Lögberg - 10.09.1914, Síða 6

Lögberg - 10.09.1914, Síða 6
6 LÖGBEEGr, FIMTUDAGINN 10. SEPTEMBER 1914 LÆKNIRINN. SAGA FRÁ KLETTAFJÖLLUM • eftir RALPH CONNOR '‘Ekki dugar þetta mas í mér” sagöi Mrs. Fallows og rétti úr sér. “En veslings Benny linnti aldrei lát- um um tærnar á sér, þangaS til þessi blessutS stúlka kom, sem ungi læknirinn sótti, og undir eins og hún byrjaöi aö syngja, þá gleymdi Benny tánum, og óöar en varöi var hann sofnaöur, og þaö var fyrsti blund- urinn, sem á augu hans rann í tvo sólarhringa. Blessaöur auminginn! Og hann hættir aldrei aö tala um þessa ungu stúlku og unga læknirinn. Þaö væri líka indælt par, ef aö þau ættust, veslmgarntr.” Margrét fann til skyndilegs hjartasviöa, þegar Mrs. Fallows nefndi þessi tvö nöfn saman. En áður en hún gat gert sér grein fyrir tilfinningum sínum, kom Iola aftur. “Jæja, vertu nú sæl”, sagöi Mrs. Fallows. “Þú kemur aftur, þegar þú ert heim komin. Vertu sæl, Miss,” mælti hún til Margrétar. “Það er eins og eg fái nýjan hug og dug, þegar þú tekur þátt í kjörum manns.” Margrét fékk ekki tóm til aö íhuga þann hjarta- sviða, sem skyndilega hafði aö henni svifið, fyr en hún kom upp í herbergi sitt um kveldið undir hátta- tímann. “Það getur þó ekki átt sér staö, aö eg sé af- brýöis söm”, mælti hún. “Vitaskuld er hún miklu, miklu fríðari en eg og því skyldi ekki hverjum og einurn falla hún betur í geð?” Hún krepti hnefann framan í mynd sína í speglinum. “Veiztu, aö þú ert eins fyrirlitleg og veröa má?” mælti hún reiðulega. 1 því bili heyrðist sungiö lágt í herbergi Iolu. “Það er engin furða”, mælti Margrét, er hún hlustaði á hina hugljúfu tóna, að hún hefir getað náð tökum á aumingja Ben og móöur hans með annari eios rödd og þetta. Já, og — og öðrum líka.” Lítilli stundu síðar var drepiö á dyr og koni Iola inn; hár hennar hrundi sem dökk ábreiða niöur um andlit og háls. Margrétu varö það óvart, aö kallai upp yfir sig af aðdáun. “En hvað þú ert indæl!” mælti hún. “Þaö erl engin furða að öllum þyki vænt um þig.’’ Hún iðr- aðist alt í einu sinna “fyrirlitlegu hugsana”, hún tók utan um Iolu og kysti hana hjartanlega. “Indæl þó, þó!” svaraði hin og varð hissa á þvi, hve ör Margrét var á ástar atlotum, fremur allri venju. “Eg er hvergi nærri eins aðlaðandi og þú. Þegar eg sé þig hérna heima, þarsem þú verður að hugsa um alt og hugsa um öll börnin, þá finst mér þú vera hreinasta afbragð, og mér finst einsog eg séj hvorki myndarleg né mikið t mig varið.” Margrét fann sér ylna um hjartarætur. "Verkanna minna sér alls ekki mikinn stað, eg geri aldrei ananð en þvo, sópa og bæta. Það geta allir gert. Enginn tekur eftir mér. Hvarsem þá ferð, þá fellur fólkið á kné og tilbiður þig.” Um leið og hún talaði leysti hún hár sitt til að greiða það. Það hrundi eins og ský, gult sem gull ofan urri herðar henni. Iola horfði á hana og tók vel eftir henni. “Þú ert falleg”, mælti hún hægt og seint. “Þú hefir fagurt hár og augun í þér, stór og blá og and- lits svipurinn hefir eitthvað við sig, sem eg get ekki lýst. Eg get ekki komið orðum að því,. En eg hugsa að fólk mundi leita til þín, ef eitthvað gengi að þeim. Jú, svo er það,” mælti hún, með augun á andliti Margrétar, “eg get verið þeim geðfeld með vissu móti. Eg