Lögberg - 04.05.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.05.1916, Blaðsíða 4
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 4. MAI 1916. Iftígberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- urabia Pre*s, Ltd.,!Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manauer Ltanáskrift til blaðsins: THE COLUMBIA PHESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg. M«n- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winniptg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Hvert stefnir? Niðurlag. EUtt atriðið sem minst var á voru heimaskól- ar. .pað sem er að naga rætumar undan íslenzk- unni, skera á tungurætumar, ef svo mætti segja, er það að bömin læra ekki að tala íslenzku á heim- ilunum. Hefði það ekki verið fyrir hann Jakob Briem, sem sumir hafa kallað íslenzka skólann lifandi, þá væru heimilin ekki mörg hér í Winni- peg, sem ættu íslenzkutálandi böm. Pað sem á ríður er að kenna málið áður en Enskan er lærð. Sé barnið búið að læra og lesa íslenzku heima fyrir áður en það byrjar skóla- göngu, og búið að fá áhuga fyrir að lesa eitthvað sem heldur huga þess, þá er björninn unninn; þá eru þær undirstöður lagðar sem auðvelt verður ofanáhleðslu. En galdurinn er sá, að fá þeim eitthvað það að lesa á íslenzku, sem þeim þykir skemtilegt og laðandi. pað var réttilega tekið í'ram á samkomu nýlega, bæði af Jóhanni G. Jó- hannssyni og séra Rúnólfi Marteinssyni að hér væru ekki til á fslenzku neinar barna- eða ung- lingabækur, sem til þess væru hæfar að lesast. Hér duga ekki samskonar bækur og blöð handa unglingum og heima á íslandi; ekki fyrsta kastið, að minsta kosti. Heima skilja bömin sögur um stekkjarferðir og fjallgöngur og þykir gaman að; hér er þeim slíkt eins og það væru sögur frá tungl- inu. Sögum og öðru sem fyrir börn er skrifað verður að haga eftir kringumstæðum, eftir því hverju bömin hafa vanist, hvað þau þekkja og skilja. Hér þurfa barnabækur að vera um akra og námur og skóga og jámbrautir og verksmiðj- ur o.s.frv/ Vestur-fslendingar hafa enn ekki sýnt neinn lit á því að yrkja og skrifa fyrir börn; þeir eiga það eftir, og þeir verða að fara að vakna til þess verks, ef þeir hugsa sér að halda áfram að vera hér sem íslendingar. Heimaskólar eða heimilisskólar hljóta að verða fyrsta undirstaða undir þjóðemis viðhaldi voru hérvestra. En hvernig eiga þeir að vera ? Hverj- ir eiga að kenna og hvernig á að kenna og hvað á að kenna? Fyrst og fremst eru það foreldrarnir, sem eiga að kenna á heimilunum. pað eru og verða nota- drýgstu skólamir. Hvort sem það er af því að foreldramir yfir höfuð hugsi sér að gera íslenzk- una útlæga, eða það er af hugsunarleysi, þá er það víst að fjöldi fólks vanrækir það stórkostlega að veita bömum sínum grundvallar þekkingu í íslenzkri tungu. Foreldrarnir vanrækja það víða að tala íslenzku á heimilunum og verða því bömin ensk áður en nokkum varir. Vér segjum að foreldrarnir vanræki að tala móðurmál sitt og kenna börnunum það. Má vera að þetta sé rangt; má vera að það sé annaðhvort af ásetningi gjört, vegna þess að ekki sé almenn trúin á viðhaldi íslenzkunnar eða hún talin hér til fyrirstöðu, eða að það sé óafvitandi smátt og smátt komið inn í eðli Vestur-íslendingsins að Enskan eigi ekki einungis að vera hér aðalmálið, heldur eina málið? Um það skal ekki fjölyrt, en hitt er daglega sönnuð staðreynd að