Lögberg - 18.11.1915, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.11.1915, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1915 HVAÐA BRAUÐ SEM BÚIÐ ER TIL ER BEZT BÚIÐ TIL ÚR— 8« Óskabörnin. Eftir Arnór Árnason. Eins og' öllum Islendingum er 'þegar kunnugt, hafa tvö stórmál veriö á prjónunum meðal þeirra í full tvö ár, málefni sem hver góö- ur og hugsandi Vestur-Islendingur hlýtur að hafa veitt meiri eftir- tekt en flestu öðru, sem á dagskrá hefir verið. h>ví þau hljóta bæði að snerta hina dýpstu og innileg- ustu strengi í hjörtum Islands sona og dætra, og mætti þess ut- an vel nefna þau “sérmál” Vestur- Islendinga, því þau snerta oss meira en heimaþjóðina. Þessi málefni eru stofnanirnar nýju: Jóns Bjarnasonar skólinn, og gamalmennaheimilnl “Betel”. Það hefir oft og rækilega verið minst á báðar þessar stofnanir í Lögbergi, og því óþarft að leggja þar fleiri orð í belg. Allir hljóta að finna til þess hversu miktð göfuglyndi og hversu mikil mann úð og kærleikur ríkir meðal þeirra manna, er áttu mestan og beztan þátt í þvi að þær voru stófnaðar — undir þeim merkjum sem er. Nafnið: “Jóns Bjamasonar skóli” hlýtur að láta vel í eyrum allra Islendinga. Tilhlýði- legra nafn er ekki hægt aö tiugsa sér fyrir slíka stofnun. Eg spái þvi að nafnið eitt fyrir sig, liafi mikið aðdráttarafl þegar timar líða fram. Vér Islendíngar, sem erum að berjast við að halda í islenzka tungu og þjóðemi hér vestra, og erum Islendingar í aðra röndina —*• getum ekki verið annað þrátt fyrir öll utanaðkomandi öfl — þykir eðlilega mjög vænt um þessa nýju stofnun, Jóns Bjarna- sonar skólann. Vér'(finnum til þess og vitum það að skólinn verður sterkasta aflið til viðhalds tungu vorrar, og þá um leið hl^- ur hann einnig að glæða þjóðern- istilfinningu að miklum mun, og færa oss nær heimaþjoðinni — hjálpa til að “brúa hafið”. Að því er íslenzk ungmenni vestan hafs snertir, þá er efamál hvort Vestur-Islendingar hafa ekki' — með stofnun hins nýja skóla — reist sér varanlegan og tryggan minnisvarða. Það spor sem hér hefir vefið stigið á þjóðþrifa- brautinni islenzku, er stórt og göf- ugt og þarfnast því innilegrar hlut- töku allra sannra föðurlandsvina. Gæfa og farsæld vor allra er að miklu leyti undir því komin. að skólinn geti blómgast og borið ávöxt. Allir íslendingar i Ame- ríku ættu að bera hann fyrir brjósti og sýna það, með þvi að nriðla honum rikulega. Jóns Bjarnasonar skólinn á enn á ný því láni að fagna, að hafa öðlast vin vor allra fyrir skóla- stjóra: séra Rúnólf Marteinsson. Mann sem allir bera fult traust til. Mann sem er öllum fremri að mannkostum og þeim hæfileikum sem sérstaklega þarf að gæta, til þess að stjórna slikri stofnim samvizkusamlega, og mann sem er rammíslenzkur i anda og sann- leika og ættjarðarvinur mesti. Ræða séra R. M. við setniing skólans i. sept. í haust og sem út kom i Lögbergi, er meistara- verk, sem hvert einasta manns- barn ætti að lesa, og sem verð- skuidar að verða lesin oft og rækilega. Hún er “lifandi mynd” af sálarlífi og einkunnum séra Rúnólfs. Þegar nú þess er gætt að skól- anum verður stjórnað af öðrum eins manni og séra Rúnólfi Mar- teinssyni, má ganga út frá þvi sem sjálfsögðu að nemendurnir verðii allir meira eða minna