Lögberg - 18.11.1915, Blaðsíða 1
Þarf að fá undireins
Skólabœkur frá ölJum skólum landsins. Vér borflum
hæsta verÖ fyrir þær. þó þær hafi verið brúkaf ar og séu
nú úr gildi. Vér seljum og brúkaÖar skólabækur og skift-
um á þeim.
“Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Dame Ave.
Gegnt Grace Church, Tals. G. 3118
Két með
sljcrnareílirliti.
Ðúnaðar stjórnardeild Canada lœtur stimpla két af öllum
skepnum, sem slátrað er í þeim stofnunum, sem hún hefir
eftirlit meö: „Canada approved.*' Vor aðferð er að selja
aðeins két af heilbrigðum skepnum. GætiO að stimplinum
FORT GARRY MARKET CO., Limited
330-336 Garry St. Phone M. 9200
28. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18. NÖVEMER 1915
NÚMER 47
Matthías og móðurmálið
Háttvirti íorseti, heiöraöa sam-
koma 1
Það er svo til ætlast aö eg segi
hér i kveld nokkur orö um skáldið
séra Matthias Jochumsson og
Móðurmaliö. Var mér úthlutað
þaö verk af öörum og heföi eg
eigi dirfst aö vera svo stórtækur,
ef eg hefði þar átt sjálfur um að
velja. Á málefni þessu eru svo
margar hliöar aö út frá hverri
hliö mætti tala svo lengi, aö
kveldið hrykki ekki til. En nú er
ekki ætlast til að sögð séu uema
fáein orð, og verður þvi ekki nema
á einstöku atriði drepiö.
Þegar hugsaö er uni hið mikla
og djúpa æfistarf séra Matthiasar,
verður það eitt meö þvj fyrsta
sem manni flýgur i huga, hvaða
þýðingu verk hans hafi fyrir eft-
irkomandi aldir, fyrir þjóðlif vort
og tungu á komandi tima. Mtm
framtiðin varðveita nokkuð af
þeim verkum; munu verkin lifa?
En tæplega mun sú spurning full-
vakin, þegar henni er hiklaust
svarað; — þau lifa. Auðvitað eru
ekki öll hans verk jöfn og eiga því
ekki jafnan aldur, og hér einsog
i öðru, lifir það lengst, sem er
ljúfast, fegurst og sannast.
En nú eru verk séra Matthías-
ar ekkert smáræði, svo vér teljum
aðeins ritverk hans, en sleppum
öllu öðru: ljóðmæli, söguljóö,
ferðasögur, leikrit, þýdd og frum-
samin, þýddar sögur, fyrirlestrar,
blaðagreinar í þúsundatali, rit-
gjörðir í tímaritum, auic tieilía ar-
ganga vikublaða, er hann gaf út
á einum eða öðrum tíma. Þegar
tillit er tekið til þessa alls, og
hins líka, að mikíð af þessu geym-
ist um ókominn aldur, er það
sjálft til sýnis um hve stóra þýð-
ingu hann hefir borið fyrir bók-
mentalíf vort íslendinga, og hve
stóra þýðingu hann á eftir að bera
fyrir þjóðerni vort og tungu, —
svo ekki þarf frekar vitnanna við.
Það er tæpast hægu ao hugsa
sér að nokkur láti sér koma til
hugar að fara að þýða upp aftur
mörg þeirra listaverka, er séra
Matthías hefir snúið á íslenzku, —
svo sem einsog, Friðþjófs sögu,
Manfred, Sögur Herlæknisins,
Ljóð Runebergs, og jafnvel leik-
rit Shakespeares. Þessi verk eru
varanleg. — Þá er heldur ekki að
efa að fjöldi hans eigin ljóða
geymast svo lengi sem tunga vor
er töluð. Ferðabækur hans, —
einkum “Chicago förin” — verður,
er fram líða stundir, eitt með
helztu heimildarritum fyrir þjóðar
sögu vora, og aldaranda innflutn-
inga tímabilsins tslenska. Væri
því verkum séra Matthíasar kipt
í burtu, sjáum vér hvílikt skarð
þar yrði eftir, — skarð er myndi
seint fyllast.
Nú, fyrst hann heiir lagt svo
stóran skert til íslenzkra bók-
menta, mætti kannske spyrja, hvers
('Framh. á 4. bls.ý
Fimm manna hernefnd
hefir verið mynduð á Englandi.
