Lögberg - 07.09.1916, Page 7

Lögberg - 07.09.1916, Page 7
LOGBERG, FIMTuCAGINN 7. SEPTEMBER 1916. Siðferðismál. Eftir G. Hjaltason. SíSan Ingibjörg Ólafsson og dóm- •endur hennar rituðu um þetta mál, hefir þvi ilítið verið hreyft. En það má ekki liggja lengur í þagnargildi. Það má til að tala um það rækilega eins og hvert annað áriðandi málefni; það þarf líka að gera það í kirkjum. Orð Krists um bömin gefa meir en nóg tilefni til þess. I. Inngangur. Lengi hefir ofdrykkjan og óskír- lífið verið talið með skaðlegustu löstum. Samt hefir fyrri lösturinn verið dæmdur harðara hér á landi en hinn seinni. Um drykkjuskap- inn, og eitis'um fjárdrátt kaup- manna, má fara hörðum orðum, en um lauslætið, og um rangsleitni í öðrum myndum verður að tala var- lega, annars reiðist fólk. En óskírlifið, og eins fjárdráttur þ>eirra, sem ekki eru beinlínis verzl- unarmenn, er engu hættuminna en ofdrykkjan og búaokrið. En það skiftir fjarska miklu, hvernig þessir lestir eru. Kæmu þeir altaf alveg einir sins liðs, þá væri ekki rétt að dæma þá mjög hart. Því þá mætti segja um óskirlífismennina: “Sá yðar, sem er syndlaus, kasti fyrstur steini" o.s.frv. Ef enginn, nema syndarinn sjálf- ur, hefði ilt af því, þá væri heldur ekkí rétt að dæma hart. En hve nær er það, að hann einn geldur? Bömin hans gjalda þess oftast. Og'því er nú ver, að óskírlífið fer mjög sjaldan einförum. Því fylgja oftast nær lestir, sem eru miklu verri en það sjálft. Já, það tekur stundum með sér sjö anda sér verri. Og þeir eru oft þessir: ástleysi, of- riki, öfund og d'ramb, miskunnar- leysi, svik og lýgi, já, fleira ilt, t.d. grimd. Verst af þessu er kæruleysið og sviksemin. Þáð óskírlifi sem minst misbýð- ur kærleikanum og réttlætinu, á að dæma vægást. En það sem mest misbýður þessum æðstu siðferðis- hugsjónum, á áð dæma harðast. En þótt nú drambið sé oftast ódy&®> þá má 'þó stundum temja rándýr þetta svo, að beita megi því fyrir plóg siðgæðisins. Ala og temja það ættardramb, sem hugs'ar þannig: “Eg virði svo mikils af- kvæmi mitt, að eg vel því enga bamsmóður nema konuna mína’’. II. Afsakanlegt ástand. !Þáð hefir komið fyrir hér á landi og víðar, að hjónaefni sem elskuðust, fengu ékki að giftast hvað innilega sem þau óskuðu þess. Svo fóru þau að lifa eins og veru- leg hjón og eignuðust afkvæmi. Ekki finst mér rétt að kalla slí'ka sambúð óskírlifi, eða börn þeirra óskilgetin. Svo framarlega sem þvílik hjón ekki voru neinum hjú- skaps-ástarböndum háð annarstað- ar, tel eg þau ólastanleg í þessu máli. Annars þarf líklega ekki 'héðan af að gera ráð fyrir, að nokkrum verði hér á landi bannaður hjúskapur. Sjá víst flestir þegar, að slíkt er ekki að eins ómannúðlegt, heldur einnig fjarskalega heimskulegt. III. AnnaS verra. En svo eru líka hjónaefni, sem lakara er ástatt með. Þau búa saman ógift svo árum skiftir og og eiga böm. Enginn bannar þeim hj<>naband. En þau vilja ekki gift- ast. Nú ef þau arfleiðá hvort ann- að og börnin með, opinberlega, og skilja aldrei, heldur eru hvort öðru eins og góð hjón, þá er nú ekki svo mikið sem vantar á verulegan hjú- skap. En því geta nú hjónaefni þessi ekki látið prest eða yfirvald lög- helga sambúðina? Ekki kostar það nein ósköp! Jæja, þau munu nú