Lögberg


Lögberg - 24.08.1916, Qupperneq 2

Lögberg - 24.08.1916, Qupperneq 2
2 roGBERG, FTMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1916 Stjórnmálin á Islandi Á ættjörSu vorri hefir pólitíkin verið venju fremur hávær aö und- anfömu. Þar eru sex flokkarnir nú sem stendur, eins og áður hefir verið skýrt frá. Það er talinn vottur um tvístring og jafnvel hringlandaskap að menn séu skiftir í stjórnmálum. “Það er alt í mol- um hjá þeim heima'’ segja gömlu flokk.sbundnu mennirnir hér, sem ekki sjá blett né hrukku á sínum flokki og ekki ljósan díl á hinum. En ber ekki þetta vott um sjálf- stæði; um einstaklingshugsun? Er það ekki aðallega vegna þess að heima hafi menn meira í sér af “manninum” og minna af “sauð- kindinni”? Eitt er víst og það er það að stefna þessara flokka sumra er ágæt og allir hafa þeir margt gott í merki sínu. Sökum 'þess að al- þýðuflokkurinn eða jafnaðar- mannaflokkurinn er nýr, leyfum vér oss að birta hér stefnu hans til þess að menn sjái að þar er um ekkert fimbulfamb að ræða, heldur virkilegar og mikilsverðar stjórnar- bœtur í mörgum efnum. Stefnuskrá Alþýðuflokksins. I. Utanríkismál. Flokkurinn er mótfalliifn því að byrjað verði fyrst um sinn á samningstilraunum um samband Islands og Danmerkur, hinsvegar sé hagsmuna landsins gætt vandlega í skiftum við Dani og aðrar þjóðir. 2. Skattamál. Afnema skal alla tolla af aðfluttum vörum. Fyrst og fremst kaffitoll, sykurtoll og vörutoll éum tóbak sjá landsverzl- un), en til að standast útgjöld lands- ins séu lagðir á beinir skattar að svo miklu leyti sem arður af frarn- leiðslu og verzlun er rekin er fyrir hönd þjóðfélagsins, ekki hrekkur tíl gjalda landsins. Þessir beinu skattar séu: a. Hœkkandi eigna- og tekjuskattur, þar sém hæfilegur framfærslu- eyrir fjölskyldumanns sé látinn vera undanþeginn skatti en síðan fari skatturinn smáhækkandi og sé hlutfallslega mestur á mestum tekjum og verðmestu eignum. b. Verðhœkkunar skattur af öllum lóðum og löndum að 'því leyti sem verðhækkunin stafar af almenn- um framförum landsins eða að- gerðum þjóðfélagsins. Skattur þessi skiftist eftir ákveðnum hlut- föllum milli landssjóðs og sveit- ar (eða bæjar) sjóða. 3. Landsverzlun og -framleiðsla. Landið taki að sér einkasölu á ýms- um vörutegundum, fyrst og fremst steinoliu, kolum, salti og tóbaki, taki þátt í atvinnu og framleiðslu- fyrirtækjum svo sem: stórskipagerð til fiskiveiða og flutninga, stór-iðn- aði, námugreftri og þessháttar. Þegar hvalaveiðar verða teknar upp aftur, skulu þær eingöngu rekn- ar af landinu. 4. Bankamál. Landið hafi um- ráð yfir aðalpeningaverzlun lands- ins, skal í því skyni auka og efla landsbankann. Til að greiða fyrir hringrás pen- inganna skal með heppilegri löggjöf stutt að stofnun sparisjóða og lán- tökuítlaga með samvinnusuiði víðs- yegar um landið. 5. Samvinnumál. Samvinnufé- lagshreyfinguna skal styðja í bar- áttunni við kaupmannavaldið bæði með hentugri löggjöf og ríflegum fjárveitingum til að útbreiða þekk- ingu á henni. 6. Samgöngur. Áherzla skal fyrst og fremst lögð á að koma sam- göngum á sjó í gott lag, einkum með bættum strandferðum. Frá kauptúnum skal leggja vel gerðar og breiðar akbrautir til sveitahéraðanna. Hættulegar og ill- færar ár brúaðar, og erfiðir fjall- vegir bættir og varðaðir. Jám- brautir, sem verða lagðar i landinu skulu lagðar og reknar fyrir opin- bert fé. öll samgngöutæki séu þjóðareiggi. Rinnig síma- og loftskeytatæki. 