fjöldi allra yngri foreldra tala oftast Ensku í heimahúsum. Ef mæðurnar sérstaklega kenna bömunum fyrstu orðin á íslenzku og reyna að halda því við; láta þau læra fslenzkuna fyrst, þá er þrautin unn- in; og þar er engin hætta á ferð. Bömunum er ekki gert erfitt fyrir með því; þótt þau kunni ís- lenzku, þá þarf ekki að óttast að þau nái ekki tök- um á Ensku máli þar sem þau ganga á skóla—og kenslan fer öll fram á Ensku. — pað er alt öðru máli að gegna með oss sem hingað komum full- orðin, með alíslenzkum hugsanamyndum mótuð- um á heilann og alíslenzkum tungutökum. Já, það er á heimilunum sem íslenzku kenslan verður að byrja. Móðirin um fram alt, verður að leggja grundvöllinn í því sem öðru. Hún verður að kenna börnunum íslenzkar vísur og þulur og kvæði; segja þeim íslenzkar sögur og skrítlur; kenna þeim bænimar sínar á íslenzku o.s.frv. Auk þess mætti reyna að fá nokkra farand- kennara, sem vel væru að sér í málinu; vel kynnu að laða að sér böm og liprir væru við kenslu. Slík- ir farandkennarar eða lifandi skólar gætu komið miklu til leiðar. ’ En gallinn er sá eins og fyr var á vikið að hér eru ekki til íslenzkar kenslubækur þannig sniðnar að þær komi að hálfum notum. Vestur íslenzkir menn eða þeir, sem hér þekkja til, verða að taka sig til og skrifa slíkar bækur. pað þykir ef til vill út í hött að halda því fram að aðrar bækur þurfi hér en heima, en það er samt satt. Heima má skrifa sögur og segja, sem em um íslenzkt lands- lag og íslenzkt líf þannig að hvert barn skilji; en þær sögur eru ráðgáta bömum sem hér eru fædd og uppalin; þær eru þeim ráðgáta að efninu til, þótt þau skilji málið. Ljósasta dæmi þess er Æskan, hið ágæta ung- lingablað, sem gefið er út heima; það er stórkost- lega uppbyggilegt blað og vandað í alla staði og sannarlega skiljanlegt og við bamanna hæfi heima, en það verður ekki nema að hálfum notum hér, vegna þess að sögumar og alt efni er eðlilega sniðið eftir því sem við á heima. Maður sem tæki sig til og gæfi út alþýðlega, litla og vel valda barnabók hér vestra, ynni þjóð- inni þarft verk og gott. Auk þess sem hér er getið væri það ekki óvinn- andi vegur að halda eins til tveggja mánaða skóla að sumrinu, bæði í bæjum og sveitum, til þess að kenna íslenzku. Gæti einhver bygðarmanna hver í sínu héraði tekið að sér þann starfa, eða fleiri en einn hjálpast að því. Loksins kemur að síðasta atriðinu, en það var þjóðvakningar félag. Rétt um aldamótin var því máli hreyft hér vestra í blöðunum af núverandi ritstjóra Lög- bergs, en það fékk daufar undirtektir. pó komst það svo langt að stofnuð var ein þess konar deild í Chicago veturinn 1901 og voru í henni svo að segja allir íslendingar þar í borg; eitthvað um 80 manns. Voru haldnir fundir í mánuði hverjum á heimilum fslendinga til skiftis, og samvinna hin allra ákjósanlegasta, þrátt fyrir mismunandi skoð- anir í stjómmálum, trúmálum og svo að segja öllum málum. Sá sem verið hefði á fyrsta fundin- um um haustið og þeim síðasta um vorið og tekið vel eftir báðum, hefði hlotið að heyra talsverðan mun á töluðu íslenzku máli. Meira að segja þeir sem þar voru fæddir og uppaldir sumir hverjir, voru farnir að tala fslenzku. Og ef það er satt—sem tæplega er hægt að efa —að mögulegt hafi verið að koma við íslenzkri félagsstofnun, þar sem aðeins 80 manns eru dreifðir innan um 5,000,000, þá ætti það sannar- lega að