ef til vill hugsa sem svo, að “völdin’’ þessi séu nú engir helgidómar, þau séu mannaverk og þeirra orð sé ekkert Guðs orð. Hjónaefnin um það “trúarmál”. En einu mega þau nú samt ekki gleyma, og það eru börnin þeirra. Því þegar bömin fara að hafa Vit á, þá er oft líklegt að þeim fallí meir eða minna illa, að foreldrar þeirra skuli ekki fylgja landssið, lieldur gera sjálfa sig að viðundri og athlægi. Einkum samt, ef börn- in fara út fyrir landsteinaná og komast til siðaðra manna þar, mun þeim þykja sárt að verða annað- hvort að skrökva eða þá að heyra foreldra sína fyrirlitna, og svo lika stundum þjóðina þeirra með. Því að siðað fólk víða utanlands dæmir þess háttar harðara en siðað fólk gerir hér. öll ógift hjónaefni ættu því sem fyrst, barnanna og þjóðarósómans vegna, að giftast. Og prestar og aðrir málsmetandi menn í sokninni eða sveitinni ættu endilega að gera sitt til að koma þeim í hjónabandið. IV. Enn þá verra. Enn þá bágar er samt stundum á- statt fyrir hjónaleysum. Þau eiga barn saman, eitt eða tvö eða fleiri, og fara svo hvort frá öðru, já gift- ast svo sitt í hvora áttina. Barnið fylgir öðru, eða er stundum yfir- gefið og látið til vandalausra. Og séu bömin fleiri, þá táka stundUm foreldrarnir sitt hvert, en stundúm henda þeir þeim frá sér, stundum með einhverri meðgjöf, stundum tæplega það. En hvaða áhrif hefir nú þetta á bömin, að sjá og reyna þetta hvik- lyndi og ræktarleysi foreldranna? Geta þau nú heiðrað aðra eins for- eldra? Geta þau treyst j>eim? Ætli kærleikur bama þess'ara kólni nú ekki við að heyra foreldrana “for- smáða” af heiðvirðu fólki, sem oft reynast baminu betur en aðrir eins foreldrar ? Eiga ekki vesalings bömin bágt þegar svona fer? Ef slíkir foreldrar eiga nokkurn ærlegan ástameista til barnanna í brjósti sér, — þá bljóta þau að finna, að svona lagað háttalag sær- ir og hneyxlar börnin ákaflega, gefur þeim slæma fyrirmynd, og getur gert þau að aumingjum. V. Versta meinið í þessu. Þá komum við að þvi versta ó- skírlífi sem tíðkast hér á landi. Og það er það, þegar maður tælir stúlku með hjúskaparheiti, eða á annait hátt gefur henni von um að hann elski hana, kemur henni til að elska sig, trúlofast henni, og á svo með henni barn, yfirgefur hana síð- an sámauðuga og einmana, hefir hana jafnvel að spotti, sinnir barn- inu ekkert og gefur ekki með því fyr en lögin neyða hann til þess. Að eg nú ekki tali um þá ógæfu, ef hann ofan á alt vill ekki gangast við sínu eigin barn. Út af öllu þessu verður svo stúlk- an oft einmana og litilsvirtur aum- ingi, niðurbrotin á sál og lákama. Og barnið föðurlaust og oft smánað af öðrum krökkum, verður að alast upp á hrakningfi milli mis- jafnra vandalausra. ('Eða ef bamsmóðirin og barn er flæmt af landi burt—það er svipað. — En sem betur fer fátítt, og hverfur von bráðar úr sögunni). VI. Hverjir hneyksla börnin mest? Kristur segir, að betra sé að deyja sakamanns-dauða en að hneyksla eitt barn. En hverjir hneyksla börnin mest? Ekki vandalaust fólk, sem hefir ilt fyrir þeim, eða er vont við þau. Nei, heldtfr þeir feður, sem fara eins eða líkt að ráði sinu og á var minst—og eins ræktarlausar rnæður, en þær eru sjalclgæfari. Maður sem svíkur o gsmáir vand- aða bamsmóður