Lögberg - 17.06.1915, Page 5
LÖGBEKG, FÍMTUDAGÍNN 17. JÚNl 1915
5
Yeröið
byrjar á
$15.00
fyrir ný vor og sum-
arföt — og hækkar
smámsaman upp í
$35.00.
Vér seljum óvan-
alega vönduÖ föt fyr-
ir $18.50 og $20 með
fjölbreyttum sniðum,
og mörgum litum.
Komið og sjáið
þau.
Burns & Company,
291 PORTAGE AVE.
Næstu dyr við Manitoba Hall
Kirkja í hellisskúta.
Á bökkum San Francisco ir-
innar nálægt Bom Jesus da Lapa
í Bahia í Brazilíu er hellir, sem
notaSur er fyrir kirkju og er sann-
kölluö Mekka þeirra er í austur-
fylkjunum búa. Hellirinn er i
kalksteypuhnjúki allháum; hann
er 150 feta breiSur þeim megin
er aö ánni veit, 200 fetum hærri
en yfirborö árinnar og nær nokk-
ur hundruö fet upp í árbakkann.
Hnjúkurinn er krýndur margvís-
lega skornum kalksteins súlum er
vatn og vindur hafa nagaö út í
bergiö en dældir og skorur eru
jiaktar kaktus-jurtum og öörum
gróðri. Tvær sprungur eru í
klettinum; eru þaö dymar inn , í
hellinn eöa kirkjuna. Hún er hér
um bil 130 feta löng, 30 feta breiö
og 25 feta há. Altarið stendur
rétt fyrir innan annað opið. Loft-
ið er þiljað og niður úr mænim-
um. rétt fram undan 'hinu skraut
lega altari, hangir stór silfurlampi.
Til beggja hliða ertt tvö smá-
ölturu og umhverfis þau stand-
myndir af dýrlingum. Nálægt
aðaldyrunum er trépallur; þar
situr söngflokkur kirkjunnar er
tíðir skal syngja. Gólfið er gert
úr lélegum tígtdsteini og er jafn-
an rakt því stöðugt drýpur vatn
niður úr loftinu. Að öðru leyti
hefir hellinum að engu verið
breytt. Þeir sem tilbiðja guð sinn
í kirkjunni, halda að vatnið sem
drýpur niður á gólfið, sé gætt
helgum kyngikrafti. Fer fólk
langar pílagrimsferðir til að
vinna sér hylli dýrlinganna, svo og
þakka náðargjafir er þeir kunna
að hafa þegið og enginn fer svo
fram hjá kirkjunni, að ekki skilji
hann eftir litla fórn á hinum helga
stað.
Nýstárleg tillaga.
Herra Ritstjóri.
Ritningin segir, að gott og lieiðar-
legt nafn sé gulli betra. Þetta skildi
Liríkur rauði, þó ekki væri hann
skriftlærður. og þess vegna nefndi
hann Grænland, svo að nafnið gerði
þvi ekki spell. Hann náði Hka til-
ganginum, sem var að koma land-
námsmönnum þangað.
Island misnefnt.
Er það ekki hörmung, að ættjörðin
okkar hefir orðið að sitja með þá
hvimleiðu og óheppilegu misníefn-
ingu, sem tilviljun gaf því fyrir
þúsund árum ? En hvaða nauðsyn
útheimtir svo, að þar við sé látið
sitja um önnur þúsund ár? Alls
engin; heldur þvert á móti. Nú eru
þeir vordagar, þá alt endurnýjast,
“ærnar, kýr og smalinn.” Pétursborg
er orðin að Petrograd, Stamboul er
borin að skírnarfontinum, og enginn
veit, hvað hún á að heita á morgun.
þjóðarinnar um víða veröld og ein-
kennir hana á viðfeldinn hátt, betur
eh nokkurt annað nafn, sem enn hef-
ir birzt.
Breytingin tímabœr.
