Lögberg - 29.10.1914, Page 3

Lögberg - 29.10.1914, Page 3
r LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1914. 3 Gestur þýzkalands keisara. Jafnskjótt og stríðiS skall á, sendi timaritiS Saturday Evening Post, Philadelphia, þrjá sína snjöll- ustu menn, einn til Englands ann- an til Frakklands,, þann þriSja til Belgiu, aö ná tíöindum af stríöinu. Tveir hinir fymefndu höföu fáar fréttir aö segja. Hinn þriöji sá fararbrodd hins þýzka hers vaöa inn á Belgiu og elti hann síöan til landamæra Frakklands. Hann og félagar hans fjórir hafa boriö þeim þýzku vel söguna, svo að gaman- yrði nokkurt um einn þeirra félaga hefir fariö víða hér um álfuna: “Þaö lítur út fyrir aö hálfur her- inn þýzki hafi ekki gert annað en halda Mike, meðan hinn helming- urinn kysti hann!” — Gera má ráö fyrir, aö þaö hafi ekki verið af hendingu, aö þessir blaöamenn komust svo nærri vettvangi, held- ur mun þeim hafa verið gert sem hægast fyrir af ásettu ráöi; sumir þeirra setja mikiö hrós upp á þýzk- arann, en engum þeirra svellur móöur út af því, aö Belgia hafi orðið aö þola hönnungar stríðsins alsaklaus. Um frægasta mann sem nú er uppi hjá Svíum, Sven Hed- in, segja norræn blöð, að honum var boöið af Þýzkalands stjóm að koma og sjá hvaö geröist í Belgiu og bera blak af aðfömm þýzkra i því landi, frammi fyrir heiminum. Þaö er ekki nema liklegt, aö þess- um rithöfundum hafi veriö vel tek- iö i sama skyni. Höfundur þeirr- ar frásagnar, sem hér birtist, heit- ir Irvin S. Cobb og er alþektur rit- höfundur í sínu landi, helzt af gamansögum. — Ritstj. Einsog fyr er frá sagt, hittumj viö á fararbrodd hins þýzka hers! í Louvain, losnuðum úr þeirri borg I eftir þrjá daga, komumst til Brussel og eltum þyzka herinn þaöan, fyrst í leiguvagni, þá fót- gangandi og loks tveir af okkur í fomfálegri slátrarakerru, er öldr- uö og ellibeygð uppgjafa hryssa gekk fyrir, en tveir á hjólum, suð- ur alla Belgiu. alt til landamæra Frakklands. Við vissum af því, aö engum blaöamönnum var leyft að fylgja hemum, jafnvel ekki þýzkum, svo og aö hver útlendingur sem staö- inn var innan fylkinga hins þýzka hers, mátti eiga von á bráöum bana, án þess rannsakaö væri, hvert væri erindi hans, og aö ekki væri treystandi leiöarbréfum okk- ar, ef í það færi. Þegar við hugsuöum til þess, fengum viö titring fram í tær. En eftir fyrstu klukkustundirnar fengum viö full- an kjark, því að alstaöar var okk- ur tekið meö hinni mestu góövild og kurteysi, bæöi af foringjum og óbreyttum liösmönnum keisarans. Einu sinni brá þó lítillega út af þessu. Eg kom þar aö sem liös- maður sat í bifreið og bauð hann mér að setjast upp í. I sama bili kom undirforingi þar aövífandi og stakk skammbyssu hlaupi aö mér í hjartastað. Hann talaöi þýzku og var þess utan kverkmæltur og haföi eins 'hátt og hann gat, en samt skildi eg hvaö hann meinti, á augabragöi. Skambyssa, sem miðaö er, á minna en stuttu færi, talar tungumál, sem hver maöur skilur. Eg steig úr vagninum, og ekki seint, en hann stakk hjá sér stálinu. Eg lét svo búiö vera-og var fyllilega ánægöur meö aö hinn