Lögberg - 17.09.1914, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1914.
5
The Empire Sash & Door Co.
Límited
HENRV AVE. EAST
WINNIPEG
VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN
Fljót afgreiðsla.
Abyrgst að kaupendur séu ánægðir
KOL og VIDUR
ALBERT GOUGH SUPPLY CO. 4" THBuno
Building
Skjót afgreiðsla.
Lægsta verð.
TALSIMI:
M. 1246
greina. Sálgæzla í hælinu er alt
of alvarlegt mál til þess a?S sá hé-
gómi komist þar aS. Fyrir mitt
leyti væri mér alveg sama hvort
sálgæzlan væri í höndum kirkju-
félagsins islenzka, iúterska, eSa í
höndum annara kristinna manna
sem utan þess stæSu, aöeins aS
hún væri ekki, eSa sem minst, í
höndum þeirra sem hafnaö hafa
aSalefni kristinnar truar, en fara
meS villu og boSa ósannindi i
þess staS. En um ekkert slíkt var
aS ræSa. Eina miSlunin er fram
kom var sú er hr. Skafti Bryn-
jólísson kom meS á fundinum 14
febrúar 1912, um, aS Lúterstrúar-
menn og Unítarar kæmu sér sam-
an um aS gefa frá sér alla andlega
umsjón og fá hana ný-guSfræSing-
unum í hendur. BoSi því var
svaraS því einu, aS eg spurSi hr.
Skafta aS hvort hann mundi' gera
sig ánægSan meS þaS og kvaS hann
svo vera afdráttarlaust. Þótti mér
koma þarna fram meiri þekking á
nýju guSfræSinni hjá herra Skafta,
en eg hafSi búist viS, en hins vegar
lét eg þá alls ekki uppi mitt álit
á þessu tilboSi. Frásagan í Hkr.
15. mai 1913. af fundi þessum, er
því villandi, þar sem sagt er aS
eg hafi svaraS tillögu þessari því,
“'aS hún væri öllu skaölegri en þó
aS allir flokkarnir væru látnir þar
aS öllu jafnt ráSandi". Svo er
sagt aS eg hafi “hafnaö gersam-
lega" þessu tilboSi. Vér nefndar-
menn gerSum hvorugt: ganga aS
því né hafna því. Raunar væri
þaS víst, aS nýfræöaklerkur væri
engu betri sálusorgari en Unítara-
prestur. Huggun og hjálp i dauS-
anum væri jafn ónýt og léttvæg
hjá báöum. En væri um þaS aö
ræSa, aö góöur leikmaöur skyldi
sjá um guSfræSisiökanir í hælinu
— og eg se ekki því þaö gæti ekki
vel komiö til mála — þá væri alt
ööru máli aö gegna. Kæmi ein-
hver meS þá tillögu, aö leikmaöur
úr L’nítarasöfnuSi skyldi stýra þar
guöfræöisiökunum, þá mundi eg
‘"‘hafna því gersamlega”, hversu
góSur drengur sem sá maSur
væri og hversu vel sem mér væri
viö hann. Eg mundi hafna því boSi,
sökum þess, aö eg gæti ekki bú-
ist viö aö leikmaStirinn stæöi feti
framar, trúarlega, en presturinn
hans. Báöir heföu yfirgefiS
kristna trú og heföu engan sálu-
hjálpar boSskap aS bjóSa. ÞaS
gœti veriö alt ööru máíi aö gegna
um leikmann úr söfnuöi er hefSi
nýfræSaklerk fyrir prest. Hann
gæti staSiö presti sínum langt um
framar sem trúmaöur og sálu-
sorgari. Því þaS er víst alveg
áreiöanlegt, aö fjöldi af fólki í
söfnuöum nýguöfræöinganna hefir
sömu trú og þaS haföi. ÞaS eru
prestarnir sjálfir sem verst eru
komnir. ÞaS væri því vel mögu-
legt að finna mætti mann í ein-
hverjum söfnuöi nýguöfræSinganna
sem hæfur væri til aö sjá um gub-
ræknisiökanir i svona stofnun.
