Lögberg - 07.09.1916, Side 1
Peerless Bakeries
Heildsöluverzlua
Búa til beztu tegundir af sœtabrauði. Ekkert sparað
til að bafa það sem ljúffengast. Giftingar kðkur búnar
og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri
ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá
verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar.
C. HJALMARSON, Eigandi,
1156-8 Ingersoll 8t. - Tals. G. 4140
29. ARGANGUR
WINNIPEG, MANIT'OBA, FFMTUDAGINN 7. SEPT. 1916
NÚMER 36
Tuitugu og átta bœi hafa
Bandamenn nú tekið
Orustan á mánudaginn bendir til að
Bandamenn séu aftur að byrja fyr-
ir alvöru. Taka 5 þúsund fanga
og þar á meðal úrvalslið Þýzkara.
Bandamenn kreppa nú aS Þjóö-
verjum á allar hliðar. Frakkar og
Fnglendingar hafa gert hverja árás-
ána á fætur annari á Frakklandi og
Belgíu og unniö allmikiö.
í Somme héraöinu hafa jæir ný-
Jega tekiö heilar raöir af skotgröf-
um og 28 bæi; þar aö auki tugi þús-
unda fanga. Hafa Þjóöverjar átt
í svo mikilli vök aö verjast á allar
þliöar að þeir hafa nú sjálfkrafa
yfirgefið sum héruö til þess aö geta
beitt sér bétur annars staöar. Er
sagt aö þeir séu aö undirbúa breyt-
ing á hervallarstöðvunum að vest-
an og ætli aö yfirgefa stórt svæði
í Frakklandi. En þeir hafa þegar
eftirlátið Roumaniu stóran part af
Transilvániu.
Þá hafa Rússar haldið áfram her-
tekningum aö norðan og þar á meö-
al tekið stórt svæöi í Carpatafjöll-
unum.
Að visu náðu Þjóðverjar aftur
parti sem þeir töpuöu í Frakklandi,
en það var rétt um stundar sakir,
því hinir tóku það aftur.
27 ára gömul, á 13 börn.
Kona nokkur sem Mrs. Julius
Cojenski heitir og heima á i Green-
wich i Conn'ecticut er 27 ára, en
hefir átt 13 böm.
Hefir hún átt fimm börn á minna
en 7 mánuðum. Fyrir tæpum sjö
mánuðum átti hún þríbura, og alveg
nýlega tvíbura. Þríburarnir liföu
nokkrar klukkustundir, en tvíbur-
arnir dóu svo aö segja í fæðingu.
Ungbarnaplágan.
Henni er heldur aö linna i New
York, þó deyja þar enn aö meöaltali
á dag nálægt 15 börn, en 6ö veikj-
ast. Aftur á móti hefir plágan út-
þreiðst og hafa börn þegar veikst
svo hundruöum skiftir sumstaöar
annarsstaðar. Fyrsta barnið dó af
ueikinni í Winnipeg á mánudaginn.
Var þaö 6 ára gömul stúlka og átti
heima á Simcoe stræti. Hún veikt-
ist á sunnudaginn en dó daginn eft-
ir að kveldinu. Alls hafa hér i bæ
veikst fimm börn af þessari veiki
svo vitanlegt sé. Stúlkan sem dó
hét Mary McGimie.
Ný lög.
Bandaríkjaþingið samþykti lög á
þriðjudaginn þar sem forsetanum
er heim'ilað að banna þeim skipum
siglingu eöa burtför, sem geri nokk-
urn greinarmun á borgurum Banda-
rikjamanna aö því er flutning á
vörum snertir frá þeim eða til
þeirra, og er heimilt að láta herinn
stööva slík sklip ef þau reyna að
komast í burt. Sömuteiðis var þaö
samþykt að heimili forsetanum að
banna póstflutninga, hraðlestar-
flutninga, loftskeyti eða simskeyti
borgurum þeirra landa, sem ekki
veita öllum borgurum Bandaríkj-
anna fúll verzlunarréttindi'. Þ'ar á
meðal óhindraða póstflutninga. Hiö
fyrra er á móti “svarta listanum”
svokallaða, hið siðara á móti bréfa-
skoðun Englendinga.
Afreksverk.