málsparturinn geröi slíkt hiö sama. En þó að þessi atburöur heföi mikil á'hrif á mig í syipinn, meöan hann var að gerast, þá var hann aöeins undantekning til • að sanna regluna. Á einum stað sátum viö aö málsverði meö háttsettum ridd- araforingja og hans undirmönn- um, og meðan við sátum og snæddum þykkar baunir með bjúgsneiðum í, þá stóöu sumir af fyrirliðunum, sem sæti var ætlað viö boröiö, sömuleiðis létu þeir okk- ur hvíla okkar lúnu bein á dýnum þeirra, sem lagðar voru, sjö og sjö í röö á steingólf í belgisku íbúöar- húsi, en frá hyllu í einu hominu mændi líkneski mærinnar frá Or- leans á oss sinum dauöu gipsaug- um. Óbreyttir liösmenn buöu oss oft- lega að boröa meö sér, samanlagð- ar rúgbrauös sneiðar og öl á flösku. Margoft lofuöu fyrirliö- ar okkur aö nota landabréf og sjónauka sína, gáfu okkur ráö til aö komast þangaö sem barizt var og skröfuðu viö okkur um almælt tíöindi, iöulega létu þeir í ljósi, hvaö leitt þeim þætti, aö geta ekki lánað okkur hesta eöa bifreiö til aö ferðast í. Viö þóttumst vita, aö mikiö af þessari góövild stafaöi af þeim al- minlegheitum, sem vel siöaöir þýzkir menn hafa til aö bera, en meira þóttumst viö vita aö staf- aöi af þvi aö þessæ menn langaði alt í einu mikiö til, aö óháöir blaða- menn sæju meö eigin augum hvaö í Belgiu geröist, til þess aö þeir segöu frá því út um heiminn og einkum í Ameríku. bað sem bar fyrir augu og eyru. Hér skal því lýst, sem eg hef áður vikið að og skal seinna meir segja betur frá, að á þeim hundraö mílum sem eg ferðaðist meö þýzk- um herflokkum eöa í slóö þeirra, sá eg aldrei meö eigin augum, aö þýzkir sýndu nokkra grimd þeim belgisku mönnum, sem ekki báru vopn á móti þeim eoa mónnum, sem þeir handtóku; ekki fann eg heldur sannanir fyrir sögum af ránum og mannamorðum, sem eg l?e)rði, þó eg reyndi til aö komast eflir þeim. Eg sá mikiö af þeirri eyðilegg- ípg og þeim spjöllum, sem hemaði eru samfara. eyöilögö heimili og þoip i rústum, svo og var vottur aö því hve harðlega og grimmilega þeir þýzku hefndu sin, ekki ein- göngu á þeim borgumm sem þeir sökuöu um að hafa borið vopn á sig, heldur líka á hinum sem þá grunaði aö heföu skotiö skjólshúsi yfir slika eða veitt þeim nokkur bjargráö; margar voru ekkjumar og margir munaöarleysingjarnir, rncrg þau heimili, sem liöu saklaus, höföu ekki þak yfir sig né bita aö leggja sér til munns; vma blöstu viö fögur akurlönd, plægö af stór- byssu skeytum, herfuð af byssu- kúlum og stráö dauöra maima bein- um; nóg var aö sjá af náum, hræðilega leiknum og lemstruðum af blýi og stáli og víöa bar við langar, ávalar þústir, þaktar ný- skomum sveröi, þarsetn valurinn var heygður — af öllu þessu hef eg séö meir en nóg til þess aö losa hvern og einn viö þá skökku skoö- un, aö hernaður sé fagur, dýrðleg- ur og ágætur hlutur, og nóg til þess að hann viti hvemig hernað- ur er í raun og veru: í alla staði hræöilegur og voöalegur. Að riddarar hins þýzka hers hafi hent böm á spjótsoddum, fyr- irliðar höggviö niöur sína eigin rnenn, og hermenn fariö með morðum og meiðingum yfir lands- bygðina, aö