Lögberg


Lögberg - 09.12.1915, Qupperneq 3

Lögberg - 09.12.1915, Qupperneq 3
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 9. DESEMBEE 1915. S LUKKUHJOLIÐ. Eftir LOUIS TRACY. “Mín skoöun er sú aö hún hafí bara viljaö gefa Kerber alt mögulegt tækifæri. Eins lengi og Mr. Fenshawe er hugfanginn — eöa töfraöur eöa hvaö þú vilt kalla það, þá beinir hún hugsun hans í burtu frá aðálefni fararinnar. Afi þinn er afburðamaður, Miss Fenshawe. Ef hann hefði nokkra hugmynd um að við værum að fara í gönur, þá mundi hann snúa við á augabragði.*’ “Sámt sem áður er eg viss um að mín skoðun er rótt,” svaraði hún. Hestur Roysons fældist lítið eitt. Svolítill brún- leitur höggormur vafðist upp i hnykil i sólvermdum sandinum, og skreið inn í klettaskoru rétt framund- an. Þéss konar viðburðir voru tíðari en svo í eyði- mörkinni að þeim væri veitt nokkur veruleg eftir- tekt. Dick klappaði hestinum á makkann og stöðv- aði hann bráðlega. “Þegar Mrs. Haxton fann ekki fjársjóð þann er hún bjóst við og hana hafði dreymt um, gæti eg vel trúað því að hún væri viljug að giftast miljónaeig- anda,” sagði hann. “Samt sem áður eru hindranir á veginum. Þessi höggormur minnir mig á eina þeirra. Heldurðu ekki að Kerber andmælti því?” “Nei”, svaraði Irene. Þau héldu áfram þegjandi stundarkorn. Irene bætti engu við þetta síðasta einsatkvæðis orð. Dick fanst eins og einhverjum heljartökum væri gripið um sig i hjartastað. “Þar sem þú hefir sýnt mér það traust að trúa mér fyrir þessu öllu” sagði hann, “viltu þá ekki líka segja mér hversvegna þú talar þannig um barón Kerber ?” “Það er ekki rétt að heimta altaf sannanir af kvenfólki, Mr. Royson,” svaraði Irene. “Og ekki jafnvel þegar um alvörumál lífsins er að ræða?” sagði hann. “Kannske við séum annars að komast út frá efn- inu,” svaraði hún. “Eg vildi bara að eg gæti sann- fært afa minn um það að hann er afvegaleiddur og að það er gert af ásettu ráði, þá gæti alt farið eins( og eg óska. Getur þú ekki hjálpað, Mr. Royson?” Svo leit hún á hann, og freistingin, sem oft hafði gripið, hann upp á síðkastið, náði valdi á honmn með svo miklu afli að það var nálega ómót- stæðilegt. Hann leit ekki undan þegar hún starði beint í augu hans. Þó vegur heiðarleikans væri mjór og brattur, þá varð hann að gæta sín til hins siðasta: “Ef eg segi afa þínum það litla sem eg veit um þetta fólk, þá rýf eg loforð mín og eiða,” sagði hann liranalega. “Það er eina svarið, sem eg get gefið þér, Miss Fenshawe. Eg mætti þó bæta þvi við að jafnvel það ófyrirgefanlega brot, frá minni hálfu, yrði alveg árangurslaust. Þú ættir að geta sett þig í mín spor.” “Hvers vegna?” svaraði hún kuldalega. “Af því að þær kvalir eru meira en í meðallagi þungbærar, sem eg verð að þola i baráttunni á milli skyldunnar og—og—og tilhneyginganna.” “Þama er pálmaviðar lautin okkar” sagði lmn, og benti á nokkrar hríslur, sem bar við himininn yfir bakkann á svolitlu sandgili eða landbroti, sem lá í gegn um hásléttuna, er þau riðu eftir: “Það er ekki sem ósléttast hérna; eigum við að reyna að fara dá- lítið greitt?” An þess að biða eftir svari sló hún léttilega með .hælunum í síðurnar á hestinum og hleypti á sprett. Royson hlýddi tillögu