get sungið. Já, sungið get eg. Sá dagur skal koma, að eg fái fólk til að hlusta á mig. En setjum svo, að eg gæti ekki sungið, ef eg misti röddina, þá mundi fólk gleyma mér. Það mundi ekki gleyma þér.” “Hvað er að heyra!” mælti Margrét rösklega. “Það er ekki eingöngu vegna söngraddar þinnar, það er af því þú ert svo falleg og af einhejvru, sem eg kann ekki að lýsa, einhverju í framkomu þinni, sem er svo aðlaðandi. Eitthvað er það, að öllum piltu-m lizt fjarska vel á þig.” “En kvenfólkinu likar ekki við mig,” svaraði Iola, seinlega og gaumgæfilega, sem áður. “Ef mig langaði mikið til, þá hugsa eg að eg gæti látið það hafa góðan hug til min. En því fellur ekki við mig, eg veit það. Eg skal taka Mrs. Boyle til dæmis, ekki héfir hún mikið uppáhald á mér.” á mig rétt einsog — einsog eg væri drengur, einsog þú skilur.” “Heldurðu það? Þeir eru vænrr piltar, fiiist mér, ef þeir hefðu tækifæri til að mannast.” “Mannast!” mælti Margrét, með ákafa. “Nú, Dick ætlar að verða prestur og —” “Já, Dick verður eitthvað úr sjálfum sér, þó eg hugsi samt að hann verði skrítinn prestur. En hvað verður úr Bamey? Ekkert annað en malari?” “Hvort»sem hann verður malari eða annað, þá verður hann alla tíð merkisdrengur, og það er nóg,” svaraði Margrét með einbeittni. “Ójá, eg býst við því. En leitt er það samt. Þú sérð sjálf, að ef hann verður hér alla tíð i þess- um litla hrafnakrók, þá verður hann aldrei þektur. Eg á við, að það beri aldrei neitt á honum” Iolu þótti engin sök eins beizk og sú að vera “óþektur”. “Eigi að síður”, hélt hún áfram, “ef hann fengi tækifæri —” En nú þoldi Margrét ekki lengur mátið. “Um hvað ertu að tala? Það eru til margir góðir menn, sem eru alla tíð óþektir.” “Ó!” kallaði Iola upp yfir sig, “eg ætlaði ekki ,— vitaskuld hann faðir þinn. En hann var líka fínn maður. En Bamey —” “O, farðu að hátta! Farðu út úr mínu herbergi. Farðu í rúmið. Eg verð að fara að hátta. Klukkan er ekki lengi að verða sjö. Góða nótt.” “Vertu ekki önug, Margrét. Eg ætlaði ekki að segja neitt til að styggja þig. Og mig langar til að þú elskir mig. Eg held mig langi til, að allir haldi uppá mig. Eg get ekki þolað að fólki þyki ekki vænt um mig. En allra helzt vil eg að þú gerir það, um fram alla aðra.” Um leið og hún sagði þetta, vatt hún sér að Margrétu og lagði handleggina um háls inn á henni. Margrétu rann þykkjan. “Víst þykir mér vænt um þig”, mælti hún, og kysti hana. “Svona nú, góða nótt. Farðu nú að sofa, annars missirðu' friðleikann.” En Iola vildi ekki sleppa henni. “Góða nótt, elsku Margrét”, sagði hún með titrandi vörum. “Þú ert eina vinstúlkan, sem eg hef nokkumtíma átt. Eg gæti ekki þolað að þú gleymdir mér eöa hættir að elska mig.” “Eg gleymi aldrei vinum mínum”, mælti Mar- grét alvarlega. “Og eg hætti aldrei að elska þá.” “Ó, Margrét”, mælti Iola og hélt sér titrandi í hana, “snúðu ekki við mér bakinu. '^Hvað sem fyrir kemur mátti ekki hætta að elska mig.” “Litli kjáninn þinn”, sagði Margrét og klappaði henni eins, og barni, “vitaskuld skal eg altaf elska þig. Svona. Góða nótt.” Hún kysti Iolu ástúðlega. “Góða nótt”, sagði Iola. “Þú veizt, að þetta er seinasta nóttin sem eg verð hjá þér í langan tíma.” “Ekki sú allra seinasta,” svaraði