Lögberg - 24.08.1916, Síða 6

Lögberg - 24.08.1916, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1916 WHEN USING WILSONS FLY PADS READ DIRECTIONS K CAREFULLY AND -S. FOLLOW THEM . EXACTLY Mjklu álvrlfameirt ten flu^napappír. Hrein í meðferð. Seldir í öllum lyfjabúðum og £ matvörubúðum- Heilbrigði. Arið 1891 gaf Björn heitinn Jóns- son út “sundreglur”. Getur hann þess í formála kversins að það sé varla ofhermt, að fyrir fjórtán eöa fimtán árum fþ-e. 1876—1877J hafi ekki verið fleiri en svo sem sex menn á öllu landinu, sem væru sjálfbjarga ef þeir lentu i polli, sem þeir næðu ekki niöri í. Þá höfðu menn svo gersamlega gleymt öllu sundi, að ofurhugar báru grjót á sig og skriÖu svo á botninum yfir ár og sýki, sem ekki voru um of breið, en engi maður bar við að nevta léttleikans og fara samkvæmt eðli sínu ofan vatns, þótt það væri þúsund sinnum hægra. Sem betur fer hefir sund-íþrótt- inni farið mikið fram síöan þeási bæklingur var gefinn út. Þótt sundkunnáttan sé komin nokkuð á veg hér, ætti hún að verða miklu almennari en hún er nú. En eitt brestur mjög og það er að sund- menn þekki til hlítar allar björgun- arreglur og lífgunaraöferöir. Jafn- framt 'því sem menn æfa sig í að bjarga öðrum mönnum verða þeir að æfa sig í því að synda alklœddir. Því það stendur sjaldan svo á að sundmaðurinn sé í sundbolnum ein- um þegar óhapp ber að höndum og menn þarfnast liöveizlu hans. Hér fer á eftir ein af beztu lífg- unaðaraðferðum eftir frægan pró- fes'sor, að nafni Schafer: Lífgunaraðferð. Þegar menn hafa fallið í vatn eða sjó og eru lífvana fluttir í land, verður fyrst að reyna að endurlífga þá. Bið á því getur reynst banvæn. pTakið strax til starfa, gerið það með varúð, þolinmæði og óskertu áframhaldi. Menn hafa oft orðið endur- lifgaðir þannig eftir margra stunda látlaust erfiði. Hvernig sem atvikast, er sjálf- sagt að sækja lækni hið allra fyrsta. Á meðan á að reyna að ná vatninu úr lungum mannsins: Látið mann- inn á grúfu og beygið höfuðið nið- ur svo að vatnið geti runnið niður úr munni hans, togið tunguna út úr honum. Þegar vatninu hefir verið náð upp úr manninum á að leggja hann á hliöina og láta tunguna hanga út úr munninum. Ef hann dregur andann, þá látiö hann hvíl- ast. Ef ha«n andar ekki, verður strax að reyna að koma honum til að anda með einhverju móti. Hér fara á eftir ráð þau, sem prófessor Schafer býður: 1. Leggiö sjúklinginn á grúfu með útrétta handleggi, en andlitið (snúi til hliðar. Leggið ekki sessu eða neitt þess háttar undir brjóst honum. Krjúpið við hlið hans, eða klofvegið yfir hann, og snúið í sömu átt sem hann. 2. Leggið hendurnar á mjó- hrygg honum, sína á hvora hliö, þannig að þumalfingumir nái nærri saman. 3. Beygið yður áfram með bein- um handleggjum til þess að allur þungi geti lagst á ulnliðinn, þrýstið síðan fast og stöðugt á lendár sjúk- lingsins meðan hægt er talið “einn, tveir, þrír”. 