hennar með því að fylgja henni eftir. Þrátt fyrir það þótt sólarhitinn værí svo mikill að hendumar á þeim hefðu brunnið ef þau hefðu ekki haft vetlinga, þá var hinn hreini loftstraumur, er myndaðist þegar hestarnir þutu áfram með þau, óendanlega frískandi og fjörgandi. Þau voru á ferð yfir glatað land, en þrátt fyrir það voru hinar villimannlegu rústir þess fagrar og töfr- andi. Þessi slétti vegspotti eða sandur var himnesk sending, svo frískandi var spretturinn. Þáð var sandur með hnöllungssteinúm til og frá. Héir og þar voru þó jarðfastir klettar eða klappir, sem stóðu upp úr sandbreiðunni, harðar og þrjóskulegar. Eyðimörkin varð miklu vinlegri á svip og yfir- bragð fyrir nokkra hauga eða hóla, sem þar voru til og frá á stangli. í þeim var nokkuð samheldur leir með tágum í og trjárótum. Það var því auðséð að einhvem tíma hafði verið skógur á þessum eyðimörk- ufn. 1 huga sér mátti hér sjá eina stóra gröf dáins lífs og gróðurs. Fyrir mörgum öldum höfðu vatns- straumar vökvað þetta land og sáust uppþomaðir vatnafarvegir hér og þar. Til og frá voru einnig smávíðir með þyrnum, er stóðu út i allar áttir eins og stinghnífar, en einhverja næringu hlaut þessi litli gróður að hafa, einhverjar uppsprettur og lífslindir hlutu að leynast þar, þrátt fyrir útlitið, sem ekkert þess háttar sýndi. Þáð var auðséð á úlfaldaslóðinni sem þau riðu eftir að þar var algeng umferð. Þó ekki hefðu nein- ar ákveðnar lestir farið þar um síðustu árin, þar sem nýir verzlunarstaðir höfðu kornið upp annarstaðar og vegirnir því breyzt. Brátt lá úlfaldaslóðin niður að landsbrotsbakkanum. Runnarnir urðu smámsam- an þéttari og gróðurlegri, og beltið miklu breiðara. Hinumegin við sandrönd með hellusteinum var seig og hörð grasrót. í miðju grasbeltinu stóðu sjö fíkjutré og allmargir gróðurlitlir mnnar, með þym- um, senf voru um tveggja þumlunga langir og afar- hvassir. Samt voru þyrnarnir svo að segja aðal- gróðurinn í þessum svo kallaða frjóbletti, því hitt var alt étið upp af úlföldum. Tjaldstaðurinn virtist vera auður. Royson sá för eftir fjölda smádýra, sem hlutu að hafa stokkið burt og falið sig í hæðum þar rétt hjá, þegar þau Irene komu. I gegn um fjallaskörð sást Tiér og þar á hinar hrjóstrugu hæðir Abyssiniu. Það var tæpast hægt að trúa því að smádýr gætu fundiö nokkuð til þess að nærast á í þessari sendnu eyðimörk. Royson horfði þangað sem fólkið kom og var það stór hópur; félagar þeirra af skipinu voru 8, svo voru þar 50 Arabar með 100 úlfalda og 8 hesta, þurfti mann með hverjum hesti og var höfðingi frá Pajura foringi fararinnar og ýmsir aðrir höfðu slegist í förina og þjónuðu honum. Talsverður rvkmökkur þyrlaðist upp i loftið, þar sem þyrpingin fór. Var hægt að sjá lestina eða jó- revkinn í 20 mílna fjarlægð. Irene horfði þegjandi á þá stundarkorn, en Royson vissi hvernig tjöldum mundi verða háttað og batt hann því hestana þann- ig að ekki kæmu þeir í bága við hina, þegar þeir væru komnir. Svo kveikti hann í vindlingi og reykti. “Hversu langt í burtu er lestin?” spurði hún. “Hér um bil tvær mílur,” sagði hann. “Það sýn- ist ekki vera nema nokkrir faðmar.” Hann svo að segja las hugsanir hennar, því það var hægt að þekkja Mrs. Haxton