vera hægt þar sem íslendingar eru þétt- býlir og fjölmennir. Ef alvara á að verða úr því að íslenzku sé hér haldið við; ef mönnum er alvara með það að vilja lifa en ekki deyja—vilja hætta við að deyja—þá þarf að stofna þess konar þjóðvakningar félög al- staðar þar sem íslendingar finnast í Vesturheimi. Deild þarf að vera í hverri einustu bygð og bæ, en aðalstöðvarnar hér í Winnipeg. Samband þyrfti að vera milli deildanna og þing haldið á hverju ári, þar sem komið væri fram með uppá- stungur um nýjar aðferðir, breytingar og umbæt- ur í þá átt að halda við þjóðerni og tungu. Og íslendingadagurinn ætti að vera undir um- sjón þessara félaga. Hann þarf að breytast ger- samlega; hann er orðinn oss Vestur-íslendingum ti! lítils gagns sem íslenzkur dagur; hann er breyttur frá því sem upphaflega var til ætlast og orðin vesturheimsk léttúðarstofnun, þar sem að- alatriðin eru fólgin í dansi, hoppum og hlaupum, en andlegi parturinn alveg látinn sitja á hakan- um. Hann hefir nú orðið nauðalítið þjóðvakning- ar gildi og þarf að breytast ef hann á að ná til- gangi sínum. Alt það sem hér hefir verið sagt er ritað frá því sjónarmiði að íslendingum sé alvara með það að halda við þjóðerni og máli, sé það ekki, þá er þetta auðvitað úti á þekju. pað eru aðeins bend- ingar um hvað gera megi og gera þurfi, ef áfram eigi að halda og ef menn vilji leggja það á sig að vinna að viðhaldi íslenzkrar þjóðar á meðal ensku þjóðarinnar hér eða réttara sagt meðal þess þjóðasafns sem hér er. En þótt allir verði sammála um að vilja halda dauðahaldi í þjóðerni og tungu, og þótt alt þetta yrði reynt, sem að ofan hefir verið talið, þá þarf þess að gæta að láta einangran aldrei henda ís- lendinga hér í landi. Vér verðum að gæta þess að ná sem allra föstustum tökum á enskri tungu og komast inn í enskt þjóðlíf; færa oss alt það í nyt sem orðið getur oss til lyftingar og framfara út á við. Vtr megum aldrei vanrækja það að verða sem fullk jinn? stir og sannastir borgarar hér í landi, og vér verðum að gæta þess að þjóðarsóma vorum er ekki borgið með því ein” saman að vér höldum við íslenzku máli; nei, það eru hin forn- íslenzku drenglyndis einkenni sem vér eigum að vernda hér og varðveita til þess að á oss verði bent sem fyrirmyndar fólk. f því er fólgin þjóðrækni vor; því það ávinnur þjóð vorri álit og virðingu. Séra Björn mintist á þá og þær sem kvæntust og giftust út úr þjóðflokki vorum. Hvað eigum vér að gera í sambandi við það mál? Eigum vér að láta það afskiftalaust? Eigum vér að sleppa því alveg út úr íslenzkum félagsskap sem týndu og töpuðu fólki? pess ber að gæta að því fjölgar altaf ár frá ári, eins og fram hefir verið tekið. Nei, vér eigum ekki að sleppa af því hendinni. Vér eigum að reýna að halda því kyrru í íslenzk- um félagsskap eftir megni, og það verðum vér að gera með því að viðhafa öðru hvoru eða jafnvel jöfnum höndum Ensku á fundum vorum og sam- komum, opinberum þingum, í kirkjum og annars staðar. Á þetta atriði var svo rækilega minst áður í greininni að þess er ekki þörf að fara langt út í það mál aftur. En tíminn sannar það og sýnir að svo bezt höldum vér voru hér að reynt sé að sleppa ekki neinu. Og það skal enn tekið fram að Vest- urflutningar að heiman hljóta að minka og jafn- vel hætta, en ekki ólíklegt að heimflutningar komi í staðinn, og þá er um að gera að svo verði haldið við á meðan