Hann væri nefnilega hæfur til
þess af þeirri einföldu ástæSu, aö
hann væri ekki sjálfur kominn út
i efasemdafræöi nýju guSfræöinn-
ar. heldur héldi enn viS lifandi
kristindóm, þrátt fyrir þaS, aS
hann af einhverjum óeölilegum,
ytri ástæSum, enn væri þarna í
söfnuöi. MeS þessum skilningi á
boöi herra Skafta og meö þessum
skilyrSum fyrir hendi, gát vel
komiS til mála aS miölunarboö
hans heföi veriS þegiö. En naum-
ast mundi hann þá né félagar hans,
vilja eiga viS oss slík kaup. Því
þaö er víst nýja guSfræöin eins og
hún er hjá nýfræöaklerkunum,
sem þeim gezt aö, en ekki trúin
eins og hún er enn hjá mörgum
þar í söfnuöunum. Svo eftir alt
saman heföi hér Iíklega um enga
miSlun veriö aö ræöa.
Eins og eg mintist á í byrjun
þessarar ritgeröar, er margt um|
mál þetta búiö aö segja síöan þaö
var rætt á fundinum 14. febrúar
1912. Nærri alt þaö sem á prent
hefir komiS hefir staöiö í Hkr.
Hnútur ekki svo fáar hafa' manni
sendar veriö úr þeirri átt. EkkiJ
skal neitt undan þvi kvartaö.
Hnútunum er maöur vanur og
býst viö þeim. ÞaS er svo mörg-
um betur lagiS aS senda hnútumj
en beita röksemdum, aö maSur má j
alt af eiga þeirra von. HirSi eg
ekki um aS eltast viS þessháttar
kveSjur. En þaö er eitt atriöi í
löngum samsetningi í Hkr. 23. júlí
s. 1., eftir einhvem Jónas Þor-
bergsson, sem ekki er rétt aS ganga
framhjá. Þar er nefnilega sagt,
aS eg, á fundinum 1912, hafi kom-
iö meö þá vitfirringslegu staöhæf-
ing.aö Lúterstrúarmenn einir yröuj
hólpnir. Orðr^étt er klausa sú j
þannig: “bygSi hann kröfu þessa
á þeim grundvelli. aö í guSsoröi
væri ekkert fyrirheit um þaö, aö
neinir aörir en þeir sem játa lút-
erska trú, yröu hólpnir annars
heims”. Liklega hefir Jónas þessi
hlaupiö hér á sig. þvi eg vil ekki
ætla honum, aö koma vísvitandi
meö svona staSlaust rugl. Man eg
ekki til aö' eg hafi nokkurn tíma
heyrt nokkurn mann koma meö
svona frámunalega heimsku eöa
gera sig sekan í jafn fáránlegri
þröngsýni sem mér er hér á brýn
borin. Og ekki vil eg láta ætla
mér aö eg sé þaS heimskari og
þröngsýnni en allir menn aörir, aö
eg komi meS svona fráleita kenn-
ing. AfbiS ég því meö öllu þessa
sæmd af hendi Jónasar. — Spurn-
ingum J>eim er hann bendir aö mér
í áöurnefndri ritsmíS, býst eg ekki
viö aö svara aö sinni, af þeirri ein-
földu ástæSu, aö þær viröast ekki
vera spumingar, heldur nokkurs
konar lestur yfir mér í tilefni af
þeirri óbilgirni og þeim þorpara-
skap, er eg hafi sýnt í þessu ínáli
og líklega víöar. Sá lestur er ekk-
ert lakari en margt annaö sem kem-
ur í Hkr. og er því sizt nokkuS
verulegt að honum aS finna.
Því einu vil eg nú bæta hér-vlö,
sem ]>ó ]>egar er kunnugt, aö gam-
almennahæliö á aö byrja á þessu
komandi hausti. Svo langt er þó
framkvæmdum komiö í því máli.
A eröur hæliS öllum jafnt opiö.
hverjar svo sem trúarskoSanir
kunna aö vera. Er þá ekki ósenni-
legt. aö ergelsi þaS sem ýmsa þjá-
ir út af ntáli þessu, smá hverfi,
og fólk meS tíS og tíma átti sig á
aS betra verk og þarfara sé aö
rétta fyrirtækinu og stofnuninni
hjálparhönd, en aö vera út í þaö
óendanlega aS ryfja upp þaö sem
menn hefir greint á um fyrir-
komulag hælisins og um hluttöku
ýmissa svokallaöra flokka í stofn-
un þess og viöhaldi. Getur maöur
því haft þá gleSilegu von, aö stofn-
an ]>essi veröi monnurn, öldruöum
og þreyttum löndum vorum, körl-
um og konum, friösælt og þægilegt
heimili, og aö mörgum þeirra sem
guS hefir blessaö meS efnalegri
velgengni, veitist sú náS, aS leggja
fram fé stofnaninni trl handa. ÞaS
sem nú er um aö ræöa er ekki hvaS
heföi ef til vill mátt vera, ef þessi
eöa hin skilyröi hefSu veriöi fyrir
hendi, heldur liggur nú fyrir aö
byrja hæliö og reyna af fremsta
megni aö láta þaö veröa aS tilætl-
uöum notum.
