Lögberg - 24.08.1916, Side 1

Lögberg - 24.08.1916, Side 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að Kafa það sem ljúfferrgast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari (þeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Ineersoll 8t. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FFMTUDAGINN 24. AGÚST 1916 NÚMER 34 FRÚ RANNVEIG JÓNASSON Alvarlegar ákærur. Plágan breiðist út. Eins og áður hefir verið skýrt frá í Lögbergi, andaðist merk- iskona þessi á spítalanum hér í Winnipeg að morgni mánudags 7- Ágúst 1916. Frú Rannveig var fædd að Grund í Eyjafirði 2. ágúst 1853. Foreldrar hennar voru ólafur Gunnlaugsson Briem og kona hans Dómhildur þorsteinsdóttir. Var ólafur sonur Gunnlaugs sýslu- manns Briem. Bjuggu þau ólafur og Dómhildur á Grund langan aldur; stundaði Ólafur trésmíða-iðn jafnframt búskap, og 1851 var hannþjóðfundarmaður Eyfirðinga. Hann var hagorður mað- ur og eru kviðlingar hans kunnir um alt ísland. Böm þeirra ólafs og Dómhildar, þau er á legg komust, voru auk Rannveigar: Sig-! ríður (gift séra Davíð Guðmundssyni) ; Eggert Ólafur, prestur, d. 9. marz 1893; Haraldur, bóndi á Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu; Kristján, verzlunarmaður, d. 21. des. 1870; Jóhann, bóndi á Grund við íslendingafljót í Nýja fslandi; Valdimar vígslubiskup í Skál- holtsstifti; Gunnlaugur, d. 10. apríl 1873; ólafur, trésmiður á Sauð- árkróki í Skagafjarðarsýslu; Jakob, á Gimli í Nýja íslandi. / Um árið 1859 misti Rannveig sál. foreldra sína og var hún þá tekin til fósturs af þeim amtmannshjónum Jörgen Pétri Hafstein og Kristjönu Gunnarsdóttur, frændkonu Rannveigar. peirra sonur er Hannes Hafstein, fyrverandi ráðherra fslands, og voru þau Rannveig fóstur-systkini. Rannveig naut ástfósturs mikils hjá amtmannshjónunum. Frú Kristjana er enn á lífi og unni Rannveig sál. henni sem móður til dauðadags. pá er Rannveig var rúmlega tvítug fluttist hún til bróður síns, séra Eggerts Briem á Höskuldsstöðum í Húnavatnssýslu; þar giftist hún 15. júní 1876 Sigtryggi Jónassyni, hinum frækna for- ingja frumbyggjanna íslenzku í Vesturheimi, sem verið hefir einhver mesti atorkumaður og ágætis með Vestur-fslendingum. Lifir hann konu sína og dvelur á búgarði sínum í grend við Árborg í Nýja íslandi. Haustið áður en þau Rannveig giftust, kom Sigtryggur heim úr fyrstu ferð sinni til Ameríku, og hafði þá valið nýlendusvæði handa íslendingum, þar sem nú heitir Nýja-fsland. Snemma í júlí lögðu ungu hjónin af stað til Ameríku og með þeim mörg hundruð innflytjenda. Löng og erfið var ferðin og er hennar getið Hartley Dewart lögmaSur í Tor- onto lýsti því yfir rétt fyrir kosn- inguna á mánudaginn að Frank Cochrane járnbrautarráöherra i Ottawa og ráöherrar í Ontario- stjórninni séu í sambandi viö nikk- el-einokunarfélagiS, sem selur nikk- el til ÞjóSverja. Segir hann aS canadiska koparfélagiS (sem er hjálparfélag alþjóða nikkelfélags- ins), Cochrane málmvörufélagið og Toronto News prentfélagið séu 511 í nokkurskonar sambandi. “Eins og eg hefi b’ent ySur á’’ sagði hann, “er canadiska kopar- félagið í Sudbury og Cochrane málmvörufélagið meS aðalstöðvar sínar í Sudbury. N. T. Hillary frá Toronto