Lögberg - 04.05.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.05.1916, Blaðsíða 2
2 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 4. MAI 1916. Saga New York. fFramh.) • Andlátsfregn Charles II. og að James II. heföi sett upp kórónu vakti litla eftirtekt í New York*), af því bréf þaö sem flutti þær fregnir lét þess ekki að minstu get- iö, aö fulltrúaþing yröi veitt. Þó var annað þing kallað saman í október 1684, það síöasta á stjóm- arárum James II. Hann veitti New York aöra stjórnarskrá (charter) 1686, en hennar er aö litlu getiö, enda aö mjög litlu leyti eftir henni fariö, því litlu síöar uröu konunga skifti. Aö New York var veitt þessi stjómarskrá, er þakkað hinum miklu og góöu hæfileikum Dougan nýlendustjóra, borgarstjóra Nick- olas Boyard, Recardes J. Graham og fleirum. Fengu þeir því komið til leiðar aö New York var gefiö allmikiö af landi, sem síðar hefir gefiö inntektir og verið notað til almennings þarfa. 1688 var New York sett í fylkjasamband (were merged into onej) við New Jersey og Nýja England. Pensylvania ein var undan þegin. Hinn fyrsti land- stjóri hinna sameinuöu fylkja var Edmont Andras aðalsmaöur (sem áður haföi verið í N. Y.), var þá Boston aöal aðsetursstaöur hans ýhead-quarters). Eftir aö James II. Iagöi niöur völdin, og “mótmælendur” höföu kallað hinn hollenzka prins til þess að taka hina brezku kórónu, hófust deilur miklar milli Hollendinga og Englendinga i New York. Hol- lendingar vildu reka þá embættis- menn frá völdum, sem James II. haföi skipaö, og aö nýlendubúar sjálfir útnefndu sína embættismenn. Englendingar aftur á móti vildu aö þeir sem þá voru embœttismenn liéldu embættum sínum þar til aö William konungur skipaði aðra. Hvorugir vildu gefa eftir. Til þessa tímabils ber mjög lítið á flokkadrætti í New York, en nú skipuðu menn sér í flokka. Nichol- son nýlendustjóri, Frederiik Phil- lips, Stephanus Van Cortland og Nicholas Boyard voru helztu for- ingjar Englendinga. Frederick Phillipse, sem var Fríslendingar var einn af hinum auðtigustu kaup- inönnum í New York. Foringjar Hollendinga (of the democratic party—lýöstjómar flokkurinn) voru Jacob Leisler (þýzkur), Jacob Mil- bome, auöugur kaupmaöur og einn helzti leiötog. hinnar hollenzku “re- formeruðu” kirkjtt. Neitaði hann að borga skatta til þeirra embætt- ismanna sem James TI. hefði skip- að, em sumir voru katólskir. Deilur þessar voru bitrar og lang- samar, og var Jacob Leisler mjög ósvífinn. Setti hann hina ensku embættismenn í fangelsi og nokkr- ir þeirra yfirgáfu nýlenduna. Náði hann þannig völdum í New York um tíma. Var hann þá af mót- stöðumönnum sínum kallaöur “Dog driver (hunda keyrari), nýlendu- stjóri, djákni, fangavörður, vfirfor- ingi og “aulabárður”. Kom par að lokum, aö hans eigin flokksu'enn sné’rust á móti honum. Var þá send bænarskrá til Williams konungs og Mary drotningar, sem var undirrit- uð af mjög mörgum helztu borgur tim New York af ölium þjóðflokk- um sem þar voru. “New York er á valdi mjög ósvífns manns, scm er aðstoðaður af jæim mönnum, sem engum hefði komið til hugar að skipa í hin auðvirðilegustu embætti (wbo formerly were not thought fit to bear the meanest office). Það er Iiægt aö sanna, aö niargir af þess- um Diönnum eru sekir um mjög al- varlega glæpi. Þeir kasta mönnum i fangelsi eftir því sem jteim sýnist, opna bréf, ræna hús, og svivirða presta.” Henry Sloughter haföi verið skip- aöur nýlendustjóri og kom til New York með fjögur skip 1691 og tók læisler