að sem fæstir tapi hér málinu og sem flestir læri það. pað er undir íslendingum sjálfum komið “hvert stefnir” í þessu efni. Vilji þeir allir taka saman höndum og leggja það á sig sem á hefir verið bent og vinna að því með alvöru og staðfestu, þá stefnir að virkilegri þjóðræknisvakningu vor á meðal og viðhaldi íslenzkunnar er borgið að minsta kcsti um langan tíma; ef þeir aftur á móti rífa niður hver fyrir öðrum, toga allir sinn í hverja áttina, hafa þetta mál sem önnur mál til rifrildis og deiluefnis til þess að reyna að ná sér niðri hver á öðrum, þá stefnir “norður og niður” í eyðilegg- ingu og bráðan dauða alls þess sem íslenzkt er. Enn í bróðerni. Lesendum Lögbergs þykir það ef til vill óþarfi að láta verða eins langt mál og orðið er um það, sem ritstjóra blaðsins og Árna Sveinssyni ber á milli. En það er aðgætandi að hér er verið að ræða um alment mál og þýðingarmikið, sem ekki snert- ir aðeins tvo menn, heldur einn þátt verzlunar- lífsins í Vesturheimi. Auk þess er því láni hér að fagna, að Ámi Sveinsson er einn þeirra manna sem hægt er að ræða mál við, án þess að hann stökkvi upp á nef sér. par er hvorki Snjólfska né Hreggvizka. Hann tekur málið eins og því horfir við og ræðir það frá sínu sjónarmiði; tekur öllum þeim tökum á andstæðingi sínum, sem hann heldur að veiki málstað hans og styrki sinn eigin, en gerir það á prúðmannlegan hátt. Hann er eins og lipur og sanngjarn glímumaður, sem aldrei lætur það koma fyrir að hann vísvitandi beiti þrælatökum í rit- hætti. Vér sögðum að hér væri um alment^mál að ræða, og það er satt. Mál, sem ef til vill er yfir- gripsmeira og hefir dýpri rætur en menn alment gera sér grein fyrir. pað er á almanna vitund að verzlun er aðal- atvinna þessarar þjóðar — verzlun í einhverri mynd. pað er t. d. öllum kunnugt að blöðin yfir höfuð ei*Ji hér stofnuð sem gróða- eða verzlunar- fyrirtæki, þótt það stundum mishepnist, eins og annað. Flestir vita það einnig að menn eða félög sem prentsmiðjur setja á stofn gera það venjulega í hagnaðar skyni. Og engin prentsmiðja er vér þekkjum hefir enn tekið upp þann sið að neita verki ef borgun fylgir og um löglega athöfn var að ræða. Nú liggur aftur fyrir alveg ný stefna til um- ræðu, og hún er sú að ekki eigi að prenta neitt það,sem að skaða geti orðið. Um það skal ekki deilt við Árna Sveinsson, hvort þetta sé heppileg stefna eóa ekki; vér teljum hana eindregið ákjósanlega EF hægt væri að koma henni í framkvæmd. En hér verður fyrir manni spuming, sem erfitt getur verið að svara: Ef prentfélög eiga að neita öllu því sem skað- legt má verða, hvað mega þau þá prenta og hvað ekki ? Hver á að vera dómarinn ? Er það prent- félagið sjálft eða fólkið yfir höfuð? Eigi það að vera prentfélagið sjálft, pá vandast málið. Vilji svo til að félagið sé skipað vínbannsmönnum, þá mundi það eftir þeirri reglu neita að prenta alt sem á móti bindindi stæði; væru þeir hlyntir hinni hliðinni, þá mundu þeir afsegja að prenta bindind- isbækur og rit; væri félagio skipað bæði bindind- ismönnum og þeim sem með vínsölu væru, hver ætti þá að ráða? Sumir í samfélaginu segðu: “Við prentum ekkert fyrir brennivínshliðina, því það er skaðlegt”; hinir segðu: “Við neitum að pernta nokkuð á móti vínsölunni, því það er eyði- leggjandi fyrir verzlun, tekjur og viðskifti”.. Hvor parturinn á svo að ráða? Sannleikurinn er sá að öllum félögum