er skrifari og gjald- keri Frank Cöchranes (ráðherra) félagsins í Sudbury og einn af stjórnendunum er A. P. Turner, sem var árið 1909 formaSur cana- diska koparfélagsins, sem hann hafði verið viSriðinn svo árum skifti. ÞáS er dálítið eftirtektavert að koparfélagiS og Cochrane félagiS eru svo nátengd málmvöruverzlun- inni sem selur canadiska koparfé- laginu. Svo er annaS félag i Toronto; þaS er Toronto News prentfélagiS. Þar rekur maSur sig á það að hinn sami Hillary, skrifari og gjaldkeri Cochranes félagsins á þar sjálfur 472 hluti og hefir umráS 300 hluta auk þess í News prentfélaginu í Toronto.” G. Howar-Ferguson ráSherra í Ontario kveSur alt þetta uppspuna og segir aS ef Dewart hefSi hagaS þannig orSum sinum að hægt hefði veriS aS taka 'hann fastan, þá hefði hann ekki gengið laus á mánudag- inn. Þegar Dewart hafði lokiS ræSu sinni og skýrt frá því hiklaust og ákveSiS aS nikkel hlefði veriS sent frá Canada til Þýzkalands, þá stóð upp enskur prestur er John Bennett Anderson heitir og sagði: “Eg hefi verið conservative alla mína dága ; en nú get eg ekki lengur orSa bundist. Mr. Dewart hefir alveg rétt að mæla þ’egar hann talar um nikkelverzlunina. Eg hefi vitað þaS altaf síSan stríðiS hófst. Nikkel frá Canada hefir fluzt til Þýzkalands og frá Þýzkalandi aft- ur til Canada sem kúlur i dauSum og lemstruSum líkum drengjanna sem vér höfum sent í stríðiS.” UngbarnadauSinn heldur áfram í New York; deyja þar enn aS meS- altali á dag 32 böm, en 125 veikjast, Nú hefir veikin borist vestur og norSur um alt land; fyrst til Chicago og svo til Mennisota. Þar hafa þegar veikst 400 böm og mörg þeirra eru skemra en 100 mílur frá Winnipeg. Hér i bænum hafa sex Frút Rannveig Jónasson. í annálum- Frú Jónasson varð eftir í Toronto, en maður hennar fylgdi hópnum alla leið. Kom hann síðar um haustið aftur til Toronto og fluttu þau bæði þá þegar til Nýja-íslands. Gerðu þau bú sitt við íslendingafljót og nefndu Möðruvelli. Var það fyrsta nóv. 1876, að þau settust að við Fljótið. Bráðabirgða-kofi var reist- ur og höfðust þau þar við til jóla, en á jólum fluttu þau í nýtt hús all-mikið, er Sigtryggur hafði gera látið, og var það um margt ár sem nýtt Amtmannssetur þar í bygðinni. Á Möðruvöllum bjuggu þau hjón þar til um haustið 1880. Fluttust þau þá til Winnipeg, en dvöldust þar ekki í það sinn nema þar til vorið 1882. pá flutt- ust þau til Selkirk, því þar var aðal-stöð verzlunar- og flutninga- félags þess hins stóra, sem Sigtryggur Jónasson nú stýrði. Aftur fluttust þau til Winnipeg haustið 1887 0g dvaldi frú Jónasson upp frá því í Wínnipeg til dauðadags. Var heimili þeirra í Winnipeg lengi eitthvert helzta höfuðból menningar og félagslífs íslendinga í Winnipeg; var Sigtr. Jónasson blaðamaður og þingmaður lengi. Hin síðari ár var frú Jónasson svo biluð að heilsu, að hún varð að láta af hússtjórn. Dvaldi þá maður hennar í Árborg, en hún var til heimilis hjá dr- Jóni sál. Bjarnasyni og frú Láru. Eftir fráfall dr Jóns bjuggu þær saman áfram frú Lára og frú Rannveig og þaðan fluttist frú Rannveig á spítalann viku fyrir andlátið. Ekki varð þeim Sigtryggi og Rannveigu barna auðið, en fóst- urson eiga þau. Er hann af skozkum