til fanga. Voru embættis- menn jæir sem hann hafði kastað í fangelsi Iátnir lausir. “Þegar hin- ar þungu dýflizu (dungeons) hurð- ir voru opnaðar og Bayard og Nicolls' skreyddust út i sólarljós- ið, var fögnuöur vina þeirra og vandamanna blandaöur sorg og meðaumkvun. Þeir höfðu elzt svo í hinum myrku og daunillu dýflizu klefum aö þeir voru naumast þekkj- anlegir—eftir þrettán mánuöi. Eignir j>eirra höfðu verið rændar og eyðilagðar og fjölskyldur þeirra hraktar og svívirtar. Leisler og Milbome voru teknir af lífi nokkru síöar. Sagnfræðingum ber ekki vel saman um framkotnu Leislers “læisler fórnaði lífi sínu svo aðrir mættu njóta meira frelsis. New York búar höfðu frjálsari stjórn þann tíma sem Leister var við völd en þeir höföu nokkurn tíma haft áður, sem þroskaði sjálfstæði, og hafði mikil og hamingjusamleg áhrif síðar. Maður vonast eftir aö New York reisi honum viöeigandi minnisvarða.” Landmark History of New York. Albert Ulmann.— *) “The cry the kingr is dead. Long live the king”, caused little commotion ln New York. As nothing was said in the letter about an as- embly." Þingsamþykt var gerð í New York, þar sem því er mótmælt aö Leisl- er hefði veriö landráðamaður. (Mil- bome var tengdasonur Leislers). Flokkadráttur og trúarbragða- deilur héldu áfram. Nú var hin cnska biskupakirkja gerð að ríkis- krkju í New York og biskupinn í Lundúnum æösti valdsmaöur. Englendingur að nafni William Bradford setti á stofn fvrstu prent- smiðjuna í New York 1693, að 81 Pearl stræti, sem var hiið elsta stræti i New York. Var fyrst prentuö löggjöf ný- lendunnar, almanak og smábækl- ingar, sem nú eru seldir dýru verði. Þaö sama ár var byrjað á stræta- lýsing í New York. Eftir skipun frá bæjarstjórninni varð að hafa kerti á stöng í ljóskeri meðfram götum bæjarins þegar dimma tók— kostnaöi jafnaö niður. Sloughter dó sama áriö og hann kom til New York, og var hans vist lítið saknað. “Hvort hann dó af drykkjuskap og óreglu, vita menn ekki”. ? Benjamín Fletcher var eftirmaö- ur hans. New York borgarar voru svo glaöir að losna við Sloughter nýlendustjóra, að bæjarstjórnin samþykti að veita $100 til að halda samsæti Benjamín Fletcher ný- lendustjóra, þeir vonuðu aö liann mundi revnast betur en fyrirrennari hans. Nú voru Frakkar búnir að stofna volduga nýlendu í Canada. Þótt- ust þeir eiga alla austurströnd Ame- ríku, alt suður að Ohio fljóti. Skömmu eftir að Benjamin Fletch- er kom til New York, gerðu Frakk- ar og Indiánar (Huron Indians) áhlaup. Fyrsta atlaga jæirra var gerö á Indiána flokk sem var vin- veittur Englendingum (IroquoisJ. Svo ætluðu þeir síðar að taka Al- bany og New York. Fletcher ný- lendustjóri kallaðr saman öfluga herdeild, eins fljótt og því varð viö komiö, og sigldi svo uppeftir Hud- son fljóti. Kom hann Frökkum í opna skjöldi, vann frægan sigur og hrakti þá til baka. Indiána flokkur hans (the Iroquois) voru svo hrifnir af sigri nýlendustjóra og hversu fljótt hann brá viö, aö þeir nefndu hann drottinn hinna skjótu örva. Og nýlendubúar sendu hon- um þakklætisávarp og gullbikar. Á næstu árum voru allmiklar framfarir i New York. 1695 er íbúatala New York í kringum fimm þúsund, er til uppdráttur af bæn- um frá þeim tíma, er þá talið aö þar hafi verið um 750 hús—nokk- ur myndarleg steinhús, en lang flest litlir og óvandaðir tifnburkof- ar. Fyrsta kirkjan sem Hollending- ar bygðu í virkinu, var um alllangt tímabil notuð fyrir guösþjónustur af þremur trúarflokkum, HoIIend- ingum, Englendingum og Frökkum. 