verður að vera heimilt að prenta alt, sem ekki varðar við lög, vegna þess að önnur takmörk eru gjörsamlega ómöguleg. Enda líka hefir það ávalt viðgengist. Heimskringlu félagið eða “Viking Press” hefir t. d. á umliðnum árum prentað hvern pésan á fætur öðrum nafnlausan til þess að verja og vernda spiltasta og hættulegasta flokk, sem til valda hef- ir komist, jafnvel í þessu landi. í tugum þúsunda hefir það félag dreift út blöðum og bókum sem það hefir prentað með ósönnum skýrslum og af- vegaleiðandi staðhæfingum siðferðislega og á annan hátt. pessu hefir enginn hreyft og engum dottið í hug að hreyfa. ÖIl prentfélög landsins svo að segja hafa prent- að blöð og bækur sem einhverjir flokkar manna lelja ósæmilegt. þessi herferð gegn “Columbia” Press og “Lög- bergi” er alveg úti á þekju. Ef Árni Sveinsson og Magnús Skaftason og aðrir vilja hefja uppreist gegn því að prentfrelsi haldist hér í landi, þá eru þeir um það, en tilgangnum er ekki náð ef það á aðeins að vera bundið við Columbia félagið og Lögberg. Ef þeir vilja hefjast handa og krefjast þess .eða skapa þá stefnu að ekkert sé prentað nema það sem allir telji siðferðislega rétt, þá er þeim það einnig að öllu heimilt, en jafnvel það yrði að ná lengra en til Columbia Press og Lög- bergs. Vér sögðum að vinur vor Ámi Sveinsson beitti ekki þrælatökum vísvitandi í rithætti, og þess vegna er oss það óskiljanlegt hvemig hann hefir vilst frá réttri leið í staðhæfingum sínum í þessari síoustu Heimskringlugrein: “— — málstaður þeirra (brennivínsmannanna) var svo vondur, og atvinna þeirra svo skaðleg og drepandi, að ekkert heiðarlegt blað eða prentfélag vildi styðja þá á nokkurn hátt, nema Lögberg og íslenzka Columbia félagið”, segir höf. Ef vinur vor Ámi Sveinsson kynni ekki að lesa enska tungu, eða væri langt frá öðrum manna- bygðum, þá væri það afsakanlegt þótt hann hefði gert þessa staðhæfingu. En þar sem hann er ágætlega að sér í Ensku og fylgist vel með í mál- um, þá hefoi hann átt að minnast þess að ná- kvæmlega sömu rit sem prentuð voru í Columbia Press og hann talar um, voru einnig prentuð á Ensku, í enskum prentsmiðjum, og svo að segja hverju öoru málu í landinu, sem nokkuð kveður aö. Vinur vor Árni Sveinsson hefir því hlotió að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í aðra átt en sanngimin krafðist, þegar hann gerði þá staðhæf- :ngu að ekkert heiðarlegt prentfélag nenia Colum- bia hefði viljað prenta slíkt. Hvort enski “text- inn hefir verið prentaður hjá “Pree Press”, “Tele- gram” eða “Tribune” vitum vér ekki, en að sjálf- sögðu hefir hann verið prentaður í enskri prent- smiðju. Vér vitum satt að segja ekki af nokkru ensku prentfélagi sem undan því hefir færst. Ataðhæfing vinar vors er því algerlega röng. W THE DOMINION BANK ■UMCMD a. WLEB. M. P.. Praa W. D. UTTBIWI C. A. BOGKBT. Gencnl Hioagw. Borgaður höfuðstóU..............