í dökkri ryktreyju; var hún á ágætum úlfalda og fór á undan aðalhópnum. Við hlið hennar riðu þeir arabiskum hestum Mr. Fens- hawe og Kerber; hafði Kerber rétt nýlega riðið áfram, en til skamms tíma verið aftarlega í lestinni. “Maður hlýtur þá að fá skarpari sjón, þegar maður er í þessu undarlega landi,” sagði Irene. Royson gerði það af ásettu ráði að látast ekki skilja eða taka eftir því, sem á bak við þessi orð lá. Eg býst við því” svaraði hann. “Þegar alt kem- ur til alls,j þá eru sjór og eyðimörk býsna lík hvort öðru, og það er alveg víst að sjóferð skerpir sjónina. Samt sem áður sé eg það þegar þú minnist á það að lot'tið er óvenjulega heiðskírt í dag.” “Ert þú veðurspámaður, Mr. Royson, er það ekki fyrirboði storms?” “Eg spurði Abdur Kad’r foringja að því einmitt i morgun. Hann sagði mér að eyðimerkurstormamir kæmu ekki á þessum tíma árs, og eftir öllu útliti, að dæma þá hefir víst ekki rignt hér í síðastliðin 300 ár.” “Hamingjan góða! þrjú—hund—ruð—ár!” “Já, hversu illa sem þér kann að falla það, þá er mér lífsómögulegt að gera það skemmra.” “Þú mátlt þá skila kveðju minni til Abdur Kad’r foringja og segja honum að eg spái annaðhvort þrumuveðri eða einhverjum miklum veðurbreytingum í kvöld. Eg játa það að Mrs. Haxton brosir mjög áhrifaríkt, en það þarf meira en lítil brosáhrif til þess að þau nái—já—hvað langt sagðirðu að það væri?—tvær mílur?” * Það leyndi sér ekki að Mrs. Haxton; hallaðist að Mr. Fenshawe og hefir Irene víst ímyndað sér að bros mflndi fylgja. En þau höfðu þegjandi komið sér saman um að gleyma sínu fyrra umræðuefni. Þau töluðu nú saman um alla heima og geima eins og þau höfðu gert með meira frjálsræði, altaf síðan þau yfirgáfu skipið. Fyrir fimm vikum hafði Aphrodite kastað akkerum við Pajura eftir ferðina frá Aden, þar sem Mr. Fenshawe hafði sent sím- skeyti og fengið ýmislegt sem til eyðimerkurferðar- innar þurfti. Þegar þessi stóri hópur kom, varð ekki lítið um aðt vera á frakknesku höfninni. Þar höfðu aldrei áður sést svona mörg hvít andlit; og þegar foringinn hafði náð sér eftir það hvað hissa hann varð, lét hann Mr. Fenshawe vita að ekki væri sem öruggast að fara upp á land. En gamli maðurinn hafði heyrt hættusögur Araba fyr en nú, og ekki lagt mikinn trúnað á. Hann hafði heyrt þær reglulega síðast- ' liðin 30 ár, og hann var ákafur með það að láta krók koma á móti bragði, þegar hann átti við afbrýðis- sama keppinsauta, sem reyndu að velta steynum í götu hans. Frakknesku foringjunum í Pajura þótti hann fremur djarfur og ógætinn að fara með stúlku með sér i þessa för. Samt urðu þeir að játa það að eyði- merkurferðir voru heilnæmar og skemtilegar, ef öll þægindi voru höfð með sér, og þar hafði hinn frægi Sudan ferðamaður vitið með sér. Aður en lestin fór af stað, komu fréttir frá Adeni þess efnis að Cigno hefði verið losaður af öðru skipi. Þjetta varð til þess að gera landferðina enn þá þýð- ingarmeiri, þar sem Eryttres ströndin var þeim varin með öllu. Frönsku embættismennirnir aftur á móti, veittu þeim alla þá aðstoð er þeir gátu. Og nú var það, eftir stöðuga mánaðar ferð, að lestin var rétt komin að ítalskri nýlendu. Vegurinn lá jafnhliða sjónum, en nálega 100 mílur