Vonandi er aö hvorttveggja
takist og aö gamalmennahæliö
veröi þjóöflokki vorum yfirleitt til
sóma og þeim sem þaö er sérstak-
lega ætlaö til mikillar blessunar.
Árborg, Man., 2. sept. 1914.
Jóhann B jarnason.
*
Avarp.
Fáein orö til fræöslu um skóla
kirkjufélagsins, sem nú ber nafn
Dr. Jóns sál. Bjamasonar, eru
yöur, kæru landar í Vesturheimi,
meö þessum línitm send. Eg vona,
aö þetta veröi ykkur kærkominn j
gestur, aö yöur langi til aö kynn-j
ast skólanum og þér viljiö gefa oss
kost á því, aö sannfæra yöur um'
nytsemi hans. j
Skólinn kennir þaö, sem kent er.
i undirbúningsdeild fyrir latínu-
skólanám i Manitoba-fylki, sömu
námsgreinir, og vonast hann til aö
geta leyst þab verk eins vel af
hendi og þaö er annarsstaSar
gjört. Það þarf aö taka þaö
fram með áherzlu, aö vér gjörum
tilkall til aö leysa þaö verk eins vel
af hendi og aðrir. GóSur árangur
af skólanámi er ekki kominn undir
stærö skóla eöa miklum nemenda-
fjölda, heldur góSri kenslu og rétt-
um áhuga nemenda. AS sjálf-
sögSu er ekki alt komiö undir kenn-
urum. ÞaS má segja, aS stærsta
atriSiS sé vilji og hæfileikar nem-
anda.
En þess vegna biöjum vér ís-
lenzkt fólk aS koma til vor, aö vér
gjörum meira en þetta, sem nefnt
hefir veriS. í viöbót viS þaö kenn-
um vér íslenzku og kristindóm.
Þetta eru tveir hyrningarsteinar,
sem lagSir voru í byrjun, og þeim
má ekki hagga meSan þessi skóli
stendur. Vér viljum láta skóla
vorn styöja aö því, aö hin unga
íslenzka þjóö vor í þessari heims-
álfu geti veriS “sjálfri sér trú.”
ÞaS veröur alls ekki gjört, nema
meö þvi, aS leggja rækt viö það
“lán”, sem “býr í oss sjálfum”,
hinn þjóöernislega, krlstilega arf
vorn. Á þeim grundvelli getur
nytsemi vor sem meölimir þess
þjóðfélags, er vér tilheyrum hér,
hvilt. Sá, sem lærir að þekkja
sjálfan sig, er á góöum vegi með
aS veröa öörum aö liði.
Engri óbilgimi er beitt við nokk-
urn nemanda i trúarefnum. en
leitast er viö að láta þar ríkja hinn
hreina og frjálsa kærleiksrika anda
lCrists.
Kennarar á skólanum, nú ráSn-
ir eru: séra Rúnólfur Marteinss'on,
B.A., B.D., skólastjóri, og séra
Hjörtur J. Leó, M. A. Auk þeirra
veröa kennarar í viðbót ráðnir eft-
ir þörfum.
Öllum fyrirspurnum skólanum
viSvikjandi veröur svarað af und-
irrituðum. Bezt væri, aö allir þeir,
sem hafa í huga aö sækja skólann
næsta vetur, sendu skólastjóra um-
sókn um inngöngu.
Næsta vetur. eins og hinn sið-
asta, veröur skólinn haldinn i
Skjaldborg á Burnell stræti í
Winnipeg. Hr. Thorsteinn Odd-
son, eigandi hússins, lánar skólan-
um það algjörlega endurgjalds-
laust. En vonandi liöur aö þvi
fljótlega. aö skólinn fái sitt eigiö
hús.