vild, um þaö get eg ekki borið annað en þaö, aö eg hefi ekkert slíkt séð meö eigin augum. Alt um það er eg ekki kominn til að fegra málstað Þjóöverja, eða afsaka hvatir þeirra til að hefja þetta stríö né heldur hitt, hvernig þeir fara meö hemaöi sínum. Eg reyni aðeins til aö segja það sem eg<hef séö meö minum eigin aug- um og heyrt með mínum eigin eyr- um. Hvaö sem nú um þetta er, þá reikuðum við inn í Beaumont, fimni saman, á þriðja degi eftir burtför okkar frá Bmssel. Eng- an höföum viö farangur né neitt meöferöis annaö en það setn hékk utan á okkar þreyttu og bognu búkum. Viö liöföum meðferðis leiðarbréf okkar frá Ameríku, leiðarbréf frá fyrirliöa hins þýzka hers í Brussels, og það sem drjúg- ast reyndist til óhindraðrar um- ferðar, lítinn Bandaríkja fána úr silki, bundinn viö brúnina á skrölt- kerm okkar; hann var vindblásinn oröinn og gat á honum niiöjum undan logandi vindilstúf. Rétt eftir aö viö skildum við þorpiö St. Christophe, brent og brælt og mannlaust, þá komum viö undir rökkriö þangað sem þýzk fötgönguliðs sveit hafði búiö um sig umhverfis stórt hús úr gráum steini, á sveitabýli. Þeir elduðu náttverð viö stóra elda og sungu hástöfum einsog þeir era vanir. Bjanna lagði af eldinum framan í soðkarla, svo aö glögt sá framan í Þá, en hver þeirra haföi rjóöan lit- arhátt og ljósrauða grön. Vetr- ungur stóö bundinn við vagnhjól og öskraöi af reiði; eg þykist vita að öskur hans hafi ekki staðiö lengi. Fyrirliöi kom út að brautinni og blíndi á okkur yfir limagaröinn, en lét okkur })ó halda átram óhindr- aöa. Við heldum inn í bæinn og til torgs, gegnum farangur og flutnings reiðar. Við héldum aö liöll prinsins Caraman-Chinay; hermenn stóðu þar margir saman, þótti ferö okkar heldur hæöileg og kýmdu og smiltraðu. Hér í álfu munu flestir kannast viö prinsinn, vegna þess að hann var einn af bóndum hinnar þaul- giftu Clöra Ward frá Detroit, en nú þótti öllum þýzkum vænt um hann vegna þess, aö þó hann fjar- verandi væri, þá haföi hann skiliö eftir í vtnkjöljurum sinum tuttugu þusund flöskur af fornu og dýru vini. Vín er liklega sjálftekið her- fang i hernaöi, og svo reyndist hér. Sá liðsmaður var óheppinn sem ekki haföi flösku af dýru Búrgund- ar víni eöa fomu rauðvíni meö rúgbrauði sinu og fleskbjúga, þetta kveld. A höfuðbóli hersins. Þó ekki vissum viö til þess, þá haföi svo atvikast, aö okkur haföi boriö aö höfuðsetrí herstjómar þetta kveld, ekki herdeildar heldur heils hers. Á torginu brá fvrir í rökkurhúminu prúöbúnum fyrir- liðum, fótgangandi, ríöandi og ak-' and i í bifreiðum; og gegnum glugga sáum viö hvar sat forkunn- ar höfðinglegur hershöföingi, með sjxira á fótum og sverö viö hlið,: í tókasal hallarinnar; veiöidýra hausar, feldir og klær héngu til og frá; veggimir vora lagðir skom- um tiglum úr eik, státnir aöstoöar foringjar spigsporaðu til og frá,' en sumir stóðu umhverfis forkólf-j inn er við borðið sat og biðu eftir skipunum hans og fyrirmælum., Viö skildum nú að viö hefðum| sloppiö í gegnum glufu á þeim fylkingum hersins, sem stöar fóra, og værum komnir nærri broddi