frá honum. Enn sem komið var höfðu engin óhöpp eða erfiðleikar borið aö höndum. Allir sem þeir mættu, sýndu sérlega vináttu. Veðrið var auðvitað steikjandi heitt á daginn, en iskalt á nóttinni; en það var þó vel þolandi; meira' aö segja fyrir hverja manneskju með góðri heilsu var það bara frískandi. Þeir ferðamenn, sem ékki voru eins vel búnir að öllu leyti, hefðu kannske orðiö fyrir talsverðum óþægindum af völdum höggorma og skorpiona, sem virðast kunna vel við sig í sandmum, en þetta vel útbúna ferðafólk svaf í hengirúmum í tjöldum sínum og þjónarnir losuðu hvern einasta stein og sléíttuðu alt þar sem sezt var niður til borðs og alt var þakkiö dúkum. Sánit sem áður var þaö eins og Irene hafði getið til að í þessari indælu eyðimerkurför var krabbi, sem sig inn í alla verulega nautn og var vís til að éta ánægju og eyðileggja hana. Annaðhvort hafði Kerber sikjátlast í áætlunum sínum eða bókfellið var gert af brjáluðum manni. Lestin var þegar komin tvo áfanga frá hjá þeim stað, sem allir kunnugir höfðu sagt að hún ætti að vera, eftir því sem Grikkkr höfðu ákveðið, þegar þeir feldu Rómverja. Það var ekki auðveldara fyrir vesalings Austurríkismanninn að finna Fimmhæðir, sem nefndar voru í bókfellinu sem einkennisstaður fyrir þá, sem að fjársjóðum leituðu, en það hefði verið fyrir ókunnugan mann i ókunnugum skógi aö finna einhver ákveðin fimm tré. Það er að segja, liann gat orðið fyrir þeirri hunda hepni að hitta þau rétt; af tilviljun, en hann gat með engu móti fundið þau eftir nokkrum skynsamlegum reglum. Eftir því sem Irene komst að orði voru hæðimar ekki fimm heldur fimm þúsund. Eldraun Kerbers var sú að finna þessar ákveðnu fimm. Þegar lestin kom í áfangastað, varð mönnum það fyrir að bölva hinu eyðimerkurlega útliti. Úlfaldarn- ir rýttu og ýlfruðu til þess að losna við byrðamar; hestarnir hneggjuðu og reyndu að komast í burtu á grasblettina. Mennirnir hálf-rifust yfir því að verða að hafa fyrir ]>ví að tjalda, eins og það hefði þó ekki altaf verið sjálfsagt. í gegn um fylkingamar óð Abdur Kad’r, grannvaxinn og hermannlegur Arabi, og skipaði öllum sínum mönnum til starfs, án nokk- urs manngreinarálits; ávarpaði hann þá aðeins mis- munandi eftir þjóðerni þeirra: “Því farið það ekki strax að vinrla, letingjamir ogj draugarnir?” sagði hann. “Eigum við að bíða með það að tjalda þangað til komiö er níðamyrkur?” Hann snéri sér aðallega að svertingja, sem var að berjast við að leysa hnút af kaðli. Hann heyrði eitt- hvað á bak við sig, og skildi á hljóðinu að Arabi sem vildi láta til sín taka liafði mist kassa. “Flónið þitt!” kallaði hann. “Hvem sjálfan hef- irðu nú gert? Og um leið' og hann sagði þetta, leit hann heljarauga á þann, er hann talaði til. “Hann féll; þannig skal svipa mín falla, Sidi Hassan, ef þú gætir ekki betur að en þetta!” Hann snéri sér nú að nokkrum Aröbum og sagði: “Ræfl- arnir ykkar! og ráðleysingjarnir! fyrir hvað ætli ykk- ur sé borgað? Sjáið þið ekkert sem þið getið gert, hundamir ykkar? Bölvaðar séu grafir feðra ykkar!” Stump, sem var orðinn ákaflega sólbrendur í and- liti, hlustaði með athygli á orðbragð foringjans. Hann kunni ekki Arabiska tungn, en hann dáðist að því hversu málliðugur