Lögberg - 29.10.1914, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 29. OKTÓBER 1914.
Hálffiðraður fer hann —
fleygur kemur hann
aftur. Látið taka góða
mynd af honum áður en
hann fer út í víða verölch
áður en aldurinn hefir rist
rúnir sínar á andlit hans
og máð af honum æsku-
blæinn. Ef þér finnið ljós-
myndarann í dag^>á verð-
ur yður hughægra a eftir.
Það er ljósmyadari
í borg yðar
o*4
490 Main St.
Austur í blámóðu
fjalia.
Ferðasaga
eftir
Aðalstein Kristjánsson
Sunnudaginn þann 12. Júlí komum
vitS til Færeyja. fikki fundum vi'ö
þar neinn Sigmund Brestisson, en
þess þóttumt við fullviss, aö þar
væri fleiri en einn Þrándur í Götu.
Fólkið er fremur þunglyndisiegt og
þreytulegt, og ekki leynir þaö sér,
aö þaö hefir við fremur erviö kjör
að búa. Margt af því var fremur
snoturlega til fara, og ekki óvið-
feldið. Allmörg snotur hús voru i
þessu þorpi, Vaag, og allmikið af
ræktuðu landi þar t kring; en mest
af hæðununt var hert og gróðurlítið
og víða standberg og stórgrýti með
sjó fram. Talsvert marga nautgripi
sáum við þar báðum megin við höfn-
ina, nokkrar kindur og alifugla, og
ein þrjú eða fjögur hross. En flest
virtist það vera fremur rýrt og ekki
getur þar verið um mikinn landbún-
að að ræða.
Einn íslending hittum við þarna,
Kristján S. Magnéfcson ; á hann fær-1 „eita, að Reykjavíkurbúar hafa gert
I höfuðstaðnum.
Til Reykjavíkur komum við kl. 6yí
síðdegis þann 15. Hafði eg ekki
orðið svo frægur, að sjá höfuðstað
okkar íslendinga áður. Við héldum
til á Hótel ísland; er þar mikið
fremur lagfega frá öllu gengið, sam-
anborið við bæi af svipaðri stærð hér
í Canada; herbergin eru björt og
rúmgóð, en ekki er bað í neinu hóteli
á íslandi enn sem komið er /eftir
þvt, sem mér var sagtý, og er það
mikill ókostur. Ekki ætti það að
vera ýkja mikill kostnaður fyrir
stærri greiðasöluhús, þar sem vatns-
leiðsla er á annað borð, og ekki
bregður manni eins mikið við neitt,
þegar maður kemur í kaupstaðina á
íslandi, eins og það, að geta ekki
fengið sér bað; það er svo heilsu-
samlegt og hressandi.
Það fyrsta, sem eg gerði eftir að
eg var búinn að losast við dót mitt,
var að labba upp að hinni alkunnu
skólavörðu, því það hafði mér skil-
ist, að þaðan væri einna bezt útsýni,
og var sú von að vísu uppfylt að
nokkru, en þó varð eg fyrir allmikl-
um vonbrigðum hvað útlitið snerti.
Reyndar hafði eg nú ekki búist við,
að það væri grösugt í kringum Rvík,
en að það væri eins hrjóstugt og það
bar mér fyrir augu, það hafði mér
aldrei til hugar komið; að maður sæi
hvergi æriegan grasblett fyrir utan
túnin, hvert sem litið væri, það hafði
mér aldrei getað skilist, eftir þeim
lýsingnm er eg hafði lesið af R.vík
og nágrenninu. Eg hafði oft verið
að velta því fyrir mér, hvar sterk-
asta sameiningaraflið væri að finna
á milli sveitabóndans og embættis-
manna og kaupmanna og kaupstaðar-
búa yfirleitt, og hafði eg vitanlega
ætíð komist að §ömu niðurstöðu, að
það sameiningarafl væri í því fólgið
að græða landið, túnrækt og garð-
rækt. Svo það voru meiri en lítil
vonbrigði fyrir mig, að litast um frá
skólavörðunni, og sjá hversu lítið
samband var á milli höfuðstaðarins
og bændastéttarinnar, og jafnframt
er það augljóst, að þar er mjög tor-
sótt að brjóta þá erviðleika, J>ví |)að
virðist vera afar víðlent svæði með
fram sjónum alt í kringum Reykja-
vík, sem eru að mestu gróðurlítil holt
og meiar og stórgrýtisurðir og mýr-
arflákar í stöku stað. Því er ekki að
eyska konu; tók hann okkur mjög
vingjarnlega, sýndi okkur í kring Og
bauð okkur heim til sín. Spilaði
hann og söng lög eftir sjálfan sig;
voru þau einkar lagleg og tilfinninga
rík; og geta þeir menn gert manni
meira gagn heldur en jæir, sem lítið
eða ekkert hafa að bjóða nema að
berja fram tilfinningasljóvan og
járnkaldan lærdóminn. Einnig sýndi
hann okkur málverk eftir sjálfan sig
og báru þau greinilega vitni um tals-
verðan listasmekk.
