Lögberg - 30.03.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.03.1916, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MAIÍZ 1916 1‘öqlu'ig Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd./Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 2156 SIG. JÚL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOP.M, Business Manauer Utanáskrift til blaðsins: TKE G3LU^SI/\ PiJESS, Ltd , Box 3172, Winnipeg, IVlan- Uianáskrift ritstjórans: EDITOR L0C3ERC, Box 3172 Winnipeg, IVJan. VERÐ BLAÐSINS^ $2 00 um árið. Alvörumál. pegar um stórmál er að ræða, þarf það að skoðast frá öllum hliðum og með allri sanngirni. pað að einblína á eina hlið, getur jafnvel gert mál- inu sjálfu óumræðilegan skaða. Ekkert mál er það nú sem manni er fjölrædd- ara um en stríðið og afstaða allra annara mála við það. Hvað sem verið hefir upphaflega, þá eru nú svo að segja allir borgarar landsins sammála um það að úr því út í það sé komið, þá verði að gera sitt bezta. Og það er ekki stefna neins sérstaks flokks fremur en annars. par leggjast allir í einingu á árar, hver eftir sínum kröftum og skilningi. En þá kemur spumingin í hugum margra manna um það á hvern hátt Canada geti orðið Englandi eða Bandamönnum að sem mestu liði, og öllum kemur saman um að það sé með því að æfa og senda menn—senda vel æfða, vel færa og vel trausta menn. En jafnframt því sem allir eru þar á einu bandi, þá hljóta flestir aö sjá það líka að slíkt er ekki einhlítt. Englendingar þurfa ef til vill á fleiru að halda. Eintómir menn vinna aldrei neitt stríð, þeim verða að fylgja góð vopn, ósvikinn aðbúnaður, vönduð föt og um fram alt nóg að borða. Mörg stríð hafa tapast vegna vistaskorts, og eitt aðalatriðio einmitt í þessu stríði er það að geta haldið áfram að framleiða vistir. Svo að segja allir ungir menn, aðal vinnukraft- ur landanna sem í stríðinu eru, eru komnir í herinn. Af því leiðir það að f ramleiðslu möguleik- arnir og vinnukrafturinn er ekki hinn sami og verið hefir. Konur verða jafnvel að leggja hönd á plóginn í orðsins eiginlegu merkingu. pær verða blátt áfram að vinna landið og sjá um uppskeruna að miklu leyti. Afleiðingarnar af því eru auðsæjar. Konur, og þeir sem slíkri vinnu eru óvanir, geta ekki afkast- að eins miklu og þeir, sem gert hafa það að lífs- starfi sínu. Framleiðslan hlýtur því að verða takmörkuð; landið hlýtur að verða vanrækt að einhverju leyti, og af því leiðir minni uppskeru, minni framleiðslu, minni forða eða vistir. Enginn veit enn þá hversu lengi þetta stríð muni * endast. pótt skýjarof sjáist í dag og mönnum virðist sem augun greini heiðan' himin- blett friðar og sátta, þá er þykt ófriðarský dregið fyrir hann á morgun. Ennr-þá er enginn endir fyrirsjáanlegur. Stríðið getur ef til vill hætt þegar minst varir, en það getur líka varað svo árum skiftir. Og ef hið síðara skyldi verða ofan á, þá er það framleiðslu skorturinn, sem aðal vandræðin stafa af og ráðið geta úrslitum. Bandamenn hafa nóga peninga, um það efast enginn. En þess þarf vel að gæta að peningar eru ekki étnir. Sé ekki hægt að framleiða vörur með afli starfs og peninga, þá eru þeir einskis virði. Peninga ríkur maður getur soltið í hel. pað seður ekki auðmanninn þótt hann hafi fulla vasa gulls, ef hann er staddur úti á eyðimörku, þar sem hvorki fæst matur né drykkur. Styrkur Englendinga er mikill heima fyrir og styrkur þeirra frá nýlendunum eða hjálendunum er mikill, sé hann réttilega notaður. Canada t.d. gæti verið það óþrotlega forðabúr fyrir Englend- inga, sem enginn tími tæmdi, ef þess væri gætt að láta ekki framleiðsluna minka. f fyrra vor fluttu blöðin hverja eggjunar grein- ina á fætur annari, í þá