Abdur Kad’r var: “Hann er svei mér góður ræðumaður! Eg vildi bara að eg vissi hvað hann væri að segja; eg er viss um að eg hefði gaman af því.” Eftir ótrúlega stuttan tíma var tjöldum komið fyrir; eldur var kveiktur í skrælnuðum kvistum, sem ferðafólkið liafði safnað saman á leiðinni, matur var soðinn og síðan snætt. Að því búnu sátu allir í ró og næði til sólarlags; þá sungu Arabarnir og Svertingj arnir,, ef ekki var farinn einn áfanginn að kveldinu. Stundum léku þeir sér að vopnaviðskiftum, evo eðli- legum að ekki var hægt annað að sjá, en þeir væm virkileikur. Sjómennirnir af skútunni horfðu á leikinn eða sungu aðra söngva á sínu eigin máli. í þetta skifti var öllum þessum reglum fylgt, eins og vant var. Abdur Kah’r var ef til vill dálítið fyr- irferðar meiri og háværari en venjulega, þegar það fanst út að brunnurinn hafði fylst upp, af því hann hafði ekki verið notaður svo lengi, og urðu menn að eyða talsveröum tíma og mikilli fyrirhöfn, áður en honum yrði komiö í lag aftur og gott vatn fengist. Hann ónáðaði samt ekki hans hátign með neinni óþarfa nákvæmni í frásögum sínum um brunninn. Þáð var annað sem meiri athygli krafðist, en lof sé Allah fyrir það að ekki lá á að ræða um það fyr en síðar, þegar minna var um að hugsa. Því Frakkan- um lá ekkert á. í kring um kl. 4 sat Irene í tjaldi sinu og var að skrifa eitthvað í ferðabók sína. Hún var þyrst og bað þjón að koma með flösku af gosdrykkjum. Fáeinitm augnablikum siðar heyrði hún að eitthvað datt, eitthvað brotnaði; og að bölvað var hátt á Arabisku. Þjónninn hafði dottið um einn af stein- unum, sein tjaldstrengirnir voru bundnir við. Hún leit upp og brosti. Hún var að hugsa um það hvort hann mundi skilja hana ef hún segði á Frönsku að hún vonaði að hann hefði ekki meitt sig. Glasið var brotið, en flaskan heil, þvi Arabinn hafði náð haldi á henni um leið og hann datt. “Það er ekkert,” sagði hún hughreystandi. Hún sá að Arabinn hafði staðið upp á hnén og horfði til himins með angistar- og skelfingarsvip. Á sama tíma kom nokkuð skrítið fyrir í tjöldunym. í gegn um dymar á þeim sá hún Evrópumenn og Araba, sem allir horfðu i sömu átt — allir norður. Bretar og Arabar virtust steinhissa, þeir bentu og gerðu alls konar merki, en að öðru leyti voru þeir rólegir. En Svertingjarnir létu eins og brjálaðir menn. Flestir féllu þeir fram; sumir fleygðu sér al- veg flötum á jörðina og höfðu svip dauðadæmdra manna. Stúlkan var alein, og varö hún eðlilega hrædd. Royson var ekki langt í burtu, og var hann eins og steini lostinn líkt og hinir, af túnhverju, sem Irene vissi ekki hvað var. Má vera að hugsanir hans hafi ekki verið fjarlægar henni, þvi hann snéri sér við og leit á rana: “Komdu fljótt, Miss Fenshawe!” kallaöi hann. “Sjáðu þessar undraverðu hillingar!” Var það þetta, sem þeir voru svona hræddir við? — hillingar — hvers vegna létu þeir svona, ef það var ekkert annað en hillingar sem þeir sáu? Hún var orðin svo vön ýmsu kátbroslegu og jafnframt alvar- legu á eVðimerkurferðinni að hún gat ómögulega skilið þennan gauragang í tjaldinu: “Hvað gengur á hjá ykkur þama?” kallaði hún snarplega og yrti á þjóninn, sem var logandi hrædd- ur. “Farðu og náðu öðru