Verkfallinu sem getið var um
síöast að vofö'i yfir í Bandaríkjun-
um varö afstýrt, er þaö óefað mesta
þrekvirkiö sem Wilson forséti hefir
gert í stöðu sinni. Hann sá það að
allir samningar og alt samkomulag
var ómögulegt og tók því það ráð að
láta bera upp frumvarp i þinginu
um lögleiðslu átta klukkustunda
víinnutima í öllu rikinu.
Auðvaldið og félögin risu eðli-
lega upp á móti þessu, en þaö gekk
samt i gegn eftir snarpar umræður.
Verkfallsmenn fóru fram á átta
stunda vinnutíma, en féíögin af-
sögðu; átti 'verkfallið að hef jast á
mánudaginn og varö því aö afgreiða
lögm á laugardaginn, og það var
gert. Bkki einungis sýndi Wilson
í þessu máli að hann lét sér ant um
að afstýra vandræðum, heldur einn-
ig setti hann sig beint á móti því of-
urefþ sem auðvaldið á yfir að ráða,
og þarf sannan marin til slikra
verka.
Ráðherramálin.
Rannsókninni í þeim var lokið á
þriðjudaginn. Kviðdómurinn kom
sár ekki saman og er málinu því
frestað.
Vandræðaástand á
íslandi.
Reykjavík, 12. Ágúst.
Ekki linnir rosanum enn, sem
staðið hefir nú ós’Atinn frá sláttar-
byrjun um Suðurland a;t og Vest-
urland (og náð til Norðurlands að
nokkruj. Er ástandið hið hörmu-
legasta hjá búendum í sveitunum:
Ofan á hina miklu þurka og kulda
í vor og fyrri part sumasins, er víða
eyddi nærri öllum jarðargróðri eða
kyrkti hann að miklum mun,—slotar
nú ekki vætunni svo að töður eru nú
skcmdar og ónýtar og ccrið heyfall
annað liggur undir bráðum skemd'
um.
iBændur eru hálfnaðir með síátt
fað slá niður grasiðý, en sitja nú
með kaupafólk sv'o dýrt, að mönmum
ægir við að nefna á nafn.
En hvað skal gera, ef þessu vind-
ur fram?
Það virðist ’óhjákvæmilegt, að
hey verði lítil og skemd, svo sem við
búið er,—að bændur hugsi til að
reyna að afla sér fóðurbætis, og er
þá ekki um annan fóðurbæti að tala
en útlendan eða síld að norðaú. En
hvorttveggja þarf að 'flytja hingað
feða á aðra staði á landinu) sjóleið,
sem mikil vandkv'æði eru á vegna
vandræðalegrar skipaeklu til flutn-
inga.
Ef bændur taka það upp, heldur
en að eyða bústofni sínuhm, að gera
tilraun til þess að fá fóður að, þótt
dýrt sé (og það má vera dýrt, ef það
borgar sig ekki betur en að tefla á
tvær hættur og máske “fella”J, þá
er ekki sýnt annað, en að lands-
stjórnin verði að annast um það, að
þeir fái vöruna flutta hingað, ef
enginn kostur er hjá skipafélögun-
um. Og fyrir því, að til þessa geti
komið, verður þegar að gera ráð og
stjórnin að vera undir það búin.
Búast má við, að bændur hafi ein-
hver samtök sín á mi'li um þetta,
eða þá einhverjir kaupsýslumenn
fyrir þeirra hönd. Em ekki verður
um það deilt, að .landsstjórninni er
skylt að hlaupa undir bagga, á allan
þann hátt, er húni fær orkað, ef heill
almenmings á mik\im hluta af
landinu er í húfi. G. Sv.
AthjS.—Landfestijómin hefir þegar
gert ráðstafani til þess að reyna að
útvega fóðurbætir frá útlöndum og
síldarmjöl að noðan.—Ritstj. lsaf.
Landlæknir rómar litt fram-
kvæmdir dönsku ræðismannanna í
Bretlandi og dönsku stjórnarvald-
.anna.
Farjiegum leið vel bæði á Flóru
og Goðafossi. Til dægrastyttingar
var stofnað “dagblað” um borð. Var
,það nefnt “Ferðálangúr” og komu
út 16 tölublöð. Þ'á var söngur og
dans um borð og yfir höfuð gleð-
sikapur mikill.
