Lögberg


Lögberg - 16.03.1916, Qupperneq 2

Lögberg - 16.03.1916, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MARZ 1916 Nýtt landnám. Eftir Jón Dúason. Vi5 höfum sigraö og bygt heim- inn ósjálfrátt, segja Englendingar. I þessu er mikiö satt. Hvorki Rússum, sem dreifst höföu ut um Nor6ur-Asiu, né Englendingum, sem tekiö höföu lönd í Noröur- Ameríku, Ástraliu og Suöur- Afriku, var nándar nærri ljóst, hva6 hér var aö gerast. Þaö var fjarri því, aö menn sæju aö verið væri aö leggja bönd á ógna-auðs- uppsprettur handa afkomendum þeirra, er þi liföu, að veriö væri að leggja grundvöll undir nýja gu'.löld þjóöarinnar og aö þetta væru landvinningar stórkostlegri og æðra eðlis en menn haföi dreymt um áður. Þegar þjoðræknir menn sáu ungt og efnilegt fólk flytja úr Ian:!i í þúsunda: tali, fanst þeim þetta vera óbætanlegt andlegt og efnalegt tjón, sem þyrfti aö gera enda á sem fyrst. Á þessa sveif munu flestir hall- ast, þegar fólkið flytur í land þar sem þaö fær ekki haldiö þjóöerni sinu nema um stundar sakir, og loku er skotiö fyrir þaö, aö sam- hygö og samvinna geti haldist viö miili þjóðbrotanna. Skorti heima- tandiö þar á ofan fólk, er slíkur út- f'.utningur niöurdrep fyrir þjóöina, t. d. útflutningur íslendinga til Canada. , , , Flytji fólkið þar á móti ut t o- bygt land eöa strjálbygt, þar sem hægt er aö flæma fæðingjana burtu, og þar sem nýlenduftienn geta hald- iö þjóöerni sínu og halda þannig áfram að vera í sömu þjóðarheild og þjóöfé'.agsheild og áður, er ein- ungis að ræða uin aukning ætt- landsins og útbreiöslu þjóöarinnar. t>aö er um að ræöa, að hver snauö- ur maður í gamla landinu geti orö- iö rikur, ef hann vill hafa fyrir þvi aö flytja sig í nýja landiö og sla e gn sinni á ónumda jörð. Sé þett- býliö orðiö mikið og öreigalýður margmennur, er útflutningur til ó- num:lra landa hin bezta hjálp til aö verja þjóöina örbyrgð og úr- kynjun. í nyja landinu geta inn- flytjendurnir byrjað nýtt lif; þar býða þeirra nýjar auðsuppsprettur náttúrunnar, ný viöfangsefni, viö- átta, ábyrgð og sjálfstæöi. Út- flutningurinn rymkar um þa, sæm heima sitja og gerir þeim greiðara. Frá sjónarmiði þjóðar, sem hefir enn mikiö landrými, horfir máliö nokkuö öðru vísi við. Það er ekki neyð liöandi stundar, sem knýr hana til aö afla sér nýrra landa handa innflytjendum. Þaö er ó- eölilegur útflutningur til annara þjóöa nýlenda eða framsýn sem helzt gætu hvatt til þess. Búast má viö því, að einhvern tíma komi þrengslin og þéttbýlið og þá er gott aö eiga nýlendur, aö hafa trygt sér nóg lönd, og þau lönd, sem bezt liggja við. Hugsast gæti, að löndin yrðu unnin á meðan af öðrum þjóöum og öllum sundum lokað. Auðsuppsprettur Iandsins virð- ast setja takmörk fyrir því, hve miklum vexti þjóöin geti náð. Þegar þjóöin hættir af sjálfu sór að vaxa, breytist samsetning henn- ar eftir aldri. Unga fólkið verður fáment í hlutfalli viö gamalmeun- in. En æskan færir þjóðinni stöð- uga endurfæðingu, andlega og efnalega, og ryður nýjar brautir í hverju sem er. Slíkrar endurfæð- ingar er aö eins að vænta af unga fólkinu, af æskulýðnum. Gamla fólkið hefir bundiö sig og tengt velferð sína og eignir við ákveðin lífsstörf eða stefnur, og getur ekki við öðru snúist. Þar sem æskan er fámenn, er ekki fólk til að stofna neitt nýtt. Menn taka þar við störfum þeirra, sem deyja, og halda þeim áfram. Það er ekki nauðsyn og ekki heldur kraftar til að gera meira. Sem dæmi uj>j> á lönd þar sem inargt er tingra manna má riefna Norður-Ameríku (rnikill inn- flutningur) og I>ýzkaland (marg- ar fæöingar). í Jiessum löndum lyfta menn hverju Grettistakinu á fætur öðru, og þar eru meiri fram- farir og framtakssemi en heimur- inn hefir áður séð. Gagnstætt er aö segja um Frakkland. Þar er ta!a {æirra, sern eru yngri en 15 ára, að eins 