Lögberg - 22.07.1915, Side 6

Lögberg - 22.07.1915, Side 6
6 LÖGBEKG, FIMTTJDAGINN 22. JÚLl 1915 Á vœngjum morgunroðans. Eftir LOUIS TRACY. ÞaS skrjáfaöi í silki. Ung kona í nýtísku Paris- arfötum, meö hatt, sólhlíf, hanska og gljáandi skó, stóö mitt á meöal þeirra. Allir þögnuöu og störöu eins og tröll á heiðríkju. Enginn haföi tekið eftir er hún nálgaðist þá. “Robert, hvernig gastu breyst svona mikið? Eg þekti þig ekki!” Þau störðu hvort á annaö. Bæði höfðu breyst svo þau voru lítt þekkjanleg. “Satt er það,” sagði hann hlæjandi, “að ‘mikið er skraddarans pund’. Ilver mundi trúa því, að fötin gætu breytt konu svona mikið?” “Þetta mun eiga að vera lof,” sagði Iris, “en þaö getur veriö last. En komdu fljótt, góði. Fitz- roy kafteinn og Lord Ventnor komu með okkur pabba á. land. Þeir viija fá okkur til að sýna sér alla eyjuna. Þið fyrirgefið að eg tek hann frá ykk- ur?” bætti hún við og brosti til þeirra sem hjá stóðu. Þau gengu í burtu. “Jimmy!” sagöi feita foringjaefnið við grann- vaxinn ungling sem stóð hjá honum. “Hún hefir náð í skrúðann þinn!” Hann átti við það, að hún hafði komist í fata- skápinn á Orient og valið sér þau föt sem ungling- urinn hafði einu sinni notað er hann hafði leikið Parísardömu í stuttxnn sjónleik. Playdon beit á vörina og sagði við þann sem næst stóð: “Fari það kolað ef eg skil agnar ögn í þvi sem hér er að gerast.” “Það geri eg ekki heldur. Anstruther virðist vera prúðmenni og bezti drengur og stúlkan er óvið- jafnanleg. En mér hefir alt af skilist að hún mundi vera trúlofuð óþokkanum honum Ventnor.” “Anstruther viröist hafa búið svo um hnútana að ekki verði mikið úr þeim ráðahag. En gaman þætti mér að vita hvað “pabbi” segir þegar hann fær að' vita að tengdasonurinn tilvonandi var dæmd- ur af herrétti.” “Hún verður að hætta við alt saman. 1 En mjög hefir méij förlast sýn/ og skilningur ef stúlkan lætur sér þaö lynda. Mér finst eg kannast við nafn hans og eg man ekki betur en að hann væri riðinn við mál konu ofurstans í Ilong Kong og mig grunar að Ventnor hafi verið vitni í því máli. Vertu alveg rólegur; viö verðum einhvers vísari áður en við komum til Singapore. XVI. KAPITULI. Skilmálarnir. i Lord Ventnor var ekkert flón. Meðan Iris var að hafa fataskifti, skýrði Sir Arthur Deane jarlinum í stuttu niíili frá hvar! komið var. Lord Ventnor var maður fálátur, kaldur og þó kurteis. Hann lét engan óróa á sér sjá er hann heyrði sögu Mr. Deanes og lét jafnvel á sér skiljast að hann kannaðist við, að Anstruther væri launa; maklegur fyrir þann greiða er hann hefði gert Mr. Deane, og dóttur hans. “Hún er örlynd og djörf stúlka,” sagði hann. Sir Arthur hafði ekki búist við því svari. “An- struther getur verið hugþekkur þó hann séj fantur,” hélt Ventnor áfram,' “hann er hverjum manni hug- rakkari ef á þarf að halda og grimmur sem ljón þegar til slagsmála kemur. Eg þekki fantinn; hann barði tvisvar á mér.” Skipseigandinn stóð sem steini lostinn, er hann heyrði þetta. Ix>rd Ventnor hélt áfram: “Já, það er satt. Eg hnýstist of mikið inn í launspil hans og hann helti yfir mig eldi ogt brenni- steini, eins og hans er siður. Látið þér Iris af- skiftalausa. Anstruther er nýbúinn að frelsa hana frá bráðum bana og þakklætistilfinningin ber hana ofurliði nú sem stendur. Lofið henni að jafna sig. Ósóminn sem loðir við Anstruther, kemur smámsaman frami í dagsbirtuna; hjá því getur ekki farið. Það fyllir hana viðbjóði og fyrirlitning. Þér getið reitt yður á, að áður en vikan er liðin, biður hún yður að kaupa sig lausa. Plann er fjárhagslega illa