Frá Færeyjum lögðuin við upp
Jd. 6 að morgni þess 13. Það -er
einkennilegt, þegar kemur norðvest-
ur fyrir Skotland, livernig smá birtir
yfir hafinu—jafnvel þá þokuloft er
yfir; þá finst rhanni mikið bjartara
yfir og í kring jafnvel uin hádegi,
heldur en yfir Atlanzhafinu í svip-
uðu veðri. Við fengum bezta veð-
ur alla leið, að því undanteknu, að
|)að var talsverð |>oka að öðru hvoru.
“Þú hefir horft á hátign Jiá, ,
horft með glöðuin tárum,
þegar ísland enni brá
upp úr dökkum bárum."
Við sáum fyrst til lands klukkan að
ganga þrjú Jtann 14. Þokuslæðing-
ur var yfir svo það var dálítið ervitt
að átta sig, með því líka að við vor-
um all-langt frá landi; ])ó þóttumst
við nokkurn veginn viss um, að Jtað
væri Öræfajökull, sent við sáum fyrst
til; er það i Austur-Skaftafellssýslu.
En svo fól Jtokan J)ví sent næst aU
gerlega landsýn J>ar til við komum
til Vestmannaeyja.
stórvirki við það að brjóta upp holt
og urðir og rækta þar grasgefin og
blómleg tún. Og ef þeir bændur, er
næstir búa, leggja eins mikið kapp á
túnrækt og vitanlega jarðrækt líka,
J)á má vera, að samúðin og samvinn-
an aukist og sigurinn verði sameig-
inlegur við að klæða og rækta landið.
F.g hafði átt von á, að sjá dálitlar *>cs'su Slnnl-
Itændakerrur, sem alt af væru að
flytja algengar búsafurðir, mjólk og
rjóma, skyr og smér og osta til Rvík-
ur. En ])ar varð eg líka fyrir von-
brigðum; alt þesskonar er í miklu
smærri stíl en eg bjóst við, og mikið
erviðara er að kaupa algengar bús-
afurðir í litiu bæunum á íslandi held-
ur en í Winnipeg, sem hefir nærri
200,000 íbúa—og þó finna menn sárt
til Jjess, að hér í Winnipeg er mikið
rneira aðkeypt af ýmsu, sem hægt
væri að rækta hér í kring, heldur en
ætti að vera. Eg ætla ekki að fara
frekara út í þetta hér, en eg minnist
á Jiað síðar.
injðg bráðlega. Sýndi hann okkur í
gegn um allan spítalann og útskýrði
alt mjög greinilega fyrir okkur. öll
er byggingin úr steinsteypu í loft og
gólf, og mjög smekklega og hagan-
lega frá öllu gengið, og umgengni öll
hin bezta. Byggingunni hefir áður
verið lýst í blöðum hér fyrir vestan,
svo það þýðir ekki að vera að taka
það upp aftur hér.
Stjórn hælisins hefir fengist tals-
vert mikið við túnrækt, en það hefir
verið ervitt með áburðinn, því að fé
hefir vantað til fiess að kaupa kýr
fyrir, svo hælið hefir selt löðu, en
keypt aftur mjólk í mjög stórum stíl
—og er það vitanlega stór skaði, að
hælið getur ekki haft alla þá gripi, er
það gæti framfleytt. Það er stór
furða, hvað þeim hefir orðið ágengt
með túnrækt, því þeir hafa því sem
næst engan áburð haft nema það,
sem sótt hefir verið langt upp í
hraun í hellir, sem þeir íundu út að
hafði einhvern tíma í fyrndinni ver-
ið brúkaður til fjárgeymslu.
Ef eg man rétt, þá varð það að
samþykt í sumar að alþingi tæki að
sér hina fjárhagslegu hlið hælisins,
því ]>að hefir gengið mjög erviðlega,
að halda því uppi með því fyrir-
komulagi sem byrjað var með, nefni-
lega frjálsum samskotum og dálitlu
tillagi úr landsjóði.
Eftir að við höfðum beðið nokk-
urn tíma, þá komu þau hjónin Sig-
urður læknir Magpiússon og kona
hans til baka; tóku þau okkur mjög
hlýlega, og buðu okkur til kvöldverð-
ar og lánuðu okkur svo reiðhestana
sina til Reykjavíkur, sem voru mjög
skemtilegir. Fór ráðsmaðurinn með
okkur til að flytja hestana heim aft-
ur. Við höfðum farið gangandi, því
það er mjög erfitt að fá lánaða hesta
í Reykjavík, nema þá helzt keyrslu-
hesta, Okkur hafði sýnst það aðeins
svolítill spölur til að sjá frá Reykja-
vík upp að hælinu, enda væri það
ekki langt eftir beinni línu; en eg
held það hljóti að vera minsta kosti
fjórar mílur enskar eftir veginum.