Hefir hún nokkurs konar ein-
veldi til þess að fara sínu fram í
stríðinu, fyrst um sinn að minsta
kosti. Þeir sem nefndina skipa
eru þessir: Asquith forsætisráð-
herra, Arthur I. Balfour sjóliðs-
ráðherra, David Loyd George her-
gagnaráðherra, Andrew Bonar
Law nýlenduritari, og Reginald
McKenna.
|Dr. W. H. Montague
látinn.
Dr. Montague hafði verið lasinn |
um tíma. Hafði hann fengið
snert af slagi. Um klukkan 2 á
laugardaginn fanst hann meðvit-
unarlaus á gýlfinu í herbergi sínu
í Royal Alexandra hótelinu í
Winnipeg. Og andaðist rúmum
klukkutíma síðar. Hafði hann
fengið slag.
Dr. Montague var fæddur i
Adelaide héraði í Ontario 1858;
var hann bóndason. Hann fór
ungur á skóla og útskrifaðist af
háskóla í heimahéraði sínu. Síðan
af Woodstock skóla, Victoria há-
skólanum og loks af læknaskólan-
um i Toronto. Hann tók fyrst
læknispróf í Victoria 1882.
Hann sótti fyrst um þingmensku
í Ontario 1883, en tapam, en var
kosinn á sambandsþingið 1887, en
kosningin var dæmd ógild, sótti
hann þá í aukakosningu og var
kosinn; sú kosning var einnig
dæmd ógild fyrir hæstarétti. Hann
sótti enn í aukakosningu 1889, en
tapaði. Sú kosning var ljka
ræmd ógild, sótti hann þá aftur
og náði kosningu. 1891 var
hann endurkosinn og sömuleiðis
1896 þegar hann varð ráðherra í
sambandsstjórninni ofc varð að
sækja um kosningar af þeim
ástæðum. Hann var í ráðaneyti
Boswess stjórnarinnar launalaus
1894, en 1895 varð hann akur-
yrkjumála ráðherra og hélt þvi
þangað til afturhaldsstjórnin fór
frá völdum 1896. Hann sótti um
kosningu 1900, en tapaði. 1908
flutti hann til Manitoba og var
gerður að verkamálaráðherra i
nóvember 1913, þegar Colin H.
Campbell sagði af sér, og var
hann kosinn þingmaður fyrir
Kildonan og St. Andrews í nóv.
I9X3-
Dr. Montague kvæntist 1879
og hét kona hans Annie Furry frá
Suður-Cazuga í Ontario. Hann
lætur eftir sig tvo syni og tvær
dætur. Eru báðir synir hans í
stríðinu.
fyrst veitt allsherjar imdirbún-
ingsmentun og á< meðan á því stóð
var grenslast eftir hvað hver ein-
staklingur væri hæfastur til að
stunda og eftir því var hann lát-
inn haga sér. “Svertingjarnir
þurfa að læra að hugsa sjálfir”,
voru einkunnarorð hans. Hann
hélt þvi fram að í gegnum þræla-
haldið hefði alist upp í þeim skort-
ur á sjálfsábyrgð og sjálfstæði,
en það væri hlutverk sitt og ann-
ara, er hæfileika hefðu, að ala þá
þannig upp héreftir að þeir öðl-
uðust aftur þessa hæfileika.
Skóli Vestur-Islendinga
Kennarastaðan í íslenzku og ís-
lenzkum bókmentum við skóla
séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg
er boðin Dr. Guðmundi Finnboga-
syni. Virðist vel og ágætlega fara
á því að hann taki boðinu og noti
jafnframt hið langa sumarleyfi
til að kynna sér vinnuvísindin í
Vesturheimi, en þar eru þau upp-
komin.
N. Kbl. var nýskeð að halla oröi
á aðstandendur skólans fyrir
skilningsskort á þeirri nauðsyn
að fá íslenzkukennarann héðan að
heiman, og er blaðinu einkarljúft
að taka aftur þá aðfinslu og biðja
velvirðingar á ,nú er þetta er fram
komið. Verður vonandi þessi
kennarastaða við háskóla íslend-
inga í Vesturheimi einn megin-
þráður þjóðemistengslanna vestra
og eystra. Svo kvað Matthías úm
málið okkdr;
Sé eg hendur manna mynda
mæliþráð yfir höfin bráðu,
þann-er lönd og lýði bindur,
lifanda orði suður og norður.