átt að vinna landið; vinna þáð betur og meira en nokkurri sinni hefði verið gert. Árangurinn var sá að allir létu höndur standa fram úr ermum og aldrei hefir önnur eins uppskera átt sér stað í Canada. Og þetta var ekki alt hagstæðri tíð að þakka, þótt hún væri til mik- illar hjálpar; það var að miklu leyti ávöxtur þess að áhugi manna vaknaði fyrir því að vinna vel og vinna mikið. Náttúran er venjulega réttlátur hús- bóndi; hún greiðir oftast verkalaunin eftir þeirri trúmensku og samvizkusemi sem henni hefir verið sýnd. Vel unnið land gefur góða uppskeru, venjulega. Vel hirt skepna gefur miklar afurðir, venjulega, o.s.frv. pað er sami sannleikurinn í ár og það var í fyrra að bú er landstólpi. Canada getur í fyrsta lagi ekki átt örugga framtíð sjálft, ef búnaðurinn er vanræktur, og ekki orðið Bretum að því liði sem ella mætti verða. Canada á að hugsa vel um það, með hvaða að- ferð hún geti bezt orðið heima þjóðinni að liði í þessu stríði. Og það er víst að eftir nákvæma og sanngjama yfirvegun, þegar það er tekið með í reikinnginn að stríðið getur enst í mörg ár enn, ef til vill, þá er það stórkostlegt atriði að Englend- ingar gætu skoðað Canada sem áreiðanlegt og þrotlaust forðabúr, þar sem altaf væri vista gnægð. Bandamönnum verður því ekki hjálpað með því einungis að senda menn í stríðið, heldur einnig með því að hugsa lengra fram í tímann og nota allan þann vinnukraft sem hægt er til þess að framleiða sem mest og vera sem bezt við öllu búinn. Lögbergi berast bréf dags daglega frá skyn- sömum, hugsandi bændum, víðsvegar að, þar sem sárt er kvartað yfir því að til vandræða horfi með landbúnaðinn. Segja þeir margir að í sínu bygð- arlagi líti ekki út fyrir að hægt verði að koma í jörðina meiru en svo að þeir aðeins geti lifað, en hafi ekkert aflögu, jafn vel þott gert sé ráð fyrir góðu meðalári af hendi náttúrunnar. Einn greind- ur bóndi, ráðinn og roskinn, sem heldur eindregið taum bandamanna, kemst þannig að orði: “Eg sé ekki betur en að landinu sé stofnað í hættu með því að skilja þar aðeins eftir gamalmenni, böm og konur, og eg held að Englendingum væri miklu meira lið í því að jafnframt því sem þeir menn fara í herinn héðan sem missast mega, þá væru hinir eftir til að vinna landið og hugsa fyrir fram- tíðinni. Hversu mikið sem á því ríður að hermenn fari—og á því ríður mikið—þá sjá það þó allir heilvita menn að ekki væri heppilegt að loka öll- um hervöru verkstæðum, því vopnlausir menn eru lítils virði. En svo heimskulegt sem það væri að loka þeim stöðum sem hervopn eru smíðuð á, þá væri það þó enn þá hættulegra að hætta fæðu- framleiðslu. pví hvers virði væru herdeildir, jafn- vel þótt vel vopnáðar væru, ef þær brysti vistir? Ef það er í nokkru tilliti satt, sem gamla mál- tækið segir að “matur sé mannsins meginn”, þá er það í þessu tilfelli. Canada á að vera forðabúr Englendinga í þessu stríði ef til lengdar heldur áfram og í nauðir rekur. En til þess að það geti orðið, verður að vinna landið.” Pessi bréfkafli er alls ekki einstæður. Hann er svo að segja samhljóða flestum þeim bréfum, er bændur skrifa alment; og bændastéttin á það sannarlega skilið að hún heyrist; hún er nytsam- asta og virðingarverðasta stétt þessa lands; á henni hvílir velmegun landsmanna yfir höfuð. Á hana verður kallað til þess að greiða mestan part þess kostnaðar, sem af hernum leiðir, eins og alt annað. Og jafn holl bændastétt og hér er í Can- ada, ætti sannarlega að njóta svo mikils réttlætis að tillit væri tekið til þess sem hún segir. pað er ekkert efamál að bændur hér í landi yfir höfuð eru eindregið með því að bandamenn séu á allan mögulegan hátt studdir til sigurs. peim er það