1688 bygðu Frakkar fyrstu kirkju í New York á móti skemtigarði Hollendinga (Bowling Green). Hollendingar bygðu krkju á Gard- ar stræti. 1693 bygðu Englending- ar kirkju á Broadway á móti Wall stræti, þar sem nú er Þrenningar- kirkjan ríka, sem síðar verður get- ið. Um sama leyti er getið um þaö, að fjórir næturverðir voru skipað- ir. Voru þeir á verði frá því kl. níu aö kveldinu og þar til í dögun næsta morgun. Er sagt að þeir færu i kring einusinni á hverjum klukkutíma, hringdu bjöllu og hróp- uöu um leið, hvernig veðriö var. Rán og gripdeildn.—Víkingar fara ekki að lögum. IV. Þátttaka New York í heims- verzluninni, fyrir og í kring um aldamótin 1700. Kaupmenn í New York höföu þá orðið álitlegan skipastól, og stunduðu verzlun með- fram austurströnd Ameríku, við England og Afríku og austur og vestur India. En verksmiðju íön- aö haföi bœrinn mjög svo lítinn. Evrópu þjóöirnar voru altaf ööru hvoru í styrjöldum stn á milli. Mik- ill fjöldi einstakra manna gerðu út herskip, með vopnum og mönnum. Er sagt að þeir hafi haft stjómarleyfi ’til þess að ræna skip óvinanna. Þrælasala og tollsvik voru dagleg iðja. New York reyn- ir að fylgjast með siðmenningunni. “Það þykir náttúrlega ótrúlegt, en það er satt engu síður, að New York ekki einungis leyfði þræla- sölu, tollsvik og sjórán, heldur einn- ig fagnaöi hverjum sem bættist við í hópinn í kringum aldamótin 1700.*) Edward Coats var einn af þeim fyrstu sjóræningjum, sem getiö er um í New York. Kom hann þang- að 1694 g bað um leyfi yfirvald- anna til þess að sigla skipi sínu upp eftr Hudson fljótinu, inn á höfnina. Madam Fletcher (Gov. Fletcher) voru gefnar hálsfestar úr Arabisku gulli, sjaldséðir g mstein- ar, dýrindis silki og kasmír vafn- aðarvörur. Nýlendustjóra og öör- •) It is a fact that in the early years of 1700, New York not only per- mitted pirates, smugglers and slave dealers, but actually wellcomed men, engaged in all three of the vocations I have mentioned. Albert Ulmann. Mem- ber of The American Hiatorical Soclety. um embættismönnum var veitt all- ríflega. Coats sagði sjálfur frá því síðar, að hann og menn hans hefðu borgað $9000 í lausnargjald í mút- ur í New York. Þessi verzlun liafði mjög svo breytileg áhrif á hið einfalda og óbrotna frumbyggja líf New York búa, og leiddi þá fram á sjónarsvið- ið í austurlenzkri dýrð, og um leið áundurgerð, og hégómaskap. Vöru- hús bæjarins voru fylt með sjald- séðum austurlenzkum varningi, dýr ilmvötn og smyrsl, silki parlur og gimsteinar, sem ætlað var austurlenzkum drotningum. Skautaöi nú og skreytti og fegraöi kvenfólkið í New York. Arabiskir gullpeningar urðu algengir gang- aurar. I húsum kaupmanna mátti sjá einkennilega útskoma hluti og dýrindis gólfábreiður. Aldrei fyr eða síöar hefir austurlenzkur iön- aður eins rækilega sýnt sín dular- fullu einkenni í New York* Ræningja skipstjórar þessir voru mjög vinsælir í heimboðum og öðr- um samkvæmum í New York. Þeir voru skrautlega búnir og höföu vanalega þrjár eða fjórar skam- byssur, mjög skreyttar, í belti sínu, þeir voru örlátir á fé, og kunnu frá mörgu að segja. Þeir voru kallaðir “privateers” (sá sem fær stjórnarleyfi til þess áð ræna skip mótstöðumanna sinni. Ræn- ingjar af konungs náðj. Það var öllum opinbert að jafnvel helztu kaupmenn voru ekkert aö grenslast eftir þvi, hvaðan liin dýru silki eða aðrar vörur voru fengnar. Þar kom að lokum aö ekkert verzlunarskip var óhult fyrir sjó- ræinngjum. Kallaöi William