4. Réttið síðan úr yður til þess að lina á þrýstingnum meðan hægt er talið “einn, tveir”. Haldið áfram þessum hréyfing- ,um fram og aftur: á víxl að lina á og þrýsta maga sjúklingsins að jörðunni, til þess að þvinga loftið úr lungum hans' og munni, og lofa því að sogast inn aftur, þangað til sjúklingurinn getur gert þetta sjálfur. Er mátulega að fariö með því, aö þrýsta tólf sinnum á mínútu. Strax og sjúklingurinn byrjar að anda má hætta þessum hreyfingum. En vandlega verður að gæta þess, ef andardrátturinn missist, það er hættir aftur, að hefja tafarlaust hreyfingamar aftur og halda áfram þangaö til sjúklingurinn nær and- anum aftur af sjálfsdáðum. Þegar sjúklingurinn fer að anda skal leggja hann svo aö vel fari um hann og reyna að hita honum með því, að leggja heita ullardúka á milli læranna, eöa flöskur með heitu vatni í undir iljar og arma. Ætti sem fyrst að afklæða hann og vefja utan um hann teppum. Sem minst ónæði ætti að gera sjúklingnum, en reyna að fá hann til að sofna, verður þá að hafa gæt- ur á honum, að minsta kostí fyrstu klukkustundina. Bennó. —Sumarblaðiö. Taft svívirtur. Eins og öllum er kunnugt er Norður Dakota vinbannsríki og hefir verið það yfir fjórðung aldar. Ber flestum saman um það að hag- u‘r rikisins sé í flestum atriðum betri fyrir þá sök en ella hefði ver- ið. Vinbannið er að flestra óvil- hallra manna dómi mesta blessun sem ríkinu hefir hlotnast. Nýlega birtist auglýsing í blaö- inu “Edinburg Tribune” frá Hotel Frederick í Grand Forks, þar sem alls konar staðhæfingar eru gerö- ar viðvíkjandi þeirri blessun sem áfengissala ihafi í för með sér þar sem fólkið sé svo mannaö að leyfa hana. Auðséð er þaö í hvaða skyni þetta er gert. Það-er auðvitað til þess að reyna að hafa áhrif á hugi manna í þá átt að vekja óánægju með vinbannið og koma eitursöl- unni á aftur, ef unt sé. En hitt er beinlinis ljótt að draga nafn málsmetandi manna inn í þess konar þoikkaverk, og slíta út úr sambandi setningar sem þeir hafa sagt til þess aö geta notað þær sínu illa máli til sönnunar. 1 auglýsingunni er birt mynd af Howard Taft fyrverandi forseta Bandaríkjanna og prentuð lofklausa um áfengi og eitursölu, sem hann á að hafa talað eða ritað einhvern- tíma og einhversstaðar. Þétta sýnir það að þótt vínbann- ið i Norður Dakota hafi veriö þar í fjórðung aldar og þótt það hafi leitt meiri blessun yfir ríkið en nokkuð annað, þá eru þar samt menn enn þá svo ótrúir þjóðar- hteildinni að þeir veigra sér ekki viö því að reyna að eitra hana hve- nær sem færi gefst til þess að auðga sjálfa sig og fylla sinn eiginn vasa; og þeir veigra séY jafnvel ekki við að draga nöfn mætra manna inn í þessa lofsamlegu til- raun sina til þess, ef vera mætti að þeir gætu vilt mönnum sjónir. Norður Dakota menn þurfa því enn að Vera á verði og gæta þess að hvenær sem hinn banvæni högg- ormur teygir upp trjónuna eða reyn- ir að spúa eitri, þá séu þeir að fullu við honum búnir. Og vér væntum þess að ef farið verður að nota blöðin í Norður Dakota eitursölunni til forsvars með jafn ósvífnum auglýsingum og þessi umrædda auglýsing er, þá taki landi vor ritstjori “Tribunes”, í taumana þannig að hann í rit- stjómargrein sýni það glögglega hvilíka óhæfu sé verið að fnemja og hvílík hætta sé á ferðum. Það er skylda hans sem blaöamanns, skylda hans sem ærlegs borgara og um fram alt skylda hans sem Islendings. Slys í Ontario 1915 Verndamefndin í Canada í'Com- mission of Conservation) gefur út mánaðarblað og er það nýlega kom- ið út fyrir ágúst mánuð. Þar er í fróðlegt margt og eftir- tektavert; m!