ættum, Percy Chaloner að nafni; ættarnafn hans er McGie, en hann ber nafn fósturforeldra sinna, Jónasson. Kom hann til þeirra þriggja ára og dvaldi hjá þeim ávalt síðan. Athvarf á heimili Jónasson-hjónanna áttu og önnur ungmenni og mörg skyldmenni. Frú Rannveig Jónasson var gáfuð kona með afbrigðum, og svo vel að sér um alla bókfræði að naumast mun önnur slík. Hún var dul kona í skapi og kaus sér fremur góða vini en marga. Svo næma tilfinningu hafði hún fyrir fegurð bókmenta og lista og ljósan skilning á þeim viðburðum, er gerðust, að mentuðum mönn- um var hið mesta yndi af samtali við hana. Trúkona var hún mikil, og var trú hennar hrein og fögur og varpaði dýrlegri birtu yfir hugsanir hennar. — Frú Rannveigar Jónasson verður jafnan minst, er getið verður beztu kvenna þjóðar vorrar.— B. B. J. John Wesley Allison sviftur nafnbótum. Heiöursnafnbótin hefir veriS tekin af John Westley Allison fyr- ir óráövendni í skotfærakaupum og fleiru. Þaö sannaöist fyrir rétti aö hann og félagar hans slógu hendi sinni yfir miJjónir dollara af fé fólksins—réttu nafni heitir þaö stórþjófnaður. — Vínbann og velmegun. Vínbann hefir verið Rússum fjárhagslegur ávinningur. í janú- armánuði 1914, áður en banniö komst á, lagði þjóöin í sparisjóði $900,000. í janúar 1915 fór það upp i $28,000,000, og í janúar 1916 voru það $60,000,000. Hvað segja þeir við þessu sem halda því fram að vínbann sé fjárhagslegt tjón? börn veikst síðan seinasta blað kom út, og sýnist því veikin vera komin hingaö og búin aö ná haldi, þó hægt fari. Áríðandi er að leita læknis ef á nokkrum lasleika ber í ungbörnum, því talsvert er hægt að gera til þess að draga úr veikinni, þótt órækt meðal sé enn ófundið viö henni. Matsöluhús sprengt upp Námuverkfall hefir staðið yfir í Bandaríkjunum og allmikill hiti i sambandi viö það; fór svo langt ný- lega að liftjóni var hótað ef náma- menn i Biwabik hættu ekki að vinna. Greiðasöluhús var nokkru siðar sprengt þar í loft upp, og voru í því 10 manns. Hafði greiðasalan- um verið sagt það af sendimanni verkamanna að ef hann hætti ekki að vinna, þá vissi hann ekki fyrri til en að hann vaknaði upp í helvíti. Maður að nafni Matti Mollenes hefir verið tekinn fastur í sambandi við þessa sprengingu, því hann var einn þeirra er hótanir höfðu í frammi. Slys. Kona nokkur sem Mrs. George Clydesdale heitir frá Troomefield i Ontario var á báti í St. Claire ánni 17. ágúst með fimm mánaða gamla dóttur sina er Jean hét. Eldur kom upp í bátnum út frá gasolin vél; konan varð hrædd um aö sprengmg yrði, þreif bamið í fang sér og kast- aði sér í ána. Hún synti langa leið ; en þegar hún var komin rétt að landi leið yfir hana og hún misti barnið í ána; það druknaði, en henni var bjargað. Sorglegt slys á Winnipeg-yatni. Fimm Islendingar drukna leiðis Alfred Bristow; en ekkert hinna kunni sundtök. Lengi var leitað og víða en ekki fanst hitt, var því farið með líkin tii Gimli. Siðar fanst lik Mrs. Ein- arsson og var það rekið svo að segja norður til Mikleyjar. Alfred Bristow er ófundinn enn. Eins og nærri má geta voru þctta mikil sorgartíðindi á Gimli; var ]>arna höggvið stórt og við- kvæmt skarð í útlendingahópinn i íslenzka bænum og átti