A söfnum.
Mér ])ótti mjög ánægjulegt að
koma á landsbókasafnið og forn-
gripasafnið. Halldór Briem, sem
fyrir mörgum árum var hér fyrir
vestan og lengi var kennari á Möðru-
völlum, er bókavörður. Hafði hann
mjög tnikið gaman af að spyrja mig
að vestan; bauð hann mér heim til
sin, en því miður gat eg ekki komið
því við að heimsækja hann. Eg hafði
sterka löngun til að verja mikið
lengri tíma á báðum söfnunum, sér-
staklega forngripasafninu, en kring
umstæðurnar leyfðu það ekki að
Það þóttist eg sann-
andi sár.
Fornkunningjar.
Hjá sjúkum.
Daginn eftir að eg kom til Rvíkur
fór eg út á holdsveikrahælið, j>ví eg
vissi, að Jiar *ar kona, sem var ínni-
Ieg vinkona foreldra minna og okkar
bræðra, ]>egar við vorum að alast
færður um, með þvi fljóta yfirliti er
eg hafði, að ef allir þeir einkenni-
legu forngripir, sem tilheyrt hafa
kirkjum, biskupum og prestum á Is-
landi, væru teknir burtu, að þá yrði
ekki mikið eftir. Ánægjulegt er að
sjá, hversu vel þar er komið fyrir
ýmsum munum, sem hafa tilheyrt
Jóni Sigurðssyni og J>eim hjónum;
eru ]>eir geymdir þar í sérstöku her-
bergi. En svo var annað safn, sem
eg hlakkaði mjög mikið til að sjá, en
sem mér var sagt að væri komið sitt
í hverja áttina; það var safn Bene-
dikts Gröndals. íslend:ngar hafa
ekki átt marga fjölhæfnari eða ein-
kennilegri menn, og tvímælalaust
hefði þjóðin getað eignast þar alveg
eins fjölbreytt safn eftir Gröndal
eins og Skotar eftir Burns, til þess
að sýna útlendingum það. Það eru
nærri 120 ár liðin síðan Robert Burns
dó, þó voru Skotar þetta framsýnni
/ Eyjum.
Til hafnar i Vestmannaeyjum
konium við kl. 8 síðdegis jiann 14.,
og stóðum J)ar við í tíu tíma. Við
fórum allmörg í land, en héldumst
ekki við fyrir úldnu fiskslori og ó-
þverra, og tók mig Jiað sárra, en eg
geti fneð orðum lýst; ekki svo mjög
sjálfs min vegna, heldur fyrir út-
lendingana, sem með okkur voru, frá
helztu menningarlöndum Norðurálf-
unnar, að mæta öðrum eins viðtök-
I |)á en íslendingar nú, að þeir héldu
upp. Spitalinn er björt og rúmgóð vig smán stóru sem þeir
bygging, og stenílur a h.nu sógu- ; ..hgnd á fcst- héIdu ,þvi ðMu
fræga Laugarnest, e.ns og kunnugt vig á 4um rétta sta8> þar sem þag
En var efcki byggmg.n eða hafg; yerig handIeikið, þar
sögufrægð staðarins, sem alvarlcgast
dró að sér athygli mína. Nei, }>að
voru hinir |>reyttu og J>jáðu sjúkl- . ,. ..
í flestum tilfellum hafa e*ri nr oílum londum, t.l
sem það hafði átt heima, og nú ferð-
ast fólk marga tugi mílna út af vana-
ttigar, sein
tnjög litla von um bata. Eg las dá-
lítið fyrir konuna, sem eg fór að sjá,
og var það í allstóru herbergi, og
voru eitthvað sex eða sjö sjúklingar
]>ar inni og hlustuðu á; og hefi.eg
aldrei svo eg muni verið staddur
meðal fólks þar sem ríkt hefir dýpri
eða helgari J)ögn. Mamii gat ekki
dulist. að sorgin og afvaran höfðu
sett innsigli sitt með óafmáanlegu
letri á sálarlíf ]>eirra, og jafnframt
lyft ]>eim upp yfir hégómaskap og
heimsdýrkun fjöldans. “Hræðist ekki
uin á fyrstu höfninni, er ]ieir koma á , þá^ sem líkamann deyða, en geta ekki
við strendur íslands. Þar er bæði
prestur og sýslumaður og læknir i
eyjunum, og ef eg man rétt, þá var
mér sagt, að þar væri heilbrigðis-
nefnd; en ekki var sjáanlegt, að hún
liti betur eftir þorskhöfðunum helfi-
ur en hinir. Það varð dálítið umtal
um þetta á leiðinni til Reykjavíkur,
og samlandar mínir sögðu sem svo:
“þetta væri nú bara fiskipláss og í
raun og veru kæmi hvorki sýslu-
manni né lækni það neitt við, hvernig
þeir meðhöndluðu þorskhöfuðin þar
í eynni.” Eg get náttúrlega ekkert
um það sagt, hvað þeir læknir og
sýslumaður þeirra Vestmanneyinga
telja fyrir utan eða innan verkahring
sinn, en hitt veit eg fyrir víst, að
hér í landi mundi liggja stór sekt við
því, að láta hausa og sló ú'dna niður
meðfram götum og í kringum íbúð-
arhús um hásumarið.
líflátið sálina.”
