Lögberg - 07.09.1916, Síða 3

Lögberg - 07.09.1916, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1916. 3 EKKI ER ALT SEM SÝNIST Eftir Charles Garvice Ungfrú Mazurka laut niður að bré'finu, andlit hennar var alt í einu orðið fölt og alvarlegt. “Er það gott?’’ spurði hún, þegar hann hafði lesið það sem hún skrifaði. “Já, ágætt”, svaraði hann. “Á eg lengum öðrum að skrifa?” spurði hún. “Nei”, sagði hann og brosti ofurlítið, “eg á engan vin á jörðinni nema yður”. ‘‘Þökk fyrir að þér nefnið mig því nafni”, sagði hún fjörlega, eins og henni var lagið. “Á eg að láta myndina á sama stað ?” “Nei”, sagði hann lágt og smoikkaði henni undir koddann. Fáum mínútum síðar sofnaði hann. Hún stóð við hliðina á rúminu og horfði á hann, andlit hennar var fölt og varirnar lokaðar. Svo leit hún af honum með einkennilegum svip á koddann, þar sem hann hafði falið myndina. Hún vissi að það var myndin af stúlk- unni, af þessari “Jóan”, sem hann hafði kallað á. Það var myndin af stúlkunni sem hann elskaði, og hún tautaöi: “Þáð er þýðingarlaust fyrir mig—alveg þýð- ingarlaust”. Hún endurtók þessi orð mörgum sinnum. Hún var ekkert annað en ungfrú Mazurka, fyrverandi leikmær í 'Coronet leikhúsinu, þessa stundina hjúkrun- arstúlka lávarðar Williars. Þegar hann yrði heil- brigður, ætlaði hún að yfirgefa hann, jafnvel á morgun ef hann yrði nægilega hress. Meðan hún stóð þannig og athugaði hann með undarlega kvalaríkum tilfinn- ingum, hreyfði ihann sig, og urn leið og hann sneri sér við, fcom hom af myndinni út undan koddanum. Freistingiín var of mikil, hún tók myndina og starði á hana. Augu hennar opnuðust mikið og hún rak upp óp af undrun, sem, þó það væri ekki hátt, vakti Stuart Williars. Þegar hann opnaði augun og sá hana halda á myndinni, breiddist reiðiroði um andlit hans, en á næsta augnabliki sagði hann vingjamlega: “Gerið svo vel að fá mér hana”. “Eg gat ekki varist því’\ sagði hún í bænarróm og rétti honum myndina. “Hún stóð út undan koddanum yðar —” “Það gerir ekkert til þó að þer sæjuð hana”, sagði •hann vingjarnlega og leit til hennar dökku augunum sínum. “Það er fallegt andlit, er það ekki ?” “Jú”, svaraði hún, “já, mjög fagurt andlit”. Nú varð þögn um stund, svo sagði hún: “Er það sú Jóan sem þér voruð að kalla á i óráðinu?” “Hefi eg talað um hana?” -spurði hann alvarlegur og sorgþrunginn. “Já, hún hét Jóan”. “Hvert er ættamafn hennar?” “Jóan Ormsby”, það var svo langt síðan að hann hafði nefnt þetta nafn, að honum fanst það olla sér líkamlegra þjáninga. “Jóan, Jóan Ormsby”, endurtók hún, eins og hún vildi festa þetta nafn í minni sínu. “Og elskaði þessi stúlka—þessi Jóan Ormsby yður ekki,” Hann stundi veiklulega. Honum lá við að biðja hana að þegja, því hvert af orðum hennar var sem hnífii væri stungið í opið sár, en svo mundi hann eftir hjálp hennar og vinsemd og þagði. “Jú, eg Iheld—eg veit að hún elskaði mig”, svaraði hann. “Og samt yfirgaf hún yður?” “Vitið þér það ?” “Þér sögðuð það í óráðinu. Þér kölluðuð sífelt á hana og þrábeidduð hana um að koma aftur”. “Gerði eg það? Já, hún yfirgaf mig”. “Þá ‘hefir hún ekki elskað yður”, sagði hún. “Ó, segið þér þetta ekki”, sagði hann með k'lökk- um rómi, eins og hún hefði einhvers staðar meitt hann. Vei'kin hafði gert hann ístöðulausan og jafn- tilfinningarnæman og bam. “En það er satt,” sagði hún; “enginn kvenmaður yfirgefur þann mann, sem hún elskar.” “Nei, þér segið satt,” sagði hann. “En—en það hvílir einhver huliðshjálmur yfir þessari persónu, sem hvorki eg eða neinn annar getur lyft af henni. XXIX. KAPÍTULI. Grunurinn staðfestur* “Getiö þér alls eklci skilið, hvers vegna hún yfir- gaf.yður?” sagði Mazurka og horfði spyrjandi á hann. “Hefir hún ekki sagt yður það? Hafið þér ekki spurt 'hana um það? Ef eg væri karlmaður, ef eg hefði verið í yðar sporum, þá hefði eg þvingað hana til að segja sannleikann. O, eg held eg hefði drepið hana.” ' • “Þey,” sagði lávarður Williars og rétti frá sér skjálfandi hendina, svo sem til varnar. “Þér megið ekki tala þannig um hana. Og eg, eg gat ekki spurt hana um það, af því—” varir hans Skulfu— “hún er dáin.” “Dáin ” hrópaði hún og stökk á fætur. “Hafið þér óráð enn þá? Hvernig vitið ]>ér það? Hvaðan hafið þér heyrt það? Þér hafið engin bréf fengið?” “Heyrt það? Engin bréf fengið,” endurtók hann. “Þér eigið við, að hún sé nýlega dáin—síðan eg kom hingað? Nei, hún dó—” rödd hans skalf— - “áður en eg fór úr Englandi.” “Dáin—áður en þér fóruð úr Englandi,” endur tók hún og starði á hann. “En eg sá hana fyrir fáum vikum síðan.” Stuart Williars settist upp við olnboga og starði á hana tryllingslegum augum. Andlit hans var ná- fölt og afmyndað, en svo hné' hann aftur á bak og stundi. “Ó, guð minn góður, ef það væri satt — ef það væri satt”, tautaði hann. “En yður skjátlast—þáð getur ekki verið tilfellið. Hún er dáin, dáin, eg sá hana liggja dauða og ikalda. Mín Jóan—min Jóan.” “Sáuð þér hana liggja dána? Eruð þér viss um það ?” “Já, já. Hún var byrgð með kápunni sinni—” hann þagnaði, gat ekki sagt meira. “Með kápunni, sem hún vár vön að vera í?” spurði ungfrú Mazurka miskunnarlaust. “Þéktuð þér hana? Hvernig var hún?” “Já, eg þekti hana. Ástmey mín var í henni í fyrsta skifti, sem eg sá hana. Það var ullarregn- kápa með silfurhringju. Eg hefi haldið henni við brjóst mitt—” Ungfrú Mazurka stóð upp, gekk inn í næsta her- bergi og kom sva aftur með regnkápu á handleggnum. “Var hún lik þessari?” Stuart Williars kit á kápuna og sneri sér svo frá henni. “Já,” tautaði hann. “Slíkar kápur eru jafn algengar og plómuiber á haustin,” sagði Mazurka. “En það er það sama, þér þektuð hana þá?” “Já,” sagði hann þreytulega, “það var Jóan, min elskaða Jóan.” Magnþrota og veikur eins og hann var, sofnaði hann brátt. Mazurka fór inn i næsta herbergi og hringdi bjöllunni. “Fáið þér símritseyðublað handa mér,” sagði hún við þjóninn. Þjónninn kom með það umibeðna, og hún ritaði þessi orð á það: “Sendið mér ljósmynd eða olíumálaða mynd af Idu |Tre:vilyan við Comet leikhúsið.” Þétta símrit sendi hún til myndatökumannsins í London, sem vanur var að taka myndir af leikfólki og listamönnum. Þegar hún var búin að senda símritið, gekk hún aftur inn