margur um sárt að binda; lýsir Steina Stefáns- son þvi átakanlega í “Free Press” þegar líkin voru flutt i land á Gimli. “Tilfinningar fólksins áttu engin orð ’ segir hún, “en svipur sorgar- innar þögull og djúpur lýsti því sem inni fyrir bjó.” Gömlu hjónuuum Wm Bristow og konu hans voru flutt þau tiðindi ð tveir elztu synir þeirra væru dánir og tveim systrum þeirra voru flutt sömu tiðindi, þeim Mrs. S. Val- garðsson og Mrs. J. Sigurgeirsson, auk margra yngri systkina. Öðrum öldruðum hjónum G. Pétursson varð að flytja þá fregn að elzti sonur Jæirra og dóttir væru liðin lík og litla stúlkan fjögra ára frétti að mamma hennar kæmi al- drei aftur. Systir þeirra Jósefs cg Mrs. Einarsson er Mrs. G. E. Sól- mundsson og Karen heitir yngri systir þeirra. Og loksins var öldruð ekkja, móðir nýgiftu konunnar Mrs. Pét- ursson, sem sorgin snertir ekki sízt. Hún beitir Sigríður Goodman. Átti hún heima hér í Winnipeg þangað til maður hennar dó fyrir 5 árum, þá flufcti hún til Gimli með 3 bömin, Margrét sem hér druknaði, Scef- ing, sem er i 223. herdeildinni, og Mrs. Dennis Lee, sem á mann í hemum. Með Jónasson í seinni ferðinni fóru G. E. Sólmundarson, Geir Sig- urgeirsson, Pétur Magnússon og Hannes Kristjánsson. Þetta fólk sem fórst var alt sér- lega efnilegt, tók mikinn þátt í öllu félagslífi og er því sárt saknað í litla bænum. Jarðarför þess sem fundið er fór fram um helgina og tóku þátt i henni fjórir prestar. Hafði hún verið fjölmennari og áhrifameiri en dæmi séu til áður í Gimlibæ. Lögberg vottar syrgjendum inni- lega samhygð og samhrygð. “Dauðinn er laekur, en lífið er strá skjálfandi starir það straumfallið á“ M.J. Fimtudaginn 12. ágúst lögðu fimm manns af stað frá Gimli áleiðis út í eyju sem Elk eyja heitir, hér um bil 24 mílur frá bænum. Var förin bæði skemtiferð og berja- leit. Skipið var stór fiskibátur, 20 fet í kjöl. Fólkið var alt á bezta aldri og efnilegt; þrent var alislenzkt en tveir bræður að hálfu leyti islenzk- ir og íhálfu enskir. Þessi voru nöfnin : Jósef Pétursson 28 ára, kona hans 18 ára, Mrs. J. Einars- son 23 ára, Herbert Bristow 22 ára og Alfred bróðir hans 18 ára. Jósef Pétursson og kona hans höfðu aðeins verið gift í 3 mánuði. Mrs. Einarsson var systir Jósefs; maður hennar var ekki heima; hafði verið við fiskiveiðar í hálfan þriðja mánuð; áttu þau eina dóttur fjögra ára. Þegar skipið sveif frá landi var hvassviðri beint á eftir og er þá æfinlega úfið vatnið við eyjuna þeim megin. Aður en báturinn hvarf úr aug- sýn sást að farið var að rifa seglin og benti það á að enn þá hvassara væri þegar út á vatnið kom. En þessir ungu hraustu menn voru all- ir ágætir sjómenn og var því engin hræðsla né ótti í landi. Von var á fólkinu næsta sunnudag þann 15; en það kom ekki og var fólki farið að lengja eftir því þegar kom fram á mánudaginn; þó grunaði engan neitt; héldu menn aðeins að drátt- urinn stafaði af mótvindi og var það eðlilegt. • En á þriðjudaginn þann 17. kom Jón Einarsson heim aftur frá fiski- stöðvunum. Fanst honum töfin grunsöm og eirði ekki fyr en farið var að leita. Klukkan 5 á miðviku- daginn var þvi lagt af stað og var foringi fararinnar E. Sigtryggur Jónasson, en nteð honum systir