lyrir ís- lenzkum_ andans áhrifum, innileg- um og heilbrigðum straumum, straumum sem hvetja fram það bezta og göfugasta sem til er í ís- lenzku eðli og islenzkuin hugsun- arhætti. — Vissulega ætti þetta að verða enn meiri hvöt fyrfr ís- lenzka foreldra til að senda sem allra flesta unglinga til skólans. Æskul’ðuonn okkar íslenzki má ekki við því að missa af slíkum tækifærum, ef hann á ekki að týna tölunni og hverfa inn i hérlent þjóðlíf — hverfa í sjóinn. Þá er gamalmennaheimálið “Betel”. Það heimili er stofnsett hjá Vestur-íslendingum og hefir þegar valið sér framtíðarbústaö að Gimli, sem er eflaust hentug- asti og heppilegast bletturinn fyr- ir slíka stofnun. Margir Islend- ingar líta ef til vill þannlig á. að jietta hæli sé enn þá nauðsynlegri stofnun en skólinn, og suma hefi eg heyrt mæla svo. En hitt munu samt flestir vera á sama máli um, að báðar stofnanimar séu í raun og veru jafnnauðsynlegar og hygg eg að það sé rétt. Báðar eru þær mannúðar- og kærleiksstofnanir og báðar eiga þær eftir að vera Islendingum til œvarandi blessun- ar, svo framarlega sem aldrei skortir hugprýði, þrek, viljakraft og um fram íslenzka gestrisni og íslenzka tilfinningu. Það er svo margt gott í íslenzka eðlinu, að mér finst það glæpi næst að halda ekki dauðahaldi í það göfugasta sem forfeður vorir hafa arfleitt oss að. Allir viljum vér Islend- ingar feginsamlega nema alt það sem er fagurt og gott í hugsunar- hætti og í eðli enskumælandi þjóð- flokksins sem vér byggjum þetta j land með. Og allir eigum vér j líka að kunna að hafna öllu því j ljóta og illa í fari hérlendra j manna. Og það er frá mínu sjón- j armiði æði margt sem oss þá ber I að hafna. Eg fæ ekki betur séð en að is- lenzki kærleikurinn og einlægnin komi Ijósast fram á sjónarsviðið hjá Vestur-íslendingum viö stofnun hins bráðnauðsynlega gamalmennaheimilis að Gimli, þar sem allir íslendingar vestan hafs eiga jafnan aðgang að. Og eg hygg að hér sé um eitt hið allra mesta gæfuspor að ræða, sem Vestur-lslendingar svo drengölega hafa stigið. Vestur-lslendingar hafa hér orðið á undan heimaþjóð- inni og henni til eftirbreytni. Þökk og heiður ber þeim fyrir það. Báðar eru þessar stotnanir há- islenzkar kærleiksstofnanir og hljóta þegar tímar liða fram að eiga öflugustu ítökin í ílsenzkum þjóðernisanda í Vesturheimi. Eg sé á Lögbergi að vinur minn Jakob Briem er seztur að á “Betel” og lætur óðru hverju heyra frá heimilinu. öllum þykir skemtilegt að lesa alt sem kemur frá hans penna. Vonandi heldur hann því áfram að senda Lögbergi pistla úr sveitinni. Oft hafa Islendingar í Vestur- heimi verið fúsir og iljótir til að rétta hver öðrum hjálparhendi að undanförnu. Margoft hafa þeir rétt hlýja bróðurhendi yfir hafið, til vinanna og ‘ vandamannanna heima á okkar kæru ættjorðu, Margur dollarinn er kominn heim til gamla íslands héðan að vestan. Allir eru þeir þangað komnir af ást til lands og þjóðar. Aldrei munu þó Vestur-íslendingar hafa sýnt Islandi eins mikinn sóma og nú síðast með þátttöku sinni i “Eimskipafélaglinu íslenzka”. — Alt þetta bendir á innilega þjóð- rækni og ættjarðarást, sem enn þá lifir í hjörtum Vestur-Tslendinga, Ást sem er aðdáanleg. “Óskabörnin” okkar vestur-ís- lenzku: Jóns Bjarnasonar skólinn og “kærleiksheimilið” Betel, mega aldrei líða undir lok, svo lengri sem íslenzk tunga er töluð og svo lengi sem íslenzkt blóð streymir í æðum vorum, svo lengi sem íslenzkt hjarta slær. Hafa íslendingar í Vesturheimi athugað þetta? Skólinn og hælið eru nýjar og fátækar stofnanir, sem þurfa styrk og stuðning sem flestra Is- lendinga, svo þær geti þriflist og blómgast. J Á hvem hátt er bezt og varan- legust trygging fengin fyrir því að báðar þessar stofnanir geti átt góða framtíð ? Þegar hugur og hjarta fvlgist að, þá hafa Vestur- íslendingar æfinlega sýnt það, að j þeir eru þrautseigir og ráðagóðir þegar til stórræða kemur. og þannig munu þeir reynast nú, með því að leggja vinarhendi á plóg- inn. Það eru fjárframlög sem hér þurfa að koma til greina. Á íslandi og víðar i Norðurálf- unni voru áheit mjög tíð, og eiga þau sér víða stað enn þann dag í dag. Þannig hefir margur heitið á Strandakirkju og fl. opinberar stofnanir og heíir það jafnan mælst vel 'fyrir. Vilja ekki Vestur-Islendingar taka upp þennan sið í sambandi við íslenzku stofnanirnar í Vest- urheimi? Það myndi verða til að tryggja betur framtíð skólans og hælisins, en nokkuð annað. T. d. ef 50 íslnnzkir bændur — sem er aðeins lítið brot af bændamanna- stéttinni vestan hafs — viiclu gera áheit á aðra hvora stofnunina eða báðar til 5 ára, þannig að þeir skuldbindu sig til að greiöa skoI- anum eða hælinu 25 dollara á ári hverju í þessi 5 ár. Og ef svo fleári áheit kæmu fram þó smærri væru, þá mundi þessi fjárupphæð vera orðin allvænleg aði 5 árum liðnum, og um leið er þá fengin full trygging fyrir því að stofn- animar geti haldið áfram að starfa, innan fébanda Hlins evan- geliska lút. kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi, sem svo mörgu góðu hefir til vegar komið, og sem vér eigum aðallega það að þakka að vér erum til sem íslenzk þjóð- arheild i Vesturheimi. Væri ekki vel til fallið að þeir íslendingar, sem þannig em efn- um búnir að þeir megi við því að láta mörk af hendi rakna, byrjuðu áheitin á næstu jólum ög nýári? Haustlöng. Hundrað og tuttugu hringhendur eftir GitSmund Friðjónsson. III. Svanur (lýgur sunnan að. Grösum feigum dauðadá dæmir, geigar hvergi einn á teig með orf og ljá, á sér veig í bergi. Þó hann svigni að þæfa jörð ( þráin dignar valla, — augum lygnir út á fjörð, ennþá skygn til fjalla. Undan gig, sem áður kvað — einni að vigum sneri — svanur flýgur sunnan að silfrinstíg úr veri. Álftin biður eld né högl engra griða — að vonum, sumars miðju sár og þögl situr í friðlöndonum. Þar sem hverir elda óp inn við frera-mjallann sinn hún gerir sælan líóp suður i ven — allan. Þegar hallar sumri, að sjá sækir úr fjalla gjóstii I hátign mjalla, — hlýðir þá hljóðu kalli í brjósti. * Á þér ljómi ísageims ekki er gróm né drafna, eins og ljómur æðra heims er þinn rómur jafna’. Meðan fer um ýmsa att ekki þéruð snilli muntu bera hálsinn hátt hvers og frera millii. Veðuráttin sína sök sækir þrátt — hin grimma, þar sem háttar þú í vök þorra náttu dimma. Inn með fjöllum, út á sjá átt í snjöllu þófi', þegar mjöllu mokar frá mánahöll, í kófi. Þér hefir fundist þungt umi blund þar sem hundar ganga, flúið undan menskri mund marga stund og langa. Jökulandar svani sjá sitja á tandri