Lögberg - 24.08.1916, Page 4

Lögberg - 24.08.1916, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1916 jóns Bjarnasonar skóli. (Úr skýrslu skólans.) Saga.—Skólinn var stofnaður af Hinu evan- geliska lúterska kirkjufélagi íslendinga í Vestur- heimi á kirkjuþingi 1913, og hóf hann göngu sína það haust í samkomuhúsinu Skjaldborg í Winni- peg. pað ár sóktu hann 18 nemendur, annað árið 28, en þriðja árið 34. Á kirkjuþingi 1914 hlaut hann nafnið Jóns Bjamasonar skóli (Jón Bjarnason Academy). Síðastliðinn vetur var stofnunin löggilt af fylkisþingi Manitoba.—í tvö ár hafa nemendur skólans gengið undir hið opin- bera próf mentamáladeildar Manitoba-fylkis. Við hið síðara próf, í síðastliðnum júnímánuði, stóðust 18 nemendur prófið af þeim 20, er undir það gengu. Auk þess fengu 5 nemendur skólans, sem í herinn gengu, viðurkenningu fyrir árs- námi, sem jafngildir prófi. Tilgangur.—Skóli þessi er stofnaður til þess aö efla sem bezt göfgi hins unga mentalýðs þjóð- ar vorrar í Vesturheimi, að gefa honum hið bezta veganesti, sem unt er, á braut framfara og nyt- semdar í þessu landi, ræktarsemi til hins íslenzka móðurarfs og lotningu fyrir kirkju Krists. Vér ættum að vera þessu vaxnir, því vér hljótum að skilja fólk vort öðrum betur. í mentalegu tilliti ættum vér að vera sjálfstæðir eins og í öðrum efnum, ættum að veita ekki síður en þiggja, ætt- um að menta engu síður en láta aðra menta oss. Stjórn.—Skólinn er starfræktur í nafni kirkju- félagsins og er æðsta vald í höndum þess, en framkvæmdarvald alt felur það skólaráði, sem það sjálft kýs, og öldungaráði og kennararáði, en öldungaráðið skipa kennarar og tveir skólaráðs- menn af því kosnir, og hefir það æðsta vald í höndum í hinum innri málum skólans. Nemendur.—Nemendur, jafnt utan sem inn- an kirkjufélagsins, eru boðnir velkomnir á skól- ann og njóta allir þar sömu réttinda. — þess er krufist af námsfólki, að það leggi rækt við nám- ið, hegði sér siðsamlega, hlýði reglum skólans og fyrirmælum kennararáðsins. Engin tóbaksnautn eða áfengis má fara fram í skólanum, eigi heldur ósæmilegt orðbragð, ókurteist framferði, né skemdir á húsi eða húsmunum. Sé þessu ekki hlýtt, varðar það burtrekstri. — Félagslíf og skemtanir námsfólksins eru, að því er skólanum viðkemur, undir yfirumsjón kennararáðsins. — Nemendur borga kenslugjald að upphæð $36.00 fyrir alt skólaárið, og verður helmingur þess að borgast í skólabyrjun, en hinn helmingurinn ekki seinna en á nýjári. peir sem að eins stunda nám frá þeim tíma, greiða $24.00. Nám.—Skólinn kennir alt það, sem menta- máladeild Manitoba-fylkis ákveður fyrir þá nem- endur miðskóla (9., 10. og 11. bekk), sem eru að búa sig undir háskólanám einvörðungu (Arts Matriculation) og þá, sem bæði sækja um kenn- araleyfi og leita inngöngu í háskólann (Combined Course). Kristindómsfræðsla er skyldugrein fyrir alla þá, sem sækja skólann, nema svara- menn þeirra óski eftir undanþágu af trúarbragða- legum ástæöum, eða nemendurnir sjálfir, ef þeir hafa náð lögaldri. fslenzka er skyldugrein fyrir alla þá nemendur skólans, sem eru íslenzkir að ætt, nema svaramenn þeirra óski eftir undanþágu eða nemendur sjálfir, hafi þeir náð lögaldri, og skólastjóri viðúrkenni ástæðuna fyrir undanþág- unni gilda. Húsnæói og kenslutæki.—Húsnæði hefir skól- inn héntugt og hlýtt við hom Beverley og Well- ington stræta í Winnipeg. Eru þar bjartar kenslustofur, með veggtöflum og hentugum sæt- um. Enn fremur hefir skólinn góð landabréf, töfralukt til að sýna myndir, ásamt nokkru myndasafni, og allmikið safn ýmissa tækja til eðlisfræðilegra tilrauna. — Bókasafn er komið í skólann, góð byrjun, sem þegar hefir komið að töluverðum notum. Skemtanir.