$6,000,000 Varasjóður og óskiftur ábatl .. .. $7,300,000 SPARISJÖÐSDEn.D er ein deildin I öllum útibúum bankans. J>ar má ávaxta íl.00 eða meira. Vanalegir vextir greiddir. I>að er óhultur og þægiiegur geymslustaður fyrir spari- skildlnga yðar. Notre Dame Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Selklrk Branch—M. g. BURGER, Mansger. önnur staðhæfing sem hann gerir er þó enn þá furðulegri. Hún er svona: “Og Columbia félagið tekur að sér að prenta þau (ritin) og útbreiða meðal kjósendanna—án þess með einu orði að benda á eða mótmæla, hinni blekkjandi lýgi, sem þau innihalda.” Hvernig ætlast Árni Sveins- son til að þessu væri svarað? Átti Columbia Press að gefa út til þess sérstaka bók? Lá það ekki beinast við að ef því væri svaraö þá væri það gert í blað- inu, sem gefið er út af sumum- hluthöfum sama félags—blaðinu Lögbergi—og þá auðvitað helzt í ritstjómardálkum þess? Er ekki venjulega talið að blöðin hafi þá stefnu sem ritstjórnar- greinarnar gefa til kynna? Og man Árni Sveinsson ekki eftir því að með “einu einasta orði” væri þar andæft lygunum í bók- mentum brennivínsmanna ? Sé svo, þá er hann minnis- sljórri en vér ætluðum. Vér vit- um ekki betur en kröftug and- mæli kæmu fram tafarlaust í Lögbergi og héldu áfram svo að segja látlaust í hverju blaði fram á atkvæðadag. Meira að segja ritstjóri Lögbergs skrifaði ríkisstjórunum í þeim ríkjum sem rangastar voru fréttirnar fluttar frá í brennivínsbækling- unum til þess að geta rekið til baka þær staðhæfingar, og fékk hann svar frá þeim með þeirra eigin hendi, sum þeirra eru birt í Lögbergi. pegar tímar líða fram og óvil- ha.-x- menn fara að skrifa sögu þessarar baráttu, þá er það víst að flett verður upp blöðunum frá þeim tíma, og ritstjóri Lögbergs gerir sig ánægðan með þann dóm sem þá verður lagður á hluttöku hans í því máli, því þótt vini vorum Árna Sveinssyni finnist það ef til vill stærilæti og óvið- eigandi, þá skal því samt óhikað haldið fram að ekkert íslenzkt blaö neinstaðar, hvorki fyr né síðar, hafi barist eins eindregið og fylgt af eins miklu kappi þegar um vínbann var að ræða og Lögberg gerði í vetur og vor. J?að Iiggur til sýnis hverjum þeim sem lesa vill. í bróðerni skal að endingu spurt þessara spurninga. 1. Hver er munurinn á því að brennivínsmenn prentuðu sín- ar svokölluðu varnir nafnlausar og hinu að bindindismenn gerðu þao sama ? Ef það var rangt af öðrum, var það þá ekki rangt af hinum líka? 2. Hvemig stendur á því að það var synd af Columbia Press félaginu að prenta nafnlaus blöð, ef það er ekkert Ijótt af öðrum félögum að gera það sama t. d. Heimskringlufélaginu, sem hef- ir prentað tugi þúsunda af skað- legum lygapésum, nafnlausum? 3. Vill Ámi Sveinsson að sama aðferð sé tekin upp í borg- aralegum málum og í stríði tíðk- ast ? Samanburðurinn á Colum- bia Press og pjóðverjum á ekki við nema með því móti. 4. Telur hann það undir nokkrum kringumstæðum afsak- anlegt að binda mótstöðumann sinn áður en hann fær að beita vamarvopnum sínum, ef hann er ekki að brjóta lög landsins? 5. Treysti. hann ekki sjálfur svo mikið á hinn góða málstað að hann teldi það óhætt að leyfa öll opinber mótmæli hvaðan sem þau komu? 6. Áleit hann ekki að mál- staður vínmanna væri svo illur og bannmanna svo góður að bind- indismenn græddu eftir því meira sem meira væri prentað og rætt og borið saman? 7. Telur hann það ekki sjálf- sagt að allir flokkar í öllum mál- um eigi að hafa óhindrað mál- frelsi og ritfrelsi? (nema ef vera skyldi í stríði). 8. Ef Jón kemur til Lögbergs með grein á móti einhverju al- mennu máli og Ámi með aðra fylgjandi því og Lögberg tekur grein Jóns en ekki Áma. Ef þeir koma svo báðir með auglýs- ingar og Lögberg tekur hana hjá Jóni en ekki Árna, njóta þessir menn þá báðir sama réttar hjá Lögbergi ? 