fanna, þeim hefir bandað þoku frá 1 þorri landvættanna. Meðan fjólu morgunlaug ! metur skólagj’aldið — meðan sól frá miðju-baug mælir Njólu tjaldið: j Teygðu alda söngva són, sveigðu faldinn ljósa; sólarvaldur! lind og lón láttu aldrei frjósa. Ef úr lendi mátaðs manns má eg hendi benda, þá er að veiída þökk til svans. þýða hending senda. — Úr bygðum Islendinga. Vatnabygðir: Paul Bjarnason í Wynyard hefir keypt hreyfi- myndahús W. Johnson. Hefir hann ráðið Jón Thorsteinsson frá Winnipeg til þess að stjóma því. iThorsteinsson flytur þvi þangað í haust með konu sína og barn, og setjast þau að í Wynyard. Því hefir verið fleygt að Einar Páll Jónsson munri flytja hingað til Wynyard bráðlega, og gerast starfsmaður# blaðsins “Advance”. Er sagt að hann hafi konu sér festa og muni staðfesta ráð sitt áður en hann kemur. Soffia Westdal, sem lengi hefir verið í Wynyard við verzlun þeirra Bergmanns og Hallgríms brá sér suður til Minnesota ný- lega og giftist þar skömmu síðar.j J. Sigurðssyni verzlunarmanni; er hennar saknað úr bænum; því hún átti þar marga vini. Narrowsbygðir: Tíðin hefir verið ágæt þessa vriiku, oftast sól- skin, og aðeins annað slagið frost kul um nætur. 26. f. m. kom hér snjóbylur og kom talsverður bleytusnjór, öklasnjór jafnfallinn. SÓLSKIN. fram og aftur. “Hér líður mér svo ljómanri vel, af því að nú, þarf eg ekki að hýrast i ólukkans skólastofunni.” I nokkrar mínút- ur hafði Nonni ekkert munað eftir fiskinum, en nú leit hann uppá árbakkann. Þar stóð lítill drengur, á aldur við hann, og var í fötunum hans og að öllu miklu fallegri drengur en Nonni hafði búist við að sjá. Hann var að blístra og vingsaði bókunum sínum kringum /íg, þar sem hann stóð og horfði niður í ána. “J£rt þú fiskurinn, sem gerðir skiftin við mig?” spurði Nonni, og leit um leið á sjálfan sig. Hand- leggir og hendur voru horfnar, og i þeirra stað komnir uggar. Fótleggir og fætur voru líka burtu, en spurður kominn í staðinn, og allur líkami hans var þakinn hreistri. Drengurinn á árbakkanum hló. “Eg vildi ekki verða aftur að fiski fyrir öll ríki veraldar og þeirra dýrð,” sagði hann. "Nú ætla eg að ganga á skóla og læra mikið, svo að þegar eg verð stór, þá viti eg dálítið meira en heimsku fiskarnir héma í ánni.” Og með það hljóp hann í burtu. “Komdu til baka með föt’n mín”, kallaði Nonni. “Við skift- um ekki fyrir fult og alt.” En drengurinn hljóp og hljóp unz hann var kominn 1 hvarf. Veslings Nonni synti fram og til baka, og var að brjóta heuann um, hvort hann myndi þurfa að eyða allri æfi sinn í vatni, þegar hann alt í einu sá eitthvað sveitlast á vatnsfletinum. Hann synti upp í snatri, og ætl- aði að gleypa þetta, þegar hann, sér til mestu skelfingar sá að þetta var öngull, og að uppi á árbakk- anum sat maður og hélt á veiði- stöng. “Komist eg nokkurntima burtu héðan”, sagði hann, “þá skal eg ganga á skóla án þess að kvarta. Það er voðalega hættulegt að búa liér, og mega búast við að hver mínútan verði hin síðasta, og þora svo ekki að éta neitt, af ótta fyrir því að það sem gleypt væri, yrði öngull.” “Eg skal segja þér hvernig hægt er að komast burtu,” sagði áll nokkur, sem var þar að svamla í kring. “Þú getur ausið burtu öllu vatninu úr ánni, og þá kom- umst við allir