Einmitt nú verður að endurskíra
landið. Einmitt nú eru viðskiftin við
útheiminn alvarlega að byrja. Þess
vegna er það nú auðvelt, miklu auð-
veldara en seinna, þegar íslenzkur
v'erzlunarfloti hefir kynst öðrum
þjóðum, að segja. og hugsa ísland.
Einmitt nú geta allir frónskir menn
og allar frónskar konur orðið ein-
huga og samtaka um þetta rnikils-
verða mál, svo að hvert frónskt
mannsbarn rnegi að réttu segja
Vertu okkur, forna Frón,
Faldið jökli ár og síð,
Æ, hin sama undursjón,
eins og fyrst á landnáihstíð.
Yðar einlægur,
C. C. Petcrson.
209 Groveland Avenue,
Minneapolis, Minn., U.S.A.
13. Júní 1915.
Bruninn í Reykjavík.
Eignatjónið er mikið, "hátt
upp i miljón króna”, eftir því semi
oss er ritað af merkum manni
þaðan, en þætt verður það að
nokkru af eidsábyrgðiar félögutn,
þó að vitanlega stafi mikill hnekk-
ir í bráðina af tjóninu. Af frá-
sögnum, sem birzt hafa í
blaðinu má sjá að sumar
helztu verzlanir bæjarins hafa
brunnið: Edinborgar, Thor-
steinsons, G. Gunnarssonar, Godt-
haab, auk Landsbankans og Ing-
ólfshvols. Skjöl og bækur Eim-
skipafélagsins fórust í brunanum,
en skápar bankans reyndust
traustir, voru líka geymdír í stein-
húsi, sem tiltölulega lítið gat
brunnið að innan. Ein stærstu og
dýrustu hús höfuðstaðarins hafa
brurtnið, og vönduðustu, af þeim
sem einstakir menn áttu.
Atburður þessi verður enn svip1
legri fyrir mannskaðann er af
honum stafaði. Að Guðjóni úr-
smið er mikill mannskaði, þeim
vandaða og væna atorkumanni.
Hann hafði þá kosti til að bera,
sem merkum borgurum fylgja:
hug til að taka upp stórræði, ein-
staka elju og ósérhlífni, að koma
því fram sem hann hafði sett sér
svo og drjúg hyggindi. Samfara
þessu var sérstök ráðvendni.
Hann gerði öllum jafnt undir
höfði og prettaði aldrei nokkurn
mann visvitandi. Af þvi má
marka, hvemig hann var gerður,
að hann tók sig upp frá árinni og
orfinu, að læra iðn sina, en er
hann fann fyrirstöðu í því efni
heima á tslandi. |>á dreif hann sig
til Kaupmannahafnar, þó alls ekk-
ert kynni hann í málinu, og náði
þar áliti og fullnaðar prófi á
skömmum tima. Annað má telja,
að hann átti varla verkfæri sin.
Lönd og borgir umsteypast og um-
nefnast. Hvi þá ekki ísland?
Frón eða Fróncy.
Um margar aldir hefir þjóðin fund-
Íð til þess, að ísland er óheppilegt
nafn. Hún hefir hálf-óafvitandi
reynt að breyta því. Ýms auknefni
hafa verið notuð frá alda öðli, svo
seni Garðarsey, Grðarshólmi og
Frón. Ekkert þessara auknefna
virðist vel til fallið, nema Frón.
Það er hljómgott, snjalt, viðfeldið
og beygilegt. Öll þjóðin hefir að-
hylst það og hún skilur það fullkom-
lega eins vel og írar skilja nafnið
Erin. Með því að umnefna ísland
og skíra það Frón eða Fróney, kemst
isl. þjóðin um ókomnar aldir hjá
því hneyksli, seni stafar af gamla
misnefninu. Engin útlend þjóð get-
ur afbjagaö nafnið Frón. Það nafn
stingur i stúf. Það Verður merki
þegar hann settist að í Reykjavík,
en komst í efnuðustu borgara röð
á nokkrum árum. Hann var
glaðsinna og félagslyndur og átti
stóran kunningja hóp ekki sízt
meðal lærðra manna, er höfðu
inætur á honum, en þó að honum
þætti gaman að þeim félagsskap,
þá lét liann aldrei neina stund fyr-
irfarast af þeim sökum, er hann
liafði ætlað til annars. Vinum
sínum var hann tryggur, er hann
vildi að vinum hafa, Þéir eiga
góðum vini á bak ad sjá.
