Lögberg - 07.09.1916, Síða 4

Lögberg - 07.09.1916, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1916. Sögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manauer Utanáskrift til blaðsins: TIJE OOLUMB'A PRES*, Ltd., Bo* 3172. Winnipeg. Haq. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, R|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. „Alt í grænum sjó“ Pannig kölluðu sjómenn það heima f>egar víð ekkert varð ráðið. Formenn sem illa kunnu tU stjómar og létu drasla sigldu þannig að “alt var í grænum sjó”. Sá var einn talinn góður eða fær til stjórnar sem þannig kunni að stýra að ekki gæfi á, þótt öldur risu og stormur hvini. pað að “alt væri í grænum sjó” við hverja báru eða hvem blæ var talinn órækur vottur þess að formaðurinn kynni ekki að stýra eða hásetamir væru ekki verki sínu vaxnir eða helzt hvort- tveggja. Svo er að sjá sem þannig sé ástatt með Sam- bandsstjómina í Ottawa. par virðist “alt vera í grænum sjó”. Hún byrjaði göngu sína með þeim óheillaspor- um að ganga í samband—að maður ekki segi sam- særi—við auðs- og kúgunarvöld þessa lands til þess að hnekkja hinni heiðvirðu bændastétt og þjökuðu starfsmannastétt með ranglátum tollum. Hún byrjaði göngu sína með því að sekta hvern bónda fyrir hvem mæli koms er hann með súrum sveita framleiddi úr eigin akri. Slík byrjun getur ekki góðri lukku stýrt. Og til þess að koma þessu til leiðar gekk hún í samband við fyrverandi erki- óvini sína—Nationalistana. Já, sá flokkurinn sem hæst heldur á lofti brezka flagginu að nafninu til gekk í samband við erkióvin Breta—Nationalist- ana, til þess með því að geta ráðið niðurlögum á • verzlunarfrelsi þessa lands—sinnar eigin þjóðar. Svona var byrjunin; með þessu móti komust þeir til valda og eins og frumsporin voru, þannig hafa framhaldssporin verið. Ekki miljón, heldur tugi og jafnvel hundruð miljóna af fé fólksins hefir þessi auðvaldsstjóm —eða réttara sagt auðvaldstól—ausið í einokunar- félögin; helzt jámbrautarfélögin; hafa látið þau hafa það í $45,000,000 og $25,000,000 skömtum. Að sjálfsögðu kalla þeir það smáskamta, en fólk- inu sem á að borga virðast þeir býsna stórir. McKenzie og Mann—tveir menn sem miljón- um hafa rakað saman í vasa sína af fé fólksins, hafa ekki þurft annað en opna dymar hjá stjóm- inni og biðja hana að gera svo vel að opna fyrir sig ríkisfjárhirzluna og láta sig hafa nokkra tugi miljóna, og því boði var hlýtt mótmælalaust. Svo kom stríðið og þurfti þá fremur á sam- vizkusemi og ráðvendni, stjómvizku og heilbrigðri skynsemi að halda en nokkru sinni áður. En svo hefir þar verið um stjómtauma haldið að hvert axarskaftið og glappaskotið hefir rekið annað. Hestamir sviknir sem riddaraliðið átti að treysta, skómir sviknir sem fótgönguliðið átti líf sitt á að byggja; sjónaukamir sviknir, sem mikið var und- ir komið, og byssumar sviknar sem var aðalatrið- ið í stríðinu næst mönnunum sjálfum. Miljónir og tugir miljóna af alþýðufé, sem kúgað var og er saman með sköttum og tollum hafa verið teknar og þeim stungið í vasa óhlutvandra manna, aðeins vegna þess að þeir voru tryggir flokksmenn. Rannsóknir til málamynda hafa farið fram um þvert og endilangt landið, og þrátt fyrir það þótt þær væru á ýmsan hátt hindraðar, þá sýndu þær það samt í öllum tilfellum að svik eða þjófnaður eða rán eða markfalt verð hafði átt sér stað. Og þrátt