Meira tákn og miklu stærri
meginþráð hefir guðinn dregið,
sveiflað og fest með sólar-afli.
sálu fylt af guðamáli.
Kitchener fer austur.
Kitchener lávarður hefir verið
sendur til Austur Evrópu og alla
leið austur til Egyptalands. Á
hann að sjá með eigin augum
hvernig alt lítur út þar eystra;
athuga varnir við Zuesskurðinn
og yfir höfuð afla sér allrar
mögulegrar þekkingar í sambandi
við stríðið þar austur frá. Hann
er þar öllum mönnum kunnugri og
talið víst að hann sé færastur til
þessara rannsókna. Orðrómur
komst á loft þess efnis að hann
mundi segja af sér sínni fyrri
stöðu, en þvi er eindregið mót-
mælt af stjóminni.
Bandaríkin og England.
Bandarikjastjórnin netir sent
Englandi skeyti þess efnis að hún
mótmæli verzlunarhindrun þeirri
sem Englendingar séu valdir að.
Þeir hafi haldið hundruðum skipa
fyrir sér og öðrum hlutlausum
þjóðum. Kveða þeir aðferð þessa
vera tilgangslitla, ólöglega og ó-
verjandi. Englendingar segjast
vera neyddir til þess að beita
þessari aðferð og kveðst mundu
halda henni áfram, en framfylgja
henni þó eins samvizkusamlega og
þeir geti gegn hlutlausum þjóðum.
Englendingar hafa enn ekki
svarað Bandaríkjunum til fulln-
ustu.
Booker T. Washington
látinn.
Flestir munu hafa heyrt getið
um merkismanninn Booker T.
V eshington. Hann var svertingi
og sannarlega spámaður sinnar
þjóðar. Nokkurs konar Jón Sig-
urðsson svertingjanna. Hann
stofnaði skóla fyrir svertingja í
I uskegee í Alabama og stjórnaði
honum sjálfur. Foreldrar hans
voru þrælar.
Sjálfur vissi hann ekki nákvæm-
lega hvenær hann var fæddur.
Það var annaðhvort 1858 eða
1859, hann var þvx 56 eða 57 ára
gamall þegar hann dó á sunnu-
daginn var.
Hann setti sér það markmið
að þjóðflokkur hans skyldi hafa
mentunar tækifæri
hann ekki um að hann gæti einn-
ig staðið öðrum þjóðflokkum jafn-
fætis með tíð og tíma.
Hann útskrifaðist frá Hampton
skóla 1875 0g var honum veittur
sá heiður að hljóta A. M. frá
Harvard háskólanum 1896 og L.
L.D. frá háskólanum í Dartmouth
1901.
I lann var kennari við Hampton
sóklann þangað til ríkisstjómin
kaus hann sem formann Tuskegee
skólans, sfem hann sjálfur hafði
stofnað. Hann var þar skóla-
stjóri frá árinu 1881 og þangað til
hann dó.
Brooker Washington var
mælskumaður með afbrigðum og
ágætur rithöfundur; beitti hann
öllum gáfum sínum og hæfileikum
til baráttu og varnar fyrir menta-
mál og siðferði. Á Tuskegee
skólanum kom hann þvi í prakt-
iska framkvæmd, sem hugur hans
háfði jafnan starfað fyrir. Á
skóla þessum var svertingjunum
Innilegur samkendarhugur hlýt-
ur að vera hjá oss hér heima með
þessum skóla landa vorra vestra,
sem ber nafn eins hms bezta og
merkasta íslendings. Forgöngu-
menn þess skóla hafa nú sýnt að
þeim er alvara með að gera hann
sem bezt úr garði, og láta hann
vinna í anda séra Jóns heitins
Bjarnasonar.
Blaðið vék nýlega að ofurlitlu
samúðarmerki í garð skólans við
sölu sérprentsins úr Andvara með
mynd séra J. Bj. Ritið verður nú
sent i nokkra líklega staði, með
fyrii-greiðslubón, svo fljótt sem
má, og eru þessi orð í bréfs stað
til vina blaðsins, er sú sending
berst til.