burtu. Okkur myndi öllum geðjast vel að því að búa á landi uppi og vera drengir.” “En eg hefi ekkert til að ausa með”, sagði Nonni. “Eg veit hvar bolli er. Maður, sem var að veiða, skildi hann eftir á árbakkanum”, sagði állinn. “Komdu, eg skal sýna þér hann.” •Nonni fylgdi honum eftir, en gat þó ekki náð bollanum. AÍlinn samt sem áður náði honum og færði Nonna hann. “Hann er býsna lítill”, sagði Nonni; “og eg get ekki skilið að við komumst nokkumtíma héðan ef við þurfum fyrst að ausa öllu vatninu burtu; og í þokkabót hefi eg hvorki hendur né handleggi.” “Þú verður að halda á honum með einum af uggunum,” sagði állinn honum. Svo Nonni tók bollann og jós og jós alt hvað aftók. Hann vann þangað til hann varð svo þreyttur, að hann gat ekki lengur 8 ó L S K I N. haldið á bollanum, og þá fór hann að gráta. Drengurinn í fötunum hans kom rétt að í þessum svif- um. “Fáðu mér aftur fötin mín”, kallaði Nonni. “Eg vil ekki vera lengur fiskur. Eg ætla að ganga á skóla og verða að manni. Fisk- ar vita ekki neitt. Eg gerði eins og állinn sagði mér, og reyndi að ausa burtu vatninu úr ánni, en það er ómögulegt, að minsta kosti er það ekki hægt með bolla. Eg vil verða aftur drengur.” Drengurinn hló og hljóp af stað, en í þetta skifti gleymdi Nonni að hann væri fiskur, og þaut af stað á eftir honum. Þá alt í einu breyttist drengurinn í fisk og fór út í ána. í sömu svifum heyrði Nonni einhvem kalla nafn sitt. Hann leit upp og sá þá hvar tveir drengir, kunningjar hans, komu hlaupandi ofan hálsinn með veiði- stangir í höndunum. “Við höfum verið að leita að þér”, sögðu þeir. “Skóli byrjar ekki fyr en á morgun. Kennannn gat ekki komið fyrri, sökum þess að eitthvað tafði járnbrautarlest- ina. Nonni varð fegnari en frá verði sk’rt,, yfir því, að þurfa ekki að segja mömmu sinni frá því að hann hefði hlaupið í burtu. Og hann var viss um það, með sjálf- um sér, að hann myndi aldrei framar kvarta yfir því að ganga á skóla. Að vera drengur, var betra en nokkuð annað í heimin- um, og lífið brosti á móti honum bjartara en áður. Þ. Þ. b. Já, eg veit um fleira *em er Ijótt. Það er ljótt að henda snjóbolt- tim framan í litlu börnin. Það er ljótt að fara illa með bækurnar sínar, þegar pabbi og mamma eru fátæk. Það er ljótt að eyða peningum sínum til óþarfa. Það er Ijótt að hafa yfir Ijótar visur. Það er ljótt að tala upphátt í skólanum. Það er ljótt að draga upp skrípamyndir. Það er ljótt að tala þegar mað- ur er með fullann munninn af mat. Það er ljótt að vaða út í snó- inn á vorin, ef maður þarf ekki að vinna. Það er ljótt að heimta með sjálfskyldu af pabba og mömmu. Það er ljótt að fara út að vatni að baða sig, ef pabbi og mamma vilja það ekki. Winnipeg Beach, 3. nóv. 1915. Kæri ritstjóri Sólskins,— | Eg svara hér þessum spurning- um, sem eru í Sólskini; Ef eg ætti eina ósk, þá mundi eg óska mér að mér gengi vel í heiminum, því það er mér nauð- synlegt. Mér þykir jafn vænt um mömmu mína og pabba minn, því að þaú eru bæði jafn góð við mig. Mér þykir meira garnan að ganga á skóla, því eg get leikið mér líka. Mér þykir veturinn skemtiregri heldur en sumarið, því að eg get gengið á skóla, og svo eru jólin, Eg hlakka meira til jólanna heldur en afmælisdagsins míns, Þrennir tvííugir