fyrir þessar sannanir hefir enn ekki verið hegnt fyrir þessa óheyrilegu glæpi. Og síðast hefir alt verið kórónað með því að skjóta niður miljón dollara virði af byggingu sem fulltrúar stjómarinnar sjálfir höfðu lýst yfir að ekkert væri við að athuga. í einu orði “alt er í grænum sjó” og stjórnin hefir ekkert taumhald á neinu. Ljótasta dæmi um það hvílíkt álit þjóðin hefir á formenskunni em allar þær mörgu kosningar í landinu víðsvegar sem fram hafa farið að undan- förnu. Hvert sem um fylkiskosningar eða um aukakosningar hefir verið að ræða þá hefir fólkið ótvíræðilega lýst því yfir með atkvæðum sínum að Afturhaldsflokkurinn sé svo búinn að fyrirgera rétti sínum og trausti því sem fólkið hafi borið til hans að honum sé bezt að sitja heima. Áldrei í sögu neins lands hefir eins almennur dómur komið fram á móti neinum flokki eins og í Canada á móti Afturhaldsflokknum í ár og í fyrra. pað að ekki skuli hafa verið mögulegt fyrir nokkurn mann í aukakosningu í neinu fylki að komast að undir þeirra merki, og það að allstaðar undantekningarlaust skuli allar kosningar hafa gengið beint á móti stefnu Sambandsstjómarinn- ar, það er svo fullkominn og áreiðanlegur spádóm- ur um forlög hennar þegar til kemur og svo greini- legur vitnisburður þjóðarinnar um það að hún telur “alt í grænum sjó”. petta sér stjómin og því er það að hún vill nú hafa sambandskosningar eða helztu menn hennar sumir hverjir. Eru það aðeins örþrifa ráð. Hún reiknar það þannig að með alls konar brögð- um sem í pólitík má hafa geti það ef til vill slamp- ast að þeir hangi við ef tafarlaust sé að gert, en eftir því sem lengur líði komi það betur í ljós hversu gjörsneidd hún hefir verið öllum stjóm- hæfileikum og hversu ómögulegt henni verði að hanga á nokkru strái. En þessi stjóm er komin í þann græna sjó, sem hún reisir höfuðið aldrei upp úr. Útgerðarmennirnir á íslandi vissu hvað þeir áttu að gera við formenn og háseta, sem ekki kunnu betur með skip að fara en svo að “alt væri í grænum sjó”, þótt kvika kæmi eða stormur blési —þeir blátt áfram; ráku þá og fengu sér aðra. Og sama gerir canadiska þjóðin næstu vertíð. Stríðið. Meiri tíðindi hafa gerst í stríðinu 2—3 síðustu t ikurnar en um langan tíma áður. pað að Roumania slóst í leikinn er ef til vill þýðingarmeira en hægt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði, ekki einungis vegna þess styrks sem sú þjóð hefir sem hernaðarþjóð, sem þó er talsverður, heldur miklu fremur í öðrum skilningi. Roumania er land þannig sett að þjóðin gat horft á stríðsvöllinn rétt eins og áhorfandi á glímur. Hún gat séð hvorum var að hnigna og hvorum var að aukast þróttur. Allar Evrópu þjóðimar sem ekki eru enn komn- ar í stríðið titra eins og lauf í vindi af ótta um for- lög sín þegar hildarleikurinn sé úti ef ekki fyr. pær óttast að annar hvor málspartur hafi móðg- ast af einhverju atriði, annaðhvort í verzlun eða einhverju öðru og launi það með hertekningu síð- ar meir. pær óttast það að eitthvað verði jafnvel til þess að draga þær nauðugar út á völlinn. Og það er eitt sem sumum þeirra er meira um hugað en nokkuð annað; það er að verða þeim megin sem sigurinn verður; sumar hlutlausu þjóð- irnar láta sér gersamlega á sama standa hvorír sigra; þær hugsa um það eitt að reyna að geðjast báðum eins lengi og ekki sést á milli hvorir sigra muni, en leggjast á vogina með