2f>% af öllu fólkinu (k Þýzkalandi 35%). Samfara þessu er kyrstaða i öllu atvinnulífi Frakka. Það stafar ekki af því, að franskur æskulýður sé svo miklu ómentaðri og dáðminni en gerist með Þjóðverjum, en hann er of fár til þess aö setja mark sitt á þjóðl.fið. Ef þjóölífið á ekki að kyrkjast, annað hvort af þvi að fólkið verð- ur of margt til þess að geta veitt sér sæmilegt lífsuppeldi í landinu, eða af því aö fæðingum fækkar svo að fólkstalan stendur í stað, verður það aö hafa einhverja framrás. Við getum hugsað okkur, að þjóðinni blæði inn í aörar þjóðir, sem stðar kunna að verða keppinautar og andskotar þeirrar þjóöar, sem blóö- tökuna veröur að þola, ef til vill hneppa hana í ánauð eða afmá hana með öllu. Við getum einnig hugsað okkur, að fólkið flytji í eigin nýlendur og verði þar að nýj- um greinum á þjóðarmeiðinum. Það eitt, að þjóðin sé stór og vold- ug, er ekki lítils virði. Mátturinn, valdið, hefir að sínu leyti sama gildi fyrir þjóðina og einstaka menn, en þó í rauninni miklu melra, af því að milli þjóöanna gilda engin lög, heldur gamlar venjur og ófullkomn- ar samþyktir, sem enginn er til að sjá um að séu haldnar, og allar þjóöir rjúfa þegar þær sjá sér hagsbót í því. Að jafnaði lifa þjóö- imar í friöi, en ef til ófriðar kem- ur, eru smáþjóðirnar eins og mýs í kattarklóm stórveldanna. Á frið- ar tímum er hörð samkepni, lifs- barátta, milli þjóðanna, og einnig á því svæði eru stórþjóðirnar aö ýmsu ieyti betur settar. Sérstak- lega er þaö í þeim atvinnurekstri, sem hlýtir lögmálinu um “vaxandi arð". Með smáþjóð geta t. d. ver- ið góð skilyrði fyrir hendi til aö reka iðnað, en markaðurinn fyrir framleiösluna getur veriö svo litill, að reksturinn beri sig ekki, af því önnur lönd loka fyrir innflutning með tollmúrum, og af því útlendar verksmiðjur geta framleitt í stór- um stíl og selt ódýrt. Á alþjóða fundum, þar sem settar eru al- þjóðlegar reglur um hitt og þetta, t. d. siglingar, stendur valdið á bak við allar gerðir, og þegar réttur smáþjóöanna er borínn fyrir borð, er þeim lítil huggun i því að njóta sömu kurteisisávarpa og pappírs- réttinda ög aðrar. I nýlendusam- kepninni hafa smáþjóðunum veriö bannaðar allar bjargir. Nýlendur eru eðlilega víkkun þjóðféalgsins og stækkun ættlands- ins. Englendingar á Bretlandseyj- um og Englendingar í hinu viða heimsveldi skoða sig sem eina þjóð. Þetta hefir ekki aö eins komiö kröftuglega í ljós í tvö síðustu skifti, sem ríkið hefir ver!ð í vanda statt, í Búaófriðnum og nú, en al- veldishreyfingin er langsterkust í nýlendunum. Einn ávöxtur þess- arar þjóðerniskendar er þaö, að Englendingum hafa ver.ð veitt verzlunarforréttindi, svo þeir greiða lægri toll en aðrir. I Can- ada var þessu komiö á fyrir alda- mótin, en í Ásttalíu eftir þau. Bönd þau, sem tengja þjóð saman, eru sterk. Fjarlægðin eykur ?ettjarð- arástina og fegrar landið og endur- minningarnar þaðan fyrir* hug- skotssjónum þeirra, sem fluttir eru burtu, og þegar nýlendurnar eru orðnar stórar, hvílir blæja ástar og heilagleika yfir gamla landinu, bernskustöövum þjóðbálksins. Slái minn eign sinni á þéttbýl lönd, Iiorfir málið qðru vísi við. Af þéttbýlinu má draga þá ályktun, að þjóðin hafi náð talsverðri menn- ingu og lifskrafti, gvo heuni verði ekki útrýmt. í slíku landi er ekki heldur að jafnaði mikið rúm fyrir innflytjendur. Slíkar nýlendur geta verið miklar féþúfur þegar frá byrjun, bæði beinlínis og óbein- línis, en hættan, sem fylgir þeim, vofir þó stöðugt yfir. Fæðlngj- amir mannast smátt og smátt, þjóðernistilfinningin, sársauki nið- urlægingarinnar og hatur til kúg- arans gerir alt vart við sig og magnast. Það kemur að því fyr eða síðar, að fæðingjarnir krefjast réttar síns til að verða sjálfstæð þjóð og sjálfri sér ráðandi. Skiln- aðurinn fær fyr eða seinna að