Ekki held eg að það gæti brugðist,
að ]>að gerði inörgum gagn að koina
á svona stað. Skilningarvit margra
okkar eru í þannig lögtrðu ásigkomu-
lagi, að það er svo ervitt fyrir okk-
ur að skilja aðra eða finna til með
þeiin, nema því að eins, að það sé
einhver óvanaleg og áþreifanleg út-
vortis einkemij, sem draga athygli
vora. Það væri gott verk af öllum
þeim, sem fást við bóka eða blaðaút-
gáfu hér fyrir vestan, að muna ætíð
eftir að senda nokkur eintök til holds-
veikis og tæringar spítalanna heima.
Við fóruin að sjá heilsuhælið á
Vífilsstöðum, en hittum svo ilia á,
að læknishjónin voru ekki heima; en
ráðsmaðurinn, sem þar er, tók okkur
mjög, vingjarnlega og vildi endilega
láta okkur bíða læknishjónanna sem
hann sagði að mundu koma til baka
þess að sjá safnið, og jafnframt
gefst ferðafólki kostur á að sjá
framsýni og framtakssemi Skotanna
fyrrr nærri fimm alcfarfjórðungum
síðair. Hvenær ætli sá tími komi, að
útlendingar leggi lykkju á leið sína
t'l ])ess að sjá framtakssemi og fram-
sýnf íslendinga fyrir fimm aldar-
fjórðungum síðan? Manni verður
ervitt um mál við að bera saman
Skota og íslendinga, hvað verklega
framsýni og framtakssemi snertir.
En svo munu nú alímargir svara, að
ef efnahagur og önnur skilyrði séu
tekin til greina, þá geti ekki verið
um mikinn samanburð að tala. Vit-
anlega er landið okkar fátækara og
ka-Idara, en þeim mun meira þurfum
við á framsýni að halda, og reynslan
sýnir það víða að þar sem náttúru-
öflin eru hvað óhagstæðust, þar verða
tbúarnir oft framsýnastir og atorku-
meátir. Það þykir ekki auka mönn-
um áræði, úrræði eða atorku. að hafa
eplatrén vaxa upp með húsvegnum.
“God knows where the richest melo-
dies of our lives are, and what drill
and what discipline are necessary to
bring them out. Fierce winters are
as necessary to it as long summers.”
Þegar maður hugsar um það, hvern-
ig Islendingar hafa tengt saman ald-
irnar með sögum og sagnfræði, þá
undrast maður yfir því, hvað fram-
sýnin hefir verið Iítil í hinu verk-
lega, af því þörfin var þar svo sker-
Fyrsti maðurinn, sem eg talaði við
í Reykjavík af þeim, sem eg þekti
áður, var Magnús Kristjánsson þing-
maður af Akureyri; tók hann mér
mjög vingjarnlega og útvegaði okkur
aðgöngumiða að þinghúsinu. Þá
mætti eg Baldri Sveinssyni sem tók
mér svo vingjarnlega sem eg hefði
verið gamall leikbróðir; einnig hitti
eg Björn Pálssont og Jón Ágúst.
Þeir síðasttöldu höfðu allir verið hér
fyrir vestan nú fyrir fáum árum.
Við vorum í heimboði hjá Guðmundi
prófessor Hannessyni og landlækni
Guðm. Björnssyni og var frú Björn-
son svo góð að fylgja okkur á söfn-
in. Eru þeir nafnar alkunnir dugn-
aðar og áhugamenn og báðir sérstak-
lega blátt áfram og alþýðlegir. Okk-
ur var boðið til ekkju Steingríms
skálds Thorsteinssonar, sem við því
miður ekki höfðum tíma til að
þ>ggja- Magnús Blöndal hafði eg
þekt á Akureyri áður en eg fór til
Ameríku, og buðu þau hjón okkur
heim, en konan var þá búin að fara
talsvert víða og var orðin þreytt,
svo eg fór þangað með Magnúsi
Kristjánssyni og höfðum við þar
mjög ánægjulega stund. Dóttir
þeirra, Lára Blöndal, fylgdi okkur
næsta dag allvíða um bæinn; hún var
hér' fyrir vestan fyrir stuttu; talar
hún mjög laglega ensku og er einkar
skýr stúlka eins og hún á kyn til; það
var því hin mesta skemtun fyrir
konuna mína og okkur bæði, að hafa
hana til þess að gefa okkur upplýs-
ingar um það, sem fyrir augun bar.