Skólinn er ekki einungis fyrir
þá, sem ætla sér æöra skólanám,
heldur einnig fyrir þá. sem þyrstir
em í fróSleik, fróöleiksins sjálfs
vegna og sökum þeirrar nytsemi,
sem sá fróöleikur, eða sú þekking,
veitir. Alt slíkt námsfólk bjóöum
vér velkomiö til aö njóta þess, sém
vér getum veitt.
Skólinn byrjar 1. Október og
stendur til Mailoka. Bezt er fyrir
þá, sem vilja hafa full not af skól-
anum, aS koma í byrjun og vera
allan tímann; en styttri tími getur
komiS aS notum, sérstaklega fyrir
þá, sem ekki ætla sér latínuskóla-
nám.
Allar Islendingabygöir í Vestur-
heimi sem nokkuö kveöur aS, ættu
aö senda nemendur á skólann í
haust. Engin af hinum meiri bygS-
um vorum ætti aS vera útundan.
Og má vera, aö hinar minstu veröi
ekki á hakanum. Reynum, Islend-
ingar, til þess aö vera samtaka,
“allir eitt.”
Viröingarfylst,
Rúnólfur Marteinsson.
skólastjóri.
493 Lipton St., Winnipeg, Man.
REGLUGJÖRÐ
fyrir mentastofnun Hins ev. lút.
kirkjufélags ísl. i Vesturheimi
1. gr.—Nafn: Jóns Bjarnasanar
skóli éjón Bjarnason Academy.J
2. gr.—Skólinn er íslenzk, Iút-
ersk mentastofnun. Kristindómur
og íslenzka eru því tveir hyrningar-
steinar í kenslu og áhrifum skól-
ans. Almenn fræSsla veitist þar
einnig, og verSur hún miSuö við
þarfir einstaklinganna, eftir því
sem unt er, svo vestur-íslenzkum
almenningi megi aS sem mestu
gagni verSa, og aö sönn kristileg
menning þjóöflokks vors i Ame-
ríku megi hljóta sem mestan stuðn-
ing af skólanum.
3- Sr-—Kristindómur og islenzka
skulu vera sjálfsagðar námsgreinir
fyrir þá, sem skólann sækja, nema
kennararnir veiti undanþágu.
4. gr.—Skólinn er fyrst um sinn
í tveimur aöaldeildum: (A) Deild
fyrir þá, sem búa sig undir latínu-
skólanám i háskóla Manitoba-fylk-
is: og f'B) Deild fyrir þá, sem
vilja afla sér almennrar fræðslu.
5. gr.—Lestrarskrá í A-deild:
Fyrsti bekkur:
1. Latína.
2. Reikningur (aherzla lögð á
hugarreikningj.
3. Enska fmálfræöi, leskaflar,
ritgjöröir, réttritun).
4. Saga og stjómarfar Canada.
5. Skrift.
Ofanskráöar námsgreinir eru
skyldugreinir ákveðnar af menta-
máladeild Manitoba-fylkis. Auk
þess ákveður hún, að nemandi
skuli velja sér einhverjar tvær af
þeim, sem nú skulu taldar:
6. Islenzka.
7. Þýzka.
8. Náttúrufræði.
9. Gríska.
10. Franska.
Allar þessar námsgreinir em kend-
ar á skólanum og auk þeirra veit-
ist þar:
11. Kristindómsfræösla.
Annar bekkur:
1. Latína.
2. Reikningur flokiö viö reikn-
ing).
3. Enska (málfræSi, leskaflar,
ritgjörSir, réttritun).
4. Bókstafareikningur.
5. Flatarmálsfræði.
6. Saga Bretlands.
Þetta eru skyldugreinir, ákveönar
fyrir þennan bekk af mentamála-
deild Manitoba-fylkis. Auk þess
ákveSur hún, aS nemandi skuli
velja sér einhverjar tvær af þeim
greinum, sem nú skulu taldar:
7. Þýzka.
8. íslenzka.
9. NáttúrufræSi.
10. Gríska.
11. Franska.
Athugagr.—f þessari deild em
kendar allar þær námsgreinir, sem
þurfa til prófs í Manitoba í sam-
svarandi bekkjum, hvort heldur er
fyrir þá, sem búa sig undir latínu-
skólanám eSa kennaraleyfi.