og fjögur ár betur 64 ár er langur tími. Vara sem getur haldið tiltrú fólksins í allri Canada í 64 ár hlýtur að vera góð og áreiðanleg. EDDY'S ELDSPÍTUR hafa verið sömu góðu eldspíturnar síðan 1851. Eins og trjátauga-vörur tddy’s og þvottaboið Eddy’s eiu þær af öllum sönnum Canadamönnum taldar iræli- kvarði góðra eldspítna sem búnar eru til und:r mgrki heimatilbúinna hluta. En svo kom aftur þíða, og allur snjórinn var horfinn eftir 3 daga. — Það er verið að vinna að vega- bót á brautinni til Mulvi Hill, byrjað að hlaða upp brautina og höggva í gegnum skógarbelti nýja braut, og segja kunnugir að það stytti leiðina vestur um 5 til 6 mílur. Fiskimenn er út í eyjum hafa verstöð, eru nú flestir farnír þangað. Þreskingin hér gekk vel. En lítil mundi stóru hveitibændunum þykja uppskeran. En þess verð- ur að gæta að kornrækt er hér í byrjun. Uppskeran var öll um 5500 mælar, mest hafrar og barley. í fyrra var hún aðeins 900' mælar, svo hún hefir nálægt því sexfaldast á árinu. Jarðepla rækt varð betri en áhorfðist, og hafa margir fengið sæmilega upp- skeru.. J. J. Siglunes P.O., 6. nóv. 1915. Nýja Island: Aðalborg Jóns- dóttir, kona Bjarna Bjömssonar bónda í Geysibygð andaðist að heimrili sínu eftir langt sjúkdóms- stríð 26. okt. rúmra 53 ára að aldri. Hjartasjúkdómur varð henni að bana. Lækninga tilraun- ir frá því fyrsta árangurslausar. Aðalborg var ættuð frá Beru- nesi á Berufjarðarströnd í Suður- Múlasýslu; kom hún vestur um haf 1873. Bjarni maður hennar er Hún- vetningur, hálfbróðir Jósefs Benjaminssonar úr Miðfirði, sem nú býr á Hlíðarenda í Gcysisbygð. Þau Bjarni og Aðalborg giftust árið 1900 og eignuðust tvö börn, pilt og stúlku (tvíbura) nú þrett- án ára gömul. Aðalborg var myndar kona, prýðisvel verki farin og þótti fara hússtörf sérlega vel úr hendi. Er hin mesta eftirsjón að henni fyrir eiginiyiann hennar, böm og vini. Jarðarför hennar fór fram í grafrdit Geysi-safnað- ar 30. október. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Margir vin- ir og nágrannar þar úr bygðinni fylgdu henni til grafar. CAðAOfl' FINEST THEATil Vikuna frá 11. Nóv. leikur hin mikla leikkona —MARGARET ILLINGTON— i hinum mikla nýja leik Henry Arthur Jones “THE LIE." Mats. á Miðvd. og’ Laug.tl. Verð aS kveldi $2.00 til 25c. Mats. Sl.50.til 25c. Betel, Gimli, 26. okt. 1915. Þ'egar þetta þrent benti mór á, að eg þyrfti eða hlyti að fara að skilja við konuna mina og bornin mín; fátækt, heiilsuleysi og elli, þá lá um leið fyrir mér spursmál: •Hvert á eg að fara?” Eh innri maðurinn leysti óðara úr spum- ingunni og sagði: “Þér verður bezt að fara á kærleiksríka heim- ilið Betel, fyrst þér stendur það til boða”, og þessu hlýddi eg. Þegar eg kvaddi konuna og bömin mín, sá enginn mig tár fella, og ekki heldur hlæja. En góðum guði sé lof fyrir það, að ekkert forvitið auga gat fengið að vita hvernig hjarta mínu leið, á þessarri skiln- aðar stund. Eg kom inn á þetta góða heim- ili 1. október 1915 og hefir mér liðið mæta vel síðan, því ekkert er til sparað að gera gamla tóikmu sem ánægjulegast lifið í smáu sem stóru; þetta er eg búinn að sjá og reyna hér. Miss Elinóra er mík- ið góðkvendi, og hefir mikið gott lag á að þóknast gamla fólkinu með sinni lipru viðmótsbliðu og