þeim er betur má þegar það sést hver hann verður. Svona er álitið að það hafi verið með Roumaniu. peir hafa verið hlutlausir til skamms tíma, og stundum hefir verið talið víst að þeir færu þá og þegar í lið með bandamönnum, en annað kastið hefir sú frétt komið, að þeir mundu verða hinu megin. pað að þeir hafa nú virkilega gengið í lið bandamanna virðist vera—ef ekki sönnun—þá sterkar líkur fyrir því að þeir sjái hvernig fara muni ; að þeir sjái bandamönnum sigur vísan. Og þjóð ^em eins vel stendur að vígi til þess að vita rétt í því efni eins og Rouminar, gefa betri hugmynd um það hvemig sakir standa en nokkuð annað með þessu tiltæki sínu. pað ofurefli sem pjóðverjar og Austurríkis- menn eiga nú við að etja er orðið svo stórvaxið að litlar líkur eru til að þeir standist það lengi. And- stæðingar þeirra hafa umkringt þá svo að heita má að sleginn hafi verið um þá hringur. Rússar, Englendingar, Frakkar, ítalir, Roumenar og Jap- anar hafa svo að segja tengst höndum saman um- hverfis pjóðverja og Austurríkismenn, Búlgara og Tyrki. Og víst er um það að aldrei hefir ver- aldarsagan þekt leik, þar sem við jafnmikið ofur- efli hefir verið að etja og pjóðverjar eiga nú. Og það er ekki einungis ofureflið að hermanna- fjölda og aðsóknum á allar hliðar sem þeir eiga að verjast, heldur einnig þær ströngu ráðstafanir sem bandamenn hafa gert til þess að hindra þeim allar bjargir sem frekast er unt. Sést það glögt á því að jafnvel litla ísland skuli verða að lúta þeim reglum og flytja ekkert út er til pýzkalands geti komist. paðan er útflutning- ur svo lítill í samanburði við önnur lönd að litlu virðist muna hvoru megin það sé, en samt er auga fcandamanna svo vakandi að þeir leyfa ekki svo miklu sem því litla komi að komast í mæliker óvina sinna. Og þótt ekki verði hindraður flutn- ingur til þeirra með öllu þá er það víst að svo erf- itt verður þeim gert með þessu að það hlýtur að draga úr afli þeirra í stríðssókninni; og það til stórra muna. pótt ekki sé enn þá neitt víst um Grikki, þá vita menn það að meiri hluti þjóðarinnar er með því að í stríðið sé farið með bandamönnum. En sökum þess að tengdir eru milli pýzkalands og Grikklands, þar sem drotningin er systir keisar- ans og þeir tengdabræðumir miklir vinir, þá hefir því verið afstýrt hingað til að pjóðverjum væri sagt stríð á hendur. Auk þess er Constantinus konungur Grikkja mjög friðsamur maður eins og hann á kyn til; hefir hann tvisvar sinnum áður sett sig þvert á móti því að þjóðin færi í stríð, og haldið því fram að betra væri að þola mikið ofbeldi og átroðning en að eiga í stríði. Samt sem áður er því spáð að ekki líði á löngu áður en hin stefnan verði sterkari og í stríð verði farið, þrátt fyrir mótmæli konungsins. Og ástæð- an fyrir því er óefað sú að Grikkir þykjast sjá það í hendi sér að bandamenn beri hærra hlut um síðir. Og fari Grikkir gegn pjóðverjum með öllum sem áður eru komnir, þá er ekki annað að sjá en að bráðlega hljóti að fara að þrengja að þeim og að innan skamms muni skríða til skara. Sýnilegur árangur. íFramh.). f síðasta blaði var tekinn upp kafli eftir einn hinna ágætustu Jslendinga vorra daga—Jón Jóns- son sagnfræðing. Er þar rækilega sýnt fram á þýðingu þjóðernis vors og tungu og svo rækilega mótmælt þeim óheilla kenningum, sem fram hafa lromið vor á meðal hér vestra nýlega, að engum getur dulist