6. gr.—Lestrarskrá í hinni al-
mennu fr<eSsludeild:
1. Reikningur.
2. Bókfærsla.
3. Enska (málfræöi, leskaflar,
ritgjörðir, réttritun).
4. fslenzka Gmálfræöi, leskafl-
ar, ritgjöröir, réttritun og
saga íslands).
5. Mannkynssaga. .
6. Kristindómsfræösla.
7. LandafræSi.
Af ofanskráöum námsgreinum er
ætlast til aö hver nemandi stundi
reikning, ensku, íslenzku og krist
indómsfræSslu, en velji úr hinum,
í samráöi viö kennarana, eftir
ástæöum.
7. gr.—Auk þessara aSaldeilda
skal einnig vera kveldskóli, þrjú
kveld í viku, fyrir þá, sem vilja
læra ensku, ogj eins fyrir þá, sem
vilja læra íslenzku.
8. gr.—Skólinn byrjar 1. október
ár hvert og stendur til Maíloka,
meS hér um bil tveggja vikna frii
um jólalevtið.
9. gr.—Þótt til þessa skóla sé
stofnað af Hinu evangeliska lút.
kirkjufélagi íslendinga I Vestur-
heirni, býSur það þeim, sem ekki
eru meðlimir þess, algjörlega jafn-
an rétt viö sina eigin meölimi,
bæöi aö því er snertir upptöku í
skólann og eins alt nám og öll
hlunnindi í honum.
10. gr.—Inntöku-skilyrði i allar
deildir skulu vera: gott siðferði,
Iestur og skrift. Enn fremur veröa
þeir, sem ætla sér aS komast i
A-deildina. að hafa fengiö barna-
skólamentim eSa þaS, sem jafn-
gildir henni. lynginn veröur tek-
inn inn í skólann yngri en 14 ára,
nema meS sérstöku leyfi skóla-
stjóra.
11. gr.—Þeir sem stunda nám
á skólanum skulu greiSa skóla-
gjald, að upphæö $36.00 fyrir alt
skólaáriö, og skal þaö greitt fyrir
fram, að minsta kosti helmingur
þess, en siöari helmingurinn ekki
seinna en þegar kensla byrjar eftir
jólafriiS. Þeir, sem sækja kveld-
skólann. skulu greiSa $2.00 í byrj-
un hvers mánaSar.
12. gr.—Próf skal haldiB i skól-
anum fyrir alla nemendur áöur en
skóla er slitiö fyrir jólafrí. Nem-
endur i öðrum bekk A-deiIdar
ganga undir vorpróf það, sem
mentamáladeild Manitoba-fylkis sér
um. Enn fremur heimtar hún próf
í hugarreikningi og sögu og stjóm-
arfari Canada í fyrsta bekk. Aö
öðru leyti sér skólitm sjálfur um
vorpróf nemenda.
13. gr.—Allir nemendur veröa
aS hegða sér meö siðprýði og kurt-
eysi. Einnig veröa þeir að leggja
rækt viS námiS. Vísa má burt úr
skólanum, eftir samhljóSa úrskuröi
kennaranna, hverjum ]>eim nem-
anda, sem alls ekki fæst til aö
teggja rækt viö námiö, eða þeim,
semi meS framkomu sinni hefir
spillandi áhrif á skólann.
14. gr.—Opinber guöræknisat-
höfn skal fara fram í skólanum á
hverjum kensludegi.
15. gr.—Skólastjóri hefir aðal-
umsjón meö skólafyrirtætynu og
annast um kenslu í skólanum og
framferði nemenda, en æðsta vald
í sambandi viö þessa stofnun hefir
skólanefndin, kosin af Hinu evan-
geliska lúterska kirkjufélagi ts-
lendinga í Vesturheimi.
Kvennaslagur.
Flutt á lokafundi eyifirskra kvenna
21. Júní 1904.
StirSnuö orð á öldungs tungu;
aldinn halur líkist draugi
þeim, er yfir grimmu gull i
Komizt átram.
meS >vl aS ganga á Success Business College á Portage Ave.
og Edmonton St., eSa aukaskólana I Regina, Weyburn, Moose
Jaw, Calgary, Lethbrdge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouv-
er. Nálega allir íslendingar I Vestur Canada, sem stúdéra
upp á verzlunarveginn, ganga á Success Business College.
Oss þykir mikiS til þeirra koma. þeir eru góSlr námsmenn.