—Námsfólk æfir knattleiki undir beru lofti þann tíma, sem veður leyfir, en yfir kaldasta tímann síðastliðinn vetur skemtu nem- endur sér á skautasvelli, sem gjört var rétt hjá skólanum. Fundi hélt það hálfsmánaðarlega og á þeim fóru fram ræður, söngur, hljóðfæraslátt- ur, upplestrar, leikir, lestur skólablaðs og veit- íngar. Kynni og vinátta.—Nú þegar hefir margt ungt fólk úr ýmsum bygðum kynst hvert öðru í skólanum og jafnvel myndast vináttu-sambönd. Getur það haft mikilvæg áhrif fyrir framtíðina, að hið unga fólk vort úr öllum bygðum komi á skólann og taki höndum saman um að ávaxta hjá sér helgidóm kirkju vorrar og það, sem dýr- mætast er í íslenzku þjóðerni. Guðsþjónustu-athafnir fara fram í skólanum, morgunbænir fyrir alla nemendur daglega og biblíustund fyrir þá sem óska einu sinni í viku. Skólinn byrjar næsta starfsár sitt föstudag- inn 2. September.—Allir, sem hafa í hyggju að sækja skólann í vetur, ættu að tilkynna það und- irrituðum hið fljótasta. Allir nemendur ættu að kosta kapps um, að vera komnir þegar skóli byrj- ar.__öllum fyrirspurnum áhrærandi skólann svarar undirritaður. íslenzkir foreldrar! petta er skólinn fyrir hann son yðar og hana dóttur yðar. Unga fólk! petta er skólinn fyrir yður. pessi grein svarar mörgum bréfum og fyr- irspumum, sem Lögbergi hafa borist viðvíkjandi skólanum. Þinghúsið í Ottawa sprengt í loft upp. pjóðverjar sprengja upp helgidóma Frakk- lands og Belgíu. Ottawa-stjórnin lætur sprengja upp helgidóma Canada-þjóðarinnar. $2,000,000 eyðilagðar. Sorg og söknuður hertók hugi canadisku þjóð- arinnar, þegar þinghúsið í Ottawa brann í vetur. pað er enn ósannað, af hvers völdum eldurinn kviknaði og sannast ef til vill aldrei fyrir nein- um rétti. Að margra miljöna virði brann þar á svip- stundu og mannslíf urðu eldinum að bráð þar á meðal einn af fulltrúum þjóðarinnar. Að sjálfsögðu var farið að undirbúa endur- reisn þinghússins að vörmu spori. Var þess krafist af sumum, að menn væru látnir bjóða í bygginguna og það boð tekið, sem lægst fengist, ef það kæmi frá trúverðugu félagi. En verkamála ráðherrann, Robert Rogers, var á öðru máli. Hann kvað hyggilegra að veita verkið þannig, að samið væri við vist félag og því borgað ákveðið hundraðsgjald, enda væri tæp- lega hægt að bjóða í bygginguna, þar sem að eins væri um viðgerð að ræða. Hann lýsti því yfir, að flestir veggir gætu staðið, með því að þeir væru allsendis óskemdir, og væri það að minsta kosti $2,000,000 sparaðar. Auk þess. væri með því flýtt fyrir þinghúsbyggingunni svo árum skifti, hinni gömlu fegurð haldið og endurminningum fólksins unnið þarft verk með því að vernda þann hluta þessa þjóðar-helgidóms, sem óskemd- ur væri. Á þetta voru allir sáttir. Var svo skipuð nefnd til þess að hafa yfir umsjón yfir verkinu. í þeirri nefnd voru flest stjómarsinnar og nokkr- ir úr hópi hinna frjálslyndu. Alt virtist nú benda á óhlutdrægni og sam- vizkusemi og búist var við, að samvinna og sam- eining ætti sér stað í þessu nefndarstarfi. Verkið var af Robert Rogers falið á hendur Peter Lyall og syni hans, með þeim skilyrðum, að þeir eiga að fá 8% af öllu, sem í húsið fer, vera eins lengi með bygginguna og þeim sýnist og fá 20% á ári hverju af verði þeirra verkfæra, sem þeir nota, fyrir slit á þeim. Með öðrum orð- um, þeir geta verið nógu lengi til þess að fá fylsta verð að öllu borgað fyrir