staddur. Skyldmenni hans og kunningjar hafa snú- ið við honum baki. Þegar þér íhugið þetta, þá skilj- ið þér kannske betur, hvað hann hefir í hyggju. Hann veit að hann getur aldrei gifst dóttur yðar. Hann er að elta peningana; leikurinn er gerður til að ná i þá.” Sir Arthur lofaði Lord Ventnor að telja sér trú um þetta án þess að mótmæla skoðunum hans. En þrátt fyrir það, var hann sannfærður um, að leik- urinn snérist ekki eingöngu um peningana. Ef svo var, þá var litið að marka andlitssvip manna. Samt félst hann á ráð Ventnors; aðrar leiðir voru lítt færar. Það náði engri átt að ávíta Iris og sýna þeim Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDl AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI manni fyrirlitning, sem hafði bjargað henni, sama daginn og tekist haíði að hrífa þau úr kverkum dauðans. Lord Ventnor var hygginn og kænn. Hann beygði sig fyrir því sem ekki varð hjá komist. Iris hafði kannast við að hún elskaði meðbiðil hans. Hann varð að láta sér það lynda. Ekkert vit var í að reyna að telja henni hughvarf. Það gat ekki orðið til annars en þess, að hugur hennar hallaðist enn meir að Anstruther. Bezt var fyrir hann að sýnast hryggur, og láta sem hann tæki sér mjög nærri að verða að segja sannleikann um meðbiðil sinn. Hann taldi og víst. að örlyndi Anstruthers mundi koma sér að góðu liði. Anstruther mundi hlaupa upp á nef sér, þegar hann yrði þess var, að sannleikurinn væri farinn að gægjast út á meðal skips- verja. Eni öll stóryrði mundu síðar koma honum i koll. Þó hann væri konungur Regnbogaeyjar, þá hafði hann þó verið dæmdur fyrir herrétti; sá blett- ur varð ekki af honum þveginn. Costabell ofursti og kona hans voru í Singapore. Lord Ventnor var sá eini innanborðs sem vissi það. Satt að segja hafði hann einkum tekið sér far með Sir Arthur Deane, til að reyna að losna úr neti, sem hann hafði verið óþægilega flæktur í. Hann brosti ánægjulega þegar hann hugsaðk sér, hver áhrif saga ofurstafrú- arinnar mundi hafa á Iris. Lord Ventnor hataði Anstruther af öllu hjarta. En hann mátti ekki láta á því bera. Því gætilegar sem hann fór, því vissari var hann um sigurinn. Hann var samferða skipstjóranum og Sir Arthur a land. Þeir komu auga á Robert og Iris þegat þeir komu upp i fjöruna. “Anstruther er skolli laglegur maöur,” sagði Fitzroy skipstjóri. “Hver er hann?” Satt að segja var skipstjórinn hissa á þeirri breytingu sem orðið hafði á Robert frá því hann hafði horft á hann í kíki sínum af skipinu. Iris var orðin óvön að ganga á hælaháum skóm, svo hún hélt í handlegginn á hinum einkennilega manni, og hún gerði það á þann hátt, að sjómaðurinn trúði nú ekki framar að Lord Ventnor væri henni öllum öðrum kærari. Sir Arthur þagöi og Lord Ventnor virtist rólegur; “Eftir nafninu að dæma og því sem Sir Arthur Deane hefir sagt mér, þó býst eg við að hann hafi verið foringi í indverska hemum.” “Er hann þá farinn úr hernum?” “Já. Eg hitti hann siðast í Hong Kong.” “Þið þekkist þá?” “Mjög vel, ef það er sami maðurinn.” “Þetta er fallega gert af Ventnor,” hugsaði skipseigandinn með sér. “Eg hélt þó sannarlega ekki, að hann væri sérlega sáttfús.” Meðan þessu fór fram var Anstruther að leggja Iris lífsreglurnar. “Ekku Iris,” sagði hann, “minstu aldrei á mig i sambandi við þá stöðu sem eg hafði í hemum. Eg á ekki rétt á því. Einhvern tíma næ eg aftur rétti minum, ef guð lofar. Nú sem stendur er eg óbreytt- ur þegn brezka veldisins, en ekki hermaður.” “Mér sýnist þú samt nógu álitlegur.” “Þú mátt ekki stríða mér núna. Það væri ekki rétt gert af þér að gera það þegar