Lögberg - 02.09.1915, Qupperneq 3
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1915.
3
iuæyiiiuiiiyi
LVfV ’ ’.WJ 'A»Á'A»Á tjg
Vetrarseta með Eskimóum.
Eftir VILHJÁLM STEFANSSON.
^i^ira^ir^iif'gBwa^iraiinteÆ
("NiðurlagJ
Eftir 6. Nóvember hætti sólin aö
sjást upp yfir rana Klettafjallanna,
sem liggur út til sjávar, og eftir það
var dimt alllan sólarhringinn i 11
vikur. Eg haföi kviðið fyrir rökkri
þvi, með þvi að flestir, sem í norð-
urveg hafa farið, hafa lýst þeim sól-
arlausu “dögum” mjög svo ömurlega.
Ef til vill hefir þeim leiðst myrkrið;
má og vera, að þeir hafi ætlað les-
endum koma betur, að frásögnin um
svaðilfarir þeirra — ef svaðilfarir
mega kallast — væri sem sögulegust.
Eg komst að því hjá Eskimóum, að
þeir kviðu fyrir rökkrinu álika og
borgarbúi fyrir sumarleyfi sínu. Þá
er of dimt til að veiða dýr, og er þá
vanalega farið að heiman, nokkrur
hundruð mílur, ef til Vill, að heim-
sækja kunningjana, eða þeirra er
beðið heima. Þar af skildi eg, að
píslarsögur norðurfaranna sönnuðust
ekki af reynslu Eskimóa, en eg lifði
samt í voninni að mér mundi auðnast
að taka út frásögulegar þrautir í
myrkrinu, er eg gæti á síðan skemt
með í samkvæmum, eins og norður-
fara-köppum er títt, — enda þótt
Eskimóar væru orðnir svo vanir volk-
inu, að þeir vissu ekki sjálfir, hvað
bágt þeir ættu. En sú von átti ekki
fyrir sér að rætast; eg hlaut nauð-
ugur viljugur að komast að þeirri
niðurstöðu, að ferðalag mitt hefði
mishepnast að því leyti til, að eg
gæti ekki stært mig af þrautum og
þrekraunum, þegar heim kæmi. —
“Farðu að dæmi Rómverja i Róm”,
er forn málsháttur, sem á hvarvetna
við; hver sem breytir eftir honum,
er viss að uppskera ánægju og vel-
líðan, og svo reyndist mr, en ekki er
hann hentugur til eftirbreytni, ef
leita skal frásögulegra atburða.
Eg hafði ýmsar ástæður til að
bregða vetrarvistinni á Hellunesi og
tvennar gildar. Sú önnur, að fiski-
birgðirnar voru ekki meiri en svo,
að til búsveltu horfði, og hin sú, að
Roxy og heimafólk hans var orðið
svo kunnugt hvölurum, að siðir þess
og hugsunarháttur hafði tekið snið
eftir þeim. En austanmegin fljóts-
ips voru Eskimóar, sem höfðu haldið
fornum venjum og lítil sem engin
kynni haft af hvítum mönnum, enda
fanst þar enginn, sem kunni enska
tungu. Því var það, að eg lagði
upp snemma dags þann 1. Desember
með Roxa og Litiaæ, 18 vetra ung-
ling, einn sleða, hlaðinn fiski, og 6
hunda fyrir og hélt út á ósana. Það
er mál manna, að stórir árósar séu
erfiðari yfirferðar en nokkurt annað
svæði á sama breiddarstigi. Mac-
kenzie-ósarnir eru meira en 4 þing-
manaleiðir á breidd, með aragrúa af
hólmum og eyjum, vöxnum háum
víði; þær eru nær ófærir yfirferðar
sleðum á v'etrardegi, og því verður
að þræða kvislarnar. Þær eru mjög
krókóttar og hafa sumar enga útrás,
heldur mega kallast lón eða kýlar,
sem skerast inn í eyjarnar, og því er
engum ókunnugum fært að leggja á
ósana. Fylgdarmennirnir voru upp-
aldir í ósunum og nákunnugir þeim
bæði vetur og sumar, en alt utn það,
morguninn eftir að við lögðum upp,
kváðu þeir upp úr, að við værum
viltir. Við höfðum fenigið blindbyl
fyrsta daginn, en slíkt Iáta Eskimóar
vanalega ekki standa fyrir ferðum
sinum, — þó að . í dagbókum hvítra
ferðamanna hittist oft þessi klausa:
“Bylur í dag; hélt kyrru fyrir.”
Samt er það vani Eskimóa að setjast
fyrir í byljum, þegar þeir ferðast
um árósa, en það höfðum við ekki
gert, með því að við tókum að eins 6
daga nesti með okkur í 6 daga ferð,
til að hlífa heimilisbirgðunum. Eftir
tveg&ja daga ferðalag um víðivaxnar
eyjar og djúpan snjó, komumst við
aftur á rétt’a leið, áttum þá eftir
helming nestis og 5 sjöttunga leið-
ar, og réðum þá að bæði menn og
hundar skyldu þaðan af fá að eins
hálfan skamt í mál.