öll verkfæri, sem þeim sýnist að nota og áttu þau sjálfir eftir sem áður. peir geta samið við þau félög, sem búa til slík verkfæri, að selja sér öll dýrustu og full- komnustu áhöld, sem við stórbyggingar eru höfð og kosta margar miljónir dollara, með því skil- yrði, að þeir borgi 20% af þeim á ári, eða þau öll á fimm árum. pannig þurfa þeir aldrei að leggja eitt cent úr sínum vasa—stjórnin borgar brúsann, en þeir eiga verkfærin. Margt hefir verið ljótt aðhafst í Canada, en þetta er með því ljótasta. En svo er ekki alt búið enn. Alt í einu kem- ur það upp úr dúrnum, að Rogers safnar liði og lætur fara að skjóta á þá helgidóma, sem hann hafði með fögrum orðum lofað þjóðinni að vernda fyrir hennar hönd. Hann lætur skjóta á veggi þinghússins og sprengja þá upp á líkan hátt og pjóðverjar fóru að við kirkjur og aðrar byggingar í Belgíu og Frakklandi, og ekki er því verki hætt fyr en ekki stendur steinn yfir steini og alt er komið í rústir. Og þetta er gert án ráðfærslu við nefndina og án samþykkis hennar. Rogers virðist taka þar völdin þegjandi og hljóðalaust úr höndum nefnd- arinnar og skipa fyrir ásamt gæðingum sínum, rétt eins og pýzkalandskeisari gerir með hers- höfðingjum landsins. Canadaþjóðin kann illa þessum aðförum, þótt hún sé orðin ýmsu vön. Byggingameistari hafði gefið þá skýrslu, að $2,000,000 virði af veggjun- um væru svo traustir í byggingunni, að enginn galli væri á, og þannig mætti byggja húsið upp aftur að ekki sæist að nokkru sinni hefði brunn- ið, að eins yrði það traustara en áður. Og liberalar lofuðu stjórnina fyrir það, að ætla ;*ð taka þessa stefnu og spara fé þjóðarinn- ar. peir ætluðu að vinna með henni að því eftir bezta megni. Nú liggur málið þannig fyrir, að stjórnin hef- ir leikið tveim skjöldum; hún hefir afsakað það, að láta ekki bjóða í húsið með því að það væri tæpast hægt, þar sem að eins ætti að gera við það og ekki væri hægt að ákveða nákvæma á- ætlun um kostnað. Hún veitir svo verkið gæð- ingum sínum undir þessu yfirskyni og með þeim kjörum, sem skýrð hafa verið.; en þegar það er búið, þá snýr hún við blaðinu, sprengir upp það sem eftir var af helgidómi þjóðarinnar og eyði- leggur $2,000,000 virði af fólksins fé, og verður völd að margra ára drætti á byggingunni. Lítur ekki svo út, sem þetta hafi verið leikur frá upphafi? Lítur ekki svo út, sem fagurgal- inn um verndun á þessum helgidómi þjóðarinnar, sem er molaður ögn fyrir ögn með sprengiefni og þýzku ofbeldi, hafi að eins verið blekking til þess að búa til afsökun fyrir því að veita verkið sérstöku félagi, en láta ekki bjóða í það? Lítur ekki svo út, sem hér hafi verið gengið feti fram- ar í gjörræði gagnvart þingi og þjóð, en dæmi séu til í sögu nokkurrar þjóðar? Lítur ekki svo út, sem hér hafi verið unnið það skemdarverk, sem engum sé tiltrúandi að vinna, ef hann hefir hag þjóðarinnar fyrst og fremst í huga? Er ekki líklegt, að þessi stjórn verði í sögu þjóðarinnar einkend með því að það sé “stjómin, sem sprengdi upp þinghúsið í Ottawa”? Víttur fyrir að segja satt. f blaðinu “Telegram” birtist nýlega skamm- argrein um búnaðarráðherrann í Manitoba. Ávít- unarefnið var það, að hann hafði sagt satt, þegar hann gaf skýrslu um uppskeruhorfurnar hér í fylkinu. Eins og sannorðum, samvizkusömum og trú- verðugum manni sæmdi í hans stöðu, hafði Winkler svarað fyrirspurnum, sem honum höfðu borist viðvíkjandi uppskeruhorfum, eins satt og rétt og hann vissi bezt. En sökum þess að sannleikurinn sýndi óáran, heldur blaðið því fram, að skýrsla ráðherrans