Ct um glugga.
Þjófnaður var venju fremur al-
gengur á járnbrautarstöðvum í
Danmörku um nokkrar vtkur og
virtust þjófamir einkum sækjast
eftir reiðhjólum. Voru svo rnikil
brögð að þessu, að enginn efi virt-
ist geta á því leikið, að æfðir
þjófar ættu þér hlut að máli; en
ekki tókst lögreglunni að höndla
neinn sökudólg. Þá var það, að
stúlka tók eftir því, að maður tók
reiðhjól er stóð á brautarstöðinm
í Hróarskeldu, sendi þaði sem far-
þegaflu(tning til' Kaupma'nnailiafn-
ar og tók sér far með sömu lest.
Stúlkunni þótti aðfarir mannsins
grunsamlegar og gerði lestarþjón-
um aðvart um grun sinn. Voru
lögregluþjónar viðbúnir í höfuð-
staðnum er þangað kom. Var
hann einn af kunningjum þeirra.
án gömul vinátta stoðaði lítið;
maðurinn var samstundis fluttur á
lögreglustöðina. Þegar þangað
kom gerðist maðurinn órólegur,
hljóp að einum glugganum og áð-
ur en nokkurn varði hvarf hann
út um gluggann. Fallið var ekki
hátt, en svo illa tókst til fyrir
manninum að hann fótbrotnaði;
var eftirförin því ekki erfið.
Liggur maðurinn nú í spítala og
bíður þess að sár hans grói. en
“eftir það er dómurinn.”
Engin póiitík.
George F. Galt, einn af þremur
í kaupanefnd, sem fal'ið er að
kaupa birgðir til herliðsins, er
staddur í borginni og tekur þvert
fyrir það, að pólitík ráði nokkru
um aðgerðir nefndarinnar. Hún
hefir 100 miljónir að kaupa fyrir,
og segir Mr. Galt, að þeim verði
varið öldungis án tillits til flokka
skiftingar i landsmálum. Hver
vara sem keypt er, verðlur boðin út
og sá sem lægsta boðið býður, fær
samninginn, ef hann álíst fær uirl
að leysa hann skilvislega af hendi.
Verk nefndarinnar sé ákaflega
margbrotið, en enginn hafi nein
áhrif né afskifti af kaupum nema
hún og sé það áform hennar, að
leysa það vel og sanwizkusamlega
af hendi.
Kaffidrykkja, matarlyst og
tannpína.
Læknir nokkur við alþýðuskólann
í Harstað í Noregi hefir gefið út
eftirtektaverða skýrslu um heilsu-
far barnanna í skólanum, mataræði
o. fl. Sést þar, að það er ])rent,
sem ætíð fer saman, það er kaffi-
drykkja, lystarleysi og skeindar
tennur. Þau, sem drukku mest
káffið, höfðu minsta matarlyst og
verst útleiknar tennur.
Læknirinn hafði umsjón með 311
börnum; af þeim drakk meir en
helmingur kaffi, eða 158 alls. Hér
eru að eins þau talin, er drukku
kaffi að staðaldri daglega. 1 skól-
anum var 61 barn, sem þjáðist af
blóðleysi, af þeim voru 57 kaffi-
belgir, 4 höfðu aldrei bragðað það.
129 höfðu skemdar tennur, af þeim
drukku 105 kaffi, 24 ekki. Af 85
börnum, sem voru lystarlaus, drukku
70 kaffi, hin ekki. Þessar tölur,
segir læknirinn, sýna ljóslega óholl-
ustu kaffisins fyrir böm innan 15
ára aldurs.