garði. Það var fyrst kringum 1880, að hin svokallaða nýlendustefna hófst. Upphaf hennar var það, að Frakk- ar lögðu undir sig Túnis. Hvötin til Jæssara aðgerða var sú heil- brigða hugsun Ferry’s, sem þá var við stýrið á Frakklandi, að Frakk- ar skyldu bæta sér upp með land- vinningum í öðrum heimsálfum það, sem það hafði mist í Evrópu 1870. En að Jæssi nýlendustefna varð svo kröftug og almenn stafar af því, aS hún var eðlileg afleiðing af þróuninni á næstu áratugum á undan. Fyrir og eftir miðja 19. öld var gerbreyting á samgöngufærun- um. Gufuskip komu i stað segl- skipa og gufuskipagerðin tók mikl- um framförum, símar og jám- brautir voru lögð um löndin þver og endilöng. Póstgöngum var komið á. Af öllu þessu leiddi, að fjarlægðimar fengu annað gildi en áður. iÞað varð minna undir hverri mílunni komið nú. Á Jænnan hátt komust atvinnuvegir landanna í óþægilega náið sam- band hver við annan. í hverju landi höfðu atvinnuvegimir þrosk- ast á sinn hátt; i nágrannalöndun- um var hún á mismunandi þroska- stigum eða rekin við önnur skilyrði frá náttúrunnar hendi. Þetta hafði ekki verið svo tilfinnanlega baga- legt meðan fjarlægðin hindraði samkepni frá öðrum löndum. Nú voru vegalengdirnar ekki lengur til fyrirstöðu. Þær atvinnugreinar, sem Jxildu ekki samkepni frá út- löndum, voru nauðuglega staddar og lá við hmni. Til að komast hjá eignatjóni, til að hindra alment at- vinnuleysi og lækkun á kaupgjaldi, kröfðust menn vemdartolla, sem áttu að aftra samkepni frá útlönd- um og bjarga þjóðfélaginu úr þess- ari klípu. Menn hurfu frá frí- verzlunarstefnunni, sem barst hafði verið fyrir á fyrri hluta 19. aldar og hélt sigurför sína um heim inn um miðbik aldarinnar. I stað þess var tollstefnan tekin upp í flestum löndum um og eftlr 1880. \ Mest áhrif höfðu unbætur sam- göngufæranna á þá atvinnuvegi, sem hlita logmálinu um “vaxandi arð”, en það er einkum, auk sam- 1 göngutækja, verzlun og verksmiðju- , iðnaður. Landbúnaður Evrópu átti þá erfiða daga eftir 1880 vegna samkepni frá Ameríku, því jörð n var þar ódýr. Það er eðli iðnaðarins, að því meira sem er framleitt í verksmiðjum, því ódýr- ari verður varan, því minni er framleiðslukostnaður við hverja einingu af vörunni. Nú voru menn ekki bundnir við að fram- Ieiða aðeins fyrir nágrennið né sitt eigið land; nú mítti framleiða fyr- ir heimsmarkaðinn, þ. e. senda vör- urnar til annara landa, hvert sem vera skyldi. Það var því arðvæn- legt fyrir þær verksmiðjur, sem staðist gátu samkepni, að láta sér ekki nægja markaðinn heima, held- ur framleiða sem mest umfram það, sem til hans gekk, (með minni tilkostnaði) og senda framleiðsluna út úr landinu. En af því öll lönd nema England höfðu vemdartolla, var ekki svo auðvelt að koma henni inn á markað annara landa. Upp úr þessu sprettur svo ný- Iendustefnan. í nýlendunum var hægt að fá markað fyrir iðnaðar- framleiðslu landsins, og þar voru menn að mestu lausir við sam- kepni og höfðu frjálsar hendur. Frá nýlendunum mátti birgja heimalandið að nauðsynjavörum og fá þaðan ýms nauðsynleg efni og fleira. Nú komu samgöngufærin einnig að góðu haldi. Með tilst^rk þeirra var auðvelt að senda menn, vopn, verkfæri og vörur til nýlend- anna til að leggja löndin undir sig og halda uppi verzlun við þau. Árangurinn af nýlendustofnun nni hefir orðið sá, að nýlendurnar eru orðnar undirstaða undir fullkomn- ari vinnuskiftingu en áður hefir þekst og risavaxinni heimsverzlun. í nýlendunum hafa verið gerðar hafn'r, j'irnbrautir, rit- og mál- þræðir hafa verið lagðir, miklum verzlunarstöðum og víðáttumiklum p’.antekrum hefir verið komið upp. /Mikið fé frá Evrópu hefir verið lagt í Jæssi fyrirtæki og þarf ekki að geta þess, að það beri góðan arð. Þar að auki hefir nýlendustefn- an verið liður i þjóðabaráttunni. ítalia og Þýzkaland