Margrét. “Við förum til Mylnunnar annað kveld, einsog þú manst, og svo kemurðu til baka með mér hingað. Barney etlar að taka Ben þangað til hjúkrunar og hressingar.” Daginn eftir flutti Bamey Ben ofan til Myln- unnar og byrjaði þá nýtt líf fyrir Ben á fleiri en einn veg. Hin forna Mylna varð honum fljótt kær og hugþekk. Ef til vill voru þær stundir honum ánægjulegastar, sem hann var í verkstofunni, er svo var kölluð, en þar voru ýmsar vinnuspamaðar vélar, knúðar af kraftl Myllunnar, látnar vinna verk, svo sem að strokka, þvo og skræla epli, en þá tilhögun hafði Bamey fundið upp af hugviti sínu. Hann hafði boðið móður sinni að knýja saumavélina hennar með Myllukraftinum, en það aftók hún. Áður en margar vikur voru liðnar var Ben farinn að haltra um á hækju, og stundaði með áhuga að verða að einliverju liði, og þar kom áður langt um !eið, að hann vann ekki aðeins fyrir fötum og fæði, að því er Barney sagði, heldur líka fyrir góðu kaupi. Skömmu eftir hádegi voru Margrét og Iola á !eið komnar til Myllunnar, þó að tregt ætlaði að ganga að koma Margréti til að leggja í þann leiðang- ur. Hún lifði við svo strangan aga samvizku sinnar, að hún hafði geig af hverjir sem veitti henni sérstaka ánægju, og þar á meðal var það, að fara í heimsókn til Myllunnar og fólksins þar. Ekki dugði það, að Dick lagði niður fyrir henni svo greinilega, að nærri mátti á taka, ástæðumar fyrir því að hún"færi í heimsókn þá. “Ben þarf þín við” sagði hann. “Og Iola kemur ekki nema þú komir líka. Bamey og eg þurfum nauðsynlega þeirrar skemtunar og hressingar, sem komu þinni er samfara, þegar við emm þreyttir eftir dagsverkið. Mamma vill að þú komir. Eg vil það líka. Við viljum það öll. Þú verður að koma.” Það sem á endanum reið baggamuninn, var það, að Mrs. Boyle bauð henni í kyrþey, bað hana og lagði ríkt á, að hún skyldi kasta af sér byrðinni með köfl- um. “Nú ertu komin til”, mælti Margrét með óþolin- mæði. “Þú hefðir átt að heyra hvað gamla Mrs. Fallows sagði í kveld.” Iola lét sem hún heyrði ekki, og mælti: “En alt Þær síðdegis stundir voru Margréti ljúfar hvílc ar stundir, er hún reri flata bátnum um tjörnina c las vatnsliljur og önnur blóm eða sat í forsæluni undir háum viðirunnum á lækjarbakkanum. kvenfólk heldur upp á þig og karlmennimir líka, að.kveld var eitt af þeim fágætu sumarkveldum, s< vissu leyti.” jkoma stundum um uppskerutímann, þegar svala sl ‘A'ertu ekki að þessari vitleysu,” sagði Margrét snúðuglega. “Þegar þú ert við, líta piltarnir ekki við mér.” “Þeir gera það þó”, sagði Iola stillilega, einsog hún íhugaði hvert orð. “Alténd Ben þó.” Margrét hló hæðnislega. “Ben þykja góðar kök- urnar sem eg bý til.” “Og Dick lízt vel á þig”, hélt Iola áfram, “og Barney.” Um leið leit hún eftirtektasömu auga framan í Margrétu. Hún tók eftir því, og þó að hún væri reið sjálfri sér, þá gat hún ekki að því gert, að heitum roða skaut yfir hennar fögru vanga og beran hálsinn. “Uss!” mælti hún stuttlega. “Þeir drengir! Vitaskukl halda þeir uppá mig. Eg sem fór til sunds með þeim í tjöminni, þegar eg var stelpa. Þeir líta já akra og skuggarnir lengjast, eftir heitan dag. Þe ar verkum var lokið, komu piltamir og flýttu sér |háu víðirunnanna. Þeir komu þangað" allir. Ben