Hugleiðingar t Reykjavíkur kirkju-
garði.
Eg varði allmiklu af þeim tima, er
eg hafði afgangns, til þess að skoða
kirkjugarðinn í Reykjavík. Eg vissi
að þar hvíldu nú margir þeirra
manna, sem mér voru kærastir þeg-
ar eg fór af Islandi. Eg man eftir
því, eins og það hefði verið í gær,
vorið 1902; þá var eg búinn að vera
nærri því eitt ár í þessu landi og gat
vitanlega ekki lesið ensku og var oft
mjög erfitt fyrir mig að ná í íslenzk-
ar bækur, svo mér fanst oft eg vera
eins og slitinn kvistur upp úr þeirri
rót, sem eg var búinn að fá dálitla
festu í. Mér fanst eg vera andlega
kviksettur á öræfum mannlífsins, þar
sem sólargeislar þeirra hugsjóna, er
eg unni, höfðu ekkert tækifæri til
að skína inn í sál mína.* Eg vann
út á járnbraut fyrir vestan Edinburg
í North Dakota. og hafði eg lagt svo
fyrir, að mér yrði send þangað blöð
og bréf að heiman; svo einn. daginn,
þegar eg kom inn til bæjarins, þá lá
Fjallk. þar fyrir mér, og var þar
skýrt frá, að ritstjóri hennar, Valdi-
mar Ásmundsson, væri dáinn. Eg
hafði keypt Fjallk. og haldið henni
saman til margra ára (og geymi ennj
og mér fanst að einn sterkasti þátt-
urinn í því bandi, sem batt mig við
ísland \|era fyrirvaralaust skorinn
sundur með dauða þess manns, sem
hafði gert mér mest gagn, og sem
mér fanst þjóðin einna sízt mega
án vera, af þeim blaðamönnum, sem
þá voru uppi. Með þessar hugleið-
ingar stóð eg nú hljóður við leiði
Valdimars í Reykjavíkur kírkju-
garði.
“Þeir þorðu ekki um himininn,
þér rar hann fær
og það ekki í lánuðum fjöðrum,
og því verðnr myndin og minnirrg-
in kær
hjá mér ekkert síður en öðrum.’
Þá kom eg þar að Ieiði Páls heitins
Briem, sem eg hafði svo mikið dáðst
að, þegar hann var á Akureyri; hon-
virtist vera svo eiginlegt að
híálpa alt af einhverju til þess að
lifa og gróa. Og þess er eg fullviss,
að það voru fleiri en eg, sem stóðu
undrandi yfir því að sjá hversu veí
honum tókst að græða upp snarbratta-
og líflausa urðarhæðina fyrir norðan
húsið sitt. Já, menn stóðu undrandí
og hugsuðu; “gætum við ekki gert
þetta?" En svo komst það ekki
lengra, því fáir urðu til þess að
reyna. Þegar kunningjar Páls heit.
hittu Frann við útívinnu, annað hvort
við að ræsa fram hlákuvatn eða að
lijálpa einni blómmóður til þess að
þroska-st og Iifa, þá var það máltæki
hans: “Maður þarf að vinna meðan
dagur er”. Eg heyrði algengan
verkamann á Akureyri, sem oft vann
fyrir Pál heitirm, minnast á hann
eins og hjartfólginn bróður, e:ns og
þeir hefðu borið hita og þunga dags-
ins saman, og ftindið til hvor með
öðrum eins og jafning:ar. Hann
var einn af lærðustu mönnum þjóð-
arinnar; þó gerði hann alþýðu-
manninn sér svona kæran. Þeear
bændur og verkamenn bera e:ns
hlýjan hug til menta og embættis-
manna landsins alment, eins og átti
sér stað með verkamanninn á Akur-
eyri, þá verður þjóðin orðin sjálf-
stæð, þá verður Þorgeir goði end-
urrisinn undan feldinum—búinn að
ráða ráðum allrar þjóðarinnar. —
Sá legsteinninn, sem mér fanst einna
mest um í Reykjavíkur garði, hann
var einna lægstitr í loftinu, og það
sem einkennilegast og óvanalegast
var, var það, að hann var íslenzkur.
Þessi steinn var yfir leiði Sigurðar
Breiðfjörðs.