SendiS strax eftir skólaskýrslu til skólastjóra,
F. G. GARBUTT.
President
D. F. FERGUSON,
Principal.
grúfir einn í köldum haugi.
Ár og öld sitt gull hann geymir,
getur ekki dáiS frá því;
fyrir þaS kraft og sálu sekli,
svo aö dauöur liggur á því.
Aldinn líka líktist straumi;
lækur var hann fyr í hlíðum
hjalandi viS hagablómin.
hoppandi meS rómi þýöum.
Nú er hann oröinn eins og móða,
elliþung af leik og töfum
stikar hún meö stiltu falli,
stefnir fram aS reginhöfum.
Þannig, stúlkur, er jeg orðinn;
ungur þóttist víkingsmaki,
hló aS háska, réöst á risa,
reyndi mig á Grettis-taki.
Þóttist vera hukur, hani,
hetja, skáld og páfagaukur,
leikinn eins og kiö og kálfur,
Kjartan. Gunnar, ættarlaukur.
Samt í flokki fríöra snóta
furSaöi mig hvaS oft og tíðum
fáar dýrar drósir vildu
dilla mér meS augum blíöum.
Einu sinni sá eg meyju
senda geisla vissum stráki,—
sjafnar geisla sveitalubba,
sem mér fylgdi. Hann hét Láki.
Sá eg aS hann allur engdist
eins og væri þrumulostinn,
og mér fanst sem í mér innan
einhver strengur væri brostinn.
Óöara samt eg herti hugann.
“HvaS er aö ? þú fölnar, dæsir,”
sagði eg hljótt, “því þessi, þessar,
ÞaS eru hænsni, tómar gæsir,
Síðar læröi eg samt aS þekkja
svanna betur. einkum stilta;
sumar urðu sálfræöingar,—
sérilagi aS þekkja pilta.
Eitt er víst, aö áöur nefndur
aula-bárSur, feimni-Láki,
þótti síðar þjóðmæringur;
þetta litla varö úr stráki.
Sú, er brosti bezt við snáöann,
bæti jeg viS, hún varS hans kona,
og svo mamma, aÖ eg heyrði,
átján, ef ei nítján, sona!
HvaS varð eg? Sem inti’ jeg áSan
allir gamlir verða draugar;
geta þó með guSs hjálp orSiö
gróöursælir búmanns haugar.
En eg má ei æfintýri
um mig sjálfan heldur sleppa—
ofurlitlu eftirdæmi,
ef um snótir piltar keppa:
Dansa skyldi. Drósir sátu
dáöum prúöar ööru megin;
viS á móti státnir stóðum
stássmeyjunum mikillátu.
Eg í miöi, maskinn, sigldur,
maöurinn ungi hugum prúöi,
hnarreistur í hvítu vesti.—
HvaS þá? Brennheitt sjókólaöi!
Eg var aS stara á hana—hana. (
HvaS koin mér viö slíkur skolli ?
HvaS var England, Arabía? I
Ekki meira‘ en kaffibolli!
Sem í blindni bollann greip eg,
bar viS vör og sopa gleypti.
Og í sama — eilífi drottinn I
öllu á hvíta vestiS steypti!
HvaS mér varð, og hvaS eg gerSi,
hirSi eg lítiS um aS skrifa;
en þegar eg sá hana hlæja,
liljóp eg burt og vildi’ ei lifa I—
Sextíu ár eru síðan liðin.
Svona gengur lífiS unga.
HvaS oss þessar konur kosta
kennir engin mannleg tunga.
Konan — því hún eldist aldrei —
er þaS tákn, sem seint má skýrast;
en meö gollum, brestum, brellum
bezta gull vort er og dýrast.
CANADA;
FINEST
TMEATBp
VIKUNA FRA 14. SEPT.
verSur leikinn hinn mikli sorgar-
leikur frá Drury Lane
„The Whip"
Kemur beint frá tveggja Sra sýningu
á Drury Lane leikhúsinu, I London á
Englandi og eins árs i Manhattan
leikhúsinu í N. Ýork.
Sjáiti bila-áreksturmn, hiö mikla
járnbrautarslys, átakanlegu kappreiS-
arnar, vax-sýningu Mme. Tussaud’s,
kynbótahesta, i fjórum þáttum og 13
spennandi sýningum.
Póstpantanir nú þegar
Sala í lelikhúsi byrjar á föstudag
kl. 10. —Kveltl $2 til 25e. Mats. $1.50
til 25c.