hafa sózt eft- ir nýlendum handa útflytjendum sínum. Þjóðverjar, sem fjölgar mikið, vilja koma upp stórþýzka- landi” úti í öðrum he'msálfum, líkt og alveldissinnamir brezku hugsa sér fyrir Englendinga hönd, þýzku nýlenduveldi með þýzku fólki, sem ekki kemst fyrir á Þýzkalandi. Þegar nú aðrar J>jóðir hafa aftrað því með samtökum, að Þjóðverjar fengju nýlendur, hefir þýzka þjóð- in litið á þetta sem fyrirmunum ljóss og lífs, og það hefir orðið til þess að hún hefir fylst vígmóði og hugst að verja rétt sinn með vopn- um Jægar aðalhöggið yrði látið dynja. Hernaður Þjóðverja á siðari árum hefir verið í fullu sam- ræmi við vilja alls megin J>orra fólksins og allra borgarlegra flokka. Af Jæssu verður mönnum skiljanleg gunnreifni og hreysti sú, er Þjóðverjar hafa sýnt nú i ó- friðnum. Tillögur um að Þjóð- verjar skuli leggja undir sig aðrar þjóðir í Evrópu hafa aldrei verið annað en heilaspuni einstakra valdalausra manna, en enginn Jjjóðarvilji. 1 Innflutningur fólks til þessara “seinni tíma” nýlenda hefir ekki verið mikill; sumpart af )>ví að löndin hafa verið tiltölulega þéttbýl og ekki hefir verið skortur á fólki til að vinna að þeim fyrirtækjum, sem þar hafa verið gerð. Loftslag- ið í Jæim hefir verið heitt og ekki sem hollast að sagt er. Iðnaður og verzlun við nýlendumar hefir getað veitt fólki atvinnu eftir því sem viðskifti við þær hafa aukist. Einnig hefir fæðingum fækkað í öllum löndum hin síðari árin, og að siðustu er það, að Frakkar, sem eiga mestar lendur, flytja ekki úr landi og fjölgar ekki. Mestur inn- flutningur hefir verið í nýlendur Þjóðverja, og Þjóðverjum, sem búa i nýlendunum, fjölgar mjög mikið. Nýlendur Norðurálfumanna eru nú mörgum sinnum stærri en Norð- urálfa öll. Flest þau lönd, sem líkur em til að verði gerð að ný- lendum hafa nú annaðhvort verið tekin að fullu og öllu eða eru að- eins sjálfstæð að nafninu. Heim- skautalöndin eru Jó einskis eign enn. En nú má búast við að röðin komi að Jæim. Að svo hefir ekki orð.ð fyr er ekki þvi að kenna, að þau séu einskis virði. Þessi lönd eru sérlega vel falíln til grávöru- framleiðslu, era ef til vill auðug að námum og sjórinn við strendur þeirra auðugur af fiski, hvölum og selum. Að stórveldin hafa ekki fyr snúið huga sínum að Jæssum löndum, gæti staðið í sambandi við það, að i þeim er örlitil eða eng:n bygð, svo þar hefir ekki verið að ræða um nýjan markað, sem verið hefif aðalhvöt nýlendustefnunnar. Norðurhöfin hafa líka verið tor- farin vegna iss, en framfarir tim- ans virðast einnig ætla að hjá'.pa mönnum yfir þennan örðugleika. Þegar farið verður að skifta heimskautalöndunum getum við ís- lendingar auðvitað ekki horft á það með óblandaðri ánægju. Við get- um ekki látið okkur standa á sama þverja við höfum að nágrönru.m, Setjum svo, að Englendingar tækju löndin fyrir vestan okkur og norð- an. Mundu þeir þá ekki renna girndarauga til okkar lands, sem væri sérlega vel fall n miðstöð og höfuðstöð við nýting Jæssara landa. Að minsta kosti mundi þjóðerni okkar þá eiga i vök að verjast. Að Rússar séu ekki teknir til dæmis, stafar ekki af því, að þeir séu ó- ágjarnari. Þegar nú svo er komið, að við höfum eignast skip og erum farnir að sigla milli landa, virðist ekki nema réttmætt að farið sé að hyggja á landnámsferðir og minst sé fornra daga. Morgun þjóðlífsins okkar var óvenjulega fagur. Kringum árið ] 1000 var eins og hamingjan léki við ! hvern fingur hinnar ungu þjóðar. J Hið mikla mál, kristnitakan, var ^ útkljáð á þingi á þann hátt, sem jafnan getur ver.