Það er einhvern veginn óþægileg
tilfinning,. sem grípur mann, þegar
maður hugsar til þess, að með öllu
öðru, sem íslendingar kaupa frá út-
löndum, að þá þurfa þeir líka aö
kaupa grjót, og það fyrir hina fram-
liðnu, sem í flestum tilfellum hafa
háð lífsbaráttuna á eggjagrjótinu ís-
lenzka, minsta kosti að talsvert
miklu leyti. Mundi ekki vera eins
vel viðeigandi, að nota íslenzkan
stein? Þá yrðu fleiri, sem sæju ser
fært kostnaðarins vegna, að setji dá-
lítinn legstein yfir Ieiði vina og
vandamanna, með því móti mundu
xirkjugarðar haldast lengur við eftir
að kirkjur væru rifnar eða færðar,
eins og stundum á sér stað.
*) MetS þessu á eg vlB llSan mlna,
Þegar eg vann á járnbraut Jim Hill,
en ekki aS mér fyn-iist sv-> sndlega
dautt I bygSunum I N. D.—Höf.
Þorsteinn Erlingsson
Páll bróðir Þorsteins Erlingssonar
ritar um ævi hans og ætt í Morgun-
blaðinu á þessa leið :
Þorsteinn Erlingsson er fæddur í
Stórumörk undir Eyjafjöllum, mánu-
daginn 27. Sept. 1858. Hann fædd-
ist rétt um sama leyti dags og hann
dó, kl. að gungg. tíu um morguninn.
Hann var sonur þeirra hjóna sem
þar bjuggu, Erlings Pálssonar og
Þuríðar Jónsdóttur. Móðir hans
kom svo hart niður að honum, að
tvísýnt var orðið um líf hennar og
barnsins; en Skúla Thórarensen, er
þá var læknir á Móeiðarhvoli, lán-
aðist að bjarga lífi þeirra. Hann var
snillingur að hjálpa konum í barns-
nauð, svo sem í fleirum læknisstörf-
um sínum, og náði drengnum með
verkfærum. Hann handleggsbrotn-
aði í fæðingunni og ekki sást þá
hvort hann var lífs eða liðinn, en
lækninum/tókst samt að lífga hann
og sagði, að drengurinn hefði fæðst
í sigurkufli. Þorsteinn var tvíburi;
hitt barnið var stúlka, og fæddist á
undan. Hún var skírð Helga, lifir
enn og fylgir nú bróður sínum til
grafar.
Þorsteinn var mánaðargamall tek-
inn til fósturs að Hlíðarendakoti í
Fljótshlíð af Helgu Erlingsdóttur
föðurmóður sinni og Þorsteini bónda
Einarssyni, sem hann var heitinn í
höfuðið á, seinni manni Helgu.
Drengurinn dafnaði vel og naut þar
góðs uppeldis. Allir, á heimilinu
unnu honum mikið, því hann var
fallegt barn og varð fljótt skír og
skáldmæltur. Hann fór að yrkja
vísur 5 'ára gamall. Hann var hjá
þeim meðan þau lifðu fram undir
fermingaraldur sinn. Við búskap
tók eftir þau í Hliðarendakoti Ólaf-
ur föðurbróðir hans. Kona hans var
Guðrún Árnadóttir frá Fljótsdal í
Hlíðinni. Þorsteinn var hjá þeim
þangað til hann fór í skóla og reynd-
ust þau honum eins og foreldrar.
Líka var á heimilinu Guðrún föður-
systir hans, sem mjög annaðist Þor-
stein í æsku og styrkti hann í skóla,
en mest var það að þakka Steingrími
Thorsteinssyni að hann gekk menta-
veginn, því hann lét Þorstein koma
suður til sín og styrkti hann til náms
og fékk sér til hjálpar skáldin Matth.
Jochumsson og Benedikt Gröndal.
Líka urðu fleiri góðir menn til þess
að styrkja Þorstein, svo sem Jón
Þorkelsson, sem varð rektor menta-
skólans, og Árni Gíslason íeturgraf-
ari, en Jón söðlasmiður, sem var
húsmaður í Hlíðarendakoti, kom
Þorsteini á framfæri við Steingrím
Thorsteinsson. Foreldrar Þorsteins
bjuggu í Stórumörk framan af bú-
kaparárum sínum og vrð góð efni.
Þau áttu saman 13 börn og var Þor-
teinn með þeim fyrri. 7 af þeim
náðu tvítugsaldri, hin dóu í æku. Af
þeim sem upp komust eru 3 lifandi:
Páll Erlingsson sundkennari, Helga,
sem heima á á Seli í Reykjavík og
Guðríður kona Guðmundar Ófeigs-
sonar i Fjalli á Skeiðum.
Kraftakvæði.
til
HANNESAR HAFSTEINS
Heyrði eg storminn sterka,
Straumanna kviku röst —
Laxana stökkva, stikla —
Strenginn, með sporðaköst.
Heyrði’ eg Geysi og Gullfoss;
Gletturnar við og við-----
Samhljóma mátt og mildi,
Munklökkvi’ og hjartafrið.
Svo var þinn óður endur
Og enn fyrir skamri stund
Söngstu svellin af vötnum,
Sólbráð og Vor í lund.