Goðafoss fékk lánuð björgunar-
tæki hjá flotamálastjórninni brezku
og undanþágu yfirvaldanna frá far-
þegatölu, sem skipinu er leyfilegt
að flytja. Það þurfti eiginlega
einnig imdanþágu frá danska far-
þegaskirteini skipsins, sem gefið er
út af lögreglustjóra Kaupmanna-
hafnar. En það var ekki tími til
þess að bíða eftir því, svo skipstjóri
sigldi á eigin ábyrgð.
Erindi læknis var mjög skemti-
legt og gerðu áheyrendur hinn bezta
róm að því. Fólkið bíður hér alt
þangað til Goðafoss kemur frá suð-
urhöfnunum og héldur þá áfram
með skipinu til Akureyrar og Siglu-
f jarðar.
—ísafold.
Dauðadómur
er það af mörgum talinn öllu rétt-
læti og réttdæmi hér í landi að dóm-
arinn í ráðherramálunum skyldi
flytja þá ræðu sem hann flutti fyrir
kviðdómnum áður en hann fékk
honum ráðherramálin til úrslita.
Og endurnýjun þess dauðadóms
finst mörgum vera sú niðurstaða
kviðdómsins að þar var ekki sam-
komúlag.
Svo lítur út í augum margra sem
ræða dómara hafi verið likari ræðu
lögmanns sem væri að gera sitt itr-
asta á sem grunlausastan hátt til
þess að fría hina glæpbomu menn,
en að hún væri óvilhöll ræða þess
manns er annast ætti að láta sér
ant um að rétti þjóðarinnar væri
þaldið á lofti og stórglæpamönnum
rækilega hegnt.
Þáð er til skýlaus yfirlýsing svo
að segja allra þeirra merku og mætu
manna, sem nú sitja í stjóm Mani-
tobafylkis að þessir kærðu menn
scu sekir um alt það s'em þeir hafa
verið kærðir um. öll alþýða Mani-
toba er þess vitandi að þeir hafa
lýst þvi yfir á opinberum ræðupöll-
um að ráðherrarnir sem undir kær-
unum voru hafi svarist í samsæri til
þess að sólunda fé fólksins í míil-
jónatáli; hafi eyðilagt opinber skjöl;
hafi mútað mönnum til þess að fara
úr landi burt og bera ekki sann-
leikanum vitni—mútað þeim til
þess með fé sem þeir hafli stolið frá
þjóðinni; að þteir hafi gengið í
samsæri við mann sem Thomas
Kelly heitir til þess að hafa hann
fyrir tól í því skyni að stela miljón-
um döllara í sambandS við eina ein-
ustu byggingu, að þeir hafi af ásettu
ráði látið svíkja þessa byggingu svo
að hætta stafaði af, og margar
fleiri kæmr hafa þeir borið á þessa
menn.
Og flestir sem á þessar kærur
hlustuðu voru þess sannfærðir að
þær væru bókstaflega réttar og
sannar; og fólkið heimtaði rannsókn
0g þráði rétta dóma og verðuga
refsingu glæpamannanna.
Og málin voru rannsökuð og
fólkið fylgdi með opnum augum
og eyrum hverri hreyfingu í sam-
bandi við það. Ýmsir úrskurðir
dómaranna þóttu kynlegir, en von
þjóðarinnar stóð sterk og óhögguð
viið þá stoð sem talið var ólíklegt
að brigðist—það var kviðdómurinn.
Þegar Prendergast dómari lýsti
því yfir úr sæti sinu að hann von-
aðist eftir að stjómin beitti ekki
valdi sinu til þess að koma fram
með vitni sannleikanum. Þegar
Howell yfirdómari lagði til að
stærstu kæmnum — höfuðglæpnum
—þjófnaðinum og samsærinu væri
slept, en aðeins lítilsháttar hegning
ákveðin fyrir minstu brot, en viður-
kendi samt að allar kæmrnar væru
sannaðar. — Já, þegar þetta kom
fyrir þá blöskraði mörgum, en
þrautavonin, akkterið var kviödóm-
urinn.