glasi, og gættu þess að detta ekki aftur.” Hvort sem hann heyrði til hennar eða ekki þá var það víst að hann lét sem hann heyrði ekki. Hann horfði stöðugt beint upp í loftið með galopnum aug- um. Irene sá að eitthvað hlaut að vera alvarlegt á ferðinni, hún flýtti sér því til Roysons. “Hver ósköpin ganga —” Alt í einu sá hún) hvað um var að vera, og iéll henni þá allur ketill í eld. Hún horfðist nú i augu við þær ógnir, sem þeir jafnvel sjá ekki oft„ er allri æfi sinni eyða á eyðimörkum. Þunn hula eða móða huldi útsýnið og hafði hún komið eftir hina miklu heiðskíru um morguninn. Langt í norður sýndist þessi móða svo þykk að hún var næstum ems og dimm þoka, það var líkast þeirri þoku sem oft liggur yfir sjónum á björtum logndegi að sumarlagi. Kopar- blærinn var að hverfa af himninum og var hann að verða blár aftur og á þokubakkanum voru alls konar litskrúð og myndir. Þar sáust hermannatjöld, stórar lestir af hestum og úlföldum, heljarmiklir hópar af Aröbum og Svertingjum og um 50 ítalskir hermenn; alt sýndist stórt eins og rísar, en sást svo glögt að fótaburður dýranna, hermerki riddaranna og litbreyt- ingar á fötum Arabanna sáust glögt. Það sást einnig að verið var að vinna. Moldar- hrúgur sýndu það að þeir höfðu grafið allmikið. Á meðan þeir sem hjá brunninum stóðu horfðu á alt [>etta með undrun og ótta og sýndist svo sem þaö væru virkilegar myndir úr lifanda lífi, þreyttust þess- ar loftverur gjörsamlega. Ein hermanna deildin stefndi beint á tjöldin, en önnur kom upp í staðinn, þar sem hún var áður. Ef það hefði ekki verið sakir hinnar óumræðilegu stærðar á mönnum og skepnum og einnig vegna þess hve alt var dauða þögult, þá hefði verið erfitt að trúa því að þetta væri ekki virki- leiki. Allir fyltust undrun og skelfingu; það var eins og yfir menn kæmi einhver óskiljanlegur lotningar- ótti, sem engin orð geta lýst. Jafnvel litir á öllu sem íyrir augun bar, hvort sem það voru menn, eða hlutir, voru aðdáanlega eðlilegir. Enginn listamaður gæti nokkru sinni vænst þess að gera neitt til jafns við þetta. Það var alt úr loftgufu, loftið blátt á bak við og náttúran sjálf lagði til litina. Og þessi loftsýn málaði svo mikla hæversku í framgangi og látbragði myndanna að furðu gegndi. Tveir af ferðamönnunum vissu nákvæmlega hvað þetta þýddi; það voru þau Mrs. Haxton og Kerber; MAMKT HŒ Við sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland Nauðsynlegur um Jólin er en hinir gerðu sér nokkum veginn ljósa hugmynd um það. Það vaf úti um ferðina. Hin langa sjóferð; eyði- merðurförin, allur kostnaðurinn, erfiðleikarnir og hönmungamar sem búið var að fara í gegn um og samfara voru svona ferð; allar vonir og allur ótti og skelfing, allar áætlanir og útreikningar — alt þetta var til einskis; alt komið út í veður og vind á einu augnabliki. Þvi Alfiere draumamaðurinn, Alfiere heimskinginn hafði að líkindum verið svo heppinn að finna auðæfi í Sheba. ppg Alveg eins og kalkúninn er það I merkur og pott flöskum Fæst í smásölubúðum eða þar sem það er búið til E. L DREWRY, Ltd. Winnipeg XIV. KAPITULI. frar sem úlfaldarrtir eru nytsamir. Arabinn heldur að allir hvítir menn séu Frakkar. Þegar Evrópumenn ruddust inn í land þeinra