og settist á stól sinn við rúmið. Fáum stundum síðar barði þjónninn að dyrum og færði henni þannig orðað símrit: “Það finst hvorki ljósmyd né önnur mynd af I. T. Hún hefir hvað eftir annað neitað að láta ljós- mynda sig.” “Eg vissi að mig grunaði rétt,” tautaði ungfrú Mazurka kafrjóð í andliti. “Ida Trevelyan er Jóan Ormsby, og hún vill fela sig fyrir honum.” XXX. KAPÍTULI. / köngulóar-netinu. Án minstu vitundar um uppgötvun ungfrú Maz- urka, labbaði Mordaunt Royce sína leið í hægðúm sínhm, og að hans áliti alvieg óhnltur. Eins og fugla- veiðendur þenja net sín fyrir vilta fugla, þannig þandi hann þolinmæðinnar og lævísinnar net kring um Jóan. Hún fann að mökkvarnir lukust um hana, en henni fanst hún vera magnlaus og ófær um að losa sig. Hún vissi að hún ætti að senda hann burtu frá sér, að eftir samtalið í Richmond átti hún að hætta öllum kunningsskap við hann, en í ógáti hafði hún lofað honum vináttu sinnl, og um það gat hún ekki svikist. Hann hafði ekki, hvorki með orðum né aungatilliti endurtekið þá ástriðufullu ástarjátning, sem hann gerði henni í sólbyrginu i Richmond, aldrei mint hana á, að hann var meira en vinur hennar. En Jóan þekti vel tilfinningar hans til sín. Hún var 'heldur ekki alveg tilfinningarlaus sjálf. Stundum áleit hún sig alveg tilfinningarlausa, að lávarður Williars hefði tekið þær frá sér og fleygt þeim svo langt í burtu, en þær voru enn þá kyrrar hjá henni og hin lotningar- ríka, þolinmóða hylli Rogers, fór að hafa áhrif á hana. Og meðan á þessu stóð, fór nafnfrægð ungfrú Trevelyan vaxandi. Bendingaleikurinn var nú þegar á enda, og innan skamms átti gamanleikurinn að verða sýndur, þar s'em ungfrú Montressor átti mik- inn þátt í. “Ó, góða Ida ,hugsaðu þér annað eins,” sagði Emily einn dagihn, “þeir hafa s'krifað leikrit um þig. Hlustaðu nú á: Við höfum komist að því, að innan skamms á að sýna nýtt leikrit í Coronet, og að Ida Trevelyan, sem hefir unnið sér hylli almennings, á að vera aðal persónan.” Nú, eg get ímyndað mér hver það er, sem hefir komið með þetta leikrit; auðvitað hr. Royce. Hann er aðdáanlegur maður. Ó—” hún þagnaði og rendi augunum yfir blaðadálkana. “Hvað er nú?” spurði Jóan. “Það er dæmalaust,” sagði Emily. “Hver undranin annari stærri, Hka lávarður Wil- liars.” Jóan hrökk við, stóð upp til hálfs og náfölnaði. “Hvað er að þér?” hrópaði Emily. “Ertu að verða veik?” “Nei, nei,” svaraði Jóan, “mér er ekki ilt. Hvaða nafn nefndir þú?” “Stuart Williars—lávarð Williars,” sagði hún og las: “Síðustu fregnimar af Williars lávarði, eru send- ar okkur frá fregnrita vorum í Monte Carlo. Það lítur út eins' og, að minsta kosti í bráðina, framkoma lávarðarins við spilaborðin hafi tekið enda. Og okk- ur þykir það leitt, að það eru veikindi, sem olla fjar- veru hans.” Jóan spenti greipar og beit á vörina. “Alvarleg veikindi heimsóttu hann, sem um lang- an tíma hafa ollað vinum hans kviða. Á heimleiðinni eitt kvöldið varð hann snögglega veikur, og hann hefði hnigið máttvana niður á veginn, ef kvenmaður hefði ekki komið akandi þangað i sama bili, tekið hann upp í vagn sinn