Og svo var haldið áfram að
fylgja málunum með athygli. Og
það er áreiðanlegt að fáir voru þeir
sem ekki sýndsst hvert einasta at-
riði sannað og margsannað, sem á
hina kærðu var borið, og óhugsandi
þótti annað en dómarinn segði kvið-
dómendum hiklaust að ekkert lægi
annað fyrir en finna mennina ste’kf.
En sú trú brást.
Ræða dómarans var í augum
flestra eins og að framan er sagt.
En traustið á kviðdóminum hélst,
og svo að segja allir töldu það vist
að hann hlyti að verða á einn veg.
En hvað skeði? Kviðdómendur láta
sér ekki koma saman og með því er
málið vitanlega ónýtt, fil bráða-
birgða að minsta kosti.
Aldrei hefir sómi og virðing
nokkurrar þjóðar verið eins i veði
og nú; aldrtei hefir riðið meira á
þvi að glæpamenn slyppu ekki ó-
dæmdir en einmitt í þessu máli.
Það er á vitund allra manna hvað
sem sagt er, að þessir menn allir
sem kærðir voru hafa verðskuldað
þunga hegningu með glæpum sínum,
þvi hvernig sem dómar falla þá er
það víst að mennimir eru allir sekir
og margstekir. Og það verður æ og
ávalt í þjóðarmeðvitundinni að
Manitoba hafi fallið niður í afgrunn
svívirðinganna og aldrei risið það-
an aftur ef þessir menn fara ekki
allir í fangelsi, eins og þeir verð-
skulda.
Þ jóðin getur ekki gert að því
þótt stórglæpir séu unnir, eins og
hér er um að ræða, en hún á að
hegna fyrir þá.
Stjórnin hefir hingað til gætt
s'kyldu sinnar samvizkusamlega og
látið málin ganga rétta leið, en það
er margra álit að dómarar og
óbreyttir alþýðumenn í kviðdómi
hafi brugðist sinni helgu skyldu og
mis’stigið sig. Ef þau óheillaspor
eiga að leiða til þess að mestu og
hættulegustu óbótamenn þjóöar-
innar sleppi og hljóti aðeins virð-
ingu fyrir stórglæpina, þá er illa
farið.
Það sem fyrir liggur er nú að
þjóðin rísi upp sem einn maður og
segi: “Vér mótmælum allir”. “Vér
heimtum það að stjórnin taki málið
úr höndum þtessara dómara og fái
menn heiman af Englandi ef eng-
um er treystandi hér til þess að
sitja í dómi. Áskorun í skriflegu
formi framborin af fjölmennri
nefnd og veigamikilli frá öllum
stofnunum landsins hlyti að gefa
stjórninni afsökun fyrir því að
taka málið úr höndum þessara dóm-
ara. Og ef ein nefnd dygði ekki
ætti að vera ein af annari og kröf-
urnar að vterða svo háværar að ekki
yrði komist undan svari.
Málin verða að dœmast ef Mani-
toba á ekki að dauðadæmast!
Allir vita að mennirnir eru sekir
hz’crnig sem málið fer.
Sé köllun blaðanna nokkur önnur
en að styðja sérstaka flokka og
græða fé, þá er það sannarlega köll-
un þeirra að hafa áhrif á þetta mál
—þetta mál sem er óefað mesta vel-
ferðarmál—-eða glötunarmál — sem
fyrir þjóðina hefir komið, og ef
blöðin segja aðeins frá því sem lit-
ilfjörlegri frétt, þá bregðast þau
þeirri heilögu köllun sem hiöð eiga
að hafa. Hvort það ter dómari eða
kviðdómur sem hlut eiga að máli
þá má það ekki líðast mótmælalaust
að helgasti réttur þjóðarinn-
ar sé fótumtroðinn og allra svört-
ustu glæpir sem sagan ]>ekkir látn-
ir óhegndir og ódæmdir.