III., Englands konungur, saman aðals- menn Englands, sem þá réðu mestu. Meðal þeirra var Belmont aðals- maður, sem síðar varð umboðs- maður konungs í New York. Mark- mið þessarar ráöstefnu var að mynda félag, til þess að uppræta og tvístra þessum sjóræningja flokk. Nokkrir aðalsmenn buðust til að kosta þenna leiðangur; áttu þeir aö fá laun sín af varningi þeim sem tekinn yrði af ræningjunum. Þó átti konungur að hafa mestan ágóöann, en ekki þeir sem fyrir ránunum höföu orðið. Var gefin sem ástæða aö konungur væri í peninga skorti. Nú var eftir að finna manninn til að stjórna þess- ari Bjarmalands ferð. Belmont rnælti með kafteini William Kidd í New York. Kvaö hann Kidd hafa marga hildi háö og taldi líklegt að hann mundi viljugur til aö gerast foringi þessarar herferðar. Svo nú var kafteinn Kidd útnefndur og kosinn með öllum samhljóða at- kvæðum með samþykki konungs.*) Kidd kafteinn hafði komiö til Eng- Iands frá New York, rétt um sama leyti og hann var kosinn foringi ferðarinnar. (C. B. Todd sagnfræö- ingur fullyrðir, að Kidd hafi sótt um þessa stöðu og haft meðmæli enskra aðalsmanna). Kidd kaftein var fengiö eitt af beztu skipunum sem til var í enska flotanum “The Adventure” (YEfin- týrið). Sigldi hann frá Englandi í maí 1696. Hafði hann 30 fallbyss- ur, 80 valda menn, kom til New York, bætti þar viö sig 75 mönn- um, kvaddi kóng og prest og fór sína leið. Hinir fróðari, sem bezt þektu til í New York, hristu höf- uðin og sögðu, að ef Kidd ekki tæk- ist mjög fljótlega að höndla ræn- ingjaskipin, þá snérist hann í lið með þeim. Tíminn leið meö sínum vanalega hráöa. Englandskonung- ur var altaf jafn peningalítill. (The true and wellbeloved) kafteinn Kidd ikom ekki til baka. Einkenni- legar sögur fóru að myndast um leiöangur þenna, þar til að það var fullsannaö, að í staðinn fyrir að handsama og tvístra ræningjunum, einsog upphaflega var stofnað til, þá hafði kafteinn Kidd gengið í fé- lag með þeim. Já, var foringi þeirra, svo kaupmenn og skipaeig- endur í New York óttuðust hann meira en nokkum hinna. Nú var Belmont orðinn konungs fulltrúi í New York, og var hann bæði hrygg- ur og reiður yfir aðförum Kidds, þar sem hann hafði mælt með hon- um. Vitanlega vonaðist hann eftir að geta náö til hans, “með tiö og tima”. Fyrst haföi Kidd verið meöfram ströndum Ameríku, það- an leitaði hann til Rauðahafsins. Um langan tima var mönnum ó- kunnugt með öllu um hvar hann var niður kominn. Þar til einn góðan veðurdag að hann siglir inn á New York höfn, fór á land á nokkrum stöðum, til þess aö grafa fengið “pund” i jörðu, og fór síð- an til Boston. Frétti þar að Bel- mont var kominn til ’éalda í New York og bjóst við að hann mundi láta sig njóta fomrar vináttu. En Belmont lét taka hann fastan, og var hann sendur til Englands og hengdur. Annaö sem þessi óaldar flokkur stundaði var þrælasala. Að stela svertingjum i þeirra föðurlandi var dagleg iðja og var látið afskifta- laust. Skip að nafni “The Good Hope” sigldi út úr New York höfn og kom til baka fullfermt af *) The true and wellbeloved kaptain Kidd, as the King called him. svertingjum, sem svo vöru seldir í Wall stræti, rétt eins og svo margar kýr eða kindur. Það var algengt aö auglýsingar voru í blöðunum: “Menn og konur til sölu, nýkomið frá Afríku”. Svo ef þessir vesa- lingar gerðu tilraun til að strjúka, var boðið fé til höfuðs þeim. Toll- svik voru algeng. Þá höfðu Bretar einokunarlög, svipuð og Danir. Alt sem flutt var í nýlendumar, varð að koma í gegn um England. t * A Sumarpáskum. Mót ljómanum rís upp guðs lifandi hjörðin.