Fljótt mundi Guðmundur hverfa
heim aftur, þótt fara kynni vestur,
enda það ekki nema ákjósanlegt,
að oft verði mannaskifti. Milli-
ferðirnar sem mestar og tíðastar!
Og enn kvað Matthías til Vest-
ur-Islendinga:
Særi eg yður við sól og báru,
særi eg yður við líf og æru:
Yðar tungu, orð þó yngist,
aldrei gleyma í Vesturheimi.
Munið að skrifa megin-stöfum
mannavit og stórhug sannan.
Andans sigur er æfistunda,
eilífa lífið. Farið heilir!
—N. Kbl.
ið í fyrradag, grunað um að vera
með vörur til uppreisnarmanna á
Indlandi. — Rússar hafa tekið
50,000 fanga af Þjóðverjum og
Austurríkismönnum síðast liðinn
mánuð. — Rudolp Kelier ritstjóri
“Prager Tagblatt” í Austurríki
leggur til að Þjóðverjar neyði
bandamenn til friðarleitana með
þvi að svelta Frakka, Belgi og
Rússa og Serba, þar sem þeir
hafa náð völdum. — C. F. G.
Mastermann á Englandi kveður
frið ómögulegan nema með því að
Belgia fái frelsi, Frakkar fái aft-
! ur lönd sín, Pólland sé sameinað
undir umsjón Rússastjóm og
Serbia fái skaðabætur. — Það er
talið víst að Þjóvverjar hugsi sér
að koma Serbum alveg fyrir katt-
arnef. — Bretar hafa komið ann-
ari stórri herdeild til Saloniki
undir forustu Sir Charles Monoe.
— Rússar unnu sigur a srorri
þýzkri herdeild suðvestur af Riga
á þriðjudaginn; mannfall talsvert.
— Herskylda mjög líkleg á Eng-
landi, ef ekki dugir annað. Verið
er að koma á banni við því að
ungir menn flytji af landi burt.—
Nýja Sjáland hefir bannað ung-
um mönnum ókvæntum að fara úr
landi. — Veður afa"ilt þar sexn
Canadamenn eru í skotgröfum;
hellirigning í 3 daga samiieytt i
vikunni sem leið. — 436 prestar,
læknar og málsmetandi konur i
Bandaríkjunum hafa myndað fé-
lag til þess að senda björg til
Þýzkalands og) Austurríkis. —
5,000,000 hafa þegar fallið í stríð-
inu alls. — Bradbury þingmaður í
Selkirk gerður deildarstjóri og er
að mynda íslenzka herdeild. —
Churchill kennir Kitchener um
ófarirnar við Antwerpen og í
Dardanellasundinu. Segir að
Kitchener taki engra manna ráð-
um. — 800 Canadamenn komu
heim aftur særðir á mánudaginn
var. — Búlgarar hafa tekið bæinn
Nish.
Stríðsfréttir
Gengur hvorki né rekur til
neinna úrslita. Þjóðverjar hafa
og þTefaðis“lSÖkt mÖrgUm kiPum nýlega’ SUm'
& 1 um storum. Þ.eir hafa eytt
$40,000,000 í Bandaríkjunum, til
þess að hindra flutning til banda-
manna.
Búlgarar réðust á frakkneska
herdeild skamt frá landamærum
sínum 12 þ. m., en Frakkar tóku
svo á móti að þeir ráku Búlgara
til baka og varð mikið mannfall.
Þjóðverjar tóku 8,500 herfanga
af Serbum 12. þ. m. — Rússar
hröktu Þjóðverja til baka á all-
löngu svæði við Smorgon, fyrir
austan Vilna, 11. þ. m.
Kitchener er kominn austur á
Grikklandsskaga; sagt aö hann
ætli að búa Egypta til vamar, ef
Þjóðverjar ráðast á þá.
Bandamenn heimta ákveðið svar
af Grikkjum um afstöðu þeirra,
en þeir fara undan í flæmingi. —
Lysingen, þýzkur hershöfðingi,
vann sigur á stórri rússneskri
herdeild á austurbökkum Styr
fljótsins á Rússlandi 13. þ. m.
Japanska skipið Iro var tek-
*
Frá íslandi.
Tryggvi Gunnarsson var áttræð-
ur 18. október. Var honum hald-
ið heiðurssamsæti í Reykjavík
þann dag. Kaupmenn keykjavik-
ur eru að láta steypa eyrmynd af
honum, sem á að reisa einhvers-
staðar í bænum, í svipuðu formi
og minnisvarða Matthíasar. Verð-
ur þessa minst nánar í næsta blaði.