eins mikið áhugamál og nokkurri ann- ari stétt landsins, að þeir beri sigur úr bítum; en þeim finst ískyggilegt útlitið, og þeir telja banda- mönnum þannig bezt hjálpað að Canada þjóðin sé við því búin að verða bjargvættur með vistir og vörur. Margar miljónir hermanna þurfa mikið til viðurværis, og ef að svo færi að í öllum löndum stríðsins væri jörðin látin hálfunnin eða tæplega það, og vista skortur yrði afleiðingin, þá væri illa farið. Eitthvert mesta glappaskot sem fyrir gæti komið væri það, ef ekki væru nógu margir heima fyrir til þess að framleiða mat, og þeir sem lagt hafa líf sitt í sölurnar fyrir land og þjóð yrðu að svelta. / Petta er ef til vill alvarlegasta atriðið, sem nú þarf athugunar, það er of seint að íhuga það, þeg- ar í óefni er komið; nú er tími til þess. pað er enginn efi á því að ef pjóðverjar mættu ráða, þá mundu þeir óska þess að bandamenn sendu alla borgara sína á vígvöllinn og skildu enga eftir til framleiðslu; þeir vissu hvað það þýddi. f þá snöru mega bandamenn aldrei falla. Um það er rétt að geta, í sambandi við þetta mál, að Sir Shaughnessy, aðal formaður C.P.R. fé- lagsins í Canada, hélt langa ræðu og snjalla um þetta efni nýlega austur í Toronto, þar sem hann taldi landinu stórkostlega hættu búna ef ekki væri að gert í tíma. Hann fór svo langt að halda því fram að landið hér gæti jafnvel orðið bjargarlaust ef svona héldi áfram og að ómögulegt mundi verða eða mjög erfitt, að fá vistir handa hermönnunum. Hann er maður sem mikið tillit er tekið til og veit hvað hann segir þegar hann talar um fjármál. pegar það er ennfremur athugað að William White, fjármála ráðherra Canada, kom einmitt nú í gær heim aftur úr ferð um Bandaríkin, þar sem hann ætlaði að reyna að fá 30,000 verkamenn fyr- ir canadiska bændur og fékk aðeins örfá þúsund, þá er útlitið enn þá ískyggilegra. Bændavinna er byrjuð suður frá og allir famir að vinna, sam- kvæmt skýrslu Whites. Auk þess kveður hann menn heimta svo hátt kaup að engri átt nái. petta er mál sem þolir enga bið; innan fárra daga verða menn famir að vinna og það sannast þá að fám höndum verður á að skipa og bændur horfa kvíðafullir fram í tímann. Abyrgð kvenna. Konum hefir verið veittur atkvæðis- og kjör- gengisréttur í Manitoba. Fyrir það hefir fylkinu verið sungið lof og lesin dýrð að maklegleikum úti um allan heim. Hin langa og mikla orusta, sem um það mál hefir verið háð, er til lykta leidd með sigri. Systurfylki Manitoba, Saskatchewan, er að kveða upp sams konar dóm, og því má örugt treysta og trúa að ekki verði þess langt að bíða að öll fylkin hin komi á eftir. Innan fárra ára verður enginn pólitískur munur gerður á körlum og konum í þessu ríki, og eru það sönn fagnaðar- tíðindi öllum frjálslyndum mönnum. En böggull fylgir skammrifi hverju, segir forn málsháttur, og er það sannmæli; þegar mikil réttindi hafa fengist, þá kemur fyrst til þeirra kasta, er þau hafa hlotið, því öllum réttindum fylgja' skyldur og ábyrgð; og eftir því sem rétt- indin eru meiri og sigurinn stærri, eftir því verð- ur ábyrgðin alvarlegri og skyldubyrgðin þyngri. pað stendur einkennilega á í heiminum um þetta leyti. Konur hafa æfinlega verið í meiri- hluta í flestum löndum. Er það aðallega fyrir þá sök, að karlmenn eru fleiri hættum undirorpnir og deyja þúsundum saman af alls konar slysum. Ein ástæðan á móti því að veita konum jafn- rétti, hefir þess vegna verið sú hjá þeim er því hafa andæft, að með atkvæðum væri konum feng- in í hendur full yfirráð. pær væru í svo miklum meiri hluta að þeím yrði auðvelt að ráða lögum og lofum og karlmannanna gætti alls ekki; konur gætu komið öllu sínu fram með atkvæðamagni; væri því