hvor hliðin hafi þar meiri eða sterkari rök. Hér skal enn gripið á nokkrum atriðum í sögu þjóðar vorrar til þess að sýna og sanna að barátta mætra manna með þjóð vorri til viðhalds tungu og þjóðareinkennum hafa borið blessunar- ríkan ávöxt. Og það skal einnig sýnt að ekki voru það einungis þeir er heima fyrir dvöldu, er þeirri baráttu héldu uppi, heldur miklu fremur hinir, sem ferðast höfðu erlendis og dvalið þar og gátu því með heilbrigðum samanburði reiknað það og voglagt hvert ekkert væri það í eðli þjóðar vorrar sérstaklega fram yfir aðrar þjóðir, sem leggjandi væri rækt við. Meira að segja það skal sýnt og sannað að þeir sem erlendis dvöldu vöktu stundum hinar sterk- ustu þjóðemis öldur og hreyfingar og fleyttu þeim á hafi hugsana sinna heim að ströndum ættjarð- arinnar. Vér vitum það flest að eitt tímabil til forna var ef til vill merkilegra en sögutímabilið. pað var lærdóms- eða manndóms tímabilið, sem kalla mætti. Á vel við að minnast á það tímabil og einkenni þess og áhrif einmitt nú þegar verið er að hefja skóla tímabil í sögti íslendinga vestan hafs. Sá er mest kvað að heima í þá daga var Gizur biskup ísleifsson. Hann fann það og skildi að ef menningin ætti að haldast með íslendingum þá yrðu þeir að vera lærdóms þjóð; en til þess yrði að stofna skóla. Fyrir honum vakti þar sama hug- mynd og þeim er fyrir því máli berjast hér nú. Haraldur konungur Sigurðsson sagði ein- hverju sinni um Gizur ísleifsson, þegar hann var ungur maður, að úr honum mætti búa til þrjá menn, sem allir eða hver um sig gætu orðið eins fnllkomnir og þeir sem guð hefði skapað fullkomn- asta: pað væri víkinga foringi, konungur og fciskup. Ef hann væri víkinga foringi yrði hann öllum öðrum hraustari, vopnfimari, ráðbetri og rrannúðlegri; yrði hann konungur skaraði hánn fram úr öllum samtíðarkonungum að stjómvizku og mildi, og ef hann yrði biskup stæði honum enginn jafnfætis að lærdómi og útbreiðslu þekk- ingar í öllum efnum. petta er mikill vitnisburður og fagur; en líkur benda til þess að hann hafi verið sannur; enda vissi Haraldur konungur venjulega hvað hann fór, Víst er um það að þegar Gizur var orðinn bisk- up, þá fórst honum eins í þeirri stöðu og konungur hafði spáð. Gizur var biskup í Skálholti; var það föðurleifð hans og höfuðból. Hann stofnaði þar skóla í líkingu við háskóla vorra daga að mörgu leyti. par var kent alt það, er talið var mest mentandi í þá tíð; en eitt er eftirtektavert um fram alt ar.nað: biskupinn lét kenna þar hljómfræði og Ijóðagerð. Hafði hann þá skoðun, að ljóðagerð væri sterkasti þátturinn í mienningar einkennum þjóðarinnar og þann hæfileika ætti ekki einungis að hvetja og örva, heldur ætti að gera hann að fastákveðinni kenslugrein. Er sagt, að íslenzk ljóðagerð eigi óútreiknanlega mikið þessum skóla að þakka; enda má nærri geta, hversu mikið gildi það hefir gefið þeirri goðbomu list, þegar æðsti ofe áhrifamesti maður þjóðarinnar tók hana þannig sér í skaut og skjól. Auk þessa sannnefnda háskóla stofnaði Giz- ur biskup einnig alþýðuskóla hér og þar í um - dæmi sínu og víðar, því áhrif hans náðu um alt land; enda sést það á ummælum um hann í “Hungurvöku”, þar segir svo: “Ok var rétt at segja, at hann var bæði kon- ungr ok biskup yfir landinu, meðan hann lifði.” Á þessum alþýðuskólum, sem voru í allmik- illi líkingu við lýðháskóla, nutu menn allskonar