A þessari för lærði eg fyrst að
þekkja snjóhús. Sól hafði ekki sézt
í viku, bylur var á hv'erjum degi og
kuldinn frá 25—40 gr. fyrir neðan
frostmark (32 gr. til 40 gr. C). Eg
fann ekki til kulda, en fullkalt var
þetta þegar hvast var, sér í lagi ef
við hefðum legið í tjaldi á nóttunni.
Allir norðurfarar hafa miklar sögur
að segja af þeim hörmungum, sem
þeir hafa tekið út í tjaldvistinni,
nema Peary einn. Hann hefir öðr-
um fremur kunnað að læra af Eski-
móum, og því hefir hans ferðalag
verið háskalaust og þrautalítið. Þar
af stafar það, að hann er nú talinn
flestum norðurförum fremri.
Tjaldvistinni að vetri til á norðyr-
ferðum má lýsa þannig sem í styztu
máli:
Þegar tjaldið er upp sett, og allir
komnir inn, er hitinn einum 20 gr.
meiri inni en úti, ef kuldinn er 50
gr. úti, þá er 30 gr. kuldi í tjaldi.
Mennirnir eru sveittir af göngunni,
en svalar skjótt og skjálfa því næst;
þá er skriðið í húðfatið og reynt að
skrifa í dagbókina með vetlingum
fsjá frásögn Nansensý; tjaldið og
allir hlutir, sem inni eru, hrímar af
hitanum af mönnunum; jökul legg-
ur innan á húðfötin, þau frjósa eins
og stokkar á .daginn í kuldanum, og
verða mjög þung í meðförunum, en
á nóttunni þiðna þau og vöknar sá,
sem þar sefur, svo að utanyfirföt
hans hlaupa í gadd þegar hann skríð-
ur úr huðfatinu að morgninum. Slík
er ævi hans, votur, freðinn og skjálf-
andi á víxl, allan sólarhringinn, og
bæði tjald og húðfat þyngist í með-
förunum. Margur hefir haft þessa
raunasögu að segja og hlotið vorkun
og aðdáun lesenda sinna; en kými-
legar sýnast þær þeirn, sem er orð-
inn kunnugur nyrðra, og veit hve
hægt er að komast hjá öllum þessum
hörmungum. Kunnugir geta lesið
þær til aðhláturs og skemtunar.
Þeir sem fara að dæmi Eskimóa,
haga ferðalagi sínu á alt annan veg.
Hverv'etna þar sem skóglaust er, má
finna skafla, allan veturinn, nema ef
til vill fyrsta- mánuðinn, sem má
stinga upp í kekki. Til þess eru
hafðar skálmar af beini eða járni og
hnausarnir hafðir aflangir, t.a.m. 5
fet á lengd, 3 á breidd og 4 þml. á
þykt. Þeim er hlaðið á rönd i hring
og hallað inn á við, svo að liúsið
i smádregst saman eftir því sem það
hækkar, og verður í laginu eins og
krlinglótt, ávöl þúst, álíka og bý-
flugna þúfa. Tveir menn geta gert
slíkan kofa á einni klukkustund,
hæfilega stóran handa 8 manns.
Þegar húsið er fullgert, þá eru
skornar dyr á vegginn, skinn breidd
á gólfið, allir stappa og sópa af sér
snjóinn, eins vel og hægt er, og
skríða svo inn. Þá er kveikt á olíu
eða lýsislampa, eða “prímus”-vél, ef
slíkt þing finst í ferðinni, og nú lið-
ur ekki á löngu þar til heitt er orðið
inni; hiti og kuldi kemst síður gegn
um snjó en flesta aðra hluti, og
fros,tgrimdin úti fyrir gengur ekki
inn um veggina, ef hvergi næðir.
Þar næst þiðnar snjóhúsið að innan,
vætan sogast inn í snjóinn, eins og
blek í þerripappír, þar til hún mætir
kuldanum að utan, og þá frýs hún.
Þaðan af vinnur ekkert á snjóborg-
inni, jafnvel ekki sjálfur grábjörn-
inn. Það kom fyrir á Baillei-eyju
að hvitabjörn vitjaði snjóhússins, og
vissi enginn af honum fyrri en hann
brölti á þakinu (með því að hund-
arnir voru þá hafðir inniý. Eskimó-
ar yfirleitt vilja hafa loftgott hjá
sér, en vilja þó heldur, að snjóhúsið
sé loftþungt heldur en kalt. Því er
túðan höfð víð eða þröng, eftir því
hvað mikið er til að brenna, frá 1
þml. til 4 að þvermáli.
Þegar búið- er að koma öllu fyrir
inni i snjóhúsinu, þá er það siður
Eskimóa, að fara úr og sitja berir
ofan að mitti. Á sumum ferðunum
höfðum við eldavélar úr steypujárni
("fengnar frá hvölurum í fyrri dagaý
og kyntum heitt. Það má virðast
undarlegt ókunnugum, að snjórinn
skyldi ekkiHHíáðna í slíkum funandi
hita. En í norðurhluta Ameríku sézt
það títt á vetrum, að svell er á
gluggum alt að hálfum þuml. á þykt,
þó að heitt sé inni. Eins og kuld-
inn svellar gluggann, eins heldur
hann snjóhúsinu frá að bráðna.
