sé frá oss far-
inn, varpar ljóma yfir skóla vorn.
Vér, Vestur-lslendingar, heiðrum
minning hans með því, að gefa gattm
að orðum hans!
Látið nú inngöngu-beiðnir streyma
að skólanum úr öllum áttum.
Winnipeg, 8. Sept. 1914.
R. MARTEINSSON.,
493 Lipton St.
Frá Íslandi.
Reykjavík, 12. Agúst 1914.
William Paton Ker, prófessbr í
enskum bókmentum við Lundúnahá-
skóla, kont hingað með Vestu og fer
austur í Árnessýslu í dag. Prófessor
Ker hefir um langan tíma lagt stund
á íslenzku og talar hana vel. Hann
er höfundur að tveim bókum “The
Dark Ages" og “Epic and Romance”
og er i þeim mikið um forn-íslenzkar
bókmentir. í hinni síðartöldu er
mjög mikið um íslenzku fornsögurn-
ar, og er sá kafli bæði skemtilegur og
frumlegur. Auk þess hefir hann
skrifað greinar um Sturlu lögmann
Þórðarson, Guðntund biskup góða,
Jón Arason o. fl. Hann hefir kostað
hina nýju útgáfu af þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonar af Odysseifs-
kviðu, sem kom út í hitt eð fyrra.
Heiðursmerki. 21. f.tn. fékk land-
ritari Klemens Jónsson konnnandör-
kross dbr. orðunnar af 2. fl.
Sama dag fengu skrifstofustjórar
stjórnarráðsins Indriði Einarsson og
Jón Hermannsson riddarakross dbr.
orðunnar.
J. . Aasberg skipstjóri á Botníu
vafð sama dag dannebrogsmaður.
Grasvöxtur er nú orðinn nteiri en
í meðallagi austan fjalls, og yfirleitt
mun hann allgóður víðast hvar utn
land. En jturkar hafa verið vand-
gæfir hér syðra, þangaö til nú síðustu
dagana.
Settur sýslumaður i Skaftafells-
sýslu er Sigurjón Markússon lög-
fræðingur. Fer hann austur að loknu
[tingi ásamt ráðherra, er þá skilar af
sér sýslunni.
Vísir segir þá frétt í gærkvöldi, að
farist hafi í gær vélarbáturinn Guð-
ríður frá Isafirði, hafi rekist á sker
fyrir utan Skagaströnd og sokkið, en
skipshöfn verið bjargað.
Til Stokkseyrar kom nú rétt fyrir
helgina selgskip frá Bergen hlaðið
salti. Það fór frá Noregi rétt í- því
að stríðið var að byrja.
Það er sagt, að eftir síðustu frétt-
um að utan, að hveiti sé mjög dýrt,
rúgmjöl einnig í töluvert hærra verði
en áður; aftur hafi surnar kornteg-
undir ekki stigið, t.d. hrísgrjón.
og kaffi sé jafnvel lægra í verði en
veriö hafi aö undanförnu.
Stjórnarráðið fékk í fyrrakveld
símskeyti frá skrifstofu sinni í Khöfn
er segir, að Ingólfur fari þaðan til
Norðurlandsins og Austurlandsins
14. þ.m. og aö Samein. gufuskipafé-
lagið sendi skip beint til Reykjavíkur
16. þ.m.
Frá Akureyri hefir frézt, að auk
þess sé ferðbúið skip til verzlana
Tuliniusar hlaðið vörutn. Það er
‘‘ForstekkV’ Haföi Tulinius látið
skipið fara beint héðan frá landi með
síld, og sendir það síðan upp aftur
með vörur.
Nýdáinn er merkismaðurinn Ásgeir
Guðmundsson, hreppstjóri og dbrm.
Reykjavík, 5. Ágúst 1914.
Sturla Þórðarson lögmaður og
sagnaritari átti 700 ára afmæli 29. f.
m. /Efisaga hans er í Safni til Sögú
íslands frá 1856, rituð af Sveini
Skúlasyni. löng ritgerð og fróðleg, en
síðan hefir B. M. Ólsen prófessor
skrifað unt ritstörf Sturlu í hinni
nterkilegu ritgerð sinni urn Sturlungu
í sama riti.
Ríkharður Jónsson myndhöggvari
frá Khöfn dvelur hér í bænunt í sunt-
ar. Hann hefir gert í gibs upp-
hleypta vangamynd af Steingrími
heitnum Thorsteinssyni og hefir hér
til sölu nokkur eintök. Verðið er 12
kr. og myndin mjög vel gerð.
Hillingar heitir kvæðasafn eftir
Svb. Björnsson, sem verið er nú að
prenta í Gutenberg.
