Lögberg - 04.05.1916, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.05.1916, Blaðsíða 5
LÖGBKRG, FIMTUDAGINN 4. MAI 1916. 5 Tuttugu og tveggja ára trú þjónusta í þarfir kornyrkju- manna stendur á bak við nafnið: Herbert H. Winearls Aðal skrifstofa: Útibú: 237 Grain Exchange Union Bank Building WINNIPEG BRANDON Eins og að undanförnu er mér ant um að komast að sem beztum kjörum fyrir mina gömlu viðskiftamenn og geta orðið mörgum nýjum að liði í ár. SKRIFIÐ EFTIR WINEARLS: “HELPFUL HINTS TO GRAIN SH PPERS”. Nt 0TKOMIÐ. KOSTAR IOc. VIÐSKIFTAMENN FÁ KVERIÐ ÓKEYPIS. ÞAÐ SPARAR YÐUR PENINGA. ar/' • • 1 • V timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgoir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---------------- Limited ------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG SEGID EKKI “KG GKT KKKT BOR6AB TANNLÆRNI NÚ." Vér vltum, aC nú gengur eldtl alt aO ðskum og ertttt er aC etgnaat eklldlnga. Ef tll vtll, er os« þaC fyrlr beztu. þaC kennlr ou, Mm verCum aC vinna fyrlr hverju centt, aC meta glldl penlnga. MINNIOT þess, aC dalur sparaCur er dalur unnlnn. MLNTNI8T þess elnnlg, aC TENNCR eru oft melra vlrOi en penlngar. HKLLBRIGÐI er fyrsta spor U1 hamlngju. þvt verCtC þér aC verndo TENNDRNAR — Nú er tímlnn—tiér er staðurinn tll aS láta gera vtfl tennur y8ar. Mikill sparnaöur á vöuduðu tannverki ETNSTAKAR TKNNUK $5.00 ÍIVKR BK8TA 22 KAR. GULL $5.00, 22 KAIIAT GULI/I’KNNUR VerO vort ávalt óbreytt. Mörg hundruC manns nota aér hlð lága vee#. HVKK8 VKGNA EKKI pt T Fara yöar tilbúnu tennur vel? •Ca ganga þaer lCulega úr skorCum? Ef þser gera þaC, flnnlC þá tann- lækna, aem geta gert vel vtC tennur yCar fyrlr vægt verð. EG Htnnl yður sjálfur—Notíð ftmtán ára reynslu vora vlð taunlæknlngai $8.00 HVAliBKIN OPIB A KVOUOUM 13 3rt. PARSONS McGRKKVST BUOCK, PORTAGK AVB. Telefónn M. «00. Uppl yflr Grand Trunk farbréfa akrtfatofo. snerti það beinlínis hag Eimskipa- félagsins má fyrst á það minnast, að líklega sparar félagiS íslending- um fullar 300,000 kr. fyrsta árið, borgar þjóðinni óbeinlínis áttfald- an styrk þann, sem því var veittur árlega í fjárlögunum (til millilanda- ferða). Eg skal skýra þetta með fám orðum. Eins og kunnugt er hafa farm- gjöld hækkað afskaplega, síðan stríðið hófst. Félögum, sem geta fengið nóg að flytja fyrir þessi háu gjöld, þykir auðvitað súrt i broti að sigla fyrir miklu lægri farmgjöld og þykjast jafnvel ekki bundin við fyrri samninga á ófriðartímum. Þannig hækkaði Björgvinjarfélagið farmgjokl sín um fjórðung í byrj- un stríðsins þvert ofan í alla samn- inga, og hefir landstjórnin ekki séð sér fært að rétta þar hluta vom. Að vísu hefir Sameinaða gufuskipa félagið ekki gert þetta, en fæstir munu efast um það, að lí'kt hefði því farið, ef Eimskipafélagið hefði ekki verið. Sú hefir og orðið reyndin á, að Sameinaða fél. hefir hækkað farmgjöld stórum fengu minna en Björgvinjarfélagið) með aukaskipunum. Verður félaginu tæpast ámælt fyrir það úr því nóg er að flytja milli annara landa fyr- ir engu minna verð. Eg tel því öll líkindi til þess, ef ekki fulla vissu, að oss hafi sparast um 25% á öll- um farmgjöldum með skipum þeim, er fastri áætlun fylgja, við það að Eimskipafél. var stofnað. Slík hækkun nemur á ári um 150,000 kr. fyrir skip Eimskipafél. og lík- lega öllu meira fyrir skip Samein- aða félagsins. Landinu sparast þvi um 300,000 kr. á einu ári við starf- semi l.sl. eimskipafél., jafnvel senni- legt að í raun og