Það var stundum, er eg sat i snjó-l
húsinu létt klæddur, en norðankólg-1
an hvein úti fyrir, að eg dáðist að
því, hve ráðagóður maður er að
sigrast á erfiðleikum náttúrunnar.
Ekki þurfti að setja upp vetlinga til
að skrifa dagbókina, ekki var hrímið,
eða vætan eða hrollurinn, engin af
þeim þrekraunum, sem norðurfarar
fjölyrða um í sinum bókum. Ekki
þurfti heldur að svifta tjaldi að
morgni, né draga þann freðna 10
fjórðunga bagga allan daginn; við
þurftum ekki annað en stinga snjó-
skálminni í beltið og áttum þá víst
húsaskjólið, hlýtt og notalegt fyrir
næstu nótt.
Ferðinni var heitið til Richard-
eyjar, suðuroddans; þar átti Roxy
von á að hitta frænda hinn, Ovay-
uak, i hverfisplássinu Kigirkbayuk.
Að kvöldi hins áttunda dags náðum
við þangað, og höfðum þá átt fimrn
daga sultarvist, en þar voru þá
hvorki menn né nokkur mannabygð.
Við átum þá það sem eftir var af
nestinu, tæplega fjórðung fullrar
máltíðar, og gengum á ráðstefnu.
Sú ráðstefna var með þeim hætti, að
Roxy kvað einn kost fyrir hendi, að
skilja alt eftir, sem hægt væri við sig
að losa og halda austur á leið eins
hart og farið yrði, því að við hlvt-
um að rekast á mannabygð einhvers-
staðar með austurlandinu. Næsta
dag vorum við komnir til ferðar kl.
3 um morguninn. Við skildum eftir
byssur og skot. nokkuð af xúmfatn-
aði, verkfæri mín og ritfæri, nema
vasakver. Tveir af hundunum voru
uppgefnir og drógust á eftir sleðan-
um; tveir mennirnir drógu sleðann
með þeini hundum, sem óþrotnir
voru, en einn tróð slóðina á undan.
Um nónbil voru allir hundarnir
þrotnir, og drógu þá mennirnir sleð-
ann, en hálfa aðra þingmannaleið
höfðum við þá farið síðan um morg-
uninn. Næsta dag héldum við enn á-
fram ferðinni, og eftir gilda 6 mílna
(d.) ferð, hittum við á mannaför og
sleða, er eftir stefnunni virtust
liggja til veiðistöðu er nefnist Inma-
luk, svo sem mílu vegar frá okkur.
Þá lifnaði svo yfir hundunum, þeg-
ar þeir sáu slóðina, að þeir gátu
dregið sleðann, þó að þeim væri
sorfið af hungri, enda höfðu þeir
hvílst þann dag allan sem við dróg-
um sleðann.
Slíkt ferðalag sfem þetta finst
Eskimóum lítið um, og slíkt hið sama
hvítum mönnum, ef vanizt hafa
norðurbyggja háttum, enda er sagt
frá þessu hér til fróðleiks ókunnug-
um, en ekki fyrir þá sök, að afrek
þyki í. Satt er það að vísu, að ef
við hefðum ekki hitt fyrir manna-
bygð í tvo daga, þá hefðunt við orðið
að drepa hundana til matar, og* þá
hefði ferasagan orðið nokkuð frá-
sögulegri. Eskimóar létu alls ekki á
sig bíta, heldur urðu öllu kátari og
kvikari í bragði heldur en þeir áttu
að sér.
Þegar við áttum eítir svosem bæj-
arleið að Imnaluk kornu 3—4 ungir
nienn hlaupandi á móti okkur, og er
þeir vissu, að við höfðum verið mat-
arlausir um hríð, fór einn þeirra
heirn á undan, til þess að herða á
kvenfólkinu að elda. Þegar heim
kom vorum við leiddir inn í íglú-inn
funheitan og settir við trog með heit-
um fiskhausum. Hjá þeim rétti
hafði eg jafnan sneitt, en upp frá
þessu þótti mér hann mesta sælgæti.
Þetta jók mikið álit mitt í augum
Eskimóa, enda þótt þeir hefðu haft
mikla virðing á mér áður fyrir það,
að eg borðaði fiskinn minn gaffals-
laust. Eg hafði mörg nöfn á þeirra
máli, en nú juku þeir einu við, sem
þýðir þetta: “Hvíti maðurinn, sem
þykir þorskhausar góðir.”
Með þessari máltíð hófst vist mín
hjá þeirri kvísl Kogmallik-kynsins,
sem var ókunnug hvítum mönnum og
háttum þeirra.
—Andvári.
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI.
Reykjavík, 20. Júlí 1915.
Austanmenn segja ískyggilegt útlit
með uppskeru í görðum, kartöflu-
gras alt frosið og sölnað, og því eng-
in von um meðaluppskeru í haust.