Náttúrufræðifélagið og Náttúru-
gripasafnið hér í Rvík áttu 25 ára af-
mæli 16. Júli síðastl.. Aðalforgangs-
menn að stofnun þeirra voru þeir
Stefán Stefánsson skólameistari og
Benedikt heitinn Gröndal skáld. Var
Gröndal framan af fortnaður félags-
ins og forstöðumaður safnsins, en
síðan tók við af honurn Bjarni Sæ-
mundsson kennari og hefir haft hvort
tveggja á hendi síðan. Safnið er nú
geymt í Landsbókasafnshúsinu niðri
og fer smátt og smátt vaxandi, og
lætur forstöðumaðurinn sér ant um
að auka það og gæta þess sem bezt.
Dáinn er 30. f.m. Arnbjörn Ólafs-
son kaupmaður og útgerðarmaður í
Keflavík, 65 ára gamall. Hann and-
aðist í Khöfn. og var banameinið
heilablóðfall. Arnbjörn var kvæntur
Þórunni Bjarnadóttur, systur séra
Þorkels heitins á Reynivöllum. Son-
ur þeirra er Ólafur kaupmaður i
Keflavík, en annan son mistu þau
ungan.
Þýzki hóskólakennarinn. er Þjóð-
verjar ætla að kosta hér við háskól-
ann, kom hingað í síðastl. mánuði.
Hann heitir dr. Kurt Busse og kall-
ast lector. Hann er ungur rnaður
mjög álitlegur. Islenzku hefir hann
lært hjá prófessor Heusler í Berlín
og skilur hana og talar þegar svo, að
auðfundið er að hann mundi fljótlega
verða vel fær í málinu, ef hann dveldi
hér. En nú hefir hann farið heim-
leiðis aftur vegna stríðsins. Vonandi
er að hann komi hingað aftur heill
á húfi úr stríðinu. Hann hafði sagt
það áður hann fór, að ef hann kæm-
ist lífs af, kæmi hann hingað aftur.
“Prins Friedrich Wilhelm” heitir
þýzka skemtiferðaskipið, sem hér var
sunnudaginn 25. Júlí, mjög stórt skip
og vandað. Með því voru um 500
farþegar. Héðan fór það norður um
land og ætlaði til Spitsbergen og svo
suður með Noregi, eins og venja er
til um þessi skip. En 2. þ.m. fékk
þýzki konsúllinn hér skeyti urn, að
skipið hefði ekki komið fram, engar
fregnir komið um komu þess til
Spitsbergen, en þaðan er loftskeyta-
samband til Noregs. Eru rnenn
hræddir um að skipinu hafi hlekst á
norður í íshafi.
Veðrið er hið bezta nú síðutsu dag-
ana, sólskin og þurkur. Yfir höfuð
hefir tíðin veriö góð um hálfsmánað-
atíma.
Fálkinn tók. 1. þ.m. enskan botn-
vörpung-, Drypool frá Hull, við land-
helgisveiðar á Patrcksfirði.
Undirréttardónnirinn í morðmál-
inu, líflát konu þeirrar er játaði á
sig að hafa veitt bróður sínuin bana,
hefir verið staðfestur í Landsyfir-
dómi.-—Lögrétta.
Frú Elín Gunnarsson er nýlátin.—
Kostnaður við starf fánanefndar, er
ráðherra setti til að koma fram með
tillögur í fánamálinu, nemur samtals
6.164 kr. z
í fánamálinu urðu úrslitin þau, að
benda konungi á tvær fánagerðir og
láta hann ráða hvor lögfest yrði.
\7ar önnur hin gamla: hvítur kross í
blám feldi, hin rauður kross með
hvitum brúnum á blám feldi. . Hinn
nýi ráðherra og flestir hans rnenn
voru mótfallnirþeirri samþykt, en
hún hafðist fram með 19 atkvæðum
gegn 16.
Stjórnarskrárbreytingin var sam-
þykt í þinglokin.
Jódís Jónsdóttir liúsfrú andaðist á
heimili sínu, Vesturgötu 26, aðfara-
| nótt 5. þ.m., eftir langa og þunga
1 legu. Hún var kona Ámunda fiski-
matsmanns (frá HlíðarhúsumJ, mesta
merkis- og gæðakona, tæpra 57 ára
gömul.
Skemdir þær er urðu á Snorra
Goða er Súlan sigldi á hann á Eyja-
firði nýlega, eru metnar 1,200 kr., en
bátur og varpa sem skemdist, 900 kr.
Sjódómur ekki fallinn.
Frönsk-íslenzk orðabók er nú að
koma út eítir Pál Þorkelsson, prent-
Komizt átram.
meí þvl aS oranga á Success Business College á Portage Ave.
og Edmonton St., eða aukaskólana I Regina, Weyburn, Moose
Jaw, Calgary, Lethbrdge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouv-
er. Nálega allir Islendingar í Vestur Canada, sem stúdéra
upp á verzlunarveginn, ganga á Success Business College.