— Eg gleðst af því rjjddin hans færist fjær, þess fölkalda dólgs, sem helgust slær, úr veðranna hörpu yfir vonir þær, setn vilti ’ann í útlegðarskörðin með klettana og blásin börðin. Nú umhverfið hýrnar og himinn er skær, í huganum ósvikin lífstrú grær og fastari þeirri, sem fæddist í gær, en fann ekki lífsins vörðinn við kaldan og klökugan svörðinn. f vorstrenginn grípur hinn varmi blær svo viknandi grætur jörðin, en hljómurinn berst yfir blágrænan fjörðinn. Á grundinni rís upp hinn grænkandi blómi. Leys von þína horfallna vetri frá á vorgróðurs löndin björt og há, meó heimkomnum fugli um heiðloft blá í hljómþíðum syngdu rómi. Til ljóssins þitt hós’anna hljómi. Og frjáls eins og helsinginn horfðu þar á, sem Heródes skeggræðir Pílatus hjá, en skerstu ei í málin, því skeð getur þá að skerðist þinn vængjaði ljómi. Svíf hátt yfir harmleiksins dómi. peir himneska vorið ei heyra né sjá, þá hrífur ei skömm eða sómi, sem botnfrostnir sitja í samtíðargrómi. pú hækkandi vorröðull, vektu oss alla. Rís íslenzka þjóðsál með einhugans mátt úr armlögum heljar—frá sundrungar nátt. Lát steindysjast flokkarígs stefnur og þrátt 0g stórveldi sérplægni falla. Lát hörpunnar, “Guð vors lands”, gjalla. — Vei, burtu með loddarans leikbrosið flátt, sem leikur að opnustu sárunum grátt. Vér vitum að líf hans við vetur er sátt og vor hans, ef svo mætti kalla, er kvikmynd og búpeningsbjalla. En helgimynd vor rís við heiðloftið blátt — vort hjarta er móðirin fjalla, og þangað er vorleiðin ein fyrir alla. pú upprisuhátíðin helga og bjarta! Pú vordýrðar ímynd, sem boðskapinn ber hins bezta, sem lífsþráin hugsaði sér í vaknandi hjarta, þá vorgeislinn fer á vængjum um heljardjúp svarta. Mót Ijósdrotni látum oss skarta. Hið fegursta vaknar en vádrunginn þver og velt er burt steininum. — Sjáið ei þér að opin til Ijósstranda leiðin nú er, þeim lýð, er ei skiftist í parta? — Hvort erum vér Marja eða Marta?-------- Lát umstang ei buga þinn útvalda her, sqm ættjörð þér fylki í hjarta. peir vorenglar sýna þér sigurleið bjarta. porsteinn p. porsteinsson. Í Glaðar stundir | 8. apríl síðastliöinn komu ná- grannar okkar (íslendingarnir), hér um bil hver maður úr bygðinni heim til okkar til þess aö kveöja okkur viö burtför okkar frá Morden. Þegar búiö var aö ganga frá hestum og allir komnir haföi lerra J. S. Gillis orö fyrir flokkn- um og baö menn aö syngja: “Hvaö er svo glatt”, o.s.frv. Því næst af- henti hann okkur hjónunum sína gjöfina hvoru; mér mjög vandáða úrfesti frá karlmönnum bygöarinn- ar með áletran: “Vinagjöf til H. P.”, en konunni einkar vandaöan hægindastól frá kvenfólkinu. Var þar næst sest aö borðum, sem voru hlaðin alls konar sælgæti, sem fólk- iö hafði haft með sér, en þegar all- ir voru mettir var byrjaö á ræðu- höldum og söng, sem entist alt fram á morgun; og aö siðustu var sungið hið fagra enska erindi: “God be with you till we meet again”. Var þessi heimsókn hin skemtilegasta í alla staöi og munum viö minnast hennar um alllangan ókominn tima og allra jæirra fögru orða sem töl- uö voru til okkar. Þetta kvöld mun verða sólskinsblettur á æfi- brauf okkar sem við aldrei gleym- um. Fyrir þessa heimsókn og fyr- ir alla viökynningu við íslendinga í Morden bygöinni erum viö þakk- Iát og okkur það gleði efni að geta hugsaö með vinar þeli til litla, en myndarlega islenzka flokksins í Mordenbygðinni og eiga þessar lín- ur aö færa þeim öllum