7. Sjávarútvegsmád. Mikil a- herzla skal lögð á aö bæta lending- ar og gera bátahafnir alstaðar þar sem bátaútvegur er rekinn. Ná- kvæmt eftirlit sé haft með útbúnaði skipa og báta. Vitar séu bygðir og sjómerki aukin. Veðurathugunar- stofa sett á stofn. Líftrygging sjó manna sé aukin og_ endurbætt stór- vægilega frá þvi sem nú er. 8. Landbúnaðarmál. Til þess að efla hinn aðalatvinnuveg þjóðarinn- ar, landbúnaðinn, og til þéss að koma í veg fyrir ofmikið aðstreymi fólks úr sveitunum til kaupstað anna, skal varið nægilega miklu fé til tilraunastöðva, og til að útbreiða ókeypis hagkvæma búnaðarþekk- ingu. Abúðarlöggjöfinni sé breytt leiguliðum i hag, landsetum lands- sjóðs sé veitt lífstíðar ábúð, en þjóðjarða og kirkjujarðasölu hætt. 9. Alþýðumentun. Kappkosta skal að bæta hana, sérstök áherzla lögð á að kenna mönnum hagfræði og félagsfræði. 10. Dómsmál. Umboðsvald og dómfevald sé aðskilið. Meðferð saka- mála fari fram opinberlega og munnlega. se 11. Hegningarlöggjófinni breytt í mildari og mannúðlegri átt og stefnt að því að bæta þá brot- legu, fremur en að hegna þeim. 12. Trúmál. Trúarbrögð eru einkamál og hinu opinbera óviðkom- andi, komi þau ekki í bága við þjóð- félagslifið. 13. Eftirlaun. Eftirlaun embætt- ismanna, eins og þau eru nú, séu afnumin. 14. Verndun mannslífa. Lög séu samin er komi í veg fyrir að mönn- um sé misboðið með illri og ómann- úðlegri vinnu, hvort heldut á sjó eða landi. 15. Fátækralöggjöfin sé tekin til rækilegrar endurskoðunar, aðal- áhrezlan lögð á það að fátækra- hjálpin sé hjálp til sjálfshjálpar og að menn sem verða bjargarþurfa, án þess að þeim verði með réttu um- kent, fái nægilegan stuðning áu mannorðsmissis eða mannréttinda. 16. Sáttasemjari. Sérstakur maður sé skipaður til þess að leita sátta milli verkamanna og atvinnu- rekenda við verkföll og verkbönn. —Dagsbrún. Vlihjálmur Stefánsson Fréttir bárust frá Nome í Alaska 16. þ.m. um Vilhjálm Stefánsson landa vorn og lándkönnuð. Komu þangað sex manns úr hópi þeim er Vilhjálmi fylgdu og voru þeir á skipinu “Alaska” Þeir sögðu sögu þeirra félaga í síðastliðin þrjú ár. Kváðu þeir ólíklegt að Stefáns- son kæmi fyr en að ári, þar sem hann hefði orðið eftir norður í höf- um við rannsóknir á landi sem hann hefði nýlega fundið norður af Prince Patricks landi Höfðu þeir þegar mælt og rannsakað 200 mílna .langa strandlengju. Landið Jcváðu þeir félagar vera mjög svipað Græn- landi. Dr. Rudolph Anderson var for- maður þessara manna og er hann næstur Vilhjálmi að ráðum í norð- urförinni. Hann hafði rannsakað strendur við “Union” sund og “Dolphin” 'sund og “Coronation” flóa langt fyrir austan Mackenzie fljót. Norðurfarar þessir fóru frá Nome upphaflega í júlí 1913. Kváðu þeir alt hafa gengið vel að undanteknu þvi að Daniel Blue vélfræðingur hefði dáið á Bailey eyju í maí 1915, en þeir sem komu eru: Dr. Anderson, J. J. O’Neill jarðfræðingur, John R. Cox mæl- ingamaður, Dr. Jenness mannfræð- ingur og þjóðfræðingur, og George Wilkins myndasmiður. Captain Sweeney heitir sá er skipinu stjórn- ar. Þeir félagar höfðu meðferðis um 30 smálestir af_allskonar gripum og prufum, sem þeir hafa safnað á ferð sinni í norðurhöfum og auk þess afarmargar og merkilegar skýrslur, sem mikils virði eru tald- ar frá vísindalegu sjónarmiði. Hef- ir þetta verið flutt á land og verð- ur farið pieð það til Ottawa og rannsakað þar, en ekki fullkomlega skýrt fyr en fullnaðarskýrsia verð- ur gefin út um árangur norðurfar- arinnar. Flestir þeirra félaga fara til Bandaríkjanna, en Dr. Anderson heldur norður aftur til frekari rannsókna. Packet of WILSON’S FLY PADS WILL KILL MORE FLIESTHAN v$8°-°W0RTH OF ANY STICKY FLY CATCHER Ilreln í incðferð. Seld í hverri lyfjabúð og í matvörubúðum. Úr