og flutt hann til hótelsins. Sama stúlkan hefir allan þennan langa tíma stundað hann með hjálpfýsi og hollustu, sem að eins kvenmenn geta í té látið. Það mun vekja undrun, þegar vér látum þess getið, að þessi hjálpfúsa hjúkrunarkona er ung- frú Mazurka, fyrverandi leikmær við Cornet leikhús- ið, þar sem hún án alls efa mundi enn þá vera, ef hún hefði ekki orðið fyrir slysi við aðal æfingu bend- ingalieiksins. Þess er getið til, að lávarðurinn muni launa henni hjálpsemi hennar á þann eina hátt, sem er viöeigandi að launa kvenmanni, og að hinn langi listi yfir leikmeyjar, sem giftar eru aðalsmönnum, bæti nú við einu nafni. Við erum svo hepnir, að geta nú fullyrt, að lávarðurinn er úr allri hættu, og að bati hans tekur skjótum framförum. Veikindi hans hafa eflaust ollað spilahúsinu mikils skaða, því það er sagt að hann hafi tapað stórum upphæðum á hverju kvöldi. Líf Williars lávarðar hefir verið mjög rómantiskt, en það Htur út fyrir að hinn síðasti kapítuli æfisögu hans muni verða mest rómantiskur. Við óskum honum samt, og hinni hæfileikaríku leikmeyju, sem hefir stundað hann, alls mögulegs láns.” Alt snerist í hring fyrir augum Jóönu, það var að því komið, áö það liði yfir hana. “Nú,” sagði Emily, “er þetta ekki furðulegt? Það er auðvitað satt, fyrst það er prentað í blöðunum. En að hugsa sér að ungfrú Mazurka skuli verða lafði Williars, að hún skuli verða greifainna. Hún vill— en góða Ida mín, hvað er aö þér?” Jóan, sem ekki gat lengur ráðið við sig, hafði staðið upp stóð og studdist við stól kríthvit i framan. “Eg—eg held eg sé þreytt,” stmaði hún. “JEí- ingarnar við þennan nýja leik hafa verið mjög örðug- ar, og—og—eg ætla að fara í rúmið mitt.” Emily tók um handlegg hennar og hjálpaði henni upp í herbergi sitt; hún ætlaði að vera hjá henni, en Jóan vildi ekki leyfa þaö. “Nú Hður mér vel”, sagði hún og reyndi að brosa. “Eg er að eins þreytt—alt of þreytt til að sofa, en eg ætla að leggjast á rúmið og hvíla mig.” Næsta kvöldið var Royce ekki til staðar fyrir utan leikhúsið, og var það í fyrsta sinni nú í margar vikur. “Hvað er þetta? Hann er hér ekki. Það er þó merkilegt,” sagði Emily. “Hann er máske þreyttur af því að vera dyravörður, eða—máske hann sé veik- ur.” Jöan sagði ekkert, en hún fann til vonbrigða. Daginn eftir var Jóan einsömul heima, meðan Emily og faðir hennar fóru að kaupa eitthvað til heimilis- þarfa. . Hún beitti öllu viljaþreki sínu til að ná sjálfs- 'stjórn sinni, og ásetti sér að læra til hlítar sitt hlutverk i leiknum. Hún gekk aftur og fram um gólfið með bókina í hendinni, þegar hún iheyrði barið að dyrum. Litlu síðar sagði þernan að Royce væri kominn. Jóan roðnaði og fór til að veita honum móttöku. Hún sá strax, að hann var fölur og alvarlegur. “Hafið þér verið vesæll?” spurði hún lágt. “Við söknuðum yðar hjá leikhúsinu í gær.” “Það gleður mig að heyra yður siegja það,” svar aði hann með þakklátu brosi. “Nei, eg hefi í rauninni ekki verið veikur, en—hvar er Harwood og Emily?” Hann hafði séð þau fara út, og greip því tæki færið til að finna Jóönu eina. “Þau eru farin