hefði átt að vera gefin á öðrum grundvelli. Blaðið segir, að það komi óáliti á landið og fæli fólk frá því að flytja hingað, þegar það sjái þessar skýrslur, og þess vegna eigi Winkler að vera þvingaður til þess annað hvort að taka þær aftur og breyta þeim eða fara úr stjórninni. Með öðrum orðum, sem nákvæmlega þýðir það sama, segir blaðið, að búnaðarráðherrann eigi annað hvort að gefa út falskar skýrslur eða hann eigi að rekast frá embætti. Svona langt er óheilnæmið’komið á sumum stöðum hér í landi. pað er öllum lýðum ljóst, að Canada er ágætt land og Manitoba með beztu fylkjum ríkisins. En það er líka öllum lýðum Ijóst, að hér er ým- islegt að—hér er engin alfullkomin paradís. pótt því sé slept, að tæpast er í þessu landi lifandi undir þeirri óstjórn, sem á sér stað frá Ottawa og allir Manitoba-borgarar bera kinnroða fyrir það, sem fram hefir farið hér 1 fylki síðast- liðin 16 ár; fyrir utan það, að lög og réttarfar virðist hér í landi svo fótum troðið og lítilsvirt, að slíks þekkjast varla dæmi; fyrir utan það, að annar réttargangur er hér hafður í málum alþýð- unnar en í málum hinna svokölluðu háu; fyrir utan það, að hér er á margan hátt gert upp á milli borgara landsins og rétti þeirra traðkað, en öðrum gert auðvelt að komast áfram með klæki og ódáðaverk, er hér ýmislegt að frá náttúrunnar hendi, eins og eðlilegt er. Bezta land veraldar- innar hefir sína galla ,og Canada er eitt þeirra. það er synd á móti landinu sjálfu, að leyna ó- kostum þess. pað að stíla allar fréttir hér með skrumauglýsinga formi skapar ótrú á öllu, þegar til lengdar lætur. Sá orðrómur kemst á, að ekk- ert sé að marka fréttir héðan, því að eins sé sögð önnur hliðin—betri hliðin—og hún margfölduð; hinnar sé ýmist ekki minst eða hún marg- minkuð. pað hefir t.d. verið siður hér, að auglýsa það út um allan heim, hvílíkum auðæfum bændur þessa lands hrúguðu saman árlega, þegar þeir í virkileika hafa stunið hálfsligaðir undir óbæri- legri byrði allskonar tolla og álaga, sem auð- valdið hefir hrætt stjórnina til að leggja þeim á herðar. Nú í ár hefir hagl og ryð eyðilagt svo upp- skeru hér í Vesturlandinu, að víða verða akrar alls e^ki slegnir, og á öðrum stöðum borgar upp- skeran ekki kostnaöinn. Búnaðarráðherrann hefir sagt frá þessu í skýrslum sínum eins og sanorðum manni sæmdi að gera. Hann hefir skýrt frá því, að meðalupp- skera hveitis muni verða 5—6 mælar af ekrunni, og er þao afar lágt. Til þess að klóra í bakkann og reyna að sanna að þetta sé rangt, segir “Telegram” frá því, að á sumum stöðum muni verða um 15 mælar af ekr- unni. En hvað sannar það, jafnvel þótt vissir bændur fengju 25 mæla af ekrunni, gætu skýrsl- urnar verið sannar fyrir því, þegar fjölda margir fá ekkert. Ef 10 bændur eru teknir til dæmis, þar sem einn fær 25 mæla, einn 10, tveir 8, einn 5, einn 4 og fjórir ekkert, þá verður útkoman sú, að allir til samans hafa bændurnir fengið 60 mæla; þeg- ar því svo er deilt með 10 (tölu bændanna), þá verður meðal uppskera þeirra 6 mælar af ekr- unni, og mun það tæplega vera fyrir kostnaði, hversu hátt sem verðið kann að vera. Á auglýsingamáli og því skrummáli, sem mörgum er hér tamt, mundi í þessu tilfelli að eins skýrt frá því, að uppskeran í Manitoba væri góð í ár, þar hefðu fengist 25 mælar af ekrunni. En Winkler er trúverðugri maður en svo, að hann semji þannig skýrslur sínar. Sá er hér beztur borgari, sem allstaðar ann- arsstaðar, sem sannleikann segir um land sitt og þjóð. Látum oss viðurkenna það, að hér er frjáls- lyndi í sumar áttir