éðal annars grein um slys í Ontario. Er þar sýnt fram á hversu smávegis' eftirtekt og var- færni gæti komið í veg fyrir stór- tjón í mörgum tilfellum. Þár er sagt frá því að lögin í Ontario heimti það að skýrslur séu gefnar yfir öll slys, sem hafi þaö í för með sér að menn tapi vinnu fyrir. Samkvæmt þessum skýrsl- um sést það að árið 1915 uröu 17,- 033 slys í fylkinu. Af þeim voru 9,829 rannsökuð og dómur upp kveðinn í 7,600. Vinnutími sem tapaðist fyrir þessi 7,600 slys voru 170,011 dagar, eða sama sem vinna 569 manna í heilt ár. Stundárveikindi aðeins voru af- leiðingar af 8,544 slysum, en í 10,33 tilfellum uröu menn alveg ófærir til vinnu æfilangt og 251 dó. Skýrslan leggur alla áherzlu á það hversu áríSandi sé að viðhafa alla varúð til þess að koma í veg fyrir slys og er þar sýnt fram á hversu lítið það kosti í samanburði við hitt hvað við það vinnist og sparist. Til dæmis er það tekið að sjálf- læsandi skrár á tveimur kornhlöð- um sem hefðu kostað aðeins $3.50 hefðu bjargað tveimur mannslífum ogikomið i veg fyrir að borga þyrfti $6,179 í skaðabætur. Það að sökkva skrúfuhausum á hjólum og lyfti- vélum í 21 tilfelli hefði kostað $7.35, en það hefði komið i veg fyr- ir þrjú dauðsföll og sparað $5,619 í skaðabætur. Þaö að kippa út nöglum, sem út hefðu staðiö, brotn- um glerjum og járnflísum hefði kostað aðeins fáein cent, en það heföi komið i veg fyrir 126 mteiðsli, og það að hafa augnahlifar fgoggles), sem ‘kostað htefðu $150, hefði bjargað 35 vinnumönnum frá því að missa sjónina að öllu eða nokkru og sparað $42,846 í skaöa- bætur. — Já, hefði þetta alt verið gert, þá hefði öllum ’þessum slysum og fjárútlátum verið afstýrt; en það var alt vanrækt. Þar sem í einu fylki slasast 17,033 manns' á ári, 10,33 verða ó- færir til vinnu æfilangt ogf 251 deyja—alt eða flest af óþörfum slysum, má nærri geta hversu mikið það er í öllu rikinú. Minsta móðir í heimi. Kvendvergur sem Dolletta heit- ir er á ferðinni til Winnipeg og verður til sýnis í “Happyland” garð- inum. Hún ter aöeins 28 þumlungar há og 37 pund á þyngd. Hún er gift manni, er Boykyn heitir frá Kentucky og hefir verið í hjóna- bandi í 11 ár. Fyrir 10 árum ól hún dóttur, en til þess varð að gera á h'enni keisaraskurö. Fyrir fjór- um árum ól hún annað bam; var það drengur og varð þá að grípa til sömu ráða. Börnin eru bæði myndarleg og er Dolletta eina dvergkona í heimi sem fætt hefir rétt áköpuð börn og fullvaxta. Bæði börnin verða eins stór og fólk gerist flest. Dóttir Dollettu sem er tíu ára hefir höfuð og herðar yfir móður sína, en pilt- urinn sem aðeins er fjögra ára er 6 þumlungum hærri en hún. Ættarnöfnin. Einstakr menn eru nú að taka upp ættarnöfn, hrista af sér þús- undára venjuna íslenzku. Helzt eru það “fínu” mennirnir, en bændur og búalið hafa víst um alvarlegri málefni að hugsa. Ekki er blærinn islenzkur yfir þessum ættarnöfn- um, allflestum, enda mun það og vera einn aðalkosturinn í augum eigandanna. Engar sögur fara af því, að Jön Sigurðsson, Tómas Sæmundsson, Baldvin Einarsson, Jónas Hall- grímsson oð aörir ágætismenn ís- lenzku þjóðarinnar hafi orðið sé'r til