Ef þetta mál á að falla niður án
þess að viðkomandi óbótamenn taki
út hegningu fyrir verk sín, 'þá er
þýðingarlaust að rannsaka búnaðar-
skóla hneykslið, þýðingarlaust að
, rannsaka nokkuð sem rangt ter gert,
bezt að sleppa beizlinu fram af öllu
illu, allri spillingu, öllum stórglæp-
um manna á háum stöðum, hafa
dómstólana aðeins til þess að ein-
stakir menn getí 'fengið við þá at-
vinnu hálaunaða og heiðarlegaf'!!),
en láta þá aldrei fjalla um neitt
nema smábrot fátækra og valda-
Iausra manna, en skifta sér ekkert
af pólitiskum stórþjófum—jafnvel
mætti mynda sérstaka konunglega
nefnd eða dómstól, sem hefði það
fyrir atvinnu að ákveða virðingar
fyrir lögbrot, ef þau séu í nógu
stórum stíl; t.d. “Sir” fyrir þjófn-
að, “Honi” fyrir samsæri o.s.frv.
Og svo er eitt athugavert við
þetta alt saman. Þessir kærðu menn
voru reknir frá völdum fyrir þá
sök að menn voru sannfærðir um
að kærumar væru réttar, eða rang-
ar; ef þær vom réttar þá eiga þeir
heima í fangtelsi og hvergi nema í
fangelsi xun margra ára tima; ef
þær voru rangar þá hafa mennim-
ir verið beittir þeim ófyrirgefan-
legasta órétti sem sagan þekkir og
er sjálfsagt að þeir taki við völdun-
um aftur, fólkið ætti þá að biðja þá
fyrirgefningar og veita þeim aftur
full völd, fult traust og fulla holl-
ustu.
Frá íslandi.
Ólafur Ólafsson sjómaður í
Brekkuholti í Reykjavík druknaði
fyrir skömmu af ensku skipi, er
hann var háseti á.
Andrés Magnússon á Gilsbakka i
Hvítársíðu andaðist 10. júní í suin-
ar úr berklaveiki; hann var sonur
séra Maguúsar prófasts Andrésson-
ar og konu hans, sérlega mikill
myndarmaður 33 ára að aldri.
Látinn er Geir Egilsson bóudi í
Múla í Biskupstungum. Hann dó
úr taugaveiki. Hann var bróðir
Páls læknis Egilssonar í Danmörku.
Jón Dúason stjómfræðisnemi
hefir lokið fyrri hluta hagfræðis-
prófs við háskólann í Kaupmanna-
höfn með hárri einkunn. Jón Dúa-
pon er 'kunnur fyrir ritgerð sína um
nýtt landnám.
Hús Sigurðar Þórðarsonar veit-
ingamanns á Akureyri brann ný-
ltega til kaldra kola. Sömuleiðis
kviknaði í pósthúsinu, en þar varð
slökt svo litið tjón hlaust af.
Síld'veiðamar hér við land vekja
athygli danskra blaða.
Stegir þar meðal annars að ýmsir
fátæklingar, sem eigi hafi annað átt
fyrir ófriðinn, en kofahreysi og bát,
hafi nú lagt þetta 50 þús. kr. til
hliðar.
Um Breta er þar sagt, að þeir
hafi trygt sér að heita megi síldar-
aflann við íslands-strendur, “því
Lieut. Jón Einarsson.
Jón Einarsson
er fæddur i Lögbergsnýlendu í
Saskatchewan í d'esember 1891.
Foreldrar hans eru Jóhannes Ein-
arsson kaupmaður og bóndi ('l'lann
er frá Hvammi i Höfðahverfi) og
konu hans Sigurlaugar Þorsteins-
dóttur frá Grítúbakka.
Jón tók fullnaðarpróf við háskól-
ann í Manitoba árið 1914 og stund-
aði eftir það lögfræði í Yorkton í
Saskatchewan, þangað til í fyrra að
hann innritaðist í herinn. Var hann
einn af stofnendum 223. herdeildar-
innar. Hann tók herstjórnarpróf
bæði Lieutenants og Captains og
síðar fór hann til Ottawa og lærði
þar að stjóma fallbyssum ásamt K.
J. Austmann.
Þegar boð kom um það að sér-
staklega þyrfti á mönnum að halda
austur á vigvöllum sem í því væru
æfðir, var hann einn þeirra er buðu
sig fram og leggur nú af stað inn-
an skamms.