skýrslum Eimskipa félags Islands til 31. Desember 1916. I. V estur-tslendingar. A stofnfundi félagsins lýsti um Ixiðsmaður Vestur-íslendinga, hr. J. J. Bíldfell, yfir því, að Vestur Islendingar hefðu þá lofað 160,000 krónum i hlutafé, og yrði sú upp hæð greidd, jiegar er félagsstjórnin óskaði jæss. Síðar fékk stjórnin til- kynningu um að j>að væri, ætlun V'estuy-Islendinga, að kaupa hluti í félaginu fyrir 200 þús. krónur, og 20. maí 1915 birti gjaldkeri hluta- félagsnefndarinnar í Winnipeg, í “Lögbergi" og “Heimskringlu", skýrslu, sem sýndi, að þá voru kom- in loforð fyrir 200,550 krónum. Loforðin vestra voru, samkvæmt á- kvæðunv nefndarinnar jvar, gefin jiannig, að greiða skyldi J4 hluta við áskrift, þ} hluta fyrir 1. júlí 1914, yj hluta fyrir 1. janúar 1915 og )4 hluta, síðasta fjórðunginn, fyrir 1. júlí 1915. 28. janúar 1914 lofaði Bíldfell stjórninni, eftir ósk hennar, að þær 40 Jntsund krónur, sem þá voru inn- borgaðar vestra, skyldu sendar sím- leiðis jvegar er hann væri kominn til Winnipeg. 18. maí 1914 fékk stjórnin þá peninga, rúm 48 þús. kr. með bréfi frá gjaldkera nefndar- innar í Winnipeg, dags. 18. april. Hafði stjórnin þá krafið um féð tvisvar sinnum áður. Einnig eftir jvetta gekk treglega með greiðslu á hinu lofaða hlutafé, og krafði stjórnin j>ó iðulega um greiðslu hlutafjárins. Haustið 1914 voru formaður og ritari báðir í New York og áttu jveir þá allítarleg bréfa- og símskeytaskifti um þetta við nefndina í Winnipeg. Haustið 1915 átti ritari aftur ferð til New York. Fól þá félagsstjórnin hon- um að fara til Winnipeg til þess að innheimta hlutafé'ð. Tilkynti hann nefndinni í Winnipeg væntan- lega komu sína áður en hann lagði ,af stað frá New York. Með því að nefndin óskaði þá afdráttarlaust, að hanri hætti við ferðina og taldi heppilegra fyrir innheimtuna, að ritari kæmi ekki, j>á varð það sam- komulag, að ritari fór ekki til Winnipeg, en nefndin sendi þá all- háa fjárupphæð. Auk jvessa hefir stjórnin oft krafið um hlutafé, bréf- lega og simleiðis. I ]>essu sambandi skal þess getið að stjórninni er kunnugt um, að néfndarmenn í Winnipeg eiga ekki sök á þvi, hve illa hafa heimst hlutaloforð Vestur- íslendinga. Þvert á móti. Þeir ,munu flestir ltafa lagt á sig mikla fyrirhöfn til þess að hafá saman 200 þús. krónurnar og til að inn heimta loforð hlutafé, og þá sér .staklega formaður nefndarinnar þar, hr. Árni Eggertsson. Ástæðan til j>ess, hve illa hefir gengið, liggur eftir því sem stjórninni hefir borist vitneskja um, sumpart í erfiðum kringumstæðum fjölda manna staf andi af ófriðnum, ('Canada er, eins og kunnugt fer, brezk nýlenda, og tekur því þátt í ófriðnum), sumpart í andróðri einstakra landa vorra vestra gegn fyrirtækinu, 'j>ótt eigi hafi komið fratn í blöðunum j>ar. Eins og sjá má í svörum félags- stjórnarinnar og ,athuga9emdum endurskoðendanna við félagsreikn- inginn, þá voru við áramótin síð- ustu innborgaðar af lofuðu hlutafé Vestur-Islendinga kr. 160,350.17. I bréfi dags. 17. mai þ. á. til for- manns, sem hingað barst 19. júní telur formaður nefndarinnar Winmpeg áreiðanlegt, að það, sem enn vanti á 200,000, muni innborg- ast í haust. Sjálfur hefir hann. ver- ið á hlutafjársöfnunarferðalagi seint í marz og þá selt hluti fyrir kr. 6,675.00. Samkvæmt simskeyti, sem for- manni hefir borist 19. júní, eru aoo j>ús'. krónurnar full-innborgaðar Winnipeg, ef gangverð dollars er talið kr. 3.80. Gangverðið er hér nú kr. 3.50. ^leð J>ví gangverði skortir h.u.b. 3000 kr. á 200 þús. Fyrir stofnfund og á stofnfundi lagði hr. J. J. Bíldfell, umboðsmað- ur