eða frelsi meira en í Evrópu- löndunum, en viðurkenna það einnig, að hér er rétarfari og réttlæti meira misboðið og þrællyndi á hærra stigi en víðast annarstaðar. Viðurkennum það einnig, að Canada er eitt meðal allra beztu og auðvænlegustu landa heims- ins, ef það fengi að njóta sín og væri ekki eyði- íagt af óstjórn og harðstjóm, en þrátt fyrir á- gæti þess eru hér óviðráðanlegar plágur, til dæm- is ryð í hveiti, eða frost eða hagl, sem oft og tíð- um gjöreyðir öllu árserfiði bóndans á feinu auga- bragði. Akurinn hans, sem blómlegur brosti við honum í gær, eins og fagur framtíðar grund- völlur, getur verið breyttur í kolsvart flag á morgun af völdum einnar haglskúrar, og hann staðið yfir honum höggdofa og svo að segja ör- eigi. Slík eru forlög margra manna hér í landi og þar á meðal margra Islendinga, sem hægt er að nafngreina, ef þörf gerist. petta eilífa auglýsingaskrum í fréttasniði um það, að hér sé aldinreitur himneskrar sælu, þar sem ekkert sé nema velgegni, þarf að hverfa og óblandinn sannleikur að koma í staðinn; ann- ars er mannorð þjóðarinnar í veði; hún verður annars álitin ótrú, óáreiðanleg; yfir henni verð- ur feldur sá dómur, að engu hennar orði sé að trúa. Búnaðarráðherrann á þakkir fyrir það, að hafa tekið þá stefnu að segja satt—ekki einungis þegar vel gengur, heldur segja satt einnig þegar miður fer. Hann endurvekur þar með það traust, sem þjóðin var að tapa; það traust, sem henni var, er og verður lífsspursmál til þess að halda mannorði sínu. W THE DOMINION BANK STOFNSETTUU 1871 IlöfuðstóU borgaður og varasjóður . . $13.000,000 Allar eignlr................. $87.000,000 Beiðni bœnda um lán til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notre Hanie Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Brancli—M. S. BUBGEB, Manager. Halldóra Olson pér heiðurs svanni hausts á degi blíðum frá hjartans grunni vinir syngja óð, og þakka fyrir fylgd á liðnum tíðum þitt fagra starf er lýsti menta glóð. Að rétta veikum hönd og göfugt hjarta í hverju stríði var þín löngun sönn, þú gafst oss marga glaða stund, og bjarta, sem gleymist ei þó freyði tímans hrönn. pú hefir stigið stærri spor en fjöldinn af sterkum vilja fögru marki náð, og þó að löngum lítil væru gjöldin þitt lífsstarf verður helgri minning skráð. Hið góða pund af herrans hendi þegið varð hundraðfalt, þú grófst það ei í jörð, og þegar alt er virt, og mælt, og vegið, það varðar mestu handan tímans fjörð. Pú göfga kona, stór í raun og starfi, er styrk í sæld og þraut oss hefir veitt, þitt fagra dæmi aldir fá að arfi, þau andans blóm sem fær ei grandað neitt. Að heil þú lengi megir með oss vinna er mál vors hjarta þenna glaða dag, við haustsins skraut í skjóli vona þinna sem skíni fram á hinsta sólarlag. M. Markússon. Telur stjórnina seka. Eftirfarandi grein stendur í blaS- inu “The Ottawa Citizen” 16. ágúst: “Hinn alvarlegi dráttur á því aö framleiða kúlur og önnur skotfæri, og hinn tilfinnanlegi skortur á efni og vinnufólki, sem J. W. Flavelle formaður hermála nefndarinnar dregur athygli að, er stjórninni i Ottawa aS kenna, ásamt þeim prívat mönnum, er hervörur búa til fyrst og fremst til þess aS fita sjálfa sig og aSeins ríkinu til góSs ef svo vill til aS þaS ekki komi í bága viS eigin hagsmuni, eftir því sem J. C. Watters segir, sem er for- maSur iSnaSar- og verkamanna þingsins í Canada. Mr. Walters, sem sá þaS öllum öSrum betur hvernig fara mundi, vakti athygli iSnaSar- og verka- mannaþingsins í Vancouver í sept- ember á því að stjórnin hefSi