Jón er sérlega vel gefinn maður
eins og hann á ættir til. Prúðmenni
í framgöngu, stiltur og gætinn, en
jafnframt mikill hæfileika maður.
að norsku útgerðarmennirnir geti
þar að eins fengið kol, að vísu fyrir
hið háa verð, 45 kr. tunnan, sem er
tvöfalt hærra vterð en venjulega”.
begar Rcykjaznk zrar fjórtán
vctra, hið fróðlega erindi, sem Jón
prófessor Helgason flutti í vetur
um höfuðstað landsins—kringum
aldamótin 1800—er nú kornið á
prent í Safni til sögu íslands.
Þetta “brot” úr sögu Reykjavík-
ur mun margan manninn, utan Bók-
mentafélagsins, langa til að eignast
—og væri vel, ef bókin yrði einnig
seld sérstök.
Guðmundur Finnbogason dr. phil
er nú á hteimleið frá Vesturheimi,
sennilega með Botniu. Landar
vestra hafa gert för hans mjög
veglega og héldu honum meðal ann-
ars mjög veglega skilnaðarveizlu
áður en hann fór. Flutti séra Björn
B. Jónsson, forseti kirkjufélagsins
þar, sérlega lofssamlega ræðu til
heiðursgestsins og er hún prentuð í
Lögbergi.
Nýlega er stofnað félag héir í bæ
til að rannsaka kalknámurnar i
Esjunni og starfrækja þær, ef þær
reynast til þess hæfar.
Stjórn félagsins skipa: Lárus
Fjeldsted, Dan. Daníelsson, Guðm.
Breiðfjörð, Magnús Th. S. Blöndal
og Einar Erlendsson.
—ísafold.
Merkisár.
Hundrað ár eru liðin síðan eitt
hið merkilegasta félag var stofnað
hjá þjóð vorri. Það er bókmenta-
félagið. Útlendur maður var frum-
kvöðull þte'ss, en það hefir orðið oss
öflugri þjóðernis stofnun en flest
annað síðan það fæddist.
Rasmus öiristian Rask hét upp-
hafsmaðurinn og ætti það aldrei að
gleymast að halda því nafni á lofti.
Um hann hefir Þorsteinn Erlends-
son ort gullfagurt og mergjað, sem
endar þannig.
“Því lætur hún börnin sín blessa
þann mann
og bera sér nafn hans á munni”.
íslenzka þjóðin á að blessa R. K.
Rask og bera sér nafn hans á
munni.
Hátið verður haldin á fósturjörð
vorri til minningar um þetta og er
liklegt að vér hér látum það ekki
fara fram hjá oss hteldur.
Bannlög Rússa.
Eftir David Östlund.
Bannlögin á Rússlandi vteikja,
sem eðlilegt er, afarmikla eftir-
tekt. í eftirfarandi grein ætla eg
að segja frá sumum þeim stað-
reyndum, sem til þessa eru kunn-
ar orðnar um lög þessi og reynsl-
una af þeim.
I. Fám dögum eftir 30. Júli, þá
er stjóm Rússa kallaði bermenn
landsins til varnar, voru bannlögin
út gefin. Þetta hjálpaði allmjög,
þegar frá byrjun, til að safna hinu
mikla liði, enda komu menn svo að
segja undantekningarlaust Öðru
máli var að gegna í þá tíð, er Rúss-
ar voru fluttir unnvörpum, dauða-
druknir, til stríðsins við Japan. Þá
voru vodka-flöskurnar teknar af
þeim og brotnar fyrir augum
þeirra. En 1914, í Ágúst, skeði
ekkert því líkt. Hinna ströngu
bannlaga var svo vel gætt þegar
frá upphafi, að herinn kom út ó-
drukkinn.
II. Bannlögin á Rússlandi komu
ekki án alls viðbúnaðar. Um
nokkurn tíma undanfarið hafði
stjórnin haft til meðferðar ýmsar
reglugerðir til þess að takmarka og
hefta áfengissöluna, og lagafrum-
varp um héraðasbann hafði fengið
góðar undirtektir í Dúmunni.
í bréfi til fjárlagastjórnar Rúss-
lands sagði keisarinn um 1. Júli
1914: “Eg er kominn á þá stað-
föstu sannfæring, að skylda hvíli á
mér og Rússlandi, að innleiða í
fjárlagastjóm landsins stjómar-
fars-umbætur, sem miða að vel-
gengni minnar elskulegu þjóðar.