Vestur-Islendinga, mikla áherzlu á það, að Vestur-lslendingar ættu tvo fulltrúa i stjórninni, sem heima ættu í Vesturheimi. Með því að slík skipun var ósamrýmanleg ákvörðun siglingalaga vorra, var, eftir sam- komulagi við Bíldfell, farið fram á það við Aljnngi, að gera undanþágu um þetta frá siglingalögunum. Tók Alþingi mjög vel i það mál, sam þykti Jög, er híutu konungsstaðfest- ingu 30. nóv. 1914, um, að tveir Is- lendingar, búsettir í Vesturheimi, mættu eiga sæti í stjóm Eimskipa- félagsins, þrátt fyrir ákvæði 1. gr. siglingalaganna. Flutningsgjöldin. Þegar félagið tók til starfa þótt rétt að halda að mestu flutnings- gjöldum jæim er tiðkast höfðu j>angað til á leiðum j>eim, sem skip- um félagsins var ætlað að sigla, enda gengið út frá þvi i hlutaútboði félagsins. Þótti ekki rétt að leggja út í samkepni við hin félögin og mælikvarði sá, se.m reyndur var, talinn áreiðanlegastur þangað til fé- lagið sjálft hefði fengið reynzlu. Raunar hafði kostnaður við skipa- útgerð aukist nokkuð þá þegar vegna ófriðarins, en Jxá eigi svo mjög miklu næmi. Síðan hefir kostnaðurinn farið sívaxandi. Staf- ar hann aðallega af þessu þrennu: 1. Hækkuðu kolaverði. 2. Hækkuðum vátryggingar- jöldum. 3. Töfum af völdum Breta. Stjómin Og útgerðarstjóri fylgd- ust nú nákvæmlega með hag félags- ins og starfrækslu. Þ'egar komið var fram undir áramótin síðustu þótti mega sjá að kostnaðurinn væri orð- inn svo mikið aukinn, að óhjá- kvæmilegt væri að hækka flutn- ingsgjöld nokkuð. Var því um ára- mótin ákveðið^ að fella burt allan afslátt á flutningsgjöldum að og íji Leith; verður }>að hér um bil 20% hækkun. Auk ]Æss 'hefir félagið tekið sömu flutingsgjöld sem Sam- einaða félagið hefir tekið með áætl- unarskipum af þeim vömtegimdum sem ekki eru bundnar við taxta; nemur sú upphæð nokkru. — Á- stæðan til jæss að hækkuð voru fyr og meira flutningsgjöld að og, frá Leith en að og frá Khöfn var sú, að viðkomur i Leith höfðu aukist meira að kostnaði vegna meiri hækkunar á vinnulaunum, tafa o. s. frv. Nú hefir stjórnin enn fremur fyrir nokkru ákveðið að fellg. einn- ig burtu síðasta 10% afsláttinn á flutningsgjöldum að og frá Khöfn, og má því telja að öll flutnngs- gjöld séu nú hækkuð um meira en 20%. Stjóminni er fullkunnugt um að- dragandann að stofnun þessa fé- lags, hverju ástfóstri þjóðin, svo að segja óskift, hefir tekið við fé- lagið og hverjar vonir menn setja til þess sem nytsemdarfyrirtækis fyrir land og þjóð. Hún lítur svo á að þetta félag eigi ekki óskift mál með ]>eim félögum sem eingöngu eru stofnuð í gróðaskyni og því að sjálfsögðu mundu nota sér ástæð- urnar sem nú em til þess að taka þau flutningsgjöld af landsmönnum sem hæst bjóðast. Því hefir stjórn- in fylgt þeirri stefnu, að hætti EKKI flutningsgjöld eftir því hvað mögulegt vœri að nota sér neyðar- ástand það, sem nú er mn skipakost og flutninga, heldur að hækka þau smámsaman, og fara þá að mestu eftir því sem þörfin krefur vegna aukinna útgjalda til þess að fyrir- tækið beri sig fjárhagslega. Og þegar litið er á arðinn, 100 þús. krónur, af siglingum annars skips- ins í 9 mánuði og hins skipsins í sex mánuði (þó með taláverðri töf vegna óhappsins), þá telur hún fyr- ir sitt leyti þann árangur vel við unandi eftir því sem ástæður hafa verið. Þéssari stefnu sem hér er lýst hefir stjórnin hugsað sér að beri að halda framvegis. Með því móti verður fyrirtækið “sá vinur sem í raun reynist”, og kemst næst því að bregðast ekki þeim voninji, sem J>eir, sem fyrirtækið bera uppi, íslenzka þjóðin, hefir sett til þess. Með mikilli hækkun mætti fá stund- arpeningahagnað, en