sina, sem hann hef- ir heitið hjúskaparást og trygð, og sem elskar hann og er honum trú, hann er mörgum stórglæpamanni verri. Hann er miklu verri en þeir eig- inmenn, sem taka fram hjá, en reynast því barni vel, og reyna á allar lundir að bæta fyrir brot sift. Já, hann er verri en margir, sem fremja þá siðleysisglæpi, er varða lagahegninbu. Hjá honum sameinast lauslætið við- svik, lýgi, ástleytni, fyrirlitning og miskunnarleysi. Bót' allrar þessarar varmensku er ekki eiginlega losti, heldur það, sem enn þá verra er, dýrslegasta eigmgirni. ef ekki djöfullegasta meinfýsi. Konur geta mjög sjald- an farið svona illa með karlmenn. En þær sem svíkja ástríkan og tryggan unnusta, eru litlu skárri. Þær verstu fara oft verst með þá beztu. VII. Erum við öðrum þjóðum verri í þcssu? Ekki held eg það. Þótt sannað yrði að fleiri séu óskilgetin börn hérlendis, en i sumum öðrum lönd- um, þá er það eitt ónóg til að sanna, að við séum öðrum þjóðum verri i siðferði. Því fyrst er nú hætt við, að enn þá ver sé farið með slik böm og mæður þeirra þar en hérna, þeim er þar oft sýnd hjartalaus farísea- fyrirlitning. Þar næst er mikið meira af óeðli ('Perversitet) viða ytra en hér. Og i þriðja lagi er ólifnaður þar víða orðinn að atvinnu. — Reyndar er því fólki oft vorkunn, því það gefur sig þá að þessu út úr hörmu- legustu neyð, til j>ess að þurfa ekki að stela og ræna—eða þá deyja úr hungri. Hjónaskilnaður er víst fult svo almennur víða ytra sem -hér á landi. Og sjaldán ber það við að konur heldri manna hér yfirgefi böm og .eiginmann. En yfir því kvartaði nýelga séra Klaveness sálugi í Kristiania, þótti það fara þar í vöxt. En samt er skilnaður hér svo al- mennur, að ekki má lengur við svo búið standa. Og það mega skáldin okkar eiga, að þau hafa svo gott sem aldrei mis- boðið gáfu sinni með því að fegra og rfttlæta hjónaskilnað, hjúskap- arbrot og trygðarof við trútt og ást- arbrot og trygðarof. En mörg útlend skáld, ekki síxt norræn, hafa leikið sér að þessu, gert glæpi þessa glæsilega, en sið- semina stundum nærri hlægilega. Trygg og skyldurik hjónaást hefir ekki átt upp á háborðið hjá þeim sumum. Ekki heldur hafa skáld okkar gert mikið að því, að útmála holdlegar ástamautnir í tælandi myndum. En það hafa útlend skáld gert og gera. Þau fara “fínt” í það, ekki vantar það! En einmitt “finar” lýsingar á þess háttar lifn- aði era “hættulegri saklausu hjarta” en margar “klúrar ástavísur”, eins og séra Matthías bendir rækilega á i “Þjóöólfi” 1874. Útlenda “fína” skáldsagna eitrið hefir, hugsa eg, ekki farið betur með sálarheilsu landa vorra en útlenda “fína” vín- pitrið með líkamsheilsu þeirra. VIII. Er nú œskulýðnrinn svo spiltur? Mikið er ritað og talað um ýms- an ólifnað æskulýðsins erlendis. En sumt af því munu nú öfgar vera, komnar af tortrygni og mi'sskiln- ingi. Þau 6 fyrri árin, sem eg var erlendis, kyntist eg mörgum böm- um og unglingum, einkum piltum, pg varð ekki var við neitt óskírlífi í þeirra fari. Og hér á landi hefi eg verið ung- lingum og börnum næsta mörgum mjög svo handgenginn, meir en flestir, ef ekki allir, æskuleiðtogar sem eg þekki—í meir en mannsald- ur—og aldrei orðið var við neitt at- hugavert í þessu efni. Nema þá stöku sinnum