Yngismeyjar, kæru konur,
komum nú og hjölum saman,
því af blíöu kvenna kyni
karlinn enn þá hefjr gaman.
Til er nokkuS æðra eölis,
ungra sem í brjóstum leynist,
einkurn þó hjá andans börnunt—
eitthvert gull, sem lengi treynist.
Þótt þaS fylgi þeim í haugpnn
þetta gull, sem kappinn átti,
hinn þaö fær, sem hauginn rvfur;
Hel þaS aldrei verja mátti.
Lítinn á eg auðinn, svannar,
en þaö litla vildi jeg biðja,
aö þiS skiftuö. elsku brúSir,
ykkar milli dætra og niöja.—
Svo er annaS efni ljóða,
eg sem vildi’ á lofti henda,
og á þaö, sem ungur væri’ eg
ööru sinni, glaöur benda.
Nýr og fagur nýársdagur
nú er runninn öllum konum,
frelsis-hagur friöar-bragur
fremri öllum gömlum vonum!
Og þann dag eg einnig eygi
eins og rönd á himinboga,
er fyrir margra ungra sjónum
allur himinn sýnist loga.
Því ei það? Mér sjálfum sýnist
sama, » trúnni, þótt eg viti
enn sé nótt um víöa veröld,
varla nokkuS brugðið liti .
“Meira frelsi — meiri skyldur!”
markað er á fánann nýja.
Lengi vel þótt voriS byrji
veöur sólin milli skýja.
Gaman er um sigur syngja,
sjá í anda búinn slaginn;
annað er, meö sollnum sárum
sverö að reiSa allan daginn.
Áfram samt og óttist ekki;
alt hið stærsta’ er smátt í fyrstu;
veljiS frelsiö fremst af öllu;
fyrstir veröa loks þeir yztu.
Trúarþrek og þolinmæSi,
þau voru lengi vopnin kvenna
meöan uröu lágt aS lúta
lögum harðra drýsilmenna.
BráSum fer aS batna tíðin,
brúðir fá sinn rétt aö lögum,—
fyllri rétt en fylkis dætur
fengu á lands vors beztu dögum.
Meiri rétt og meiri skyldur!
MuniS þaS og gleymið eigi.
Beriö allar brúökaups klæði
björt á ySar frelsisdegi!
Því, ef frelsiö fæst, skal kunna
frelsis gæSa rétt aS neyta:
kunn hóf og kærleiks mildi,
kunna illu’ í gott aö breyta.
Kunna aS gera kot aS höllu,
kunna beztu ráS viS öllu,
kunna boSorS Krists aS fylla,
kunna eigiS skap aS stilla.
Kunna aS þekkja kraft hins góða,
kunna að mýkja heiftir þjóöa,
kunna aS sefa kíf og greining,
kunna aS vefa fasta eining.
Finna upptök allra meina,
endurlífga dauSa steina.
læra þar til elskan æSsta
allir sjá aS sé hið stærsta
HvaS skal stolta styrjar mergðin?
Stúlkan á aö brjóta sveröin!
Hún á að segja: “Hér sé friður.
HættiS, piltar vopnin niður.”
Loks á hún aS ala og aga,
æöri þjóS en vorra daga,
allan helming heimsins laga;
hennar er sú nýja saga.
Hvar sem einhver kona kennir
kvala sinna móSurpínu,
kveikir guS á litlu ljósi
líknarhár i ríki sínu.
Konur, má eg minnast hennar,
mig sem fyrst réS örmum vefja,
brosti fyrst og blíðast kysti:
Blessuð sé hún meðal kvenna!
Ekki af bókum, heldur henni
hef eg lært, aS guö er góSur;
mest og bezt frá hennar hjarta
hefir runniö lífs míns óður.
MóSirin sínum megi fylgir
mitt í gegn um syndakafiS;
faðirinn heima mæddur mænir,
móðirin fer og signir “drafiö.”
Vitið konur, muniS meyjar,
mörg er köllun yöar tíma;
stærst þó sú, er hæst af hæöum
heyrist gegnum drottins “síma”.
Röddin sú er konum kennir
kærleiksundriS góðrar móSur,
undriS, sem er undirstaða
alls, er heitir menning, gróöur.
Undirstaöa alls er heitir
andans leiS til sigurhæða
alls, sem heitir opinberun
æSra heims og sannra gæða.