stjórnin hefir eigi viljað bæta þvi ofan< á dýrleika allrar erlendrar vöm hér í landinu nú. Hún er ekki þess sinnis, að lít- ið muni um einn kepp í sláturtíð- inni, .hieldur lítur hún svo á, að þvi meiri dýrtíð sem í landinu er, því ver jx>li menn álögur þær, sem fel- ast í auknum flutningsgjöldum, og það ef til vill eigi einungis á vörum ]>eim, sem félagið flytur milli landa. Stjómin er og Jæirrar skoðunar, að félagið njóti frekar þeirrar samúð- ar þjóðarinnar, Alþingis og lands- stjómarinnar, sem því er lífsskil- yrði, ef J>að í þessu efni heldur sér á jæirri braut, sem því var ætlað að ganga frá öndverðu. og einnig til þess að koma upp óráðvendni þeirra manna, sem ó- trúir höfðu verið og brugðist trausti J>jóðarinnar. Fjórir trúnað- armenn fylkisins—fjórir þingmenn —eru fundir sannir að sök um einn j>ann ljótasta glæp sem j>jóðfélagið þekkir og j>að er vel farið að það komst upp. Einn þeirra manna er fyrverandi þingmaður í kjördæmi Isiendinga þar vestra/en gleðiefm er það mikið að hvergi sést nafn landa vors W. H. Paulsonar í sam- bandi við þessi mál; má þó nærri geta hvort eiturbirlamamir hafa ekki reynt að múta honum sem öðr- um; ættu Islendingar í kjördæminu að sýna það við næstu kosningar að þeir meta þá menn er fastir standa J>ótt freistingar sæki að og vemda heiður þjóðar vorrar frá þeim rót- grónu svívirðingum, sem stjóm- málamenn þessa lands gera sig seka i hvað eftir annað. Saskatchewan kærurnar Öll stjórnin sýknuð en fjórir þing- menn fundnir sekir. Á öðrum stað í blaðinu er stutt- lega skýrt frá atriðum þess máls, en rétt áður en blaðið er prentað koma af j>ví greinilegar fréttir. Ivögberg hafði getið þess að J. E. Bradshaw ]>ingmaður frá Prince Albert í Saskatchewan kærði fylkis- stjórnina eða einstaka meðlimi hennar og nokkra þirtgmenn um það að hafa j>egið mútur af brenni- vinssölum til þess að vinna á móti vinbannslagafrumvarpi stjórnarínn- ar sjálfrar. Sömuleiðis kærði hann umboðsmenn stjórnarinnar sem umsjón ihöfðu með vínsöJuleyfum og lögreglu fylkisins um vitund og j>átttöku í starfi brennivínsmanna. Stjórnin skipaði nefnd tii þess að rannsaka málið og voru í henni tveir menn: Brown og Elwood. Alls bar Bradshaw fram 27 kærur; tvær þeirra tók hann aftur sjálfur, fimtán var vísað frá sem alveg á- stæðulausum, en 10 voru rannsak- aðar og voru þær bomar á 13 manns alls; J>að voru ráðherrar, þingmenn og starfsmenn stjórnarinnar. Af j>eim eru 7 með öllu fríkend- tr. Það eru þeir W. F. A. Turgeon dómsmálastjóri, George Langley og A. P. McNab ráðherrar. A. Tozka málsvari fwhip) lilæralflokksins og J. Nolin, C. Lochead og S. S. Pimp- son júngmenn. Um tvo hina kærðu kom nefndin sér ekki saman ; voru það þeir J. F. Bole og G. Ens fyrverandi j>ing- menn. Brown lýsti þá alveg sýkna, en Elwood taldi það vafasamt og vildi ekki koma fram með sýknun- artillögu. Fjóra hinna kærðu fann nefnd- seka: J. A. Shephard, Moore, H. C. Piecee og C. W. Cowthorpe Tveir hinir fyrstu«eru taldir sekir um að hafa ]>egið mútur fyrir J>að að útvfega vinsöluleyfi; sá þriðji um mútur fyrir að hafa unnið á móti vinsölulögunum og sá fjórði um þvorttveggja. Stjórnin sem slik og allir ráðlherrarnir eru sýknaðir og >að talið sannað að þeir hafi engan þátt átt i Jæssu né vitað neitt um ]>að. Enda gekk hún svo rösklega fram i því að öll vitni og öll skjöl fengjust við rannsóknina að auðséð var að henni var áhugamál að sann- leikurinn kæmist i ljós. Þött kærur Bradshaws reyndust ósannar að því er stjórnina snerti, ]>á var gott að þær komu fram. Þær urðu til þess að taka burt allan þann grun, sem