veru sé um hærri upphæð að ræða. Almenningur hefir með öðrum orðum stórgrætt á félaginu. Samgöngubœtur. Sumar hafnir eru að vísu svo vel settar, að sam- göngur og vöruflutningar hefðu án efa verið þar i góðtii lagi, ])ó skip Eimskipafélagsins hefðu hvergi verið. Svo er þetta um Reykjavík. En öðrum héruðum, sem lakar eru sett, t.d. Húnavatnssýslu hafa þau orðið mikil samgöngubót ef ekki bjargvættur. Allir muna hve vel gekk fyrsta ferð Gullfoss, sem slapp fyrstur allra skipa gegnum ísinn og flutti miklar byrgðir af nauðsynjavörum til hafnanna við Húnaflóa. Á þessu ári hefir hann fariS tvær ferðir með vörur á þess- ar slóðir, sem geta komið að ómet- anlegu gagni, ef hafísinn lokar öllu undir vorið, eins og oft hefir J<om- ið fyrir. Félagið skaðast á því, að glíma við þessar erfiðu hafnir og Sameinaða félaginu mun ekki ljúft að sigla þangað, en Eitnskipafélag- ið hefir að þessu leyti látið nauðsyn almennings sitja í fyrirrúmi fyrir eigin hag. Vafasamt er það og, hvort strandferðir hefðu ekki orð- ið að falla niður næsta sumar, ef félagið hefði ekki hlaupið undir bagga. Eg fæ því ekki betur séð, en að það hafi þegar greitt fram úr miklum vandræðum og bætt samgöngumar til stórra muna, þó ekki hafi því tekist, að koma strand- ferðunum i það horf, sem til var ætlast. Styrjöldin gerði það ókleyft. Um nokkra vanrækslu frá félagsins hálfu var eflaust ekki að tala. Stórfé hefir almenningur grætt á félaginu fyrsta árið og bjargvætt- ur hefir það orðið fyrir samgöng- urnar, sérstaklega norðanlands. En hvernig er þá hagur félagsins? Er útlit fyrir, að það beri sig og gefi hluthöfum hagnað í aðra hönd? Ahrif stríðsins. Styrjöldin hefir orðið erlendum gufuskipafélögum feykileg auðsuppspretta. Þau hafa stórgrætt, en eingöngu vegna þess, að farmgjöldin hafa hækkað hóf- laust. I þennan gróða ná þau fé- lög ekki, sem ekki hækka farm- gjöldin eins og Eimskipafélagið hefir gert*ý. Það hefir flutt vör- ur milli Islands og útlanda fyrir 20 til 24 kr. tonnið, eins og var fyrir stríðiö, en lausaskipin útlendu, sem flutt hafa kol og ýmsan varning, hafa tekið nálega tvöfalt, um 45 kr. fyrir lestina. — Félagið hefir því ekki grætt á stríðinu og er bezt að hluthafar geri sér það ljóst. Þvert á móti hefir það tapað stórfé á þvi. Stjórn félagsins hefir leyft mér að skýra lauslega frá tjóni því, sem stríðið hefir valdið undanfarið ár. Gull- foss var þá í förum 9 mánuði, en Goðafoss að eins 6]/2, svo tjónið hefði verið milklu hærra, ef um heilt ár hefði verið að ræða. Auka- útgjöldin, sem stríðið hefir valdið, eru aðallega þessi: Stríðsvátrygging á skip- unum meðan á bygg- ingu þeirra stóð .. .. 2,910 kr. Stríðsvátrygging á Gull- fossi í 9 mán. 20,790 — — á skipshöfn Gullf. 7,200 — — á skipshöfn Goðaf. 4,225 — — á Goðaf. í 6]/2 m. 13,697 — Kauphækkun skipshafna 15,500 — Verðh. á kolum Gullf. 28,000 — Verðh. á kolum Goðaf. 12,000 — Vinnukaups hækkun við afgreiðslur o. fl..... 10,000 — Tjón við tafir Gullfoss í Englandi............... 