léttúðartal, sem frem- ur ikom af keskni en öðru verra. Tepruskapurinn vekur striðni og gletni gárunganna, einkum ef þeir halda að hann komi fremur af hræsni og hroka, en af hreinleik og fegurðarþrá, eins og stundum á sér stað. En allir nokkurn veginn ó- spiltir bera virðing fyrir því, sem vönduðum mönnum er heilagt mál- efni. Svo er þessu varið bæði inn- an- og utanlands. IX. En af okkur má líka heimta meir en öðrum þjóðum. Við lifum í sífeldum friði, og erum lausir við þær freistingar til grimdar og ólifnaðar, sem hemað- urinn hefir í för með sér. Hér er enginn, sem hræðir istöðulitla til að vera með í ólifnaði. Við erum lausir við “glauminn” og “sollinn” í stórborgunum, að minsta kosti enn þá, að miklu leyti. — Reykjavík er sjálfsagt meinlítill freistingastaður i samanburði við stórborgirnar. Við erum taldir með gáfuðustu þjóðum heimsins, og höfum lengi verið sagðir og þóst vera, og eram lika, flestöllum þjóðum meiri í al- þýðumentun. “Gáfaðri en Þjóð- verjar”, sagði einn lærður og stór- vitur iandi vor. Við eiguð að tiltölu fleiri ágæta andlega leiðtoga en aðrar þjóðir. Einkum er biskupa- og prestastétt vor frá upphafi auðug af fyrirtaks mönnum. Gætum nú að þeim. T. d. hinum 12 fyrstu biskupum á Hól- um og í Skálholti. Og svo Jóni Arasyni, Guðbrandi, Hallgrími, Vídalín, Helgunum, Pétri, Valdi- mar og Matthíasi. Ekki held eg Norðmenn séu þama jafnrikir okkur. ('Frh.þ —Bjarmi. Bókmentir Markland Endurminingar frá árunum 1875—1881. eftir Guðbrand Erlendsson. til viðar. Sól þeirrar einu kynslóðar sem nokkurn tíma getur skrifað þá sögu eins og hún var. Og vist er um það, að þótt saga hvers manns út af fyrir sig lýsi ef til vill engum Herkúlesarþrautum og þótt saga hverar bygðar þyki ekki hafa margar stórsagnir fram að færa, þá er enginn efi á því, að verði greinileg saga hverrar bygð- ar skráð af óhilutdrægni og réttum skilingi, og á alt það minst, er við bar, og æfisögubrot sem flestra einstaklinga fléttuð inn i, þá verð- ur það svo merkilegt safn, að síð- ari rithöfundar eiga þar upp- sprettu að merkilegri bók, sem sé landnámssögu Ve stur-íslendinga. Á hver maður þakklæti skilið, sem leggur fram þó ekki sé n'ema dropa í þá uppsprettulind, og einn þeirra er höfundur þessarar bókar. Merkilegur er þessi þáttur í hinni nýju landnámssögu að því leyti, að hann fer fram í þeim hluta Vesturheims, þar sem ,sagt er að Leifur hepni, forfaðir vor, hafi hér fyrst að landi komið, og byrjar hann með setningu úr Ei- riks sögu hins rauða: “Það land var slétt og skógi vaxið og sandar hvítir víða þar sem þeir fóra og ósæbratt. Þlá mælti Leifur: Af kostum skal þessu landi nafn gefa og kalla Markland.” Virðast flest- ir á það sáttir, að hér sé átt við Nýja Skotland, og þess vegna var nafnið Markland valið. í þessari sögu Marklandsbúa taka þátt margir þeirra manna, sem nafnkunnastir hafa orðið meðal þjóðar vorrar hér vestan hafs, svo sem Sigurður skáld Jó- hannesson, hinn merki öldungur Brynjólfur Brynjólfsson og synir hans, sem að mörgu leyti hafa borið höfuð og herðar yfir alþýðu manna hver í sinni grein, að ó- gleymdu söguskáldinu J. Magnúsi Bjarnasyni, er þar dvaldi á æsku skeiði með foreldrum sínum. Að sjálfsögðu verður þeim öll- um úthlutað miklu