neitaS aS hafa hemil á þeim, er þyngja vildu vasa sína; neitaS aS stofna verksmiSjur er þjóöin ætti sjálf; og þingiS mótmælti aSgerSaleysi stjórnarinnar í þessu tilliti. AS Jivi er skort á vinnukrafti snerti þá hefSi mátt koma i veg fyr- ir þaS, ef í tíma hefSi veriS aS gert, eftir því sem Watters segir”. Sannleikurinn er sá aS stjórnin hefSi sjálf átt aS láta búa til allar hervörur sem bandamenn pöntuSu héSan og selja þær svo ódýrt aS einungis borgaSi gott kaup, eSa ef ágóSi var frekari þá átti þjóðin heimting á honum. Ef þaS er satt sem Watters þessi segir aS stjórnin sé' sek um alvar- legan drátt á því aS afgreiSa skot- færapantanir, þá eru þaS alvarlegri kærur en flestar aSrar sem fram hafa komiS. Sinnaskifti Eins og menn minnast var Asquith forsætis ráSherra Englend- inga einn þeirra sem harSsnúnast- ur var gegn konum þar í landi þeg- ^r þær börSust fyrir jafnrétti, skömmu áSur en stríSiS skall á. Fyrir nokkru var þess getið til aS hann mundi taka sinnaskiftum í þessu máli, og í vikunni sem leiS hafSi Mrs. Fawcett lýst því yfir aS ef kjörskránum yrSi breytt á annaS borð, þá yrSu bornar fram jafnrétt- is' kröfur af hendi kvenna. KvaS hún þaS einungis “vopnahlé” en ekki uppgjöf, sem orSiS hefSi þeg- ar stríSiö skall á og máliS yrSi vakiS upp aftur í fyilra fjöri en áSur aS styrjöldinni lokinni. A laugardáginn kemur sú frétt aS Asquith hafi þegar snúist hug- ur og hafi hann lýst þvi yfir i þing- húsinu á mánudaginn aS skrásetn- ing ætti helzt ekki fram aö fara á meöan á stríöinu stæSi; en þegar hún færi fram væri sjálfsagt aS )<onur nytu þar sama réttar og menn. Þóttu þetta mikil tíSindi og góS, og þaS er skoSun manna aS sam- kvaamt þeirri yfirlýsingu verSi kon- um veittur atkvæSisréttur fyrir næstu kosningar. Curzon jarl er enn þá æstur á móti kvenréttindum. en fylgjendum hans fækkar óöum. í því máli. Jón Jónsson Westmann xvlerkisbóndinn Jón Jónsson Westmann aS Clarkleigh í Alfta- vatnsbygö andaSist aö heimili sinu 27. marz 1916. Hann var fæddur 20. apríl 1853 aS Þverá í Eyjahreppi í Hnappa- dalssýslu; kom hingaö vestur ásamt Jóni sál. bróSur sinum áriS 1883, en kvæntist 12. desember 1888, Sig- ríöi Jónsdóttur frá Sauöeyjum á Breiöafiröi í BarSastrandasýslu. Attu þau tvö börn—tvíbura—pilt og stúlku sem bæSi lifa; heitir pilt- urinn Jóhannes og er nú fyrirvinna hjá móSur sinni, sém lifir mann sinn; en stúlkan heitir Ásláúg; er hún útskrifuö af kennaraskóla og kennir nú úti í NarrowsbygSum. Jón sál. var sonur Jóns bónda SigurSssonar, sem um 20 ára skeiö bjó á þverá og síöar lengi á HjarS- arfelli í Miklaholtshreppi í Snæfells- nessýslu; var hann hálfbróöir Jóns Jónssonar föSur þeirra Hjaröar- fellssystkina. Hann bjó lengi hér í bæ og stund- aöi smíöar. Jón sál. var gleöimaöur mikill og hafði jafnan hnyttileg svör á reiö- um höndum; ihélt hann því fram til hins sSasta þrátt fyrir margra ara sjúkdóm, er loks leiddi 'hann til bana. ÍSB NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu..... $ 7)5,600 Formaður.............- - - Slr D. H. McMHjIiAN, K.O.M.G. Vara-formaður................... - Capt. VVM. BOBINSON Str D. C. CAMEBON, K.C.M.G., ,1. H. ASHDOWN. E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEU AlUkonar bankaetörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er á Ialandi. Sértalcur gaumur gefinn 8pariaj6ðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum. T. E. THDRSTEIN9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SherbrookelSt., . Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.