liösins og sjálfum vigvellinum. | Okkur var ekki um sel. Það varj varla viö því að búast, aö sjálfurj höfuöpaurinn mundi greiða för | okkar likt og undirmenn hans höfðu gert að baki honum. Við gátiun þess okkar i milli, en !a kom það á daginn : Aðstoðar for- ingi, ofursti að tign og góður t ensku, tók á móti okkur við hall- ardyr og leit á leiöarbréf okkar viö skin af ljósi, sem hékk í hallar- ganginum; hann var kurteisin sjálf i tali og framgangsmáta. “Ekki fæ eg skilið hvemig þið komust hingaö, herrar,” mælti hann j á endanum. “Viö höfum engaj fréttaritara viö herinn.” “Nú eruð þiö búnir aö fá þá,” svaraði einn úr okkar hóp. Hann vildi reyna að hressa upp á okkur í vandræöunum. Ef til vill skildi foringinn þetta ekki. Ef til vill er það líka móti reglunum að ofursti, boröalagöur meö axlagull og sverð viö hliö, brosi aö gamanyrðum hjá rykug- um, ferðlúnum og illa tilhöföum feröalang með brotinn stráhatt og hrakkótta Yarvkee-treyju. Hvað um það, ofurstanum stökk ekki bros. “Það var alveg rétt af ykkur aö segja til ykkar hér og láta vita af erindi ykkar” mælti hann alvarlega, “en það nær ekki nokkurri átt, að þið megið fara lengra. I fyrra málið skuluð þiö fá fylgd og flutn- ing til baka til Brussel.” Hér varð honum litið á okkar há öldruðu hryssu, er hengdi niöur höfuðið og hvíldi sig i allar lappir fyrir kerru- skriflinu. “Eg þykist vita, aö bakaleiðin verði ykkur skjótfarn- ari en hingaðleiðin,” mælti hann. “Þiö geriö svo vel og segið til ykkar 'hér á morgun um ellefu leytið. Þangaötil skuluö þiö min»- ast þess, herrar minir, að þið eruð ekki fangar — enganveginn. Þiö j megið skoöa ykkur á meðan svoj sem gesti hins þýzka hers, haldið kyrru rétt í svipinn. Ykkur er al- ■ veg frjálst aö fara livert þiö vilj-. iö — aðeins vildi eg ráða ykkur til aö fara ekki of langt, því aö ef þiö skylduö reyna til að fara úr bæn- j um í nótt, þá mundu hermenn okk- ar vissulega skjóta ykkur. Þaö er; ekkert þægilegt aö vera skotinn, og fyrir utan það gæti vel skeö, aö ykkar stóra stjóm kæmi með mótbárur. Svo aö eg má eiga von á þeirri ánægju að fá aö sjá ykk- ur á morgun, er ekki svo? Jú, Góða nótt, herrar.” Hann glamraði sporunum og hneygði sig, en viö héldum burt út í rökrið. Nú kom að því aö fá náttstað. Allir gistingastaöir voru fullir af fyrirliöum. en önnur 'hús af liösmönnum; viö áttum hvergi höfði aö halla, en ef viö gætum ekki komið okkur niöur og það fljótt, þá máttum við eiga von á aö varðmenn mundu reka nefið í okkur og þaö óþyrmilega. öllum sem ekki heyrðu hernum til, hafði verið stranglega bannað aö vera á ferli eftir náttmál og ekki máttu í- búar staðarins 'hafa ljós eftir að dimt var orðið. Nóttin var svo svöl, að okkur kólnaöi fljótt. Það varö úr, að þeir félagar leiddu þangaö hross sitt, sem riddara flokkur geymdi hesta sína, í skólagarði, gengu siöan inn í skólann og slógu sér niður í einni kenslustofunni og sváfu þar á heyi, meö treyjur sínar otan á sér. / dátahóp. “En áður en við fórum aö sofa, fengum við kveldmat, harðsoðin egg og fornan ost, sem viö höfö- um geymt frá