okkar inni- legasta þakklæti fyrir alt og endur- tögum við hinn fagra söng: ”God be with you till we meet again”. Jóhannes Húnfjörö flutti okkur kvæöi viö þetta tækifæri og birtist þaö hér: » Helgi Paulson, Elfros, Sask. Avarp til Helga Pálssonar og konu hans. Hér i kvöld hreima fjöld huldra strengja óma vinum hjá, vinum frá, vekja fjör af dróma, gaman stund gleður lund glóa sveigar blóma viöurkenning veittan fyrir sóma. Hljóðnar sviö, héðan þið hefjið ferð ám tafa, samvist þver, söknum vér samtaka og gjafa. Grettistök—gullin rök— geymast bygð án vafa ykkur—meðan ísflendihgar hafa. Þúsundföld gæöagjöld greipt í rúnum braga vil eg tjá vinum frá veitt um liðna daga. Hvars um frón heiðurs hjón haldið, laus viö baga. Farið vel; en verndi minning saga. Jóhannes H. Húnfjörð. Silfurbrúðkaup í Framnesbygð. Þann 28. marz s. 1. geröu Fram- nesbúar óvænta heimsóíkn þeim Mr. og Mrs. J. J. Homfjörö, sem eru ein af hinum vinsælu myndarhjón- um þar í bygö. Var tilefniö aö gera þeim og öðrum glaða stund til minningar mn 25 ára hjónaband þeirra. Um eða yfir 60 manns voru > förinni. Var heimsóknin gerö aö kvöldi dags. Safnaöist fólk sam- an hjá Þórarni bónda Stefánssyni, nábúa þeirra Homfjörös, og fór svo þaðan í einum hóp. Veður var hiö inndælasta, blitt og stilt, en þó nokkuð þykt loft og dimt og urðu menn að nota luktir til heimferðar heim á staðinn. Þau Jón J. Hom- fjörð og kona hans búa i prýðilegu húsi og þar til og meö æði stóru og rúmgóðu. Guðmundur bóndi Magnússon haföi orð fyrir gestum. Skýrði hann frá tílefni heimsókn- arinnar og sagöi fyrir um alla til- högun. Fórst honum það myndar- Iega, sem við mátti múast. Haföi hann alla stjóm á samsæti þessu samkvæmt fyrirfram gerðri ráð- stöfun heimsækjenda. Það sem fyrst fór fram, eftir að > heimilisfólk hafði fengiö tima til aö) HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum búast, brúðkaupsklæðum og gestir höfðu hagrætt borðum, bekkjum og stólum eins og hentast þótti, var það, að sungin voru þrjú vers af sálminum “Hve gott og fagurt og indælt er”, Aö því búnu las séra Jóhann Bjarnason biblíukafla og flutti bæn. Var þá sungið versið: “Ó lífsins faöir láni krýn”. Fóru því næst fram himingju- óskir til handa silfurbrúðhjónunum, sem gestir létu í ljósi meö handa- bandi. Settist þá hópurinn til borðs og fóru þá fram veitingar og ræðuhöld, hvorttveggja í senn. Fyrstu ræðuna flutti Guöm. Magnússon. Er hann maöur prýð- is vel skýr og æföur ræðumaður. Flutti hann þeim hjónum heillaósk- ir bygðarbúa og afhenti þeim gjaf- ir, mjög veglegar, frá vinum og vandafólki. Þá talaði næstur séra Jóhann Bjamason. Þá Pétur Bjarnason læknir. Er hann gamall og vel þektur Ný-Islendingur, greindur maður og mjög vel máli farinn. Hafði hann áður verið nábúi þeirra Mr. og Mrs. Hom- fjörö, þegar þau og hann bjuggu í ísafoldarbygð. Þegar Pétur haföi lokið tölu sinni, var fariö aö gefa bendingar um, aö konum bæri lika aö taka til máls. Jafnrétti væri nú komið á i fylkinu og þeim bæri því að bera sinn hluta af alls konar byrðum og þar með þá líka sinn hluta af þeim byrðum, að flytja ræður í samkvæmum. Tók þá Mrs. Hólmfríður Ingjaldsson til máls. Er hún mjög ágæt kona, prýðilega greind og vel máli farin. Sagðist henni vel að vanda. Mimu og all- ar ræöurnar hafa vel tekist, aö því er eg frekast veit, allar hóflegar, hlýlegar og meira og minna skemt- andi, eins og á viö, þar sem gleði er á ferðum. Gjafir þær sem silfurbrúðhjónun- um bárust vora þessar: (T) Silf- ursett, frá