39,200 — Tjón við tafir Goöafoss í Englandi...............15,400 — Samtals 169,103 kr. Eftir þessu myndi tjóiuð af stríð- inu nema hér um bil 241,000 kr. á heilu ári, ef alt hefði gengið eins og raun varð á í fyrra, eða um 33% af hlutafé félagsins ^711,000 kr.). Með öðrum orðum: til þess að geta staðist þetta tjón þyrfti félag- ið að græða í meðalári 33% eða öllu heldur hátt upp í 40%, ef gera væri ráð fyrir því, að hluthafar fengju þetta árið 4—6% arð, og er þó ó- talin sú fúlga sem leggja þarf i varasjóð. o. fl. Hagur félagsins. Það er eg viss um, að engum hluthafa vestan haf.s eða austan hefir komið það til hug- ar, að fá 33—40% ársarð af fé því, er hann lagði í Eimskipafél. Flestir munu hafa búist við ríflegri pen- ingarentu, 5—6%, og jafnvel engu fyrstu árin meðan þungar skuldir hvíla á félaginu og brýna nauðsyn ber til þess, að koma upp ríflegum varasjóði. Félagið gat verið gott og heilbrigt fyrirtæki fyrir þvi. En hefði ekki félagið reynst miklu arð- vænlegra en þetta, þá hefði styrj- öldin orðið því drápsbyrði, gert það óhjákvæmilegt, að hækka stórum farmgjöldin eða krefjast mjög mik- ils au'kastyrks úr landsjóði. Nú hefir reynslan orðið sú, að félagið hefir borið sig svo vel, að það stenst alt þetta gífurlega tjón. Ef það hefði ekki komið fyrir, hefði það getað borgað hluthöfum 30—40%—og lagt auk þess sæmi- lega fúlgu í varasjóð! Þetta ,kann hluthöfum að þykja lett í vasa þetta arið. Mér sýnist það muni þyngja budduna, er fram i sækir. Og svo get eg glatt þá með því,' að eitthvað hringlar þó í s'kúffuntii handa hluthöfunum, þrátt fyrir öll aukaútgjöldin utan lands og innan! Líklega hafa hluthafar sjaldan varið peningum betur en þeim, sem þeir lögðu í félagið, jafnvel ]tó lit- ið væri eingöngu á, hvað borgaði sig bezt—,svo framarlega, sem eng- in óvænt slys vilja til. Ofan á allan annan hagnað, sent vér höfum af Eimskipafélaginu, bendir þessi stutta reynsla á það, að það verði oss gullnáma, er fram i sækir. Hitt er svo sem sjálfsagt, að fyrstu árin verður að’ leggja meira kapp á það, að koma upp góðum varasjóði og tryggja sem bezt framtíðina, heldur en að borga hluthöfunum sem hæsta vexti. En horfurnar gru þessar, að fé- lagið verði stórgróðafyrirtæki. —Isafold. Merkisatburður í ver- aldarsögunni. Á föstudaginn '-ar voru liðin 99 ár síðan tveir menn sátu á ráð- stefnu til þess að framkvæma eitt viturlegasta, mannúðlegasta og bezta verk sem veraldársagan get- ur um. Það er afnám alls herút- búnaðar milli Bandaríkjanna og Canada. Elbert Hubhard ritar þannig um þctta atriði árið 1908. “Strandlengjan milli Canada og Bandaríkjanna frá St. Lawrence fljótinu til Superior vatnsins eru 2000 milur. Árið 1812 voru þar 46 víggirtir staðir, stærri og smærri; Bandaríkja megin og álíka margir Canadamegin. Við Niagara kastal- ann einn saman voru einu sinni 6000 hermenn og alls höfðu Bandáríkin við stórvötnin yfir 100 skip til ]tess að berjast við Canadamenn ef eitt- hvað bæri á milii—og þetta átti alt að vera til þess að halda á friði— vopnuðum friði. í einni smáorustu við Erievatnið hertók maður sem Perry héf, 27. ára gamall galgopi, sex brezk skip og drap 300 manns, og skömmu áð- ur eyðilögðu Bretar 10 skip fyrir Amerikumönnum og drápu af þeim 200 manns. Eftir stríðið 1812 var saminn friður. En beggja megin var tekið til starfa og þótti heldur en ekki nauðsynlegt að láta hendur standa fram úr ermum. Þá var farið að byggja herkastai!ana sterkari og kyggja lrerskipastöðvar. í Water- lown, Conneantð Erie, Fort Huron, Cleveland og Detroit voru herskipa- stöðvar og unnu þar mörg hundr- uð manan dag og nótt við herskipa- smiðar. Ekki var þetta af þeim á- stæðum gert að stríð sýndist vera í nánd, beldur vegna hins að því var þá haldið fram að á því riði að vera við öllu búinn.” “Canadamegin var sama máli að gegna, og voru heitingar hafðar i frammi. Perry sem fyr var getið hafði sagt: “Vér höfum mætt óvin- unum og þeir eru á voru