ð stjórnmála- mönnum og þjóðþingum til fvrir- myndar. Ljós nýrrar menningar tók að breiðast yfir, en gamla þjóð- lífið stóð í fullum krafti. Af þeim atburðum, sem gerðust um þetta leyti, var fundur Ameríku eflaust merkastur. Hvers vegna? Heil heimsálfa, stórt megin'.and, var opnað fyrir okkur, land auðugt af gulli, s lfri, kolum, járni, kopar og alls konar málmum, auðugt af fossum, ám, höfnum og ágætum fiskimiðum, land auðugt af frjórri jörð, engjum, skógum, hei'.næmu lofti og vermt af suðrænni sól. Vin- land var nærri fjögur hundruð sinnum stærra en tsland, alt með jöklum og óbygðum. En mestu skifti, að það var að kalla óbygt. Nokkrar skrælingjaættkvíslir flökk- uðu þar um i'.la búnar að vopnum og klæðum, þektu ekki jám né menningu og gátu þvi ekkert sam- neyti við íslendinga átt. Því sið- ur /haggað tungu vorri eða þjóð- erni. Það fer ekki hjá því, að fyrir hugskoti hvers Islendings, sem les fund Vínlands, líði draumsjónir um framtíð þá, sem norrænir menn hefðu getað átt í þessu landi, is- lenzku frá hafi tll hafs. Hvílíkt heimkynni hefðu ekki íslenzkar bókmentir, listir, visindi og hvers konar islenzk menning fengið þar. Þar hefði líka verið verkefni fyrir bjartar hetjur. að brytja n'ður læ- vísan skrælingjann rauðskinnaðan. En hvert lá svo leiðin frá Ameriku og hvar voru norrænum mönnum takmörk sett? Hagur þinnar nor- rænu ættkvíslar væri vist annar, hefðum við borið gæfu til að nema Vínland. Missir Vínlands er upphafið að raunasögu Islendinga, sem sjaldn- ast síðan þá hafa skilið tima s’nn. Hefði norræn nýlenda verið i Vín- landi, hefði Island og Grænland verið eðillegir áfangastaðir á leið- inni milli Norður’.anda og Vinlands. ísland hefði þá ekki þurft að þola það að verða afskekt og gleymt norður i sæ. Atburðir eins og ein- okun, hungurdauði og sorg sorg- anna, morð vopnalusra íslendinga á Grænlandi, hefðu J>á aldrei getað átt sér stað. Grænland er ekki nema 40 milur í vestur frá íslandi, en þó mun ís- lendingum nú ókunnugt um þær slóðir. Andspænis Reykjavik, hinu megin við sundið er nýlendan Angmagsalik með 400 íbúa. Græn- land er 2 miljónir ferhyrnings kíló- metrar að stærð. Hið innra er alt hulið jökli, en landið er viða autt tugi mílna upp frá ströndinni. Haf- ið við strendurnar er auðugt af fiski. Á sumrin fyllast firðirnir af loðnu. Þorsksganga er það mikil og heilagfiskismið bezt i heimi og hákarlamið góð. I ám er bæði lax og silungur og hvorttveggja í rík- um mæli. Þar á móti gengur sel- og hvalveiði ti! þurðar, því dýr Jæssi era veidd mikið. Fuglabjörg eru þar mikil, eggver og æðarvarp, en tfkjumar af fuglinum fara ekki að vonum, þvi jafnvel æðarfuglinn er skot'nn miskunnarlaust. I land- inu hafa fundist kolalög á ýmsum stöðum, kopar og járn og ýms verð- mæt steinefni, en af þeim er kryo- litið frægast. Niður frá hájöklin- um steypast óteljandi ár til sjávar, svo landið hefir ótæmandi vatnsafl. Af viltum landdýrum era á Græn- landi hérar, hreindýr, moskussauð- ir, hreysikettir, bláir refir og hvita- bimir, en Skrælingjar hafa skotið öll þessi dýr til mikillar þurðar nema refinn og þau dýr, sem aðeins eru til á þeim svæðum, er Skræl- ingjar ekki byggja, en það er norð- urhluti austurstrandarinnar. Þar sem suöurhluti Grænlands er eins suðlægur og sunnanverður Noreg- ur kemst sól þar hátt á himin um sumarsólhvörf. Hitabreytingar era þar miklar og tíðar. I dölum þeim sem greinast inn frá fjörðunum, í skjó’.i þar sem ge:slamir brotna hlíð í hlíð verða oft miklir hitar á sumrum, þótt jökullinn sé ekki KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það a< vera algjörleg hreint, og þat bezta tóbak i heimi. Ljúfíengt og jndingar gott if því þáð er búiðtil úr safa- mikluenmildu tóbakslaufi. MUNNTÓBAK langt frá. Gróðurinn er því ekki lítill, Jxótt tegundirnar séu ekki margar, af því skamt er siðan isinn þiðnaði af landinu. Blrkikjarrið verður alt að 6—7 metra á hæð. Reynt hefir verið að gróðursetja barrið í kjarrinu og þrífast trén þar vel. Líklega væri hægt að koma upp stórum skógum, ef sáð væri harðgerðum viðartegundum