Tæplega von um að fá upp það, er
niður var sáð, enda útsæði misjafnt
og alt aðkeypt; vegna undanfarandi
misbrests á garðauppskeru hafa
menn orðið að kaupa útsáðskartöfl-
ur dýrum dómum, jafnvel alt að
helmingi hærra en vanalega. Er því
útlitið slæmt, ekki sízt fyrir sjó-
þorpin þar eystr^, sem undanfarandi
hafa stundað garöyrkju jöfnum
höndum við sjósóknina, og hún þá
stundum orðið aðalreipið.
stöplinum, og braut svo alt í sundur
og nú liggur boginn á árbotninum.
Vesturstöpullinn stendur enn, en er
allur sprunginn. Það var ljótur
skellur að missa brúna og mörgum
mun bregða við hana, þó hennar nyti
skamma stund við. Er það allilt, að
svona mannvirki skuli ekki reist á
•traustari grundv'elli. Það þarf þó
að vanda, sem lengi á að standa. —
wm> ■
Frá Hólum i Hjaltadal er skrifað
19. þ.m.: “Sláttur er hér alment
byrjaður. Útlit frekar slæmt, hvað
heyþurk snertir. Nú í hálfan mánuð
hefir að eins komið einn sólskins-
dagur. Alt af þoka og dimmviðri.
Hjalteyri, 20. Júlí—ís er nokkur á
Eyjafirði frá Hörgá og að Sval-
barðseyri. Á Skjálfanda er allmikill
ís, svo að ekki komast skip út af
Húsavík. Fiskafli er byrjaður héf
úti í firðinum. Siglfirðingar og
Hríseyingar hafa fengið hlaðafla.
Pollux er á Siglufirði en Goðafoss á
Sauðárkróki. — Heldur kalt í. veðri.
Slippfélagið hélt aðalfund sinn í
fyrra dag. Lagðir voru fram end-
urskoðaðir reikningar fyrir síðasta
starfsár félagsins og samþykt að
greiða hluthöfum 10% af hlutafénu.
í st jórn -félagsins eru : Ásgeir Sig-
urðsson, Jes Zimsen og Tryggvi
Gunnarsson. Tr. G. átti að ganga úr
stjórninni, en var endurkosinn.
D. Thomsen, konsúll Þjóðverja,
komst í hann krappan, er hann var á
heimleið hingað á Pollux á dögun-
um. — Austan við landið var Pollux
stöðvaður af ensku herskipi og hálf-
langaði þá enskinn í konsúlinn. —"
En það er gott, að hafa gert vel —
Thomsen dró upp úr vasa sínum
skjal eitt mikið, sem á var ritað
þakkarávarp frá enskum sjómönn-
um, er brotið höfðu skip sin við
sandana sunnanlands og komist í
skýlið, sem Thomsen hafði reist þar
á sinn kostnað. — Betri passa varð
ekki á kosið og báðu nú Englend-
ingar Thomsen að fara í friði.
Reykjavik, 24. Júlí 1915. •
Haraldur prófessor Níelsson v'ar
norður á Akureyri, þegar kona hans
dó, en þegar hann frétti lát hennar,
brá liann við og hélt heimleiðis land-
veg. En í Miðfirðinum datt hestur-
inn með hann og féll Haraldur í rot.
Var hann þá fluttur heim að Staðar-
bakka og liggur hann þar rúmfastur.
Ekki er talið, að hann sé í neinni
lífshættu, en ekkert má hann hreyfa
sig fyrst um sinn.
Seinna hefir frézt, að Haraldur
hélt fram ferð sinni eftir litla hvíld.
Siglufirði, 2 . Júlí. — Töluverður
fiskafli hér, hæst á 14. hundrað á bát
i einum róðrf, en mjög misjafnt.
Einnig góður afli inni á Eyjafirði
og gæftir hafa verið góðar. — /Síld
engin, nema lítiö eitt í reknet, mest
5—8 tunnur.
ís er á Ólafsfirði og inni á Eyja-
firði. Skip komst þó í fyrradag frá
Húsavík inn á Akureyri. En í fyrri
nótt sneri skip, sem ætlaði héðan til
Akureyrar, aftur vegna íss. í morg-
un kom bátur, og sagði isinn greið-
ari. Útifyrir er enginn is sjáan-
legur.
Hér eru á annað hundrað sild-
v'eiðasknp og eru þau enn að koma
en sum þeirra eiga að stunda veiðina
frá Akureyri.
Rigninga- og kuldatið og ljótt út-
lit.
Reykjavík, 29. Júlí 1915.
Dómur var kveðinn upp í bæjar-
þinginu í morgun í máli þeirra Ólafs
Björnssonar og Sigurðar Hjörleifs-
sonar. Mál þetta höfðaði Sigurður
út af því, að Ólafur sagði honum
upp ritstjórninni á ísajold, en Sig-
urður hafði verið ráðinn til 6 ára.
Gerði Sigurður þá kröfu, að Ólafur
yrði dæmdur til að greiða sér laun
öll árin, eða um 8,000 kr. eitt skifti
fyrir öll. En dæmdur var Ólafur til
að greiða að eins kr. 2,800. Setp-
dómari í málinu v'ar Ólafur Lárus-
son yfirdómslögmaður.
Á bifbáti ætlar Sveinbjörn Egils-
son norður á Eyjafjörð. Leggur
hann af stað héðan í dag. Að norð-
an kemur hann aftur með fyrstu
ferð. — En bifbáturinn er leigður
Eyfirðingum til eftirlits með síjd-
veiðunt útlendinga í sumar. Eigandi
bátsins er Sigurður Jónsson i Görð-
um.