svo margir sjá til okkar.” “En þú ert eins og annar maður síðan þú skreiðst úr gamla hýðinu. Eg man að mér sýndist þú furðu gimilegur bryti.” “Eg get ekki borið hönd fyrir höfuð mér nú sem stendur. Eg má hvorki stríða þér né kyssa þig. En —Iris—nefndu ekki námuna fyrst um sinn.” “Hvers vegna ekki?” “Mér datt það svona í hug; þú veist að eg get verið dutlungafullur. Mér þætti vænt inn ef iþú nefndir hana ekki.” “Ef þér er þægð í þvi, Robert, þá skal eg þegja.” Hann svaraði með því að þrýsta fingrunum fast- ara um; handlegginn á henni. Þau vom komin svo nálaðgt þeim Ventnor, að þau gátu ekki talast leng- ur við. “Mr. Fitzroy — Mr. Anstruther,” sagði Iris. “Lord Ventnor, þér hafið áður hitt Mr. Anstruther.” Skipstjórinn rétti Robert hendina. Lord Ventnor brosti vingjarnlega. “Ykkur virðist hafa liðið vel í útlegðinni,” sagði hann. “Ágætlega. Við áttum marga erfiðleika við að stríða, en við gengum beint fram að óvinunum og létum vopnin skera úr málum. Gerðum við það ekki, Iris?”_______________________________ “Jú, Robert. Ræningjamir voru ekki svo kunnir nýmóðins bardagaaðferðum, að þeir kynnu að vega með fölskum vopnum eða ósan*indum.” Lord Ventnor var fölur og hrukkur færðust yfir andlitið. Iris vissi bersýnilega að Anstruther hafði verið dæmdur fyrir herrétti og hún blygðaðist sín ekki fyrir að viðurkenna, að hann væri unnusti hennar. Loðnu augnabrúnimar á skipstjóranum kvikuðu og hurfu loks upp undir húfuna, þegar hann heyrði á hvern hátt þau ávörpuðu Hvort annp.ð. Ventnor brosti aftur. “Jafnvel ræningjar hljóta að bera virðingu fyrir Miss Deane,” mælti hann. Anstruther1 sá að skipseigandarmm var órótt inn- anbrjósts. Hann bældi því niður hrakyrðin sem brunnu á vörum hans og stakk upp á því, að þau fylgdust öll að þangað sem Sirdar hafði strandað. Þegar þangað kom varð hann áheyrandi en ekki sögumaður; Iris tók af honum ómakið. Hún lýsti fyrir þeim hvernig hann hafði klofið öldumar og komist til lands í ofviðrinu; hún sýndi þeim hvar hann hafði barist við smokkfiskinn; hún lýsti fyrir þeim hugrekki hans og starfsemi; hún sagði iþeim söguna af því, þegar hann frelsaði hana úr klóm ræningjanna; hún sagöi þeim frá útvörðunum, er hann hafði sett til að gera þeim aðvart, er óvini bæri að iandi; og að síðustu skýrði hún frá bardag- anum mikla, hvernig hann hafði ónýtt hin bezt lögðu ráð ræningjanna, hrætt þá og hrakið af höndum sér. Bardaginn hafði verið búinn að standa í þrjátíu stundir, en Robert hefði ekki verið nær þrotum en í upphafi bardagans. Tilheyrendurnir voru hugfangnir áf frásögn stúlkunnar. Flestir fyrirmanna skipsins, þeir er á land komu, slógust með í förina og hlustuðu með mestu athygli. Robert brosti oft eða hló, þegar mælskan var sem mest. En datt ekki í hug að hlæja. Iris talaði í einlægni og af hjartans sannfæringu. Það hreif komumenn þótt sagan væri líkari æfintýri eða draumi. En hvert orð hennar var satt. Um það var ekki að villast. Hún gat sannað sögu sina meö ótal þöglum vitnum. Henni var svo liðugt um tungutak, hún sagði svo skýrt frá og nákvæmlega og brá svo eðlilegum bjarma yfir viðburðina er hún lýsti, að föður henn- ar kynjaði stórlega og Anstruther varð jafnvel að kannast við það, þó hann þegði, að þój að karlmenn yrðu eins gamlir og sumir ættfeður ísraelsmanna, þá þektu þeir kvenfólkið aldrei til hlítar. Þegar Iris endaði sögu sína, stóðu tár i augum hennar; en það voru þakklætis og gleðitár. Lord Yentnor hafði tekið eftir hverju orði og hverri smá- hreyfing hennar og nepja fór um hið kalda hjarta hans. Hann sannfærðist um, að hann