v; settur þar í stóran bríkastól, Mrs. Boyle sat mi prjónana sína, þvi ^ð aldrei sást hún aðgerðarlan Margrét hélt á bók sem hún lézt vera að lesa, gan Charley saug pípu sína þögull og ánægður, en Iola greip við og við í strengina á gítar sínum og söng lágt með sinni Jireirpfögru rödd, fornar vögguvísur er fostra hennar hafði kent henni, svo og svertingja kvæði er tíðkast höfðu á þrælahaldsins dögum. Mrs. Boyle var ekki viss um, hvernig hún ætti að skoða þau. Henni fanst þau vera háskalega nærri því að vera guðlast og aldrei gat hún heldur felt sig til fulls við gítarinn, þótti hann alla tíð bera “útlendan” keim og þróttlausan. En alt um það kom það oft fyrir,! að gamla konan hætti að prjóna og starði döprum augum langt út yfir pollinn, á hina skuggasælu skóg- arlunda álengdar, er Iola söng einhverjar af hinum suðrænu vögguvísum. Með tilsögn Dicks lærði mærin fljótt nokkra há- skozka sorgarsöngva, er móðir hans hafði kveðið við hann, er hún var að svæfa hann í barnæsku. Barney þótti eins mikið til þeirra ljóða koma eins og sálma Davíðs, ef ekki meir, og honum hnykti við í fyrstu, er hann heyrði hina suðrænu mey, með sitt “útlenda hljóðfæri”, reyna sig á þeim lögum, er enginn hafði áður sungið fyrir hann nema móðir hans. Honum fanst það fara svo undarlega illa saman, hini mjúka hreimsterka rödd Iolu og hinir fomu söngvar Há- skota. Þeir fengu að vísu nýja fegurð, en mistu þó nokkuð eigi að síður. “Enginn syngur þó eins vel og hún móðir þín, Barney”, sagði Margrét, þegar Dick var búinn að æfa Iolu í hinum flóknustu ryngjum og hnykkjum laganna. “og þeir eru sjálfum sér ólíkir, þegar leikið er undir á guitar. Það eru alt önnur lög. Mér finst og heyrast þeir alt öðru vísi, þegar hún móðir þin syngur þá.” “Hvemig öðru visi?” sagði Dick. “Eg get ekki lýst því, en keimurinn er allur ann- ar, álíka munur og er á því að borða skyrið sem hún mamma þín býr til, með þykkum og góðum rjóma og því að borða ávaxtaköku og hunang og drekka te með.” “Eg skil”, sagði Barney alvarlegur. “Skozki keimurinn fer af því með guítarnum. Lögin eru ljúf og fögur, en með alt öðrum blæ. Mér finst munur- inn vera álíka og á skógarfjólu og rós í grasgarði.” “Heyrið þið hvað hann er skáldlegur,” sagði Dick. “Mamma, syngdu eitt lag fyrir okkur.” “Eg að syngja! Og það á eftir þér”, mælti hún og kinkaði kolli til Iolu. “Þig langar vist ekki til að hún mamma þín verði sér til minkunar, Richard.” “Til minkunar, þó. þó,” sagði Margrét gremju- lega. “Gerðu það, Mrs. Boyle”, sagði Iola í bænarrómi. “Eg hefi aldrei heyrt þig syngja. Eg vissi meira að segja ekkert af því, að_þú kynnir að syngja.” Einhver keimur í röddinni lét Barney illa í eyr- um, en hann sagði ekki eitt orð. “Syngdu I” sagði Dick. “Þið ættuð að heyra til hennar. Gerðu það, mamma, til heiðurs lynginu!