uppfræðslu og kostaði biskup kensluna að öllu úr eigin vasa. Loksins gaf Gizur biskup Skálholt til kirkj- unnar með þeim ákvörðunum, að þar skyldi ávalt vera biskupssæti meðan fsland bygðist og kristni héldist í landinu. Auk þess gekst hann fyrir stofnun biskups- stóls að Hólum í Hjaltadal og var þar einnig for- stöðumaður, sem alt kapp lagði á andlega menn-' ingu og uppfræðslu þjóðarinnar; það var Jón bisk- up ögmundsson. Er hann talinn einn hinna á- gætustu manna er þjóðinni hefir hlotnast. Segir sagan, að heimilis- og safnaðarlíf hans hafi verið fagurt og uppbyggilegt með afbrigð- um. Jón Jónsson sagnfræðingur segir jafnvel, að trauðla muni finnast dæmi til slíks, þótt leitað sé um víða veröld síðan á dögum fyrstu kristnu safnaða. pað er merkilegt, og eftirtektavert hvemig kirkjan beitti sér fyrir mentamál og menningu þjóðarinnar á þeim tíma; og það er ekki síður íhugunarvert hvílík gæfa það var fyrir þjóðina, að henni skyldi fæðast hver maðurinn öðrum á- gætari í biskupstöðu, eins mikið og þjóðin átti undir þeim manni í þá daga. “Hvergi í öllum heimi,” segir Jón Jónsson sagnfræðingur, “svo kunnugt sé í öðrum löndum gerðist kirkjan þannig frumkvöðull og leiðtogi alþjóðlegrar fræðslu og, þjóðlegrar menningar nema hjá Keltum í fyrstu kristni. íslendingar kunnu hér sem annarsstaðar að sníða stakk eftir eigin vexti. Hvar sem á er litið, skapa þeir sér sjálfstæðan og sérstakan búning.” Eins og Gizur fsleifsson stofnaði skóla að Skál- holti, þannig beitti Jón ögmundsson sér fyrir samskonar mál að Hólum. Auk hins kirkjulega háskóla þar stofnaði hann einnig sveita- eða al- þýðuskóla bæði heima hjá sér og víðar. Sagt er, að hundruðum saman hafi menn sótt kenslu og fróðleik heim að Hólum; riðið þangað stundum ekki færri en 400 manns til þess að hlusta á biskup og aðra fræðimenn, er hann réði til þess að kenna. Má nærri geta hvílíka þýðingu þetta hefir haft og hvílíkt lyftiafl það hefir verið þjóðinni í and- legum efnum. En íslendingar létu ekki þar staðar numið. peir fóru lengra í skólastofnunum, en hér hefir verið skýrt frá. Margir menn risu upp til og frá á landinu og stofnuðu sveitaskóla, sem svo mikið kvað að og svo mikill menningarbragur var á að slíks eru víst engin dæmi fyr né síðar í sögu nokk- urrar þjóðar um prívat menn. (Framh.) THE DOMINION BANK STOFNSETTUK 1871 Höfuðstóll borgaður og varasjóður .. $13.000,000 Allar elgnir.................. $87.000,000 Beiðni bœnda um lán til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. >' Spyrjist fyrir. Notre Dame Brancíi—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirlc Branch—M. 8. BXJRGEIi, Manager. Tvær greinar sem vakið hafa mikla eftirtekt í öllum heimi. i. Drepsótt á báðar hliðar. Eftir Dr. Georg Brandes, frægan skandinaviskan gagnrýnanda. Dr. Brandes hefir haldiS þvl fram ávalt slðan strlðÍS hófst, að báðum málspörtum sé um að kenna. Greinin, sem hér birtist, þýdd fyrir “Current History”, birtist nýlega I blaSinu “Politiken’’ 1 Kaupmanna- höfn, með fyrirsögninni "Ávarp.” Greinin vakti mikla eftirtekt, og var henni svaraS af William Archer I opnu bréfi, sem hér er einnig prentaS. Hver þjóðin um sig sem í stríð- inu er sver og sárt við leggur aö það sé nauðungar stríð, hún sé í sjálfsvöm. Þær þykjast allar hafa orðið fyrir árás; þær kveðast allar vera að berjast fyrir tilveru sinni. “Lygar og morð