gæti aldrei unnið ást! þessarar konu. Sú sannfæring æsti hann. Hjarta hans fyltist heiftarfullri bræði og hann strengdi þess heit að særa Robert svo djúpu sári, að hann ætti ekki framar viðreisnar von. Sá piltur skyldi ekki framar kasta skugga á leið hans. Þegar Iris þagnaði, hélt Robert að eldraunin væri afstaöin. En það var öðru nær. , Sjálfur varð hann að svara ótal spumingum. Hvers vegna höfðu göngin verið grafin? Hver var leyndardómur Dauðradalsins? Hvemig gat hann markað sólskif- una? Hvemig gat hann greint óæta ávexti frá æt- um? Hve nær lærði hann að þekkja ætar jurtir frá óætum? Hvernig? Hvers vegna? Hvar? Hve- nær? Hver spurningin rak aðra. Þegar einni var svarað, var önnur á reiðum höndum. Því, þó brezk- ir sjómenn stingi nefinu inn í flesta afkyma verald- arinnar, þá heyra þeir ekki daglega sögur sem jafn- ast á við þá, er þau Iris höfðu að segja og sjá sjald- an annað eins undraland og Regnbogaeyjan virtist vera. Hann sagði þeim, að þeir sem námuna grófu, eða holuna, hefðu verið að leita að antimoni. Þáð væri einnig í berginu þar sem hellirinn var; því hefði einnig verið grafð þar. Antimoni er sjaldgæft efni og fáir kunna mikið frá því að segja. Sumir í hópn- utn höfðu heyrt þess getið áður, en aðrir ekki; þeir létu sér því nægja þessa skýringu. Anstruther var, sannfærður um að engann grun- aði, hve mikil auðæfi vom fólgin í hamrabeltinu sem þeir störðu á. Óvæntur atburður losaði hann við fleiri spurningar. Lúðurhljómur heyrðist frá skipinu. Það var korninn matmálstimi. Þegar hljóðnaði sagði skip- stjórinn: “Það er engin furða þótt þér sé hlýtt í huga til þessarar leyndardómsfullu eyju. Eg skil það mjög vel.” “Það gera nú fleiri,” sagði lágv'axna foringjaefn- ið í hálfurn hljóðum og skotraði augvmum þangað sem Iris stóð. “En mér er forvitni á að vita,” hélt skipstjóri áfram, “hvers vegna þú kastar eign þinni á eyna. Þúi ætlar þó varla* að setjast hér að?” Hann benti á blaðið sem Robert hafði fest upp. Anstruther þagði góða stund áður en hann svaraði. Hann fann að Lord Ventnor horfði fast á hann. Öllum lék forvitni á að heyra svarið. An- stmther leit alvarlega á skipstjórann. “Sumstaðar em blindsker í höfunum,” sagði hann. “Enginn veit hvar þau eru og ekki sjást þau á sjókortum. Mörg skip hafa farist á slíkum blind- jskerjum, án þess hægt væri að ásaka skipstjóra fyrir /það.” “Þáð er ekki efamál.” “Þegar eg var í Hong Kong sigldi eg á eitt af þessum skerjum, og lífsfley mitt brotnaði i spón. Að minsta kosti fanst mér það þá. En hér skolaði mér á land. Furðar þig þá nokkuð á þvi, þó mér þyki vænt um| þessa litlu eyju, landið sem gaf mér líf?” “Nei,” sagði skípstjórinn. “Hann fann að hann skildi ekki til hlítar hvað Robert átti við og hann varðaði ekki um það. “Eg er helduT ekki einn um eyna,” bætti Robert við1 og brosti. “Um það er ekki að villast,” svaraði skipstjórinn. Allir skellihlógu, en enginn jafn hátt og Iris. Sir Arthur Deane var ekki hlátur í hug þó hann brosti og Lord Ventnor fanst hann sjá beiskjusvip- inn á sinu eigin andliti. Seinna um daginn sagði Playdon skipstjóranum það sem Anstmther hafði sagt honum: að hann hefði verið dæmdur fyrir herrétti. Skipstjóra brá mjög við er hann heyrði þetta, en áleit rétt að láta sem minst á þessu bera, eins og Playdon hafði gert ráð fyrir við Anstruther. . Skipstjóri sagði Lord Ventnor frá þessu litlu seinna. Lord Ventnor furðaði mest á því, hve ræki- lega Anstruther hafði höggið brúna undan fótum sér. “Já, eg veit eins vel og hann um alt semtr þar gerðist,” sagði Lord Ventnor. “Þú þarft ekki að