t. d. siberísku greni, lævirkjatré o fl. Þessar tegundir vaxa langt norður í Síberiu og búa þar við verri lifskjör en þeim stæðu til boða á Grænlandi. Niðri í dölun- um og fram með ánum eru viða grösugar engjar. I Eystri Bygð [ þrífast garðávextir vel, jafnvel úti á annesjum. Náttúra Grænlands er svo rik til lands og sjávar, að þar er rúm fyrir margt fólk. Inn í dölunum standa enn bæjarrústir j og grafreitir feðra vorra. Það er I hvöt til okkar um að sleppa ekki þvi, sem e'tt sinn var íslenzk storð, að liða ekki að nokkur sá blettur, j sem verið hefir riorrænt heimili, og orðið getur aftur heimi'.i fyrir nor- j ræna menn og veitt þeim lifsupp- ' eldi, hætti að vera Norðurlönd. I Þessa ’ ber okkur sérstaklega að gæta þeim megin,- sem við erum, í vestur átt. ('Framh.). Rannsókn lokið, stórfé sparað. Nefndin sem verið hefir að rann- saka lögreglubygginguna og afl- stöðina, hefir nú loklð starfa sín- um. Skýrsla þeirra sem nefndina skipuðu ber það með sér að bygg- ingarnar kostuðu $236,506,35 m nna en þær voru gefnar fyrir. Rannsóknin og virðingin að frá- dregnum kostnaði—sem er tiltölu- lega lítill—sparar þvi fylkinu ná- Iega fjórða part úr miljón. Sumt af þessu hefir enn ekki verið borg- að og verður því blátt áfram haldið eft.r, en sumu verða þeir sem verkið höfðu látnir skila aftur. Gamli Rauður. Smásaga tir sveit eftir G uffrúnu Lárusdóttur. Degi er tekið að halla. Eg sit hjá glugganum , svefnherberginu og horfi út. Regndroparnir skella á rúðunum og golan feykir renn- votum kálblöðunum í garðinum neðan við stéttina. Kýrnar leita skjóls hjá fjárhúsunum á túninu, hænsnin hópast inn í bæjardyrnar, bömin hoppa út og inn, kát og mas- andi, rennandi í fætur, svo að bull- ar upp úr skónum. Húsfreyja starfar í eldhúsinu og slær ekki slöku við; nóg er að starfa í sveit- inni um sláttinn. Enginn er iðju- laus, nema eg. Eg set auðum höndum og hugsa um hitt og þetta; hugsa um það, sem er hendinni næst, regndropana, sem ólmast fyrir utan gluggann, sem renna og streyma viðstöðulaust, og eg fer að hugsa um feikna-muninn á þeim og blessuðum sólargeislunum, sem verma og lýsa og prýða alt. Eg veit það þó vel, að regnið er nauð- synlegt, og eg ætti að samgleðjast laufþurri jörðinni, sem sárfeigin teigar dropana úr himinlindinni. En regnið skyggir tíl muna á gleði þeirra, sem vilja njóta sumarsins í sveitinni, og eg horfi út, mæni eftir því að birti í lofti. hvort ekki stytti upp, hvort ekki taki af stein- unum á hlaðinu, — alt kemur fyrir ekki, og eg legg árar í bát, halla mér út af í legubekkinn í stofunni og fer að skoða gamlar myndir, sem hugur minn hefir til geymslu. Já, Jæssu líkt var veðrið daginn sem hún mamma seídi, uppboðs- daginn hræðilega, þegar kýrnar, hrossin og féð okkar var selt hæst- bjóðanda, af þvi að hún mamma var orðin ekkja, sem litið átti ann- að en börnin, ung og ónýt. Eg stóð í bæjardyranum og gægðist út, með hendumar krók- lopnar undir sparisvuntunni minni, með nýja, bryddaða sauðskinnsskó á fótunum, sem eg timdi ekki að væta í forinni á hlaðinu. Og þó langaði mig hálft í hvoru út að skemmunni. Þar sat maður, sem skrifaði jafnótt alt er seldist, en í skemmudyrunum stóð uppboðs- haldarinn sjálfur, sem sýslumaður- inn hafði sent í staðinn sinn, og hrópaði í sífellu: “Býður nokkur betur? — fyrsta, annað og þriðja”, — og svo slær hann stóreflis högg i dyrnar með hamrinum, sem hann er með í hendinni; en mér fanst rétt eins og hann hefði slegið í kollinn á sjálfri mé'r, því það var reyndar hann gamli Rauðu.r, sem var verið að selja. Gamli Rauður! Margar góðar endurminningar voru tengdar við hann. Frá þvx eg mundi eftir mér, hafði gamli klárinn verið í eign foréldra minna, eitt sinn ungur og fjörugur, með eldsnör augu og reistan makka; en nú var augað farið að dofna, fót- urinn