Læknirinn segist ekki vilja fara
mörgum orðum um tilbúning á
kaffi hjá alnienningi. Það nægi að
nefna það, að kaffið er því óholl-
ara, sem það er lengur látið seyð-
ast (“frckkjast”!. Það eru sýrur í
kaffinu, sem orsaka það, að matar-
lvstin þverrar og koma ólagi á melt-
inguna. Af þessu leiðir aftur, að
börnin þrífast ekki, fá blóðleysi og
allskonar aðra kvilla. Tennurnar fá
ekki þá næringu, sem þær þurfa
með, vegna blóðleysisins, verða van-
þroska og skemmast þvi fvr en
ella. En það er alkunnugt, að
skemdar tennur hafa nijög ill áhrif
á meltinguna. Við þetta alt mætist
að ekki er önnur næring í kaffinu,
en rjóminn óg sykurinn.
Sum af börnunum í Harstaðaskóla
drukku kaffi þrisvar á dag. Byrj-
uðu á undan miðdagsmatnum, strax
og þau komu úr skólanum, svo með
kvöldmatnum, áður en þau fóru í
rúmið, og sv'o morgunkaffið áður en
farið var í skólann. Auðvitað þjáð-
ust öll þessi börn af lystarleysi, blóð-
leysi og höfðu fúnar tennur.—Vlsir.
Hvaðanœfa.
—Sósialistar á Þ zkalandi hafa
stráð opinberri yfirlýsing út á
meðal verkamanna þess efnis. að
Atrsturríki sé um ófriðinn að
kenna. í yfirlýsingunni er kvart-
að undan því, hve alþýða manna
fái lítið að vita af sannleikanum
í þessum efnum og keisarastjóm-
inni og þeim sem hlúð hafa að
ófriðarglæðunum harðTega ámælt
og þeir taldir verstu óvinir hinnar
þýzku þjóðar. Það er staðhæft,
að friði hefði mátt korrta á í marz
mánhði, en græðgi stórbokkanna
hefði verið þar vargur í véurn.
— Fjalla lýðveldið litla, San
Marino, hefir sagt Austurriki
stríð á hendur, til þess að ekkt
skuli austurrískir fhtgbelgjaflotar
eiga þar hælis að vænta í viður-
eign sinni við ftali.
„HOLLANDIA SYSTEM“
Banar veggjalús og öllum skriðkvikindum
VÉR FYLLUM EKKI ALT MEÐ^REYKNÉ
HELDUR GERUM VÉR ÍBÚUM NEINN USLA.
Engin lykt né önnur óþægindi. Oll vinna tekin
í ábyrgð um heilt ár. Símið eftir upplýsingum og
prísum. Engin borgun tekin fyrir að skoða hús.
Sítnið M. 6776
M. G. NIEHORSTER & CO.
508 McGreevy Blk. - Portage Avenue
Alls ekki þýzkt félag
— Herdeildin sem kend er við
krónprinsinn þýzka ‘hetir dóm-
kirkjuna í Rheims enn að skot
marki sínu. í hefndarskyni tóku
sig til 29 franskir loftfarar og
köstuðu 178 kúlum yfir aðal-
stöðvar hans htignar. Allir flug-
mennirnir komu aftur heilu og
höldnu þrátt fyrir skarpa skot-
hríð; þetta skeði 3. júni.
— Kafbátar Þjóðverja hafa
ekki verið aðgerðarlausir vikuna
sem leið, sökt mörgum skipuim
fyrir Bretum og hlutlausum þjóð-
um. Stærsta skipið er þeir náðu
frá Bretum þessa viku var
“Takum” 5000 tonna stórt. Sví-
ar Danir og Norðmenn hafa og
mátt kenna á kafbáta ófögnuðin-
um, en fáir hafa druknað.
— Látinn er Edward Holrn,
nafnkendur sagnaritari Dana, há-
aldraðúr.
— Taugaveiki gengur svo skæð
í Serbíu, að i fregnmiða þaðan er
svo að orði komist, að hún verði
fleirum að bana en byssukúlur óvin-
anna. Ætla Serbar að fara her-
ferð gegn veikinni með því móti,
að sótthreinsa öll hús í landinu
með vél er til þess er gerð og ný-
lega er upp fundin af Ameríku-
manni.