yfirgripsmeira sæti á bekkjum hinnar nýju land- námu, en hér hefir verið hægt að Þ'essi bók er alveg nýprentuð hjá Columba Press félaginu. Hún er iiö blaðsíður í laglegri kápu, með góðri mynd af höfundinum. Papp- ír góður og prentun einnig. Höfundurinn er óskólagenginn bóndi; segir hann svo sjálfur frá að hann finni glögt til ófullkom- leika síns við ritsmiðar, því annað hafi verkefnið verið um dagana en að æfa þá liist, enda sé nú hönd- in farin að stirðna þar sem hann sé kominn á áttunda áratuginn. Forn-íslendingar hér eða land- nájrnsmenn eru óðum að leggjast til hvíldar eins' og eðlilegt er; eigi því sagan frá baráttu og frambýl- ingsárunum ekki að týnast og deyja ófædd, þá verða menn að hafa hraðar h'endur og huga til þess að leiða hana í ljós áður en sól fyrsjtu kynsilóðarinnar hnígur veita þeim. Þ'egar bókin er lesin, þá minnir hún sérstaklega á sögu Grikkja Einkum er það ein grisk saga, sem henni líkist. Er það austurför Kýrusar. Þar er svo nákvæmlega frá sagt, að jafnvel allra léttvæg- ustu daglegir viðburðir eru skráð ir. Og svo er hér sumstaðar. Þetta telja sumir kost, en aðrir ó- kost. En víst er um það, að ein mitt það smáa, sem mörgum sagn riturum sóst yfir, gefur sögunum sérstakan blæ og færir lesarann í anda enn þá nær þeim, er sagan getur um. Og svo er annað. Saga vor verður skrifuð af mörgum, sínum úr hverri bygð, sínum með hverjum hugsunarhætti og rit- hætti, sínum með hverja skoðun. Þegar farið verður að lesa alla þessa þætti og semja upp úr þeim heila landnámu í einu líki, þá er það vel að sumir koma með stór- drættina og máttanstoðirnar ein- göngu, aðrir með undirviði þjóð- lífsins, ef þannig mætti1 að orði komast, sumir koma að eins með trjástofnana, en hafa höggvið af þeim alt limið, aðrir koma með heil trén, með limi og laufum og öllu saman. iMeð þessu móti og tngu öðru geta menn fengið fullkomna útsýn yfir líf og líðun landnáms manna. Og eins og mörg nútíð- arskáld hafa sótt yrkisefni í forn- sögur vorar og landnámssögu hina fyrri1, þannig má vænta þess, að skáld framtíðarinnar sæki yrk- isefni ljóða sinna og skáldsagna Landnámu hina nýrri. Og skemti- legt væri það, 'ef hin síðari yrði ekki með réttu talin hinni fyrri ó- fullkomnari að neinu leyti. Landnámssögu brotin eru hug- ljúf til lesturs og mættu færa mörgum roða í kinnar þegar sam- an eru bornar kringumstæður og afreksverk nútiðar og þátíðar. Eru það mörg atriði í þessari Marklands'sögu, sem flytja mann í anda inn á friðsæl heimili, þar sem nægjusemi gerir lífið sælt og bjartir geislar framtíðarvonanna leiftra i gegn um myrkur og skugga erfiðleikanna. Nýlendulifið og frumbýlings- ár.in hafa auðvitað sína ókosti, en þau hafa sannarlega ekki siður sina kosti og ljóshliðar. Þá er eins og öll sveitin eða bygðin sé eitt heimili í vissum skilningi; það sem einn brestur veitir annar honum, ef hann hefir það; hluttekningar- andi er hið ráðandi afl meðal land- námsmanna. “Það s'em mitt er, það er þitt.”, er hið þöþula orðtak frumbyggjanna. Þar er þessari kenningu fylgt út í yztu æsar meir en á nokkrur öðrum stað, að gráta með grátendum og gleðjast með gleðjendum. Þ'eir munu vera flestir, sem landnámslífið þekkja, með öllum erfiðleikunum og skort- inum, sem