út,” sagði hún. “Viljiö þéé ekki fá yður sæti og bíða eftir þeim?” “Nei, eg þakka yður fyrir,” svaraði hann, “eg get ekki beðið. Eg er kominn til að—nú til að tala við yður—til að kveðja.” “Til að kveðja?” endurtók Jóan lágt. “Ætlið þér að ferðast burt?” “Já,” svaraði hann. “Eg fer burt, eg þarfnast umbreytingar. Mér hefir ekki liðið vel núna síðustu vikurnar—eg hefi ekki verið sjálfum mér líkur—og eg held að breyttng á verustað ^eri mér gott.” “Mér þykir slæmt, að yður líður illa,” sagði hún; “hvert ætlið þér?” “Eg veit það ekki enn þá,” svaraði hann kæru- leysislega; “eitthvað til útlanda. Það er sama hvert eg fer. Eg vil oft hugsa um yður, mjög oft, og blöðin ætla eg að lesa með eftirtekt. Þér verðið auðvitað lánsamar og nafn yðar verður á allra vörum, en það verður ávalt i huga niínum.” “Eg er yður þakklát,” sagði Jóan. “Ó, notið ekki þetta orð,” sagði hann eins og hon um hefði sárnað. “Það ætti ekki að vera neitt slíkt orð sem þakklæti á milli yðar og mín, Ida—” hann þagnaði. “En, nei, eg vil ekki vekja gremju yðar á þessu augnablilki. Guð einn veit hvað langur tími lið- ur þangað til við sjáumst aftur. Verið þér sælar. Og þó, áður en eg fer, verð ieg að segja yður hina sönnu ástæðu til þess, að eg fer.” Hún svaraði ekki, en hann hélt áfram í lágum og fljótmæltum róm: “Já, eg ætla að segja yður sannleikann. Eg ætla ab ferðast, af því eg þoli ekki þetta ásigkomulag leng- ur. Eg hélt að eg væri nógu stiltur til Jæss að sjá yð- ur kvöld ieftir kvöld, og að eg gæti bælt niður ást mína einst og eg lofaði yður, en mé’r hefir fundist þetta lof- orð of erfitt, ást mín er of sterk. Eg ætla að ferðast í burtu þangað til eg hefi náð sjálfsstjórn. Þegar eg er búinn að ná henni, kem eg aftur—og svo verðum við eins og áður, góðir, tryggir vinir. Verið þér sæl- ar, og guð blessi yður, Ida.” Hann tók hattinn sinn, og sneri sér að hálfu leyti burt. Jóan átti i hörðum bardaga við sjálfa sig; svo rétti hún fram hönd sína. “Farið þér ekki,” stundi hún upp. “Verið þér kyr.” “Fara—ekki?” endurtók hann með hásu hvísli. “Við hvað eigið þér, Ida? Ó, verið þér miskunnsam- ar, vekið þér ekki falskar vonir hjá mér.” “Farið þér ekki,” stamaði hún aftur. “Verið þér kyr”. Hún vætti þurrar varirnar sínar og skalf frá hvirfli til ilja. “Ida—verið þér miskunnsamar. Ef eg verö kyr, þá er það þess vegna, að þér leyfið mér að vona Má eg það?” Hún horfði fast á hann, enda þótt hendur hennar skylfu sem strá í vindi. “Eg hefi hugsað um alt” sagði hún hægf og eins og í draumi, “og—og—” “Og þér samþykkið—þér ætlið að verða mín ?” sagði hann og nálgaðist hana. "B\ðið þér Hlustiö á mig,” sagði hún og lyfti upp hendi sinni “Látið mig segja yður alt. Þér hafið beðið mig um ást rnína. Eg hefi sagt yður, að eg feti ekki gefið hana. Eg get það ekki—eg hefi enga ást til að gefa yður. Ef eg ætti hana, skylduð þér fá hana. En eg á hana ekki til. Hún er dauð— Jóan hugsaði sig um eitt augnablik, svo sagði hún: “Mordaunt, eg ætla að verða konan þin.” En þegar hann ætlaði að faðma hana að sér, hopaði hún á hæl aftur og sagði: “Nei1, nei, ekki enn