Mortein Hansen skólastjóri
varð sextugur 20 október. 1200
skólabörn gengu heim til hans í
skrúðgöngu og fengu honum blóm
og sungu undurfagurt kvæði er
Guðm. Guðmundsson hafði ort.
Kennarar skólans héldu honum
samsæti. Mortein Hansen er frá-
bærlega vinsæll kennari.
Markarfljót hefir flutt sig úr
Þverá og í sinn rétta farveg með-
fram vesturhlið Eyjafjalla. Það
hefir verið í Þverá síðan 1895 og
gert mikil jarðspjöll í Fljótshlíð.
Það er gömul sögn að fljótið liggi
sín 20 árin í hvorum staðnum, og
hefir það reynst þannig nú.
Einar Helgason garðyrkjumað-
ur ritar á móti þegnskylduvinn-
unni í blaðið “Frey”.
Búnaðarfélag Islands hefir veitt
Valtý Stefánssyni frá Akureyri
600 kr. stvrk á ári í 3 ár til þess
að kynna sér í Danmörku og á
Þýzkalandi vatnsveitingar í stór-
um stíl til jarðræktar. Alþingi
veitti í sumar fé til hins sama.
Silfurkrans hafa Islendingar
sent á leiði A. Barrands, franska
kennarans við háskólann, seni fall-
inn er í stríðinu.
Danskur maður hefir keypt 200 fjár
og flutt til Grænlnds til þess að koma
þar upp sauðfjárrækt af íslenzku
kyni.
Silfurbrúðkaup héldu þau Siggeir
Torfason kaupmaður og frú hans
18. Október.
íslenzka þjóðfélagsfræði hefir
Einar Arnórsson ráðherra skrifað og
er hún gefin út af Sambandi Ung-
menafélaga íslands.
“Konungsglíma” heitir nýtt leikrit
eftir Guðmund Kamban nýlega gefið
út af Gyldendals bókverzlun, Verð-
ur það bráðlega leikið í konunglega
leikhúsinu. Sagt er að Guðmundur
ætli að flytja til Bandaríkjanna og
ryðja sér þar braut.
I Andvara er æfisaga séra Jóns
Bjamasonar með mynd af honum.
Er æfisagan rituð af Þórhalli bisk-
upi Bjarnarsyni.
Um 15,000 fjár hefir verið slátrað
i Reykjavík í haust; er það mest í
manna minnum.
í Ólafsvík hefir verið ágætis afli
og fyrirtaks heyskapur þar í grend.
Vellíðan yfirleitt ágæt. Menn hafa
rifið sig úr skuldum og eiga nú inni
i verzlunum þar sem menn hafa
skuldað árum saman.
Bæjarstjórnin í Reykjavík hefir
keypt fisk til þess að selja hann aft-
ur bæjarbúum; hefir hún selt fiskinn
afar ódýrt, en þrátt fyrir það hefir
þó græðst á fiskinum, svo lítill hefir
kostnaðurinn verið við höndlunina.
Stórt félag er nýstofnað á íslandi
til þess að vinna salt úr jörð og sjó.
Er> hvatamaður þess Páll Törfason
frá Flateyri. Sérfræðingur hefir
skoðað landið og lízt mjög vel á fyr-
irtækið.
Kajiólskur prestur er nýlega kom
inn til Reykjavíkur og verður þar
um tíma. Hann heitir H. Corten-
raad og er hollenzkur að ætt.
Fyrirlestur hélt Einar Hjörleifs
son 10. Október um “dularfull fyrir
brigði” og var aðsókn svo mikil, að
margir urðu frá að hverfa ; endurtók
hann fyrirlesturinn nokkrum dögum
síðar og fór þá á sömu leið.
Reiðarhval 18 feta Iangan á inilli
skurða rak á Loftstaðasand 11. Okt
og er hann eign Loftstaða og Gaul-
verjabæjar.
Um miðjan Október segir i bréfi
frá Eyrarbakka, að fiskafli sé all-
góður, 30 til 40 í lilut daglega af isu.
Kartöflu uppskeran á Akureyri
hefir verið svo rír í ár, að tæplega er
þar til útsæðis; er það mjög óvana-
legt.