furða þig á því, eg var aðal vitnið gegn honum, næst Mrs. Costobell.” “Það hlýtur að hafa verið há bö.... Það hlýt- ur að hafa verið óþægilegt,” sagði skipstjórinn. Lord Ventnor hafði ekki búist við þessu svari. “Hvers vegna?” spurði hann með duldum ákafa. “Vegna þess að eg heyrði nöfn ykkar tengd sam- an á miður þægilegan hátt.” “Nú er eg hissa. Eg vissi að Anstmther reyndi að breiða út óhróður. um okkur meðan mál hans stóð yfir. En eg bjóst ekki við, að honum hefði tekist að ata okkur jafn dökkum sauri og mér skilst nú að hann) hafi gert.” “Eg á ekki við sögurnar sem gengu í Hong Kong, heldur þær sem flugu fyrir í Singapore nokkrum mánuðum seinna.” Fitzroy sagði þetta svo kuldalega, að næst gekk ókurteisi. Lord Á’entnor hniklaði brúnirnar og glotti. “Það er valt að byggja á orðrómi,” sagði hann og var stuittur i spuna. “Eg hefi á engan hátt hall- mælt Mr. Anstrather eða borið neinar sakir á hann. En ef nokkur vafi leikur á um lifnaðarhætti hans, þá þarf ekki annað en fletta upp dómsmálabókunum í Hong Kong.” Skipstjóri tautaði eitthvað fyrir munni sér sem ekki heyrðist og yfirgaf Lord Ventnor. Þau Robert, Iris og faðir hennar fóm aítur til lands. Eftir nokkra umhugsun afréð Robert, að fá Mir Jan til að verai kyrran á eynni þangað til hann kæani aftur. Ekki þurfti að óttast að ræningjar gerðu aftur áhlaup í bráð. Fregnin um afdrif þeirra er höfðu heimsótt þau Robert, mundi ekki hvetja aðra til að freista hamingjunnar á sama hátt og þeir höfðu gert. Hann gat byrgt Mir Jan að vistum og vopnum og þá var honum lítil hætta búin. Og hvern- ig sem færi, þá var betra fyrir Mir Jan að vera kyrran á! eynni. Hann var fangi sem strokið hafði úr varðhaldi og átti enga vægðar von ef hann kæmi aftur til Indlands. Mir Jan tók af sér höfuðfatið og lagði það fyrir fætur Anstmthers. “Sahib,” sagði hann, “eg er hundur þinn. Ef eg á það skilið að verða þjónn þinn,' þá veit eg að Allah, hefir fyrirgefið mér yfirsjónir mínar. Eg drap mann bara vegna þess að —” | “Lofaðu honum að liggja í friði.” “Hvers vegna er hann að tilbiðja þig, Robert?” spurði Iris. Hann sagði henni það. “Eg verð sannarlega að halda áfram að læra Hindúa mál,” sagði hrin glaðlega. “Það er svo yndislega fallegt.” Þá vék hún að föður sínum og sagði honum hve erfitt hfwi hefði átt með “exið” í bókstafareikningn- mn og að muna sagnbeygingar í Urdumálinu. Sir Arthiur var þungt í skapi, en leyndi þvi sem bezt hann gat. Honum geðjaðist mjög vel að An stmther, þótt bláþræðir væru á æfiferli hans. Það lék um hann laðandi hetjublær og hann var kurteis i allri framkomu. Þessvegna var engin furða þótt stúlkan væri hamslaus eftir honum. En það var dimt í lofti, stormæstar öldur risu við himinn og skerjagarður fyrir stefni. Iris vissi ekki hve margti hafði gengið honum á moti siðan þau skildu; hún vissi ekki að gæfan hafði snúið við honum bakinu og framtíðarhorfumar breyst. Hvernig átti hann að segja henni frá því? Hvers vegna þurfti hann að verða til þess, að hrífa bikar hamingjunnar frá vörum hennar? Hann óskaði þess, að hann væri genginn veg allrar veraldar. Dauðinn einn gat létt hinni hræðilegu byrði af herðum hans. Hann vissi að rangt var að hugsa á þessa leið; það hlaut að sjást á andliti hans og skyggja á gleðisól dóttur hans. Var ekki óþarft að særa hið saklausa og glaða hjarta hennar fyr en nauðsyn krafði? Hann hrinti þvi öllum áhyggjum um framtíðina úr huga sér og hló og hjalaði eins og áhyggjulaus unglingur. Iris hélt að Robert, hann Robert hennar, hefði sigrað í annað sinn og Anstruther var mjög hreykinn af þvi, hve