þá, faröu nú.” Hann lyfti hendi hennar að vörum sínum og kysti hana með ákafa. Svo fór hann. Þegar hann var kominn út á götuna, lyfti hann augum sínum til him- ins með einhverskonar tryltri sigurtilfinningu. Loks- ins var hann búinn að ná henni. Þolinmæðin og öll sú lævísi, seni hann kunni að beita, hafði tælt hana til að lofast honum, og það var ekki hún ein, tvær milj- ónimar hennar voru nú líka hans eign. Hugsanir hans hringsnerust og hann gekk áfram í algerðri leiðslu. En svo kom hann alt í einu til sjálfs sín og fór að hugsa skynsamlega um þetta ásigkomulag. Hann ætlaði ekki að gefa hennii tíma til ígrundunar. Hann ætlaði að fá hana til að giftast sér sem allra fyrst. En þá þurfti hann peninga. Það var einn mað- ur sem Royce vissi að hann gat fengið peninga hjá, og það var Bertie Dewsbury lávarður. Það var sem hinn vondi hvíslaði að honum að fara þangað, og hann fór beina leið til herbergis Berties í Picadilly. Inni hjá honum sátu þrír menn, sem reyktu og dmkku, og þegar Royce kom inn, æpti Bertie af ánægju. “Hvað er þetta? Ert það þú, Royce? Þú hefir um langan tíma ekki látið sjá þig”, sagði hann þegar Royce kom inn. • Þeir fóru strax að spila, og Royce, sem um undan- farinn tíma hafði verið óheppinn, hafði nú náð sinni gömlu hepni aftur. Hann vann viðstöðulaust. Svo stakk Pontclere upp á því að þeir skyldu skifta um sæti, en Royce hélt áfram að vinna, og Bertie, sem var andstæðingur hans, tapaði. Þeir spiluðu fram á nótt, svo fóru hinir tveir, en Bertie og Royce voru kyrrir. “Eg hefiMapað í kveld”, sagði Bertie og hló. “Tap- að voðalega. Eg hefði átt að vera með yður en ekki á móti, góði vinur”. “Já, það hefðuð þér átt að gera”, sagði Royce um leið og hann lét síórar hrúgur af gulli og silfri í vasa sína. “Viljið þér fá nokkuð til láns?” “Nei, þökk fyrir”, sagði Bertie kæruleysislega. “Eg er yður skuldbundinn, en eg held eg vilji heldur heim- sækja gamla Craddock”. Þegar Royce var farinn, settist Bertie við ofninn og fór að hugsa um tap sitt og hve mjög eignir hans minkuðu. Morguninn eftir ók hann til borgarinnar Craddock gamli sveiflaði sér í hring þegar þessi skraut- klæddi lávarður kom inn í skrifstofu hans, og heilsaði honum brosandil “Ó, minn góði, ungi lávarður”, tautaði hann, “hvað get eg gert fyrir yður ?” “Hvernig líður yður, hr. Craddock?” spurði hann hlæjandi og settist á stól. “Eg get aldrei varist þvi að 'hugsa um kóngulóna og fluguna, þegar eg kem hingað. En nú skal eg snúa mér að viðskiftunum. Eg þarf á þúsund pundum að halda”. Gamli Craddock opnaði skápinn sinn með hægð, en um leið og hann gerði það, datt eitthvað út úr hon- um. Það var olíumáluð mynd. Bertie laut niður og tók hana upp. Það var mynnin sem Craddock hafði tekið í The Wold og borið heim til sín. Þáð var mynd in af Jóönu, og Bertie sat undrandi og horfði á hana. “Hvað er þetta?” spurði Craddock og leit á það. “Ó—myndin”. “Eg vissi ekki að þér voruð listelskur, hr Craddock”, sagði Bertie spaugandi. “Hvernig hafið þér eignast þessa mynd ?” Gamli maðurinn urraði óánægður “Hum—það er»—það er mynd1 af frmku minni Gerið