— Telefónsamband komst á
milli Toronto og San Francisco í
fyrri viku; meira en 3000 mílur
eru á milli þessara borga.
— Sex manneskjur biðu bana
og tuttugu og fjórar særðust í
Varsjá 2. júní er þýzkt loftskip
sveif yfir borgina og kastaði tund-
urkúlu er lenti á kvikmyndahúsi.
T'lestir hinna særðu og dauðu voru
konur og börn.
— Sendiherra Bandaríkjanna í
Berljn hefir verið tilkynt að
“Gulfight”, Bandarikja skipi hafa
verið sökt í ógáti. Foringi kaf-
farans tók ekki eftir fána Banda-
ríkjanna fyr en um seinan.
— Frakkar hafa goldið Þjóð-
verjum líku líkt fyrir eiturgasið
er þeir nota með því að hella Iog-
andi vökva í skotgrafir Þjóðverja
við Argonne.
Veðrið
iiefir verið vott að undanförnu og
í kaldasta lagi sem menn muna,
um þennan tíma árs. Snjóað hef-
ir á stöku stað vestanlands. Nú
er hita þörf og þurka, því að
gróður er hægfara.
Verkmanna ekla.
Akuryrkju deild fylkisstjórnarinn-
ar hefir birt brýna áskorun til sveita-
bænda um það, að sjá ísér fvrir
verkafólki i tíma, vegna þess að með
þeim liðsafnaði, sem nú er hafinn,
muni útlit fyrir að stórmikill hörg-
ull verði á verkafólki til sveitar-
vinnu í sumar. í erindi því segir
svo, að Alberta þurfi á 12.000, Sas-
katchewan 30,000 og Manitoba 20
þús. verkamenn við akurvinnu, um-
fram þá, sem í sveitum eru. “Hvar
á að fá þessa menn?” er spurt, og
svarið er þannig:
“Ráð vort er þetta: Látið akur-
yrkju deildina vita þegar í stað, hve
marga menn þér getið tekið nú þeg-
ar, og tiltakið þá upphæð, er þér
viljið gjalda hverjum fvrir sig frá
þessum tíma og fram til 31. Októ-
ber, eða hvers annars tímatakmarks,
sem þér takið til. Til þess að
tryggja það, að mennirnir fari ekki
frá yður í miðju kafi, getið þér boð-
ist til að borga þeim vist kaupgjald á
mánuði, auk fæðis og húsnæðis. jafn
óðtim og fyrir þv'í er unnið, en af-
gangurinn borgist þeini að loknum
vinnutímanum, en það aukagjald
missi hver, sem ekki útendir sinn
tíma.
Stjórnardeildin hefir samið urn
niðursett far, er nemur einu centi á
míluna frá; Winnipeg. Líknarfélag
bæjarins borgar það gegn endur-
borgun að liðnum vinnutíma.
Til dæmis er þetta: Þér bjóðist
að taka mann fyrir 100 dali í fjóra
mánuði og borgið 10 dali á mánuði
til bráðabirgða. t lok þeirra fjögra
mánaða ætti 'verkamaðurinn 60 dali
til góða. Hugsið um þetta og lítið á,
hvort þér hafið ekki hag af þessu.
Þér borgið ekki meira eti uppskeru-
maður myndi kosta yður og hafið
auk þess not af ntanninum til bygg-
inga og jarðabóta, skurðagraftar,
aðflutninga eða hverrar annarar
vinnu, sem gera þarf.
Stjórnardeild búnaðarntála fylkis-
ins gerði ekki skyldu sína, ef hún
brýndi það ekki fyrir yður, að taka
ráð í tíma og láta það ekki dragast.
Manntjón Breta.
Asquith lýsti því á þingi, að frá
upphafi stríðsins, til 31. maí hefðu
fengið sár eða bana í Breta her
258,069, en surnir hafa horfið, það
er að segja, verið teknir höndum
af Þjóðverjum.