minkunar utan lands eða innan, þótt þeir væru synir feðra sinna að forníslenzkum sið. Þéir fylgdu “gömlu kenning- unni”, sem hafði að orðtæki: Þjóðerni mettu þitt mest, er menta þú leitar, því undir yfirhöfn útlendri dylst oftlega biturlegt sverð, Sverð það er banasár bjó því bezt og fegurst þú áttir: innlendum ágætum sið, inmlendum fornaldar keim. Bjami Thorarensen, amtmaður, sá í andá ýmislegt slæðast með hing- að til lands í útlendum skipsförm- um, í fylgd með rottunum, ýmislegt sem hann ekki taldi bráðnauðsyn- legt að flyttist hingað. Og hann sá lika að það, — eins og rotturnar — mundi taka sér bólfestu í kaupstöð- unum. íÞáð sést á vísunni þeirri arna. Þó vellyst í skipsförmum völsk- unum meður vafri að landi eg skaða ei tel, því út fyrir kaupstaði íslenzkt í veður ef hún sér vogar, þá frýs hún í hel. Og sennilega fer það svo með ættarnafnasendinguna, því hún er útlend að ætt og uppruna, hefir slæðst hingað í aöfluttum “menta” mjölpokum. Hún verður úti á ís- lenzku f jallgörðunum þegar haust- ar að. Og þaö er vel farið. —Heimilisblaöiö. Landaurarog silfurverð Forn tsl. hyggindi og ný heimska. Nú er sú tíð — dýrtíð, að öllum veröur tíðrætt um Htilsvirði hverr- ar krónu, og getur víst engum dul- ist hvað krónureikningurinn er vit- laus og óhentugur til frambúðar, þegar ræða er um þau viðskifti, sem mestu varða í hverju þjóöfélagi: um kaup verkafólks og laun hvers konar starfsmanna, hvort heldur unnið er í þarfir einstakra manna, eða alþjóðar. I öðrum löndum hefir mönnum orðiö tíðrætt um þennan vanda að undanfömu. Alt þetta vandræða- stríð milli verkamanna og vinnu- veittenda stafar aðallega af því, að kaupiö er alstaðar talið í peningum, en peningar hafa stórum fallið í verði. Þó að verkamenn hafi nú víða meö mestu eftirgangsmunum (verkföllum og róstum) fengið kaup sitt hækkað að nafninu til um Ys—1/2 eða þaðan af meir frá því sem var fyrir 15—20 árum, þá eru þeir engu betur stettir; og allir þeir sem vinna fyrir árskaupi, hafa—yf- irleitt—orðið enn þá ver úti. Því er nú svo háttað, að okkur |slendíngum ætti að veita hægar en nokkurri annari þjóð, að ráða bót á þessum miklu og meinlegu mis- fellum. Við höfum ráðið fram úr þessu, forfeður okkar, en erum nú að gleyma því snildarbragði, í stað þess, að hagnýta það og laga eftir nútiðarháttum. Eg á við landaurareiíkninginn. Prófessor Þbrvaldur Thorodd- sen segir rétt nýlega í bréfi til mín: “Slæmt þykir mér að löggjafar- valdið skuli vera að útrýma okkar góðu landaurum; nútíminn sýnir bezt að þeir eru miklu stöðugri og réttari verðmætir en peningarnir. Landaurareikningurinn er sérstök, íslenzk snildarleg uppáfynding, sem sýnir hinn mikla viturleik forn- manna; hann hefir i margar aldir verið ‘máttarstólpinn undir öllu bjargræði voru’, eins og Tómas Sæmundsson segir.” Það er vert að taka eftir þessum orðum eins vitrasta manns þjóðar- innar. Og nú er Sögufélagið— ágætt félag—að gefa út “búalögin” okkar fornu. Þar má sjá það svart á hvítu þetta forna snildar- lega íslenzka þjóöráð—landaura- 2 SÖLSEIN S ó L 8 K I N S hlýðnari og betri. — Einnig er nauðsynlegt að börnin skrifi sjálf af og til ofurlítiö í litla blaðið sitt. — En vel að merkja, þau sjálf frá