sakna þess þrátt fyrir alt. (Framh.) Or bréfum. Þórður Jónsson í Minnitonas skrifar Lögbergi langt bréf og að mörgu leyti gott 28. ágúst. Hon- um gezt vel að fyrirlestri Dr. Guð- mundar Finnbogasonar, en þykir þar of lítið gert að því að lýsa •ástandinu eins og það verði hér þjóðernislega framvegis; enda seg- ir hann það flestum ofvaxið. Þórð- ur hefir þá trú að íslenzkt þjóðemi haldizt hér jafnvel um aldur og æfi, en íslenzk tunga hljóti að glatast með tíð og tima. Hann vill láta Vestur-Islendinga kaupa gufuskip og iláta það ganga milli íslands og Vesturheims. Vill hann helzt láta verja til þess skólasjóðnum. Hætt er við að sú uppástunga fái ekki mikinn byr. Það segir Þórður að fréttir þær sem fyrirlestur Guðmundar flytur af fósturjörðinni hafi glatt sig. Þórður segir að uppskera sé byrjuð og hafi þar engar plágur skollið á, hvorki hagl, ryð né storm- ur eða neitt annað, séu því allir glaðir og vongóðir, bæði ungir og gamlir. María (Gísladóttir) Erlendsson látin. Þann 10. Júlí síðastl. andaðist hér í Blaine, Wash., konan María Er- lendsson, að heimili þeirra hjóna Guðbjartar Kárasonar og döttur hennar, Ingibjargar Káradóttur. — Hún dó af afleiðingum af slagi. MJállaus hafði hún verið síðan í Febrúar síðastliðnum, en rænu hafði hún til hinstu stundar. Máría sál. var fædd 27. Október 1833 á Snæbýli í Skaftártungu í Skaiftafellslsýslui Foreldrar hennar voru þau Gísli Guðmundsson, ættað- ur úr Álftaveri, en kona hans og móðir Maríu sál. var Ingibjörg Loftsdóttir frá Laugagerði. María heitin giftist Stefáni Þor- kelssyni frá Grímsstöðum í Meðal- landi; vað þem ekki barna auðið. Siðar varð hún ráðskona hjá Er- lendi Hannessyni, er lengi bjó á Melnum v’ið Reykjavík; áttu þau eina dóttur barna, Ingibjörgu, konu Guðbjartar Kárasonar hér í Blaine Til Ameríku fluttist María heitin árið 1900; dvaldist hún fyrst hjá stjúpsyni sínum, Erlendi Erlends syni að Wild OaL Man., en upp frá því var hún hjá dóttur sinni og síð- ast um 8 ára bil á heimili þeirra hjóna. María sál. var þrekkona og guð- rækin. Blind hafði hún verið um nokku ár; hafði hún borið þanm kross með stakri þolinmæði. Inni- legasta ánægja hennar virtist vera að hugsa og tala um andlega hluti. Hún var jarðsungin af Method- ■ istaprestinum í Blaine, Rev. Lon^, 12. Júlí síðastl. Blaðið “Isafold” er viusamlegast beðið að flytja þessa dánarfregn. Dánarfregn. Þann 27. þ.m. lézt að heimili dótt- ur sinnar, 243 Robinson Ave., West Selkirk, Man., öldungpirinn Egill Guðbrandssom á 84. aldursári; bana- mein hans virtist vera það sem vér köllum ellilasleiki; hann lá rúmfast- ur í tvo daga, þá kom dauðinn og bauð honum góðar stundir. Hann var jarðsettur 28. Ág. í grafreit Is- lendinga í Selkirk. Presturinn var enskur; enginn annar við hend- ina. — Gott væri ef “ísafold” gæti gefið mér nokkrar upplýsingar við- víkjandi honum og fólki hans að heiman, svo sem fæðingarstað hans heima á Fróni o.s.frv. — Blessuð sé minning hans. West Selkirk, 39. Ág. 1916. S. Markússon. Business and Professional Cards Dr. R. L HUR5T, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrifaSur af Royal College of Physicians, London. SérfrætSIngur I brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum. —Skrifst. 