*) Syngdu fyrir okkur, “Kant’ að sauma svæfil?” Það er vögguvísa, líka.” “Nei”y sagði Barney hægt, “syngdu ‘The Mac’ Intosh’, mamma.” Um leið byrjaði hatin að leika þann undurfagra háskozka sorgaróð. Gamla konan lét tilleiðast, ekki svo mjög fyrir bænarstað sonar síns, heldur af því að hún var ein- hvers vör i hinni mjúku rödd hinnar suðrænu meyjar. Eitthvað í þeim tón kom við stórlætið í Hálendinga- kyni þeirrar öldruðu. Þegar Barney kom að enda viðlagsins, byrjaði gamla konan á laginu og fylgdi fiðlan því. Rödd hennar var hvorki styrk né hreimþung. Hún var mjó og þróttarsmá, en hún hafði til að bera þann afbragðs fagra dillandi hreim, sem heyra má í Hálöndum til stúlkna á stöðli og fiskimanna við neta- gerð. Röddin var skær og þýð, og fylgdi henni harm- ur sem gekk til hjartans og sorg sem ekki er unt að lýsa, er hún hækkaði og lækkaði eftir þeim ryngjum, sem göniul lög fá með aldrinum. Þegar hún tók að syngja á mjúkri fornskozku ('GaelicJ, með hendurn- ar í kjöltunni og glampa í augunum, þá þótti sonum hennar og stúlkunni sem sat við fætur hennar, sem þau væru komin aftur til fjallahlíða og dala síns heimalands, en Iola horfði sinum skæru augum framan í þá sem söng, þartil þau fyltust af tárum. “Ó, þetta er þó ljúft að heyra”, sagði Iola, þeg- ar söngnum var lokið, og klappaði saman lófunum. “Nei, ekki ljúft, heldur dapurt, dapurt.” Hún tók höndum fyrir andlitið í svip og sagði síðan lágjt: “Aldrei gæti eg sungið svona. Aldrei I Aldrei! Hvað et það, sem þú lætur sönginn lýsa? Hvað er það?” mælti hún og snéri sér að Barney. “Það eru sjávar stunur,” sagði Barney alvarlega. “Það einsog bítur mann að innan,” sagði Ben Fallows. “Það eru engin/6rð yfir það.” “Syngdu meira”, sagði Iola í bænarróm, og var nú öll önnur og fjörlegri en áður. “Syngdu að eins eitt lag til.” “Þetta hérna, mamma”, sagði Barney og lék lagið, “þú manst, sem hún móðir þín söng oft, “Fhir a Bhata’.” Þegar það dapra og angurbliða lag var sungið til enda, sátu allir hljóðir. “Eitt til, mamma,” tók Dick til. orða. “Nei, drengur minn. Nóttin erínánd. Þú hefir verkum að sinna á morgun. Og þá hún Margrét hérna.” Iola stóð á fætur og gekk ódjarflega að Mrs. Boyle. “Kæra þökk fyrir”, mælti hún, og leit sínum stóru, dökku augum framan í gömlu konuna, “þú hefir veitt mér mikla ánægju í kveld.” “Þér var hún vel komin, góða mín,” sagði Mrs. Boyle, er fann alt í einu til vorkunnar með hinni móðurlausu stúlku. “Og við verðum fegin að sjá þig þegar þú kemur aftur.” Af þessu kom það til, ásamt öðru, að Iola gat aldrei gleymt þessum síðdegisstundum, engu fremur en Margrét. “Og nú, dömur og herrar”, mælti Dick með ræðumanns sniði, “þó að skemtunar félagið virðist hafa náð tilgangi þeim er það var stofnað tii að ná, þá getur þó enginn sagt, að það hafi Iitað lengur en not verði af því höfð, með því að það virðist hafa búið sér til verksvið, sem það getur ekki yfirgefið, nema með skaða fyrir alla meðlimi sína. Eg leyfi *) LyngitS er blðmtákn Skotlands á sama hátt og smár- inn írlands. Pýð. mér þess vegna virðingarfylst að stinga upp á því, að félagið verði stofnsett til frambúðar, aðalsetur þess verði í Myllunni og eg persónulega. sjálfur verði þess æðsti maður. Allir sem samþykkir eru, segi “já”. “Já” sagði Barney, skjótt og alúðlega. “Eg, líka”, sagði Iola og rétti upp báðar hendur. “Mamma, hvað segir þú-” “Já, drengur minn. Það er altaf þörf fyrir gleði og ánægju í veröldinni.” “Og þú,” mælti hann til Margrétar; hún stóð hjá Mrs. Boyle, er hafði lagt handlegginn utan um hana. “Hvemig greiðir þú atkvæði?” “Þessi meðlimur þarf þess með meir en svo að hún geti sagt nei,” svaraði Margrét, og var