stjórn þjóðanna alt í einu slept úr þeirra höndum, sem reyndir væru, og fengin í hendur svo að segja þeim einum sem enga hefðu reynsl- una, og hlytu því að stjórna ráðlauslega. Ef það hefir verið satt hingað til, að konur væru fleiri en menn, þá er það enn þá sannara nú, og verður hér eftir um langan aldur. Miljónir falla að velli í þessu voða stríði; hundruð þúsunda ef til vill frá Canada og að líkindum tugir þúsunda frá Manitoba. Af þessu leiðir eðlilega það að konur verða miklu fleiri en menn. Og sérstaklega verða konur á at- kvæðis aldri miklu fleiri en menn. pað er einkennilegt að svo skyldi hittast á, að einmitt um sama leyti sem konur fá að neyta at- kvæðis síns, skuli karlmönnunum fækka svo að þær hafi eða geti haft, bæði tögl og hagldir. En það er með þetta eins og flest annað, að það er til blessunar ef vel er með farið, en bölvunar ef hið gagnstæða á sér stað. —Konur geta nú svo. greinilega látið það sjást hvort þær hafa verið atkvæðisréttinum vaxnar eða ekki. pær hafa tækifæri til þess að setja af stað hvaða hreyfingar sem þeim sýnist og fram- kvæma þær með atkvæðamagni, hvort sem oss karlmönnunum fellur betur eða ver. Ef þær því reynast eins og þeir treysta þeim til, sem fyrir rétti þeirra hafa barist, þá er heim- urinn stórum bættur. En ef þær skyldu misskilja köllun sína og misbeita atkvæðum sínum, þá er ver farið en heima setið. Konur þurfa nú að nota tækifærið, og gera það tafarlaust. Mörgum málum vor á meðal er svo illa farið, að góðra kvenlegra áhrifa er þar þörf. pær verða að skilja ekki einungis mikil- vægi þess réttar, sem þær hafa unnið, heldur einn- ig þá ábyrgð, sem þær hafa sér á herðar tekið. Hér eftir verður það þeim að kenna, ekki síður en oss, ef freistingastofnanir og hættur eru liðnar á leiðum dætra vorra og sona. pegar dómar hafa verið feldir um siðspillingu þjóðanna í sambandi við rangláta löggjöf, þá hefir ávalt verið hægt að rekja upptökin til karlmann- anna. peim hefir með réttu verið kent um þá lög- gjöf er slíkt lætur viðgangast. Nú er ekki eða verður ekki skákað í því skjóli lengur. Nú verða bæði kynin jafnsek. par sem bæði hafa jafnt frelsi, og þar af leiðandi jafna ábyrgð. Konurnar eru á vandasömum vegamótum. Hingað til hafa þær ekki fengið að taka þátt í lög- gjöf landsins; nú verða þær í meiri hluta þar inn- an skamms, sem atkvæðagreiðendur, og ef til vill sem löggjafar líka. En þá reynir fyrst á hæfi- leika þeirra, og undir því er mikið komið að þær gæti þess. pessi stutti tími, þangað til þær kasta fyrstu atkvæðunum í Manitoba, ætti því ekki að vera þeim svefntími. pær þurfa að vera glaðvakandi og vel hugsandi. Hér skal í stuttu máli bent á hvað þær eiga eða þurfa að gera, til undirbúnings undir hina nýju borgarastöðu. (Frh.). I eina átt. NáSar lindin laugar bezt liggi synd aS botni, hjartaS tind viö trúar fest tekur mynd af drotni. Sálin kyndist sælu þrá sú ei lindin þrotni. trúar blindum ljós. mun ljá líknar mynd af drotni. Svífur knör við seglin þönd senn af fjörum lífsins, Ijúf er för að ljóssins strönd legg eg fjör í drottins hönd. Leið er vönd að ljóssins strönd lævi blönduð eru grönd; laus við þöndu líkams bönd lifir önd í drottins hönd. J. G:G. W THE DOMINION BANK Mr tUMJMD B. 08I.UL M P., Pre* W. D. MATTHKWS C. A. BOGRRT. Geuersl Manager. EF pú ATT TIETMA 1 fjarlægrS frá Ollum útibúum Domlnion bankans. gerSu þú viðskifti þln bréflega. patS sparar þér margan úþarfa snún- ing og auk þess hefir8u hag af að geta s.klft vit sparisjóðs- delldina. pér getið iagt inn peninga og tekið þ& út — 1 stuttu máli gert öll viðskifti við bankann bréflega. Bankastjórinn mun gefa yður allar upplýsingar um þetta hagkvæma