frái tekinn að stirðna og Rauður var orðinn elhmóður og þungur í spori, — en hann var æskuvinur minn og félagi. Fáir gátu reynst mér betri en hann, alt- af var hann jafn J>olinmóður við mig, þó mér gengi stundum illa að komast á bak honum, og aldrei sýndi hann mér nokkra hrekki. Gamli Rauður var sómahestur, og nú sveið mér me'ar en frá verði sagt, að sjá hann seldan honum Grimi á Læk. Eg leit til hans tár- Storknum augum, þar sem hann vár að naga þúfurnar fyrir neðan hlaðvarpann, stór og sterklegur, með hvit síðutök, merki um misk- unnarleysi mannanna.— Mér sýnd- ist einhver sorgarsvipur á honum, blessuðum klárnum; það var þó líklega ímyndun ein, sem átti rót sína að rekja til táranna, sem voru atl af að streyma örar og örar úr augum mínum. Rauður minn, auminginn! En nú átti eg ekkert í honum lengur, nú var Grímur á Læk eigandi hans, og eg sá að Grímur labbaði til hans. Hann skoðaði Rauð vandlega; svo snéri hann sér að Páli syni sínum. “Þar held eg að eg hafi gert æði mikið axarskaft, að kaupa þennan jálk svona dýrt. En eg vona reyndar að geta haft upp verðið hans í haust. eg sel hann þá til útlands- ins!” Eg tók snögt viðbragð. — Selja Rauð til útlanda! Og allar sög- urnar sem eg hafði heyrt um hesta- meðferðina þar, þutu eins og ör- skot í huga minn. Sögumar um hestana, sem augun voru stungin j úr, og um heyrnarlausu hestana í kolanámunum og margar fleiri ' sögur, og ekki síður alt er eg hafði heyrt talað um meðferðina á þeim yfir haflð, þar sem þeim var 1 þrengt saman í loftilt lestarrúm, þar sem þá vantaði-öll þægindi, — og þetta átti Rauður minn eftir 1 að þola. Þetta voru þá launin hans eftir 20 ára dygga þjónustu. Eg J>oldi ekki að hugsa um það. Eg hljóp út í rigninguna, burt frá fólkinu, burt frá bænum og alla leið upp í ærhúshlöðu, sem nú var hér um bil tóm. Eg fleygði mér ofan á heytugguna, sem Var í einu horninu. Og nú reyndi eg ekkert til að stöðva grát minn, og tár mín vora helguð gamla klármim; dygð hans og trygð stóð mér svo glögt fyrir hugskotssjónum. Hjartasorg mína skilja allir þeir, sem séð hafa á bak góðnm vini, án þess að hafa getað launað honum nokkru. Loks reis eg á fætur og fór að tína strá- in af fötunum minum. Svo fór eg að skoða heyið í hlöðunni. ' Það var taða, ilmandi og græn; hún var ætluð kúnum með beitinni, sem enn þá var svo léleg. Eg vis-si það full- vel, að þetta hey mátti ekki snerta til neins annars, allra sizt handa hestunum; þeir urðu löngum að sjá um sig sjálfir, hvernig sem viðr- aði, Rauður ekki síður en aðrir, þrátt fyrir ónýtar tennur. En eg braut ekki heilann lengi um það. Eg leit í kringum mig, hvort nokk- ur kæmi; svo tróð eg eins miklu heyi og eg gat í nýju svuntuna, og valdi það sem mér Jxótti bezt úr heyinu. Svo labbaði eg á stað með heyið í svuntunni. F.g leit vand- lega í kringum mig; eg vildi siður mæta fólkinu, enda þótt eg þættist enga óhæfu aðhafast; eg ætlaði ein- ungis að kveðja æskuvin minn og gefa honum ofurlitinn ætan bita að skilnaði. Eg kom auga á Rauð fyrir neð- an kálgarðinn; það var búið að beizla hann og leggja á hann reið- týgi. Eg teymdi hann upp að garð- inum og fleygði tuggunni fyrir framan hann. Rauður var ekki seinn á sér að bragða á töðunni, en eg greip báðum handleggjum um háls honum og grufði andlitið að makkanum á honum, og enn á ný komu tár mín til sögunnar. Eg heyrði að einhver kom að baki mínu, en eg leit ekki við. “Aum- ingja Rauður!” heyrði eg að sagt var. Þá leit eg við; það var hann Egill á Borg, sonur hreppstjórans. Við Egill vorum jafngömul og átt- um bæði að fermast næsta ár. “Á hann’ekki bágt?” spurði eg hálf-kjökrandi, án þess að líta á Egil. “Er búið að selja hann?” spurði Egill. “Jú, jú, og meira að segja til út- landsins, eða sama sem það. Grím- ur keypti hann, og segist ætla að