Oss þykir mikiS til þeirra koma, peir eru góSir námsmenn.
SendiS strax eftir skólaskýrslu til skólastjóra,
F. G. GARIÍFTT.
President
D. F. FERGUSON,
Principal.
un hennar langt komin.
Dr. Helgi Pétursson flutti í gær-
kveldi (9. Ág.J fyrirlestur undir beru
lofti fyrir ofan Skólavörðu. Var þar
allmargt nianna að hlusta á.
Drengur varð fyrir bíl á götunni í
gærmorgun og meiddist eitthvað. Þó
liyggja menn að það sé ekki alvar-
legt.
Moldrok hefir verið afskaplegt á
götunum nú í hvassviðrinu einkum í
fyrradag. Ekki borið við að væta
göturnar.
Kosiiing hlutu í bankaráð íslands-
banka fyrir timabilið 1915—19: —
Magnús Pétursson, þingm. Strand.
með 20 atkv. og Matth. Ólafsson þ.m.
Vest. Isf. með 16 atkv.
Litlu fyrir miðjan Ágústmánuð
var búið að salta niður af síld fyrir
öllu Norðurlandi 95,114 tn, en í fyrra
um sarna leyti um 80,000 tn. Er nú
veiðin orðin allmiklu meiri en í fyrra.
Kolmálin eru hér að nokkru út-
kljáð þannig, að landstjórnin hefir
ieyft Norðmönnum að nota sem þeir
eiga gegn trygging fyrir því að kol
komi aftur frá Noregi.
Póstur frá íslandi mun að líkind-
urn ekki korna hingað með póstskip-
um að svo stöddu, enda koma þau
ekki við í Leith á hingaðleið, eða svo
er um Ceres í næstu ferð.
Islendingafélag var stofnað í
Kristjaniu 2. Ágúst í sumar. Það
var við kveldverð hjá Ólafíu Jó-
hansdóttur, þar sem staddir voru 22
íslendinga. Fyrsta verk félagsins
var að senda heillaóskarskeyti til
þjóðhátíðar Islendinga í Winnipeg
og Reykjavik. Hér varð sem kunn-
ugt er engin þjóðhátíð og skeytisins
íiefir ekki verið getið hér.
Arinbjörn Bardal var hinn eini full-
trúi Stórstúku Manitoba á Hástúku-
þinginu í Kristjnaíu. Hann kom
■neð Pollux hingað eftir þingið og
dvelur hér um stund.
Wsturheimsmennirnir þeir Albert
Jónsson, Lúðvík Laxdal og Aðal-
steinn Kristjánsson ern um þessar
mundir á ferð um Þingeyjarsýslur
og eru í fvlgd með þeini margir Ak-
ureyringar.
Frá ísafirði er símað 14. þ.m.: —
Einar Sigurðsson Jfrá Vörum á Suð-
urnesjum, gamall útvegsbóndi við
Faxaflóa í fyrri tíð, er margir kann-
ast viðJ drekti sér hér á ísafirði i
gr. Hafði búið hér í mörg ár, orð-
inn fyrir löngu eignalaus.—Vísir.
Sjálfu sér likt.
Mjög gömul handrit, ef gefa má
þeim það nafn, er nýlega hafa fund-
ist í Egyptalandi og verið flutt til
London, sýna, að ekki hefir fólk
breyst til muna síðan á dögum hinna
görnlu Faraóa. Þarna er sagt frá
því, að maður liafi hrapað ofan af
þaki og beðið bana af. Hafði hann
klifraö þarna upp til þess að geta
betur séð nokkrar stúlkur, sem voru
að dansa; sjálfsagt hafa þær verið
venju íremur fríðar. Einnig voru
þar auglýsingar um veðreiðar og í-
þróttamót. Enn fremur var þar
kæra, er kona hafði lagt fram gegn í
manni sínum fyrir það, að hann vildi |
ekki trúa henni fyrir að geyma lykl- •
ana að húsi þeirra. i
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annast lán og
eldsábyrgðir o. fl.
1 ALBE«T/\ BLOC^. Portage & Carry
Phon« Main 2597
ALLA NÆSTU VIKU
Mats. á Verkamannadaginn, MiCv.
dag og Laugardag.
verður leikinn hinn áhrifamikli og
og fagri leikur úr lifinu í Kentucky
„In Old Kentucky“
PantiS me8 pósti nú þegar.—Sala í
leikhúsi byrjar föstudag 4. Sept.
Kveld. $1.50, $i, 75c, 50c. 25c.
MatS. $1, 75c, 50c, 25c.