Það er ekki rétt, að gengi stjórn-
arinnar skuli byggjast á andlegri
og líkamlegri eyðileggingu fjölda
margra þegha minna.” ('“Eondon
Times”, 15. Jan. 1915J
III. Af eftirfarandi broti úr
ræðu, er Rodsjanko, forseti Dúm-
unnar, hélt við setning hennar 9.
Febr. 1915, sést hvernig Rússar
tóku bannlögunum:
“Á þessum tímum, er rússn’eska
þjóðin á í heimsstríði, er hún að
ganga í gegn um endurfæðingu svo
stórfengilega, sem aldrei fyr á dög-
um heimsins hefir átt sér stað.
Vor heiðraði stjórnari hefir sókst
eftir að uppræta einn hinn skæð-
asta óvin þjóðarinnar og hann hef-
ir mteð því gefið þjóðlífi voru nýja
stefnu. Með þessu hefir hin þýð-
ingarmesta umbót á vorum tímum
fengið ákveðna byrjun. öll hin
rússneska þjóð snýr sér með hinu
innilegasta þakklæti til keisarans og
segir: ‘Meðtak, mikli stjómari,
vora hæstu viðurkenningu. Þjóð
þín trúir statt og stöðugt, að þú
með þessu hafir gtert enda á mesta
böli hins liðna tíma.”
IV. Áfengisnautnin i Rússlandi
var í Septembermán. 1913: 73,-
863,398 gallons, en í Sept. 1914 að
eins 821,712 gallons. Tekjur rík-
isins af vodka gengu saman um—
98 pct. á sama mánuði.
Finski læknirinn heimsfrægi, dr.
Matti Helenius, skrifar haustið
1914: “Við gengum dag og nótt
um hina rússntesku höfuðborg,
Pretrograd, og heimsóttum hótel,
matsölustaði, hliðargötur o. s. frv.
Það var næstum eins og við vær-
um að ganga í draumleiðslu. Við
sáum enga drukna menn.”
Fregnriti til “Svenska Dagbl.”
segir: “Petrograd er, ef til vill,
hin bindindissamasta og tryggasta
borg í Evrópu.”
Renco Larco, fregnriti blaðsins
“Corriere della Sera”, segir: “I
tvo mánuði hefi teg ekki séð, að eg
held, tvo drukna menn.”
V. Um langt timabil hafði
Moskva ekki færri en 30,000
beiningamenn, sem voru drykkju-
menn og þjófar, og margir þeirra
höfðu viðbjóðslega sjúkdóma. “í
Krists nafni” voru þeir sífelt að
beiðast ölmusu.
Bannlögin á Rússlandi drógu úr
tölu þessara aumingja með 70 pct.,
að því er skýrsla lögreglunnar, er
birt var í “Vestnik Tresvosti”,
stegir.
í Petrograd er kirkja ein nefnd
“Dom Evangelira”, sem um fleiri
undanfárin ár hafði veitt aumingj-
um mat á Páskum. Flestir af þeim
sem þágu, voru drykkjumenn. S#r-
stakur salur, sem tók yoa manns,
var troðfullur ár eftir ár, en—ár-
ið 1915 komu engif.
VI. Ánægjan með bannlögin er
almenn. Sænski konsúllinn í Pet-
rograd, K. E. Widerström, stegir:
“Bannlögin, sem hafa verið i gildi
siðan stríðið hófst, hafa haft óum-
ræðilega góð áhrif fyrir iðnað
Rússlands. Ógnir stríðsins ganga
mönnum úr minni eftir eina öld, en
hlessun bannlagannam un haldast
við meðan heimur stendur.........
Þjóðin og stjórn hennar hefir
lært, að það er hægt að lifa án á-
fengis.....Hverri tilraun brugg-
ara og v'msala til að fá leyfi aftur,
mætir strangasta mótspyma frá
bæjarstjómum, klerkavaldinu og
iðnaðarmönnum. — Glæpir hafa
þverrað stórkostlega. — Þeir, Sem
kvarta um fjárhagslegt tjón, eru
bruggarar og vínsalar.—Þeir, sem
þakk a guði og keisaranum, eru
miljónir kvenna og barna í þessu
mikla landi.”