eru þeim öllum nauðsynleg vopn til varnar.” En þar sem allar þjóðirnar lýsa því yfir að þær hver um sig hafi ekki viljað stríð, hvernig í ósköp- unum stendur þá á því að þær fara ekki að semja frið? En þannig stendur nú taflið að eftir tuttugu og tvo mánuði er frið- ur fjær en nokkru sinni áður. Hvor hííðin um sig í stríðinu þykist verða að leiða þjóðmenninguna til sigurs, en þessi sama þjóðmenning er annaðhvort kölluð andlegir yfir- burðir, eða réttur, eða frelsi, eða einstaklingsfrelsi á móti hernaðar- anda. Þjóðmenning! Fyrsti ávöxturinn af jæssari þjóðmenningu hefir ver- ið sá að hin sannleikseyðandi rit- dómsáhrif Rússa hafa breiðst út um allan heim, annar ávöxturinn er sá að vér höfum horfið aftur í ald- ir mannfórnanna; en á því er sá munur að í fornöld á siðleysistím- unum var fjórum eða fimm her- föngum fórnað einhverjum ægileg- um guði eða gyðju, þar sem vér nú fórnum fjórum eða fimm miljón- um þeirri hugsjón sem vér dýrkum. Það er Lamennais sem segir: Andi djöfulsins kom yfir harðstjóra heimsins og þjóðanna og blés þeim í brjóst helvískri hugsun; hann sagði við þá: “Takið þið sterkustu karlmennina frá hverju heimili og fáið þeim vopn í hendur. Eg skal gefa þeim tvær hugsjónir til þess að dýrka, sem þeir skulu kalla heið- ur og trúfesti og lög sepi þeir skulu kalla skyldu-hlýðni. Þeir skulu tigna og tilbiðja þessar hugsjónir og hlýða þessum lögum í takmarka- lausri blindni.” Vér horfum á þetta strið sem háð er á móti hernaðarandanum, en á sama tíma breiðist heljarafl her- valdsins út til þeirrar þjóðar sem hingað til hefir ein verndað sig fyrir því. Borgaralegur réttur verður ihvervetna að lúta i lægra haldi; borgararéttur og andi sá sem barist hefir fyrir yfirráðum yfir hernaðarandanum í meira en heila öld. Vðr tókum þátt í þessu stríði fyrir frelsi; en á sama tíma verðum vér þess varir að frelsispostulinn tekur höndUm saman við hnefarétt- armanninn til þess að stöðva hvert skip, skoða hvem farm, opna hvert bréf, jafnvel prívat bréf milli manna í hlutlausum löndum. Vér horfum á stríðið frá sjónar- miði æðri menningar og sjáum þá að Þýzkaland hefir troðið undir fótum Belgíu; Austurríki og Ung- verjaland, Serbía, England, Grikk- land, Rússland, Austur Prússland og Pólland, öll í sama númeri. Vér skoðum þetta stríð sem oss er sagt að sé fyrir réttlæti, en sjáum að réttlæti er alstaðar rænt afli sínu og rikið neitar einstaklingsfrelsinu. Vér horfum á þetta stríð fyrir sjálf- stæði smærri þjóða; en sjáum að einmitt sjálfstæðið er svívirt og lamað frá báðum málspörtum; framhjá því gengið og það fótum troðið. Striðslöndunum er auðvitað aðal- atriðið það að sigra. En borgarar landanna senda til himins bænar- andvörp um frið. Stjómirnar sem sitja uppi á háum hestum þrýsta sporum djúpt í siður hins dáuð- þreytta dýrs. Friðaróskirnar bæl- ast niður og þora ekki að láta á sér bera. í hlutlausum löndum telur al- menningsálitið það óafsakanlegt að tala um frið. Almennings álitið haltrar sitt á hvað, sumir með þess- ari þjóðinni, aðrir með hinni, en því er gleymt á meðan að leggja áhrifin á vogina friðarmegin. Nú sem stendur er það ein hlut- lausa þjóðin sem meira er undir komið en öllum öðrum til saman. Það eru Bandaríkin. Vill Banda- ríkja þjóðin yfir höfuð heldur hafa stríð til fjárhagslegs hagnaðar, en að beita áhrifum sínum til friðar? Þegar ált kemur til alls’, er