miödegispváltíöinni, en matstofan var stór kenslusalur, fullur af þeirri riddara deild, sem hafa spjót að vopni. Þeir gáfu okkur rúgbrauð að eta og nokkuö af víni prinsins aö drekka og rúm aö sitja meö sér á skólabekkjum. Á eftir lék einn riddarinn á piano, hinn mesti meistari, þó i óbreytt- um dátafötum væri og alt annaö en hreinn um hendurnar, en allir hinir sungu undir. Þetta var furðulegt samsafn á ]>essum stað. Á einum veggnum héngu ennþá smáar regn'hlifar og bókatöskur nemendanna. Líklega skaut þeim svo miklum skelk í bringu, er þýzka herinn bar að, aö þeir flýöu heim allslausir; á töfl- unni var hálfreiknað dæmi. Einn riddarinn tók krítina og skrifaöi. “Áfram til Parisar!” hér og þar á veggina. Syfjaöur páfagaukur, úfinn og ylgdur, hékk á spítu í The Empire Sash & Door Co. ------------- Limited ■ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN Fljót afgreiðsla. Abyrgst að kaupendur séu ánægðir KOL og VIDUR ALBERT GOUGH SUPPLY CO. *Vu,Ti!S;~ Skjót afgreiðsla. Lægsta verð. TALSIMI: M. 1246 R. P. BLAKE selur KOL og VID NorÖurstöðvar útseldar Sækið viðskifti gegii uin Tals. Sherbr. 2904 horni Furby og Ellice Ave. Hard Kol $10.25 C.O.D. $10.50 Allskonar vlður Talsími: Garry 2156 P. O. Box 3172 Horni Sherbrooke St. og William Ave. V í prentsmiðju vorri er alskonar prentun vel af hendi leyát. Ifl Þar fást umslög, reikningshöfuð, nafnspjöld, bréfahausar, verðskrár og bækur, o.s.frv. Cfl Vér höfum vélar af nýjustu gerð og öll áhöld til að vinna hverskonar prentstörf fljótt og vel. Cfl Verð sanngjarnt. Ef þér þurfið að láta prenta eitthvað, þá komið til vor. Columbia Press, Limitd Book and Commeroiul Printert JOHN J. VOPNI, Ráðsmaður. WINNIPEG, Manitoba búri bakvið sæti kennarans og rak upp rokur ööru hvoru, svo sem hann vildi mótmæla aöförum aö- komenda.” Þegar víniö var farið aö velgja dátunum, tóku þeir til aö syngja og kyrja án afláts. Þeir 'höföu verið á hergöngu allan daginn og áttu fyrir hendi að ganga fyrri partinn næsta dag og berjast seinni part- inn, því að þá var skamt til fylk- inga Frakka og Breta, en nú héngu þeir og sátu á skólabekkjun- um, böröu höndum og fótum á boröin og sungu hergönguljóð sín: Die Wachh um Rhein vitanlega og Deutschland, Deutschland Ucber Alles! og marga aðra söngva. Einn okkar baö þá syngja Lorelei eftir Heine; þeir geröu þaö og sungu, ekki eitt vers, heldur tutt- ugu. Þarnæst stóðu þeir allir á fætur og sungu þjóðlag Bandaríkja við þýzkt kvæöi. Alt í einu byrj- uöu tveir aö dansa í rosabullunum með járnvörðum sólum og hælum ; þeir slöguöu fram og til baka, en hinir eggjuöu þá meö háværum hrópum. Annar gafst upp von bráðar, en á hinum var engan bil- bug aö sjá. Hann þaut inn í næsta herbergi og kom aftur með belgiska smámey í togi, er bæöi var smeik og þótti skömm og gam- an að, og sveiflaöi henni í dansi, þangað til hún var oröin svo móö, að hún gat ekki uppi staðið, þá hélt hann áfram emsamall um stund, en aö því búnu tók hann undir næsta lag og söng hátt og snjalt. Einni stund eftir miönætti skyld- um við við hópinn syngjandi í mesta máta og