306 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á mðti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimili M. 2696. Timl til vibtals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Dánarfregn. í prívat bréfi vestan frá Blaine, Wash. er þess getið, að látist hafi á bjúkrahúsinu í • Seattle aldraðuir maður," Hjörleifur Stefánsson, ætt- aður úr Skagafirði. Andaðist 27. Ágúst siðastl. af afleiðing af upp skurði. Hjörleifur hefir átt heima í Blaine, Wash., í fjöldamörg ár— sómamaður og drengur góður. Hef ir búið vestur á KJyrrahafsströnd um fjórðung aldar; mun því vera einn hinna fyrstu Islendinga er settust þar að. Hann eftirlætur konu (GuðrúnuJ og 3 uppkomin bömi—2 sonu og 1 dóttur. S.A.J. Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Teirphone OAEiraao Ohfick-Tíma*: 2—3 Haimili: 776 Victor St. Telephone OARRY 8*1 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS selja meðöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. pegar þér komlS méð forskrlftina til vor, megiS þér vera viss um að fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notro Damc Ave. og Slierhrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Giftlngaleyfisbréí seld. Dr. O. BJ0RN80N Offica: Cor, Sherbrooke & William rRLEPHONHlURIT Office-timar: 3—3 HKIMILl! 764 Victor ttraet IkLEPHONRl OARRY T63 Winnipeg, Man. TBOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslentkir lógfræBimar, Skmpstofa:— Room 8n McArthor Building, Portago Avenue ^aiTun: P. O. Box 165«. Telefónar: 4503 og 4304. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VBRKSTŒBI: Horni Toronlo og Notre Daoa _ PhORA HataUlia CtaArry JU J. J. BILDFELL rA«TWaNA«ALI Rotm 530 Unitn Bant - rtL. SOOB Selur hús og l«ir eg aanast alt þar aSlðtaadi. PeaiagaUa J. J. Swanson & Co. yamia meB fa«te*enir. SiA um laimi á hðeum. A ekLábyratfir o. fl. uunHit Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building COR. P0RT/\CE AVE. & EOMO(»TO)I ST. Stuadar eingöngu augna. eyrna. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. eg 2-5 e.h,— TaLtmi: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. TaLími: Garry 2315. FLUTTIR til 151 Bannatyne Ave Horni Rörie Str. í stærri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Rcpair Specialist J. G. SNÆDAL, 'TANNLŒKNIR 614 Somenet Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tals. main 53(12. !Á föstudagskvöldið 4. þ.m. setti umboðsmaður stúkunnar Heklu (H. Skaftfeld) eftirfarandi meðlimi í t embætti: F.Æ.T.: Nanna Benson. Æ.T.: Guðm. Gíslason. ' ÍV.T.: Inga Johnson. Rit.: Hjálmar Gíslason. A.R.: Anna Sigurðsson. F. R.; B. M. Long. G. : Ólöf Bjarnason. |K.: Guðbjörg Sigurðsson. D.: Þuríður Long. A.D.: Þóra Ólson. V.: Ivar Hjartarson. Ú.V.: Egill Erlendsson. Vonandi er, að meðlimir stúkunnar Heklu nær og fjær borgi gjöld sín til stúkunnar og vinni á annan hátt fyrir hana og bindindismálið í heild sinni þvi þó við ynnum þennan sig- ur í vetur, þá er ekki alt fengið enn, en fullan sigur, fáum við ef við höldum áfram og látum ekki sundr- ast. B. A. S. Bardal 843 SHERBROOKE 8T. selnr lfkkistur ag annast nm útiarir. Allnr ótbún- aður sá bezti. Enafram- nr selur hann allskonar minnisvarða og legstoioa Taia. Heimili