Aí Grikklandi.
Þar eru kosningar nýlega um
garð gengnar, er lauk svo að
Venizelos, eða sá flokkurinn sem
stríði er fylgjandi vann algerðan
sigur, og er álitiðí, að það muni
leiða til þess, að Grikkir sláist í
ófriðinn. Konungurinn Constan-
tine Hggur hættulega veikur, af
lífhimnabólgu, eftir þvi sem sagt
var. Aðrar fregnir herma, að
veikindi hans stafi af áverka er
drotning hans hafi veitt honum.
Hún er skapstór og fylgin bróður
sínum, Þýzkalands keisara, með
svo mikilli frekju, að tæplega
kvað hún ráða sér. í einu kastinu
reiddist hún bónda sínum svo
mikið, að hún greip rýting og
lagði til hans og þaðan á sótt hans
að stafa. Trúlegt er, að þessi
kvittur sé uppspuni, þó að hitfc sé
víst, að miklar viðlsjár hafa verið
innan hirðar á Grikklandi útaf
stríðinu.
Frá Islandi.
Reykjavík 12. maí.
í Bæ í Hrútafirði voru fyrir
skönnnu seldar 5 ær, þar af 3
gamlar, er varla munu lifa lengur
en til haustsins. Meðaltal verðs-
ins var þó 42 krónur.
Það vita menn, að nú er dýrtíð,
en þetta keyrir þó úr hófi.
Á Eyrarbakka er góð tið og
gott heilsufar, en enginn fiskur nú
um tíma. —
•
Lokadagurinn var í gær. Vér
leituðum í sólskini og sáum þó
engan mann fullan, (einn maður
tjáir oss, að hann hafi séðl á 2—3
mönnum). öðruvisi mér áður brá.
— Nú eru fiskiskipin sem óðast
að koma inn. ,
Guðmi. Kr. Gúðmundsson glímu-
kappi er nýkominn norðan úr
Þingevjarsýslu. Var hann ráðinn
þangað af sambandi þingeyskra
LT. M. F. að kenna iþróttir. Var
íþróttanámskeið haklið að Breiðu-
mýri í Reykjadal um hálfsmánað-
artíma og sóttu þangað 38 U. M.
F. viðsvegar v úr sýslunni. Fór
kenslan fram í þinghúsinu og
skorti hvorki gleðskap né áhuga.
Námsskeiðinu var slitið nieð alls-
herjar samkomu, er stóð lengi
nætur, og skerntu menn sér hið
bezta.
Guðmundur lætur hið bezta yf-
ir för sinni. Þykir Þingeyingar
skemtilegir heim aðl sækja. Telur
iþróttaáhuga mikinn meðal yngri
manna. enda muni það von ýmsra
góðra drengja, er liðtækir verðt á
sviði iþróttanna, er stundir liða.
Á Akureyri var Guðm. vikutíma
og leiðbeindi þar nokkrum mönn-
um um ýmsar iþróttir. — (Vísir).
Reykjavík 13. maí
Klukkan fimm í morgun fór
Þorvaldur Bjömsson lögreglu-
þjónn ásamt tveim næturvörðum
niður að landsjóðfeskúmum við
'A'öIund", og tóku 3 stór koffort,
sem konui frá borði úr “Isafoldl”
(“‘Columbus”), og fóm með þau
upp í “Steininn” og báðu Sigurð
gevma, þar til rannsókn yrði haf-
in. Hefir þeim vist þótt gutla
helzt' til mikið á koffortunum.
—(Visir).
Nýlega er látinn nierkur bóndi,
Benóný Tónsson á Laxárdal í Bæj-
arhreppi í Hrútafirði; dó úr lungna-
bólgu. Dugnaðarmaður um fimtugt.
—Vísir.
Tbe Coast Lumber
Yards, Ltd.
185 Lombard St.
Phorie M. 765. Þrjú yards
Einlaldir útfararsiðir.