andstæðingar stjómar- innar höfðu reynt að vekja á henni Frá Islandi. Eiríkur próf. Briem flutti hús- kveðju við jarðarför Jóns sál. Ólafs- sonar, en séra Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur flutti líkræðu. Blaða- menn og bókaútgefendur báru líkið inn í kirkjuna, en alþingismenn út úr henni. Hann var grafinn 19. júlí. ' Séra Páll Sigurðsson frá Bolung- arvík Afór ajf stað Vesturheims er ráðinn prestur Gardar safnaðar í Norður Dakota. Fullur sjór af síld fyrir austur- landi 18. júlí segir “Vísir”. Skípið “Flora” var á ferð frá Vestmannaeyjum austur og norður um land 13. júlt og var þar tekin af Erjgleudingum oig i farið með hana til Lerwick. Hátt á þriðja hundr- að manns v'ar á skipsfjöl flest á leið Itil Seyðisfjarðar t síldarvinnlu. Þetta er talið gjörræði mikið og hefir stjórnin sent harðorð mót- mæli gegn slíkum atförum Englend- inga. Sigurður Kjartansson raffræð- ingur frá Chiuago nýkominn heim fyrir fult og alt. Þrír Skaftfellingar-eru á ferð um alt land að kynna sér búnað og fleira; einn þeirra er Sigurður Jónsson frá Stafafelli og annar son- ur Þorleifs alþm. á Hólum. Á skipi sem Magnús Kjartansson er á (norsku) var aflinn eftir viku 800 kr. fyrir hvern háseta og höfðu þeir sjálfir 32%, eða um 256 kr. — Það er gott vikukaup. Á hákarlaskipum hafa hásetar fengið frá 400 til 540 kr. í hlut á tveim vikum. . Kaupmannahafnar NHAGE SNUFF ••• Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið til úr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Kelly-málið. Er verið að gera helg- ustu stöðu landsins að viðurstygð? Eru athafnir hinnar tvokölluðu réttvísi og dómsmál þessarar þjóðar orðin helber skrípaleikur? Er það andi brezkra hér er fylgt? sem Einn af borgurum þessa fylkis, Thomas Kelly, var grunaður utn þjófnað, samsæri, skjalafölsun og tleira — með öðrum orðum um þá glæpi sem allra svívirðilegas'tvr eru til og þyngst er hegning lögð við næst morði. Og ekki var þær málsbætur hér um að ræða að upphæðin væri svo litil að hvorki munaði til né frá. Þessi maður hafði ekki stolið $5 eða $10. Hann var grunaður um að hafa stolið mikið á aðra miljón eða $1,250,000; ]>að er árskaup handa 2083 mönnum við stöðuga vinnu árið i kring með tveggja dala kaupi á dag. — Kaup í heilt ár handa tvö þúsund, áttatíu og þremur mönnmn eða framfærslukostnaður í lieilt ár handa 416—f jögur hundruð og sex- tán—heimilmn með fimm manns í heimili. Ekki er heldur hægt að bera neitt i bœtifláka á þeim grudvelli að J>etta væri aðeiins grunur; nei, sönnunar- gögnin nægileg fyrir flesta lágu fyrir augum allra og jafnvel tryggustu vinir hins kærða bera ekki á móti því sem á hann er tx>rið í aðalatriðinu. Ekki var hægt að segja J>að sak- borningi til afsökunar að hann hefði að eins teygt fram langa fing- ur vegna nauðsynjar til j>ess að bjarga fjölskyldu sinni frá sulti, eins og stundum hefir komið fyrir með aðra sem harða dóma hafa hlotið og þunga hegningu. Nei, þessi maður var miljóna eigandi og stal því áreiðanlega ekki af J>örf; frá því sjónarrrtiði verðskuldar hann cnga vægð né sérstaka hlífð. Ekki var J>að við hann að virða að hann tæki kærunum vel og mann- lega; þvert á móti lét hann eyða stórfé fátækrar alþýðu til þess að þerjast gegn alls konar lagakrókum sem hann viðhafði í byrjun málsins. Bauð öllum lögum og reglum byrg- inn og stælti hnefann framan í rétt- vísina; neitaði að beygja sig undir þær reglur sem við alla borgara eiga að gilda jafnt, og reyndi að fá stjórn annars' lands til þess að ónýta lög síns eigin lands. Frá engu sjónarmiði verðskuldar þessi maður neina