sínu eigin brjósti, þeirra litla og saklausa sál á sjálf að koma til dyranna eins og hún er búin, eftir að hún er búin að laga sig til, dusta af sér rykið og strjúka misfellurn- ar. — Eitt er það, sem gott er í “Sól- skini”, en hefir litiö komið af enn. Þáð eru sögur af dýrum, eða af skepnum af ýmsum tegundum, samtali þeirra, og hugsanalifi; — því bömin vita það, eins vel og allir aörir að allar skepnur hafa mál, út- af fyrir sig, til að skilja hver aðra. Líf dýranna og heimur þeirra er svo inngróið í tilfinningalif barns- ins, að fátt sýnist vekja hjá þvi, baminu; eða bömum yfir höfuð, meiri fögnuð, kærleika og hluttekn- ingu. — “Að börnin sjálf hugsi, stýli og skrifi”. Gimli, 10. marz 1916. Jakob Briem. Reykjavík P.O., Man. Kæri ritstjóri Sólskins:— Eg þakka þér fyrir Htla blaðið, sem mér þykir svo gaman að lesa. Pabbi minn og mamma kaupa ekki Lögberg, svo eg fæ Sólskin lánað hjá frændfólki mínu. Mig hefir oft langað að skrifa Sólskini fáein- ar linur, og nú ætla eg að biöja þig að láta það í litla blaðið þitt. Eg hefi lært að lesa Islenzku heima, en geng á skóla til að læra að lesa og skrifa Ensku. Eg get skrifað svo litið á Islenzku og mig langar til að læra að skrifa islenzk- una vel. Eg á einn lítinn kött sem mér þykir ósköp gaman að leika mér við. Hann klifrar stundum hátt upp i tré, en getur svo ekki farið ofan sjálfur og mjálmar þar þangað til við sækjum hann. Eg hefi nú ekkert meira að segja í þetta sinn, en ætla að skrifa ein- hvemtíma aftur. Með beztu óskum til Sólskins-- barnanna. Vinsamlegast. Anna Johnson, 9 ára. Mozart, Sask., 4. ágúst 1916. Herra ritstjóri Sólskins:— Eg þakka þér ósköp vel fyrir Sólskinsblaðið, sem mér og öllum Sólskinsbörnum þykir svo vænt um. Viltu gera svo vel og setja þessa sögu i Sólskin. Þrír drengir og klukkan. Þrir drengir úr sama húsi vom beðnir að ná réttum tima af klukku bæjarins. Fyrsti drengurinn fór af stað, leit á klukkuna og sagði þegar hann kom aftur: “Klukk- an er tólf”. — Úr honum varð ekkert annað en hversdagslegur bóksali. Næsti drengurinn var ögn nákvæmari. Þegar hann kom aft- ur sagði hann að klukkan væri þrjár mínútur gengin til eitt. — Hann varð læknir. Þriðji dreng- urinn leit á klukkuna, fann svo út hvað langan tíma það tók hann að ganga aftur heim að húsinu, fór svo aftur að klukkunni, bætti svo þeim tíma, sem það tók hann að ganga, við tíma klukkunnar, og skýrði frá niðurstöðu jæirri er hann komst að þannig: “Þétta augnablik er klukkan tólf stundir, 10 mínútur og 10 sekúndur”. Sá drengur varð hinn frægi visindamaður Helmholtz Með vinsemd. Aðalbjörg Guðmundson. Saga blómanna. Fátt er fallegra en blómin. Svo að segja öllum þykir gaman að blómum og vilja hafa þau inni hjá sér ef hægt er. Börnum hefir oft verið líkt viö blóm og þeim þykir sérstaklega vænt um blómin. Þegar maður vill lýsa einhverju fallega, þá segir maður að það sé fallegt eins og blóm. Flest blóm eiga sér sögu; það er að segja sögur hafa verið búnar til um þau. Flestar eru þær auö- vitað skáldsögur, en þær teru marg- ar ljómandi fallegar. Sólskin ætl- ar að segja ykkur fáeinar af þess- um sögum, og svo eigið þið að læra þær. “Gleym mér ei”. Eitt meðal þeirra blóma sem öll- um