1 norður hluta Síberiu, þar sem
jörð er frosin meiri hluta ársins,
eru útfararsiðir mjög ólíkir þeim,
sem þeir eiga að venjast er búa i
veðurmildari löndum. Vegna1
frostsins í jörðinni dettur engumi
hug að taka gröf, því það mimdi
kosta of langan tíma og mikla
vinnu. í þess stað er sá fram-
liðni vafinn innan í skinn, fluttur
á sleða út á sléttumar og skilinn
eftir í snjónum, þar sem lítil er
umferð. Líður sjaldan á löngu
að úlfar og refar finm líkið og
rífi það í sig. Kuldinn á þessum
slóður er oft 85 stig á Farenheit
eða jafnvel meira, enda hafa dýra
leyfar fundist þar sem eru mörg
þúsund ára gamlar.
— I smábæ í Ontario fóru
bræður tveir í bifreið um bæar-
götu, plankabútur lá í götunni, og
svo liart fór reiðin, að hún tókst
i báa loft er hún rakst á spítuna
og snérist um. Annar bróðirinn
dó strax. hinn slasaðist til ólífis.
Það kostaryður EKKERT
aÖ reyna
Record
áttur on þér kaupitS rjómaskilvindu.
KKCORI) er olnmitt skilvindan,
srm liozt á vitS f.vrir bændur, er hafa
ekki fleiri en
6 KÝR
I»»‘Kar |»ér reynitS þcMga vél, mnnatS
þér brátt sannfærast um, atJ hón
tekur ttllum tttSrum fram af Nömu
stærfi os vertti.
Ef þér notitS RECORD, fáitS þér
meira smjttr, hún er autSveldari
metSfertSar, traustarl, autShreinsatSri
ok sei<i svo Iúku verhi, atS atSrir geta
ekki eftir leikitS.
SkrifitS eftir sttluskilmálum og öil-
um uppiýsingrum, til
The Swedish
Canadian Sales Ltd.
234 Logan Avenue, Winnipeg.
PYRENE
SLÖKKVI - TÓL
Hi8 eina Islökkvi-efni. sem
drepur allskonar eld. Slekkur
ollu, bensin og gasolín loga. —
Vökvi þessi frýs ekki og honum
má, dæla 30 fet.
Fáið söln-umboð.
slökkviefnis með. BifreiSa-eig-
Allir bændur þurfa þessa
endur, sem hafa Pyrene Ex-
tinguisher í bifrei8 sinni, fá 15
prct. afslátt á eldsvo8aábyrg8.
Seldur svo lágu verSi, a8 allir
kaupa. SkrifiS oss tafarlaust.
og fál8 sölu-umboS í héraSl yS-
ar. Stendur ekki aS baki neinu
slökkvi-efni. SkrifiS oss strax.
PYRENE SALES CO.
líank of Ottawa Building,
YVINNIPEG
Leikhúsin.
WALKER.
Leikurinn sem sýndur er í Walker
þessa viku, dregur óvenjulega mikið j
fjölmenni að þessurn skemtistað, því
nú leikur Mrs. Patrick Campbell þar
í “Pygmalion” og “The Second Mrs.
Tanqueray”, hið fyrnefnda á fimtu-
dags og laugardagskveld, en hið síð-
arnefnda á miðvikudags og föstu-
dagskveld og laugardags matinee.—
Mlle. Anna Paulson, heimsfræg rúss-
nesk dansmær, ásamt 80 listamönn-
um, kemur til Winnipeg og leikur í
fyrsta sinni föstudaginn 25. Júni.
Hljóðfæraflokkurinn er einhver sá
allra bezti vestan hafs og þó víðar
væri leitað. Meðal leikjanna, sem
sýndir verða, eru “The Fairy Doll”,
kafli úr “Fust”, “Amarilla”, “Flor-
as”, “Awakening” o. fl. — Tekið á
móti póstpöntunum nú þegar.
DOMINION.