Fjalla-Eyvindur var leikinn í Rvik
9. Okt og var troðfult hús.
Landssjóður hefir keypt hús Hall-
dórs sál. Friðrikssonar og Vcrður
það útbúið til Jjess að haf þar lækna-
stofu háskólans.
Tólf stúdentar af 31, sem útskrif
uðust af Mentaskólanum í vor. fara
á háskólann í Kaupmanahöfn. Sýnir
það ræktarleysi við islenzka háskól-
ann og er illa farið.
Bjarni Jónsson frá Vogi hélt ný-
lega fyrirlestur um Bismarck. Er
fyrirlesturinn gefinn út í vandaðri
bók og fylgir mynd Bismrcks á sér-
stöku blaði.
Frimann B. Arngrímsson ("Ander-
sonj, sem lengi var hér vestra og
síðar í Paris á Frakklandi, liklega
einn hinna allra mentuðustu manna,
sem hér hafa nokkru sinni verið með-
al íslendinga, er seztur að á Akur-
eyri og orðinn kennari þar. Hann
hefir nýlega gefið út þrjár bækur;
þær heita: “Hörpusöngur” eða
“Gróttusöngur”; ”Vísindi” ('kristnin
og trúin á æðra lífj og “Raflýsing og
rafhitun.”
Á Akureyri veiddust 500,000 tunn-
ur af .síld í ár og er verðið á tunn-
unni talið 60 kr. og þar yfir. Þótt
tunnan sé ekki reiknuð nema 50 kr.
þá verður verð allrar síldarinnar á
Akureyri 25 milj. kr.
Kaupfélag Eyfirðinga hefir slátr-
að í haust 18,000 fjár, kaupfélag
Svalbarðseyrar 5,000; kaupfélag
Höfðahverfis í Grenivík 2,500 og
kaupfélag Svarfdæla 3,000. Alls
hafa því kaupfélögin við Eyjafjörð
slátar 28J/2 þúsundi fjár; er það auk
þess sem kaupmenn slátra og er það
allmikið. z
Vörurnar, sem kornu með Botníu
frá Vesturheimi verða ekki seldar,
heldur geymdar sem landsjóðsforði
Friðarleitanir
Vegabótafélag
fylkisins hélf fund á föstudaginn
Winnipeg. Thos. H. Johnson
verkamálaráðherra hafði boðið fé-
laginu að fylkið skyldi leggja frani
fé til vegabota að jöfnu við tillag,
er félagið legði fram sjálft. Þetta
tilboð var þegið.; og er búizt við
að þessi styrkveiting íp.ri fram
næsta ár.
Skip fer frá New York til íslands
27. Nóvember. Maður, sem með því
ætlar, fer frá Winnipeg 22. eða 23.
Með þessu skipi er síðasta tækifæri
að koma bréfum eða sendingum til
íslands fyrir jólin. H. S. Bardal
getur gefið allar upplýsingar.
Kelly tapar.
Dómararnir i Chicago hafa á-
kveðið að Kelly sé flóttamaður og
sakaður um glæp, sem hann eigi
að svara fyrir. Hann verði þvi
að flytja til Winnipeg, eins og
Manitobastjórnin hefir krafist.
Kelly hefir kostað þetta talsvert.
Hann hefir haft 8 lögmenn; einn
þeirra hefir hafte $500 á dag,
annar $1000 á dag o. s. frv. Það
er sagt að hann ætli enn þá aö
reyna að þrjóskast og áfrýja mál-
inu til hærri réttar. Hann segist
vera alveg saklaus, en ekki er hon-
um um það að mæta fyrir dóm-
stólunum í Manitoba. Við hvað
ætli hann sé hræddur? Hann
hefir nú boðið fylkisstjóminni að
borga til baka $1,000,000; verður
því líklega tekið, en glæpa- eða
sakamálið heldur áfram eftir sem
áður.
Matthíasar samkvœmið
Öldungurinn Ingjaldur Ingjalds-
son andaðist í Selkirk 11. Október og
var jarðsunginn af séra Steingrími
Þorlákssyni í grafreit Selkirk-safn-
aðar. Hann var 75 ára að aldri og
lætur eftir sig 4 börn á lífi: Chris.