þykja falleg, heitir “Gleym mér pi”. Það vex svo að segja í öllum löndum og er himinnblátt. Sum- staðar er það kallað ástablóm eða kærleiksblóm. Sagan um það er svona: “Þegar heimurinn var nýskapað- ur, var engill sendur frá himnum með boð til ^eilags manns, sem átti heima í Persiu. En þegar engillinn sveif í gegn'um loftið, þá sá hann fjarska fallega persneska stúlku sem sat hjá tærri uppsprettulind, og var að flétta á sér hárið. Hún fléítaöi inn í það til og frá blómið “Gleym mér ei”, en þá hafði það blóm ekkert nafn. Engillinn flaug til stúlkunnar og bað hana að verða unnustan sín; henni Ieizt vel á engilinn og þau trúlofuðust. Svo voru þau lengi saman og leiö , ákaflega vel. En alt í einu mundi engillinn eftir því að hann hafði gleymt að skila boðunum sem hann var sendur með. Hann flaug því aftur upp til himins til þess að biðja fyrirgefningar á því. Og hann sagði stúlkunni að bíða á meðan og um leið og hann flaug af stað sagði hann við hana: “Gleym mér ei”, og stúlkan svaraði honum og sagði: “Gleym mér ei” og veifaði til hans stóru knyppi af þessum himinbláu blómum. Síðan heita þau “Gleym mér ei”. Þegar engillinn kom upp til him- ins gat hann ekki komist inn. Hann stóð grátandi við hliðiö og loksins kom erkiengillinn Gabríel og sagði: “Þú hefir orðið brotlegur af þvi þú skilaðir tekki því sem þú lofaöir og það hefir verið ákveðið að þú verðir að dreifa börnum loftsins um alla jörðina áður en þú fáir að koma með dóttur jarðarinnar inn í himininn.” Engillinn skildi ekki þetta. Hann flaug aftur til jarðarinnar; fann stúlkuna og sagði henni hvað Gabríel engill hefði sagt og spurði hvort hún skildi það. Hún svaraði og sagði: “Já, þessi yndislegu blóm sem endursýna hinn óviðjafnanlega lit himinsins eru börn loftsins.” Svo fóru þau yfir öll lönd, engill- inn og unnusta hans. Og gróðursettu blómið “Gleym mér ei” hvar sem þau fóru. Þegar það var búið tók engillinn stúlkuna í fang sér og flaug með hana upp til himins.” —I—190 reikninginri. En á síðustu manns- öldrum höfum viö íslendingar sleg- ið slöku við þetta ágæta þjóðráð, farið illa að því, skemt það, spilt þvi og horfiö frá því, í stað þess að leggja fulla rækt.við það, bæta það og laga eftir breyttum ástæðum. Það er þó sizt óhugsandi fyrir okkur að finna hentuga nútíðaraö- ferð til að reikna út árlega meðal- alin, hvað hún skuli vera móti pen- ingum. En þá kalla eg alinina rétt setta, ef það stendur heima, að sjálfsagðar lífsnauðsynjar fullorð- innar manneskju á ári nemi jafnan sama álnatali. Og þá getur engum dulist, hvílík réttarbót það væri, ef alt kaupgjald væri talið í álnum, en ekki i krónum, svo að verkmaður fengi t.d'. 6 álnir á dag i kaup. Ger- um að alinin hefði verið 60 aurar fyrir Btríðið. Hún mundi þá nú, eftir sama mati, vera um það bil 1 kr., og verkamaðurinn með 6 álna dagkaupi fá nú 6 krónur á dag, sá sem fyrir stríðið fékk 3 kr. 60 aur. á dag — og ekkert vandræSatal um verkföll og gerðardóma. Þetta er sannarlega alvarlegt umhugsunarefni. G. Bjórnson. Lögrétta. Saskatchewan kœrurnar Rannsókn i þeim hefir verið hætt um tíma að undanförnu, en nú er hún byrjuð aftur. Tveir ráðherrarnir og fjórir þingmennirnir sem kærðir voru hafa