hans E. Steina Stefánsson og Jón Einarsson. Var leitað út með allri strönd en hvergi sást neitt né fréttist. Þá var stefnt út til Elk eyjar. Eftir langa leit þegar komið var svo nærri eyjunni að ekki var nema hálf míla í land fanst skipið á hlið- inni. Siglutréð var brotið og við það var bundinn einn maðurinn ör- endur. Það var Herbert Bristow Sást það glögt að líkið hafði verið lengi í vatninu, svo var það þrútið. Leitarfólkið gat ekki reist skipið við, fór það upp í eyju, en þar hafði einskis orðið vart og hafði skipið auðsjáanlega farist áður en þangað kom á fimtudaginn. Eftir þetta fór leitarfólkið heim með likið og fréttirnar. Næsta dag var lagt af stað frá Selkirk á stærra skipi og var Mr. Jónasson einnig foringi þeirrar farar. Á laugar- dagsmorguninn kom hann aftur til Gimli og hafði fundið þau hjón Jósef Pétursson og konu hans. Þau hafði rekið upp á vesturströndinni á Elk eyju, bæði bundin við part af siglutrénu. Hafði Pétursson tálg- að siglutréð í sundur með hnifi og bundið konu sina við það og sjálf- an sig á eftir, i þeirri von að þau ræki á land, en í rokinu og öldu- ganginum hafði seglið sem á trénu var slegist utan um þau og þau druknað, voru þau svo að segja þakin af seglinu. Það ætla menn að grjót sem var i skipinu til seglfestu hafi runnið til aftur i skut í ölduganginum og afturendi skipsins þvi gengið undir, því þannig var það í vatninu. Er álitið að þegar Jósef var að búast um á trénu hafi hann náð í lík Bristows óg bundið hann við siglu- tréð, en lagt svo sjálfur út á lausa partinum ásamt konu sinni, eftir að hann hafði bundið þau þar bæði. Jósef var ágætlega syndur og sömu- l Stríðsfréttir Lítið hefir þar gerst markvert siðan blaðið kom út. Bandamenn hafa unnið bæði að austan og vest- an, en ekki neinn stórsigur. Síðan stríðið hófst háfa Þjóð- verjar tapað að minsta kosti 33 Zeppelin loftskipum sem banda- menn vita um. ÍTtlit er til að Rúmenia sé að bú- ast til þess að fara í stríðið, eftir síðustu fréttum, en lengi þykja þeir vera að hugsa sig um. Asquitli flutti ræðu i þinginu í London á þriðjudaginn og lýsti því yfir að nú væri svo komið að skamt yrði til friðar; bandamenn væru nú svo útbúnir að öllu leyti að ekki kæmi til nokkurra mála að Pjóð- verjar gætu veitt verulegt viðnám hér eftir; þeir hlytu því innan skamms að sjá sitt óvænna. Churc- hill var á annari skoðun, kvað hann Þjóðverja aldrei hafa verið fleiri á vígvelli en nú og aldrei betur búna hversu lengi sem þeir héldu það út; væri því lífsspursmál fyrir banda- menn að búast við löngu stríði og leggjast ekki undir höfuð með neitt er til sigurs mætti verða. Nýlega hafa Bretar sökt stóru herskipi fyrir Þjóðverjum, og Þjóðverjar tveimnr litlum herskip- um fyrir Bretum. Merkilegur úrskurður. Þegar vínbannið komst á í Mani- toba byrjuðu ýmsir á því, að panta áfengi fyrir menn Þetta var talið brot gegn lögum og lét stjórnin kæra eitt iþess konar umboðsfélag fyrir lagabrot, eins og frá hefir ver- ið skýrt. Sá hét Noble, er í málinu dæmdi og var úrskurður hans á þá leið, aö mönnum væri þesskonar verzlun heimil í alla staði og kæmi það hvergi í bága við vínbannslög- in hér i fylki. Þannig skýrði dómarinn þennan úrskurð, að