vægð. Manitobastjómin hafði gert alt, sem t hennar valdi stóð til þess að fara með málið eins og við átti; hún sýndi enga verulega hlífð og sannarlega enga ósanngirni. Hún gerði blátt áfram skyldu sína, eftir þvi sem í hennar valdi stóð. Skipun var gefin út til J>ess að taka Kelly fastan 7. september í fyrra; hann var tekinn fastur í Chicago 12. sept.; þangað varð stjómin að senda færustu lögmenn til J>ess að krefj- ast þess, að hann vri fluttur norð- ur, sem annar strokumaður. Samvizkusamir menn sátu í dóm- arasæti Bandaríkjanna og fyrir hverjum dómstólnum eftir annan var sá réttláti dómur upp kveðinn að Jæssi strokumaður, sem um svona alvarlegan glæp væri kærður yrði að fara heim, og hann var fluttur heim. Nú var stjórnin eiginlega J>úin að gera alt sem h’enni bar ef réttarfar landsins hefði verið 'heilbrigt, og J>annig með málið farið í höndum dómaranna hér sem alj>ýðu manna virðist liggja beint fyrir. Maðurinn sem kærður var þræt- ir; málið er rannsakað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lögmannanna til þess að tra'ðka lögum landsins og eyðileggja þau. Sannanir koma fram gegn hinum kærða svo óhrekjandi að jafnvel blindir menn hlutu að sjá þær. Kviðdómendur voru skynsamir og réttvísir álþýðumenn, sem hlustuðu með athygli,ályktuðu með sanngimi og dæmdu með réttlæti. Og j>eir fundu manninn sekan í einu hljóði um stórþjófnað, samsæris þátttöku, fölsun og aðra stórglæpi, sem hver um sig var fangelsissök. En hvað gerir dómarinn ? Lá það ekki beint við; var það ekki sjálf- sögð skylda hans—að dæma eða á- kveða hegninguna tafarlaust? Hafði hann ekki svarið það í embættis- eiði sínum að breyta í öllu sam- vizkusamlega ? Og gat samvizkan sagt honum annað en að kviðdóm- | urinn væri réttur ? Var ihann ekki að bregðast skyldu sinni með þvi að draga dóminn eftir allan þann drátt sem j>egar var orðinn á ntálinu? Mikill partur Jæirra sem með mál- inu hafa fylgst, álíta dómarann í J>essu atriði hafa lítilsvirt embætti sitt og brugðist trausti. Svo kom til J>ess, að fimm dóm- arar aðrir eiga að skera úr j>ví, hvort hinn sakbomi skuli ekki fá nýja rannsókn. Þetta kom mönn- úm undarlega fyrir og víst er það nfjög óvanalegur gangur mála. Um nýja rannsókn er oft beðið eftir að dómur hefir verið feldur, en hitt, að dómarinn skuli bíða með úrskurð sinn allan þann tíma sem hér varð raun á, um J>að talað með grunsemd og óhug. Það er sú svæsnasta móðgun við kvið- dómarana, sem hugsast gat, og sú krókaleið frá venjulegri aðferð, sem fólkið litur illu auga að von- um og verðleikum. Og loksins kemur úrskurður Jæssara fimm dómara. Og ]>eir verða ekki sammála. Þrír leggja það til, að hinn sakbomi fái ekki nýja rannsókn og komast að þeirri niðurstöðu, sem allir óblind- ir menn hlutu að sjá, að hann hafði haft öll tækifæri sem með nokkurri sangirni var mögulegt að vænta—og langt fram yfir það í sumum atriðum. Tveir vilja veita honum nýja rannsókn og kváðu líkur benda til j>ess, að áhrif hafi verið höfð á kviðdómarana af hálfu dómar- ans. Sá lieitir Haggart, sem margir bjuggust við að yrði með Kelly í úrskurðinum, enda varð það svo; en Richards heitir annar dómari, ér honum fylgdi að málum í þvi að vilja leyfa endurrannsókn Ekki skal því haldið hér, fram, að þetta hafi verið útbúinn leik- ur til þess að ihægt væri að fara með málið fyrir annan rétt og draga timann, en því er þannig varið, að einmitt vegna J>ess að tveir dómarar voru á móti úr- skurði meirihlutans, er nú hægt að áfrýja honum og tefja enn um langan tíma með umsókn nýrra rannsókna. Svo undarlegt og óskiljanlegt esm J>að er, að Haggart