ekki laust við að brosið væri tvírætt, er fylgdi svarinu. "Að svo komnu”, mælti Dick hátíðlega, “þá er skemtifélagið stofnsett og á laggir komið til stöðugr- ar starfsemi meðal þeirra sem hér eru samankomnir, og vér vonum alvarlega, að meðlimimir standi stöð- ugir í trygð við það, trúandi því, einsog vér, að trú- menska við þessa stofnun verði hennar æsta umbun.” En enginn þeirra vissi, hver gleði og hvílíkt ang- ur beið þeirra í þessu hinu sama “gleðskapar” félagi. VIII. KAPÍTULI. Verkmanna flokkur Bcns. Uppskerutíminn í Ontario er sannarlegur anna- tími og þó inndæll og skemtilegur. Haustyrkjur á hveiti koma strax á eftir heyönnum, en hausthveitinu fylgdi byggið, en síðan hafrar og aðrar vortegundir koms. Þjeir Boyle drengir stóðu til að hafa meira að gera þetta sumar en áður. Þeir höfðu félagsbú og var af því greidd bæði afborgun skuldar á jörðinni og útgjöldin við skólagöngu Dicks. Jörðin var smá og gat varla meira gert en veitt fjölskyldunni föt og fæði, og það þó að tekjumar af Myllunni legðust við. Vanalega unnu drengirnir fyrir daglaunum, því að bændur umhverfis vildu gjarnan hafa þá fyrir hæsta kaup; þeir voru alþektir verkmenn og einkanlega vík- ingar til að binda. En í ár bjuggu þeir yfir stærri ráðum. “þlamma”, tók Dick til orða, “heftirðu frétt um nýja uppskeru hópinn?” “Og hverjir eru nú það?” spurði móðir hans, því að hún var alla tíð viðbúin að heyra yngra son sinn brjóta upp á einhverri vitleysu. “Boyle og Fallows—eða Fallows og Boyle, hugsa eg að það verði. Ben byrjar með okkur á mánudags morguninn.” “Þetta nær engri átt, drengur minn. Ben verður ekki til uppskeru fær í ár, auminginn sá arna, og þar að auki þarf eg á honum að halda sjálf.” “Já, en mér er alvara, mamma. Ben verður að keyra vélina fyrir okkur. Hann getur setið á sláttu- vélinni svo sem hálfan dag í einu, einsog þú veizt. Að minsta kosti segir læknirinn hans svo. Og hann lætur okkur hafa nóg að gera.” “Ef eg get ekki gefið ykkur nóg að gera fyrir báðar hendur, þó að þið séuð sprækir að binda,, þá vinn eg ekki fyrir fæðinu mínu.” “En heldurðu, Barney”, mælti móðir hans, “að hann sé maður til að fara með vélina? Drengnum gæti orðið eitthvað á.” “Eg held ekki að nein hætta sé á ferðum, mamma. Og þar á ofan verðum við bræður alla tíð nærstaddir. “Og hvað eigið þið að gera við að' fara á eftir vélinni allan guðs langan daginn? Þið takið of nærri ykkur og skemmið ykkur bara á því.” “Þú skalt hafa gætur á okkur, mamma,” mælti Dick, “við skulum vera á hælunum á Ben eins og rakki á eftir “coon”. , “Það er nú svo”, mælti móðir hans. “Eg hef heyrt að það þurfi fjóra röska menn til þess að fylgja vél. Það er ekki lengra síðan en í gær, að hann Sam hjá Mr. Morrison var að segja mér frá því, að þeir hefðu fult i fangi með það fjórir, að hafa við.” “Hu!” kvað við í Dick, “eg get trúað því. Fjórir álíka feitir Morrison og hans félagar.” “Sussu drengur. Það er ekki fallegt, að tala misjafnt um náunga sinn”, sagði móðir hans. “Það er ekki neitt illt, þó að sagt sé að maður sé feitur. Það er reglulegt lofsyrði, móðir mín. Eg vildi að það væri hægt að segja það sama um mig.” “Víst mundirðu hafa gott af því”, svaraði móðir hans vorkunlátlega, “beinin standa bráðum gegnum