gamli maðurinn hafði verið fljótur að skifta um ham. Þau léku sér eins og skólabörn í skógargildi. Þau h'lógu að því, hve Iris átti enn erfitt með að ganga á hælaháum skóm og bar sig klaufalega í nýju fötunum. Skipseigandinn smakkaði á brauðinu sam hún hafði bakað og sagði að það væri ágætt. Þau grófu upp tvær flöskur af kampavíni, og gamli maðurinn hét að drekka dóttur sinni duglega til, þegar þau settust að borðum. Og Iris linti ekki lát- um fyr en þau höfðu dregið sina fötuna hvert, fulla af vatni úr brunninum og vökvað bikarjurtina. “Það má ekki minna vera en við hressum hana áð- ur en við förum,” sagði Iris. Robert tíftdi saman vasabækur, peningana og annað smávegis sem hann hafði fundið í vösum þeirra sem druknuðu. Sir Arthur þekti flesta fyr- irmenn skipsins og honum vöknaði um augu þegar hann sá þessar síðustu Ieyfar sem mintu á ,þá. “Sirdar var bezta skipið sem eg átti og eg treysti Ross skipstjóra betur en nokkrum öðram,” sagði hann. “Þér getið ímyndað yður, Mr. An- struther, hve þungt það lagðist á mig, að missa annað eins skip og horfa á tár ekkna og munaðar- leysingja, sem höfðu mist ástvini sína. Eg fann hve nærri mér var höggið. Mig furðar að eg skyldi af- bera það.A “Sirdar var ágætt skip i sjó að leggja. Mig furð- aði hye lítið sjór gekk yfir það eftir að stýrið bil- aði. Eg er viss um að það hefði aldrei brotnað, ef það hefði ekki lent á skeri.” s' “ÞVí býst eg ekki við,” sagði skipseigandinn og varp öndinni. “En þessar fáu spýtur, sem hér liggja á ströndinni, er alt sem eftir er af skipi, sem kost- aði 300,000 pund sterling.” “Var það ekki í ábyrgð?” spurði Robert. “Nei. Eg ábyrgist skip mínl sjálfur. Þegar eitt skip ferst, fellur skaðinn á þau sem eftir eru.” Baróninn Ieit á dóttur sína. Hún hló. “Mig minnir að eg hafi heyrt þig segja, pabbi, að þú græddir stundum mest á skipum þegar þau strönduðu.” MAfifiB ViC sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Vinna fyrir 60 menn Sextlu manns geta fengið aðgang aC læra rakaraiSn undir eins. Ti) þess að verða fullnuma þarf að eins 8 vikur. Ahöld ókeypis og kaup borgað meðan veritS er að læra. Nem- endur fá staði atS enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundr- uð af stöðum þar sem þér getið byrj- að á eigin reikning. Eftirspurn eftir rökurum er æfinlega inikil. Skrifið eftir ékeypis llsta eða komið ef þér eigið hægt með. Tll þess að verða góðir rakarar verðið þér að skrlfast út frá Aiþjóða rakarafélasi_„. Internatlonal Barber CoUege Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnlpeg. Furniture Overland J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 588 Sherbrooke St. Bjór sem vert er að biðja um og bjór sem vert er að hafa á heimili ávalt y/Rrs I merkur- eða pottflöskum, hjá vínsölum eða beint frá E. L. DREWRY, Ltd. Winnipeg Isabel Cleaning& Presslng Establishment J. W. QUINN, eigandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Garry I0SS 83 isabel St. horni McDermot Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. J. S. Wium, Upham, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, GarSar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olg. Fritiriksson, Glenboro, Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. Ol. Johnson, Winnipegosis, Man.. A. J. Skagfeld, Hove, Man. GutSbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. SigurSsson, Burnt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts. SigurCur Jónsson, Bantry, N.D. Fyrir fjós, girðinsrar og kornhlöður notiö

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.