Einn af Jínattspyrnumönnum í liði
Vals-manna meiddist nokkuð á fæti í
kappleiknum í fyrradag. Það var
Stefán Ólafsson. Fékk hann högg á
fótlegginn svo mikið, að hann mátti
ekki stíga i hann. Ekki sagði læknir
að leggurinn hefði brotnað, én mar-
ist allmikið. Maðurinn var borinn
burt af vellinum.
Reykjavík, 30. Júlí 1915.
“Goðafóss” kom til Kaupmanna-
hafnar i gær. Hann hafði ekki verið
stöðvaður á leiðinni.
D. Thomsen ræðismaður hefir selt
G. Eiríkss heildsöluhús sitt v'ið
Hafnarstræti og lækjartorg fyrir
60,000 krónur, en áskilið sér leigu-
rétt á tv'eim efri hæðunum að norð-
anverðu fyrst um sinn; þar verða
því skrifstofur þýzka ræðismannsins
og heildsala Thomsens eins og áður.
—Vísir.
Reykjavík. 28. Júlí 1915.
Dáin er 20. þ.m. í Stykkishólmi
frú Hildur Bjarnadótir, ekkja Bjarna
E. Magnússonar sýslumanns í Húna-
vatnssýslu, en dóttir Bjarna skálds
Thorarensens, og lifði hún lengst
barna hans. Hún var nær áttræð að
aldri, fædd 31. Ág. 1835. Hún and-
aðist hjá Páli sýslumanni, yngsta
syni sínum, og hafði lengi verið hjá
honum. Tvo syni aðra áttu þau
Bjarni sýslumaður: Guðmund heit-
inn Scheving lækni og Brynjólf
bónda í Þverárdal.
Silkiflagg allstórt og rnjög v'el
vandað, sendu nokkrir Framfélags-
menn H. Hafstein bankastjóra ný-
lega og báðu hann þiggja það af
sér sem vott um þakklæti fyrir að-
gerðir hans í því að útvega íslandi
sérstakt flagg.
Barnaleikvöllur var opnaður í
Þjórsártúni, 26. Júlí.—í dag vildi
þáð slys til, að unglingspiltur að
nafni Guðjón Gunnarsson, fóstur-
sonur Einars bónda á Bjólu í Holt-
um, druknaði í Ytri-Rangá. Hafði
hann áamt öðrum piltum verið að
æfa sund í ánni, en verið lítt syndur,
mist sundtökin og straumurinn svo
gripið hann, .og félagar hans ekki
verið ]>að betri, að þeii gætu bjargað
honum.
Langanesströndum, 27. Túní. —
Tíðin fremur góð, köld þó og úr-
komulaust með öllu. Skepnuhöld
yfirleitt góð. — Nú eru verzlanir hér
búnar að gefa upp verð á ullinnj, og
er það kr. 4.50 fyrir kílóið af hvítri
ull nr. 1; er það mikið verð, enda full
þörf, þar sem útlenda v^ran er í
þessu geypiverði. — Ekki bjuggum
við lengi að brúnni, sem bygð var á
Miðfjarðará i fyrra ('steinbogabrúj,
hún þoldi ekki fyrsta vöxtinn í vor,
hrapaði áður en aðalvöxturinn kom i
ána. Vatnið gróf undan eystri
Austurbænum, við Grettisgötu, sið-
astl. sunnudag, og er hann allstrt
sVséði,, girt háum steinsteypuveggj-
um, með grasleti i einu horninu, en
annars er steinmöl borin ofan á
grunninn. Flaggstöng er á miðjum
vellinum, en rólur og fleiri barna-
leiktæki og sandkassar öðru megin.
í einu horninu skúr með þaki og þar
í klefi handa þeim, sem eiga að hafa
umsjón með Vellinum og er það
þarft og gott verk, en fé hefir feng-
ist með samskotum í bænum. Við
opnun og vígslu leikvallarins kl. 11
á sunnudaginn, var fjöldi fólks, bæði
börn og fullorðnir. Frú Bríet Bjarn-
héöinsdóttir flutti þar ræðu, þakkaði
þeim sem gefið ltefðu fé til þess að
koma verkinu fram, sumir 50, aðrir
100 og að minsta kosti einn fTh.
Jensen 200 kr., og afhenti borgar-
stjóra og bæjarstjórn völlinn. Þá var
sungið kvæði eftir Guðmund Guð-
tnundsson og síðan hélt borgarstjóri
ræðu, þakkaði Kvenréttindafélaginú
i nafni bæjarins fyrir v'öllinn og á-
varpaði síðan börnin, sem eiga að
njóta hans. Síðan voru sungin ýms
kvæði.
Matth. Jochumsson skáld dvelur
hér um tirna i sumar og er Ríkarður
Jónsson að gera af honunt brjóst-
mynd, sem Akureyringar ætla að
setja á minnismark, sem þeir reisa
honum þar í bænum á 80 ára afmæli
hans, 11. Nóv. í haust. -r- Reykvík-
ingar ættu um leið að fá aðra af-
steypu af brjóstmyndinni.