Síðast sló hörpuhjartað
/ Hafísnum sterkast, mest,
Þá heyrði’ eg svan þinn syngja—
1 sárunum kannske bezt.
Ekki’ er í hjarta hlátur,
l’ó hlægir mig nú að sjá
Svanvænginn sárum gróa,
Svífa’ yfir fjöllin blá.
Skaflinn var háll og harður
í Heljarbrekkunni efst —
En þar sem eggjarnar enda
Upploftið frjálsa hefst.
Sigurður Sigurðsson.
—Vlsir.
Vinakveðja.
Minnewakan, Man., 29. Okt. ’14.
Herra ritstjóri Lögbergs I
Viltu gera svo vel og lána eftir-
fylgjandi línum rúm í þínu heiðraða
blaði? — Þann 15. þ.m. að kveldinu
vissum við ekki fyrri til en 5 vagnar
óku í hlaðið og varð okkur bylt við
og datt í hug hvort Þjóðverjar í
Canada væru búnir að gera uppreisn
og færu herskildi yfir landið. Samt
afréði eg að fara á móti hópnum,
sem í var milli 20 og 30 sá eg þá, að
þetta voru Sigurður Johnson, Sveinn
Guðmundsson og fleiri nágrannar
með konum sínum og börnum ásamt
nokkru af ungu fólki, og eftir að
hafa skifst á hlýjum handtökum til-
kyntu aðkomendur að þeir mundu
ráða húsum þetta kveld og sáum við
þann kostinn vænstan, því eg sá að
við yrðum ofurliði borin ef í hart
færi. Þar næst vorum við beðin að
gera svo vel og ganga inn og fylgdu
aðkomendur okkur og höfðu með-
ferðis fyrirferðarmikinn hlut. .
Þar næst hafði herra Vigfús S.
Johnson orð fyrir gestunum og sagð-
ist eiga að afhenda okkur þessa
gjöf hún væri frá áðurnefndum ná-
grönnum til minningar um 12 ára
sambúð og góða viðkynningu, og
fylgdu henni hugheilar óskir að
okkur mætti líða vel á nýja heimil-
inu.
Tók eg þá orðð og tíndi fram ein-
hverja iþakklætisþulu fyrir hönd
okkar hjónanna og þakkaði gefend-
um fyrir þann heiður og hlýleik,
sem þeir sýndu okkur með heimsókn-
inni, og ennfremur fyrir þá höfð-
inglegu gjöf, sem þeir færðu okkur.
Það var forkunarfagur legubekkur
og sýndi það, að fólk þetta sker ekki
við neglur sinar þegar það gleður
vini sína.
Næst var svo farið að rýmka til í
húsinu svo unga fólkið gæti skemt
sér og okkur og var svo spilað og
dansað til kl. 11; báru þá konur á
borð og var veitt af mestu rausn, og
eftir að búið var að hressa sig, byrj-
aði dans á ný, sem hélzt til kl. 5, og
kom fólki þá saman um að hætta og
halda heim.
Eg er þessum nágrönnum okkar
innilega þakklátur fyrir heimsókn
þessa og alla góðvild, sem þeir hafa
sýnt okkur í orði og verki bæði fyr
og nú.
M. Gíslason.
horsteinn h. borsteinsson:
Gamlir neistar.
XVII. Fyrir utan firði.
. /1913. J
Fyrir utan firði,
fjarri grænum dölum,
úti á opnum sjá,
eg er einn á báti.
Efst frá bárutoppum
blika fjöllin blá.
Mín og meginlandsins
milli skerin liggja,
unn sem brýtur á.
Lengra út ef lít eg—
lengra á hafsins sjóa
veg minn veit eg ei.
En ef lands eg leita
liggja skerin, þar sem
boðar brjóta fley.
Einn í úlfakreppu
eg má þannig bíða
eins og útflæmt grey.
Eg hef beðið—blótað
bæði Jahve og Óðinn
Krist og Þrumu-Þór,
Maríu og Freyju fórnað
fránleik augna minna—
alt á einn veg fór:
Líf mitt meðan líður
Líkþorn smíða á fætur
skers og öldu skór.
Ei fær vit mitt valið
veg, né orka kraftar
• breyting betri að ná.
Von þó eftir á eg,
upp til lands hún bendir
mér sem dvelja má
fyrir utan firði,
fjarri grænum dölum,
úti á opnum sjá.
Frá íslandi.
Ráðherra íslands, hr. Sig. Eggerz,
hefir gefið út bráðabirgðalög, sem
heimila landsstjórninni að skipa
nefnd manna til þess að rannsaka
vöruverð í landinu og jafnframt á-
kveða verðlags-hámark vörunnar.
Ráðherra hefir haft lög þessi í
undirbúningi nokkra undanfarna
daga. Var þeim undirbúningi lokið
í fyrrdag og tillögur um bráðabirgða
lögin símuð til konungs þegar í stað.