svo vel að fá mér hana, lávarður”. “Frænka yðar er mjög fögur stúlka”, sagði Bertie. “Og myndin er snildarlega dregin. Viljið þér selja mér hana?” “Nei, nei”, sagbi -gamli maðurinn. “Það er fjöl- skyldumynd—eg get ekki mi'st hana”. “Heyrið þér”, sagði Bertie hlæjandi. “Þér getib gefið mér ávísun fyrir níu hundruð og fimtíu pundum og tekið það sem til vantar sem borgun fyrir myndina Mig langar til að eiga hana”. “Nú jæja”, svaraði Craddock, “fyrst yður langai svo mjög til að eiga hana, þá skuluð þér fá hana—en ?að er gjafverð”. “Gjafverð? Já, eg hefði nú sagt það”, sagði Bertie, hann var orðinn blóðrjóður í framan. Hann stakk myndinni undir handlegg sinn, en ávísaninni í vasann og fór. XXXI. KAPÍTULI. Eins konar ástabrall. Bertie fór með myndina heíu jtil sín. Ef einhver dauð, dauð. En ef þér eruð ánægður, ef þé'r viljið hefði spurt hann hvers vegna hann hefði fundið til þiggja það, sem eg get gefið—” “Já, eg er áægður,” sagði hann ástríðulega. “Eg skeyti ekiki um liðna tímann—látum hann eiga sig. Nútíminn, ókomni tíminn er að minsta kosti minn. Gefið mér sjálfa yður, Ida, og eg skal gera yður gæfu- ríka, eins gæfuríka og nokkur maður getur gert kven- mann. Ó, elskan mín, vertu mín.” Hann fleygði sér á kné fyrir framan hana. Og nú var honum alvara—hin ástríðuríka ást hans svifti hann valdi, svo hann vissi naumast hvað hann sagði eða gerði. Jóan rétti honum hægt og hikandi hendi sína, sem hann greip með ákafa og þrýsti fast að vör- um sínum. “Elskan mín,” sagði hann, “þú skalt aldrei iðrast þessa, aldrei. Eg, eg verðskulda ekki þessa gæfu, en —eg skal gera þig gæfusama—það sver eg”. Hann stóð upp ogætlaði aðtaka hana i faðm sinn, en hún vék sér undan. “Nei, ekki enn þá,” s'agði hún; “ekki enn þá.” “Mér finst þetta alt of óskiljanlegt til að vera Satt,” stamaði hann, meðan hann hélt hendi hennar og horfði á hana. “Þú ert þó ekki að leika þér að mér, Ida? Segðu: “Mordaunt, eg ætla að verða konan þín.” jy^ARKET JjlQTEL VHS sölutorgie og City Hall Sl.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland FUULKOMIN KENSI.A VBg'fT BRJEFA8KIUFTUM — —<>C öCrnin— VERZI.UNARFRÆÐIOIUBSNU1I $7.50 rtr k«nt yHnr 'QtS pðatl:— ÍHtDMi" brlt aglýMnvnr. i'éttrltun. •kt A helmllt yCar ge' of börnum yöar- AB akrlfa gat Almenn löy. Stntoetnlnx • Otlend orBatl Um Abyrgttlr og fllög. Innhetmtu meB pdetL Analytlcal Study. Skrtft. Tmnar reglur. Card Indexlng. Copytng. Flllnc. Inrolclng. Pröfarlcaleeter. >œ*ar og fleirl námegrelnar kend- ar. FyUIÖ lnn nafn yBar 1 eyöurnnr af neBan o* fálB melrl upptyetngnr KLIPPIÐ I SUNDUR HJER Metropolltnn Bualneæ Inetltnte, 604-7 Avenue Blk., Wlnnlpeg. Herrar, — SendlB mér upplýslngar um fullkomna kenstu meB pösti nefndum námsgrelnum. PaB er 4- eklllB aB eg sS ekkl akyldur tll aB gera nelna s&mnlnga. Nafn ______ Helmtll . StaBa . Spakmæli. Ef þér þykir vænt um lífið, þá eyddu ekki stundunum til einskis, því tíminn er einmitt það efni, sem lífið er dyndað af. — /Franklin). I gær, á tímabilinu frá sólarupp- ras til sólarlags, töpuðust tvær klukkustundir, er höföu að geyma sextíu dýrmætar