stillingu. Sama er að segja um Mrs. Hinriksson, hún er góS fyrirmynd hér á heimili og 'leysir sína stöðu mikið vel af hendi. En svo má eg nú ekki gleyma Mr. ■Jakob Briem mínum, sem er að skemta gamla fólkinu, með sinni alþektu lipurð og skynsemi, og það kveður svo mikið að því stundum, að gamla fólkið hlær dátt a« þvi sem hann er að segja þvi, í það og það sinni. Hér er mikið góð og fullkomin regla og hreinlæti í öllu, bœði utan húss og innan. Mig skortir vit til að geta mælt með gamal- mennaheimilis-stofnuninni, og þess gerist heldur ekki nein þörf, vegna þess að Hún (stofnunin) mælir sjálf með sér og það er það bezta af öllu. Allir Gimli búar, ungir og gaml- ir, sem heimsækja gamla fólkið, sýna því blýtt og gott viðmót. Er það fagurt að sýna gam'a fólkrinu innilega og nákvæma blíðu í vi'ð- móti, eins og börnum er sýnd, því tvisvar verður gamall maður barn, segir gamla máltækið. Tvær vikur byrjar Mánudag 22. Nóv. Matinee daglega Heimsins 8. undur eftir D. W. Griffith THE BiRTH OF A NATION 5000 sýningar Ko&taði 500,000 18.000 manns 3000 hestar Heimsins mesta listaverk sem menn muna Borfcir bygðar og brenaar. Stærsta atlag- an í “Civil War'' sýnd. 30 Symphony Orchestra spilarar Póstpantanir nú pegar Kveldin $1.30 til 25c Mat. $1.00 til 25c Salan byrjar Föstud, 19. Nóv. Mikrið gleður það mig að sjá hvað bærinn hér á Gimli lítur þriflega út og er vel hreinsaður, af því Iandar mínir eru hér svo margir, sem geta sýnt annara þjóða mönnum að þeir kimna að meta hvað hreinlæti hefir mikla þýðingu. Með virðingu og óskum beztu alla tima. Magnús Sigurðsson. Eitt gamalmennið á heimilinu Betel að Gimli. Vatnabygðir: FimtudlagSnn 4. nóv. voru þau iSigurjón Sigmar frá Glenboro, Man. og Lovísa Guðrún Johnston frá Wynyard, gefin saman í hjónaband af séra H. Sigmar í kirkju Immanúels- safnaðar á Wynyard. Eftir hjóna- vígsluna var skemtileg veizla á heimili stjúpföður og móður brúðarinnar Dr. og Mrs. Jacob- son. Tóku þátt í henni nokkur skyldmenni brúðhjónanna. Ungu hjónin Iögðu af stað samdægurs til Winnipeg og ætluðu að dvelja þar vikutíma, en síðan héldu þau aftur til Glenboro, þar sem heim- ili þeirra verður framvegis. ■ Miðvikudaginn 27. okt. voru þau Robert Courtney Milner frá Kindersley, Sask. og Olga Matt- hilda Frederickson frá Kandahar, Sask., gefin saman í hjónaband af séra H. Sigmar á heimili móð- ur brúðarinnar við Kandahar. Víntannsmenn óánœgðir. McGuire heitir sá er útnefndur var í British Columbia í vor sem skrifari vínbannsmanna, fyrir $3C».oo mánaðarlaun. Hann er conservative þingmaður og þykir bindindismönnum hann nú halda um of taum stjórnarinnar, og varð út af því svo mikill hiti að hann var neyddur til þess að segja af sér. Gruna bindindis- menn hann um að vera úlfur í sauðargæru að því er vínbann snertir; stjómin er, eins og kunn- ugt er eindregið á móti vínbanni, en McGuire er flokkstastur 1 meira lagri. Virðist svo sem bind- indismenn í British Columbia eigi við samskonar afl að etja nú enns og þeir hafa átt i Manitoba að- undanförnu. DODDS ^KIDNEY &,P|LLS SÁ DODD’S KIDNEY PILLS, Lækna gist, nýrnaveiki, bakveik og í lla- aðra nýrna sjúkd4ma. The Dodds Medicine Co., Lt.d Toronto, - Canada 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.