Dáinn er 28. f.m. á sjúkrahúsi í
Halvö á Jótlandi Kristín Þorleifs-
dóttir hjúkrunarkona frá Bjarnar-
höfn, eftir langvarandi legu.
Björn Blöndal læknir á Hvamms-
tanga í Húnavatnssýslu hefir sótt um
lausn frá embætti vegna vanheilsu.—
Lögrétta.
Japanar að' verki.
Fyrir nokkru birtist ritgerð í
“Saturday Evening Post”, um að-
farir Japana í Kína á síðast liðn-
unt vetri. Höfundurinn var stadd-
ur i Peking er greinin var rituð
og hefir hún verið tekin upp í
hið canadiska timarit Macleans.
Hér birtist aðalatriði greinarinnar.
Hinar hvítu þjóðir Norðurálf-
unnar eru að úthella blóði sínu á
vígvöllum. En Japanar, gulu menn-
irnir, eru að lengja arm áhrifa
sinna, auka vald sitt og sameina
gulu frændþjóðirnar á ’austur
helmingi jarðar.
Kröfurnar sem Japanar fóru
fram á við Kínverja i Janúar mán-
uði voru eitt þrep í stiganum, eitt
spor í áttina í því mikla verki,
sem Japanar álíta sig sjálfkjörna
til að inna af hendi — að sameina
gulu þjóðirnar. Hver veit að hve
háum sameiningarhugsjónum Jap-
anar stefna? Vér höfum óttast að
þeim byggi stórverk í brjósti og
höfum kallað þau gulu hættuna.
Auðvitað gefa þeir hugsjónum
sínurn og verkum annað nafn.
Ýmsir japanskir stjórnmálamenn
og þar á meðal Okuma jarl, láta
það í veðri vaka við Bandaríkin,
að Japanar hugsi sér að verða
meðalgöngumenn meðal Austur-
og Vesturheims. En þeir hugsa
sér að verða meira. Þeir hugsa
sér að verða meira en meðalgöngu-
menn milli Austur tog Vestur-
heims, Japanar vilja verða Aust-
urlönd.
Fyrsta og ef til vill stærsta
sporið til að ná því marki er það,
að hafa hönd í bagga með stjórn-j
málum Kinverja. Kröfur Japana
voru forspilið að leiknum. Tím-
inn til að bera fram kröfumar varj
hentugur og þeir kunnu að’ nota ]
sér hann. Bretar, Þjóðverjar ogj
Rússar, einmitt þau ríkin, sem
mestu láta sig varða hverju íram
fer í Kína, áttu öll í stórkostleg-
um ófriði. Auk þess vissu Japan-
ar að Yuan Shi Kai, forseti Kín-
verja, var sem óðast.að vekja þjóð-
ræknisandann með íbúum hins við-
lenda ríkis. Ef Kinverjar því
fengu að lifa óáreittir í nokkur ár,
mátti búast við, að þeir yrðu bún- ]
ir að koma á styrkri stjórn og
vekja þjóðina og þá var þeim munj
erfiðar við að fást. Þetta Var því
hentugi tíminn. Japanar álitu, að
Norður :lfu þjóðiniar gætu ekki
skorist i leikinn og Kínverjum varj
enn ekki vaxinn svo fiskur um ]
hrygg, að þeir gætu neina verulega
mótspyrnu veitt. Þeir litu enn
fremur svo á, að Bandarikin
mundu ekki skerast í leikinn, þó
til ófriðar hefði dregið og er mjög
líklegt að sú tilgáta hafi rétt verið.!
Japönum er ekki mikið uni Banda- J
ríkin gefið og líta til þeirra horn-
auga. Þeir vita, að eins og nú er
högum háttað, geta þeir litið meira
gert en borið kala i brjósti til J
Ameríkumanna og það gera þeir
líka. En ef þeir næðú tökum á j
auðsuppsprettum Kína, er ekki j
ólíklegt, að sú stund kynni að J
renna upp,/ að þeir þættust standa
þeim jafnfætis og þá mundi ekki
langt að bíða, að Japana.r gerðu
meira en líta hornauga vestur um
haf. En Japanar vita, að þeir
verða að sameina Austurlönd, til
þess að geta aðhafst í öðrum
heimsálfum.
Ekki skal um það dæmt, hvem j
veg Amerikumenn yfirleátt líta á
þetta mál. Eg veit ekki hvort þeir
áílta nauðsynlegt, að vernda Kina
fyrir yfirráðum Japans. Tvent er
þó víst: I fyrsta lagi það, að
Japanir halda því fram, að þeim
gangi gott til í viðskiftum sínum
víS Kína. Er Bandaríkjamönnum
og Bretum og öðrum Norðurálfu-
mönnum ætlað að gleypa þá flugu.