VIKUNA FRA 14. SEPT.
veróur' leikinn hinn mikli sorgar-
leikur frá Drury Lane
“THE WHIP”
Kemur beint frá tveggja Sra sýningu
á Drury Lane leikhúsinu, I Dondon á
Englandi og eins árs í Manhattan
leikhúsinu í N. Ýork.
Sjáió bila-áreksturinn, hið mikla
járnbrautarslys, átakanlegu kappreið-
arnar, vax-sýningu Mme. Tussaud’s,
kynbótahesta, I fjórum þáttum og 13
spennandi sýningum.
Póstpantanir nú þegar
Sala I lelikhúsi byrjar á föstudag
kl. 10. —Kveltl $2 til 25c. Mats. $1.50 I
til 25c.
FROSTMORGUNINN.
Drúpir fjóla á dánar hól
drifin pólar rósum
fyr en ból og stjömu stól
stráði sólin ljósmn.
J. G. G.
ÆSKUSVIPUR ELUINNAR.
Ellin breytir eðli manns
upp í. bernsku vorið:
vorar heitu geisla glans
gýllir síðsta sporið.
J. G. G.
Walker Leikhúsið
In Old Kentucky er leikurinn, sem
sýndur verður á Walker þessa viku.
Þéssi alþýðlegi leikur er svo fullur
af fjöri og gáska, að hann hefir farið
óslitna sigurför urn leiksvið Vestur-
heims í tuttugu og tvö ár samfleytt.
Hefir það aldrei brugðist, að hann
hafi dregið húsfylli, hvar sem hann
hefir verið sýndur um landið þvert
og endilangt.
Matinee á laugardag kl. 2.30.
“The VV’hip” verður sýnt næstu
viku. Sá leikur hefir verið sýndur í
tvö ár í London, eitt ár i N. York og
eitt ár í Chicago samfleytt. Matinee
á miðvikudaginn og laugardaginn. —
Það er stórmerkur viðburður í sögti
leikhússins að fá þennan leik. Til
þess að flytja áhöld og útbúnað allan
sem honum fylgir, eru leigðir fimm
sérstakir vagnar. Leikurinn er í fjór-
um þáttum. með yfir hundrað leik-
endurn og mörgum hestum og hund-
um, sent leiknum heyra til.
Byrjað að selja aðgöngumiða á
föstudagsmorguninn kl. 10.
Wonderland.
Nýjum rafntagns Unaphonc hefir
verið bætt við hljóðfærin í Wonder-
Vinna fyrir 60 menn
Sextíu manns geta fengið aðgang
að læra rakaraiðn undir eins. Til
þess að verða fullnuma þarf að eins
8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup
borgað meðan verið er að læra. Nem-
endur fá staði að enduðu námi fyrlr
$15 til $20 á viku. Vér höfum hundr-
uð af stöðum þar sem þéi* getið byrj-
að á eigin reikning. Eftirspum eftir
riikurum cr æfinlegn mikil. Skrifið
eftir ókeypis lista eða komið ef þér
eigið hægt með. Til þess áð verða
góðir rakarar verðið þér að skrifast
út frá Alþjóða rakaraféiaginu.
International Barber College
Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan
við Main St., Winnipeg.
1000
manna, sem oröiö hafa
heilsulitlir, hafa haft stór-
mikiö gagn af hófsamlegri
brúkun á
DREWRYS
Reúwood Lager
Hreinasta malt-tonic
Æfinlega eins á bragö
iö og jafn góöur.
REYNIÐ ÞAÐ
J. J. BILDFELL
FA8TEIGn ASALI
Hoom 520 Union Bank - TEL. 2686
Selur hús og lóðir og annast
alt þar aðlútandi. PeDÍngalán
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTCEÐI:
Korni Toronto og Notre Dame
Phone : Heimilis
Garry 2088 Carry 809
Thorsteinsson Bros.
& Co.
Byggja hús. Selja lóðir. Útvegm
lán og eldsábyrgð.
Fónn: M. 2992. 815 Somerset Bldf
lleiinaf,: G .736. Wlnnipeg, Man.
Þetta erum vér
The Coast Lumber
Yards, Ltd.
185 Lombard St.
Phone Main 765 prjú “yards”
and leikhúsinu.
Þetta er nýjung í þessum bæ; þeir
sem ekki hafa heyrt til þess hljóðfær-
færis áður, ættu nú að nota tækifær-
ið; þá mun aldrei iðra þess að hafa
heyrt slíka unaðsóma.
Skemtiskránni verður brevtt dag-
lega eftir helgina. Yér höfum gert
samninga við spánnýtt kvikmyndafé-
lag utn að senda oss nýjar myndir
daglega.
;
'
■
Hin stórkostlega “Paddock”
sýmng úr leiknum “The Whip” á Walkerl eikhúsi alla næstu viku. — Matinees á miðvikudag og laugardag.
j