gengum þangaö, sem viö höföum skilið viö heybæl- in, en þaðan var ‘hvert strá í burtu; einn yfirdáti riddaranna vísaöi okkur á annaö í staðinn, ella hefö- um viö orðið að liggja á beru stein- gólfinu. Lið í brottbúningi. Að kveldi næsta dags þóttumst við eiga vist, aö vera i Brussels, en það átti ekki fyrir okkur að liggja aö koma þangað framar í þessari ferö, og líklega ekki fram- ar meðan þetta stríð stendur. Viö snæddum morgunverS í greiðasölu- stað, sem var að hálfu leyti í rúst- um, og dátar höfðu haft náttstað í: klukkan ellefu létum viö af hendi ferfætta fomgripirtn og kerruna, gáfum hvorttveggja ungling nokkrum, vegna þess að enginn vildLkaupa fyrir nokkurn mun, og héldum til hallarinnar, aö vita ‘hvað vife oss skyldi gert. Þegar þangað kom, var fyrirliða sveitin í brottbúningi með æzta foringjanum, og var asi á þeim, enda haföi gerla heyrt skotdrun- ur fyrir sunnan landamærin frönsku, frá því vígljóst var um morguninn; þeir hópuðust í bif- reiöar og þustu leiðar sinnar. Viö sátum á trébekk fyrir framan höll- ina og biðum eftir kunningja okk- ar frá kveldinu fyrir, þá sáum viö hvar ungur maöur kom skálmandi yfir torgið, hár og grannur, með lítiö granaskegg og langt, íbjúgt nef. Hann 'haföi ofursta merki á öxlum, sem oss þótti fágætt um svo ungan mann, en hitt var þó öllu kynlegra, að herforingjar, sem voru hærri í tigninni en hann, er stóðu í hópum og biöu eftir vögn- um sínum, jafnvel gráhærðir hers'höföingjar. alsettir tignar- merkjum, hneigðu sig og beygöu fyrir honum, er hann gekk bros- hndi milli þeirra og heilsaöi öllum meö handabandi og virtust sumir hinna háttsettu herforingja yfir- komnir af feginleik af því aö fá að heilsa upp á hann. Þetta var Amcriskir silkí '* ftOKKAR sem teknir eru i Xbvrgd Vcr viljum, að þér þekkið þessa sokka. peir reyndust vel, þegar allir aðrir brugSust. peir eru einstak- lega þægilegir viS fót. Á þeim eru engin samskeyti. þelr pokast aldrei né vlkka, þvl aS sniSIS er prjénaS á þá, ekki pressaS. þeir eru teknir í ábyrgð, áS þeir séu vænir, fallegir.á fæti, öSrum betri aS efni og frágangi, alveg éblett- aSir og aS þeir endist í sex mánuSl án þess aS gat komi á þá, ella verSi annaS par gefiS í þeirra staS. Vort ókeypis tilboð. Hverjum og einum, sem sendir oss 50c. til burSargjalds, skulum vér senda alveg ókeypis, aS und- anteknu tollgjaldi: prjú pör af vorum frægu Ame- ríku karlmanna sokkum úr silki, með skriflegri ábyrgS, af hvaSa lit sem er, eSa: þrjú pör af kvensokkum vorum, gulum, svörtum eSa hvítum, meS skriflegri ábyrgS. Tefjið ekki. — TilboSiB stendur aSeins þangað til umboSssali er fenginn I ySar heimkynni. Nefnið lit og tiltakiS stærS. The I nternatlonal Hosier €o. 21. Bittner Street Dayton, Ohio, BÁA. Ókeypis MENN ÓSKAST TIIj AÐ ÞÆ31A HANDVEKK I HEMPHHL’S “I.KiDANDI AMKKÍSKA KAKAKA-SKÓI.A’’ Kærið rakaraiðn; þurflS ekki nema tvo mánuði til námsins; ökeypis á- höld. Mörg hundruS eldri nemenda vorra hafa nú ágætar stöBur eSa hafa stofnaS verzlanir sjálfir. Vér vitum af mörgum stöSum, þar sem gott er aS byrja á þessari iSn, og getum