fyrirkomulag. Notre Donie Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BUKGlilt, Manager. Sálarlausa blaðið. (Framh.). Það er sannfæring vor að núver- andi ritstjóri Heimskringlu sé í raun réttri eindreginn bindindis- og vínbannsmaður, ef hann fengi að njóta sin. En hann var svo ólánssamur á gamals aldrei að lenda í óhreinum höndum þeirra manna, sem um sðíastliðin 15 ár hafa verið trúir bandamenn brennivínsliðisns og ósiðferðisstofnananna. lenda í höndum þeirra manna, sem staðið hafa eins og harður klakaveggur fyrir öllum framförum í þessu máli sem öðru. Og svo leggur aumingja gamli maðurinn út í bardagann með þeim samsærismönnum, til þess að reyna að halda þeim við völd leng- ur. Og leiðin sem hann velur til þess er tekin eftir Taylor. Hann segir það eftir Taylor 25. febr. 1915 að þegar maður sé hræddur um að eittvhert gott mál ætli að hafa framgang og vilji hindra það, þá sé ekkert annað en að koma með tillögur um að fara aðrar leiðir; með því sé öruggast að dreifa kröft- um. Þessari kenningu hefir rit- stjóri Heimskringlu trúlega fylgt í bindindismálinu. Þegar þjóðinni var lofað því að hún skyldi fá að greiða sjálf at- kvæði um niálið—fá það sem Roblin hafði neitað henni um—þá berst hann með hnúum og hnefum á móti því, og reynir að villa bind- indismönnum sjónir með öllu mögu- legu móti. 25. febr. 1915 fer hann svofeldum orðum um málið: “Referendum er búið að reyna og það dylst engum heilvita manni hvers vegna verið er að halda því fram. Og eins og menn eru ekki orSnir nógu þroskaSir til þess að greiða atkvœði um afnám vínsölu, eins eru menn ekki nógu þroskaðir til þess að búa undir algerðum vín- bannslögum.” Maðurinn sem í öðru orðinu eggjar til vínsölubanns kemur þarna beint á móti málinu. Hvern- ig er hægt að beita sér betur á móti einhverju máli en með því að halda því fram í ritstjórnargrein í blaði sínu, að menn séu ekki nógu þrosk- aðir til þþess að lifá undir þeim lögum, sem verið er að biðja um? Aldrei hefir nokkur brennivínsmað- ur lagt sig betur fram til að villa bindindismönnum sjónir og kasta óverðugum síeggjudómi á alþýðu, en ritstjóri Heimskringlu gerir með þessari staðlausu ákæru. — Hann segir þar að ekki sé enn tími til kominn að samþykkja vínsölubann, því fólkið yfir höfuð sé svoddan skrælingjar, það sé of lélegt til þess að geta lifað undir slíkum lögum. Hann er býsna duglegur talsmaður vínbannsins sá er þannig prédikar, eða hitt þó hedlur. Langt væri málinu komið ef allir hugsuðu eins! 25. febr. 1915 segir ritstjórinn enn fremur: “En nú koma frjáls- lyndu mennimir á júnginu fram með aðra stefnu (en local option) og hún er sú að afnema með einu stryki alla vínsölu í smáskömtum— Banish the Bar. — Þegar frjáls- lyndi flokkurinn kom fram með tillöguna núna á þinginu að af- nema vín eða réttara skjóta því undir atkvæði fólkisns' ("referend- um), þá flutti E. L. Taylor K.C., þingmaður fyrir St. George, ræðu á móti tillögunni. Var ræðan skarp- lega hugsuð og sérlega vel rökstudd. Hún kom út í Telegram 19. febr.; hér skal aðeins getið nokkurra at- riða; hún væri þess þó virði að vera öll prentuð.” Og svo tekur ritstjórinn upp þá kafla ræðunnar, sem honum þóttu vera bezt rökstuddir og merkileg- astir og eru þeir allir eindregið á móti því sem ritstjórinn kallar að afnema alla vínsölu með einu stryki. Allír eindregið á móti vínbanni. Hvernig á að vinna öruggar á móti vínbanni í blaði sínu en með þessu ? Þó kastar fyrst tólfunum þegar ritstjórinn fer svo að segja að eggja hermennina á það að greiða atkvæði nieð brennivininu. 