Undirstaöa alls, sem lyftir,
elskunnar, sem laSar, tyftir
jafnt meö börnum brauði skiftir,
böndum dauöans loksins sviftir.
Þá er veröld þessi farin,
þróist ekki kvennaskarinn;
komin sól í kaldan marinn.
Konan geymir lífsins arinn.
YSar félag efli, hressi,
auki, styðji, gleöji, blessi
blessan guös! En bragur þessi
V>rotnar hér í miöju versi!
Matth. Jochunisson.
1000
manna, sem oröiö hafa
heilsulitlir, hafa haft stór-
mikiö gagn af hófsamlegri
brúkun á
DREWRYS
Redwood Lager
Hreinasta malt-tonic
Æfinlega eins á bragö
iö og jafn góöur.
REYNIÐ ÞAÐ
* ^WS^V’^V^WWi
J. J. BILDFELL
FASTEIGn asali
Room 520 Union Bank
TEL. 2685
Selur hús og lóOir og annast
alt þar aðlútandi. Peningalán
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Korni Toronto og Notre Dame
Phone
Qarry 2988
Helmlll*
Qarry 899
Thorsteinsson Bros.
& Co.
Eyggja hús. Selja lóðir. Útvegs
lán og eldsábyrgö.
Fónn: M. 2092. 815 Somenet BU(
lieintaf : G .73«. Wlnnipeg,
Þetta erum vér
The Coast Lumber
Yards, Ltd.
185 Lombard St.
Phone Maln 765 prjú “yarda”
Walker Leikhúsið
“The Whip”, sem sýndur er á
Walker þessa viku, er jafnvel hinn
áhrifamesti leiöur, sem sést hefir
KARLMENN ÖSKAST. —
Fáið kaup meðan þér lærið. Vor
nýja aðferö til aö kenna bifreiöa
og gasvéla meöferS er þannig, að
þér getiB unnið meöan þér eruð aö
Iaera. Þeir sem læra í vorum
vinnustofum, vinna viS bifreiðar
og gasolinvélar. Þeir sem tekið
hafa próf hjá oss fá frá $5 til $7
á dag. Eftirspum hefir aldrei ver-
iS meiri. Vér ábyrgjumst stöðu,
ef þér viljiö byrja lærdóminn inn
an næstu 10 daga. Komið strax.
Komiö eöa skrifiö eftir ókevpis
skýrslu meö mvndum. The Omar
School. 505 Main Street. Beint á
móti Citv HaJI. Winnípeg.
á síöustu árum. Til þess aö gefa
fólki hugmynd um, hve stórfeng-
legur hann er, má geta þess, aö síö-
asta föstudagskveld voru öll Ieik-
áhöld Walker leikhússins flutt út,
til þess aö tækjum þeim, sem þess-
um leik tilheyra, yröi fyrir komiö.
Þegar þess er gætt, hve rúmgott
Walker leikhúsiö er, geta menn
gert sér i hugarlund, hve stórfeng-
legur leiöurinn muni vera. “The
Whip” er í raun og vem merkileg-
asti leikurinn sem Driírv "Lane
hefir sýnt fólki. Leikurinn er i
fjóram þáttum og þrettán atriðum.
“Maninee” síðari hlutann á laug-
ardaginn.
"Penevv keys to Baldpate” er hið
einkennilega nafn sem Mr. Cohan
hefir valiS síSasta gamanleik sin-
um. Sá leikur verður sjTidiir á
Walker vikuna frá 28. september.
Þar er blandað saman leyndar-
dómsfullum atburðum og gamni,
einn af ]>essum fjölbreyttu leikj-
um, sem höfundinum er svo vel
lagiö aS semja.
í Nevv York var sagt um þenn-
an leik, aS i langan tíma heföi
aldrei veriS hlegiS jafnmikið í
leikhúsum og þegar hann var sýnd-
ur.
Atburðimir reka hvem annan
meS svo miklum hraöa, aB áhorf-
endurnir hafa varla við. Höf-
undurinn hefir blandað svo snild-
arlega saman hlægilegum atburð-
um og alvöruþmnginni ást, að þaö
hlýtur aö hafa holl og góð áhrif á
áhorfendurna.
ASgöngumiöar sendir meö póst-
föstudaginn 25. september.
um nú þegar. Sætasala byrjar
1