En það mun sannast, ef Japanar
koma fram vilja sínum á megin-
landi Austurálfunnar, þá verður
Kína ekki framar sjálfstætt ríki,
heldur japönsk hjálenda. Japanar
stanza ekki þegar þeir eru einjj
sinni lagðir á stað. Þeir eru nú
þegar búnir að ná talsverðu tang-
arhaldi á Kína. Ef þeir geta
aukið það, og sú er von þeirra,
verður leikurinn sem fram fór í
Kóreu, endurtekinn. Kína verður
ekki framar Kína, heldur kiia-
Nútíðar eldspýtur
eru afleiðingarfaf 60 ára reynslu í eldspýtna tilbún-
ingi á heimsmarkaðinum.
EDDY'S “Silent Parlor”
Eldspýtur ef rétt er haldið á og þeim strokið yfir
hrufótt efni, er ábyrgst að gefi stcðugt og bjart ljós.
The E. B. Eddy Company,
Limited,
HULL, CANADA
cerskt Japan eða öllu heldur jap-
anskt Kína.
í öðru lagi verður hliðum Kína
lokað að svo miklu leyti sem það
getur orðið Japönum að liði. Jap-
anar taka lyklana í sinar vörzlur
á sjó og landi og leyfa þeim ein-
um um að ganga er þeim sýnist.
Japanar afsaka sig með þvi að
nauðsyn neyði þá. Þeir eru búnir
að gera alt sem gert verður heima
fyrir. En Japanar eru framfara-
þjóð. Þeir verðá að leggja undir
sig ný lönd, ryðja brautir á nýj-
um svæðuni, að öðrum kosti taka
þeir að hrörna. Kinverjar eru ná-
skyldir þeim að ætt og útliti; þeir
eru böm Austurlanda; það er
skamt á milli landamæra; þjóðin
er óhagsýn og nú hittist svo á að
hún er að skifta um stjórnarfar,
koma á hjá sér lýðveldisstjóm,
þar sem einvaldir konungar og
keisarar hafa setið að völdum í
full fimm þúsund ár. Það er sem
Kina bjóði hina dugandi og fram-
takssömu Japana velkomna opn,-
um örmum. Þar virtist þeim í
lófa lagið, að neyta krafta sinna.
f Kína eru þrotlausar auðáupp-
sprettur, dýpri og dýrmætari en
draumóramenn Japana hafa jafn-
vel gert sér í hugarlund, og þar er
meira er nota má til herbúnaðar
en flesta grunar. Þar er rúm
fyrir þúsundirnar og miljónirnar,
sem em að veslast upp úr hor og
hungri heima fyrir í Japan; þar
er flest hægt að rækta sem mann-
legt hyggjuvit kann að knýja fram
úr skauti náttúrunnar; þar eru
ótal tækifæri til viðskifta; þar
geta þeir opnað nýjan markað ogj
halclið honum í hendi sér. Japanar
geta mokað þar upp gulli, fram-
leitt svo mikið af ódýrum landaf- {
urðum og iðnaðarvarningi, að tilj
þeirra yrði leitað víðsvegar að úr
flestum pörtum heimsins. Þar.
geta þeir fengið' það sem þá skort-j
ir heima fyrir, auðlegð til að borga
með skuldir sínar, og, það sem
dýrmætast er af öllu, fengið þar J
miljón á miljón ofan af hermönn-
um, sem fáir taka fram að hug-;
rekki og fómfýsi, þegar búið erj
að kenna þeim.
Japönum hefir ekki nýlega dott- ]
ið i hug að ná Kína á sitt vald;
þeir hafa haft það í hyggju í mörg
ár. Eftir stríðið milli Rússa og ]
Japana tóku þeir einkum að íhuga'
það rækilega og gangskör hefir
verið gerð að því, að láta höggið J
hrifa þegar það ríður af. Hundr-
uð og þúsundir japanskra njósn- j
ara hafi farið um landið þvert og
endilangt; sumir hafa iþóst vera
námsrnenn og ferðast um til að afla
sér vísindalegs fróðleiks, aðrir
hafa ferðast um með kynjalyf og
hefir þeim verið tekið með mestu
kostum og kynjum. Kínverjar
hafa ekki aðrar verzluna'rskýrslur!
en þær, sem Japanar hafa safnað.
til og gefið út; hafa þeir í þeim
erindum komið í hvert einasta
smáþorp og haft tal af velflestum
sem kaupmannsnafn bera um land-
ið endilangt. Landið hefir verið
mælt og kort af því ger. Þeir hafa
komið upp krit og innbyrðis ill-
indum. Hermannaskólar hafa]
verið reistir á nokkrum stöðum
og er hinn stærsti þeirra í Hon-
kow. Japanar þekkja Kína eins j
vel og sitt eigið land.
Vel var þvi í garðinn búið, er ]
Hioki var sendur til Peking með
kröfur Japana. Var ræða hans erj
hann flutti fyrir Yuan Shi Kai!
næsta stórorð. Hann heimtaði.
svar imian örstuttrar stundar ogj
fullkomna þögn. Hann hótaði öllu j
hörðu ef kröfurnar yrðu gerðár.j
heyrinkunnar. Japanar kröfðust
þess, að samningamir yrðu gerðir
í leyni og höfðu hótanir í frammi
ef Kínverjar þegðu ekki um kröf-
ur þeirra, þangað til alt væri
klappað og klárt.