Samþykki konungs barst ráðherra
í gær og voru þegar gerðar ráðstaf-
anir til þess að velja menn í nefnd-
ina. Nefndina sitja 5 menn og skip-
aði ráðherra í gær þessa:
Björn Sigurðon, bankatj.
Ásgeir Sigurðsson, konsúl.
Knud Zimsen, borgarstj.
Pál Stefánsson, umboðssala.
Guðm. He'gason, Bún.fél. forstj.
Séra Guðm. Helgason verður for-
maður nefndarinnar og mun hún
þegar taka til starfa.
Ráðherra, Sigurður Eggerz fór
utan á Flóru í gær. Ætlaði hann,
landveg frá Bergen til Khafnar.
Ekki færri en 44 lög hafði hann
Ekki aðeins jafngóð-
ur þeim bezta heldur
BETRI
PEW3
rC
\ öllum vcrzlunum
E. L. Drewry, Ltd.
WINNIPEG
með sér, öll til konungsstaðfesting-
ar nema ófriðarlögin, sem þegar eru
staðfest af konungi símaleiðina.
Meðal þessara laga er sjálf stjóm-
arskrá landsins og munu allir ís-
lendingar þrá með eftirvænting frétt
irnar um afdrif hennar, hvort stað-
festing konungs fæst með fyrirvar-
anum eða ekki. Þá er fáninn einn-
ig í fari íslands ráðherra að þessu
sinni og bíða menn einnig með ó-
þreyju afdrifa hans.
Önnur merk lög eru t. d. um af-
náin ráðherraeftirlauna, ný kosninga
lög til alþingis. Nokkur lögin taka
sérstaklega til Reykvíkinga, svo sem
kosning borgarstjóra, mæling og
skrásetning lóða. Af öðrum lögum
má nefna stofnun kennarastóls í
klassiskum fræðum við háskólann,
heimildarlög til að flytja listaverk
Einars Jónssonar til íslands, bif-
reiðalög o. fl.
Mesti sægur af þingsályktunartil-
lögum um málaundirbúning undir
næsta þing voru ráðherra og faldar.
T. d. um skipun nefndar til að rann-
saka launakjör embættismanna. Þeg-
ar út kemur, verður ráðherra að fá
konungsúrskurð um nefndarskipun-
ina. Þá á ráðherra að kynna sér
líkbrenslu, skoðun á ull, endurskoðun
hegningarlaga, baðefni o. s. frv., og
alt á þetta að leggjast fyrir næsta
þing.
Avarp.
Faðir, sýndu þjáðri þjóð
þinnar líknar vottinn:
Stöðva heimsins styrjar-flóð,
stóri himna drottinn.
Legðu elsku-lífgrös ný
um löndin kærleiks-auðu,
blíðu-engil breyttu í
blóð-dísinni rauðu.
Son og bróður benjaljár
bana ristir línum;
föður og móður falla tár
faðir að tróni þínum.
Eilíf friðar-eikin græn
afstýr harma safni.
Heyr nú þinna bama bæn
í blíðu Jesú nafni.
Gestur.
Situr hann einn og yfirgefinn,
veikgeðja, vinalaus.
Sveipar nóttin svörtum tjöldum
vorhimin Vesturheims. .... .... ....
Útlendingsandinn íslendingi
byrgir sólar sýn.
Fátt er um athvarf flóttamanni,
lítur hann Iokuð sund.
Þú gæfunnar barn, sem gleðin
rétti
ljós, hús og hug:
Kveiktu hjá honum, því köld er
nóttin
þeim, sem enginn ann.
Ljós ástúðar líkist töfrum,
því lifir stundum í,
sá andi lampans, sem ótal þrám
allar óskir gaf.
lónas Stefánsson,
frá Kaldbak.
$1.00 afsláttur á
tonni af kolum
Lesið afsláttarmiðann. Seudiö hann
með pöntuo yðar
Kynnist CHIN00K
Ný reyklaus kol
$ >.50 tonnið
Enginn reykur. Ekkert fót
Lkkert gjall.
Ágaett fyrir eldavél r og
ofna, einniz fyrir aðrar
hittvéFr haust og vor.
Þetta boð vor* atendur til 7. nóv-
embe 1914.
Pantið aem fyrat.
J.G. HARGRAVE & C0., Ltd.
3S4 MAIN STREET
I*hone Main 432-431
Klipp úr og sýn meS pöntun.
$1.00
Afsláttur
$1.00
Ef þér kaupIS eitt tonn af
Chinook kolum á $9.50, þá
gildir þessi miSi elnn dollar,
ef einhver umboSsmaSur fé-
lagsins skrifar undir hann.
.1. G. Hargrave & Co., Dtd.
(ónýtur án undirskriftar.)
I