VII. Fjárhagsvinningur fyrir
rússnesku þjóðina erstórkostlegur.
Hina fyrstu 4 mánuði af síðasta
vodka-árinu, 1914, voru sparisjóðs-
innlegg í þjóðbanka Rússa 5,200,-
000 rúblur; en hina fyrstu 4 mán-
uði af 1915, undir bannlögunum,
voru þau 198,900,000 rúblur, eða
38 sinnum meiri!
Ríkissjóður hefir mikið mteira
af óbeinum tekjum, síðan bannlög-
in voru innleidd. Framleiðslan í
landinu hefir aukist um 50 pct.
Það hefir sannast á Rússlandi,
sem prófes9or Westgaard, hinn
mikli f járhagsfræðingur Dana,
sagði fyrir nokkru um rikisbann-
lög gegn áfengi:
“Truflun sú, sem ríkisbannlög
valda í fjárhagslegu tilliti, er ekki
rneiri en sú sem verður þegar stór-
um steini er kastað í sterkan
straum: næsta augnablik berst
straumurinn áfram, eins og steinn-
inn hefði legið þar um aldir.”
IX. Hin heilaga Synoda—ríkis-
kirkju-samkunda Rússa— meðtók
ótal bænarskrár frá öllum hlutum
landsins um að vinna að þvi, að
bannlög Rússlands mættu fá fram-
tíðargildi. Synodan sneri sér þvi
með þetta mál til keisarans um að
“öll ákvæði bannlaganna mætti fá
að haldast í gildi fyrir velferð og
frelsun Rússlands.”
Keisarinn las þessa bónskrift og
teiknaði með eigin hendi á hana
þessi minningarverðu orð:
“Bindindi þjóðarinnar er hinn
ábyggilegasti grundvöllur til að
byggja á þjóðardugnað og þjóðar-
heill.”
í þeim orðum er trygging fólgin
fyrir framtíðar-bindindi) Rússa,
með góðum og vel vörðum bann-
lögum,—Lögrétta.
Hjónavígsla.
Þau Olafía Bardal, dóttir P. S.
Bardals og konu hans, og Guttorm-
ur Finnbogason kaupmaður hér í bæ,
voru gefih saman í hjónaband af
séra Birni B. Jónssyni að heimilí
foreldra brúðarinnar, þriðjudaginn
5. þ.m. Ungu hjónin lögðu af stað
í skemtiferð suður til Detroit Lake,
Minnesota, að afstaðinni myndar-
legri veizlu, sem haldin var vinum
og vandamönnum þéirra.
“Hvers vegna situr þú ekki innar
l húsinu?” spurði maður kunningja
sinn á samkomu Goðmundar
Kambans. “Eg geri það til þess
að heyra sem bezt”, svaraði hmn-
“Hann segir alt “fram” sem hann
segir og það hlýtur að heyrast bezt
héma “frammi” við dyrnar.”
Þó Norris stjómin léti sprengja
“upp” teða skjóta “niður” alt sem
búið er að byggja af nýja þinghús-
inu, þá væri það ekki eins mikið
spillvirki og framið var í Ottawa,
]>egar þar var látið sprengja upp
$2,000,000 virði af þinghúsinu ný-
lega.
Prendergast dómari hlýtur að
hafa skrítin sálaraugu, ef hann hef-
ir séð ráðherramálin eins og hann
lýsti þeim fyrir kviðdóminum.
Kaupandi Lögbergs spyr hvort
ritstjóri HeimskringÞ segi það satt,
að hann hafi verið alinn upp í
hungri á íslandi. — Svar: Hann var
sonur stórauðugs embættismanns, al-
inn upp í allsnægtum, kostaður af
annara fé og landinu í gegn um
æðstu skóla þjóðarirunar, og gat
fengið hálaunað lífstíðarembætti —
en hann fýsti í "dúnsæiigma” vestra.
Það er mikið, að • réttlætið skuli
ékki send^ þrumufleyga heilagrar
reiði gegn um þá menn, sem í kvið-
dómi sitja eða á dómstólum og hegða
sér eins og stundum á sér stað.
BITAR