valdi.” Þessarar svívirðingar fanst Can- adamönnum að ]>eir þyrftu að hefna og þeir kváðust hráðlega verða svo vel búnir að þeir hefðu í öllum höndum við “óvinina”. Svo var það alt í einu, en ]>egj- andi og hljóðalaust að tveir menn settust á ráðstefnu í Washington og gerðu uppkast að samningi. Annar þeirra var Ritíhard Rush, þá- verandi utanríkisritari frá Phila- delphia; hinn var Charles Bagot, ráðherra Englendirtga í Bandaríkj unum. Rush var kVekari að ætt- emi og eðlilega á móti stríði og hernaði. Bagot hafði séð nóg af orustum og stríði tiil þess að vita að í því var livorki frægð né ánægja. Rush gerði uppkast að samningi með fyrirsögninni “Samkomulag”. Þetta merkilega skjal skrifað aðeins öðrumegin á eina pappírsörk og dagsett 28. apríl 1817. Það er á þessa leið: 1. Héðan af skulu herskipin sem höfð verða á stórvötnunum takmörkuð eins og hér segir beggja megin linunnar. 2. Á Ontario vatninu aðpins eitt IOO tonna skip. með ekki fleiri en 25 manns og einni 18 pnnda fallbyssu. 3. Á efri vötnuruun tvö skip jafn- stór og eins mönnuð og útbúin. 4. Á Champlain vatninu eitt skip jafnstórt og eins útbúið. 5. Af öllum öðrum skipum skulu þegar í stað téknir allir aðrir hermenn og öll hernaðar áhö’d og engin önnur herskip skultt mönnttð og bygð meðfram St. Lawrence fljótinu eða stórvötn- unum. Þessi samningur hefir verið sam- vizkusamlega haldinn ávalt síðan. Hann hafði það í för með sér að tafarlaust var hætt við allar víggirð- ingar og vopn lögð niður meðfram vötnunimi. Eftir því sem bezt verður séð verður þessi samningur í giidi um aldur og æfi. Báðir málspartar eru ánægðir með hann og svo eðlilegur ltefir hann reynst að jafnvel fáir vita af því að hann er til. Hræðsla, yfirgangur og hégoma- girni eru þeir þrír draugar sem standa því í vegi að vopn séu lögð niður alment. En hugsandi menn heimsins eru farnir að sjá það að eigi mannkynið ekki að líða undir lok, þá verður að hætta öllum stríð- um. Það er augljósara en nokkurra orða ]>urfi hvilík heimska það er að þjóðir, sem kalla sig kristnar, skuli fljúgast á og drepa hvor aðra. Þeg- ar tvö lönd geta gert samning um ]tað að takmarka svo herbúnað eins og Bandaríkin og Canada hafa gert, og sá samningur er haldinn í öllu tilliti í hundrað ár, hví skyldu ])á ékki öll ríki geta gert það sama? Allur her er óþarfur nema aðeins1 fáeinir hermenn sem lögreglulið. Þjóðirnar mega ekki við því að vera blóðþyrstir vargar fremur en einstaklingarnir. ?Þýtt úr Tribune). Glaðar stundir, Wynyard búar heiðra séra Sig- mar og konu hans og gefa þeim bifreið til viðttrkenningar fyrir starf þeirra. Gamalt máltadki segir að sá sem aldrei geri nei'tt nema það sem hann fái borgað fyrir, hann fái aldrei borgað fyrir meira en hann geri; en við ])etta mætti bæta því að vér fáum altaf borgað fyrir alt sem vér gerutn; einstaklingurinn er það samanlagt sem hann hefir gert og hugsað, og engin villa getur átt sér stað í þeim reikningi. Þetta er auðvitað þannig vaxið að mæla má með og móti, en mik- inn sannleika hefir það í sér fólg- inn, þrátt fyrir það þótt margt virð- ist benda í gag-nstæða átt, þegar það er athugað að sumir þorparar virð- ast njóta gæfu og gengis, en alþýð- an yfir höfuð búa við sult og seyru. En auðlegð mannlífsins' verðttr ekki nteð réttu mæld við það sem út- vortis sést; þar kemur annað til greina, meira virði; því sá sem eyð- ir tímanum i það að telja miljónir sínar er oft fátækari en sá sem að- eins hefir til hnífs og