9. Ef tvær hliðar koma með auglýsingar hvora á móti annari og ritstjórn blaðsins mælir með báðum, eins og á sér stað með Heimskr. viðvíkjandi brennivíns- auglýsingunum, hvoru megin á þá að telja það blað? 10. Ef tvær hliðar koma með auglýsingar hvora á móti ann- ari og ritstjórn blaðsins skrifar hverja greinina eftir aðra á móti annari en með hinni eins og Lög- berg hefir gert, hvoru megin er sanngjamt að telja það blað? ísl. Eimskipafélagið STARF ÞESS OG HAGUR. Eftir ’Guðm. Hanncsson. I. Ljósið í myrkrinu. í öllu voru landsmálamoldviöri skín þó aö minsta kosti eitt ljós þessi árin: íslenzka eimskipafélagiö. Áratug eftir áratug höfum vér verið komnir upp á náð og miskun útlendra gufuskipafélaga, styrkt þau af landsfé, látið þau hafa oss að féþúfu, látið þau þar á ofan lít- ilsvirða þing og þjóð á margan hátt, fara stundum v-er með oss en skyn- lausar skepnur. Sjálfstæðið var nú ekki meira en þetta er öllu var á botninn hvolft, áræðið svona lítið, enda þurfti hér að brjóta þykkan ís, sem myndast hafði af frosti margra alda. Á endanum var hann þó brotinn og frýs vonandi aldrei saman aft- ur. Og stofnun Eims'kipafélagsins fylgdu mörg tíðindi og fáheyrð. Allir flokkar urðu sammála um þetta fyrirtæki, þó þeim kæmi ekki saman um neitt annað. Fátæka al- þýðan okkar, sem oft hefir fengið orð í eyra bæði fyrir smásálarskap og sundurlyndi, lagði nú fram sem einn maður meira fé, en flestir höfðu talið nokkrar iíkur til, sýndi það ljóslega, að vel er henni treyst- andi ef ekki brestur forustuna. Þó alt gengi af göflunum í Norðurálf- unni er styrjöldin hófst, þá var gifta félagsins svo mikil, að skipin voru smíðuð, og félagið tóik til starfa eins og ekkert hefði í skor- ist. Og þegar farið var að skoða og reyna nýju skipin, voru allir á einu máli um það, að ekki höfum vér verið sviknir á smiðinni. Þau voru hin prýðilegustu og reyndust að öllu vel. Allir höfðu gengið að því vísu, að kaupfélög vor reyndust félaginu vel, en eftir var að vita, hVersu kaupmennirnir gæfust, mennirnir, sem félagið átti mest að skifta við. Þeir höfðu flestir lagt tiltölulega lítið fé í félagið, spáðu sumir illa fyrir þvi. Var nú þetta undanfari þess, að þeir flyttu ekki vörur sín- ar með skipum félagsins? Ef það fengi ekki nægar vörur að flytja, var það dauðadæmt, að minsta kosti hefði þá hagur þess hallast fljót- lega. Nökkur reynsla er nú fengin fyr- ir þessu. Bæði kaupfélög og kaup- menn hafa yfirleitt reynst vel, skip- in hafa altaf haft fullfermi hingað og oftast út, jafnvel boðist miklu meira en rúm hefir leyft. Svo mik- il er eftirspurnin eftir vörurúmi í skipunum, að alt er fult 2—3 ferðir fyrirfram. í öllum læssum atriðum hefir alt leikið i lyndi, allar hrakspár hafa orðið sér og spámönnunum til skammar og svívirðingar. En að hverju gagni hefir nú Eimspipafélagið orðið oss ]>að sem af er? Sparaðar 300,000 kr. þó ekki NORTHERN CROWN BANK Höf uðstóll löggiltur $6,000,000 Varasjóðu... . Formaður Vara-íormaður - Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., Höfuðstóll greiddur $1,431,200 .....$ 715,600 - Slr D. H. McMII.I.AN, K.C.M.G. - - - Capt. WM. ROBINSON J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAjMPBELL, JOHN STOVEB Allslconar banlcastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstalclinga eða félög og sanngjarnir tkilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum. T. E. T HDR3TE1N 9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.