Ingjaldsson gullsmið hér í bænum,
Mrs. S. Oliver, Sigríði ógifta og Mrs
T. B. Banker í Lordsburg, Cal.
David Starr Jordan, einn af
aðalstjómendum Leland Stanford
háskólans og formaður Alþjóða-
friðarþingsins, sem haldiö var í
San Francisco, sagði Wilson frá
því að fulltrúafundur frá hlut-
lausum löndum mundi verða kall-
aður saman annaðhvort í Hage á
Hollandi, Bem á Svisslandi, eða
Kaupmannahöfn í Danmörku, ein-
hverntíma fyrir jól, til þess að
reyna að finna ráð til að enda
stríðið. Dr. Jordan afhenti Wil-
son forseta áskorun frá friðar-
þinginu i San Francisco um það
að hann ynni í félagi við fulltrúa
annara hlutlausra landa í þessu
augnamið.i Dr. Jordan skýrði
Wilson einnig frá því að fyrir því
væri fengin full vissa að þótt
stríðsþjóðirnar vildu ekki hver um
sig beiðast friðar eða byrja að
gangast fyrir friðarsamningum, þá
væru þær allar ásáttar um að
hlutlausu þjóðirnar gerðu tilraun
til þess að koma á sanngjömum
friði, sem allir gætu samþykt. Dr.
Jordan kvaðst hafa ákveðið svar
um að Holland, Svíþjóð, Danmörk
og Spánn hækju þátt í þessu.
Það var haldið 11. þ. m. eins
og auglýst hafði verið, og var hið
hátíðlegasta í alla staði. Þó
skorti það á að Stephan G. Steph-
ansson gat ekki sent kvæði sökum
þess að hann fékk ekki bréfið
með tilmælunum um það fyr en
of seint. Thos. H. Johnson gat
ekki verið viðstaddur og stjórn-
aði J. J. Vopni samkomunni í
hans stað. Séra R. Marteinsson
var veikur og þarafleiðandi fjar-
verandi, en Sig. Júl. Jóhannesson
mælti nokkur orð um Matthias sem
spámann, til þess að bæta þaö
upp.
Fyrstu ræðxrna flutti séra B. B.
Jónsson, “Líkkaböng” Matthíasar.
Annaðhvort kemur síðar útdráttur
úr þeirri ræðu eða ræðan öll.
Séra Fr. Bergmann talaði um
þýðingar Matthíasar, og kemur
einnig útdráttur úr þeirri ræðu
síðar, eða hún öll.
Ræða séra R. Péturssonar um
Matthías og móðurmálið birtist öll
í þessu blaði.
Magnús Markússon og Sig. Júl.
Jóhannesson fluttu sitt kvæðið
livor og birtast þau bæði.
Þegar forsetinn kallaði á Magn-
ús son Matthíasar, gall við lófa
klapp hávært og gleðiríkt, og gerði
það samsætið mun hátíðlegra að
hafa þar bæði Matthías í anda og
einnig “hold af lians holdi og
bein af hans beinum”. Magnús
ávarpaði fólkið með þakklæti fyr-
ir hönd föður síns. Var ræða
hans einstaklega fögur, og sam
komunni væri sannarlega ekki
hæfilegur sómi sýndur ef ekki
birtist útdráttur úr henni. Hann
kemur því í næsta blaði. Aáeins
skal þess getið hér að Magtiús
bað fólkið að minnast þess og
gleyma því aldrei, þegar það læsi
eitthvað eftir Matthías. að hann
hefði átt góða konu og væri hún
lífgefandi andi bak við ljóð hans.
Þar næst las Magnús upp kvæðið
“Hallgrimur Pétursson”.
Ámi Sigurösson málari las upp
kvæði Matthíasar “Jón Arason”
og fórst snildarlega vel; encla er
hann mesti leikari og framsegjari
meðal íslendinga í Winnipeg.
Brynjólfur Þorláksson hafði æft
söngflokk og söng hann mörg
kvæði, öll eftir Matthías; var það
bæði fagurt og áhrifamikið. Mrs.
P. Dalmann söng kvæðið “Geng
eg fram um gnípur” og varð1 hún
að koma fram aftur og söng hún
þá “Móðurmálið”, af mikilli list,
en Jónas Pálsson lék undir á
hljóðfæri.