1 í Heimskringlu 27. janúar 1916 stendur þessi dásamlega setning i ritstjómargrein, þar sem ritstjórinn er að færa líkur fyrir því að her- manna atkvæðin séu e'gn brenni- vínsmanna: “Það er eðli ungra manna að vilja njóta lifsins; og svo kunna sumir að hugsa að æfin verði ekki löng. Það sé því bezt að njóta daganna meðan þeir endast. Vér hinir eldni getum ekki láð þetta, og þafr er mjög ósanngjamt af mönn- um að Iíta ekki á það.” Það er vafasamt hvort nokkur landráð eru til eins greinileg nú á þessum timum og þau að eggja hermenn á að ganga í lið með versta og hættulegasta óvini ríkisins og telja eðlilegt að þeir geri það. Og skrítin bindindisbarátta er j>að aö gefa lieilum flokki mannfélagsins undir fótinn með það að honum sé það ekki láandi, þó hann skipi sér trúlenga undir merki brennivíns- manna. Þótt áhrif blaðisns í þessa átt sem aðra hafi ekki verið j>ung á metunum, eins og hermennirnir svo greinilega sýndu með atkvæð- um sínum, þá er söm gerð blaðisns og ritstjórans. Þegar önni'ir ritstjómargreinin eggjar menn með vínbanni en hin á móti þvi, eftir sama ritstjórann í sama blaðinu, hvoru megin á þá að telja hann ? Og þegar það er í blaði sem segist engar vinauglýsing- ar taka, en flytur þó það sem bent var á í síðasta Lögbergi, þá er hver silkihúfan upp af annari. 17. febr. 1916 segir Kringla þetta: “Þó að gamla Kringla sé léleg,” (þeir finna þó til þessj, “þá hryllir hana við því að hafa slíka óhæfu í frammi í hinu mesta nauðsynjamáli, og hún neitar að taka brennivíns- auglýsingar, jx> silfrinu og gullinu sé hringt framan í hana.” En i jólablaðinu stendur þetta: “Til þess að auka jólagleði gesta þinna, ættuð þér að síma Main 4021 viðvíkjandi öllum vínum og öðrum áfengisdrykkjum, sem þér þarfnist. vér höfum allra heztu tegundir af þess konar; einnig vora sérstöku tegund “The Maple Leaf”. Vér æskjum nýrra viðskifta. Vér á- hyrgjumst að gera alla ánægða. Alt sent heim til yðar skilvíslega og taf- arlaust. Bréflegum pöntunum ná- kvæmur gaumur gefinn og’ fljótt afgreiddar.” Og þetta: “Fyrir jólagestina. Caandas stærsti vín- kjallari. Vér höfum gert okkur sérstakt far um að selja beztu teg- undir af vínum og allskonar áfengi. Hefurðu verðlista? Ef ekki, j>á skrifaðu eftir honum. Það er leið- beinir til kjörkaupa. Póstpantanir sendar óðar til Mnaitoba, Sask- atchewan, Alberta, Ontario. Kampavín hið allra kostbærasta sem Frakkland framleiðir. Frægt fyrir sína sætu angan og ljúffenga bragð, sem ekkert annað vín kemst i hálfkvisti við. Niðursett verð svo fátækir og rikir geti keypt.” “Þó gamla Kringla sé léleg, þá neitar hún J>ví að taka brennivíns- auglýsingar”, segir ritstjórinn 17. febr.; réttum mánuði eftir að það birtist sem að ofan er tilgreint. Hafði blaðið þá tekið þessum fljótu sinnaskiftum á einum mánuði? Eða á ekki að skoða þetta sem aug- lýsingu heldur sem ritstjómargrein? ('Framh. við lientugleika). Frumbyggjum fœkkar Frumksóga eikur allar öðlast hinn sama dóm, stormbylur kaldur kallar kvéður í dimmum róm: “Þið skuluð fúna’ og falla færast i dauðans hjúp, j)ið skuluð höfði halla, hverfa í grafar djúp.” A. E. Isfeld. 16. febr. 1916. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuS.tólI gr«iddur $2,850,000 8T4ÖRNENDUK : Formaður - ------- Sir I). H. McMUiLAN, K.C.M.G. Vara-formaður.............. - Capt. WM. ROBINSON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISII CAMPBELU, JOHN STOVEL Allskonar bankaitörf afgreidd. Vérbyrjum reikninga viS einstaklinga eSa félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til KvaSa staSar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóSsinnlögum, sem byrja má meS einum dollar. Rentur lagSar viSá hverjum sex mánuðum. T. E. THORSTEIN9SON, RáSsmaSur Cor. William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.