skeiðar. Dygðin er sjálf sín eigin laun og þau sæl. En stundum ber það við að verðlaun dygðanna taka á sig líkamlega mynd og verða þreif- anleg og “pralktisk”. Þetta átti sér stað síðasta fimtudag, þegar fáein- ir vinir þeirra hjóna séra Haraldar Sigmar og konu hans frá söfnuð- um hans, heimsóttu þau að óvörum og færðu þeim að gjöf nýja bifreið. Það var vel válin og viðeigandi gjöf út af fyrir sig; en það sem enn þá meira var í varið var það sem á bak við gjöfina var og gerir jafn- vel allra smærstu gjafir stórar— það var sannarleg vinátta, sem er ein hin allra bezta mannlegra til- finninga. Það var viðurkenning til manrtsins fyrir verk hans og verðskuldað þakklæti í líkamlegri mynd með heitri sál að baki sér. Þegar séra Sigmar byrjaði starf sitt hér fyrir 5 árum var hér tals- vert af sundurlyndi og flokkadrætti. Menn greindi á eins og þá gerir enn, um trúaratriði, og oft varð það að óvináttu og illindum. Það þurfti á lagi og lipurð að halda, og vér getum sagt það með sanni að séra Sigmar hefir tekist það, hann hefir verið því starfi vaxinn. Beizkjan er öll horfin, og samúð- artilfinningar hafa komið í staðinn, þrátti fyrir mismunandi skoðanir. Orð Edwins Markhams eiga hér við “I samráði kærleiks eg sirkil dró, og svæðið þar inni var öllum nóg.” Blaðið Advance óskar séra Sig- mar og konu hans til hamingju í hinu sigursæla starfi, sem altaf hef- ir betri og'betri áhrif eftir því sem árin líða; blaðið ósikar þess að vin- um þeirra megi enn fjölga og starfsgæfa þeirra enn aukast og al- menn hylli enn vaxa, sem þó hefir verið greinilega sýnd með þessari gjöf.'’ Lauslega þýtt úr “Wynyard Advance’’. WALKER. heilmikil söngskemtun verður þar næstu viku. Þar verða 125 raddir og lúðraflokkur 90. herdeildarinnar undir stjórn Mr. S. L. Barrow- clough og fjögra frægra söngvara. “I’m Seventeen Come Sunday”, er frægur söngur sem sunginn verð- ur á föstudaginn af P. Aö Grainger. | “Bold Turpin”, sem Samuel Weller syngur. “Britaan Prepared” er mvnda- sýning, sem mikið lof hefir hlotið á Bretlandi. Sést þar margt sem fram fer fyrir stríðið og í því. “Robin Hood” verður éinnig sýndur 15. maí og alla þá viku og John P. Slocum syngur “Nobody Home”. DOMINION “The Man of the Hour” heitir sá leikur sem mest kveður þar að um þetta leyti. Er það bæði póli- tískur leikur og f jármálaleikur, sem sýnir ýmsar hliðar þeirra mála. Er þar sýnd einkennileg bæjarstjóra kosning og sýnir leikurinn hvílíkum brögðum oft er beitt í pólitík og fjármálum. PAN-TAGES Lrvals leikir, söngvár og íþróttir fara frarn á Pantages næstu viku. Sumt af þvi eftir William Morris, hinn alkunna snilling. “The Al. Coles Troops” verður þar aðal að- dráttaraflið. Það félag verður að- eins 14 vikur i þessu landi. Er sókst eftir því unt allan heim. ”The Alibi” er lika ágætur gleðileikur og “The Jron Claw kannast allir við. Seinustu sumarpásk- ar voru 1886. Ernest Nixon Kitchen, ágætis píanó kennari frá Winnipeg dó á laugardaginn var í hospítali í Chicago eftir uppskurð við botn- lang^þólgu. Eldur kom upp í mylnum kom- hlöðu félagsins í Medecine Hat og var skaðinn metinn á $200,000. enginn veit um orsök eldsins. Fimtudags og föstudagskveldið 6. og 6. mal gefst mönnum færi að hlusta á vor-söngleika WINNIPEG ORATORIO SOCIETY með aðstoð hornleikaflokks 90. herdeildarinnar og fjörga söngmanna. Verð $1.00, 75c, 50c. ALLA NÆSTU VIKU Tvisvar á dag, 2.30 og 8.30. Verða myndasýningar gefnar út af heimastjórninni BRITAIN PREPARED Með leyfi hans hátignar konungsins og drotningarinnar og hertogans og hertogafrúarinnar af Connaught. Verð: $1.00 tii 25c. Eftirm. 