mínútur, hvar fundarlaunum þarf engum að heita, því þær eru mistar að eilífu. Yfir því er oft kvartað að vér mennirnir þekkjum ekki veikleika vom. En ihitt ber þó ekkí svo sjaldan við, að vér ekki 'þekkjum styrkleika vom og krafta. Það er líka með oss eins og jörðina. Hún geymir oft hulda fjársjóði. Sá, sem eyðir tímanum til einskis, burtsóar dýrum arfi. Mennirnir skiftast t tvær höfuð- deildir, þeir, sem hafa hlotið, og eru þó vansælir, og hinir, sem leita og finna ekki. Jafnvel með bezta vilja veitist mönnum erfitt að skilja hverir aðra, en nú vantar oss oft einmitt vilj- ann, og því verður niðurstaðan oft- ast missætti og ósamlyndi. /Goethe) Það sem menn eiga langerfiðast með, er það að þekkja sjálfa sig. —Heimilisbl. ( Arabiskt) Andvaka. svo mikils saknaðar jafnframt ánægjunni, við að sjá þetta andlit, sem var svo undur likt ungu, fögru stúlk- unni, sem hann hafði frelsað frá Stuart Williars, hefði hann orðið í vandræðum mieð svar. Hann hafði að eins séð Jóan í fáeinar mínútur, en fegurð hennar og viðmótsbliða ásamt ósjálfstæðinu og hættunni sem hún var stödd í, hafði alveg ógleymanleg áhrif á hann. Hann rannsakaði myndina nákvæmlega í þeirri von að finna nafn eða merki, sem gæti bent honum á af hverjum myndin væri, en Jxir var ekkert nafn, hvorki eigandans né pentarans. Myndin var í gamalli um- gerð úr svörtum eikarvið með mjóum, gyltum lista inn- anvið og þunnum viðarþiljum bak við, eins og flestar verðmiklar myndir eru vanar aö vera, en hann fann ekkert sem gat gefið honum bendingu, og þegar hann hafði athugað hana um stund, stóð hann upp og ætlaði að láta hana inn í skáp. Þegar hann stóð með lykilinn i hendinni, virtust honum dökku augun vera næstum lifandi, og um leið og hann hlýddi einhvierri innri rödd, laut hann niður og kysti varir myndarinnar. En svo lét hann hana inn í skápinn hlæjandi að sjálfum sér með blóðrjóðar kinnar, læsti honum svo nákvæmlega og stakk lyklihum t vasann. * * * Vonin sefur, vakir þráiu, værð ei neina lengur fær; einn eg stari út í bláinn, alt hið liðna færist nær, opnast hugans insbt lindir, aftur skýrast gleymdar myndir. Berst að minu innra eyra einhver rödd, sem eg ei skil, og hún hvi'slar enn ]>á meira ef eg hana þagga vil Hkt og grunur óljós alinn, eða sorg í hjarta falin. Hver er sá er þannig þylur þögul orð er máninn rís? óljós þrá, er enginn skilur, i æskumannsins fylgidís, rödd sem þarf ei orð né eyra, orð sem neinn ei fær að heyra. Röddin verður óljós aftur, á mig skyndihöfgi sigur; fölskvast æskueldur, kraftur, yndæl mynd úr djúpi stígur; þráin sefur. alsæll andi unir sér á draumalandi. Holta-Þórir. Til íslands. ísland, blessuð eyjan kæra, ættarlandið þú ert mitt; bið eg góðan guð þér færa geislabrosið milda sitt, allan lýð þinn endurnæra, efla og blessa ríkið þitt. Þráinn. Tomæmi og trú. Af öðrum þó aö oft eg sé í orði og verki hrjáður, af lýðum aldrei last né spé eg læri samt sem áður. Það er mín trú ef öðrum rangt í orði og verki geri að auðnubyrinn aldrei langt mér æfiknörinn beri. Þráinn.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.