Qarry 2181 n Oftlce „ 300 ST3 Engin hœtta á pappírs- leysi. Ameriska blaðafélagið sendi sýmskeyti öllum meðlimum sínum fyrir þremur vikum, til þess að biðja þá að fækka blaðsíðutölu í blöð- um sínum. Ef svo skyldi fara að þetta héldi áfram og færi versnandi þangað til komið væri í óefni, þá er það eitt meðal, sem ekki liði við það. Ein lína væri nægilegt fyrir það í hvaða blaði sem er. Triner’s Ame- rican Elixir of Bitter Wine. Urmull fólks veit það, að þetta meðal verður því á- reiðanlegasta lækning við hægðaleysi, magagasi, upp- þembingi og höfuðverk, veiklun, slappleika, maga- sjúkdómum og innýflaveiki o.s.frv. Og þeir sem hafa sannfærst um áhrif Triner’s American Elixir of Bitter Wine, eru beztu meðmæl- endur þess. Fæst í lyfja- búðum. Verð $1.30. Frægð Triner’s Liniments er hin sama. Hafið það á- valt við hendina við gigt, taugaþrautum, bakverk og hálsverk, tognun, bólgu o.s. frv. Verð 70 cents. Póst- gjald greitt. Jos. Triner Manufacturing Chemist, að 1333-1339 S. Ashland Ave., Chocago, 111. ORPHBUM. Chip and Marble koma þar fram í sjónleiknum “The Clock Shop”. Er þar saga gömlu klukkuverk- smiöjunnar sögti í ljóSum og sungpn undir frægum lögum. Meö Sam Chip og Mary Marble veröa Paul McCarle,,: Gieorge Spelvfin, Charles Uffer, John J. Scannell, Percy Wal- ling og John W. Dunne. Claire Vincent leikur skopleikinn ‘‘The Recoil.” Leikurinn er sérlega hlægilegur. Alexander MacFayden spilar þar á hljóðfæri; hann er ágætt tónskáld. Lög hans hafa veriö sungim af Gad- ski, Jomelli, Carolina White, Alice Nielson, Nordica og mörgum öörum. Orth and Dooley leika skopleik- inn “The Fool etective.” Sherman and Uttry og Mabel and Arthur syngja og leika á hljóðfæri. Uttry lét “The Flirting Princess’ og “The Heart Breakers.” Canadian Northern Járnbrautar Félagið RAILWAY NY LEIÐ TIL KYRRAHAFSINS »9 Austur-Canada BAILWAY í sfesrn nnt Jasjier <>(t Moimt Hobson <rnrSana eftir Yellon liead skarðlnu. Fram hjá hæsta fjalli; beinasta fertS meC læg'stu braut, nýjustu ferCaþæg'indi og slöustu atSsklldir vagnar til útsýnis. Kurteisasta þjón- usta—allir þjónar keppast viS aö láta ytSur lika ferCin sem bezt. Hraðlestir til Kyrrahafsstrandar Farseölar til sölu daglega þangaS til 30. Sept.; i gildi til heimferóar til 31. Október. ViCstatSa leyfC hvar sem er. Iælðir—Menn geta fariS og komiC meS Canadian Northern, eCa fariC meS Canadian Northern og komiS meS annari braut—eCa fariC meS annari braut og komfC meC Canadian Northern. Hraðlestir til Austur Canada Jö?áávötnum Farseðlar til sölu dagiega til 30. Sept.—gilda fyrir 60 daga. ViCstaCa leyfC hvar sem er. Iæiðir—Menn geta fariC fram og aftur eCa aCra leiSina eftir vötnunum. Járiibrautarleiðir—Menn geta fariC meS Canadian Northern braut- inni nýju til Toronto og svo austur um Nepigon vatn og á, margra mílna svæCi meC fram undra fögrum vötnum. sem er alveg eins gott og endurnærandi og aC fara vatnaleiSina og fargjaldiS er lægra. Nýir aðgreimlir bókasafnsvagnar til útsýnis. SpyrjiS farseSlasalann um aliar upplýsingar og biCjiC um blöC og bæklinga um fjöllin og ferSirnar, eCa skrifiS R. Creelman, Gen. Pass. Agent, Canadian Northern Railway, Winnipeg.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.