þegar verið sýknaðir með öllu. Það eru þeir McKnab og Langley ráðherrar og J. A. Shephard éþing- forseti), A. F. Tozka frá Vonda, J. A. Nolin frá Atabaska og Dr. Lockhead frá Gull Lake. Við rannsóknina bar C. Kacot, einn af eigendum brennivínsgerðar félagsins í Regina að brennivínssali fr^ Calgary 'er Cross heitir hefði sagt sér að ef þeir gætu lagt fram $50,000, þá væri hægt að fella Scott stjórnina. Hann kvaðst ekki hafa fallist á að gera þetta. Hann sagði að. brennivínsfélag í Saskatoon hefði lagt fram $2,000. Pierce þingmaður frá Wadena sór það að Joseph Carrol frá Galt félaginu í Winnipeg hefði borið sér $23,000 til þess að vinna á móti vín- bannslögunum í Saskatchewan. Hann sór það einnig að Brunner gjaldkeri brennivínsmanna hefði sagt sér að Robert Rogers og þing- mennirnir að austan væru að safna stórfé til þess að vinna á móti lög- unum og fella stjómina. C. H. Cowthorpe þingmaður fyrir Biggar kjördæmi vitnaði þetta sama. Ców- tihorpe sór það einnig að sér hefði verið boðið meira fé en þingmanns kaupið til þess að vera á móti bann- lögunum. Nú er verið að rannsaka kærur þær sem Bradshaw kom með i sam- bandi við geöveikra hælið í Battle- ford. Er sagt að sú rannsókn muni standa lengi yfir því fram verði lögð að minsta kosti 7000 skjöl og sum þeirra all flókin. tlmbur’ fj*lviður af öllum iNyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og al»- lconar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. --------------- - Limlted —------------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG SEGID EKKI “KO OBT EKKI BOROAB TANNLÆKNl N0.“ Vér vltum, .8 nú *:«n(rur «kkl alt a8 takum og erfltt «r a8 «lgnam ■klldlnsa. Bf U1 vrtl. er oae þa8 fyrlr bectu. paB kennlr oaa. eem ▼er8um a8 Tinna fyrlr hverju centl, a8 meta ylldl pentnre. MIKXIST þeea, aB dalur eparaBur er dalur unnlnn. MINNI8T þesa elnnlg, a8 TENNTTR eru oft melra vlrBl en penlnsar. HEtLBRIOÐI er fyrata epor U1 hamlnfju. þvl ver8!8 þér a8 vernda TENNURNAR — Né or dmlnn—hér er itahurlnn Ul atl l&ta |4J s vts tenn ur jrfiar. Mikill sparnaöur á vönduðu tannverki EIN8TAKAR TENNUR $5.00 HVER BE8TA 19 KAR. QTtT.l. $5.00. 92 KARAT GULXTENNITR VerO Tort ávalt óbreytt Mörf handrað mAnna nota sór hi8 láfe T«rO. HVKRfi VKGNA KKKI ptJ ? Fara yöar tilbúnu tennur vel? efia sansa þ«er lBultgm. ðr .korfium? Ef þmr gera þaB, flnnlB þá tana- lnkna, eem r*ta *ert vel v18 tennur yBar fyrlr vægt verfi. OT elnni jrfinr ej&lfnr—Notifi flmt&n &ra rejrnstn vora vifi tannl«-tninp. $8.00 HVALBEIN OPIB A KTðLDCM DE. PARSONS McORFKVY BIX)CK, PORTAOB AVE. Telefónn M. $$$. Uppt jOt Grand Trunk farbréfa akrlfstofu. ..................^ ^ ~.................................................................................................................................................^ SEXTlU og FIMM ÁRA LJÓSIN Sextíu og fimm ára ljósin vinna enn þar sem er að rœða um EDDY’S ELDSPÝTUR Fyrir sextíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt- ur í Canada búnar til í Hullaf Eddy og síðan hafa þær verið viðurkendar þær beztu sem kveikiefni. Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um EDDY’S

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.