Aldrei hefir, fjölmennari . sam
koma verið haldin meðal Islend-
inga í Winnipeg. Húsið var
troðfult uppi oð niðri og fram í
dyr. Var það auðséð á því að
Matthías á hlýjan blett í hugum
Vestur íslendinga; enda ætti svo
að vera. Væri þaö alt gefið út í
nokkurs konar minningarriti sem
fram fór á samkomunni, væri sú
bók alleiguleg og Vestur-Islend-
ingum sómi.
Ester drotning.
Eins og getið var um i síöasta
blaði, var sunginn hinn mikli
söngleikur “Queen Ester” í
Skjaldborg fyrra þriðjudagskveld.
Söngleikur þessi eftir Brad-
bury, er búinn til út af Eesters
bók í biblíunni og er heimsfrægt
listaverk.
Efnið í söngleiknum er þetta:
Ester drotning var fædd í
Persiu 500 árum fyrir Krists fæð-
ingu. Hún misti foreldra sína, en
var alin upp af föðurbróður sin-
um, er Mordecal hét. Hann sá
hversu miklum gáfum hún var
gædd og veitti henni alla Jcvenlega
mentun. Konungur landsins kaus
hana sér fyrir konu og drotningu.
Hún lét hann ekki vita hverrar
þjóðar hún var (hún var Gyöing-
urj. Haman hét sá er var for-
seti stjórnarinnar og í vinfengi
við kontinginn. Haman hataði
Mordecal af því hann vildi ekki
tigna hann og tilbiðja ems og kon-
ungurinn haföi boðið. Hann vissi
ekki um skyldleika Mordecals og
drotningarinnar. Til þess að geta
hefnt sín fékk hann konungsleyfi
til þess að lífláta alla Gyðinga í
landinu (fylkinuý. tvioruecal
kemst að þessu, fer á fund drotn-
ingar og leggur að henni að biðja
konunginn að vægja þjóð hennar,
Gyðingunum. Húrr veit að með
þvi stofnar hún lífi sínu í voða,
því samkvæmt lögum landsins var
það dauðasök að fara á konungs-
fund ótilkvaddur. Samt. lætur
htin til leiöast og leggur út í
hættuna. Konungurmn bænheyrir
hana og bíður Haman þannig
lægra hlut.
Konunginum er sagt frá því að
Mordiecal hafi bjargað lífi hans
(konungsins) án þess að hann
vissi af, og án þess að Mordecal
hafi hlotið tiokkur laun fyrir.
Hann kallar þá Haman á fund
sinn og mælir þannig: “Hvað á
að gera við þann mann, sem Kon-
ungurinn vill heiðra?”
Hamati dettur ekki í hug að
konungurinn eigi við Mordecal;
hann stingur þvi upp á sérstakri
viðhöfn og virðingarmerkjum, og
býður konungur þá að slíkur heið-
ur skuli Mordecal hlotnast.
Haman verður sem þrumu lost-
inn, en hann verður að hlýða skip-
unum konungsins.
Þegar konungur fréttir um glæp
þann er Haman ætlaði að fremja
á Mordecal, þá skipar liann svo
fyrir að Haman skuli deyja á
gálga þeim, er hann ('Haman)
hafði þegar látið reisa til þess að
hengja Mordeeal á; en Mordecal
er gerður að stjómarformanni i
hans stað, og er yfir því almenn-
ur fögnuður.
Söngleikurinn var sérstaklega
vel af hendi leystur. Davíð Jón-
asson stjórnaði söngnum og Sig-
ríður Friðriksson lék á hljóðfæri.
Hefir til þess þurft langan tíma
og mikla þolinmæði að æfa jafn
stóran flokk og gera það eins vel.
Þessir tóku þátt í söngleiknum:
Estir
drotning—Miss E. Thor-
^waldson.
Ahasuerus konungur—B. Methu-
salems.
Haman—Halldór Thórólfsson.
Zeresh—Miss H. Hermann.
Mordecal—A. U. Albert.
Systir Mordecals—Miss O .Oliver
Persnesk konungsdóttir—Miss M.
Anderson.
Spákona og konungsdóttir—Miss
S. Hinrikson.
Höfuðprestur og beiningamaour—
Paul Bardal.
Þessi söngleikur verður endur-
tekinn næsta mánudagskveld í
Fyrstu lút. kirkjunni til arðs fyr-
ir Rauða krossinn, og er það ekk-
ert efamál að kirkjan verður troð-
full.
Aðgangur ókeypis.