Þriðja kvikmyndavikan í Domin-
ion leikhúsinu verður ekki lakari en
tvær hinar fyrri. Næst verðtir sýnd-
ur hinn ágæti leikur “The Sign of
the Cross’”. Þessi leikur hefir fyr- |
ir löngu hlotið alþjóða hylli og ger-
ir það ekki síður nú, er honunt hef- j
ir nýlega verið breytt og alstaðar til
batnaðar. Sérstaklega viljum vér
benda á hinn snildarlega leik Willi-
ams Farnums. setn leikur aðal hlut-
verkið: liann er seagður vel fallinn
til að leika hlutverk sitt. Leikurinn
er mjög áhrifaniikill og hlýtur að
snerta hjartastrengi allra óspiltra á-
horfenda.
CANADflw
FINEST
THEATtt
ÞEIKURINN pESSA VIKU f
WALKER
Mánudag, Þriðjudag, Fimtudag og
Laugardagskveld og Miðv.dags mat-
inee, verður leikinn Bernard Shaws
afar skemtilegi gamanleikur
— “PYGMALION” —
en á Miðv.d. og Föstudagskv. og
Laugardags matinee fyrirmyndar-
leikur A. W. Pinero’s
“THE SECOND MRS. TAN-
GUERAY”
PANTAGES.
Frá sjónarmiði listarinnr er ekki
hægt aö hugsa sér fullkomnari leik
Föstudag og Laugardag og Matinee
á Laugardaginn
þá sýnir hin frægasta dansmey list
sína í Walker, hin rússneska
MLLE. ANNA
PAVLO IV A
“Gyðja danslistarinnar" ,
og er í fylgd með henni hin konung-
legi hljóðfæraflokkur, 80 manns.
Pantið sæti þegar með pósti. —
Verð að kveldi $2.50. $2, $1.50, $1,
75c og 50c. Box sæti $3. Matinee
verð: $2, $1.50, $1, 75c. og 50c. — 1
leikhúsi byrjar sætasla á föstudag
18. Júní
Þetta leikhús auglýsir ekki í blað-
inu Telegram.
en þann. sem sýndur verður í Pant-
ages næstu viku og “Angelus” nefn-
ist, og “Gleaners" gefur honum lítið
eftir. “Their Wedding Night” er
þriðji leikurinn, fullur af fjöri og
fyndni og gáskafttllu gamni, sem all-
ir kannast við og hlæja að. Aðrir
leikir, sein einnig verða sýndir og
nefna niá, eru “The Limb of the
Law" og “A Bit of Harmony.” —
Fyrri sýningin á kvöldin bvrjar kl.
8 og sú' siðari kl. 9.30; mat. kl. 2.30.
StærS No. 20
,v*$ “Eg flyt betri Klut inn í Canada en áður
hefir þekst í landinu“
GUFU SUÐUVÉL
og BÖKUNAROFN
IDEAL’
Me8 “IDEAI," guíu suSuvél getiS þér so8i8 allan
miSdegismatinn, frá súpii til eftirmatar, ásamt
öllu. sem þar er á milli, yfir einum eldi, á hva8a
eldavél sem vera skal; fariS I burtu; ekkert getur
[» brunniS, skorpnaS, þornaS, gufaS upp e8a orSiS
ofso8iS.
IDEAL GUFU Su8uvél sparar meiri vinnu en
nokkurt anna8 á8ur þekt á-
hald vi8
niðtirsuðu ávaxta og matjurta.
SkrifiS eftir ver81ista og
frekari upplýsingum.
T.OUIS McUAIN 287 Princess St. AVinnipeg
Umbo8smenn fyrir Canada.
TOIiEDO COOKER CO., Toledo, Ohio, hínir einu, er
búa til “IDEAIi” gufu suS-vélar
KlippiS úr þenn-
an mi8a; hann er
$1.00 virSi sem
afborgun á Ideal
su8uvél; gildir til
15. Júlf, — Oss
vantar uinboðs-
nicnn í liverri
borg.
TIT >> • •• I • timbur, fialviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundum
, geirettur og als-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís-
legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limited
HENRY AVE. EAST
WiNNIPEG
N