Yuan Shi Kai gekk á ráðstefnu
með ráðgjöfum sínum. Hann1
hafði ekki svarað Hioki öðru en
þvi, að hann mundi íhuga kröfurn-
ar nákvæmlega fyrir hönd þjóðar
sinnar. Smámsaman tók það að
kvisast, að Japanar hefðu gert
frekar kröfur á hendur Kínverja.
Þegar það barst Japönum til
eyrna könnuðust þeir greiðlega við
kröfur sínar, kváðu þær vera n
talsins. Meðan þessu fór fram,
varð fáeinum mönnum kunnugt
um allar kröfurnar og þær vom
símaðar til Englands og Ameríku.
Þær vom svo ólíkar því sem stjóm
Japana hafði látið í veðri vaka og
svo miklu strangari, að mörgum
lá við að efast um að Kínverjar
hefðu rétt frá skýrt. Hvorki
Ameríkumenn né Englendingar
gátu trúað því, að önnur eins fyr-
irmyndarþjóð og Japanar mundu
fara með slikar kröfur á hendur
stóra bróður sínum, Kína. Þeir
voru tengdir þeim viðjum blóð-
banda, viðjum máls og trúar-
bragða og lista ag margt annað
tengdi þær þjóðir saman. Banda-
ríkin trúðu ekki og England trúði
ekki heldur.
En fregnimar urðu skýrari með
hverjum degi og ekki leið á löngu,
að Englendingar og Ameríkumenn
og allur heimurinn varð að trúa
þvi, að Kina hefði rétt skýrt frá
kröfurn Japana. Þá sáu Japanar
að þeir liöfðu siglt of háan byr.
Þeir höíðu ekki getið um nema
helminginn af þeim kröfum er
þeir höfðu gert og sögðu aö þær
kröfur sem þeir höfðu ekki getið
um, hefðu verið svo léttvægar, að
þeim hefði fundizt óþarft að skýra
frá þeim, einu hefði gilt hvoru
megin hryggjar þær iæju. En nú
vildi svo til, að þær kröfur sem
þeir höfðu ekki nefnt, vom eih-
mitt hinar sömu sem mesta athygli
höfðu vakið um allan hinn ment-
aða heim. Og Japanar héldu þeim
öllum fast fram.
Kínverjar vissu, að þeir gátu
ekkert viðnánj veitt ef Japanar
gripu til þeirra óyndisúrræða, að
láta vopn skera úr þrætunni Jap-
an gat vafið Kína um fingur sér,
á einni viku. Svo mikið var Kín-
verjum ljóst. Kínverjar neituðu
samt að láta af hendi erfðarétt
inn og sögðu að Japanar mættu
gjarnan beita illu ef þeir væru
svo heimskir og skammsýnir að
gera það. Þeir treystu því, aö ef
til þess kæmi, að Japanar réíhst
á þá, þá mundi þeirn ekki leyft að
ganga á milli bols og höfuðs á
Kina. Með það fyrir augum neit-
uðu Kínverjar að ganga að kröf-
um Japana og kvað þeim velkomið
að gera það sem þeim gott þætti.
Japanar hikuðu við. Þeir
þekkja Kínverja og Kínverjar
þekkja þá. • Þekking annara 4
báðum þeim þjóðum er í moluftu
Svo mikið vitum vér þó af Kin-
verjum að, segja, að' ef mótstöðu-
menn þéirra lialda fast við krÖfur
sínar, þá láta þeir venjulega und-
an síga að lokum. Og vér vitum,
að það er eitt af einkennum Jap-
ana. að taka munninn fullan og
vera háværir í lengstu lög, en
sætta sig að lokum með það sem
þeir með góðu móti geta fengið.
Þess vegna gátu þeir að lokum
komið sér saman.
Kröfunum var breytt, dregið úr
sumum og aðrar feldar niður með
öllu.
Ef til vill er engin þjóðl jafn
friðsöm og Kínverjar og engin
jafn ó-einbeitt. Ef þeir væru
dálitið djarfari og framsæknarí,
rnundi saga þeirra önnur en hún er.
Aðrar þjóðir hafa notað sér þetta
og Japanar gerðu það líka. Kín-
verjar hörfuðu lengra undan cn
þörf var á, og lengra en þeir hefðu
átt að gera.
Enginn vafi virðist geta á því
leikið, að kröfur Japana áttu að
vera fyrsta sporið til að sameina
gula flokkinn. Japanir héldu að
nú væri hentugi tíminn til að fá
vilja sínum framgengt, án þess að
vekja athygli Norðurálfunnar og
Yesturheims; þeir hugðu að grípa
Kína i skugga ófriðarins mikla.
Ef Kínverjar hefðu gengið að
þeim kröfum, að semja. við Japan
i kyrþey og á laun, þá væri Kína
nú orðinn partur af Japanska rík-
inu; um það virðist engiun blöðL
um að fletta.
Þetta eru engar getgátur út t
bláinn. Japanar hafa að miklu
leyti verið einráðir í Suður Man-
churiu í nokkur ár; hvernig er
þar komið ? Landið er því nær
eins japanskt og Japan sjálft.
Tsingtau hefir þegar dregið drýúg-
an dám af Japan. Japanar eru
fljótir að verki hvar sem þeim
tekst að tylla fæti.