50c og 25c. BRAÐUM KEMUR The DeKoven Opera Co. 1 Robin Hood söngleiknum “NOBODY HOME”. Sumartíma- bilið byrjar 1. Maí og helzt til 30. Sept. Verðið er sama og vant er. Borgunarskilmálar eru auðveldir. Afgreiðsla er greiðari en nokkru sinni áður. m Biðjið um bækling með fullkomnum upplýsingum eða talsímið m The Aictic lce Co. Llmited 156 Bell Ave. 09 201 Lindsa^ Bailding 4 S 6 U S K I N. nú býsna margar” segir Siggi, og eg man ekki að telja þær allar upp. Mér þykir mest gaman að fornsög- unum okkar, Njálu, Eglu, Grettis- sögu, Laxdælu og Vatnsdælu. Þess- ar sögur ættu allir íslendingar að kunna. Eg gæti sagt þér þráðinn úr öllum þessum sögum, Bjami minn, en það væri betra fyrir þig að lesa þær sjálfur. Þær segja allar frá svo miklum og góðum mönnum, sem afar mikill heiður er fyrir okkar þjóð að hafa átt.” Bjarni svarar: “Það væri gaman að þekkja alla helztu mennina í sög- um þessum sem þú talar um.” “Vist væri það” mælti Siggi, “en til þess þarftu ekki annað en læra að lesa íslenzkuna.” Um vorið fluttu foreldrar Bjarna burtu úr bygðinni og Bjarni með þeim. Sáust þeir Siggi og Bjarni ekki næstu fjögur árin Þegar þeir fundust aftur var Bjarni orðinn vel lesandi á íslenzku og kunni þá þráð- inn úr öllum íslendingasögunum og mörgum bókum fleiri sem ís- lenzkan fróðleik höfðu að geyma. og nú þekti hann orðið Lögberg með Sólskini barnanna. Töluðu þeir drengirinr nú um sögumar fram og aftur. Kom þeim saman um að fáir af fommönnunum okk- ar hefðu verið betri en Ingimundur gamli og Þorkell Máni, sem á dán- ardægri sínum lét bera sig út i Sólskinið. 5\ Litli fuglinn. Litli fuglinn kvakar uppi á kvisti, kominn hingað Suðurlöndum frá, sendur jafnt og sumardagur fyrsti sólskins barni mjúkum vængjum á. Litli fuglinn segir margar sögur, Suðurlöndin eru björt og hlý; blómin þeirra bæði stór og fögur, byrgj a þar ei nokkur kuldaský. Litli vinur, segðu mér að sunnan, syngja fuglar skærra þar en hér? gera blómin guð þar betur kunnan? grét þar ekkert bam, sem mætti þér? paðan burt mér finst eg aldrei færi, fanst þér ekki suðrið töfra þig? til hvers varstu að koma hingað, kæri? komstu bara til að gleðja mig? Sig. Júl. Jóhannesson. Gullfoss. A Islandi eru ákaflega margir og fallegir fossar. Sumir eru svo ein- kennilegir að hægt er að ganga á bak við þá. Einhver fegursta sjón sem hægt er að hugsa sér er það, ]>ar sem fossarnir steýpast niður af háum klettum, þegar klettarnir slúta fram þannig að þeir skaga lengra fram að ofan en að neðan. Þá verður bil á milli klettsins og vatnsfallsins, fossinn er þá eins og heljar mikil vatnssvunta sem hang- ir laus niður af klettsbrúninni og ofan í ána fyrir neðan. Þar sem svona hagar til má ganga inn undir klettinn og yfir um ána, eða standa á bak við fossinn og horfa frant í vatnsbreiðuna. Ef svo vill til a« glaða sólskin er, þá er ómögulegt að lýsa því hversu fagurt er að horfa á fossinn, þegar staðið er á bak við hann og sól'.n skín á hann að framan. Vatnið er þá á milli manns og sólarinnar og hún sést aðeins í gegn um það, eins og í gegn um krystallsbreiðu. Gullfoss' er einn af fallegustu fossunum á íslamli. — Hanti er “gullfallegur” og hann lítur út rétt eins og “gull” á kveldin þegar sólin skin á hann rétt fyrir só!arlagið. Islendingar heima hafa nýlega

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.