og Rich- ,ards dómarar skyldu komast að Jæirri niðurstöðu, sem þeir gerðu, þá er j>að samt öllu öðru yfir- gengilegra hvernig Howell yfir- dómari kom fram í málinu. Hann og meðdómendur hans voru að eins beðnir að rannsaka og gefa úrskurð um það, hvort Kelly skyldi fá nýja rannsókn eða ekki. En í stað þess kemur hann með til- lögu um það, hvernig viðkomandi dómari eigi að dæma málið. Hann leggur J>að til, eða gefur dómaran- um í Kelly málinu J>á ráðleggingu. að hann sleppi öllum alvarlegustu kærunum, etn dæmi einungps fyrir j>á lítilfjörlegustu og fyrlr hana sé að eins dæmd léttasta hegning. Orðrétt ]>ýðing á tillögu dómarans í J>essu efni er J>annig: “Legg eg j>að til, að Kelly sé að eins hegnt fyrir það lítilvægasta, sem hann er kærður um, og dómurinn hafð- ur þar eins vægur og lög leyfa”. (TribuneJ. Og Perdue og Cameron dómar- ar voru honum þar samdóma. Dómararnir hafa þarna,—að oss ski'Ist—farið algerlega út fyrir þau takmrk, sem þeim voru sett. Þéir voru aldrei til þess kvaddir, að dæma Kelly né gefa neinar bendingar um J>ann dóm, er hann skyldi hljóta, heldur að eins á- kveða, hvort honum skyldi veitt endurrannsókn eða ekki. í hvaða tilgangi þeir hafa gert þetta, eða hvort J>eir hafa haft nokkurt vald til þess, um það s'kal hér ekki dæmt; hitt er víst í vor- um augum, að tillögurnar eru ékki einungis ósæmilegar, heldur stór- hættulegar. 'Þegar margir dómarar í háum sætum lýsa því yfir að )>eir leggi til að maður, sem fyrir 12 manna samhljóða kviðdómi er fundinn sekur um að stela miklu á aðra miljón dala af fólksins fé, sé ekki dæmdur fyrir það og ekki fyrir aðrar sakir álika og nálega eins alvarlegar, heldur að hann fái lítilsháttar hegning fyrir það minsta, sem hann er sakaður um að Ihafa gett—hinu sé slept—, J>á virðist sem réttarfar landsins sé komið í það óefni, að annað hvort sé hér ekki um “brezk réttindi’ ’að tala eða “brezkt réttlæti” sé ekki á marga fislka. Hvar sem menn mætast og eiga tal saman, er ekki um neitt tíð- ræddara en Kelly-málið, og það er á meðvitund margra, að dómar- arnir hefðu látið málið ganga greiðara og gert annarskonar til- lögur, ef hér hefði verið um ein- hvern almennan borgara að ræða —fen Kelly er miljóneri. 'Hvort sem það er réttlátt eða ekki, getur fólk ekki hrundið því úr huga sér, að dómararnir háfi brugðist |>vi trausti, sem til þeirra er var borið, og hvort sem lög lands- ins 'hafa hlaðið verndarvegg utan um j>á vissu stétt, sem dómarar heita svo að það sé talið goðgá næst, að segja ekki já og amen við öllum þeirra úrskurðum, J>á finst fólki yfir höfuð svo' langt hafa verið farið hér á villuvegum, að, hugsanirnar hljótaa að brjótast út i orðum. J’að er á tilfinning fólksins, að stjórnin hafi samvizkusamlega gcrt skyldu sína, en dómararnir hafi brugðist. Það er á vitund margra, að ef almennur borgari hefði verið kærður 7. September í fyrra og fundinn sannur að sök, J>á væri hann nú búinn að vera hátt upp í ár í fangelsi. Það er á almanna tilfinningu, að verið sé að skifta lögum eða meðferð ]>eirra í tvent, ]>ar sem önnur aðferð sé höfð við fátæklinga og óbreytt fólk; við það sé beitt hörku og harðúð, en hin aðferðin sé fyrir heldra fólk og ríka menn oð þeim hJift meira en góðu hófi gegni. Og það er á vitund margra, að allra Ijótast af öllu sc sú tillaga Hozvells yfirdóm- ara, að manni skuli ekkert hegnt fyrir að stcla $1,250,000 Less kotiar tilögur eru að eins til að ala upp og skapa stórþjófa í landinu og veikja traiist það og virðingu, sem dómarastéttin ætti að geta verðskuldað.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.