græða á honum i haust”. “Það er eftir Grimi”, sagði Egi'.l með gremjuróm og fór að klappa Rauð. “Blessaður klárinn, gamall og lúinn!” Mér þótti reglulega vænt um Egil fyrir þessi orð, og ]>ó særtfú þau mig að instu hjartarótum; þau rnintu mig á fátæktina og föður- leysið, og vöktu tár mín á ný. — “Vertu ekki að gráta”, sagði Egill hálf-vandræðalegur; “ekkert batn- ar við það!” Eg fann að þetta var alveg satt, og eg hefi oft, fundið það síðan. Tárin stoða minst. Seinna um kvöldið stóð eg í bæj- ardyrunum og horfði á eftir Grimi, þegar hann reið á Rauð nþnum úr tröðunum. Hann sló gríðarhögg í lendina á Rauð og barði fótastokk- inn í ákafa, og aumingja klárinn reyndi að herða sig, en rak stirðu fætuma í steinana og hálf-hnaut öðru hvoru. Þá vildi eg ekki sjá meira og flýtti mér burt. Eg horfði stundarkorn á þessar gömlu myndlr; svo komu aðrar nýjar í staðinn. — Jólin næstu á eftir. Eg fór í dvöl vorið sem mamma seldi, og fluttist eg J>á langt burt frá átthögunum. Eg frétti sjaldan heiman úr sveitinni minni; sjaldnar þó af Rauð mínum, sem eg hugði vera kominn til útlanda, og gerði eg mér afdrif hafts ýmis- Iega í hugarlund og öll hryllileg. Svo leið fram að jólum. Þá flaug bamshugurinn heim í for- eldrahúsin. Þau vora ekkert rík- mannleg, en þar átti bamshjartað öll sín auðæfi, og ylur fer um hug- skot mitt, hvert sinn er eg hugsa þangað heim. Jólagjafirnar vora ekki marg- brotnar, en jólagleðin var hvergi meiri en þar. Nú voru þau árin liðin tíð, sem eg mændi í fjarska. Og nú bjóst eg ekki við jólagjöf- um. Eg hratt frá mér heimþránni, sem ávalt er mest um jóljn, og gekk rösklega að verkum mínum, “skúraði” og fágaði hús og bús- hluti, *og reyndi að hlakka til há- tíðarinnar eins og hitt fólkið, þó mér tækist það hálfilla. Á aðfangadaginn kom maður af næsta bæ, og hafði meðferðis bréf til mín. Eg leit á utanáskriftina, og sá að ekki var bréfið frá mömmu. Það var velkt og auð- sjáanlega búið að vera lengi á leiö- inni. Eg hafði ekki tíma til að lesa bréfið strax, stakk þvi í barm- inn og hélt áfram verki mínu. Leið svo að vökunni; heimilisfólkið bjóst spariklæðum og settist svo hver á sitt rúm og hlýddi á lestur- inn. Að því búnu var maturinn borinn inn, hangikjöt og laufa- brauð. Enga fékk eg jólagjöfina. og man eg svo langt, að eg hálf- öíundaði börnin, sem kát og. mas- andi skoðuðu jólagjafir frá for- eldrum sínum. Eg mundi þá eftir bréfinu, sem eg var ekki farin að líta i. Það var hvorki langt eða e-fnismikið, en það var þó kær- komið jólabréf, — bezta jólagjöf. Eg las það aftur og aftur: “Góða Guðný! Ætíð sæl! Þér þykir sjálfsagt gaman að frétta af honum Rauð þínum. Hann átti að sigla með hrosSaskip- inu, eins og þú vissir víst, en dag- inn, sem hrossunum var smalað og þau rekin til skips, fanst Rauður hvergi, hvernig sem Grimur leitaði og hvernig sem hann íxlótaði. Hrossin vora svo send á stað, en Rauður sást hvergi. Nokkrum dögum eftir að skipið fór, var eg að gá að kindum í Borgarfjallinu. Gekk eg þá fram á gamla Rauð steindauðan. Með hverjum hætti hann hefir farist, er ómögulegt að segja; }>að sá hvergi á honum og hann lá eins og hann Steinsvæfi. Eg ásetti mér strax að skrifa þér þetta, vissi sem/sé að J>ér mundi ekki J>ykja fyrir, J>ó Grími tækist elcki að koma gamla klámum í út- lendu þrælavinnuna. Forláttu klórið. Vetru sæl. BgiU”. Þetta var biæfið orðrétt. Eg lærði það strax og man það enn. Eg hefi síðan fengið marga snotra jólagjöf, en fáar eða engar kær- komnari en bréfið hans Egils, sem færði mér dánarfregn gamla klárs- ins mins. Og í hvert sinn er eg sé aldurhinginn, uppgjafa hest, þá hugsa eg til gamla Rauðs, og óska honum sömu afdrif: væra blunds- ins eftir langan og erfiðan vinnu- dag. —Jólabl. æskunnar.. .

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.