með því að sá er við peningum tæki frá pantanda sendi þá i burtu út úr fylkinu til annars manns er vöruna seldi fyrir þá, væri þetta ekki verzlun innan fylkis og ekki lagabrot. Úrskurðurinn þýðir það, að hversu margir sem vilja, geta leyfis- laust og óátalað selt áfengi hér í fylki undir því falska yfirskyni, að það sé pantað. Jón og Bjarni geta farið í félag og sett upp brennivínsverzlun þann- ig, að Jón sezt að í Keewatin, en Bjarni í Winnipeg; vínsöluhús setja þeir upp í Keewatin en skrifstofu í Winipeg; svo koma menn til Bjarna og panta; hann tekur við fénu, send- ir það austur, eða þykist senda það, og gerir Jóni aðvart um að senda áfengið. Þetta er regluleg svikamylna. Málinu verður skotið til hærri rétt- Sigur fyrír framsóknarflokkinn Dewart lögmaður var kosinn með 500 meirihluta atkvæða fram yfir stjórnarkandídatinn í Toronto á mánudaginn. Er þetta talinn óræk- ur vottur um það, að menn séu al- ment snúnir á móti conservatívum yfirleitt, því þetta hefir æfinlega verið óvinnalegt vigi þeirra. Hagalagðar. heitir kvæðabók nýútkomin eftir Júlíönu Jónsdóttir; prentuð af O. S. Thorgeirssyni. Hennar verður minst í næsta blaði. Islenzku skipin. Arni Eggertsson fékk bréf frá íslandi í gær, þar sem honum er skýrt frá því að Gullfoss' fari frá New York í kring um 20. septem- ber til Islands, en Goðafoss um 15. október. Það voru mikil þægindi fyrir fólk að fá þessar fréttir, því þeir sem heim ætla vissu ekki áður hve- nær þeir þyrftu að vera komnir til New York. Nú vita þeir að ef þeir hugsa sér að fara með fyrri ferð- inni verða þeir að vera komnir til New York fyrir 20 næsta mánaðar, annars fyrir 15. október. Fargjald með skipunum er 250 kr. aðra leiðina á fvrsta farrými en 150 á öðru; en 350 báðar leiðir á fyrsta farrými og 250 á öðru. Far- gjaldið alls fram og aftur frá Winnipeg til tslands en $148.30, og er það sérlega ódýrt. Þrjátíu og tveir höfðu þegar pantað far með skipinu í gær og flestir þeirra að fara heim alfarnir. Snjór í Alberta. A föstudaginn var féll talsverður snjór í vestur hluta Alberta, þar á nieðal í Banff, Cochrane og sér- staklega í Midnapore. Veður var kalt og hvast og korn skemdist víða, af hagli og snjó fsligaðist af snjón- um). Einhver Þorsteinn Sigurðsson i Reykjavik hefir tekið sér viður- nefnið Manberg. — Það þýðir þrælgrýti á góðri íslenzku. “Vér eigtim þetta land jöfnum höndum við alla aðra sem hér búa”. — Steina Stefánsson. “Telegram” stingur upp á því að atkvæði séu tekin af öllum “útlend- ingum” v'ið næstu sambandskosning- ar. — Ekki vantar frjálslyndið þeim megin ! Robson dómari sagði það í opin- berri ræðu að eins mikil þörf mundi vera á að rannsaka atfarir bæjar- stjórnarinnar og verið hefði að rann- saka verk fylkisstjórnarinnar, þegar Roblin sat við stýrið. Bæjarstjórnin lofaði að svara þessum kærum, en hún hefir ekki gert það enn. Mönn- um er farið að leiðast eftir því svari. Þegar alþýðumaður er grunaður um eitthvað rangt, er hann tekinn fastur og málið rannsakað fyrir lög- reglurétti. Þegar háttstandandi mað- ur er sakaður um glæp, þá er það bara athugað af konunglegri nefnd. Eru þetta brezk lög? BITAR

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.