hjálp- aS ySur til þess. Feikna eftirspum eftir rökurum. I.ierið aS fara meS bifrelSir og gas Traktora. AS eins fáar vikur til náms. Nemendum kent til hlitar að fara meS og gera viS bifreiSir, Trucks, Gas Tractors og allskonar vélar. Vér búum yCur undir og hjálpum yCur að ná I göSar stöSur viB viSgerSir, vagn- stjóm, umsjén véla, sölu eSa sýningu þeirra. Fagur verðllsti sendur ókeypis eða gefinn ef um er beðið. IIKMPHIIjI.’S barber coþþege 220 Pacific Ave., Winnipeg, Man. Útlbú I Regina, Sask., og Fort William, Ont. — ÁSur: Moler Barber College Hcmphill’s School of Gasoline Engineering, 483 Main St., VVinnlpeg, Man.. — ÁSur: Chicago School of Gasoline Engineering. I Dömur! — LæriS aS setja upp hár og fægja fingur. örfáar vikur til náms. KomiS og fáiS ókeypis skrautlegan verSlista I HemphiU’s School of Kadies’ Hair Dressing, 485 Main St., Winnipeg, Man. í sambandi við íslandsferðir Lágt fargjald og far útvegað með öllum Gufuskipalínum. keisarasonurinn Ágúst Vilhjá’.mur, í þann veginn aö ganga á vígvöll í fyrsta sinn á æfinni. Eftir stutta stund voru allir þessir fyrirliðar komnir í hvarf, fylkingar fótgöngu og riddaraliðs fóru sína leiö, stórskotaliö, póst-. þjónasveit og sveit þeirra, sem meö símatól fór á vígvelli, fylking hjúkrunarmanna og vistaliö lagöi upp hvað á fætur ööra og hélt sina leið suður á bóginn, en eftir var skilin lítil sveit til þess aö halda Ix>rginni og okkur í skefjum. / varðhaldi. Hávaxinn, ungur fyrirliöi, réöi fyrir því fámenna liði, sem eftir varö til að gæta borgarinnar og okkar. Hann var í vaxtarlagi lik- ur knattleika berserk, heröamikill sem tröll og hét Mittendorfer. í hvert sinn sem hann ávarpaöi menn sína, öskraöi hann einsog griöungur, en hvenær sem liann talaði til okkar, kvakaði hanji í mjúkum róm einsog dúfa. Það var gaman að hlusta á róm ‘hans breytast skyndilega úr beljandi öskri í mjúkróma kvak og strax á eftir úr gæluhjali j hvelt öskur Ef hann hefði fengið æfingu, þá heföi hann umtals laust oröið mesti opera söngvari — svo djúp- um og hvellum hljóðum haföi hann yfir aö ráöa og svo mikið vald yfir þeim. Þessi fyrirliöi Mittendorfer byrjaöi meö því að ganga rösklega til okkar og lýsa því, að bifreiðin sem okkur heföi ætluð veriö, heföi tafist, en á því mundi bráðlqga veröa ráðin bót, hélt hann — og vildu herramir frá Ameríku svo vel gera og bíða? Með þvi aö ekki var annað aö gera, þá létum við lenda viö það, sem hann nefndi. Viö sátum nú á trégbekknum og töldum skotadrunurnar í fjarska, þangaö til rigna fór; þá kom yfir- dáti til okkar og bauð okkur aö koma meö sér, til þess aö viö yrð- um ekki blautir. Hann benti okk- ur inn í hús nokkurt, róö okkur jafnframt til aö fleygja burt vindl- um og vindlingum, áöur en viö færum inn. Það var holt ráö, þaö sáum viö þegar inn kom, því aö húsið var alsett, meðfram öll- um veggjum af skotfæra hlöðum, frá gólfi og upp í mænir; þar WINNIPEG STEAMSHIP AGENCY 461 Main Street Phene Main 3326 Winnipeg;. Man. vora skot í fallbyssur í hálmhulstr- um einsog vínflöskur og snéra all- ar broddum i sömu átt; viö vorum