þá eng- inn sem haldi fram friði—ekkert nema heilbrigð skynsemi og óspilt- ar mannlegar tilfinningar? Þáð friðaróp sem bráðlega lætur hátt í eyrum allra þjóða er nú kall- að hugleysi; en ef mennimir þegja þá munu sjálfir steinarnir hrópa hástöfum frá hernaðarrústunum. Heróp þeirra er ekki um hefnd heldur um frið. Og þar sem stein- arnir þegja þar hrópa akrar og engi. Já, akrar og engi þar sem mannablóð hefir verið regn þeirra og mannalíkamir áburður þeirra. Veröldin býr öll undir stjóm hnefaréttar og afbýðissemi. Eina ánægjan er nú að valda öðrum tjóni til hagsmuna sjálfstilveru. Skotbátum er beitt með miklum sigri. Orustur eru háðar mannskæðar og ógurlega sigursælar; einstaklingi tekst að skjóta niður loftskip, og mikill fögnuður er yfir. Ef spurt er um það hvers vegna fagnað sé yfir slíkum verkum, þá er svarið: “Tilgangurinn helgar- meðalið”. Grimd er kölluð skylda; hluttekn- ing heitir landráð. Þjóðverjar líða hungur og heljareymdir og banda- menn gleðjast yfir. Belgiumenn og Serbar eru kúgaðir og þeim mis- þyrmt og Þjóðverjar ráða sér ekki fyrir gleði. Pólverjar farast úr hungri; Gyðingar horfast í augu við ógnir örbyrgðarinnar. Þéir sem í striðinu taka þátt geta aldrei bætt fyrir allar þessar hörmungar. Allar stríðsþjóðirnar eru stoltar af þeirri hreysti og sjálfsafneitun sem fólkið .sýnir og þvi úthaldi sem það hefir. Frá báðum hliðum heyrum vér að dýrslegustu ástríður hafi verið leystar úr böndum hjá and- stæðingum, og þótt sorglegt sé frá að segja þáhafa báðir rétt að mæla. Miðríkin lýstu því yfir að þau vildu frið. En ekkert er ]jví til sönnunar að þau vildu leggja neitt í sölurnar til þess að fá þann frið. Bandamenn vilja ekki heyra minst á frið fyr en þeir hafa unnið þann fullkomna sigur, sem þeir hafa stefnt að með örlitlum vinningum nærri því í tvö ár. Hvað sem skeður í framtiðinni; hversu margar orustur sem vinnast og tapast; hversu mörgum dýrum skipum sem verður sökt og hversu mörg loftskip sem verða skotin niður; hversu margir menn sem verði drepnir, særðir eða teknir fangar, þá er eitt vist—allur þessi gauragangur hlýtur að enda með vopnahlé og samningum. Hvers vegna er þá ekki byrjað á samningum nú þegar? Það sést ekki að neitt geti unnist við áfram- hald'andi morð. Friður er likur Sibýlisbókunum eða kjörgripum sem verður að kaupa, en verða fá- gætari og dýrari eftir því sem dag- ,amir líða. Eitt vitum vér með vissu: Vér biðum eftir eyðileggingu. En al- gerð eyðilegging getur ekki orðið, heldur aðeins erkimorð. Enginn af stríðsþjóðunum verður afmáð né upprætt. . Og ef einhver segir að það sé ekki tilgangurinn að eyði- leggja Þýzkaland, heldur aðeins hemaðaranda þess, þá er það alveg sama og hann segði að ekki eigi að SEi NORTHERN CROWN BANK Höfuðítóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll gr.iddur $1,431,200 Varasjóðu.....$ 715,600 Formaður..........- - - Slr D. H. McMIIjLAN, K.C.M.G. Vara-íormaöur.............. - Capt. WM. ROBINSON Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMFBELL, JOHN STOVEL Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlaanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentuf lagðar viðá hverjum sex mánuðum. T. E. THORSTEIN3SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SherbrookejSt., - Winnipeg, Man. BBam—B——BEgirfi'l.," '

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.