skinnið á þér, hvort sem er.” Ben Fallows byrjaði vinnu sína með voryrkjun- um, og mjög státinn og hughraustur var liann af þeirri tilhugsun að komast i félag með Boyle drengjunum, er voru alþektir fyrir þá kosti, sem ves- lings Ben vissi að hann sjálfan skorti, en til þeirra dygða var hann nú farinn að stunda með þeim nýja hug, sem vaknaður var í honum. Því að þær vik- urnar sem Ben hafði lifað við aðhjúkrun Barneys og einkum við þann anda, sem í Mylnunni ríkti, höfðu kviknað og örfast nýjar hvatir og ný sókn- arlöngun í brjosti hans. - 1 15 5 5 Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STPAXI Dr.R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Sxrg&ans Eng., útskrifaður af Royal Colleg* c4í Physicians, London. Sérfræðiiigcjj í brjóst- tauga og kven-sjúkdómum Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Por Ave. (k móti Eaton’s). Tals M. 8x4, Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. J0HNS0N og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræðingar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue Áritun: P. O. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg ULArUK LAKUbaON °g _ BJÖRN PÁLSSON :: YFIRDÖMSLÖGMENN Annast IögÍTaeðisstörf á Islandi fyrir < \ Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og < ► hús. Spyrjið Lögherg um okkur. Reykjavik, . Iceland - ' P. O. Box A 41 GARLAND & ANDERSON Arni Anderson E. P. Garlaad LÖGFRÆÐINGAR 801 Electric Railway Chambcrs Phone: Main 1561 Joseph T, Thorson íslenzkur lögfræðingur Arltun: MESSRS. McFADDEN & THORSON 706 McArthur Bulldlng Winntpeg, Man. Phone: M. 2671. Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telephone oarrySSo Officb-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 776 Victor St. Tklephone GARRY 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON Office: Cor, Sherbrooke & William rELEPHONEl GARRY 32« Office-tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimi I: Ste 2 KENWOOO AP T’S. Maryland Street Telephonei GAARY T63 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka ánerzlu & a8 selja meSöl cftir forskrlpimn la kna. Hin beztu meSöl, sem hægt er aS eru notuB eingöngu. pegar þér korntt meS forskriptina til vor, meglC þ*F vera viss um aS fá rétt þaS sem inka. irinn tekur tll. COBCBEUGH & CO. Jíotre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phone. Garry 26 90 og 2691. Giftingaleyflsbréf scid. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J ó'argent Ave. Telephone óherbr. 940. ( 10-12 f. m. Office tfmar 1 3-6 e. m. I Þ9 e. m. — Hkimili 467 Toronto Street — WINNIPEG telephonk Sherbr. 432. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. dkdk.itkjik.4ikjÉk kkkkkk i Dr. Raymond Brown, I * i * í & * Sérfræðingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. 326 Somerset Bldg. Talsími 7262 Co-r. Donald & Portage Ave. Heima kl. io—12 og 3—5 *wwwmvwwmwww* A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. seinr líkkistur og annast □m út»:arir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Tale. He'míli Qarry 21 51 » Office „ 300 og: 375 H. J. Pálmason Chartered Accountant 807-9 Somers«t Bldg. Tals. M|. 273«

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.