í fyrstu herferðinni, var þeim gefið það nafn. Og þeir breyta ekki skoðun sinni né siðum þar eystra á hverri öld, eins og okkun er hætt við í vesturlöndum. En Arabinn hefir lært að gera greinarmun á viss- um tegundum Frakka. Og Abdur Kad’r nöldraði illilega þegar hann mintist á ítölsku tegundina eða flokkinn, á meðan hann horfði á loftsýnina og sá hana hverfa. Enda þótt enginn hefði sagt honum takmark eða áætlun ferðamannanna, þá fanst honum það á sér að nærvera ítalskra hermanna á næsta áfanga, mundi hindra förina. Það að hópurinn kæmi frá Frakk- neskri nýlendu, tók engu tali. Það var nóg at ernfi- leikum, þótt ekki væri bætt við þá; erfiðleikar sem varð að ræða um áður en kveldið væri úti; en þessir erfiðleikar höfðu engum komið til hugar. Foringinn hafði tekið eftir þvi hvernig Fenshawe bar sig til, þegar hann skipaði Kerber að skýra þessi fyrirbrigði. Breytingin i málrómi hans hátignar varð ekki mis- skilin. Abdur Kad’n, sem var rétttrúaður maður og fæddur í eyðimörkinni sagði við trúarbræður sína að Allah væri Allah og Múhameð væri án efa spámaðurinn en af öllum þeim flokkum sem svívirðilegastir vænu til á vorri jörð, væru Italir langfremstir. Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Saak. Jón ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Stefán Jónson, Wynyard, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Saak. Olg. Friðriksson, Glenboro. Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. 01. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Bumt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts. Sigurðui Jónsson, Bantry, N.D. Ættjarðarvinir Vcrndið heiUuna cg komnt hjá reikningum frá Iœknum og sjúkrv- húsum með því að eiga flösku fulla ■—af— RODERICK DHU Pantið tafarlaust. THE CITY LIQUOR STORE, 306-310 Notre Dame Ave. Garry 2286. Ðúðinni lokað kl. Sálmabókin. Hin nýja sálmabók kirkjufé- Svo svalaði hann reiði sinni á Arabanum sem var er nú til sölu hjá föurði svo hjátnúarfullur að halda því fram að þessi loft- fólagsins herra Jóni J. Vopoa. sýn væri eflaust stríðsfyrirboði. Hann var að J Utanáskrift Box 3144 Winnipeg prédika yfir honum i sem mestum ákafa, þegar herra ^an- Afgreiðsla á skrifstofu hans kallaði á hann hvatskeytlega. L^bergs. “Hversu langt er að næsta áfanga?” spurði hann, j „ B°lún er sérstaklega vönduð að með hræðslukeim í röddinni. Abdur Kad’r var glöggur mannþekkjari og hann vissi að hann varð að vera nákvæmur í svörum sínum: “Sextíu kílómetnar, yðar hátign ” svaraði hann. “Hvað segirðu! nærri þvi 40 enskar milur?” “Það getur vel verið, yðar hátign; eftir okkar reikningi eru það 20 “kos” og einn kos eru þrir kílómetrar.” “En þessir Italir — í loftsýninni — þeir hljóta að vera nærri vatni ?” “Það er ekkert vatn nær en Suleiman lindin, yðar hátign.” öllum frágangi. Kostar $1.50, $2.25, $2.75, eftir gseðum bands- ins; allar í leðurbandi. — Þessi sálmabók inniheldur alla Passiusátma Hallgríms Pétursson- ar og einnig nið viðtekna messu- form kirkjufélagsins og nmrgt fleira, sem ekki hefir verið prest- a« iðnr i neinna idlenzkri sihna- MK Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDl AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.