leiddir eftir göngum milli þessara! hlaða aö dyrum í öörum endanum, en þar stóð hermaöur á veröi meö gínandi flein á byssu sinni. Okk- ur var bent að ganga inn og svo gerðum við. Þegar viö litum í kringum okkur sáum viö aö þetta var hertekinna manna prísund. Viö vorum komnir i fangelsi. Eg hef verið í þægilegri staö ööru hvoru um æfina. Hálmur var á gólfinu, svo sem fet á þykt; hálmurinn hefir ef til vill veriö nýr, þegar hann var borinn inn, fyrir einum eöa tveimur dögum, en var nú orðinn vel þefsterkur, svo sem álíka og í villidýra búri í dýragaröi. Framh. Frá íslandi. Reykjavík, 15. Sept. 1914. Mestur síldarafli, em dæmi eru til, hefir skip Kveldúlfs, Skallagrím- ur, fengiö. 1 sumar hefir skipiö látiö salta 9,300 tunnur og auk þess hefir þaö selt sildarverksmiöjunni eigi alllítiö af nýrri síld. Hús brann 15. Sept. á Asknesi í Mjóafirði. Var þaö eign Jóns Gunn- arssonar kaupntanns og stórt mjög, um 30 sinnum 9 stikur aö grunn- máli. Fólkið komst í lifsháska, en fékk bjargað sér út um gluggana á efri hæö hússins. Meiddist sumt í því fáti og þar á meðal eigandi hússins. Litlu var bjargaö úr hús- inuinu nema bókum, skjölum og peningaskáp. Húsiö sjálft var vá- trygt fyrir 12,000 krónur en innan- stokksmunir allir óvátrygöir.—Vlsir. Reykjavík, 23. Sept. 1914. Frá Grænlandi, Ivigtut, kom hing- að síðastl. viiku sikipiö “Ajax” og tneö því dr. Norman Hansen, sem hér er kunnur. Ilann haföi farið noröur síöastl. vor. Skipið var á leiö til Khafnar. Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒBI: Korni Toronto og Notre l ame Phone HeimllU Oarry 2988 Qarry 898, J. J. BILDFELL FASTEIGnASALI Room 520 Union Bank TEL. 2665 Selur hús og lóBir og annast alt þar aOlútandi. Peningalán Vinna fyrir 60 menn Sextíu manns geta fengiS aSgang aS læra rakaraiSn undir eins. Til Þess að verða fullnuma þarf aS ein» 8 vikur. Áhöld ékeypis og kaup borgaS meSan veriS er aS læra. Nem- enídur fú staði aS enduSu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundr- uS af stöSnm þar sem þér getiS byrj- aS á eigin reikning. Eftirspurn eftir röknrum er æfiniega niikil. SkrlfiS eftir ékeypis lista eSa komiS ef þér eigiS hægt meS. Tll þess aS verS» góSir rakarar verSiS þér aS skrtfast út frá Alþjóða rakarafélaginu. International Barber Coilege Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan viS Main St., Winnipeg. Reykjavík, 23. Sept. 1914 Bátur fórst 23. ,Júlí síðastl. frá Kálfhamarsvík í Húnavatnssýslu, og drtiknuðu þar 5 menn. Veörið um daginn var ekki mjög slæmt, austan- stormur en ekki rok. 2 aörir bátar frá Kálfhamarsvík voru á sjó og höfðu siglingu í land, en til þriöja bátsins hefir ekki spurst síðan og ekkert af honum fimdist nema lóö- arból og lítið eitt af Ióð, er bendir á, aö mennirnir hafi druknaö áður en þeir náðu lóðinni. Mennirnir voru þessir: Rögnvaldur Jónsson frá Steinholti og Valdimar sonur hans, Jens Stiesen, Hvammkoti, Guö- laugur Eiríksson Holt, póstur, og sonur hans, er Valdimar hét. Var að þeim öllum hinn mesti mann- kaði.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.