Guðrúnu systur Jóns og börnum þeirra Mr. og Mrs. Horn- fjörö. (2) Silfursett, frá Mr. og Mrs. Rafnkell Bergson í Winnipeg. (3) Silfurpeningasjóður, $25.00 frá fólkii í Framnesbygð. (4) vand- aður legubekkur, frá hinum sömu. Bkki man eg að nafngreina alla gestina, sem í heimsókninni voru. Skal hér því ekki getið annara en þeirra sem þátt tóku í ræðuhöldum, Þykir fara betur á því en að nafn- greina nærri alla og sleppa svo ein- um eöa tveimur, sem af vangá yrðu útundan, eins og oftast vill verða þegar telja skal upp nöfn. Kona Jöns' Hornf jörð heitiir Guð- leif og er Árnadóttir. Eru þau hjón ættuö úr Austur-Skaftafells- sýslu. Komu vestur um haf 1890, j>á trúlofuð og giftust næsta vetur. Þau eiga fimm börn, öll hin mann- vænlegustu. Elzt þeirra er Berg- þóra, þá Kristján, þá Helgi og svo Sesselja og þorsteinn. Þau voru öll þarna viðstödd nema Bergþóra. Er hún nýlega gift og búsett svo langt burtu, að henni var ekki unt að vera í þessu gleðisamkvæmi. Sá sem þetta ritar varð að fara burt úr samkvæminu nokkra áður en því var slitið. Hafði þá ein ræð- an bæzt við. Var það silfurbrúö- guminn sjálfur sem þá talaði. Þakkaði hann heimsækjendura fyr- ir þá sæmd sem þeim hjónum hafði verið sýnd og þau vináttu merki og hlýjan hug bygðarmanna er lýsti sér í þessari óvæntu heimsókn. Einn af nábúum þeirra Hom- f jörðs og um leiö einn af forgöngu- mönnum þessa samsætis vantaði i sarrlkvæmiÖ. Það var Tryggvi bóndi Ingjaldsosn. Var bann í annríki' miklu langt frá heimili og gat því ekki verið viöstaddur. Flestum eða öllum mun koma saman um að þessi sæmd og þessi vinahugur, sem þeim Homfjörös hjónunum veittist í heimsókn þess- ari, hafi í alla staði verið verðskuld- að. Þau hjón hafa verið boðin og búin til aö styrkja alt sem til heilla hefir miðaö. Veriö frá byrjun raeö hinu allra bezta safnaðarfólki Ár- dalssafnaðar, sérlega hjálpsöm við þá sem bágt hafa átt og vinsamleg í framkomu viö alla. Virðist þaö hafa verið mjög vel til falliö af vin- um þeirra og nágrönnum að heiðni þau meö þessu samsæti, sem og var hið ánægjulegasta og stór myndar- legt í alla staði. Vínbann í Nýju Brúnsvík. Fyrra fimtudag voru samþjkt lög í þinginu í Nýju Brúnsvík um vín- sölubann, svo aö segja samskonar og þau sem veröa hér í Manitoba eftir 1. júní. , Lögin í Nýju Brúns- vik öðlast gildi í mai að vori, en svo er gert ráð fyrir að fólkiö verði látiö greiða atkvæöi um þaö þegar striðinu er lokið hvort vínsalan skuli haldkst eöa vínsalan byrjuð aftur. Einnig var það ákveðii að óáfengt vin skyldi þaö aðeins taliö, sem hefði 2% af áfengi eða minna, en nú er það talið óáfengt sem hef- ir 2ýá%. Svona saxast á limina /hans Björns mins. Fellibylur í Kansas og Missouri. Fyrir nokkru síðan fór fellibyl- ur yfir miðhluta Kansas ríkis og vesturhluta MissQuris. Ellefu manns mistu lifiö og fjöldi meidd- ist. Eignatjóniö er afarmikið bæði á húsum, brúm, þráðum og jám- brautum. Mestur var skaöinn um- hverfis bæinn ,Topeka. EftírBt. Til þess aö gefa mönnum hug- mynd um hversu mikið verk það er sem heilbrigðisdeild bæjarins hef- ir meö höndum má geta þess að í marzmánuði voru eyðilögð 23 tonn af mat, sem hingað voru flutt og áttu að seljast, en reyndust skemd; 1830 heimsóknir þurfti á mánuði til þess að líta eftir þurfandi bömum og fundust 202 böm, auk þeirra sem áður voru sem hjálpar þurftu. Ökeypis læknishjálp var veitt 115 manns. Sóttnæm veiki fanst í 1023 manns; þar af dóu 23.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.